LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 14. febrúar 2020. Mál nr. 417/2019 : Baldur K. Þorsteinsson ( Guðmundur B. Ólafsson lögmaður ) gegn Þór hf. ( Ólafur Eiríksson lögmaður) Lykilorð Trúnaðarskylda. Riftun. Brottrekstur úr starfi. Orlof. Vinnusamningur. Ráðningarsamningur. Útdráttur B krafði Þ hf. um vangoldin laun í uppsagnarfresti o.fl eftir að B hafði fyrirvaralaust verið sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests við Þ hf. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti með vísan til forsendna hans, va r því slegið föstu að sannað væri að B hefði lagt á ráðin í slagtogi með öðrum starfsmönnum Þ hf. að koma á fót atvinnurekstri í samkeppni við Þ hf. og haft uppi markvissar aðgerðir í því skyni á sama tíma og í gildi var ráðningarsamningur milli aðila. Var B þannig talinn hafa fyrirgert rétti sínum til allra launagreiðsla sem og rétti til orlofsgreiðslna frá og með riftun ráðningarsamningsins. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Hervör Þorvaldsdóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 7. júní 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 13. maí 2019 í málinu nr. E - 2080/2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða áfrýjanda 3.179.325 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. október 2017 til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskost naðar fyrir Landsrétti. 4 Í héraði krafðist áfrýjandi greiðslu 3.814.713 króna úr hendi stefnda. Í niðurstöðu hins áfrýjaða dóms var fallist á að stefnda bæri að greiða áfrýjanda 88.801 krónu vegna vangreiddrar orlofs - og desemberuppbótar. Öðrum kröfum áfrýjanda var hafnað. Áfrýjan di unir niðurstöðu héraðsdóms að því er varðar orlof og desemberuppbót að 2 því frátöldu að hann gerir enn kröfu um orlof af launum í uppsagnarfresti vegna september, október, nóvember og desember 2018 og orlof af yfirvinnu. Niðurstaða 5 Með vísan til forsen dna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um annað en málskostnað, sem ákveðinn verður í einu lagi á báðum dómstigum eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Áfrýjandi, Baldur K. Þorsteinsso n, greiði stefnda, Þór hf., 800.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 13. maí 2019 I. Dómkröfur Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð þess 5. apríl 2019, var höfðað með stefnu birtri 14. júní 20 18 af Baldri Þorsteinssyni, í Reykjavík, á hendur Þór hf., Krókhálsi 16 í Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndi greiði honum 3.814.713 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 1. október 2017, auk málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu af dómkröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi. Til vara krefst stefndi lækkunar á dómkröfum stefnanda og að málskostnaður verði látinn niður falla. II. Málsatvik Kröfur stefnanda í máli þessu lúta að því að stefndi greiði honum laun í uppsagnarfresti og áunnið orlof, en stefnandi sagði upp störfum hjá stefnda 19. september 2017. Stefndi telur hins vegar að stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum til slíkra greiðslna þ ar sem hann hafi brotið gegn trúnaðarskyldum sínum í starfi sínu hjá stefnda. Stefnandi hóf störf hjá stefnda 12. apríl 2010 sem sölustjóri í fullu starfi í landbúnaðardeild stefnda í Reykjavík. Stefndi er hlutafélag sem sérhæfir sig í sölu á vinnuvélum o g tengdum vörum, svo sem landbúnaðarvélum, dráttarvélum og beltagröfum ásamt verkfærum. Höfuðstöðvar stefnda eru í Reykjavík en auk þess starfrækir félagið útibú frá véla - og verkfæradeild á Akureyri. Á þeim tíma er stefnandi starfaði hjá stefnda voru lan dbúnaðarvélar frá Krone seldar hjá félaginu, en stefndi hafði þá umboð til sölu vélanna hér á landi. Stefndi kveður Krone hafa verið einn stærsta birgi félagsins á þessum tíma, en Krone sé einn helsti framleiðandi landbúnaðarvéla í heiminum. Í skýrslutöku Odds Einarssonar, framkvæmdastjóra stefnda, við aðalmeðferð málsins 5. apríl sl. kom fram að hann teldi félagið hafa átt í ágætum samskiptum við Krone um árabil. Þann 4. september 2017 hafi stefndi hins vegar fengið bréf frá Krone sem hafi komið eins og sk rattinn úr sauðarleggnum, en þar hafi Krone lýst því yfir að það væri óánægt með sölu stefnda. Fyrir liggur að Manu Ruhara, framkvæmdastjóri útflutnings hjá Krone, kom til landsins nokkrum dögum síðar til fundar með stefnda 12. september 2017. Á þeim fundi voru auk Odds, Einar Oddsson, starfsmaður stefnda, og Baldur, stefnandi í þessu máli. Í skýrslu sinni fyrir dómi kvað Oddur Manu hafa haft meðferðis sölutölur yfir Krone landbúnaðarvélar hjá stefnda frá árunum 2015 til 2017. Tölur frá árinu 2017 hafi veri ð kolrangar, en frá árunum 2015 og 2016 réttar og hafi þær sýnt aukna markaðshlutdeild Krone hér á landi, utan heyrúlluvéla, en vandamál hafi verið með þær á þessum tíma. 3 Ágreiningslaust er að á fundinum 12. september 2017 greindi Manu Ruhara stefnda frá því að Krone væri í viðræðum við aðra aðila á Íslandi um yfirtöku á söluumboði Krone hér á landi. Hafi hann gefið stefnda frest til að skila söluáætlun fyrir næstu þrjú eftirfarandi ár. Áður en sá frestur rann út hafi stefnda hins vegar borist bréf, 14. se ptember 2017, þar sem Krone sagði upp samstarfssamningi sínum við stefnda. Í málinu hefur stefndi lagt fram skjáskot af bréfi til Manu Ruhara sem hann kveðst hafa fundið í vinnutölvu stefnanda. Í skjalinu, sem breytt var síðast 30. júlí 2017 kl. 17:40, er Manu þökkuð heimsókn til Íslands og honum greint frá því að bréfritari hafi ásamt fleirum hitt Steinþór Ólafsson og Guðmund Bragason hjá félaginu Marási sem þeir eigi sameiginlega. Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi kvað stefnandi það vel geta verið að hann hefði verið að vinna í skjalinu, en hann bara myndi það ekki. Fyrir liggur að stefnandi sagði upp störfum hjá stefnda 19. september 2017. Samningsbundinn uppsagnarfrestur stefnanda var þrír mánuðir og voru áætluð starfslok stefnanda 31. desember 2017. Dag inn eftir að stefnandi sagði upp störfum var hann beðinn að yfirgefa starfsstöð stefnda þar sem ekki væri óskað eftir starfskröftum hans lengur. Í skýrslu sinni fyrir dómi lýsti Oddur Einarsson, fyrirsvarsmaður stefnda, því að hann hefði farið að gruna að ekki væri allt með felldu um störf stefnanda á fundinum 12. september 2017, þar sem hann hefði ekki sagt eitt aukatekið orð á öllum fundinum, en stefnandi sé yfirleitt orðmargur og hafi gaman af að segja frá. Tiltók Oddur fleiri atriði fyrir dóminum í þes su samhengi, meðal annars að stefndi hefði sent framkvæmdastjóra Krone tölvupóst en stefnandi hefði verið kominn með þann tölvupóst í hendurnar daginn eftir, án þess þó að stefndi hefði afhent hann stefnanda. Því hafi stefndi ákveðið að skoða vinnutölvu st efnanda hjá stefnda, auk gagna í skrifborði stefnanda. Við þá athugun hafi fundist skjöl sem bentu til þess að stefnandi hefði starfað með einum eða öðrum hætti þvert á hagsmuni stefnda frá 11. maí 2017 