LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 17. nóvember 2020. Mál nr. 642/2020 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra (Agnes Björk Blöndal saksóknarfulltrúi ) gegn X (Gísli M. Auðbergsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Reynslulausn. Skilorðsrof. Fullnusta refsingar . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að afplána eftirstöðvar fangelsisrefsingar á grundvelli 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. nóvember 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 12. nóvember 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem varnaraðila var gert að afplána 284 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar samkvæmt dómum Héraðsdóms Norðurlands eystra . nóvember 2017, . júlí 2019 og . janúar 2020. Kæruheimild er í 2 . mgr. 82 . gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsingar . 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Eins og greinir í hinum kærða úrskurði var varnaraðila 22. janúar 2020 veitt reynslulausn til tveggja ára á 284 daga eftirstöðvum fangelsisrefsingar sem honum var gerð með framangreindum dómum Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í málinu er fram kominn sterkur grunur um að varnaraðili hafi gróflega rofi ð almennt skilyrði reynslulausnarinnar. Er þannig fullnægt skilyrðum 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 til þess að honum verði gert að afplána eftirstöðvar refsingar samkvæmt dómunum. Hinn kærði úrskurður verður því staðfestur. 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 12. nóvember 2020 Mál þetta barst dómnum og var tekið til úrskurðar fyrr í dag. Í málinu gerir Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kröfu um það, með vísan til 2. mgr. 82. gr. gert að afplána 284 daga eftirstöðvar refsingar sem Fan gelsismálastofnun veitti honum reynslulausn á þann 22. janúar 2020 Varnaraðili krefst þess að kröfunni verði hafnað. þann 22. janúar 2020 þegar hann hafði afpl ánað hluta refsingar sem honum hafið verið gerð, á 12 Héraðsdóms Nor eftirstöðvum 284 daga refsingar, sem bundin var því skilyrði að aðili myndi ekki gerast sekur um nýtt brot á reynslutímanum, en reynslutíminn var 2 ár. Frá því að sakborni ngi hafi verið veitt reynslulausn þann 22. janúar sl. hafi hann í sex tilvikum verið skráður kærður í lögreglukerfinu, fyrsta sinnið þann 2. júní 2020 og nú síðast 11. nóvember 2020, þar af í þrígang fyrir þjófnaðarbrot á tímabilinu frá 17. október til 11. nóvember 2020, auk brota á lögum um ávana - og fíkniefni, sóttvarnarlögum og lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað. Skilyrði þess að sakborningi verði gert að afplána eftirstöðvar sé að hann hafi á reynslutíma rofið gróflega almenn skilyrði reynslul ausnar, enda liggi fyrir sterkur grunur um að hann hafi framið nýtt brot sem varðað geti sex ára fangelsi. Þau brot sem sakborningur sé grunaður um og uppfylli ofangreint skilyrði um að varða allt að sex ára fangelsi séu eftirfarandi: 316 - 2020 - Tilkynn lögregla kom á vettvang kom í ljós að stolið hafði verið gaskút sem tengdur var við gasgrill fyrir utan inum sem hafði verið þar á ferð og Akureyri og var sakborningur farþegi í bifreiðinni. Í ljós kom að sakborningur hafði skilað fullum gaskút á bensíns töðinni gegn greiðslu. Í ljós kom að sár á gasslöngu sem var áföst gaskútnum sem skilað var hjá lögreglu viðurkenndi sakborningur að hafa tekið gaskútinn og skilað honum á bensínstöðina gegn greiðslu. 316 - 2020 - kom fram að aðili hafi gripið úlpurnar inni í versluninni og síðan hlaupið út með þær. Um er að ræða tvær úlpur, önnur að verðmæti kr. 179.000 og hin að verðmæti 159.000. Við skoðun á myndbrotum úr öryggismyndavélakerfi lögreglunnar mátti sjá að þar var um sakborning að ræða. Farið va r að heimili sakbornings þar sem hann var skráður í sóttkví en hann var ekki þar. Hann var síðan handtekinn aðfararnótt 28. október. Við skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst sakborningur ekki muna eftir því að hafa farið í umrædda verslun í umrætt sinn og vildi ekki tjá sig um það hvort hann hefði tekið þaðan tvær úlpur ófrjálsri hendi. Þegar honum voru sýndar myndir úr öryggismyndavélum vildi hann ekkert tjá sig 3 um myndirnar eða hvort þær væru af honum. Þegar honum var bent á að aðilinn á myndunum væri í sömu f ötum og hann klæddist við skýrslutökuna vildi hann ekki tjá sig um þá staðreynd. Hann vildi ekki tjá sig um það hvar úlpurnar væru niðurkomnar. 316 - 2020 - unni kom fram að aðili hafi síðan hlaupið af vettvangi. Um var að ræða tvær úlpur, samtals að verðmæti 135.980. Sakborningur var handtekinn skömmu síðar, en ekki reyndist unnt að taka af honum skýrslu fyrr en daginn eftir sökum ástands hans. Fyrir liggja u pptökur af vettvangi. Niðurstaða dómsins Í lögum nr. 15/2016 er mælt fyrir um heimild til að dómstóll úrskurði að kröfu ákæranda að maður, sem hlotið hafi reynslulausn, skuli afplána eftirstöðvar refsingar. Skilyrði þessa eru einkum að hann hafi rofið gróflega almennt skilyrði reynslulausnar, enda liggi fyrir sterkur grunur um að hann hafi framið nýtt brot sem varðað getur sex ára fangelsi eða að brotið varði við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Varnaraðila var veitt reynslulausn með því almenn a skilyrði að hann gerðist ekki sekur um brot á reynslutíma, sem ákveðinn var tvö ár. Að virtum rannsóknargögnum málsins, þar á meðal myndskeiðum sem lögregla hefur aflað við rannsóknina, er það mat dómsins að fyrir liggi sterkur grunur um að varnaraðili hafi í þrígang gerst sekur um brot á 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en brot gegn þeirri lagagrein varða allt að sex ára fangelsi. Með þessu þykir sýnt að varnaraðili hafi, í skilningi framangreinds lagaákvæðis, brotið gróflega gegn almennum s kilyrðum reynslulausnar sinnar og eru því ekki efni til annars en að fallast á kröfu sóknaraðila í málinu. Halldór Björnsson dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: væmt dómum sem Fangelsismálastofnun veitti honum reynslulausn á þann 22. janúar 2020