LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 10. maí 20 19 . Mál nr. 596/2018 : A (sjálfur) gegn B, C og dánarbúi D (Valgeir Kristinsson lögmaður, Steinbergur Finnbogason lögmaður, 1. prófmál) Lykilorð Skaðabætur. Ómerkingarkröfu hafnað. Fyrning. Útdráttur B, C og dánarbú D voru dæmd til að greiða A óskipt 19.488.000 krónur sem nam tveimur þriðju hlutum söluandvirðis landspildu sem þau höfðu selt þriðja aðila þrátt fyrir að vera kunnugt um eignarhluta A í spildunni. Landsréttur taldi að með því hefðu þau val dið A með saknæmum hætti fjártjóni sem nam söluandvirði eignarhluta hans. Var þeim því gert að greiða A skaðabætur. Ómerkingarkröfu A var hafnað og aðrar kröfur hans komu ekki til skoðunar fyrir Landsrétti. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardóma rarnir Aðalsteinn E. Jónasson, Ragnheiður Harðardóttir og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 18. júlí 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 16. júlí 2018 í málinu nr. E - /2016 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til dóm s álagningar að nýju. Til vara krefst hann þess að stefndu verði sameiginlega gert að greiða honum 29.488.000 krónur en að því frágengnu að stefndu C og dánarbúi D verði sameiginlega gert að greiða honum 29.488.000 krónur. Að því frágengnu krefst áfrýjandi þess að stefndu verði hverju fyrir sig ge rt að greiða honum 29.488.000 krónur. Að því frágengnu krefst áfrýjandi þess að viðurkenndur verði eignarréttu r hans að tveimur þriðju hlutum þess fjár sem stefndu fengu vegna sölu landspildu úr landi í Flóahreppi með landnúmer , en til vara eignar rétta r að því sem þessu fé hefur verið umbreytt í, ásamt því að viðurkennt verði að arður í hendi stefndu af þe ssu sama 2 fé og því sem komið hefur í skiptum fyrir það og í þess stað, til jafns við vexti samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 1.desember 2007 til dóm s uppsögu í málinu, sé eign áfrýjanda. Að því frágengnu krefst áfrýjandi þess að stefndu verði sameiginlega, en annars stefndu C og dánarbúi D eða stefndu hverju fyrir sig, gert að afhenda áfrýjanda tvo þriðju hluta landspildu úr landi í Flóahreppi með landnúmer eða að því frágengnu annað land með sama markaðsvirði auk arðs af virði þessa sama hluta landsins, miðað við verðlag 1. dese mber 2007 samkvæmt verðmati dóm kvadds matsmanns, til jafns við vexti samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. desember 2007 til dómuppsögu í málinu. Loks krefst áfrýjandi þess að stefndu verði sameiginlega , en til vara hverju fyrir sig, gert að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Annars krefst áfrýjandi þess að málskostnaður verði látinn falla niður en að því frágengnu að málskostnaður verði hafður í lágmarki. 3 Stefndu krefjas t þess að heimvísunarkröfu áfrýjanda verði hafnað og að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefjast stefndu málskostnaðar fyrir Landsrétti en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Eins og fram kemur í héraðs dómi er mál þetta að rekja til deilna áfrýjanda og hálfsystkina hans sammæðra, B , C og D , um eignarhald á landspildu úr landi í Flóahreppi, upprunalega með landnúmer . Landspildan var í eigu E , föður B , C og D en stjúpföður áfrýjanda en E lést 2007. Þann 8. febrúar 2008 ritaði stefnda C , fyrir sína hönd og D systur sinnar samkvæmt umboði, undir yfirlýsingu þar sem kom fram að þær samþykktu að faðir þeirra hefði gefið áfrýjanda spilduna að dánargjöf og væri hann eigandi landsins. Þann 3. maí sama ár ritaði C fyrir hönd þeirra systra undir aðra yfirlýsingu þar sem hið sama kom fram auk þess sem tekið var fram að þær afsöluðu sér eignarrétti að landinu til áfrýjanda. 5 Þrátt fyrir framangreint var landspildunni ráðstafað til B , C og D við skipti dána rbúsins með yfirlýsingu 29. maí 2008, sem þinglýst var í desember það ár. Eins og rakið er í héraðsdómi var landspildunni síðan skipt upp, annars vegar í 78 hektara spildu sem bar áfram landnúmerið en hins vegar í 46,6 hektara spildu sem fékk landnúmer ið . Systkinin seldu F minni spilduna með kaupsamningi 18. desember 2008 en afsal var gefið út 3. mars 2009. Samkvæmt kaupsamningnum var kaupverð 29.232.000 krónur. Þá framseldu C og D B bróður sínum stærri spilduna með afsali 19. desember 2008. Í þeim samningi var tekið fram að systurnar teldu sig ekki skuldbundnar af fyrri yfirlýsingum til áfrýjanda sem þær hefðu undirritað um eignarhald hans á jörðinni. 6 Í kjölfar þessa hefur nokkur málarekstur orðið vegna ágreinings um eignarhald á landspildunum tveim ur. Áfrýjandi höfðaði 25. júlí 2009 mál á hendur B ti l viðurkenningar eignarréttar á tveimur þriðju hlutum stærri spildunnar með landnúmer 3 . Með dómi Hæstaréttar . apríl 2014, í máli nr. /2010, var komist að þeirri niðurstöðu að B hefði verið gra ndsamur um rétt áfrýjanda þegar C og D ráðstöfuðu landspildunni í annað sinn með kaupsamningi við hann. Hefði B því ekki getað hrundið óþinglýstum rétti áfrýjanda með því að þinglýsa afsali frá þeim systrum. Var því fallist á kröfur áfrýjanda og v iðurkennd ur eignarréttur hans á tv eimur þriðju hlutum spildunnar. 7 Þann 12. janúar 2010 höfðuðu C og D mál á hendur áfrýjanda til ógildingar yfirlýsinga nna frá 8. febrúar og 3. maí 2008. Héraðsdómari féllst á kröfur systranna um að skjölin væru óskuldbindandi þar sem þeim hefði samkvæmt ákvæðum laga um skipti dánarbúa o.fl. nr. 20/1991 verið óheimilt að ráðstafa arfi sem þær ættu í vændum. Með dómi Hæstaréttar janúar 2012 , í máli nr. /2011 , var áfrýjandi hins vegar sýk naður af kröfum systranna. Var niðurstaðan á því reist að þær hefðu með yfirlýsingum sínum ráðstafað arfi sem þeim hefði tæmst við lát föður síns áður en skjölin voru undirrituð. Þá var ekki talið að skuldbindingunni s em fólst í yfirlýsingunum yrði vikið til hliðar eftir ógildingarreglum samningaréttar. 8 Þá höfðaði áfrýjandi 10. júní 2014 mál á hendur H , sem þá var orðin eigandi minni landspildunnar, og krafðist hann þess aðallega að viðurkennt yrði að dómur Hæstaréttar í máli nr. /2010 væri skuldbindandi fyrir stefndu að því er varðaði eignarrétt hans yfir tveimur þriðju hlutum spildunnar. Með dómi Hæstaréttar mars 2015, í máli nr. /2015, var málinu vísað frá dómi á þeim grundvelli að kröfugerð áfrýjanda samrý mdist ekki ákvæðum d - , e - , og f - liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 en einnig var vísað til þess að H væri ekki bundin af fyrrgreindum dómi réttarins í máli sem hún átti ekki aðild að og varðaði aðra fasteign en þá sem var í hennar eigu, sbr. þar um 1. m gr. 116. gr. laga nr. 91/1991. 9 Mál það sem er til úrlausnar hér fyrir dómi höfðaði áfrýjandi með stefnu í desember 2015 á hendur B , C og D til greiðslu 29.488.000 króna auk vaxta og dráttarvaxta. Eins og rakið er í héraðsdómi lést D í 2017 og tók dána rbú hennar þá við aðild að málinu. Dómkrafa áfrýjanda sundurliðaðist þannig að annars vegar var krafist 19.488.000 króna sem svaraði til tveggja þriðju hluta söluandvirðis 46,4 hektara spildunnar með landnúmer samkvæmt kaupsamningi við F , sem fyrr er g etið. Hins vegar var krafist bóta að fjárhæð 10.000.000 króna fyrir afleitt tjón og miska vegna atvika sem vörðuðu báðar spildurnar. 10 Með úrskurði héraðsdóms 11. maí 2016 var vaxta - og dráttarvaxtakröfu í málinu vísað frá dómi þar sem hún þótti ódómtæk. Me ð hinum áfrýjaða dómi 16. júlí 2018 voru stefndu síðan sýknuð af kröfu áfrýjanda um greiðslu 19.488.000 króna með þeim rökstuðningi að krafan væri fyrnd. Kröfu áfrýjanda um greiðslu 10.000.000 króna fyrir afleitt tjón og miska var hins vegar vísað frá dómi og skaut áfrýjandi ákvæði dómsins að því leyti til Landsréttar. Með úrskurði Landsréttar 10. september 2018, í máli nr. 642/2018, var staðfest niðurstaða héraðsdóms um frávísun fjárkröfunnar með vísan til þess að rökstuðningur fyrir henni hefði verið með þeim hætti að með öllu 4 væri ómögulegt að taka til fullnægjandi efnisvarna um hana, sbr. e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. 11 Áfrýjandi, sem flutti mál sitt sjálfur hér fyrir dómi, gerði grein fyrir því í málflutningi að það eitt hefði vakað fyrir honum með málarekstri sínum að fá viðurkenndan eignarrétt að tveimur þriðju hlutum landspildunnar úr landi , sem stjúpfaðir hans hefði verið eigandi að. Með dómi Hæstaréttar í málinu nr. /2010 hafi þetta gengið eftir hvað stærri spilduna varðaði. Eftir að dómur Hæstaréttar gek k í málinu nr. /2015 hafi hins vegar verið útséð um að sú yrði raunin um minni spilduna. Hálfsystkini hans hefðu selt þá spildu sem hann var þó réttmætur eigandi að. Hefði hann því afráðið að höfða skaðabótamál á hendur þeim vegna f jártjóns sem hann hefði orðið fyrir af þeim sökum. Niðurstaða 12 Fyrir Landsrétti krefst áfrýjandi aðallega ómerkingar hins áfrýjaða dóms og að málinu verði vísað heim í hérað þar sem héraðsdómara hafi láðst að fjalla um nánar tilgreindar málsástæður hans. S em að framan greinir byggði niðurstaða héraðsdóms um sýknu á því að hugsanleg skaðbótakrafa áfrýjanda á hendur stefndu væri fyrnd. Með því var héraðsdómara ekki nauðsynlegt að fjalla um málsástæður af öðrum toga. Er því hafnað kröfu áfrýjanda um ómerkingu og heim vísun málsins. 