hið minnsta. Umrædd skjöl hefðu verið færð í ruslaföt u tölvunnar, svæði þangað sem skjöl færast þegar leitast er við að eyða þeim, og eru þau á meðal gagna málsins. Meðal þeirra skjala sem stefndi hefur vísað til í þessu sambandi er ódagsett skjal, en efni þess ber með sér að það hafi verið stofnað í tölvu s umrætt skjal. Lýsti hann ástæðum þess svo að hann hefði verið mjög óánægður á þessu m tíma en skjalið hefði einungis haft að geyma hugleiðingar fyrir hann sjálfan. Kvaðst stefnandi skrifa slíkar hugleiðingar hjá sér reglulega vegna minnisbrests sem hann kvað eiga rætur að rekja til afleiðinga bílslyss sem hann lenti í árið 2005. Nefndi st efnandi að hann hefði meðal annars afhent stefnda slíkar hugleiðingar í 18 liðum á árinu 2016 vegna óánægju sinnar í starfi. Fyrirsvarsmaður stefnda tók undir það í aðilaskýrslu sinni að hann hefði fengið slíkt skjal í hendur og hann hefði vitað að stefnan di væri óánægður í starfi. Í skjalinu er að finna nokkra lýsingu á starfsemi stefnda og fyrirætlunum stefnanda og annarra úr vægi landbúnaðardeildar h að ég kom með umboðið fyrir Krone til [stefnda], eftir að hafa hitt Dr. Ber nard Krone, og hann vildi að ég kveðst stefnandi hafa ákveðið að hætta hjá stefnda og auk þess þrír starfsmenn í útibúi stefnda á Akureyri. Stefnandi fjallar um a nnríki eiganda stefnda og sonar hans, sem einnig mun hafa starfað sem sölumaður hjá stefnda. Í framhaldi af þessu lýsir stefnandi því að hann hafi talið að hann myndi fá meiru að ráða um samskipti hafi verið til allra bænda. Þá lýsir stefnandi því að tilboðslisti vegna Krone véla hafi borist viðskiptavinum stefnda 26. janúar 2017 en þeir hafi þurft að skila inn skriflegri pöntun fyrir 31. janúar 2017 og a ð fæstir Stefnandi greinir enn fremur frá því að hann hafi selt sjö af þeim tíu Krone - vélum sem selst hafi á árinu auk allra stær stu tækja frá Krone sem hafi selst hjá stefnda undanfarin ár. Stefnandi tekur einnig fram að hann sé eina ástæða þess að viðskiptavinir stefnda versli við stefnda, en þeir séu samt sem áður óánægðir 4 með viðgerðarþjónustu stefnda. Þá er því haldið fram að m argir bændur vilji alls ekki versla við stefnda vegna lélegrar viðgerðarþjónustu sem höfundurinn segir að sé mjög ábótavant. Segir svo orðrétt í skjalinu: þjónustubílum full búnum verkfærum, einnig höfum við gert samninga við verkstæði á Egilstöðum, Í skjalinu eru einnig nefndar fyrirætlanir um að senda í læri til Krone í Spelle í Þýskalandi tvo til þrjá viðgerðarmenn, þrjá til fjóra sölum enn varahluta og tvo til þrjá aðila á sölunámskeið til að læra á allar vélar sem Krone framleiði. Þá segir í skjalinu, feitletrað og undirstrikað: ,,Við munum senda staðfesta pöntun á hverju ári í nóvember til Krone, fyrir næsta ár. Við munum láta Krone reikningsfæra vélarnar á okkur, og skipuleggja flutning til Íslands í febrúar, mars, Aðspurður um fullyrðingar í skjalinu fyrir dómi kvaðst stefnandi hafa vitað af því að starfsmenn í útibúi stefnda á Akureyri hefðu verið óánægðir í starfi. Fullyrðingar um verkstæði og fyrirætlanir um framtíðina fyrir Krone á Íslandi og nafn á nýtt fyrirtæ ki hafi aðeins verið almennar hugleiðingar. Meðal gagna málsins er einnig annað bréf sem stefndi kveður að hafi verið stofnað í tölvu stefnanda fyrir dómi kvað stefnandi að það mætti vel vera að hann hefði samið bréfið og greindi sem fyrr að honum hefði þótt mátt gera betur með Krone. Í bréfinu kveðst bréfritari senda bréfið vegna þess að hann hafi áhyggjur af stöðu Krone - véla á íslenskum markaði hjá stefnd a, þar sem hann hafi starfað frá því í maí 2010. Bréfritari lýsir því að hann hafi nokkrar hugmyndir um það hvernig mætti auka sýnileika Krone - véla á Íslandi en þurfi ráðleggingar móttakanda bréfsins þar um. Bréfritari kveðst vilja hitta móttakanda bréfsin s í Spelle, sem er borg í Þýskalandi, til að ræða málið. Að endingu óskar bréfritari eftir svörum um hvort móttakandinn sé tilbúinn að funda um málið og leggi þá til tvær til þrjár dagsetningar þar sem því yrði komið við. Stefnandi kvað í aðilaskýrslu sinn i fyrir dómi að hann hefði átt fund með Krone eftir að bréfið var skrifað en þó ekki vegna þess sem fjallað er um í bréfinu. Þá kvað stefnandi bréfinu ekki hafa verið svarað af hálfu viðtakanda. Í málinu liggur einnig fyrir óundirritað bréf, sem stefndi k veður að hafi verið stofnað í tölvu stefnanda hjá stefnda 30. júlí 2017, og er stílað á Manu Ruhara, framkvæmdastjóra útflutnings hjá Krone, sem áður er getið um. Þar er lagt til að stofnað verði nýtt dótturfélag undir Marási Vélum ehf. sem sérhæfi sig í l andbúnaðarvélum, svo sem Krone. Eins er þar tekið fram að höfundur bréfsins, ásamt Steinþóri Ólafssyni, Ríkharði Eiríkssyni og Valgeiri Andra Ríkharðssyni, muni starfa í því dótturfélagi. Þá er lögð áhersla á að höfundurinn, Ríkharður og Valgeir Andri muni fljótlega hætta störfum hjá stefnda, burtséð frá því hvort þeir fái Krone - umboðið. Fyrir dómi kvaðst stefnandi ekki kannast við þetta bréf og kvaðst aðspurður ekki getað svarað því hvers vegna skjalið hefði fundist í möppu í umræddri tölvu sem hefði heiti skjáskot frá stefnda, sem er á meðal gagna málsins, benti til. - Krone fundist í tölvu stefnanda hjá stefnda og síðast verið vistað 25. ágú st 2017, kl. 12:53, en þar sé að finna rekstraráætlun á sjö blaðsíðum. Stefnandi er þar nefndur tvisvar, annars vegar með svofelldum hætti: næstsíðustu blað síðu rekstraráætlunarinnar er svo stefnandi skráður fyrir 5% af hlutafé í ónefndu félagi, 5 aðst fyrir dómi ekki vita neitt um þetta skjal, enda hefði hann ekki búið það til. Á meðal gagna málsins er Power Point - kynning á viðskiptaáætlun fyrir Krone á Íslandi, sem stefndi fullyrðir að hafi verið vistuð í tölvu stefnanda 28. ágúst 2017. Höfundur viðskiptaáætlunarinnar er Valgeir Andri Ríkharðsson, sem þá var starfsmaður í útibúi stefnanda á Akureyri. Skjalið er fjórtán blaðsíðna langt og kemur þar fram í umfjöllun, sem er í fyrstu persónu, að um sé að ræða fjögurra manna teymi sem hafi verið í lan dbúnaðariðnaðinum hér á landi í fjölda ára og hafi áhuga á að taka yfir dreifingu fyrir Krone á Íslandi. Á þriðju blaðsíðu kynningarinnar er fjögurra manna teymið kynnt og er stefnandi þar tilgreindur ásamt Steinþóri Ólafssyni, einum eiganda Maráss Véla ehf., Ríkharði Eiríkssyni og Valgeiri Andra Ríkharðssyni. Eins kemur þar fram um stofnkostnað að nýtt félag yrði stofnað sem myndi byrja rekstur sinn með 15.0 00.000 króna eigin fé frá fjórum eigendum þess og í kjölfar þess er vísað til eftirnafna þeirra fjögurra einstaklinga sem mynduðu teymið og kynntir eru í viðskiptaáætluninni, sem fyrr segir. Eins kemur þar fram að söluáætlun viðskiptaáætlunarinnar sé byggð á þeirra eigin reynslu og pöntunum sem þeir hafi þegar skipulagt. Var þannig gert ráð fyrir því að á fyrsta rekstrarárinu myndu nýjar Krone - vélar seljast fyrir 74.300.000 krónur og varahlutir fyrir 15.000.000 króna. Hvað varðar þetta skjal sagði stefnandi fyrir dómi að Valgeir Andri hefði samið