LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. nóvember 2019. Mál nr. 199/2019 : Ákæruvaldið (Jón H. B. Snorrason saksóknari ) gegn Sigurð i Kristinss yni (Hilmar Magnússon lögmaður) Lykilorð Ávana - og fíkniefni. Tilraun. Útdráttur S var sakfelldur fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots, sbr. 173. gr. a., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa skipulagt innflutning á 5.018,13 g af amfetamíni til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi. S haf ði komið efnunum fyrir í stórum taflmönnum en lögreglan á Spáni hafði lagt hald á efnin og komið fyrir í þeirra stað gerviefnum sem flutt voru til landsins. Refsing hans var ákvörðuð með hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga og 1., 6. og 7. tölulið 70 gr. sömu laga. Var ákærða gert að sæta fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Þorgeir Ingi Njálsson og Eggert Óskarsson , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 8. mars 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 22. febrúar 2019 í málinu nr. S - /2018 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða og refsingu hans. 3 Í greinargerð sinni til Landsréttar krefst ákærði þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing hans verði milduð. Þá krefst hann þess að kröfu um upptöku verði vísað frá dómi. 4 Samkvæmt 2. mgr. 199. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal dómfelldur maður lýsa yfir áfrýjun héraðsdóms í bréflegri tilkynningu til ríkissaksóknara þar sem meðal annars skal tekið nákvæmlega fram í hverju skyni áfrýjað sé og hvaða dómkröfur séu gerðar. Í kjölfarið gefur ríkissaksóknari út áfrýjunarstefnu þar sem 2 meðal annars skal greina hver áfrýi dómi og nákvæmlega í hverju skyni það sé gert, sbr. c - lið 2. mgr. 201. gr. sömu laga. 5 Í tilkynningu ákærða um áfrýjun 6. mars 2019 kom fram að áfrýjað væri í því skyni að hnekkja niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu. Þessi kröfugerð var síðan tekin upp í áfrýjunarstefnu 8. mars 2019. Krafa ákærða um að upptökukröfu verði vísað frá dómi kom fyrst fram í greinargerð hans til réttarsins og telst því of sei nt fram komin. 6 Við upphaf aðalmeðferðar fyrir Landsrétti krafðist ákærði þess að hinn áfrýjaði dómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað. Með því að þessi krafa er einnig of seint fram komin kemur ómerking og heimvísun ekki til álita nema um sé að ræða atriði sem dómurinn þarf að taka afstöðu til af sjálfsdáðum. Málsatvik og sönnunarfærsla 7 Í ákæru er ákærða gefin að sök tilraun til brots gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á 5.018,13 g af amfetam íni til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi. Ákærði hafi komið efnunum fyrir í stórum taflmönnum og ætlað sér að flytja þau hingað til lands með hraðsendingafyrirtækinu DHL. Lögregla hafi lagt hald á efnin föstudaginn 29. desember 2017 á flugvellinum í Alicante á Spáni og komið fyrir gerviefnum í stað þeirra. Sendingin hafi borist hingað til lands 2. janúar 2018. Þá var öðrum manni gefið að sök að hafa lagt á ráðin með ákærða og tekið að sér að veita fíkniefnunum móttöku hér á landi og sá þriðji var sót tur til saka fyrir tilgreinda hlutdeild í brotum hinna tveggja. Með hinum áfrýjaða dómi voru ákærðu sakfelldir samkvæmt ákæru og þeim gerð refsing. Meðákærðu una dómi. 8 Meðákærðu í héraði voru handteknir vegna málsins mánudaginn 8. janúar 2018 en ákærði var þá enn staddur á Spáni. Hann kom hingað til lands fimmtudaginn 25. janúar 2018 og var þá handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. 9 Málið var þingfest í héraðsdómi 5. október 2018. Í þinghaldi 25. sama mánaðar neitaði ákærði sök en í þingbók er afstöðu h ans til sakargifta ekki lýst frekar. Það var heldur ekki gert við aðrar fyrirtökur málsins fram að aðalmeðferð þess. Í skýrslutöku við upphaf aðalmeðferðar 7. janúar 2019 lýsti ákærði því yfir að hann hefði engu við fyrri framburð sinn að bæta og myndi ekk i tjá sig frekar. Þá kvaðst hann aðspurður hafa kynnt sér öll gögn málsins og svaraði játandi þeirri spurningu sækjanda hvort hann hefði skýrt satt og rétt frá við skýrslutökur hjá lögreglu. 10 Í skýrslu sem ákærði gaf hjá lögreglu 25. janúar 2018 gekkst han n við því að hafa keypt amfetamín á Spáni, komið efnunum fyrir í fjórum stórum styttum af taflmönnum og sent til Íslands. Um hefði verið að ræða tæplega 6 kg af blautu amfetamíni sem hann hefði gert ráð fyrir að yrðu 3,5 til 4 kg af þurrkuðu efni sem færi í sölu hér á landi. Hann hefði keypt rúm 5 kg og fengið 1 kg að auki sem hefði verið skýrslutöku 31. janúar 2018 nafngreindi ákærði karlmann sem hefði staðið að 3 innflutning i fíkniefnanna með honum og reyndar átt frumkvæði að honum. Hefði sá maður verið búinn að borga fyrir fíkniefnin þegar ákærði hefði sótt þau til Benidorm 18. eða 19. desember 2017. Hann hefði enga vitneskju um það hvernig þessi maður hefði fjármagnað kaup sín á fíkniefnunum. Sjálfur hefði hann keypt stytturnar sem fíkniefnunum var komið fyrir í og greitt fyrir flutning þeirra hingað til lands. Hann hefði pakkað efnunum í lofttæmdar umbúðir og notað til þess sérstaka vél sem hann hefði fest kaup á. Hann hefð i áætlað að þyngd efnanna væri 5 kg. Í skýrslum sem teknar voru af ákærða hjá lögreglu 2. og 7. febrúar 2018 kom ekkert nýtt fram sem þýðingu getur haft þegar tekin er afstaða til