13 Eins og rakið hefur verið var dómkröfu áfrýjanda um vexti vísað frá dómi með úrskurði héraðsdóms 11. maí 2016. Þá var þeim hluta kröfu hans sem laut að bótum fyrir afleitt tjón og miska vísað frá dómi með úrskurði Landsréttar 10. sept ember 2018. Koma dómkröfur áfrýjanda að þessu leyti því ekki til úrlausnar hér fyrir dómi. 14 Áfrýjandi hefur einnig uppi þrautavarakröfur í fjórum aðalliðum sem lúta að viðurkenningu eignarréttar hans á söluandvirði tveggja þriðju hluta landspildunnar nr. ] eða verðmætum sem hafa komið í þess stað ellegar afhendingar þess hluta spildunnar eða annars lands í hennar stað. Þessar kröfur voru ekki hafðar uppi fyrir héraðsdómi og eru ekki uppfyllt skilyrði 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 fyrir því að þær komi til skoðunar fyrir Landsrétti. 15 Eftir stendur þá fjárkrafa áfrýjanda á hendur stefndu að fjárhæð 19.488.000 krónur eða sem nemur tveimur þriðju hlutum söluandvirðis spildunnar með landnúmer samkvæmt kaupsamningi B , C og D við F 18. desember 2008. Afsal var gefið út vegna landspildunnar 3. mars 2009 og telst krafa áfrýjanda um skaðabætur hafa stofnast við það tímamark. Um fyrningu kröfunnar fer því eftir lögum um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007, sbr. 28. gr. þeirra laga. 16 Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 fyrnist skaðabótakrafa á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ber ábyrgð á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Með dómi Hæstaréttar janúar 2012, í málinu nr. /2011, var áfrýjan di sýknaður af kröfum C og D um að ógiltar yrðu yfirlýsingar sem C hafði ritað undir fyrir þeirra hönd, dagsettar 8. febrúar og 3. 5 maí 2008, um eignarrétt áfrýjanda að upprunalegu landspildunni nr. . Hafði héraðsdómur áður komist að öndverðri niðurstöðu í málinu. Með dómi Hæstaréttar var skorið úr um eignarhald áfrýjanda að tveimur þriðju hlutum landspildunnar sem ágreiningur hafði staðið um. Að fenginni þeirri niðurstöðu verður að telja að hann hafi búið yfir þeirri vitneskju að honum væri fært að leita fullnustu kröfu um skaðabætur vegna sölu landsins. Miðast upphaf fyrningarfrests því við janúar 2012. Áfrýjandi höfðaði mál þetta með stefnu sem birt var á tímabilinu 9. til 17. desember 2015. Er krafa hans á hendur stefndu því ófyrnd, sbr. fyrrgreind a 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007. 17 Eins og rakið hefur verið seldu B , C og D F landspilduna nr. þrátt fyrir yfirlýsingar C og D , sem B var kunnugt um, um að áfrýjandi væri eigandi að tveimur þriðju hlutum spildunnar. Með því ollu þau áfrýjanda með sak næmum hætti fjártjóni sem nam söluandvirði eignarhlutar hans. Verður því fallist á kröfu áfrýjanda og stefndu gert að greiða honum óskipt skaðabætur eins og í dómsorði greinir. Vextir verða ekki dæmdir eins og áður hefur verið gerð grein fyrir. 18 Stefndu ver ður gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Stefndu, B , C og dánarbú D , greiði áfrýjanda, A , óskipt 19.488.000 krónur. Stefndu greiði áfrýjanda óskipt 1.500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Suðurlands mánudaginn 16. júlí 2018 Mál þetta, sem þingfest var þann 20. janúar 2016 og dómtekið þann 24. maí sl. er höfðað með stefnu dagsettri þann 9. október 2015 og birtri á tímabilinu 9. 17. desember 2015. Stefnandi er A, kt. [...], til heimilis að [...], Reykjavík. Stefndu eru B, kt. [...], til heimilis að [...], [...] Noregi, C, kt. [...], til heimilis að [...], Garði og D, kt. [...], til heimilis að [...], [...], Danmörk u. Í mánuði 2017 andaðist stefnda D og hefur dánarbú hennar tekið við aðild að málinu, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991, og 2. mgr. 23. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Með úrskurði dómsins uppkveðnum 11. maí 2016 var öllum vaxtakröfum stefnanda vísað frá dómi. Dómkröfur stefnanda, sem er ólöglærður og flutti mál sitt sjálfur og mál þetta tekur til, eru þær að stefndu verði dæmd til að greiða stefnanda in solidum 29.488.000 krónur. Þá krefst stefnandi þess a ð stefndu verði dæmd in solidum, en til vara hvert fyrir sig, til að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts á málskostnað. Stefndi B krefst þess aðallega að verða sýknaður af öllum d ómkröfum stefnanda, en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eða samkvæmt mati dómsins að viðbættum virðisaukaskatti. 6 Stefnda C krefst þess aðallega að verða sýknuð af öllum dómkröfum stefnanda, en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum krefst stefnda málskostnaðar úr hendi stefnanda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eða samkvæmt mati dó msins. Þá sé stefnda ekki virðisaukaskattsskyld. Stefnda D krefst þess aðallega að verða sýknað af öllum dómkröfum stefnanda, en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum krefst stefnda málskostnaðar úr hendi stefnanda s amkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eða samkvæmt mati dómsins. Þá sé stefnda ekki virðisaukaskattsskyld. Málavextir. Helstu málavextir samkvæmt stefnu og gögnum málsins eru þeir að s tefnandi og stefndu eru systkini, þ.e. sammæðra. Mál þetta, sem á sér nokkurn aðdraganda, á rætur að rekja til ágreinings um eignarhald á landspildu úr landi [...] í Flóahreppi, landnr. [...], sem E, faðir allra stefndu og stjúpfaðir stefnanda, hélt eftir við sölu jarðarinnar árið 1998. E lést 2007 og var áður nefnd spilda meðal eigna hans. Þann 8. febrúar 2008 ritaði stefnda C undir yfirlýsingu þar sem fallist var á að E hefði í dánargjöf gefið stefnanda áðurnefnda landspildu til eignar. Skjalið undirritaði stefnda C einnig fyrir hönd D heitinnar, systur sinnar , samkvæmt umboði, en hún var þá á lífi. Þann 3. maí 2008 undirritaði stefnda C undir afsal og yfirlýsingu fyrir sína hönd og D heitinnar systur sinnar samkvæmt umboði, en þar lýstu þær því yfir að stefnandi hefði eignast landið að gjöf frá E heitnum. Þar sagði ennfremur að nægði þetta ekki sem fullgild eignarheimild væri stefnandi lýstur réttur og löglegur eigandi landsins með skjalinu, þ.e. hvað eignarhlutdeild þeirra systra varðaði. Stefndu fengu leyfi til einkaskipta á dánarbúi E þann 30. maí 2008 og lauk skiptunum 10. júní sama ár. Þrátt fyrir framangreinda gerninga systranna C og D heitinnar, þ.e. yfirlýsingar frá 8. febrúar 2008 og afsals og yfirlýsingar 3. maí sama ár, var áðurnefndri spildu, landnr. [...], ráðstafað til stefndu, þ.e. B, C og D hei tinnar, sbr. skiptayfirlýsingu, dags. 29. maí 2008. Yfirlýsingin var móttekin til þinglýsingar 19. desember sama ár og þinglýst 22. þess mánaðar. Eftir að spildunni hafði verið ráðstafað til systkinanna og eftir að skiptum í dánarbúi E lauk, nánar tiltekið 15. október 2008, var með stofnskjali, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001 og 2. mgr. 20. gr. laga nr. 39/1978, tekin úr spildunni [...], spilda 2 með landnr. [...], 46,6 hektara spilda sem fékk landnr. [...], Segir í nefndu stofnskjali að eftir séu á landnr. [. ..], 78,0 hektarar. Framangreind landskipti voru staðfest af sjávarútvegs - og landbúnaðarráðherra með bréfi dags. 27. febrúar 2009 sem móttekið var til þinglýsingar 11. mars sama ár og innfært í þinglýsingabók 12. sama mánaðar. Minni spilduna, þ.e. með lan dnr. [...], seldu systkinin B, C og D heitin síðan F með kaupsamningi, dags. 18. desember 2008 og var afsal útgefið 3. mars 2009. Þá seldu systurnar C og D heitin stefnda B hlut þeirra í stærri spildunni, landnr. [...], með kaupsamningi dags. 19. desember 2008. Í kaupsamningnum er tekið fram að systurnar teldu sig hvorki skuldbundnar af fyrrgreindri yfirlýsingu og afsali til stefnanda né öðrum skjölum sem þær hefðu undirritað um eignarhald stefnanda þessa máls á jörðinni. Þá kom einnig fram að samningurinn væri gerður með fyrirvara um eignarhald þeirra systra. Sama dag gáfu systurnar út afsal til stefnda B fyrir spildunni og var það móttekið til þinglýsingar 22. desember 2008 og þinglýst daginn eftir. Þann 25. júní 2009 höfðaði stefnandi mál á hendur stefnd a B til viðurkenningar eignarréttar stefnanda að tveimur þriðju hlutum 79 hektara spildu úr jörðinni [...], landnr. [...], þ.e. spildu þeirri sem systurnar C og D seldu stefnda B með kaupsamningi 19. desember 2008. Með dómi Hæstaréttar frá . apríl 2014, í málinu nr. [...]