skjalið, eflaust á meðan hann var starfsmaður stefnda. Kvað stefnandi að það mætti enn fremur vera að Valgeir Andri hefði sent honum skjalið og hann vistað það í tölvu sinni. Hann hefði hins vegar ekki samið skjalið . Stefnandi gat ekki skýrt hvers vegna hann hefði verið tilgreindur sem eigandi 5% hlutafjár í nýju félagi. Af gögnum málsins verður ráðið að stefnandi hafi í gegnum tölvupóstfangið baldur.thorsteinsson @ .com átt tölvupóstsamskipti við Valgeir Andra Ríkharðsson, Ríkharð Eiríksson og Steinþór Ólason, dagana 25. til 27. ágúst 2017. Samskiptin hefjast 25. ágúst 2017, kl. 12:54, með tölvupósti Steinþórs sem greinir frá því að hann sendi tölur sem hann sé b spyr hann h venær þetta verði tilbúið til að senda Manu og hvort hann eigi að senda honum tölvupóst og Í bréfi stefnda til stefnanda 28. september 2017 var stefnanda tilkynnt að ráðningarsamningi hans við stefnda væri rift samdægurs. Forsendur riftunar eru tilgreindar þær að í framhaldi af því að stefndi hafi sagt upp störfum 19. september 2017 hafi orðið uppvíst um að hann hefði á starfstíma unnið gegn hagsmunum fyrirtækisins og með því brotið alvarlega ge gn trúnaðarskyldum sínum gagnvart stefnda. Af þeim sökum hefði stefnandi fyrirgert rétti til launa og launatengdra greiðslna frá þeim tíma er stefnanda var gert að yfirgefa fyrirtækið, sem og í uppsagnarfresti. Uppgjör launa myndi miðast við síðasta vinnud ag stefnanda hjá stefnda, 20. september 2017. Í bréfi stéttarfélagsins VR til stefnda 5. október 2017 kemur fram að stéttarfélagið líti svo á að um ólögmæta og fyrirvaralausa uppsögn stefnanda hafi verið að ræða samkvæmt fyrrgreindu bréfi stefnda 28. septe mber 2017. Einnig kom fram að stefnandi áskildi sér rétt til að krefjast launa á uppsagnarfresti samkvæmt kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Í bréfi stéttarfélagsins VR til stefnda 10. nóvember 2017 var gerð krafa um laun til handa stefnanda í upp sagnarfresti, á tímabilinu frá 20. september 2017 til 31. desember 2017. Sú krafa er samhljóða dómkröfu stefnanda. Stefnandi ítrekaði þá launakröfu sína í bréfi til stefnda 5. desember 2017. Fyrir liggur að fyrirtækið Hesja ehf. fer í dag með umboð til sö lu á Krone - landbúnaðarvélum á Íslandi og kveður stefndi að honum sé ekki heimilt að selja vörur frá framleiðandanum. Samkvæmt gögnum málsins var vefsíða Hesju, www.hesja.is, skráð 23. september 2017. Á skjáskoti af vefsíðu Hesju ehf., frá 11. janúar 2018, getur að líta umfjöllun um tilboð á verðlista ársins 2018 fyrir Krone - heyvinnuvélar. Í lok Á meðal gagna málsins eru tölvupóstsamskipti dagana 26. til 30. apríl 2018 vegna tveggja varahluta sem viðskiptavinur stefnda þurfti fyrir Krone - vél. Samskiptin hófust með því að starfsmaður stefnda óskaði eftir varahlutum frá Krone með tölvpósti 26. apríl 2018. Sama dag framsendi starfsmaður Krone þann 6 tölvupóst til stefnanda og óskaði eftir því að hann aðstoðaði viðkomandi viðskiptavin með þá varahluti sem vantaði. Stefnandi svaraði því skeyti 30. apríl 2018, frá tölvupóstfanginu baldur@hesja.is. Sagðist hann vera með varahlutina og óskaði eftir upplýsingum um viðskiptavininn. Skrifar stefnandi undir skeytið og er hann þar titlaður sölustjóri Hesju ehf. Í málinu liggja einnig fyrir tölvupóstsamskipti á milli stefnda og Marco Leying, starfsmanns Krone, daga na 27. apríl og 2. maí 2018, sem hófust með því að stefndi lýsti áhyggjum sínum af vandræðum viðskiptavina Krone á Íslandi með viðgerðarþjónustu nýs umboðsaðila hér á landi, sem tilgreindur er Hesja. Í svari Marco Leying 2. maí 2018 kemur fram að stefnandi hafi verið í Krone - verksmiðjunni í Spelle í Þýskalandi þar sem meðal annars hafi verið rætt um vörupantanir og varahluti. Stefnandi kvaðst fyrir dómi ekki kannast við að hafa verið sölustjóri hjá Hesju ehf. og bar að hann hefði aldrei þegið þaðan laun. St efnandi kvaðst ekki hafa staðið að baki því sem fram kom á heimasíðu félagsins um að hann væri sölustjóri þess. Símanúmerið sem þar kæmi fram væri ekki hans símanúmer. Eins kvað stefnandi Valgeir Andra Ríkharðsson hjá Hesju ehf. hafa sett upp fyrir sig tö lvupóstinn vegna netfangsins baldur@hesja.is, enda hefði hann tekið að sér að aðstoða félagið vegna þekkingar sinnar á Krone - vélum. Um titilinn sölustjóri undir nafni hans í tölvupósti til starfsmanns Krone 30. apríl 2018 vísaði stefnandi til þess að hann hefði ekki haft neitt með það að gera, þetta hefði sjálfkrafa birst undir nafni hans þegar hann skrifaði tölvuskeyti af umræddu netfangi og verið sett þannig upp af starfsmanni Hesju ehf. Um heimsókn sína til Krone í Spelle í Þýskalandi, svo sem vísað er t il í fyrrgreindum tölvupósti starfsmanns Krone 2. maí 2018, kvaðst stefnandi hafa farið þangað til að ræða við Krone um varahluti. Hafi hann þar verið í sjálfboðavinnu í þágu hagsmuna gamalla vina sinna sem væru bændur. Stefnandi gat ekki skýrt tölvupóstsa mskiptin við þá Ríkharð, Valgeir Andra og Steinþór Ólason dagana 25. til 27. ágúst 2017. Þá kannaðist hann ekki við rekstraráætlun á fyrrgreindu skjali sem ber heitið - Krone vistað 25. ágúst 2017. Ekki kannaðist hann heldur við að skjalið hefði verið það viðhengi sem Valgeir Andri vísaði til í pósti sínum til þeirra fjögurra 25. ágúst 2017. Samkvæmt gögnum málsins þáði stefnandi atvinnuleysisbætur í nóvember og desember 2017 og alla mánuði ársins 2018. III. Málsástæður aðila Málsástæður stefnanda Stefnandi hafnar því með öllu að hafa gerst brotlegur gagnvart starfs - og trúnaðarskyldum sínum hjá stefnda, en stefndi beri sönnunarbyrði fyrir staðhæfingum sínum þess efnis. Stefnandi byggir á því uppsögn hans hafi verið ólögmæt og gerir því kröfu um van goldin laun út september 2017 auk launa í uppsagnarfresti, eða í þrjá mánuði frá 1. október 2017 að telja. Stefnandi telur að hann eigi að vera eins settur og ef hann hefði unnið út lögboðinn uppsagnarfrest. Sé því, auk kröfu um mánaðarlaun, gerð krafa um greiðslur fyrir fasta yfirvinnu og meðaltal af tilfallandi yfirvinnu. Vísar stefnandi þá til þess að starfskjör hans hafi numið mánaðarlaunum að fjárhæð 604.372 krónur ásamt föstum launum fyrir yfirvinnu að fjárhæð 81.530 krónur. Meðaltal annarrar yfirvin nu hafi verið 18,75 tímar á mánuði, eða 117.675 krónur. Heildarlaun á mánuði hafi því verið 803.577 krónur. Gerð sé krafa um laun vegna september, október, nóvember og desember 2017, samtals 3.214.308 krónur, að frádreginni innborgun vegna september að fjá rhæð 475.719 krónur. Alls 2.738.589 krónur. Stefnandi hafi einnig verið búinn að ávinna sér 27 orlofsdaga samkvæmt kjarasamningi VR. Gerð sé krafa um áunnið og ógreitt orlof sem gera hefði átt upp við starfslok, alls 27 daga að fjárhæð 753.025 krónur (27 x 27.890 krónur) fyrir tímabilið 1. maí 2016 til 30. apríl 2017, að frádreginni innborgun að fjárhæð 367.644 krónur, alls 385.381 króna, og fyrir tímabilið 1. maí 2017 til 31. desember 2017, alls 18 daga að fjárhæð 502.016 krónur (18 x 27.890 krónur). Þá er gerð krafa um 11,59% orlof á fasta yfirvinnu að fjárhæð 37.797 krónur (326.120 krónur x 11,59%) og á aðra yfirvinnu að fjárhæð 54.554 krónur (470.000 krónur x 11,59%). Stefnandi kveðst hafa verið búinn að ávinna sér hlutdeild í orlofs - og desemberuppbótum . Orlofsuppbót samkvæmt 7 kjarasamningi árið 2018 hafi verið 48.000 krónur miðað við 45 vikur. Stefnandi hafi samkvæmt útgefnum launaseðlum verið búinn að ávinna sér hlutfall af orlofsuppbót í 35 vikur. Er því gerð krafa um það að fjárhæð 37.333 krónur ((48. 