sakargifta á hendur honum. Í samantekt um skýrslutöku af ákærða 10. apríl 20 18 er haft eftir honum að hann hafi prófað efnin þegar hann var að pakka þeim og þau hafi virkað. Efni í einni pakkningu væri þar reyndar undanskilið en af samantektinni verður ráðið að þar sé átt við þann hluta þess sem hann kveðst ekki hafa greitt fyrir samkvæmt framansögðu. Það efni hefði verið efnum þegar hann umpakkaði þeim. Ákærði var sí ðast yfirheyrður hjá lögreglu 22. ágúst 2018 þegar borin var undir hann efnaskýrsla sem unnin var af spænskum yfirvöldum. Þá áréttaði hann þann framburð sinn að efnin hefðu verið blaut þegar þau talan hefði átt að vera 2,5 11 Framburður ákærða og vitna fyrir héraðsdómi er nægjanlega rakinn í hinum áfrýjaða dómi. Þar á meðal er framburður sex vitna sem komu að rannsókn málsins á Spáni en þau gáfu símaskýrslu við aðalmeðferð málsins. Sam kvæmt vitnisburði þriggja þeirra, sem öll kváðust hafa lyfjafræðimenntun, hafi rannsókn á haldlögðum efnum leitt í ljós að um amfetamín væri að ræða, styrkur þess hafi verið 23,8% og nettóþyngd 5.018,13 g. Efnagreining hafi verið unnin í samræmi við viðurk ennda verkferla. Eitt þessara vitna skýrði svo frá að efnin hefðu verið í átta pakkningum, sýni til efnagreiningar hefðu verið tekin úr hverri þeirra og þau öll gefið svörun sem amfetamín. 12 Aðalkröfu sína um sýknu af kröfum ákæruvalds byggir ákærði á því a ð ekki sé sannað að efnið sem hann hafi ætlað að senda hingað til lands hafi verið amfetamín. Eigi brot hans í reynd undir tilgreind ákvæði lyfja - og tollalaga. Þá liggi ekki fyrir sönnun þess að ákærði hafi fjármagnað kaup á efnunum. Varakrafa hans um mil dun refsingar er aðallega reist á atriðum sem lúta að magni fíkniefna og styrkleika þeirra. Niðurstaða 13 Sú meginregla gildir að dómur í sakamáli skal reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 111. gr. laga nr . 88/2008. Ef ákærði hefur gefið skýrslu hjá lögreglu og staðfest það sem þar hefur verið eftir honum haft við skýrslutöku fyrir dómi má eftir atvikum leggja þann framburð til grundvallar sakfellingu. 4 14 Svo sem að framan er rakið gekkst ákærði með afdráttar lausum hætti við því í skýrslugjöf hjá lögreglu að hafa átt veigamikla aðild að tilraun til innflutnings á þeim fíkniefnum sem ákæra tekur til. Líta verður svo á að hann hafi fyrir dómi staðfest þennan framburð sinn. Fær játning hans jafnframt stoð í framb urði meðákærða í héraði, X , gögnum sem fyrir liggja um haldlagningu fíkniefnanna á Spáni og rannsókn sem gerð var á þeim þar og vitnisburði þeirra sem að henni komu. Er með þessu sannað að ásetningur ákærða hafi staðið til þess að flytja umtalsvert magn am fetamíns hingað til lands. Er aðalkröfu um sýknu af refsikröfu þegar af þessari ástæðu hafnað en að auki er til þess að líta að í ljósi framburðar ákærða geta rök hans fyrir henni engu breytt um refsinæmi verknaðar hans. 15 Í fyrstu skýrslu sem tekin var af ákærða hjá lögreglu kvaðst hann hafa lagt út fyrir kaupverði fíkniefnanna en tilgreindi í því sambandi fjárhæð sem telja verður fjarstæðukennda. Við næstu skýrslugjöf neitaði hann að hafa fjármagnað kaupin og vísaði í því sambandi til þess að maður sem han n nafngreindi hefði verið búinn að greiða fyrir efnin þegar hann fékk þau í hendur. Hefur ákærði ekki horfið frá þessari neitun sinni og telst gegn henni ósannað að aðild hans hafi tekið til þessa þáttar í framkvæmd brotsins. Hann hefur á hinn bóginn viður kennt að hafa borið kostnað af pökkun efnanna og sendingu þeirra til Íslands og á þann hátt komið að fjármögnun á innflutningi þeirra. 16 Að teknu tilliti til þess sem rakið er hér að framan verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sö k í ákæru og þar er réttilega heimfærð til 173. gr. a, sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga. 17 Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann með dómi 6. desember 2018 sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga og tilgreindum á kvæðum skattalaga og dæmdur í 20 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, og til greiðslu sektar að fjárhæð 137.000.000 króna. Samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga verður skilorðshluti þess dóms tekinn upp og ákærða ákveðin refsing í einu lagi f yrir bæði brotin eftir reglu 78. gr. laganna. Við ákvörðun refsingar er til þess að líta að ákærði er í málinu sakfelldur fyrir að hafa ætlað að flytja inn umtalsvert magn fíkniefna í hagnaðarskyni. Þá verður með hliðsjón af dómaframkvæmd einnig að taka ti llit til þess sem fyrir liggur um styrkleika þeirra. Þótt brotið teljist ekki fullframið þar sem hald var lagt á fíkniefnin á Spáni og gerviefnum komið fyrir í stað þeirra stóð einbeittur ásetningur ákærða til þess. Fer með vísan til þessa um refsiákvörðun eftir 1., 6. og 7. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Að framangreindu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga skal til frádráttar refsingunni koma gæsluvarðhald se m ákærði sætti frá 26. janúar til 18. apríl 2018. 18 Ákvæði héraðsdóms um upptöku eru ekki til endurskoðunar og standa því óröskuð sem og ákvæði um sakarkostnað. 5 19 Með vísan til 1. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærða gert að greiða helming alls áfrýjun arkostnaðar málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Að öðru leyti greiðist áfrýjunarkostnaður úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Kristinsson, sæti fang elsi í þrjú ár og sex mánuði. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 26. janúar til 18. apríl 2018. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað skulu vera óröskuð. Ákærði greiði helming alls áfrýjunarkostnaðar, sem nemur í heild 1.844.602 krónum, þar með talin málsvarnarlaun verjenda hans, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 744.000 krónur, og Hilmars Magnússonar lögmanns, 992.000 krónur. Að öðru leyti greiðist áfrýjunarkostnaður úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur fös tudaginn 22. febrúar 2019 Árið 2019, föstudaginn 22. febrúar, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S - Kristinssyni, en málið var dómtekið 25. janúar f.m. Málið er höfðað með ákæru Héraðssaksóknara, dagsettri 20. desember 2018, á hendur: [...], Mosfellsbær, Y, kennitala [...], [...], Reykjavík og Sigurði Kristinssyni, kennital a [...] [...], Hafnarfjörður, fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots: 1. Gegn ákærða Sigurði Kristinssyni með því að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á 5.018,13 g af amfetamíni, að 23,8 % styrkleika, hingað til lands frá Alicante á Spá ni, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ákærði kom efnunum fyrir í stórum skákmönnum og ætlaði sér að flytja þau hingað til lands með hraðsendingafyrirtækinu DHL. Lögreglan lagði hald á fíkniefnin föstudaginn 29. desember 2017 á flugvellinu m í Alicante og kom fyrir gerviefnum í pakkanum. Pakkinn kom hingað til lands þann 2. janúar 2018. 2. Gegn ákærða X með því að hafa lagt á ráðin með meðákærða Sigurði og tekið að sér að móttaka framangreind fíkniefni hér á landi. Ákærði setti sig í samb and við meðákærða Y og fékk hann til að móttaka sendinguna. Ákærði annaðist einnig samskipti við hraðsendingafyrirtækið DHL vegna greiðslu og móttöku pakkans, afhenti meðákærða Y peninga og greiðsluupplýsingar til að greiða fyrir sendinguna og fylgdist 6 með meðákærða Y er hann móttók pakkann og ók með hann að Tungubakka í Mosfellsbæ sbr. ákæruliður 3. 3. Gegn ákærða Y, fyrir hlutdeild framangreindum brotum meðákærðu, með því að hafa tekið að sér að millifæra pening fyrir greiðslu á sendingunni hingað til l ands og með því að hafa mánudaginn 8. janúar 2018, á bifreiðastæði við Faxafen 12 í Reykjavík, móttekið ofangreindan pakka og ekið með hann að Tungubakka í Mosfellsbæ og falið hann í rjóðri þar hjá í þeim tilgangi að ótilgreindur aðili gæti nálgast pakkann þar. Framangreindan verknað framdi ákærði Y að beiðni meðákærða X gegn niðurfellingu skuldar. Telst þetta varða við 173. gr. a., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum og 1. mgr. 22. gr. sömu laga að því er varðar ákærða Y. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 5.018,13 g af amfetamíni með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. Verjandi ákærða X krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Verði dæmd refsivist er þess krafist að gæsluvarðhaldsvist ákærða komi til frádrátt ar. Þess er krafist að allur sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun samkvæmt tímaskýrslu, verði greiddur úr ríkissjóði. Verjandi ákærða Y krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar og að refsivist, ef dæmd verður, verði skilorðsbundin að öllu leyti eða að hluta. Málsvarnarlauna er krafist að mati dómsins eða samkvæmt tímaskýrslu. Verjandi ákærða Sigurðar krefst aðallega sýknu en til vara að ákærða verði ekki gerð frekari refsing vegna hegningarauka og til þrautavara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þess er krafist að gæsluvarðhaldsvist ákærða komi til frádráttar refsivist ef dæmd verður. Málsvarnarlauna er krafist samkvæmt tímaskýrslu og að málsvarnarlaun verði að öllu leyti eða að hluta greidd úr ríkissjóði. Hinn 29. desember 2017 bárust upplýsinga r frá Nordic Liaison Office / Nordic Police and Customs, í genum alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra, um að DHL - póstsending sem senda átti hingað til lands hefði verið stöðvuð á flugvellinum í Alicante á Spáni. Í ljós kom að í sendingunni var búið að koma fyr ir 6 kg af amfetamíni. Eftir þetta hófst rannsókn málsins hér á landi. Pakkinn var sendur hingað til lands undir eftirliti eftir að fíkniefnin höfðu verið fjarlægð úr honum á Spáni og gerviefnum komið fyrir í stað þeirra. Pakkinn kom hingað til lands 2. ja núar 2018. Ákærðu X og Y voru handteknir eftir að pakkinn var afhentur 8. janúar 2018. Fyrir liggja gögn um samskipti íslenskra og spænskra yfirvalda um sendingu málsins og rannsókn hér á landi. Við skýrslutökur af ákærðu játuðu þeir aðild sína að málinu en ákærðu X og Y kváðust ekki hafa vitað hvert innihald pakkans hefði verið. Ákærði Sigurður játaði að mestu leyti sök hjá lögreglunni og verður vikið að þessum framburðum ákærðu hjá lögreglunni síðar eins og ástæða þykir. Nú verður rakinn framburður ákærðu og vitnisburður fyrir dómi varðandi alla þrjá ákæruliðina. Ákærði Sigurður neitar sök. Hann kvaðst hafa sagt satt og rétt frá við skýrslutökur hjá lögreglunni og greint frá öllu sem hann vissi um málið. Hann hafi kynnt s ér gögn málsins og hafi engu við að bæta og kaus hann að tjá sig ekki um sakarefnið undir aðalmeðferðinni. Ákærði Sigurður var spurður á hverju neitun hans byggðist þar sem ákæra málsins sýnist að mestu leyti