/2010 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að stefndi B hafi verið grandsamur um rétt stefnanda þegar systurnar C og D ráðstöfuðu landspildunni í annað sinn, þ.e. með framangreindum kaupsamningi til stefnda B, og því hafi stefndi B ekk i getað hrundið óþinglýstum rétti stefnanda A með því að þinglýsa afsali frá þeim systrum. Þann 12. janúar 2010 höfðuðu systurnar C og D heitin mál á hendur stefnanda þessa máls í því skyni að fá skorið úr um skuldbindingargildi skjalanna tveggja er vörðuðu eignarrétt stefnanda að landspildu úr landi [...] í Flóahreppi, með landnr. [...], þ.e. y firlýsingar, dags. 8. febrúar 2008, og afsals og 7 yfirlýsingar, dags. 3. maí sama ár. Með dómi Hæstaréttar . janúar 2012 í málinu nr. [...]/2011, var stefnandi A sýknaður af öllum kröfum systranna, þ.e. stefndu C og D heitinnar. Kom meðal annars fram í d ómi Hæstaréttar að talið var ósannað að um svik af hálfu stefnanda, sbr. 30. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936, hefði verið að ræða eða að skuldbinding framangreindra skjala hafi verið ógild á grundvelli 33. gr. eða 36. gr. l aganna eða á grundvelli óskráðra reglna um rangar og brostnar forsendur. Málsástæður og lagarök stefnanda. Í máli þessu krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmd til að greiða honum 29.488.000 krónur. Annars vegar 19.488.000 krónur sem samsvari tveimur þriðju hlutum söluandvirðis hinnar 46,4 hektara spildu, landnr. [...], samkvæmt kaupsamningi milli stefndu o g F, dags. 18. desember 2008. Hins vegar bætur að fjárhæð 10.000.000 króna fyrir afleitt tjón og miska vegna atvika sem hann rekur í ellefu töluliðum í stefnu og lúta að báðum spildunum, þ.e. fyrrgreindri spildu og spildu með landnr [...]. Varðandi kröfu um bætur vegna sölu stefndu á tveimur þriðju hlutum stefnanda í 46,6 hektara spildu, landnr. [...], til þriðja aðila, vísar stefnandi til þess að fjárhæðin sé jafnvirði tveggja þriðju hluta af söluandvirði framangreindrar spildu samkvæmt kaupsamningnum frá 18. desember 2008, en kaupverð spildunnar hafi verið 29.232.000 krónur, sem svari til þess að hektarinn hafi verið seldur á 630.000 krónur. Byggir stefnandi á því að yfirlýsingar stefndu C og D heitinnar frá 8. febrúar og 3. maí 2008 sé sönnun um eignarr étt stefnanda yfir tveimur þriðju hlutum upprunalandsins, þ.e. [...] spilda, landnr. [...], á þeim tíma þegar stefndu, í vanheimild og grandvísi um eignarrétt stefnanda, hafi skipt út úr því landi minni spildunni og selt þriðja manni án vitundar eða samþyk kis stefnanda. Með sölunni hafi stefndu valdið stefnanda saknæmu tjóni sem nemi tveimur þriðju hlutum af verðmæti hinnar seldu spildu. Vísar stefnandi til þess að stefndu beri sameiginlega að bæta stefnanda þetta tjón, ef ekki öll þá til vara stefndu C og D heitin. Til vara byggir stefnandi á því að stefndu C og D heitin hafi með sölunni auðgast á kostnað stefnanda, sem nemi tveimur þriðju hlutum söluverðs spildunnar og að þeim beri að skila stefnanda þeirri ólögmætu auðgun. Stefnda B, sem sé fræðingur o g hafi stundað ráðgjafaþjónustu m.a. í tengslum við fasteignir, sé stefnt vegna saknæmrar aðkomu hans að landskiptum og sölu, en með því hafi hann gerst meðsekur um að brjóta á rétti stefnanda og tekið þátt í að valda því tjóni sem sala spildunnar til þrið ja manns hafi leitt af sér fyrir stefnanda. Einnig byggir stefnandi á því að stefndi B hafi vitað að stefnandi hafi verið eigandi umrædds hluta spildunnar þegar stefndi hafi í heimildarleysi og án vitundar stefnanda annast sölu hennar. Þá byggir stefnan di í annan stað á því að dánarbúi E hafi borið að skila tveimur þriðju hlutum upprunalandsins til stefnanda, þ.e. að meðtalinni hinni 45,5 hektara útskiptu spildu. Með því að dánarbúið hafi ráðstafað landinu til annarra en stefnanda hafi það á saknæman hát t brotið á rétti stefnanda hvað varðar tvo þriðju hluta landsins. Auk þess sé á því byggt að þó skiptum hafi verið lokið beri stefndu, þ.e. erfingjarnir, in solidum bótaábyrgð á tjóni sem þau og dánarbúið séu sek um að hafa valdið stefnanda með rangri og ó heimilli ráðstöfun á landinu. Vísar stefnandi í því sambandi til 5. töluliðar 1. mgr. 28. gr. laga nr. 20/1991, um skipti á dánarbúum o.fl. Til frekari stuðnings bótaábyrgð stefndu, einnig hvað afleidda tjónið varðar, vísar stefnandi til ábyrgðar stefndu s amkvæmt 97. gr. laga nr. 20/1991. Þá segir í stefnu að byggt sé á báðum ofangreindum tilvikum eða málsgrundvelli. Stefndu hafi sameiginlega, in solidum, og eftir atvikum einnig dánarbú E heitins, til sakar unnið gagnvart stefnanda og valdið honum samsvara ndi saknæmu tjóni að lágmarki til jafns við það sem krafist sé í dómkröfu stefnunnar. Dánarbúinu hafi borið að afhenda stefnanda tvo þriðju hluta heildarlandsins, en ef ekki, þá hafi það að a.m.k. staðið upp á stefndu C og D. Stefndi B hafi verið grandsamu r um þetta hvoru tveggja en hann hafi tekið að sér bæði einkaskipti á dánarbúinu og sölu minni spildunnar til þriðja manns, sem og í vondri trú keypt til sín hluti stefndu C og D í eignarhluta stefnanda í stærri spildunni. Vísar stefnandi í því sambandi ti l dóms Hæstaréttar í málinu nr. [...]/2010. Þá vísar stefnandi til þess að stefndi B hafi af ásetningi, vísvitandi og markvisst ætlað sér að valda stefnanda tjóni með athöfnum, athafnaleysi og ráðstöfun á landinu og auki það bæði á sjálfstæða sök og 8 meðsö k stefnda B. Öll hafi stefndu verið grandvís um rétt stefnanda til landsins. Einnig vísar stefnandi til þess að tilurð og tímasetning gerninga og þinglýsinga varðandi heildarlandið eftir mitt ár 2008 hafi bæði af hálfu stefndu persónulega og fyrir hönd dán arbúsins verið í þeim tilgangi að brjóta á saknæman og ólögmætan hátt á eignarrétti stefnanda í þeim tilgangi að hafa af honum allt upprunalandið. Stefndu hafi öll verið grandsöm um rétt stefnanda fyrir framkvæmd þessara gerninga og sé þar stefndi B ekki u ndanskilinn. Um hafi verið að ræða ásetningsbrot af hálfu stefndu, en ef ekki þá stórkostlegt meðvitað gáleysi, en ef ekki þá gáleysi og mistök og að auki ólögmætar/ólöglegar athafnir og athafnaleysi og að eitt þessara huglægu atriða eða þau fleiri saman, nægi til að stefndu teljist bótaskyld gagnvart stefnanda, þ.e. hvort heldur varðandi skiptingu landsins í tvær spildur, úthlutun landsins úr dánarbúinu, tilfærslu tveggja þriðju hluta stærri spildunnar til B og sölu allra stefndu á minni spildunni til þrið ja manns. Eins og áður greinir gerir stefnandi jafnframt kröfu um bætur úr hendi stefndu vegna afleidds tjóns og miska, bæði vegna sölu á minni spildunni og einnig vegna yfirfærslu stefndu á tveimur þriðju hlutum stærri spildunnar á nafn stefnda B með afs ali 19. desember 2008. Vísar stefnandi til þess að afleidda tjónið felist m.a. í því að stefnandi hafi til margra ára hvorki getað notið né nýtt sér landið til arðs né getað farið í framkvæmdir sem hann hafi fyrirhugað á landinu. Þá felist einnig í afleidd a tjóninu miski. Vegna afleidda tjónsins sé stefnda B einnig stefnt vegna aðkomu hans að sölu minni spildunnar til þriðja manns og aðkomu hans að yfirfærslu á eignarhluta stefnanda í stærri spildunni yfir á sitt nafn. Byggt er á því að vegna þessa sé stefn di samsekur með stefndu C og D um að brjóta á saknæman hátt á rétti stefnanda og þannig sé stefndi B meðábyrgur þátttakandi í að valda því afleidda tjóni sem þessar eignayfirfærslur hafi leitt af sér fyrir stefnanda. Einnig byggir stefnandi á því að stefnd i B hafi árum saman, á saknæman hátt, haldið fyrir stefnanda tveimur þriðju hlutum stærra landsins þrátt fyrir grandsemi um betri rétt stefnanda. Stefnandi byggir á því að sannað sé og óumdeilt að fyrir framangreindar sakir stefndu hafi stefnandi orðið af landi því sem hér um ræðir og orðið fyrir tjóni sem jafngildir verðmæti þess, sem og einnig afleiddu tjóni. Upp í þetta tjón hafi stefnandi með dómi Hæstaréttar í málinu nr. [...]/2010 fengið til baka tvo þriðju hluta stærri spildunnar, landnr. [...], e n annað tjón standi eftir óbætt og því hafi stefnanda verið nauðsyn að höfða mál þetta. Stefnandi rökstyður 10.000.000 króna kröfu sína um bætur fyrir afleitt tjón og miska sem hér segir: 1. Stefndu hafi með ólögmætum og saknæmum hætti komið í veg fyrir að stefnandi gæti notið og byggt og nýtt sér landið og eigi það við um báðar spildurnar. Nánar tiltekið hvað varðar stærri spilduna, landnr. [...] frá maí 2008 til . apríl 2014 er dómur í málinu nr. [...]/2010 gekk í Hæstarétti. Hvað varðar minni spilduna, landnr. [...] frá maí 2008 til þess tíma að stefnandi fái fyrir sinn hluta í henni fullar bætur. 