000 krónur / 45) x 35). Desemberuppbót samkvæmt kjarasamningi fyrir árið 2017 hafi verið 86.000 krónur miðað við 45 vikur. Stefnandi hafi samkvæmt útgefnum launaseðlum verið búinn að ávinna sér hlutfall af orlofsuppbót í 45 vikur. Sé því gerð krafa um það að fjárhæð 86.000 krónur. Krafan sundurliðist því sem hér segi: Vangoldin laun sept 2017 kr. 604.372, - Föst yfirvinna sept 2017 kr. 81.530, - Önnur yfirvinna sept 2017 kr. 117.675, - Innborgun september 2017 kr. - 475.719, - Vangoldin laun okt 2017 kr. 604.372, - Föst yfirvinna okt 2017 kr. 81.530, - Önnur yfirvinna okt 2017 kr. 117.675, - Vangoldin laun nóv 2017 kr. 604.372, - Föst yfirvinna nóv 2017 kr. 81.530, - Önnur yfirvinna nóv 2017 kr. 117.675, - Vangoldin laun des 2017 kr. 604.372, - Föst yfirvinna des 2017 kr. 81.530, - Önnur yfirvinna des 2017 kr. 117.675, - Áunnið orlof 1. maí 2016 - 30.apríl 2017 kr. 753.025, - Áunnið orlof 1. maí 2017 31. des 2017 kr. 502.016, - Innborgun áunnið orlof kr. - 367.644, - Orlof 11,59% á fasta yfirvinnu kr . 37.797, - Orlof 11,59% á aðra yfirvinnu kr. 54.554, - Desemberuppbót 2017 kr. 86.000, - Orlofsuppbót 2018 kr. 37.333, - Höfuðstóll kr. 3.841.670, - Samtals kr. 3.841.670, - Stefnandi vísar til þess að samkvæmt grein 1.9 í kjarasamningi VR og SA hafi laun átt að greiðast fyrsta dag eftir að mánuði þeim lyki sem laun væru greidd fyrir. Að auki skyldi vinnuveitandi greiða áunnið orlof til launþega við lok ráðningarsambands samkvæmt 8. gr. orlofslaga nr. 30/1986. Innheimtutilraunir stefnanda hafi reynst á rangurslausar, sbr. bréf frá VR 10. nóvember 2017 og ítrekunarbréf 5. desember 2017. Hafi málshöfðun því verið nauðsynleg og gerðar ýtrustu kröfur samkvæmt lögum og kjarasamningum. Kröfur sínar styður stefnandi við lög nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups, lö g nr. 55/1980 um lágmarkskjör o.fl., lög nr. 30/1987 um orlof, meginreglur kröfuréttar, meginreglur vinnuréttar, kjarasamninga VR og vinnuveitenda og bókanir sem teljist hluti kjarasamninga. Kröfur um dráttarvexti og vaxtavexti styður stefnandi við reglur III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Kröfur um málskostnað styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr., 4. tl. 129. gr. um vexti af málskostnaði. Einnig er krafist virðisaukaskatts af málskostnaði þar sem stefnandi er ekk i virðisaukaskattsskyldur. Málsástæður stefnda Sýknukrafa stefnda byggir á því að trúnaðarbrot stefnanda hafi réttlætt fyrirvaralausa uppsögn stefnda á ráðningarsamningi við stefnanda. Stefndi hafi þar af leiðandi gert upp við stefnanda öll þau laun og aðrar greiðslur sem stefnandi ætti rétt á vegna vi nnu hjá stefnda. Stefndi telur stefnanda hafa brotið alvarlega gegn trúnaðarskyldum í vinnusambandi sínu við stefnda. Er þá vísað til skyldu samningsaðila til að láta ekki einhliða athafnir ráðast af eigin hagsmunum og til þess 8 að sýna gagnaðila heiðarlei ka og hagnýta sér ekki með óréttmætum hætti aðstöðu sína. Reglan um trúnaðarskyldu sé ólögfest og því ekki skilyrði að um hana hafi verið samið í ráðningarsamningi. Í reglunni felist meðal annars að vinna ekki gegn hagsmunum atvinnuveitanda og taka ekki up p störf fyrir samkeppnisfyrirtæki á meðan vinnusamband varir. Stefndi vísar til þess að stefnandi hafi starfað sem sölustjóri í landbúnaðardeild stefnda frá 12. apríl 2010 til 19. september 2017. Á því tímabili hafi stefndi verið með umboð fyrir sölu á Kro ne - landbúnaðarvélum hér á landi. Krone hafi verið einn stærsti birgir stefnda og gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir verið fólgnir í umboðinu. Stefnandi hafi síðan sagt upp störfum hjá stefnda 19. september 2017, en eftir það hafi stefndi fengið upplýsinga r um að stefnandi hefði, með skipulegum og markvissum hætti, gert tilraunir til að fá Krone til að hætta viðskiptum við stefnda og þess í stað hefja viðskipti við stefnanda og það félag sem hann hafi ætlað sér að stofna. Þessar tilraunir stefnanda hafi átt sér stað á meðan hann hafi enn verið starfsmaður hjá stefnda og allar gerðar án vitneskju stefnda. Stefnandi hafi því ekki sagt upp störfum fyrr en honum hafði tekist ætlunarverk sitt. Krone hafi rift samningi sínum við stefnda 14. september 2017, fimm dö gum áður en stefnandi hafi sagt upp störfum hjá stefnda. Af hálfu stefnda er byggt á því að við skoðun tölvu, sem stefnandi hafi einn haft afnot af hjá stefnda, ofnað 11. maí 2017. Í bréfinu komi fram að stefnandi hafi áhyggjur af stöðu Krone - véla á íslenskum markaði og að hann hafi hugmyndir um hvernig mætti auka sýnileika Krone á Íslandi. Einnig sé þar óskað eftir fundi með framkvæmdastjóra Krone í Spelle í Þýsk alandi til frekari viðræðna. Stefndi vísar til þess að stefnandi hafi stofnað til þessara samskipta án vitneskju stefnda. Ekki hafi falist í starfi stefnanda að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra Krone. Skjalið gefi sterklega til kynna áætlanir stefna nda um að hafa umboð til sölu á Krone - vélum af stefnda, og að þær ráðagerðir hafi þegar verið hafnar eða hafi hafist í síðasta lagi 11. maí 2017 með beiðni um fund í Spelle í Þýskalandi. Í umræddri tölvu hafi einnig fundist skjal sem hafi verið stofnað 20. júlí 2017 samkvæmt skráningu. Þar reki stefnandi með ítarlegum hætti hvers vegna Krone ætti að hætta viðskiptum við stefnda. Skjalið orðspor stefnda í því skyni að fá einn stærsta birgi stefnda til að hætta í viðsk iptum við félagið. Eins komi fram í umræddu skjali að stefnandi hyggist hætta hjá stefnda, ásamt tveimur öðrum starfsmönnum stefnda, og að útibú stefnda á Akureyri yrði þar með mannlaust. Stefnandi hafi þar gefið í skyn að stefndi myndi loka útibúi sínu á Akureyri og hætta þar störfum. Þessi fullyrðing stefnanda sé alröng, enda hafi stefndi enga vitneskju haft um fyrirhugaðar uppsagnir stefnanda og tveggja annarra starfsmanna félagsins. Engar fyrirætlanir hafi verið hjá stefnda um að loka útibúi á Akureyri . Stefndi reki þar enn í dag útibú, þar sem þrír starfsmenn vinni í fullu starfshlutfalli, eins og á tímum stefnanda hjá félaginu. varla tækifæri að reka Þ og vörustjóra hins vegar. Þá reki stefnandi í skjalinu hvernig framkvæmdastjóri stefnda hafi borið sig að við að veita viðskiptavinum tilboðslista í janúar 2017, og lýsi því s óánægðir með þá þjónustu sem stefndi veitti og vildu alls ekki versla við stefnda. Ekki verði þessi orð stefnanda s kilin öðruvísi en að hann hafi með markvissum hætti unnið að því að rýra orðspor stefnda í þeim tilgangi að hafa af félaginu mikilvægan