vera byggð á framburði hans hjá lögreglunni, se m hann staðfesti fyrir dóminum. Ákærði kvaðst hafa greint svo frá hjá lögreglunni að efnið sem um ræðir hefði verið um 3 kg, en það hefði verið ódýrt og gallað að hans sögn. Hann hefði gert ráð 7 fyrir því að efnin yrðu þurrkuð og vigtuð, sem ekki varð og ák ært sé fyrir 5 kg, sem sé ekki í samræmi við það sem hann greindi frá hjá lögreglunni. Nánar spurður um þetta kvað ákærði efnislýsingu ákærunnar rétta, en hann hefði athugasemdir við efnismagnið sem þar greinir. Ákærði X neitar að hafa lagt á ráðin með me ðákærða Sigurði um innflutning fíkniefnanna til landsins. Hann kvað þá Sigurð hafa þekkst lengi og mikil samskipti verið milli þeirra. Sigurður hefði verið vel stæður en hann hefði lent í lausafjárvandræðum sumarið 2017 og hefði ákærði þá byrjað að lána ho num peninga og einnig eftir að Sigurður fluttist til Spánar. Upphaf peningavandræða Sigurðar mætti rekja til erfiðleika í rekstri sem hann hafði með höndum sumarið 2017 og það orðið upphaf þess að ákærði lánaði Sigurði peninga. Ákærði reiknaði með því að f á lánin endurgreidd er Sigurður tæki lán ytra, sem hann lýsti, og hefði Sigurður ætlað að lána ákærða háa peningafjárhæð sem hann ætlaði að útvega ytra með því að veðsetja fasteign sína þar, en peningana ætlaði ákærði að nota til að ljúka við gerð kvikmynd ar. Ákærði lýsti peningaþörf sinni í desember 2017 og að hann hefði þá þrýst á Sigurð um að fá lánin endurgreidd. hafa reiknað með því að þetta væri endu rgreiðsla til sín. Rétt fyrir jólin 2017 hefði Sigurður beðið ákærða að útvega símanúmer sem hann gæti látið á DHL - sendingu hingað til lands. Ákærði hefði gert þetta og keypt símanúmer, en hann hefði ekki tengt þetta björgunarhringnum sem ákærði nefndi og rakið var að framan. Ákærði hefði átt að hafa kveikt á símanum um jólin og reiknaði hann með því að fá símtal frá DHL vegna sendingarinnar. Ekkert hefði orðið úr því. Milli jóla og nýárs hefði komið í ljós að sendingin hefði verið skráð á Skáksamband Íslan væri sniðugt að ákærði væri móttakandi pakkans. Ákærði kvað þarna hafa runnið á sig tvær grímur varðandi það sem væri í gangi og hefði hann þá byrjað að reyna að fjarlægja sig frá þessu ein s og hann gat. Vegna þessa hefði hann sett sig í samband við meðákærða Y og gefið honum leiðbeiningar um að sækja pakkann og koma honum á áfangastað uppi í Mosfellsbæ, eins og lýst er í ákærunni. Þar hafi meðákærði Y verið handtekinn, eins og lýst er í ákæ runni, og ákærði í kjölfarið. Ákærði kvaðst hafa verið samvinnuþýður við lögreglu frá upphafi rannsóknarinnar og greint frá öllu sem hann gat til að upplýsa málið. Ákærði kvað þannig lýsinguna í 2. tl. ákærunnar rétta, nema að hann hefði aldrei vitað að ti l stæði að flytja fíkniefni til landsins. Hann hefði aldrei vitað hvað væri í pakkanum. Spurður hvað hann hefði haldið að pakkinn innihéldi kvaðst ákærði ekki hafa hugsað út í það. Í gögnum málsins er lýst samskiptum ákærða og meðákærða Sigurðar frá 31. o któber til 8. janúar 2018. Ákærði lagði samtals rúmar 400.000 krónur inn á reikning Sigurðar dagana 8., 11. og 12. desember 2017. Spurður hvers vegna hann gerði þetta, þrátt fyrir að hafa á sama tíma vantað peninga, kvaðst hann hafa gert þetta í von um að Sigurður fengið lánið, sem áður var nefnt, og lánaði ákærða peninga, eins og rakið var, en Sigurður hefði nefnt að hann þyrfti að greiða útistandandi reikninga ytra til að geta farið í greiðslumat vegna lánsins sem til stóð að taka. Sigurður hefði stöðugt greint sér frá því að lánið væri á leiðinni en þetta hefði hann sagt frá því í lok nóvember 2017. Ákærði lýsti samskiptum við meðákærða Sigurð 18., 19. og 20. desember 2017. Ákærði kvaðst hafa keypt símanúmerið sem sett var á pakkann 21. desember 2017 og taldi því að samskipti þeirra dagana á undan tengdust því. Ákærði mundi ekki símanúmerið, en það hefði verið skráð á pakkann sem sendur var frá Spáni. Í ljós kom að símanúmerið var aðeins notað í samskiptum við DHL vegna pakkans, en ákærði kvaðst ekki hafa vitað í hvaða tilgangi hann keypti símanúmerið. Ákærði kvaðst þekkja Sigurð vel og enga ástæðu hafa haft til þess að vantreysta honum og ákærði hefði ekki talið sig hafa ástæðu til að spyrja Sigurð nánar um það sem hér um ræðir. Samkvæmt gögnum málsins v oru ákærði og meðákærði Sigurður í sambandi 29. desember 2017, daginn eftir að sendingin var lögð af stað hingað til lands, og spurði ákærði Sigurð þá hvernig hefði farið rið að spyrja um lánið sem Sigurður ætlaði að taka ytra og lána ákærða hluta þess, eins og rakið var. Ákærði kvað meðákærða Sigurð hafa greint sér frá því milli jóla og nýárs að sending, sem stíluð væri á Skáksamband Íslands, væri á leiðinni til landsins. Meðal gagna málsins er skjáskot frá DHL, varðandi sendinguna, en það fannst í síma ákærða. Ákærði kannaðist við þetta og farmbréf á spænsku, þótt 8 hann myndi þetta ekki vel. Þá fannst skjámynd af farmbréfinu þar sem fram kom að sendingin væri tilbúin til a fhendingar er greidd hefðu verið af henni tiltekin gjöld. Ákærði kannaðist við þessi gögn þótt hann gæti ekki lesið út úr þeim þar sem þau voru á spænsku. Sum gagnanna hefði ákærði fengið frá Sigurði. Spurður um ástæðuna kvaðst ákærði að á þessum tíma, eða eftir áramót, hefðu runnið á sig tvær grímur varðandi sendinguna sem merkt var Skáksambandinu en Sigurður hefði sagt að það væri sniðugt að