2. Stefnandi hafi orðið fyrir tjóni sem nemi hækkun á kostnaði frá verðlagi í maí 2008, vegna bygginga - , ræktunar - , girðinga - , vega - og veituframkvæmda sem ste fnandi hafi fyrirhugað að framkvæma á landinu 2008 og 2009, þ.e. á þeim tíma sem stefnandi hafi ekki haft réttmæt umráð landsins vegna saknæmrar háttsemi stefndu, ásamt vegna annars tjóns af þeim sökum. Um sé að ræða verðhækkanir frá maí 2008 til þess tíma sem dómur gekk í Hæstarétti í málinu nr. [...]/2010 hvað stærri spilduna varðar og hins vegar hvað minni spilduna varðar, þar til dómur gengur í máli þessu. Jafnframt felist tjónið í töpuðum arði af þessum framkvæmdum frá byrjun árs 2009 til málaloka. 3. Tj ón vegna tapaðra girðinga, ræktunar og vegagerðar sem G heitinn í [...] hafi ætlað að framkvæma á sinn kostnað á stærra landinu en ekki var mögulegt sökum óleyfilegrar yfirtöku stefnda B á öllu því landi í kjölfar þinglýsingar á ólöglegu afsali C og D til hans á eignarhluta stefnanda í því landi. 4. Tapaðs arðs/fjármagnstekna af fjárhæð sem er jöfn og markaðsverð tveggja þriðju hluta heildarlandsins í maí 2008 og reiknist frá þeim tíma til . apríl 2014 að því er stærri spilduna varði en til þess dags sem dómur gangi í máli þessu hvað minni spilduna varði, þ.e.a.s. ef dómur fallist ekki á kröfu í lið 2, að því marki sem sanngjarnt geti talist. 5. Vegna kostnaðar og vinnutaps við málarekstur í þeim tilgangi að verja eignarheimild stefnanda yfir landinu ásamt því að ná vörslum tveggja þriðju hluta landsins nr. [...] frá stefnda B. 9 6. Fyrir ærumeiðingar stefndu í garð stefnanda og fyrir að rægja mannorð hans að tilefnislausu og að ófyrirsynju, fyrir dómstólum, lögreglu og þeim sem hafa og koma til með að lesa viðkomandi dóma og dómskjöl og heyra frá öðrum af völdum stefnda. 7. Miska vegna tilefnislausrar kæru stefndu til lögreglu á hendur stefnanda. 8. Fyrir að valda stefnda álagi og miska í málaferlum vi ð systkini sín um nær tíu ára skeið og miska vegna rofs og eyðileggingar fjölskyldutengsla og systkinamissi. 9. Fyrir að valda stefnanda margra ára mikilli vanlíðan, óvissu um fjárhags - og félagsstöðu og fyrir að hafa reynt að grafa undan félagslegri stöðu s tefnanda og sverta og skaða mannorð hans, m.a. einnig við börn hans. 10. Vegna skatta og annarra opinberra gjalda, vaxta og álags sem stefnandi þarf að greiða umfram það sem hefði þurft að greiða miðað við að hann hefði fengið sinn hlut heildarlandsins frá dá narbúinu, en til vara frá stefndu C og D á þeim tíma sem ljúka hafi mátt skiptum á dánarbúinu. 11. Vegna annars kostnaðar, tjóns og miska sem stefnandi hefur orðið fyrir af völdum stefndu og ekki er talið upp hér að framan, en áskilinn réttur til að gera grein fyrir síðar. Um lagarök vísar stefnandi til laga nr. 91/1991, meginreglna almenns kröfuréttar, skaðabótaréttar, utan sem innan samninga, sakar - og skaðabótareglna, reglna um hlutlæga ábyrgð og sakarlíkindareglu. Vísar stefnandi til skaðabótalaga nr. 50/1 993, meðal annars 26. gr. Þá er vísað til reglna um óskipta bótaábyrgð, meginreglna um eignarrétt, rétt eiganda til að hafa vörslu eigna sinna, reglna um yfirfærslu eignarréttar, reglna og sjónarmiða varðandi traustfang og óeðlilega auðgun. Þá er vísað til laga nr. 20/1991, laga nr. 7/1936, laga nr. 8/1962, laga nr. 39/1978 og laga nr. 81/2004. Um varnarþing vísar stefnandi til laga nr. 7/2011 um Lúganósamninginn, 3. liðar 5. gr. og 1. liðar 22. gr., sem og V. kafla laga nr. 91/1991, m.a. 34. gr. og 41. gr. Kröfu um dráttarvexti styður stefnandi við 1. mgr. 6. gr. og 9. gr. laga nr. 38/2001, sem og 8. gr. og 9. gr. sömu laga hvað skaðabótavexti varðar, en aðrar vaxtakröfur við II. kafla sömu laga. Krafa um málskostnað byggi á XXI. kafla laga nr. 91/1991, m.a . 1. mgr. 130. gr., en krafa um virðisaukaskatt styðjist við lög nr. 50/1988. Málsástæður og lagarök stefnda B. Krafa um bætur vegna sölu á spildu 2 úr [...], landnr. [...]. Stefndi segir óljóst á hverju stefnandi byggi hið saknæma bótaskylda athæfi, þ .e. hvort það hafi verið skipting dánarbúsins á landinu í tvær einingar, sala stefndu á spildu landnr. [...] eða sala meðstefndu beggja á sinn hvorum 33% hlut í landinu. Varðandi kröfu stefnanda um bætur vegna sölu á spildu landnr. [...], byggir stefndi í fyrsta lagi á því að stefnandi hafi ekki eignarheimild yfir spildunni og vísar til þess að undir skiptum dánarbúsins hafi landi [...]verið skipt upp í tvær spildur, sbr. stofnskjal, og það hafi stefnanda ekki getað dulist, sbr. afsal til F sem hafi verið þinglýst 12. mars 2009. Einnig vísar stefndi til þess að stefnandi hafi höfðað mál gegn stefnda 25. júní 2009 og krafist eignarréttar yfir 2/3 hluta landspildu landnr. [...]. Þá komi fram í dómi Hæstaréttar í málinu nr. /2015 að því hafi verið slegið fö stu að dómur Hæstaréttar í málinu nr. [...]/2010 varði fasteign með landnr. [...] en ekki fasteign úr sömu spildu með landnr. [...]. Auk þessa sé til dóms Hæstaréttar í málinu nr. [...]/2011 að líta þar sem fram komi að fullupplýst hafi verið um landskipti nguna án þess að nokkur gagnkrafa hafi verið lögð fram en það hefði stefnandi þurft að gera hefði hann ætlað að krefjast viðurkenningar á eignarrétti yfir þeirri fasteign eða leita sjálfstæðs dóms um rétt sinn. Byggir stefndi á því að sala á spildu landnr. [...] hafi verið í samræmi við eignarrétt aðila þegar hún fór fram og þeirri heimild hafi ekki verið hnekkt. Í öðru lagi byggir stefndi á því að hann hafi við sölu á umræddri spildu ekki sýnt af sér saknæma háttsemi og sé hvorki um að ræða ásetning né gá leysi af hálfu stefnda. Því sé hinu huglæga skilyrði sakarreglunnar, eða almennu skaðabótareglunnar, ekki fullnægt hvað stefnda varðar. Stefndi hafi verið í fullkomnum rétti til að selja sinn hlut í spildunni til þriðja aðila. Það sé fyrst núna sjö árum ef tir að landinu hafi verið skipt upp sem stefnandi geri kröfu til spildunnar, landnr. [...]. 10 Í þriðja lagi byggir stefndi á því að hann hafi fengið mjög sterkar vísbendingar um betri rétt systra sinna gagnvart stefnanda og að ráðstöfun þeirra samkvæmt umræ ddum skjölum hefði verið lögmæt, þ.e. höfnun sýslumanns á þinglýsingu á 2/3 hlutum heildarlandsins á nafn stefnanda 5. ágúst 2008, sbr. og úrskurð Héraðsdóms Suðurlands 14. nóvember 2008, sem hafi staðfest ákvörðun sýslumanns. Þá hafi dómur Héraðsdóms Reyk javíkur 8. desember 2010 fallið systrum stefnda í hag. Framangreint beri að hafa í huga við mat á huglægri afstöðu stefnda auk alls framangreinds. Því hafi stefndi verið í góðri trú varðandi betri rétt sinn þegar sala á spildu með landnr. [...] fór fram. Þ á vísar stefndi til að um sölu meðstefndu á 66% hlut á spildu með landnr. [...] hafi áður verið fjallað fyrir dómstólum, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. [...]/2010, þar sem stefndi hafi verið sýknaður af kröfu stefnanda. Byggir stefndi á res judicata áhr ifum dómsins sem girði fyrir að mál verði höfðað um sama sakarefni eins og stefnandi reyni að gera í þessu máli. Þá vísar stefndi til þess að stefnandi hafi sjálfur gert fyrirvara um eignarrétt sinn að landi nr. [...], þ.e. í tilkynningu stefnanda til fast eignarsölunnar Remax 13. nóvember 2008 og þannig tryggt rétt stefnda. Því sé ljóst að stefnandi sé tjónlaus hvað varðar sölu meðstefndu á landi nr. [...]. Í fjórða lagi byggir stefndi á því að dánarbúið hafi hvorki selt spildu nr. [...] til þriðja aðila né afsalað 2/3 hlutum spildu nr. [...] til stefnda. Umræddir gerningar hafi verið framkvæmdir persónulega í nafni og á ábyrgð meðstefndu. Skiptum á dánarbúinu hafi verið lokið áður en sala á spildu nr. [...] hafi farið fram sem og afsalið á 2/3 hlutum spildu nr. [....]. Engu breyti þó skiptayfirlýsingu frá 29. september 2008 hafi af misgáningi ekki verið þinglýst fyrr en 22. desember það sama ár, né að kauptilboð til F 27. október 2008 hafi af misgáningi verið samþykkt af dánarbúinu sem seljanda en kaupsamningur hafi verið undirritaður af stefndu sem seljendum. Að mati stefnda skipti framangreint einnig máli varðandi þá málsástæðu stefnanda að allir stefndu, þ.e. erfingjarn ir þrír, eigi að bera in solidum ábyrgð á ætluðu tjóni hans. Verði í þessu sambandi einnig að líta til þess að stefndi hafði ekki upplýsingar um allt sem varðaði meðstefndu. Þá hafi hann hvorki átt frumkvæði að sölu spildu nr. [...] né á yfirfærslu spildun nar nr. [...]