LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtu daginn 5 . september 2019. Mál nr. 618/2019: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Haukur Gunnarsson saksóknarfulltrúi) gegn X (Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald . C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli c - lið ar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, E iríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 3. september 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóm s Reykjavíkur 3. september 2019 í málinu nr. R - /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur varir og eftir atvikum meðan mál hans sætir meðferð fyrir Lands rétti, en þó eigi lengur en til þriðj udagsins 26 . nóvem ber 201 9 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluv arðhaldi verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 3. september 2019 í málinu nr. S - /2019 var varnaraðili dæmdur til 18 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárás, hótanir og brot gegn nálgunarbanni á tí mabilinu 11. febrúar til 31. maí 2019. Varnaraðili sætti gæsluvarðhaldi frá 2. apríl til 28. maí 2019. Eftir að hann var laus úr gæsluvarðhaldi braut hann samkvæmt fyrrnefndum dómi gegn nálgunarbanni á tímabilinu 29. til 31. maí 2019. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald að nýju og hefur sætt því óslitið frá 4. júní 2019. 2 5 Í ljósi framangreinds og fyrrnefnds dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, sem og með hliðsjón af sakaferli varnaraðila, verður að fallast á það með héraðsdómi að ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið. Eru því uppfyllt skilyrði c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 3. mgr. 97. gr. sömu laga, fyrir því að varnara ðili sæti áfram gæsluvarðhaldi. Þykja ekki efni til að marka því skemmri tíma en gert er í hinum kærða úrskurði. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur þriðjudaginn 3. september 2019 Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur í máli hans varir og eftir atvikum þangað til dómur gengur í máli hans fyrir Landsrétti, en þó e kki lengur en til þriðjudagsins 26. nóvember 2019, kl. 16.00. Í greinargerð sækjanda kemur fram að til dómsmeðferðar hafi undanfarið verið mál nr. S - 449/2019 er varði ákærur lögreglustjóra, dags. 24. maí 2019 og 20. júní 2019 varðandi samtals 1 líkamsárás, 3 hótunarbrot, 1 umferðarlagabrot og 2 brot gegn nálgunarbanni. Við aðalmeðferð málsins 28. ágúst sl. hafi verið fallið frá 3. og 4. ákærulið í ákæru dags. 20. júní 2019, að því er varði meint brot gegn nálgunar banni og eignaspjöll. Dómfelldi hafi játað sök samkvæmt ákærulið 1 í ákæru dags. 24. maí 2019 er varði umferðarlagabrot og ákærulið 1 og 2 í ákæru dags. 24. maí 2019 er varði brot gegn nálgunarbanni. Að öðru leyti hafi dómfelldi neitað sök. Var málið tekið til dóms, sem kveðinn var upp fyrr í dag. Sækjandi áréttar, svo sem að framan sé rakið, að til meðferðar sé fjöldi mála þar sem dómfelldi sé, að mati lögreglustjóra, undir rökstuddum grun um brot gegn 217. gr., 232. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 o.fl. auk umferðarlagabrots. Brotin varði fangelsisrefsingu að lögum. Ætluð brot dómfellda séu ítrekuð og framin á stuttum tíma. Dómfelldi hafi sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli c - og d - liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, fyrst frá 2. apríl 2019 og allt til 28. maí 2019 en þann dag hafi dómfelldi verið leystur úr haldi. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 2. júlí 2019 í máli nr. R - 515/2019 hafi dómfelldi verið úrskurðaður að nýju í gæsluvarðhaldi og hafi hann sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá þeim t íma. Með vísan til brotaferils dómfellda áður en honum var gert að sæta gæsluvarðhaldi sé það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að hann haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Af hálfu ákæruvaldsins sé þannig talið nauðsyn legt að dómfellda verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan á áfrýjunarfresti stendur enda dómurinn ekki fullnustuhæfur á meðan óljóst sé hvort málið sæti meðferð á æðra dómsstigi með áfrýjun dómfellda eða ákæruvaldsins. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og c - og d - liða 1. mgr. 95. gr. laga 88/2008, sbr. 3. mgr. 97. gr. laganna og dóms Hæstaréttar í máli 123/2014, sé þess krafist að krafan nái fram að ganga og að dómfellda verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 26. nóvem ber 2019, kl. 16.00. Niðurstaða: Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli S - /2019 frá í dag var dómfelldi dæmdur til 18 mánaða óskilyrðisbundinnar fangelsisrefsingar. Í greinargerð kemur fram að til meðferðar sé fjöldi mála þar sem dómfelldi sé, að mat i lögreglustjóra, undir rökstuddum grun um brot gegn 217. gr., 232. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 o.fl. auk umferðarlagabrots. Brotin varði fangelsisrefsingu að lögum. Ætluð brot dómfellda séu ítrekuð og framin á stuttum tíma. Dómfelldi ha fi sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli c - og d - liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, fyrst frá 2. apríl 2019 og allt til 28. maí 2019 en þann dag hafi 3 dómfelldi verið leystur úr haldi. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 2. júlí 2019 í máli nr. R - /2019 haf i dómfelldi verið úrskurðaður að nýju í gæsluvarðhaldi og hafi hann sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá þeim tíma. Fallist er á það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að dómfelldi haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna og nauðs ynlegt að dómfellda verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan á áfrýjunarfresti stendur enda dómurinn ekki fullnustuhæfur á meðan óljóst sé hvort málið sæti meðferð á æðra dómsstigi með áfrýjun dómfellda eða ákæruvaldsins. Dómurinn telur ekki efni ti l að fallast á kröfu verjanda um að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími en krafist er og telur að við kröfu ákæruvalds um lengd gæsluvarðhaldstíma sé gætt meðalhófs. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og c - og d - liða 1. mgr. 95. gr. laga 88/2008, sbr. 3. mgr. 97. gr. laganna og dóms Hæstaréttar í máli 123/2014, er fallist á að krafan nái fram að ganga eins og hún er fram sett og að dómfellda verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 26. nóvember 2019, kl. 16.00. Úrskurðinn kveður upp Þórður Clausen Þórðarson héraðsdómari. Ú R S K U R Ð A R O R Ð : á meðan áfrýjunarfrestur í máli hans varir og eftir atvikum þangað til dómur gengur í máli hans fyrir Landsrétti, þó e kki lengur en til þriðjudagsins 26. nóvember 2019, kl. 16.00.