ákærði tæki ekki á móti sendingunni sjálfur og hefði þetta leitt til þess að ákærði hefði komið upplýsingum til með ákærða Y til að fjarlægja sjálfan sig eins mikið og hann gat frá málinu, þar sem hann hefði verið komið inn í eitthvað sem hann vildi ekki taka þátt í. Spurður um það hvað hann hefði talið pakkann innihalda kvaðst ákærði aldrei hafa vitað það, en fyrir ára mótin hefði hann hringt í DHL og spurst fyrir um sendinguna og þá verið greint frá því að hún innihéldi skákborð. Hann hefði síðan ekki vitað um innihaldið fyrr en er hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og þá fyrst komist að því að pakkinn hefði í upphafi innihaldið fíkniefni. Ákærði kvaðst hafa talið að sendingin tengdist skákmóti sem Sigurður kvað að haldið yrði hér á landi í janúar. Ákærði kvaðst einnig hafa vonast til að í pakkanum yrðu peningar til sín, enda hefði hann í fyrstu talið sendinguna inniha lda peninga. Ákærði kvaðst ekki hafa spurt Sigurð um ástæðu þess að ekki væri sniðugt að ákærði móttæki pakkann. Ástæða þess að hann spurði Sigurð ekki að þessu hafi verið sú að mikið hafi verið að gera hjá ákærða á þessum tíma og hann undir miklu álagi og hann hefði því ekki spurt þótt hann hefði gert það við aðrar aðstæður. Spurður um það hvað hann hefði talið pakkann innihalda, eftir að það runnu á hann tvær grímur, kvaðst ákærði hafa spurt Sigurð um áramótin nánar um pakkann og hvað hann hygðist fyrir m eð hann og hefði Sigurður þá sagt að pakkinn innihéldi fæðubótarefni. Ákærði kvaðst vegna þessa hafa haft samband við meðákærða Y eftir áramótin, en honum hefði dottið Y í hug þar sem hann hefði talið hann ólíklegan til að spyrja spurninga og hann væri lík legur til að gera þetta fyrir ákærða. Auk þess hefði meðákærði Y staðið í þriggja ára gamalli skuld við ákærða og hefði ákærði boðið Y að skuldin yrði felld niður tæki hann verkið að sér. Y hefði fallist á þetta og einskis spurt um pakkann. Y hefði átt að greiða fyrir sendinguna með peningum sem ákærði afhenti honum, en ákærði hefði vitað að greiða þyrfti rúmar 15.000 krónur fyrir pakkann og taka á móti sendingunni og koma henni fyrir á Tungubakka, þangað sem hún fór eins og í ákæru greinir. Ákærði hefði sí ðan fylgst með Y taka við pakkanum og flytja hann á Tungubakka. Spurður um ástæðu þessa kvaðst ákærði hafa viljað fjarlægja sig frá málinu, eins og rakið var, en hann hefði ekki viljað svíkja Sigurð, vin sinn, og viljað koma pakkanum til skila og losna þan nig frá málinu. Ákærði hefði átt að láta Sigurð vita eftir að pakkanum hefði verið komið fyrir á Tungubökkum og ákærði yrði þar með laus frá málinu. Hann hefði ekki átt að fá neitt fyrir það sem hann tók sér fyrir hendur og lýst hefur verið. Ákærði kvað sé r hafa brugðið er hann sá Y handtekinn og hefði hann eftir það kastað símanum sem tengdist pakkanum út um glugga bílsins enda þarna verið orðið augljóst að eitthvað var ekki í lagi, eins og ákærði bar. Hann vissi ekki hver átti að taka við pakkann á Tungub ökkum eða sækja hann þangað. Ákærði Y kvað efnislýsingu ákæruliðar 3 rétta, en neitaði sök á þeim forsendum að hann hefði ekki vitað að fíkniefni væru í sendingunni. Ákærði kvað aðdraganda afskipta sinna af málinu þann að meðákærði X hefði verið staddur á heimili ákærða, þar sem hann spurði ákærða hvort hann vildi ekki losna við 300.000 króna peningaskuld gegn því að sinna tilteknu erindi fyrir sig, en erindið var það sem lýst er í 3. lið ákæru. X hefði afhent ákærða peninga og beðið hann um að greiða toll eða gjöld af einhverri sendingu, sem ákærði gerði síðan en hann hefði ekki spurt hvað sendingin innihéldi, en í því ljósi að meðákærði ætlaði að fella niður 300.000 króna skuld hefði ákærða grunað að pakkinn kynni að innihalda stera eða eitthvað, eins og ákærði bar. Hann hefði hins vegar aldrei spurt um innihald pakkans. Spurður um það hvort hann hefði grunað að pakkinn innihéldi eitthvað ólöglegt kvað ákærði sig hafa grunað að í pakkanum væru sterar. Meðákærði hefði síðan gefið fyrirmæli um að ákærði ætti að taka á móti pakkanum við Faxafen 12 og flytja hann á Tungubakka í Mosfellsbæ, breiða þar yfir hann og skilja eftir. Ákærði kvaðst hafa gert þetta, allt eins og lýst er í ákærunni. Í samræmi við þetta hefði ákærði síðan tekið við pakkanum við Faxafen 12 , ekið með hann að Tungubakka í Mosfellsbæ og komið honum þar fyrir í rjóðri, eins og í ákæru greinir og samkvæmt leiðbeiningum frá X. Ákærði vissi ekki hvað átti að gerast eftir þetta þar sem aðkomu hans lauk þar með. Ákærði lýsti því er hann sá fjölda lö greglumanna þegar hann var 9 handtekinn í Mosfellsbæ og hefði hann þá tekið að gruna að pakkinn innhéldi eitthvað annað og sterkara en stera. Vitnið A lögreglumaður stjórnaði rannsókn málsins og lýsti henni og niðurstöðum rannsóknarinnar. Hann kvað Y hafa verið fenginn til að sækja pakkann með fyrirmælum frá X, en Y hefði haft takmarkaða vitneskju. Vitnið kvað lögreglu fyrst hafa orðið vara við aðkomu X að málinu á handtökudegi hans, þegar sást til ferða hans fylgjast með Y sækja pakkann og síðar koma honum fyrir í Mosfellsbæ. X hefði verið samstarfsfús og lýsti hann þessu. Á síma hans var mynd af reikningi sem fylgdi sendingunni. Við nánari skoðun bankagagna og fleira hefðu sést samskipti ákærða X og ákærða Sigurðar. Hann lýsti því sem rannsóknin leiddi í l jós um samskipti þeirra, en því hefur verið lýst að framan í