. Því eigi vangaveltur stefnanda um ætlaða meðábyrgð stefnda á grundvelli fyrirsvars og ákvarðanatöku við skipti á dánarbúinu, sbr. 1. mgr. 85. gr. og 86. gr. laga nr. 20/1991, ekki við rök að styðjast og hafnar stefndi því að ætluð meðábyrgð hans geti grundvallast á umræddum reglum. Þá byggir stefndi á því að samkvæmt 2. mgr. 84. gr. laga nr. 20/1991, sbr. 3. mgr. 95. gr. sömu laga, beri þeim sem gengið sé framhjá við skipti dánarbúa að krefja hvern þann fyrir sig sem naut arfs í hans stað um endurgreiðslu fyrir sitt leyti. Verði fallist á að stefnandi eigi tilkall til spildu nr. [...] og þar með að gengið hafi verið fram hjá honum við skiptin, er á því byggt með vísan til framangreindra lagagreina að ábyrgðin sé þess sem naut arfsins eða andla gs hans, þ.e. eftir atvikum meðstefndu, enda sé það ágreiningslaust að krafa stefnda byggir á söluandvirði 66% hlutar í spildu nr. [...]. Verði fallist á að einn stefndi beri ekki ábyrgð verði með vísan til dómkröfu, sem virðist byggð á samaðild, að sýkna alla stefndu. Einnig sé til þess að líta að dánarbúið hafi ekki komið að gerningum meðstefndu frá 8. febrúar og 3. maí 2008, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. [...]/2011. Stefnandi byggi einnig á ætlaðri meðábyrgð stefnda með vísan til 97. gr. laga nr. 20/ 1991. Því hafnar stefndi með vísan til þess að ekki hafi verið um að ræða skuldbindingu búsins eins og rakið hafi verið að framan. Í besta falli sé um að ræða kröfur á hendur hverju og einu stefndu, pro rata, en slíka kröfu sé ekki að finna í stefnu né séu dómkröfur sundurgreindar þannig að beina megi kröfu á hendur hverjum stefndu fyrir sig. Því eigi sú regla skaðabótaréttar að ætlaðir tjónvaldar skuli bera sameiginlega ábyrgð ekki við. Í fimmta lagi byggir stefndi á því að ætlaðar skaðabótakröfur, hafi þ ær verið fyrir hendi, séu fallnar niður vegna fyrningar með vísan til 9. gr. laga nr. 150/2007. Skaðabótakrafa hafi fyrst komið fram þegar stefna hafi verið birt stefnda 9. desember 2015. Umræddu landi hafi verið skipt 15. október 2008 og þinglýst 22. dese mber 2008. Þannig séu átta ár frá því stefnanda mátti vera ljóst um þann gerning þar til hann fyrst krefst bóta, en kröfur samkvæmt framangreindu ákvæði fyrnast á fjórum árum. Verði ekki fallist á framangreint sé við þinglýsingu á stofnskjalinu frá 15. okt óber 2008 að miða, þ.e. 22. desember 2008. Byggt sé á að stefnanda hafi verið ljóst um ætlað tjónsatvik eigi síðar en 25. júlí 2009 þegar stefnandi þingfesti mál gegn stefnda, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. [...]/2010. Í því máli sé öllum atvikum varðan di landskiptinguna lýst af stefnanda sem og sala á landi nr. [...] til þriðja manns. Miðað við það séu sex ár liðin frá því að stefnanda var ljóst um hið ætlaða tjón og þátt stefnda í því. Þá hafi dómur í máli 11 Hæstaréttar í málinu nr. [...]/2011 verið kveð inn upp . janúar 2012 en það mál var höfðað 12. janúar 2010 án þess að stefnandi hefði haft uppi nokkrar kröfur gegn meðstefndu um bætur og hlutdeild í hinni umþrættu spildu nr. [...] og aðhafðist stefnandi ekkert næstu fimm árin frá því tímamarki. Verð i ekki fallist á að krafan sé fyrnd byggi stefndi á reglum um tómlæti. Í sjötta lagi byggir stefndi á því að ætlað tjón stefnanda sé alls ósannað. Alls óvíst sé hvort stefnandi hefði í raun fengið það verð fyrir spilduna nr. [...] sem erfingjarnir fengu. Þá sé alls óljóst í stefnu hvernig uppgjör krafna gagnvart skattyfirvöldum eigi að fara fram, t.d. sé ekki tiltekinn sölukostnaður o.s.frv. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að gögn málsins beri með sér hver stærð eða verðmæti landsins [...] hafi átt að v era en samkvæmt rökstuðningi stefnanda nemi verðmæti landsins um 75.000.000 króna sem væri þá um 80% af því búi sem skipt hafi verið. Þá vísar stefndi til þess að hann hafi aldrei verið krafinn um hina stefndu fjárhæð og beri að skoða það í tengslum við þá málsástæðu stefnanda að stefndi hafi auðgast á ólögmætan hátt og þeirri auðgun beri stefnda að skila. Þessu hafnar stefndi sem hafi selt sinn hlut í spildu nr. [...] á fullkomlega löglegan hátt. Þá hafi stefnandi fengið viðurkenndan eignarrétt að 2/3 hlut um spildu nr. [...] með dómi Hæstaréttar. Þá sé öllum málsástæðum er varði vísvitandi sök eða ásetning stefnda hafnað sem röngum og ósönnum. Með vísan til framangreindra málsástæðna beri að sýkna stefnda af kröfum stefnanda hvað varðar skaðabætur vegna sö lu á landi nr. [...] og vegna kaupa hans á spildu nr. [...]. Krafa stefnanda sé sett fram með þeim hætti að takist stefnanda ekki að sýna fram á samaðild og solidaríska ábyrgð beri að sýkna alla stefndu enda hvorki gerð varakrafa um pro rata ábyrgð né séu kröfur sundurliðaðar þannig að þær séu dómtækar gegn hverjum og einum stefndu. Krafa stefnanda um bætur vegna afleidds tjóns og miska. Í fyrsta lagi byggir stefndi á því hið ætlaða tjón sé ekki fyrir hendi, auk þess sem það sé ósannað og verulega vanreif að. Mjög skorti á að lögð séu fram haldbær gögn eða upplýsingar sem geti rennt stoðum undir kröfur stefnanda. Engin viðhlítandi gögn séu lögð fram s.s. matsgerðir, læknisvottorð, reikningar eða annað, en um þessi atriði hvíli sönnunarbyrðin á stefnanda. Þ á telur stefndi að ekki sé hægt að sýna fram á saknæma háttsemi af hans hálfu í skilningi sakarreglunnar hvað umrædda tjónsþætti varði. Þá eigi hin óskýra framsetning stefnanda á kröfunum að hafa áhrif á sakarmatið. Í einhverjum kröfuliðum virðist stefnand i krefjast bóta á grundvelli 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, þó það sé ekki skýrt. Benda verði á sérstakar auknar saknæmiskröfur í þeim tilvikum. Í öðru lagi skorti algerlega á að skilyrðum sakarreglunnar um orsakatengsl og sennilega afleiðingu sé fullnægt hvað alla töluliði varðar. Virðist sem stefnandi tengi mjög fjarlægar og vanreifaðar orsakir hins ætlaða tjóns og vísar stefndi sérstaklega til 3. töluliðar í þessu sambandi. Þá séu þær afleiðingar sem stefndi tilgreini ekki fyrirsjáanlegar a fleiðingar sem sé eitt af skilyrðum sakarreglunnar. Í þriðja lagi telur stefndi að sumir kröfuliðir séu þess efnis að komið sé út fyrir verndarandlag skaðabótaréttarins og út fyrir mörk hugsanlegrar ábyrgðar hans, svo sem kröfur vegna fjölskyldurofs, óviss u um félagslega stöðu, systkinamissi o.fl. Í fjórða lagi byggir stefndi á því að fjallað hafi verið um stærstan hluta krafnanna áður fyrir dómi, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. [...]/2010, sbr. og res judicata áhrif. Í fimmta lagi vísar stefndi til umfjö llunar um fyrningu hér að framan. Í sjötta lagi byggir stefndi á því að bótagrundvöllur hvers töluliðs fyrir sig sé það óljós að sýkna beri stefnda eða vísa frá dómi án kröfu. T.d. komi ekki fram í 11. tölulið hvort byggt sé á reglum um miskabætur eða afl eitt tjón. Í sjöunda lagi er kröfu um afnotamissi samkvæmt 1. tölulið hafnað með vísan til framkominna málsástæðna auk þess sem krafan sé ekki studd gögnum né bótagrundvöllur tilgreindur. Báðar spildurnar hafi verið óbyggðar og því óljóst hvert mögulegt tj ón stefnanda hefði getað verið vegna afnotamissis. Þá verði verðlagshækkanir seint taldar til fjárhagslegs tjóns enda sé þar skírskotað til verðmætis íslensku krónunnar almennt. Þá sé með öllu ósannað um ræktun og vegagerð G heitins hafi átt að framkvæma á eigin reikning, sbr. tölulið 3. Einnig er því mótmælt að krefjast megi bóta vegna tapaðs arðs/fjármagnstekna vegna landsins. Í áttunda lagi er kröfu í 5. tölulið vegna kostnaðar og vinnutaps við málarekstur mótmælt. Stefnandi sé ekki í vinnu svo kunnugt sé auk þess sem bætur vegna þessa falli undir málskostnað, sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991. Þá séu bætur vegna ætlaðra ærumeiðinga samkvæmt 6. tölulið órökstuddar og ósannaðar og sama eigi við um 7. tölulið. Hvað 8. og 9. tölulið varðar falli kröfur undir þ eim liðum að mati stefnda utan bótaréttar auk þess að vera ekki studdar 12 gögnum og þar með ósannað tjón. Þá sé það órökstudd krafa um skatta og önnur opinber gjöld sem stefnandi hefði þurft að greiða. Af framsögðu beri að sýkna stefnda. Þá vísar stefndi e innig til umfjöllunar meðstefndu, sérstaklega meðstefndu D heitinnar, hvað þennan þátt kröfunnar varðar. Raunar vísar stefndi til greinargerðar beggja meðstefndu að öðru leyti og gerir málatilbúnað þeirra að sínum, þar sem það á við. Þá gerir stefndi krö fu um að við ákvörðun málskostnaðar verði litið til þess að málatilbúanaður stefnanda sé óreiðukenndur og til þess fallinn að stórauka vinnu lögmanns við varnir. Þá tefli stefnandi fram málsástæðum sem hann viti eða megi vita að séu bæði rangar og tilhæful ausar, en slíkt kalli á aukna vinnu lögmanns við varnir. Verði stefndi sýknaður verði að dæma honum málskostnað auk álags. Verði fallist á kröfur stefnanda að einhverju leyti eða að fullu sé engu að síður rétt að dæma stefnda málskostnað eða í öllu falli a ð hver um sig beri sinn málskostnað. Um lagarök vísar stefndi til skaðabótalaga nr. 50/1993 og meginreglna skaðabótaréttarins sem og almennra reglna kröfuréttarins. Einnig er vísað til laga nr. 20/1991 og laga nr. 150/2007, einkum 9. gr. Um málskostnað v ísast til 130. gr., sbr. 2. mgr. 132. gr. og 1. mgr. a og c lið 131. gr. laga nr. 91/1991 og varðandi kröfu um virðisaukaskatt sé byggt á lögum nr. 50/1988. Málsástæður stefndu C. Stefnda vísar til þess að með dómi Hæstaréttar í málinu nr. [...]