birgi. Egilsstöðum stefnandi hafi, á meðan hann hafi enn verið starfsmaður hjá stefnda, ráðist í gerð samninga við verkstæði víðs vegar um landið til að þjónusta Krone - vélar eftir yf irtöku hins nýja fyrirtækis stefnanda á umboði fyrir Krone - vélar á Íslandi. Um þetta vísar stefndi til annars skjals sem hafi fundist í tölvu stefnanda hjá 9 stefnda, með yfirliti yfir viðgerðarmenn fyrir Krone - rúllur og sambyggðar vélar. Svo virðist sem ste fnandi hafi gert samninga við þessa viðgerðarmenn fyrir hönd Hesju ehf. Stefndi áréttar að félagið hafi enga vitneskju haft um aðgerðir stefnanda á þessum tíma. Þá hafi stefnandi á þessum tíma enn verið í ráðningarsambandi við stefnda og átt eftir að þiggj a laun í rúma tvo mánuði til viðbótar, áður en stefndi hafi sagt stefnanda upp fyrirvaralaust vegna brota á trúnaðarskyldu í starfi. Stefndi vísar til þess að skömmu eftir heimsókn framkvæmdastjóra Krone til stefnda hafi stefnandi ritað honum bréf sem stof nað hafi verið í tölvu stefnanda 30. júlí 2017. Þar hafi stefnandi lagt til að stofnað yrði nýtt dótturfélag undir Marási, með heitinu Vélar ehf. sem myndi sérhæfa sig í landbúnaðarvélum, svo sem Krone. Umrætt félag, Marás, sé 50% í eigu Guðmundar Bragason ar og 50% í eigu Köfunar ehf., sem sé í eigu Steinþórs Ólafssonar og eiginkonu hans, Elínar Gautadóttur. Í skjalinu frá 30. júlí 2017 hafi stefnandi tekið fram að hann, ásamt Steinþóri Ólafssyni, Ríkharði Eiríkssyni og Valgeiri Ríkharðssyni, myndi starfa í umræddu dótturfélagi Maráss. Eins hafi stefnandi lagt áherslu á að hann, Ríkharður og Andri myndu fljótlega hætta störfum hjá stefnda, burtséð frá því hvort þeir fengju Krone - umboðið. Bréfið sé ritað 30. júlí 2017, en stefnandi hafi hins vegar ekki sagt upp störfum hjá stefnda fyrr en 19. september 2017 og þegið laun frá stefnda til 20. september 2017. Af hálfu stefnanda er enn fremur vísað til þess að í skjali vistuðu í tölvu stefnanda hjá stefnda 28. ágúst 2017 komi fram ítarleg viðskiptaáætlun fyrir Kr one á Íslandi sem stefnandi hafi staðið fyrir. Höfundur viðskiptaáætlunarinnar sé Andri Ríkharðsson, samstarfsmaður stefnanda á Akureyri. Um sé að ræða fjórtán blaðsíðna viðskiptaáætlun þar sem stefnandi og þrír aðrir segist hafa áhuga á að taka yfir dreif ingu Krone á Íslandi. Hugmyndin væri að útbúa nýja deild innan Maráss sem myndi sjá um öll viðskipti Krone á Íslandi. Á þriðju blaðsíðu viðskiptaáætlunarinnar komi nafn stefnanda fram, svo og þeirra Steinþórs Ólafssonar, Ríkharðs Eiríkssonar og Andra Ríkha rðssonar, en stefndi hafi rift ráðningarsamningum við þá tvo síðastnefndu með sama hætti og við stefnanda. Stefndi vísar einnig til skjals sem dagsett er 12. september 2017, en hafi síðast verið breytt í tölvu stefnanda hjá stefnda 19. september 2017. Þar sé að finna verðlista fyrir Krone - vélar, frá árunum 2018 til 2020. Telur stefndi að þarna sé um að ræða verðlista sem stefnandi hafi tekið saman fyrir sitt nýja félag, Hesju ehf., með þriggja ára sundurliðaðri áætlun um sölu á Krone - heyvinnuvélum. Stefndi kannist ekki við umrædd verð né hvaða forsendur hafi verið lagðar til grundvallar við útreikning á þeim. Þær Krone - vélar sem tilgreindar séu í umræddum verðlista hafi aldrei verið til sölu hjá stefnda. Framangreind gögn hafi öll fundist á skrifborði og í tölvu sem stefnandi hafi haft til afnota í störfum sínum fyrir stefnda. Í framhaldi af uppsögn stefnanda hafi stefnandi ásamt tveimur fyrrnefndu starfsmönnunum gengið til starfa fyrir Hesju ehf. Fyrirsvarsmaður þess sé Steinþór Ólafsson. Þann 10. október 2017 hafi skráningu - breytt úr því að ve Vefsíðan www.hesja.is hafi verið skráð hjá ISNIC 23. september 2017. Í vefsaf ni Þjóðarbókhlöðunnar, www.wayback.vefsafn.is, sé að finna tvö afrit af vefsíðunni. Það fyrra sé frá 27. september 2017, en hið síðara frá 28. sama mánaðar. Báða dagana hafi vefsíðan verið auð, utan merkis Megi greina af því sem fram komi á vefsíðunni að Hesja ehf. sé nýr umboðsaðili Krone á Íslandi og fyrirtæki sem sé í beinni samkeppni við stefnda. Ljóst sé af þessu að aðgerðir stefnanda við að koma upp vefsíðu fyrir hið nýja fyrirtæki sitt hafi í síðasta lagi hafist 23. september 2017. Málatilbúnaður stefnda byggist á því að framangreind skjöl sýni með skýrum hætti fram á aðgerðir stefnanda, allt frá 11. maí 2017, sem hafi verið fólgnar í því að rýra orðspor stefnda, hefja rekstur í beinni samkeppni við stefnda, hafa af honum gríðarlega mikilvægan birgi og jafnframt valda stefnda gríðarlegu fjártjóni. Allt þetta hafi gerst á meðan stefnandi hafi enn verið í ráðningarsambandi við stefnda og þegið frá honum laun. Stefndi hafi aldrei fengið vitneskju um aðge rðir stefnanda fyrr en eftir uppsögn hans 19. 10 september 2017. Þá hafi stefnandi haft töluverðan árangur af umræddri háttsemi sinni. Krone, einn stærsti framleiðandi landbúnaðarvéla í heiminum, hafi hætt í viðskiptum við stefnda 14. september 2017 og þess í stað hafið viðskipti við stefnanda og félag hans, Hesju ehf. Stefndi vísar til þess að samkvæmt almennum reglum vinnuréttar um trúnaðarskyldu beri starfsmanni að koma fram af heiðarleika gagnvart vinnuveitanda og hann megi ekki hagnýta sér stöðu sína með þeim hætti að vinnuveitandi verði fyrir skaða. Framangreint sýni að stefnandi hafi með einum eða öðrum hætti starfað í þágu Hesju ehf. allt frá 11. maí 2017. Það samrýmist vart trúnaðarskyldu í ráðningarsamningi að atvinnuveitanda sé gert að greiða starfs manni laun á meðan hlutaðeigandi starfi með einum eða öðrum hætti fyrir samkeppnisfyrirtæki. Þá hafi einn helsti birgir stefnda beint viðskiptum sínum til Hesju ehf. í framhaldi af háttsemi og aðgerðum stefnanda. Stefndi telur að þar sem stefnandi hafi sta rfað með einum eða öðrum hætti í samkeppni við vinnuveitanda sinn á meðan hann hafi enn þegið frá honum laun hafi forsendur fyrir frekari launagreiðslum brostið. Þá telur stefndi að stefnandi hafi með aðgerðum sínum allt frá 11. maí 2017 brotið svo alvarle ga gegn trúnaðarskyldum sínum gagnvart stefnda og valdið honum slíku tjóni að það hafi réttlætt fyrirvaralausa uppsögn á ráðningarsamningi aðila. Í því ljósi hafi hin fyrirvaralausa uppsögn, án frekari greiðslna, verið lögmæt og beri því að sýkna stefnda. Stefndi telur að framangreind gögn sýni með skýrum hætti fram á alvarleg brot stefnanda gegn trúnaðarskyldum sínum gagnvart stefnda. Í ljósi þess og með hliðsjón af því að stefnanda hafi verið kynnt munnlega fyrrgreind gögn eftir þingfestingu málsins og bo ðist að fella það niður telur stefndi málsókn stefnanda fara í bága við a - og c - lið 1. mgr. 131 gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnanda megi vera ljóst að kröfur og málsástæður hans séu rangar eða haldlausar. Jafnframt verði að telja, með hlið sjón af fyrirliggjandi gögnum, að málsóknin sé bersýnilega tilefnislaus. Af þeim sökum krefjist stefndi álags á málskostnað samkvæmt 2. mgr. 131. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafa stefnda um lækkun á dómkröfum stefnanda og niðurfellingu mál skostnaðar byggist í fyrsta lagi á því að krafa stefnanda sé ekki krafa um vangoldin laun heldur skaðabótakrafa. Það sé grundvallarregla að draga skuli frá skaðabótum fyrir ólögmæta uppsögn þær tekjur sem starfsmaður hafi haft á uppsagnarfresti. Stefnandi hafi hafið störf fyrir Hesju ehf. strax í kjölfar uppsagnar hans hjá stefnda. Stefnandi hafi í engu rakið hvaða tekjur hann hafi haft hjá Hesju ehf. á því tímabili sem skaðabótakrafa hans taki til en það standi stefnanda nær að sýna fram á tekjur sínar hjá Hesju ehf. á tímabilinu 21. september til 31. desember 2017. Í ljósi þess beri að lækka skaðabótakröfu stefnanda, en tjón stefnanda sé með öllu óljóst, ef eitthvert. Þá hafi stefnanda verið skylt að takmarka tjón sitt eftir fremsta megni. Stefnandi hafi h afið störf fyrir Hesju ehf. 21. september 2017 sem sölustjóri og aðaltengiliður Krone hjá félaginu. Því sé ljóst að skaðabótakrafa hans geti aldrei numið þeirri fjárhæð sem krafist sé, þ.e. vangoldnum launum frá 21. september til 31. desember 2017. Beri þv í að stórlækka kröfu stefnanda. Stefndi hafnar því alfarið að stefnandi eigi kröfu um orlof frá 1. maí 2016 til 21. september 2017. Stefndi hafi þegar greitt stefnanda orlof fyrir tímabilið 1. maí 2016 til 30. apríl 2017 með greiðslu 985.074 kr., sbr. launaseðil stefnanda fyrir maí 2017. Þá hafi stefndi greitt stefnanda 367.644 kr. fyrir orlof frá 1. maí til 21. september 2017 en ekki hafi verið um ræða innborgun fyrir tímabilið 1. maí 2016 til 20. apríl 2017, eins og stefnandi haldi fram í stefnu. Beri því að hafna kröfu stefnanda þar um . Þá hafnar stefndi því alfarið að stefnandi eigi kröfu um svokallaða aðra yfirvinnu. Meginreglan sé sú að skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar geti einungis tekið til þeirra greiðslna sem starfsmaður hafi átt skýlausan rétt til, ef hann hefði áfram ver ið í vinnu hjá atvinnuveitanda. Stefnandi geti ekki krafist meðaltals af tilfallandi yfirvinnu enda með öllu ósannað að stefnandi hefði unnið yfirvinnu í uppsagnarfresti. Þá liggi fyrir að stefnandi hafi enga yfirvinnu unnið á tímabilinu 1. september 2017 til 31. desember 2017. Það sé með öllu ótækt að getgátur stefnanda um ætlaða, tilfallandi yfirvinnu geti orðið grundvöllur skaðabótakröfu. Yrði fallist á að stefnandi ætti rétt á kröfu um tilfallandi yfirvinnu fyrir tímabilið 21. september til 31. desembe r 2017 telur stefndi ótækt að stefnandi gæti krafið um aðra yfirvinnu fyrir september 2017, samtals 11 að fjárhæð 117.675 krónur, enda lægi fyrir í málinu launaseðill fyrir september 2017 þar sem fram kæmi að stefnandi hefði enga yfirvinnu unnið þann mánuðinn . Þá sé krafa stefnanda um meðaltal tilfallandi yfirvinnu vanreifuð. Með sömu rökum hafni stefndi kröfu um orlof á aðra yfirvinnu. Stefndi hafnar því að stefnandi eigi kröfu um orlofsuppbót að fjárhæð 37.333 krónur. Stefndi hafi þegar gert upp við stefnan da orlofsuppbót fyrir orlofsárið frá 1. maí 2016 til 30. apríl 2017. Stefndi hafni því að krafa stefnanda um orlofsuppbót ætti að miðast við orlofsárið frá 1. maí 2018 til 30. apríl 2019. Ljóst sé að orlofsuppbót stefnanda geti einungis náð til 31. desembe r 2017. Þá beri að miða fjárhæðina við 46.500 krónur, sbr. grein 1.4.2 í kjarasamningi VR og Félags atvinnurekenda, en ekki 48.000 krónur. Stefndi hafi gert upp við stefnanda áunnið orlof fyrir tímabilið 1. maí til 20. september 2017. Krafa stefnanda um o rlofsuppbót gæti því einungis tekið til tímabilsins 21. september 2017 til 31. desember 2017, eða 15. vikna (46.500 krónur / 45) x 15 = 15.500 krónur. Þá krefst stefndi þess að dráttarvaxtakröfu stefnanda verði vísað frá dómi. Í stefnu krefjist stefnandi þ ess að dráttarvextir leggist á ótilgreinda upphæð frá 1. október 2017. Kröfugerð stefnanda sé að þessu leyti svo óljós að stefnda sé með öllu ófært að verjast henni. Krafan uppfylli því ekki skilyrði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð eink amála. Stefndi byggir kröfur sínar á meginreglum vinnuréttar, einkum reglum um trúnaðarskyldu, meginreglum kröfuréttar og samningaréttar um skyldur í samningssambandi og reglum kröfuréttar um skyldu tjónþola til þess að takmarka tjón sitt. Krafa um málskos tnað er byggð á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um álag á málskostnað er byggð á a - og c - lið 1. mgr., sbr. 2. mgr. 131. gr., laga nr. 91/1991. IV. Niðurstaða 1. Réttur stefnanda til launa og launatengdra greiðslna í uppsagnarfresti Ágreiningurinn í málinu snýst í meginatriðum um það hvort stefnandi eigi rétt til greiðslu launa og orlofs í uppsagnarfresti á tímabilinu 20. september 2017 til 31. desember 2017. Stefndi byggir á því að honum hafi verið heimilt að segja stefnanda fyrirvar alaust upp störfum, enda hafi hann brotið gegn óskráðum reglum um trúnaðarskyldur starfsmanna í ráðningarsambandi sínu við stefnda. Það hafi hann gert með því að vinna markvisst og leynilega að því að stofna til samkeppni við stefnda og í því skyni átt þát t í að erlenda félagið Krone sagði upp viðskiptasamningi við stefnda. Þá telur stefndi að stefnandi hafi af sömu ástæðum fyrirgert rétti sínum til launagreiðslna í uppsagnarfresti. Rétt er að taka fram að dómurinn telur að málatilbúnaður stefnanda beri gre inilega með sér að málið sé höfðað til heimtu vangoldinna launa og launatengdra greiðslna. Samkvæmt því er ekki tekið undir sjónarmið stefnda um að málið sé í eðli sínu skaðabótamál. Þegar tekin er afstaða til þess hvort stefnandi hafi brotið gegn trúnaða rskyldum sínum í ráðningarsambandi sínu við stefnda er ekki hægt að horfa fram hjá því að stefnandi gekkst við því í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi að hafa ritað skjal sem fannst í vinnutölvu hans og ber með sér að hafa verið stofnað 20. júlí 2017, en skjal framburði stefnanda að þessu leyti tekur dómurinn mið af ákvæði 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Þar kemur fram að ef aðili hefur forræði á sakarefni og viðurken nir fyrir dómi tiltekið atvik sem er honum óhagstætt skuli viðurkenning hans að jafnaði lögð til grundvallar, enda þyki dómara hún hafa verið gefin af nægilegri þekkingu og skilningi og ekkert kemur fram sem hnekkir henni eða veikir hana verulega. Að mati dómsins er bersýnilegt að skjalinu sem um ræðir og lýst er nánar í kafla II hér að framan er ætlað að sannfæra viðtakanda þess um að skipta um umboðsaðila fyrir Krone - vélar og hverfa frá viðskiptum við stefnda. Þannig er í skjalinu fundið að atriðum sem st efnandi telur vera til marks um slælega frammistöðu starfsmanna stefnda samhliða því að stefnandi tíundar eigin reynslu og ágæti í samanburði. Í ljósi þessa efnis skjalsins er ekki unnt að leggja trúnað á þær skýringar stefnanda sem hann færði fram í aðil askýrslu sinni fyrir dómi að skjalið hafi einungis haft að geyma persónulegar hugleiðingar hans og þannig eingöngu verið ætlað til eigin afnota. Verður þá að horfa til þess að í skjalinu er einnig að finna 12 áform um rekstur