framburði ákærða X. Spurður um það hvort eitthvað hefði komið fram við rannsóknina sem benti til þess að X hefði vitað að í pakkanum væru fíkniefni kvað hann ekkert handfast um það í gögnunum. Hi ns vegar lýsti vitnið því að leyndin og fyrirhöfnin varðandi pakkann væri að hans mati nokkuð mikil ef ákærði X hefði talið að pakkinn innihéldi 1 kg af sterum eða læknadópi. Fram kom að orðið fíkniefni var sett inn í samantekt skýrslna af X þótt X hefði a ldrei notað það orð. Vitnið skýrði hvernig á þessu stæði, en fram kom hjá vitninu að þetta væri vegna túlkunar vitnisins á framburðum í málinu. A lýsti því að eftir að pakkinn var haldlagður á flugvellinum á Spáni hefði komið í ljós að ákærði Sigurður hefð i verið sendandi pakkans hingað til lands. Hann lýsti rannsókninni og peningasendingum X til Sigurðar, en sendingarnar hefðu verið nokkrar, sumar lágar en sú hæsta upp í 400.000 krónur. Hann kvað rannsóknina ekki hafa leitt í ljós að Sigurður hefði tekið þ essa peninga út í reiðufé ytra. A kvað rannsóknina ekki hafa sýnt fram á það hver fjármagnaði fíkniefnainnflutninginn, utan það sem fram kemur í framburði Sigurðar um að hann hefði sjálfur greitt fyrir fíkniefnin, en ekki hefði verið uppi grunur um að fram burður Sigurðar um þetta væri rangur. Vitnið B lögreglumaður lýsti vinnuferð sinni til Spánar vegna rannsóknar málsins. Rannsóknarlögreglumaður hefði tekið á móti honum á Spáni og sýnt innihald pakkans sem hefði innihaldið amfetamín eins og frumgreining be nti til. Hann staðfesti rannsóknargögn sem sýndu að borin voru kennsl á ákærða Sigurð ytra sem sendanda pakkans hingað til lands. Hann lýsti því er sást til ferða X þegar pakkinn var afhentur og handtöku hans síðar. Enn fremur lýsti hann niðurstöðu rannsók narinnar varðandi þátt ákærða X. Rannsóknin hefði leitt í ljós að Sigurður hefði tekið við efnunum ytra, pakkað þeim og sent þau hingað til lands og fengið X til að gera það sem hann gerði. Hann kvað X hafa verið samstarfsfúsan við rannsókn málsins. Vitni ð C lögreglumaður lýsti vinnu sinni við afhendingu sendingarinnar sem afhent var í Faxafeni 12 hinn 8. janúar 2018 og samskiptum sínum við aðilann sem svaraði í uppgefnu símanúmeri sem hringja átti í vegna afhendingar pakkans. Í þriðja símtalinu hefði viðm ælandinn óskað eftir því að fá pakkann afhentan við Faxafen 12, sem hefði verið upphaflegur áfangastaður pakkans. Vitnið hefði komið fram sem starfsmaður DHL er hann afhenti ákærða Y pakkann og aðstoðaði hann við að setja pakkann í bifreið hans og hefði ha nn ekið í burtu eftir það. Vitnið D lögreglumaður lýsti vinnu sinni við málið í tengslum við afhendingu pakkans 8. janúar 2018. Vitnið E, yfirmaður skrifstofu heilbrigðismála undir skrifstofu í Alicante á Spáni, undirritaði skjal, dagsett 11. janúar 2018, sem liggur frammi í málinu. Vitnið kvaðst hafa gráðu í lyfjafræði. Hún kvað lagt hafa verið hald á 5018,13 g af efni sem við rannsókn reyndist vera amfetamín og styrkurinn hefði verið 23,8%. Hún staðfesti að greining fíkniefnanna hefði verið í samræmi við verkferla frá Sameinuðu þjóðunum og í samræmi við aðferðir sem notaðar væru við rannsókn amfetamíns. Fyrir liggur að fíkniefnunum var eytt á Spáni. Vitnið var spurt um verkferla sem gilda um eyðingu haldlagðra fíkniefna. Hún kvað efnunum vera eytt innan 30 daga frá haldlagningu og efnunum hefði verið eytt 31. maí 2018. Hún kvað sýnishorn efnisins hafa verið varðveitt til samanburðarrannsóknar. Hún staðfesti rétta skýrslu sína meðal gagna málsins. Vitnið F, doktor í lyfjafræði, staðfesti greiningarskýrslu se m dagsett er 11. janúar 2018 og að nettóþyngd efnisins sem lagt var hald á hefði verið 5018,13 g. Rannsókn efnisins hefði sýnt að það væri 10 amfetamín af hreinleikanum 23,8%. Efnið hefði verið í 8 pakkningum og sýnishorn hefðu verið tekin til rannsóknar úr ö llum pökkunum og öll sýnin gefið svörun sem amfetamín. Greining efnisins hefði farið fram í samræmi við verkferla sem gefnir væru út af Sameinuðu þjóðunum. Hann kvað fíkniefnunum hafa verið eytt, en haldið eftir sýni úr hverjum pakka um sig. Vitnið G lyfja fræðingur staðfesti skýrslu sína sem dagsett er 31. maí 2018, þar sem lýst er fíkniefnunum sem lagt var hald á, vigtun og rannsókn efnisins, sem reyndist vera amfetamín og styrkurinn hefði mæst 23,8%. Vitnið vann ekki við greininguna en ritaði skýrslu um f eril fíkniefnanna frá haldlagningu og eftir efnagreiningu. Vitnið staðfesti að efnagreiningin hefði farið fram í samræmi við reglur. Hún kvað haldlögðum fíkniefnum eytt eftir 30 daga frá haldlagningu, nema beiðni kæmi fram um annað. Fíkniefnunum sem hér um ræðir hefði verið eytt eftir mánuð vegna mistaka sem áttu sér stað, en til væru sýnishorn. Vitnið H , lyfjafræðingur og sérfræðingur í greiningu eiturlyfja, ritaði skýrslu sem dagsett er 13. desember 2018, sem hún staðfesti fyrir dóminum. Í skýrslunni segi r að styrkleiki efnisins sem rannsakað var hefði verið 42,4%. Í fyrri mælingu reyndist styrkur fíkniefnanna 23,8%. Spurð um skýringu á þessu kvaðst hún ekki þekkja til fyrri greininga. Hún hefði fengið sýnishorn til rannsóknar og þetta væri niðurstaða þeir rar rannsóknar. Breyttan og aukinn efnisstyrk mætti skýra af því að efnið sem hún rannsakaði kynni að hafa verið þurrara en það var við fyrri mælingu. Styrkur amfetamíns í sýni sé mældur út frá þyngd og þetta kunni að skýra muninn. Lögreglumaður á