/2011, þar sem gildi yfirlýsingar frá 3. maí 2008 hafi verið viðurkennt sem afsal til handa stefnanda, hafi ekki verið fjallað um land með landnr. [...]. Þá byggi stefnda á því að í afsalinu frá 3. maí 2008 hafi ekki falist skuldbinding eða ábyrgðaryfirlýsing um stærð eða gæði lands með landnr. [...]. Auk þess sé krafa stefnanda vegna lands með landnr. [...] of seint fram komin. Ljóst sé að hefði stefnandi talið sig hafa rétt til framangreinds lands hafi honum borið að gagnstefna í Hæstaréttarmálinu nr. [...]/2011. Það hafi hann ekki gert og því hafi hann tapað kröfu sinni vegna tómlætis. Þar sem stefnandi eigi ekkert tilkall til fasteignar, landnr. [...], beri að sýkna stefndu af kröfu stefnan da. Þá vísar stefnda til þess að fyrir hafi legið ákvörðun um skiptingu landsins nr. [...] áður en skrifað hafi verið undir yfirlýsingu og afsal 3. maí 2008. Stefnda hafnar því að uppfyllt séu skilyrði sakarreglunnar um saknæma háttsemi stefndu á þeim tí ma sem hin ætlaða skaðabótaskylda háttsemi á að hafa farið fram, nánar tiltekið að hjá stefndu hafi verið til staðar ásetningur um að valda stefnanda hinu ætlaða tjóni. Þá hafi stefnandi ekki sannað að stefnda hafi ekki sýnt af sér þá varkárni sem mátt haf i ætlast til af henni á því tímabili sem um ræði. Frá því faðir hennar lést þann . október 2007 hafi stefnda verið í góðri trú um að hún, sem lögerfingi, ætti lögum samkvæmt beinan eignarrétt yfir umræddum landspildum en ekki stefnandi. Faðir stefndu ha fi aldrei gert erfðaskrá né heldur hafi legið fyrir yfirlýsing um að vilji hans stæði til þess að arfleiða stefnanda að öllu landinu. Stefnda hafi allt fram að þeim degi þegar stefnandi hafi þvingað hana með ólögmætum hætti til að rita undir umræddar yfirl ýsingar, þ.e. 8. febrúar og 3. maí 2008, sem og eftir þann dag, verið í góðri trú um að hún væri samt sem áður löglegur og réttmætur eigandi landspildnanna samkvæmt erfðalögum. Til tals hafi komið milli stefndu og meðstefndu D heitinnar hvort ekki væri rét tlætanlegt að stefnandi fengi 25% af arfinum og stefndu hin 75%. Stefnandi hafi nýtt sér fákunnáttu stefndu og meðstefndu D heitinnar og beitt þær blekkingum til að skrifa undir áðurgreind skjöl, m.a. með því að fullyrða að jörðin væri mun verðminni en hún í raun hafi verið. Þannig hafi stefnandi nýtt sér bágindi þeirra og fáfræði auk þess að beita þær vitandi vits blekkingum, sbr. 31., 33. og 36. gr. samningalaga nr. 7/1936. Það hafi síðan verið eftir 3. maí 2008 sem komið hafi í ljós raunverulegt verðmæti jarðarinnar en um það hafi stefnandi alla tíð verið grandsamur. Að framansögðu virtu telur stefnda að við mat á því hvort stefnda hafi valdið stefnanda tjóni beri a.m.k að takmarka tjónið við 25% eignarhlut stefnanda í jörðinni, ekki 70% líkt og hann telj i sig eiga eignarrétt og tilkall til. Varðandi huglæga afstöðu stefndu um að gerningarnir frá 8. febrúar og 3. maí 2008 væru ekki gildir að lögum sé til þess að líta að sú skoðun stefndu hafi styrkst enn frekar þegar kröfu stefnanda um 13 þinglýsingu skjala nna hafi verið hafnað af sýslumanni, ákvörðun sem Héraðsdómur Suðurlands hafi síðan staðfest í málinu nr. T - [...]/2008 þann 14. nóvember 2008. Á þessum tíma hafi stefnda fengið kauptilboð frá þriðja aðila í minni spilduna, sbr. kauptilboð dags. 27. október 2008, sem stefnda hafi tekið. Í framhaldinu hafi verið gengið frá kauptilboði 18. desember sama ár og afsali 3. mars 2009. Þá hafi 12. janúar 2010 verið þingfest mál sem stefnda og meðstefnda D heitin höfðuðu. Hafi dómur í því máli fallið þeim í hag, þ.e. fallist hafi verið á kröfu þeirra um að gerningarnir frá 8. febrúar og 3. maí 2008 yrðu ógiltir með dómi. Stefnandi hafi áfrýjað málinu til Hæstaréttar, sbr. málið nr. [...]/2011, og rekur stefnda það sem fram hafi komi í dómi Hæstaréttar um að stefndu ha fi verið heimilt að ráðstafa þeim arfi sem þeim hafði tæmst eftir föður þeirra, en dómurinn hafi verið kveðinn upp þann . janúar 2012. Vísar stefnda til þess að samkvæmt framangreindu liggi ljóst fyrir að stefnda hafi, allt þar til dómur Hæstaréttar í málinu nr. /2011 hafi fallið, ávallt verið í góðri trú um að hún væri réttmætur erfingi og þar með eigandi 1/3 hluta landsins og að hún gæti því ráðstafað eigninni á hvern þann hátt sem henni hugnaðist. Stefnda hafi því ekki haft ásetning til að vald a stefnanda tjóni með háttsemi sinni og ekki sé hægt að halda því fram að stefnda hafi átt að gera sér grein fyrir því að hún væri að valda einhvers konar hættu eða tjóni með háttsemi sinni. Þá vísar stefnda til þess að stefnandi geti ekki krafist skaðab óta þar sem um hafi verið að ræða gjafagerning og stefnandi því ekki orðið fyrir beinu fjártjóni. Varðandi svokallaða minni spildu þá eigi stefnandi engan eignarrétt yfir þeim landshluta jarðarinnar. Stefnandi hafi aldrei gert kröfu um hana á hendur stefnd u sem honum hefði verið í lófa lagið að gera með því að höfða t.d. viðurkenningarmál varðandi þá spildu. Það hafi stefnandi ekki gert og því geti hann ekki beint skaðabótakröfu að stefndu fyrir land sem hann eigi engan eignarrétt yfir. Þá byggir stefnda á því að ætlað tjón stefnanda sé bæði ósannað og órökstutt. Í fyrsta lagi sé með öllu óvíst og afar ólíklegt að stefnandi þessa máls hefði fengið það verð sem fékkst fyrir minni spilduna. Í öðru lagi hafi ekki verið gerð grein fyrir því með hvaða hætti ska ttgreiðslur komi til með að hafa áhrif á hið ætlaða tjón og hvernig uppgjör slíkra greiðslna hafi, eftir atvikum áhrif á dómkröfur stefnanda, sem séu bæði óskýrar, órökstuddar og með öllu óskiljanlegar. Stefnda vísar til þess að stefnandi verði að sanna eftirfarandi. Í fyrsta lagi að hann hafi orðið fyrir tilteknu tjóni. Í öðru lagi að tjónið megi rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi stefndu og í þriðja lagi að tjónið sé sennileg afleiðing þeirrar h áttsemi. Vísar stefnda til þess sem að framan er rakið og segir ótvírætt að stefnanda, eins og málið hafi verið lagt upp af hans hálfu, hafi ekki tekist að sýna fram á að stefnda beri á einhvern hátt skaðabótaábyrgð á grundvelli sakarreglunnar. Jafnframt s é hin ætlaða fjárhæð skaðabótakröfunnar ekki rétt þar sem frá henni beri að draga ýmsan kostnað sem fallið hafi á stefndu við söluna á minni spildunni, m.a. sölulaun fasteignasala og annan ótilgreindan kostnað. Varðaði kröfu um greiðslu skaðabóta vegna a fleidds tjóns og miska að fjárhæð 10.000.000 króna vísar stefnda til þess að hið ætlaða tjón stefnanda sé með öllu ósannað, órökstutt, verulega vanreifað og erfitt sé fyrir stefndu að átta sig á hverju stefnandi byggi hið ætlaða tjón sitt. Í fyrsta lagi hafi stefnandi ekki náð að sýna fram á að skilyrði sakarreglunnar um að stefnda hafi sýnt af sér hina ætluðu sök, enda skorti verulega á að stefnandi geri grein fyrir skilyrðum sakarreglunnar um orsakatengsl og sennilega afleiðingu. Í öðru lagi uppfylli fl estir töluliðir ekki kröfu skaðabótaréttarins um verndarandlag, eins og skaðabótalögin hafi verið túlkuð af fræðimönnum sem og í dómaframkvæmd. Vísar stefnda í því sambandi til krafna um bætur fyrir tjón vegna systkinamissis og rofa á fjölskyldutengslum, á lags og óvissu um fjárhagslega - og félagslega stöðu stefnanda. Í þriðja lagi vísar stefnda til þess að engin gögn hafi verið lögð fram af hálfu stefnanda sem sýni fram á hið ætlaða fjárhagslega tjón, þ.e. hvorki matsgerðir dómkvaddra matsmanna né sálfræðis kýrslur. Í fjórða lagi sé ekki tilgreint í stefnu í hverju hinar ætluðu ærumeiðingar stefndu eigi að felast. Þá krefjist stefnandi bóta vegna ætlaðs loforðs þriðja manns sem nú sé látinn og greiðslu fyrir kostnað sem stefnandi hafi þurft að bera vegna máls kostnaðar án þess að tilgreina nákvæmlega á grundvelli hvaða mála sé verið að krefjast bóta. Í fimmta lagi, þ.e. vegna 1. - 2. töluliðar í stefnu, sé krafan verulega óskýr og órökstudd. Sama gildi um 8. tölulið, varðandi lögreglukæru, sem ekki sé tilgreind f rekar í stefnu. Í sjötta lagi sé krafist bóta í 10. tölulið vegna skatta og opinberra gjalda og vaxta, án nokkurrar vísunar til þess í hverju hið ætlaða tjón eigi að 14 hafa falist, á hverju það hafi grundvallast eða vikið sé að orsakatengslum. Í sjöunda lagi sé krafist bóta í 11. tölulið fyrir annað tjón og miska án nokkurrar tilgreiningar, þ.e. í hverju tjónið felist. Ítrekar stefnda að kröfuliðir 1 - 11 í stefnu séu með öllu ósannaðir, órökstuddir og beri að sýkna stefndu af öllum þeim