LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. nóvember 2019. Mál nr. 132/2019 : Ákæruvaldið (Marín Ólafsdóttir saksóknari ) gegn Axel Óla Breiðfjörð Albertssyni (Björgvin Jónsson lögmaður) Lykilorð Akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Skilorðsrof. Útdráttur A var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í tvö tilgreind skipti ekið bifreið óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og að hafa í annað skiptanna vanrækt vátryggingarskyldu bifreiðarinnar. Að sakaferli hans virtum og með vísan til 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 var refsing A ákveðin fangelsi í sjö mánuði. Þá var hann sviptur ökurétti ævilangt. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson og Arngrímur Ísberg , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 20. febrúar 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 23. janúar 2019 í málinu n r. S - 504/2018 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. 3 Ákærði krefst þess að refsing hans verði milduð . Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 5 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýju narkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. 2 Ákærði, Axel Ól i Breiðfjörð Albertss on , greiði áfrýjunarkostnað málsins, samtals 268.852 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns, 2 50 .000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 23. janúar 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 16. janúar sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 10. júlí 2018, á hendur Axel Óla Breiðfjörð Albertssyni, kt. , , 105 Reykjavík, fyrir umferðarlagabrot, framin í Reykjavík á árinu 20 17, með því að hafa: 1. Þriðjudaginn 31. janúar ekið bifreiðinni án ökuréttar um Breiðholtsbraut við Mjódd, Reykjavík, óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 4,6 ng/ml). Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga. 2. Mánudaginn 20. febrúar ekið bifreiðinni án ökuréttar vestur Vesturlandsveg og að N1 við Ártúnsbrekku, óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 10 ng/ml og amfetamín 25 ng/ml sem einnig mældist í þvagi ásamt MDMA) og fyrir að hafa, sem eigandi bifreiðarinnar, vanrækt vátryggingarskyldu hennar. Telst þessi háttsemi va rða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 93. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 100. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til sviptingar ökuréttar, skv. 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað bro t sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í 1993. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 4. júlí 2018, hefur ákærði hlotið nokkra refsidóma fyrir ýmis hegningar - og umferðarlagabrot. Meðal annars hefur ákærði í tvígang gerst sekur um að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna og/eða undir áhrifum áfengis. Í samræmi við það er við ákvörðun refsingar hér við það miðað að ákærði hafi nú í þriðja sinn, eftir að hann varð fullra 18 ára og innan ítrekunartíma, sbr. 1. og 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verið fundinn sekur um að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna og/eða undir áhrifum áfe ngis. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum 9. desember 2015, var ákærða gert að sæta fangelsi í sjö mánuði, þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Með þeim dómi var sex mánaða skilorðshluti dóms sem ákærði hlaut 8. desember 2014 tekinn upp. Með brotum þeim sem ákærði er sakfelldur fyrir í þessu máli hefur hann á ný rofið skilorð, nú dómsins frá 9. desember 2015. Ber því að dæma skilorðsdóminn upp og er ákærða dæmd refsing í einu lagi, sbr. 60. gr. laga nr. 19/1940. Með hliðsjón af 77. gr. sömu laga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 7 mánuði. Í ljósi sakaferils ákærða þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja . 3 Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 126.480 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 198.569 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir aðstoðar saksóknari. Þórhildur Líndal, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Axel Óli Breiðfjörð Albertsson, sæti fangelsi í sjö mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 126.480 krónur og 198.569 krónur í annan sakarkostnað.