nýrrar viðgerðarþjónustu á vélum frá Krone sem og þjálfun sölumanna sem sendir yrðu í læri til Krone í Spelle í Þýskalandi. Við mat á framburði stefnanda og þýðingu skjalsins verður enn fremur að horfa til þess að þau áform sem birtast í skjalinu eiga einnig stoð í öðrum gögnum málsins, meðal annars viðskiptaáætlun Valgeirs Andra Ríkharðssonar, fyrrverandi starfsmanns stefnda, þar sem lýst er fyrirætlunum um stofnun deildar á vegum annars fyrirtækis sem muni sjá um öll viðskipti Krone á Íslandi. Stefnandi kvað í aðilaskýrslu sinni að vera mætti að Valgeir hefði sent honum skjalið og hann vistað það í tölvu sinni en í skjalinu er stefnandi tilgreindur sem 5% hluthafi í nýju félagi. Þá getur dómurinn ekki lokað augunum fyrir því sem fram kemur í tölvupóstsamskiptum stefnanda við Valgeir Andr a dagana 25. til 27. ágúst 2017, þar sem talað er um kynningu þeirra og hvenær skjal verði tilbúið til að senda Manu. Atvik málsins gefa eindregið til kynna að þar sé átt við Manu Ruhara, framkvæmdastjóra útflutnings hjá Krone. Með vísan til þess sem að f raman er rakið verður að telja nægilega fram komið að stefnandi hafi sannarlega lagt á ráðin í slagtogi með öðrum starfsmönnum stefnda um að koma á fót atvinnurekstri í samkeppni við stefnda og haft uppi markvissar aðgerðir í því skyni á sama tíma og í gil di var ráðningarsamningur milli hans og stefnda. Þessi háttsemi stefnanda var engan veginn samrýmanleg trúnaðarskyldum hans gagnvart stefnda. Í ljósi þessa verður að fallast á það með stefnda að hann hafi haft slíkt tilefni til að vantreysta stefnanda að þ að réttlætti fyrirvaralausa uppsögn hans samkvæmt óskráðum reglum vinnuréttar. Á grundvelli þessarar niðurstöðu dómsins verður jafnframt að fallast á að stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum til allra launagreiðslna sem og rétti til orlofsgreiðslna frá og með uppsögn ráðningarsamningsins, sbr. dóma Hæstaréttar frá 20. maí 1999 í máli nr. 400/1998 og frá 17. febrúar 2005 í máli nr. 374/2004. 2. Réttur stefnanda til þess að stefndi greiði honum orlof sem áunnið var við uppsögn hans 20. september 2017 Stefnandi hefur auk þess í málinu haldið því fram að stefnda beri að greiða honum áunnið orlof vegna tímabilsins 1. maí 2016 til 30. apríl 2017 að fjárhæð 753.025 kr., að frádreginni 367.644 kr. innborgun áunnins orlofs. Krafa stefnanda fyrir þetta tímabil nemur þv í alls 385.381 kr. Þá telur stefnandi að stefndi skuldi honum einnig uppgjör orlofs fyrir tímabilið 1. maí 2017 til 31. desember 2017 að fjárhæð 502.016 kr. Nemur heildarkrafa stefnanda vegna áunnins og ógreidds orlofs því samanlagt 887.397 kr. Til stuðnin gs kröfu sinni vísar stefnandi til 8. gr. orlofslaga nr. 30/1986, en samkvæmt því ákvæði beri að greiða launþega áunnið orlof við lok ráðningarsambands. Stefndi hafnar því alfarið að stefnandi eigi kröfu um orlof frá 1. maí 2016 til 21. september 2017. Vís ar stefndi þá til þess að hann hafi þegar greitt stefnanda orlof fyrir tímabilið 1. maí 2016 til 30. apríl 2017 með greiðslu að fjárhæð 985.074 kr., sbr. launaseðil stefnanda fyrir maí 2017. Þá hafi stefndi greitt stefnanda 367.644 kr. fyrir orlof frá 1. m aí til 21. september 2017, en ekki hafi verið um að ræða innborgun fyrir tímabilið 1. maí 2016 til 20. apríl 2017, eins og stefnandi haldi fram í stefnu. Af gögnum málsins verður ráðið að sá launaseðill stefnanda sem stefndi vísar til um þetta atriði hafi verið vegna útborgunardagsins 30. apríl 2017, en þar kemur fram að stefnandi hafi fengið greidda orlofsinneign að fjárhæð 985.074 kr. vegna tímabilsins 1. apríl til 30. apríl. Þrátt fyrir að það komi ekki skýrlega fram á launaseðlinum sjálfum má draga þá ályktun af samanburði þessa launaseðils við aðra launaseðla sem fyrir liggja í málinu að umrædd orlofsinneign hafi verið vegna tímabilsins 1. apríl 2016 til 30. apríl 2017. Þá liggur fyrir í málinu launaseðill stefnanda með tilgreindum útborgunardegi 30. september 2017, en í þeim launaseðli kemur fram að stefnanda hafi verið greidd út orlofsinneign að fjárhæð 367.644 kr. Aðila málsins greinir á um það til hvaða tímabils þessi greiðsla hafi tekið. Þannig heldur stefnandi því fram að um hafi verið að ræða in nborgun fyrir tímabilið 1. maí 2016 til 20. apríl 2017 en stefndi byggir á því að þetta hafi verið greiðsla fyrir orlof frá 1. maí til 21. september 2017. Á launaseðlinum sjálfum er hins vegar tilgreint að greiðslan sé vegna orlofsinneignar á tímabilinu 1. september til 30. september, án nánari afmörkunar. 13 Þrátt fyrir að gögn málsins beri ekki með sér með skýrum hætti til hvaða tímabils síðari orlofsgreiðslan hafi tekið liggur engu að síður fyrir að stefnandi hefur frá því að orlofsári lauk 30. apríl 2017 og nýtt hófst 1. maí 2017 greitt stefnanda alls 1.352.718 kr. í orlof vegna tímabilsins 1. apríl 2016 til 30. september 2017. Með vísan til þessara upplýsinga verður ekki séð hvaða grundvöllur er fyrir kröfu stefnanda um að stefndi greiði honum alls 887.3 97 kr. vegna orlofs sem hann hafi áunnið sér á þessu tímabili. Verður í þessu sambandi að leggja áherslu á það að í sundurliðun fyrir kröfugerð stefnanda að þessu leyti skortir alfarið að gerð sé grein fyrir greiðslu stefnda á orlofi 30. apríl 2017, en ste fndi hefur lagt fram gögn í málinu um hana. Í ljósi þessa þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að hann hafi átt inni áunninn rétt til orlofs við uppsögn sem hann hafði áunnið sér áður en til fyrirvaralausrar uppsagnar hans kom. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda um ógreitt orlof. Í stefnu málsins gerir stefnandi einnig kröfu um að stefndi greiði 11,59% orlof á fasta yfirvinnu sem nemi 37.797 krónum (326.120 krónur x 11,59%) og orlof á aðra yfirvinnu að fjárhæð 54.554 krónur (470.000 krónur x 11,59%). Hvað varðar þennan lið kröfugerðarinnar, þá fær dómurinn ekki séð að aðrar skýringar séu á honum í stefnu en að stefnandi byggi á því að hann hafi áunnið sér 28 daga í orlof á grundvelli 100% starfs, auk fastrar yfirvinnu og annarrar yfirvinnu se m hafi að meðaltali verið 18,75 tímar á mánuði. Telur stefnandi að þessir 29 dagar jafngildi 11,59% orlofi. Í ljósi niðurstöðu dómsins hér að framan um að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi átt inni áunninn rétt til orlofs við uppsögn sem hann hafði áunnið sér áður en til fyrirvaralausrar uppsagnar hans kom fær dómurinn heldur ekki séð að stefnanda hafi tekist að sýna fram á eða gert nægilega grein fyrir því að hann hafi átt inni orlof á fasta yfirvinnu og aðra yfirvinnu með þeim hætti sem grein ir í stefnu. Þá skortir verulega á, í ljósi þeirra gagna sem stefndi hefur lagt fram um orlofsgreiðslur til stefnanda, að stefnandi hafi gert grein fyrir því til hvaða tímabila krafa hans vegna þessara þátta tekur. Með vísan til þess sem að framan er rakið verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda um ógreitt orlof. 