LANDSRÉTTUR Úrskurður föstu daginn 12 . apríl 2019. Mál nr. 257/2019 : Ákæruvaldið ( Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X ( Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður ) Lykilorð Kærumál, Gæsluvarðhald, B - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli b - og c - liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Kristbjörg Stephen sen, Sigurður Tómas Magnússon og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varna raðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 10. apríl 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrsku rður Héraðsdóms Reykjaness 10. apríl 2019 í málinu nr. R - /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 17. apríl 2019 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að vægari úrræðum verði beitt. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestu r. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness miðvikudaginn 10. apríl 2019 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum miðvikudagsins 17. apríl 2019, kl. 16:00. Kærði mótmælir kröfunni og krefst þess að henni verði hafnað, en til vara að beitt verði vægari úrræðum eins og farbanni. I Lögreglustjóri rökstuddan grun til að ætla að kærði hafi, í að minnsta kosti í þremur aðskildum tilvikum, aðstoðað útlending/a við að koma ólöglega hingað til lands og annarra ríkja, o g um sé að ræða skipulagða starfsemi í þeim tilgangi, ætlað smygl á fólki. Lögreglustjóri vísar til neðangreindra mála: Mál 007 - 2018 - - 2018 - alþjóðl vernd. Einn hinna þriggja karlmanna var kærði og hafði hann orð fyrir henni en konan talaði ekki ensku. Við skoðun á málinu kom í ljós að höfð höfðu verið afskipti af konunni við komuna til landsins þann 15. febrúar 2018. Við skoðun á málinu kom í ljós að konan ferðaðist til landsins með kærða ásamt öðrum 27. fe brúar 2018. Þegar konunni var kynnt að lögregla hefði vitneskju um komu hennar til landsins og tengsl hennar við mennina tvo kvaðst hún vera kærasta kærða. Mikið bar í milli í framburði aðila við Mál 008 - 2019 - kærði vera að ferðast einn hingað til lands til að hitta eiginkonu sína. Þá sögðust C og D, sem virðast vera systkini, einnig vera að ferðast einsömul. Í framhaldi sóttu þau um alþjóðlega vernd. Tjáðu þau tollvörðum að þau hefðu rifið skilríki sín í fluginu hingað til lands. Þegar tollvörður opnaði tösku kærða viðurkennd i hann að hann væri að ferðast með C og D. Á sama andartaki fann tollvörðurinn tvö vegabréf í tösku kærða, Lögreglustjóri telur að mikið beri í milli í framburði aðila um tilkomu ferðar C og D hingað til lands, aðdraganda og því hvernig a ðilar tengjast kærða. Athygli veki að bæði kærði og A, ætlaðri kærustu kærða, beri saman um að ungmennin séu systrabörn hennar en ungmennin kannast ekkert við að vera skyld henni fjölskylduböndum. Þá veki athygli að kærði kannast ekkert við að eiga ferðask rifstofu eins og ætlaða kærasta hans beri um. Hafi kærði setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli málsins í nokkra daga og í framhaldi þess verið úrskurðaður í farbann sem rann út þann 6. febrúar en samdægurs hafi kærði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grund velli rannsóknarhagsmuna. Mál 008 - 2019 - Sögðust þau ætla að dvelja á Íslandi til 7. febrúar og framvísuðu hótelbókun því til staðfestingar. Virtist vera um fjölsk yldu eða tengda aðila að ræða. Við nánari skoðun og frekari viðræður á varðstofu lögreglu eimalandi sínu. Kvaðst hún hafa ákveðið að koma til Íslands ásamt fjölskyldu sinni eftir að hún hefði aflað sér upplýsingar um að Ísland væri öruggt land og ér á hafa farið sjálf og keypt miðana og greitt miða na með reiðufé. Kvaðst hún ekki hafa þekkt aðilann sem seldi henni farmiðann. Aðspurð kvaðst hún ekki þekkja kærða og taldi að fjölskylda hennar þekkti heldur ekki neinn með því nafni. Í framhaldi var rætt við aðra farþega með aðstoð túlkaþjónustu, voru fr amburðir 3 þeirra svipaðir og hjá E en þó ekki samhljóða að öllu leyti. Athygli vakti að enginn þeirra kannaðist við Við skoðun á flugmiðum aðilanna hafi komið í ljós að þeir voru bókaðir með nafni kærða, flugmiðabókunin innihélt netfang kærða og vor u farmiðarnir greiddir með reiðufé þann 13. janúar 2019. Kærði var handtekinn í þágu rannsóknar málsins þann 5. febrúar 2019 er hann kom að tilkynna sig vegna farbanns á lögreglustöð. Neitaði kærði við skýrslutöku allri aðild að komu fólksins til landsins. Þá um í máli 008 - 2019 - að kærði hafi verið að flytja þetta fólk skipulega til landsins. Þá sé það mat lögreglu að ásetningur kærða sé mikill og einbeittur í málinu. Líkt og áður segir telur lögregla sig hafa rökstuddan grun um að systkinin sem hér um ræðir kunni að vera fórnarlömb mansals og að þau kunni af þeim sökum að vera í afar viðkvæmri stöðu líkt og yfirleitt er með fórnarlömb mansals. Þau brot sem kærði liggur undir grun um að hafa framið eða tekið þátt í fremja varða að mati lögreglu við 3. mgr. 116. gr. útlendingalaga nr. 80/2016. En við brotum gegn þessum á kvæðum liggur allt að 6 ára fangelsi. Sé rannsókn þessa máls lokið og hafi ákæra verið gefin út á hendur Reykjaness, mál nr. S - II Lögreglust jóri vísar til b. og c. liða 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Ákærði hafi engin tengsl við landið og megi ætla að hann reyni að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðru hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar verði hon um ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan málið sé til meðferðar fyrir dómstólum. Þá megi ætla megi að ákærði muni halda áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið og að telja verður gæsluvarðhald nauðsynlegt til að ákærði haldi ekki áframhaldandi brotum en þess beri að geta að ákærði hafi bókað flugmiða í máli fimmmenninganna þann 13. janúar eða fjórum dögum eftir að hann hafi verið úrskurðaður í farbann er hann sætti vegna máls nr. 008 - 2019 - úrræðum sbr. 114. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, frekar en reynt hefur verið. Með vísan til alls framangreinds, b. og c. liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en til vara, sbr. 1., 2. og 3. mgr. 100. gr., en jafnframt til f. liðar 2. mgr. og 3. mgr. 116. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, telur lögreglustjóri brýna hagsmuni standa til þess að ákærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 17. apríl 2019, kl. 16.00. III Þann 15. mars sl., var í Landsrétti kveðinn upp úrskurður í máli ákærða, nr. 194/2019. Í úrskurðinum var staðfest niðurstaða úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness nr. R - yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli b - og c - liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um m eðferð sakamála, til dagsins í dag. Í forsendum Landsréttar var jafnframt vísað til þess að ákæra hefði verið gefin út 13. mars sl., þar sem ákærða væri gefið að sök brot gegn 3. mgr. 116. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Fyrir liggur að ákæra í máli á kærða verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness að viku liðinni, eða miðvikudaginn 17. apríl nk. Að mati dómsins er ekkert það fram komið nú, að það breyti þeim forsendum sem fyrir lágu í framangreindum úrskurði Landsréttar. Eru því uppfyllt skilyrði b - og c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir því krafa lögreglustjóra verði tekin til greina um áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir ákærð, en farbann þykir ekki líklegt til að koma að nægu haldi. Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú RSKURÐARORÐ. Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 17. apríl 2019, kl. 16:00.