kröfum. Í áttunda lagi hafi stefnanda ekki tekist að sanna að huglæg afstaða stefndu hafi falið í sér saknæma háttsemi eða að sýnt hafi verið fram á að stefnda hafi sýnt af sér ásetning eða stórfellt gáleysi og vísar stefnda til sömu sjónarmiða hvað það varðar og raktir hafa ver ið hér að framan. Þá ítrekar stefnda að skilyrði sakarreglunnar um orsakatengsl og sennilega afleiðingu séu ekki uppfyllt í máli þessu. Þá hafnar stefnda því að hún og meðstefndu beri solidariska ábyrgð á ætluðum skaðabótakröfum stefnanda. Sé um að ræða skaðabótaábyrgð sé um að ræða pro rata ábyrgð sem þýði að stefnda beri ein ábyrgð á sínum hluta af hinu ætlaða tjóni sem hún kann að hafa valdið stefnanda. Í stefnu vísi stefnandi máli sínu til stuðnings til 5. töluliðar 1. mgr. 28. gr. laga nr. 20/1991, e n það ákvæði eigi aðeins við um þær skuldbindingar sem dánarbú beri gagnvart þriðja manni. Skuldbindingar sem lögerfingjar við einkaskipti beri solidariska ábyrgð á séu aðeins skuldbindingar og kröfur sem stofnast hafi á meðan dánarbúið sé lögpersóna. Stef nandi byggi kröfu sína á löggerningum sem hafi átt sér stað eftir að skiptum hafi lokið á dánarbúinu. Það hafi verið stefndu sjálf sem hafi selt hluta af arfi sínum til þriðja aðila, þ.e. minni spilduna, en ekki dánarbúið. Því sé hvorki hægt að byggja kröf urnar á ofangreindu lagaákvæði né 97. gr. sömu laga. Þá sé ekki af stefnu að ráða að byggt sé á 2. mgr. 84. gr. laga nr. 20/1991. Samkvæmt framansögðu beri að sýkna stefndu enda sé dómkrafa í málinu þannig fram sett að sannist ekki solidarísk ábyrgð leiði það til sýknu allra stefndu. Þá vísar stefnda til þess að þar sem kröfugerð stefnanda sé aðeins krafa um solidaríska ábyrgð allra stefndu sé það ljóst að ekki sé hægt að taka dómkröfu stefnanda beint upp í dómsorði þar sem öll hin stefndu, ef þau bera einh verja ábyrgð, beri hana pro rata, eða hvert fyrir sig. Það rúmist ekki innan heimildar dómara um að lækka kröfu frá upphaflegri kröfugerð að breyta ábyrgð hinna stefndu yfir í pro rata ábyrgð þar sem dómari megi aðeins dæma eftir kröfugerð stefnanda, sem v erði að standa og falla með þeim mistökum sínum. Einnig vísar stefnda til þess að þó svo stefnandi taki fram í stefnu að stefnda og meðstefnda D heitin beri til vara ábyrgð á ætluðu tjóni stefnanda, beri að sýkna öll meðstefndu þar sem ekkert sé vikið að þ essu í kröfugerðinni. Þá hafnar stefnda því að hinar ólögfestu reglur um óréttmæta auðgun eigi við í máli þessu og vísar stefnda til rökstuðnings hér að framan að þessu leyti. Þá hafi stefnandi aldrei óskað eða krafist með nokkrum hætti þeirra greiðslna sem stefnda sé nú krafin um í máli þessu. Þá byggir stefnda á því að allar kröfur stefnanda séu fallnar niður fyrir fyrningu með vísan til 9. gr. laga nr. 150/2007. Stefnandi byggi kröfu sína á skiptingu landsins sem farið hafi fram árið 2008 en þeirri s kiptagerð hafi verið þinglýst 22. desember 2008. Frá því tímamarki fram til þess að stefna hafi verið birt séu því liðin 7 ár og krafan því fallin niður vegna fyrningar. Sé byggt á sölu minni spildunnar, landnr. [...], sé ljóst að upphaf fyrningarfrests hl jóti að miðast við það tímamark þegar stefnanda var fullkunnugt um hið ætlaða tjónsatvik. Vísar stefnda í því sambandi til stefnu í máli Hæstaréttar nr. [...]/2010, sem þingfest hafi verið þann 25. júní 2008, en frá því tímamarki séu liðin rúmlega 6 ár. Þá hafi engar kröfur verið gerðar um bætur eða nokkuð annað vegna lands nr. [...] fyrr en með stefnu þessa máls. Þá vísar stefnda einnig til tómlætis stefnanda varðandi kröfu um bætur vegna sölu minni spildunnar, en stefnandi hafi aldrei krafið stefndu um bætur vegna hennar. Dómur Hæstaréttar um að yfirlýsingarnar teldust vera gildar hafi verið kveðinn upp . apríl 2014, en stefnandi hafi hins vegar ekki stefnt þessu máli fyrr en í janúar 2016 eða nær tveimur árum eftir uppkvaðningu dómsins. Því sé krafan fallin niður vegna stórkostlegs tómlætis stefnanda. Varðandi kröfu stefnanda um málskostnað vísar stefnda til þess að þá kröfu setji stefnandi einnig fram in solidum en til vara pro rata í málavaxtalýsingu, en slíkt gangi ekki, um þetta verði að kveða sk ýrt í kröfugerðinni sjálfri. Þá vísar stefnda til þess að stefnandi hafi uppi staðhæfingar og málsástæður sem hann viti eða megi vita að séu rangar, villandi og/eða óþarfar. Þá sé stefna þannig framsett að vinna lögmanns sé langtum meiri en eðlilegt geti t alist í sambærilegum málum. Þá eru í greinargerð stefndu sérstök mótmæli við því sem fram komi í stefnu, þ.e. að stefndi hafi viðurkennt í raun skaðabótaskyldu sína gagnvart s tefnanda vegna sölu minni spildunnar til þriðja aðila. 15 Varðandi lagarök vísar stefnda til skaðabótalaga nr. 50/1993 og meginreglna skaðabótaréttar og almennra reglna kröfuréttar og samningaréttar. Þá er vísað til laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.f l., 31., 33. og 36. gr. samningalaga nr. 7/1936. Varðandi málskostnaðarkröfu vísar stefnda til 129. - 132. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður stefnda dánarbús D. Skaðabótakrafa vegna sölu á 2/3 hluta minni spildunnar Stefnda vísar til sömu sjónarmiða og me ðstefnda C hvað varðar huglæga afstöðu stefndu allt frá því faðir hennar lést þann . október 2007 þar til dómur Hæstaréttar í málinu nr. [...]/2011, uppkveðinn þann . janúar 2012, féll stefndu og meðstefndu C í óhag. Allan þann tíma hafi huglæg afsta ða stefndu ekki staðið til þess að valda stefnanda tjóni enda hafi sýslumannsembættið tekið ákvarðanir stefndu í hag varðandi gerningana frá 8. febrúar og 3. maí 2008. Þá ákvörðun hafi síðan Héraðsdómur Suðurlands staðfest í málinu r. T - [...]/2008. Loks ha fi dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli þeirra systra gegn stefnanda, fallið þeim systrum í hag. Því hafi huglæg afstaða stefndu aldrei staðið til að valda stefnanda neinum skaða með einum eða öðrum hætti. Hvað sem síðar myndi verða, þ.e. yrði stefnda hug sanlega síðar dæmd til að láta stefnanda eftir sinn hluta jarðarinnar, hafi verið eitthvað sem hún myndi þá eftir atvikum gera upp við stefnanda. Hins vegar hafi stefnandi aldrei formlega óskað eftir að stefnda greiddi honum umrædda stefnufjárhæð og engin tilraun hafi verið gerð til að innheima dómkröfur málsins hjá stefndu að öðru leyti fyrr en í máli þessu. Þá vísar stefnda til sömu sjónarmiða og meðstefnda C í sinni greinargerð hvað varðar hið ætlaða tjón stefnanda og sönnun þess. Nánar tiltekið að óv íst sé að stefnandi hefði fengið það verð sem fengist hafi fyrir minni spilduna og ekki hafi verið gerð grein fyrir með hvaða hætti skattgreiðslur komi til með að hafa áhrif á hið ætlaða tjón og dómkröfuna sem og hvernig uppgjöri slíkra greiðslna skuli há ttað. Þá séu ekki uppfyllt skilyrði sakarreglunnar um saknæma og ólögmæta háttsemi stefndu og að tjónið sé sennileg afleiðing þeirrar háttsemi. Þá sé stefnandi í reynd að krefjast fjárbóta sem eigi að gera hlut hans í skiptum sem svari til 70 - 80% arfsrét tar. Eins og í greinargerð meðstefndu C vísar stefnda til þess að hugur stefndu hafi staðið til að leiðrétta hlut stefnanda að 25% marki. Þá vísar stefnda, eins og meðstefnda C, til þess að um gjafagerning hafi verið að ræða og stefnandi því ekki tapað fjá rmunum, nema þá hugsanlega að 25% markinu. Einnig vísar stefnda líkt og meðstefnda C til þess að stefnandi hafi ekki beina eignarheimild varðandi minni spilduna sem hann byggi þennan þátt kröfu sinnar á. Hann hafi ekki gert tilkall til spildunnar með réttu m hætti eins og hann hefði getað gert, t.d. með því að höfða viðurkenningarmál eða með því að gera gagnkröfu í máli stefndu og meðstefndu sem höfðað hafi verið 12. janúar 2010, en hvorugt hafi hann gert. Fyrning og tómlæti Stefnda byggir á því að krafa s tefnanda sé fyrnd, sbr. 9. gr. laga nr. 150/2007. Stefnda hafnar því sem fram komi í stefnu að stefnandi hafi ekki getað höfðað mál þetta fyrr en niðurstaða hafi legið fyrir í máli Hæstaréttar nr. [...]