3. Krafa stefnanda um greiðslu orlofs - og desemberuppbótar Stefnandi kveðst enn fremur hafa verið búinn að ávinna sér hlutdeild í orlofs - og desemberuppbót. Vísar stefnandi þá til þess að orlofs uppbót samkvæmt kjarasamningi árið 2018 hafi verið 48.000 krónur miðað við 45 vikur. Stefnandi hafi samkvæmt útgefnum launaseðlum verið búinn að ávinna sér hlutfall af orlofsuppbót í 35 vikur. Er því gerð krafa um það að fjárhæð 37.333 krónur ((48.000 krón ur / 45) x 35). Þá vísar stefnandi til þess að desemberuppbót samkvæmt kjarasamningi fyrir árið 2017 hafi verið 86.000 krónur miðað við 45 vikur. Telur stefnandi að hann hafi samkvæmt útgefnum launaseðlum verið búinn að ávinna sér hlutfall af orlofsuppbót í 45 vikur. Því sé gerð krafa um það að fjárhæð 86.000 krónur. Stefnandi hefur til stuðnings kröfu sinni um orlofs - og desemberuppbót vísað til ákvæða kjarasamnings VR og Samtaka atvinnulífsins sem gilti frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018. Af hálfu ste fnda hefur því ekki verið mótmælt að umræddur samningur eigi við í þessu máli. Fjallað er um desember - og orlofsuppbót í grein 1.3 í samningnum. Í grein 1.3.1 segir að desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf sé 86.000 kr. á árinu 2017. Þá segir í ákvæðinu síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafi samfellt í starfi hj á atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða séu í starfi fyrstu viku í desember. Þá sagði í ákvæðinu að heimilt væri með samkomulagi við starfsmann að ákveða að uppgjörstímabil væri frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs. Í á kvæðinu sagði loks: ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga Um orlofsuppbót er síðan fjallað í gr. 1.3.2 í kjarasamningnum. Segir þar að orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf sé á orlofsárinu sem hefjist 1. maí 2016 44.500 kr. Á orlofsárinu sem hæfist 1. maí 2017 væri orlofsuppbót þá 46.500 kr. Þá segir í ákvæðinu að fu llt ársstarf teljist í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við 14 starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafi samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðust u 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða séu í starfi fyrstu viku í maí. Þá var í ákvæðinu samsvarandi ákvæði og um desemberuppbót samkvæmt gr. 1.3.1, að orlofsuppbót innifæli orlof og væri föst tala sem tæki ekki breytingum. Þá skyldi gera upp áunna orlofsuppbót s amhliða starfslokum yrðu þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar. Að því er varðar kröfu stefnanda um orlofsuppbót þá fær dómurinn ekki annað séð en að málatilbúnaður hans byggist á því að hann hafi áunnið sér rétt til orlofsuppbótar sem greiðast eigi vegna orlofsársins sem hófst 1. maí 2017. Í framangreindu ákvæði 1.3.2 í þeim kjarasamningi sem stefnandi vísar til er kveðið á um að orlofsárið hefjist 1. maí 2017 og að uppbótin skuli greiðast fyrir 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu. Þá er þar jafnframt kveðið á um að orlofsuppbótin vegna þess ár s sé 46.500. Með vísan til þess er því fallist á það sjónarmið stefnda að orlofsuppbót verði ekki miðuð við hærri fjárhæð, þrátt fyrir að stefndi hafi um það vísað til annars kjarasamnings en þess sem liggur til grundvallar í þessu máli. Dómurinn getur hi ns vegar ekki fallist á þær varnir stefnda að hann hafi þegar gert upp orlofsuppbót gagnvart stefnanda, enda miðast það uppgjör sem stefndi vísar til að þessu leyti við orlofsárið frá 1. maí 2016 til 30. apríl 2017. Í kjarasamningnum er auk þess gert ráð f yrir því að rétt til orlofsuppbótar eigi þeir starfsmenn sem hafi verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum miðað við 30. apríl eða séu í starfi fyrstu viku í maí, og þeir starfsmenn eigi rétt til orlofs miðað við starfshlu tfall og starfstíma á orlofsárinu. Fyrir liggur að á orlofsárinu sem hófst 1. maí 2017 og lauk 30. apríl 2018 starfaði stefnandi í alls 142 daga hjá stefnda þar til honum var sagt upp fyrirvaralaust 20. september 2017. Þar sem ekki verður talið að stefnan di hafi fyrirgert kjarasamningsbundnum réttindum sínum til orlofsuppbótar sem hann hafði þegar áunnið sér vegna brota á trúnaðarskyldum verður fallist á það með stefnanda að hann eigi hlutfallslegan rétt til greiðslu orlofsuppbótar vegna þessa tímabils sem nemi 18.090 krónum. Þá liggur enn fremur fyrir að stefnandi starfaði í alls 262 daga hjá stefnda frá 1. janúar 2017 til 20. september 2017, eða rúmlega 37 vikur. Með vísan til sömu sjónarmiða og hér eru rakin um orlofsuppbót verður fallist á að stefnandi eigi rétt til hlutfallslegrar greiðslu desemberuppbótar miðað við að hann hafi starfað 37 vikur á árinu, og nemur sú greiðsla þá 70.711 kr. Að því er varðar málsástæðu stefnda um að kröfu stefnenda um dráttarvexti verði vísað frá dómi þar sem stefnandi ha fi ekki krafist þess að dráttarvextir yrðu lagðir á tilgreinda fjárhæð þá er vissulega rétt að í stefnu málsins segir orðrétt að málið sé höfðað ,,til greiðslu launa og orlofs að fjárhæð kr. 3.814.713, - ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 1. október 2017 og frá þeim degi niðurlagi setningarinnar er ekki unnt að leggja annan skilning í setninguna eins og hún birtist í st efnunni en að þar sé gerð krafa um dráttarvexti af stefnufjárhæðinni í heild. Að því sögðu verður að hafna sjónarmiðum stefnda um að krafa um dráttarvexti sé vanreifuð að þessu leyti. Eins og áður er rakið er kveðið á um það í 8. gr. orlofslaga nr. 30/198 6, að greiða ber launþega áunnið orlof við lok ráðningarsambands. Það leiðir af þessu lagaákvæði að gjalddagi ógreidds orlofs í tilviki stefnanda telst frá þeim degi sem ráðningarsambandi hans við stefnda lauk 20. september 2017. Af þeim sökum er fallist á kröfu stefnanda um greiðslu dráttarvaxta frá 1. október 2017. Með vísan til 12. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu er ekki þörf á að dæma að vextir skuli lagðir við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Með vísan til þess sem að framan er rakið hefur dómurinn fallist á að stefnda beri að greiða stefnanda alls 88.801 krónu vegna vangreiddrar orlofsuppbótar og desemberuppbótar. Í ljósi þessarar niðurstöðu verður ekki fallist á kröfur stefnda um álag á málskostnað á grundvelli þeirra sjónarmiða að málshö fðun stefnanda hafi verið bersýnilega tilefnislaus. Þegar haft er í huga að dómurinn hefur aftur á móti hafnað kröfum stefnanda og málatilbúnaði að öllu öðru leyti og að þær kröfur eru langt umfram þá fjárhæð sem dómurinn hefur fallist á verður stefnanda g ert að greiða stefnda málskostnað. Með hliðsjón af umfangi málsins telur dómurinn hæfilegt að ákveða fjárhæð málskostnaðar 1.200.000 krónur og er þá virðisaukaskattur meðtalinn í þeirri fjárhæð 15 Kjartan Bjarni Björgvinsson kveður upp þennan dóm að gættu ákv æði 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. D ó m s o r ð: Stefndi, Þór hf., greiði stefnanda, Baldri Þorsteinssyni, 88.801 krónu með dráttarvöxtum frá 1. október 2017. Stefnandi greiði stefnda 1.200.000 krónur í málskostnað.