Spáni lý sti því er lagt var hald á fíkniefnin á flugvellinum á Alicante á Spáni hinn 29. desember 2017. Vitnið, sem vann að rannsókninni ytra, lýsti rannsókn málsins eftir þetta. Hann lýsti pakkningum fíkniefnanna í fjórum stórum gripum, en fyrir liggja ljósmyndir af þessu í gögnum málsins. Hann lýsti rannsókn málsins í framhaldinu. Frumgreining efnanna hefði leitt í ljós að efnið væri amfetamín, en efnið hefði verið sent áfram til nákvæmari greiningar. Vitnið staðfesti og skýrði skýrslu sína um málið og rannsóknin a. Lögreglumaður á Spáni sem stjórnaði rannsókn málsins þar skýrði og staðfesti skýrslu sína þar um. Hann staðfesti og skýrði hvernig rannsóknin beindist að ákærða Sigurði og hans hlut í málinu. Í ljós hefði komið að Sigurður hefði greitt kostnað við að út búa gripina til sendingar hingað til lands. Rannsóknin hefði ekki leitt í ljós að annar en ákærði Sigurður hefði átt sendinguna og komið að flutningi hennar hingað til lands. Vitnið hafi borið kennsl á ákærða Sigurð sem sendanda pakkans. Málinu hafi síðan verið vísað til rannsóknar hér á landi og afhendingar undir eftirliti. Niðurstaða Ákæruliður 1 Ákærði Sigurður neitar sök. Eins og áður var rakið er ákæran á hendur honum að mestu leyti reist á framburði hans hjá lögreglunni og á niðurstöðu rannsóknar mál sins hér á landi og á Spáni. Er ákærði Sigurður var spurður nánar á hverju neitun hans byggðist kvað hann efnislýsingu ákærunnar rétta, en hann hefði athugasemdir við efnismagnið sem þar greinir. Eins og rakið var staðfesti hann framburð sinn hjá lögreglun ni og kvaðst þar hafa greint satt og rétt frá. Með rannsóknargögnum frá Spáni er varða rannsókn fíkniefnanna, vigtun og efnagreiningu, og með vitnisburði vitnanna sem gáfu símaskýrslu frá Spáni og unnu að rannsókn málsins þar, einkum að efnagreiningu fíkni efnanna, er sannað að lagt var hald á 5.018,13 g af amfetamíni að 23,8% styrkleika, eins og í ákærunni greinir. Sannað er með framburði ákærða hjá lögreglu og að langmestu leyti með framburði hans fyrir dómi, þar sem hann staðfesti framburð sinn hjá lögre glunni en hafði þær einu athugasemdir fram að færa við efnislýsingu ákærunnar er varða efnismagnið sem hefði verið 3 kg, með rannsóknargögnum frá Spáni um rannsókn fíkniefnanna og vitnisburði þeirra sem unnu þá rannsókn, og með öðrum gögnum málsins að ákær ði Sigurður skipulagði og fjármagnaði tilraunina til innflutnings fíkniefnanna sem í ákæru greinir á þann hátt sem þar er lýst. Á sama hátt er sannað með játningu ákærða og með vísan til efnismagnsins að fíkniefnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Lagt var hald á fíkniefnin á flugvellinum 11 í Alicante hinn 29. desember 2019 en pakkinn sem innihélt gerviefni kom hingað til lands þann 2. janúar 2018, eins og lýst er í ákærunni. Tilraunabrot ákærða er samkvæmt þessu rétt fært til refsiákv æðis í ákærunni. Ákæruliður 2 Ákærði X neitar að hafa lagt á ráðin með meðákærða Sigurði og þá neitar hann að hafa vitað hvert innihald pakkans var. Ákærði X lýsti því ítarlega fyrir dómi hvernig samskipti þeirra meðkærða Sigurðar voru vegna sendingar pak kans sem um ræðir hingað til lands. Sá framburður verður ekki skilinn öðruvísi en svo að með sakskiptunum er vörðuðu sendingu pakkans hingað til lands hafi hann lagt á ráðin með meðákærða Sigurði þótt ósannað sé að ákærði X hafi vitað eða mátt vita hvað pa kkinn innihélt fyrr en undir lok atburðarásarinnar og eftir að hann fékk tilmæli frá meðákærða Sigurði um að hann ætti ekki að taka á móti pakkanum hér á landi og eftir að ákærði X kvaðst hafa ákveðið að fjarlægast málið eins og hann lýsti fyrir dóminum. S amkvæmt þessu er sannað með framburði ákærða og meðákærða Sigurðar, sem bar um samskiptin, að ákærði X lagði á ráðin með meðákærða Sigurði eins og lýst er í ákærunni. Sannað er með framburði ákærða X og með öðrum gögnum málsins að hann setti sig í samband við meðákærða Y og fékk hann til að taka við sendingunni og annaðist samskipti við hraðsendingarfyrirtækið DHL vegna greiðslu og móttöku pakkans, afhenti meðákærða Y p eninga og upplýsingar til greiðslu fyrir sendinguna og fylgdist með meðákærða Y er hann tók við pakkanum og ók með hann að Tungubakka í Mosfellsbæ, allt eins og í ákærunni greinir. Ákærði X bar um það að meðákærði Sigurður hefði sagt að ,,björgunarhringur við pakkanum. Þá bar ákærði að eftir þetta hefðu runnið á sig tvær grímur varðandi það sem væri í gangi og hann eftir þetta reynt að fjarlægja sig frá þessu eins og hann gat. Að þessu virtu er það mat dómsins að ákærða hafi þarna verið ljóst eða mátt vera ljóst að pakkinn kynni að innihalda fíkniefni. Hann lét sér það í léttu rúmi liggja og ber refsiábyrgð samkvæmt því. Tilraunarbrot á kærða er rétt fært til refsiákvæðis í ákærunni. Ákæruliður 3 Ákærði Y kvað efnislýsingu þessa ákæruliðar rétta en neitar sök á þeirri forsendu að hann hafi ekki vitað innihald pakkans. Sannað er með framburði ákærða og með öðrum gögnum málsins að hann tó k að sér það verkefni sem lýst er í ákærunni að beiðni meðákærða X gegn niðurfellingu skuldar. Margt í atburðarásinni hefði átt að gefa ákærða Y tilefni til að spyrjast fyrir um innihald pakkans, sem hann taldi innihalda stera eða eitthvað eins og ákærði b ar. Ljóst er af þessu að ákærði hafði uppi grunsemdir um að innihald pakkans væri ólöglegt. Hann spurði hins vegar einskis um innihaldið og kærði sig