/2011 þann . janúar 2012, enda hefði stefnandi geta ð sett fram allar þær kröfur sem hann gerir í máli þessu sem gagnkröfur á hendur stefndu og meðstefndu C í máli þeirra systra á hendur honum sem höfðað hafi verið 12. janúar 2010. Þá vísar stefnda til þess að síðari hluti krafna stefnanda séu einnig fyrnda r af sömu orsökum, sem og til málsástæðna og annarra raka meðstefndu C og B. Skaðabótakrafa vegna afleidds tjóns og miska. Stefnda byggir sýknukröfu sína í öllum ellefu töluliðum í stefnu á því að ætlað tjón sé ósannað með öllu, auk þess sem það vanreifa ð. Þá séu skilyrði til huglægrar afstöðu stefndu í skilningi sakarreglunnar ekki uppfyllt og sama gildi um skilyrði reglunnar um orsakatengsl og sennilega afleiðingu. Auk þess sé óljóst hvort hluti hins ætlaða tjóns sem stefnandi lýsi njóti verndar skaðabó taréttarins. Varðandi alla þessa þætti hvíli sönnunarbyrði á stefnanda. Þá sönnunarbyrði hafi stefnandi ekki axlað hvað varðar alla hina ellefu töluliði kröfugerðarinnar í stefnu. Varðandi athugasemdir við einstaka töluliði vísar stefnda til sömu málsástæð na og röksemda og meðstefnda C. 16 Þá segir í greinargerð stefndu að fari svo að skaðabótaábyrgð verði að einhverju leyti felld á stefndu sé þess krafist að sú ábyrgð verði pro rata ábyrgð. Ekki verði því um solidaríska ábyrgð að ræða eins og farið sé fram á í stefnu, en sú regla gildi enda ekki þegar um sé að ræða aðgreinanleg eða sundurgreinanleg ætluð tjónsatvik, eins og hugsanlega sé um að ræða í máli þessu. Hafnar stefnda kröfu stefnanda um solidaríska ábyrgð erfingjanna enda hafi aldrei verið um skuldb indingu á hendur dánarbúinu að ræða. Það hafi verið stefndu öll sem selt hafi minni spilduna til þriðja aðila, ekki dánarbúið. Því sé í versta falli um að ræða að stefnandi eigi einhvers konar kröfu á hendur stefndu vegna hennar hlutar í þeirri sölu, eða p ro rata og máli sínu til stuðnings vísar stefnda til einkaskiptaleyfis til handa stefndu 30. maí 2008, erfðafjárskýrslu, sem sýslumaður hafi staðfest 29. september sama ár, skiptayfirlýsingar frá 29. maí 2008, skiptingu landsins í tvær lóðir 15. október sa ma ár, kaupsamnings erfingja um minni spilduna frá 18. desember 2008 og sölu stefndu og meðstefndu C á stærri spildunni til stefnda B daginn eftir. Þá hafnar stefnda því að 97. gr. og 2. mgr. 84. gr. laga nr. 20/1990 eigi við í máli þessu og vísar til sömu raka og meðstefndu. Einnig vísar stefnda til þess að 3. mgr. 95. gr., sbr. 84. gr. sömu laga eigi við í máli þessu. Það að stefndu hafi kosið að hafa hvert sinn lögmann í málinu sé ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að þau telja samaðild í málin u ekki koma til greina. Þá vísar stefnda til þess að sýkna eigi stefndu vegna framsetningar dómkrafna, þ.e. bæði vegna sölu á minni spildunni og vegna ætlaðs afleidds tjóns. Fari svo að dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að stefndu beri einhverja skaða bótaábyrgð pro rata, byggir stefnda á því að sýkna beri hana og raunar öll stefndu. Stefnandi byggi málið á samaðild, sbr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Hvergi í stefnu sé vísað til samlagsaðildar, sbr. 1. mgr. 19. gr. sömu laga. Hefði þurft að gera slíkt ef h ver og einn stefndi í málinu ætti að vera gerður ábyrgur fyrir sínum hlut í ætluðu tjóni. Einnig hefði þurft að sundurgreina þátt hvers og eins í ætluðu tjóni. Í slíku tilfelli væri ekki hægt að taka dómkröfu stefnanda upp í dómsorði og telur stefnda að vi ð slíkar aðstæður sé ekki heimilt til að lækka kröfur stefnanda á þann hátt að í þeim myndu rúmast kröfur um pro rata ábyrgð. Engu breyti þó svo stefnandi geri kröfu um málskostnað in solidum en til vara pro rata. Sama gildi um lýsingu á málsástæðum í stef nu þar sem fram komi að stefnda og meðstefnda C beri til vara ábyrgð á ætluðu tjóni. Eins og aðrir stefndu hafnar stefnda því að hinar ólögfestu reglur um óréttmæta auðgun eigi við í máli þessu. Einnig bendir stefnda á að aldrei hafi verið óskað, gert vi ðvart eða krafist greiðslna fyrr en í máli þessu. Að öðru leyti vísar stefnda til greinargerðar meðstefndu B og C, að breyttu breytanda. Málskostnaðarkrafa stefndu sé byggð á 129. gr., sbr. 130. gr., sbr. 2. mgr. 132. gr. laga nr. 91/1991, auk 1. - 3. töluliðar 131. gr. sömu laga. Frá 2008 hafi stefnandi aldrei gert kröfu um bætur eða hlutdeild í minni spildunni, aldrei birt kröfubréf í þeim tilgangi að gefa kost á að greiða þessar kröfur. Auk þess séu rangar, villandi og óþarfar staðhæfingar í stefnu og sé því krafist álags vegna óþarfa málareksturs. Um lagarök vísar stefnda til skaðabótalaga nr. 50/1993 og meginreglna skaðabótaréttarins se m og almennra reglna kröfuréttar og samningaréttar, sem og laga nr. 20/1991. Um málskostnað er vísað til þess sem að ofan er rakið og þá sé krafa um virðisaukaskatt byggð á lögum nr. 50/1988. Þá eru í greinargerð stefndu sérstök mótmæli við því sem fram komi í stefnu, þ.e. að stefnda hafi viðurkennt í raun skaðabótaskyldu sína gagnvart stefnanda vegna sölu minni spildunnar til þriðja aðila. Niðurstaða. Mál þetta snýst um ág reining aðila um eignarhald á landspildu úr landi [...] í Flóahreppi, landnr. [...], sem E, faðir allra stefndu og stjúpfaðir stefnanda, hélt eftir við sölu jarðarinnar árið 1998 og var spildan um 120 hektarar að stærð. E lést . október 2007 og var áður nefnd spilda meðal eigna hans. Þessari spildu mun hafa verið skipt annars vegar í 78 hektara spildu með landnr. [...] og hins vegar í um 46 hektara spildu með landnr. [...]. Minni spilduna, þ.e. með landnr. [...], seldu systkinin B, C og D heitin síðan F með kaupsamningi, dags. 18. desember 2008 og snýst ágreiningur aðila um lögmæti þeirrar ráðstöfunar og fer stefnandi fram á að stefndu verði in solidum dæmd til að greiða honu m tvo þriðju hluta söluandvirðisins. Þá krefst 17 stefnandi bóta að fjárhæð 10.000.000 króna fyrir afleitt tjón og miska vegna atvika sem hann rekur í ellefu töluliðum í stefnu og kveður hann þær lúta að báðum spildunum. Í máli þessu liggur fyrir að Hæstirét tur Íslands hefur með dómi sínum í máli nr. [...]/2010, sem kveðinn var upp þann . apríl 2014, viðurkennt eignarrétt stefnanda að tveimur þriðju hlutum landspildu úr [...] í Flóahreppi, landnr. [...]. Í dómi Hæstaréttar er tekið fram að ekki sé fallist á það með stefnanda að hann hafi fengið að dánar - eða lífsgjöf frá E alla þá spildu sem deilt hafi verið um í því máli, enda lægju ekki fyrir í málinu nein gögn sem rennt gætu viðhlítandi stoðum undir þá staðhæfingu. Þá má ráða af dómi Hæstaréttar í máli n r. [...]/2015 að framangreindur dómur hafi varðað fasteign með landnr. [...] en ekki lotið að annarri spildu úr landi sömu jarðar með landnr. [...]. Umræddu landi mun hafa verið skipt 15. október 2008 og þinglýst 22. desember sama ár. Með birtingu stefnu í máli þessu á tímabilinu frá 7. - 15. desember 2015 er stefnandi fyrst að krefjast bóta af þeim sökum að stefndu hafi ráðstafað landi sem verið hafi að hluta til í hans eigu, en telja verður að hann hafi átt kost á því að gera gagnkröfur í fyrri málaferlum m illi aðila. Stefndu byggja öll á því að hafi kröfur stefnanda átt rétt á sér séu þær fyrndar með vísan til 9. gr. laga nr. 150/2007. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laganna fyrnist krafa um skaðabætur á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplý singar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því að bar að afla sér slíkra upplýsinga. Telja verður að eigi síðar en 25. júlí 2009 hafi stefnanda verið ljós þau atvik er leitt gætu til bótaskyldu vegna sölu til þriðja manns á þeirri landspildu sem mál þetta f jallar um, en á þeim degi þingfesti stefnandi mál gegn stefnda B. Þá hafði stefnandi engar gagnkröfur uppi á hendur stefndu C og D í fyrri málaferlum þeirra gegn stefnanda. Samkvæmt framansögðu verður að telja að krafa stefnanda á hendur stefndu um greiðsl u á 19.488.000 krónum sem samsvari tveimur þriðju hlutum söluandvirðis hinnar 46,4 hektara spildu, landnr. [...], samkvæmt kaupsamningi milli stefndu og F, dags. 18. desember 2008, sé fyrnd. Verða stefndu því þegar af þessari ástæðu sýknuð af fjárkröfu ste fnanda að þessu leyti, sbr. e - lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 10. gr. laga nr. 78/2015. Eftir stendur þá krafa stefnanda á hendur stefndu á greiðslu á 10.000.000 krónum fyrir afleitt tjón og miska vegna atvika sem stefnandi rekur í ellefu tölu liðum í stefnu og lúta að báðum spildunum. Í stefnu er enga tölulega sundurliðun að finna á þessum kröfuliðum og þá skortir mjög á rökstuðning og sönnun fyrir þeim. Er því óhægt um vik fyrir dómara að ákveða fjárhæð bótakröfu hyggist hann taka einhverja kr öfuliði til greina. Þá er hugsanlegt að hluti þessara fjárkrafna sé fyrndur með sömu rökum og hér að framan greinir en eins og kröfugerð stefnanda er háttað er útilokað að taka afstöðu til þess. Verður því ekki hjá því komist að vísa þessum kröfulið frá dó mi. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp dóm þennan. Fyrir dómsuppkvaðningu var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. D Ó M S O R Ð: Stefndu, B, C, og dánarbú D, skulu vera sýkn af kröfu stefnanda, A um greiðslu á 19.488.000 krónum vegna sölu á spildu með landnr. [...], samkvæmt kaupsamningi milli stefndu og F, dags. 18. desember 2008. Kröfu stefnanda á hendur stefndu á greiðslu á 10.000.000 krónum fyrir afleitt tjón og miska er vís að frá dómi. Málskostnaður fellur niður.