þannig kollóttan um það og ber ákærði refsiábyrgð samkvæmt því þar sem til stóð að flytja til landsins amf etamín. Ákærði er samkvæmt þessu sakfelldur fyrir hlutdeild í tilraun eins og í ákæru greinir og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæðis. Ákærði Sigurður hefur frá árinu 2004 hlotið þrjá refsidóma fyrir brennu, umferðarlagabrot og fyrir brot gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, og fyrir brot gegn lögum um virðisaukasatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Síðasti refsidómurinn er frá 6. desember 2018, 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 137.000.000 króna sekt fyrir brot gegn 1. mgr. 2 64. gr. almennra hegningarlaga og fyrir brot gögn lögum um virðisaukasatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Nú ber að dæma hegningarauka, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga, en jafnframt ber að dæma skilorðsdóminn upp og gera ákærða refsingu í ei nu lagi, sbr. 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Brot ákærða nú er stórfellt en á móti kemur að hann hefur að mestu leyti játað sök og veitti upplýsingar sem nýttust við rannsókn málsins á Spáni. Að öllu ofanrituðu virtu þykir refsing hans hæfilega ákv örðuð fangelsi í 4 ár og 6 mánuði. Með 12 vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga skal draga frá refsivistinni gæsluvarðahald ákærða með fullri dagatölu eins og greinir í dómsorði. Ákærði X hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Hann hefur frá upphafi grei nt frá þætti sínum og annarra í málinu þótt hann hafi neitað sök á forsendum sem raktar voru. Eins og rakið var er niðurstaða dómsins sú að ákærði X hafi ekki vitað eða mátt vita hvert innihald pakkans var fyrr en seint í atburðarásinni. Brotavilji hans va r þannig ekki jafn einbeittur og brotavilji meðákærða Sigurðar. Tekið er mið af þessu við refsiákvörðun ákærða X, sbr. 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Að öllu ofanrituðu virtu og eins og hlut hans í málinu er háttað þykir refsing hans hæfile ga ákvörðuð fangelsi í 12 mánuði. Með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga skal draga frá refsivistinni gæsluvarðahald ákærða með fullri dagatölu eins og greinir í dómsorði. Ákærði Y gekkst undir lögreglustjórasátt á árinu 2017 fyrir umferðarlagabrot. Hann hefur frá upphafi greint frá þætti sínum og annarra í málinu þótt hann hafi neitað sök á forsendum sem raktar voru. Eins og hlut hans í málinu er háttað þykir refsing hans hæfilega ákvörðuð fangelsi í 9 mánuði en eftir atvikum þykir rétt að fresta ful lnustu 6 mánaða afrefsivistinni skilorðsbundið eins og í dómsorði greinir. Með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga skal draga frá refsivistinni gæsluvarðahald ákærða með fullri dagatölu eins og greinir í dómsorði. Þótt fyrir liggi að fíkniefnunum hafi verið eytt á Spáni þykir mega dæma þau upptæk á grundvelli 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, eins og greinir í dómsorði. Ákærðu greiði óskipt 51.658 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruvaldsins. Ákærði Sigurður greiði 6.359.960 króna málsvarnarlaun St efáns Karls Kristjánssonar lögmanns. Þóknunin er fyrir vinnu verjandans undir rannsókn málsins og dómsmeðferð. Ákærði X greiði 2.213.400 króna málsvarnarlaun Hrannars Hafberg lögmanns. Þá greiði ákærði X 911.710 króna málsvarnarlaun Svanhvítar Yrsu Árnadót tur lögmanns vegna vinnu undir rannsókn málsins og 2.245.020 króna málsvarnarlaun Hauks Arnar Birgissonar lögmanns vegna vinnu undir rannsókn málsins og dómsmeðferð að hluta. Ákærði Y greiði 2.951.200 króna málsvarnarlaun Sveins Andra Sveinssonar lögmanns. Þóknunin er fyrir vinnu verjandans undir rannsókn málsins og dómsmeðferð og 616.590 króna málsvarnarlaun Bjarna Haukssonar lögmanns vegna vinnu undir rannsókn málsins. Tekið hefur verið tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun þóknunar lögmanna. Anna Bar bara Andradóttir aðstoðarsaksóknari flutti málið fyrir ákæruvaldið. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Kristinsson, sæti fangelsi í 4 ár og 6 mánuði. Til frádráttar refsingunni skal draga gæsluvarðhald ákærða frá 26. janúar 2018 til 18. apríl 2018 með fullri dagatölu. Ákærði, X, sæti fangelsi í 12 mánuði. Til frádráttar refsingunni skal draga gæsluvarðhald ákærða frá 9. janúar 2018 til 26. febrúar 2018 með fullri dagatölu. Ákærði, Y, sæti fangelsi í 9 mánuði en fresta skal fullnustu 6 mánaða af refsivistinni skilorðsbundið í 2 ár frá birtingu dómsins að telja og falli sá hluti refsingarinnar niður að þeim tíma liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Til frádráttar refsingunni skal draga gæsluvarðhald ákærða frá 9. janúar 2018 til 23. janúar 2018 með fullri dagatölu. Upptæk eru dæmd 5.018,13 g af amfetamíni. Ákærðu greiði óskipt 51.658 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruvaldsins. Ákærði Sigurður greiði 6.359.960 króna málsvarnarlaun Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns. Ákærði X greiði 2.213.400 króna málsvarnarlaun Hrannars Hafberg lögmanns. Þá greiði ákærði X 911.710 króna málsvarnarlaun Svanhvítar Yrsu Árnadóttur lögmanns og 2.245.02 0 króna málsvarnarlaun Hauks Arnar Birgissonar lögmanns. Ákærði Y greiði 2.951.200 króna málsvarnarlaun Sveins Andra Sveinssonar lögmanns og 616.590 króna málsvarnarlaun Bjarna Haukssonar lögmanns.