LANDSRÉTTUR Dómur föstu daginn 30 . nóvembe r 20 18 . Mál nr. 57/2018 : Ákæruvaldið (Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari) gegn Einar i Sigurði Einarss yni (Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður) Lykilorð Fíkniefnalagabrot. Útdráttur E var sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa, ásamt tveimur öðrum, staðið að innflutningi til Íslands á 30.225 töflum með fíkniefninu MDMA til söludreifingar í ágóðaskyni. Með hliðsjón af drætti á meðferð málsins , sem ekki yrði að öllu leyti rakinn til E , var refsing ha ns hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár en að virtum alvarleika brotsins þótti ekki unnt að skilorðsbinda refsinguna. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Jón Finnbjörnsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðfer ð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar Íslands 22. ágúst 2017 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Gögn málsins bárust Landsrétti 2. janúar 2018 en samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016 og 4. gr. laga nr. 53/2017, hefur málið verið rekið fyrir Landsrétti frá þeim tíma. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 2017 í málinu nr. S - /2014. 2 Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað, til vara að hann verði sýknaður, en að því frágengnu að refsing hans verði milduð og skilorðsbundin að öllu leyti. Niðurstaða Krafa um ómerkingu héraðsdóms 4 Ei ns og í ákæru greinir varðar mál þetta innflutning á 30.225 töflum með fíkniefninu MDMA til landsins í ágúst 2011. Mál var höfðað með ákæru 21. maí 2013 á hendur ákærða og þeim A og B vegna aðildar að innflutningi þessum. Þar sem ákærði var erlendis er mál ið hafði verið höfðað og kom ekki fyrir dóm var ákæran afturkölluð og 2 gefnar út tvær nýjar, ein á hendur ákærða en önnur á hendur þeim A og B . Var héraðsdómur í máli ákæruvaldsins gegn A og B kveðinn upp 2016 og var dómur fjölskipaður. Voru þeir A og B sakfelldir og dæmdir til fangelsisrefsingar, en hún skilorðsbundin. Ákæruvald og dómfelldu undu dómi. Ákærði, Einar Sigurður, kom ekki fyrir dóm fyrr en 19. apríl 2017 og var máli hans lokið með hinum áfrýjaða dómi 12. júlí sama ár. Sat Þorgeir Ingi Njáls son dómstjóri þá einn í dómi en hann hafði verið dómsformaður í máli því sem lauk með héraðsdómi 2016. Jafnframt hafði hann 12. apríl 2017, sem settur hæstaréttardómari, dæmt í Hæstarétti kærumál um hvort ákærði skyldi sæta farbanni. Ákærði byggir kröf u sína um ómerkingu héraðsdóms á því að héraðsdómarinn hafi verið vanhæfur til að leysa úr málinu vegna fyrri afskipta af sama máli. 5 Í dómi héraðsdóms 2016 var óhjákvæmilega fjallað um þátt ákærða en hann kom þá ekki fyrir dóm eins og áður segir. Kom s kýrt fram í dóminum að ekki væri leyst úr álitaefnum varðandi ætlað brot ákærða og mat á trúverðugleika A beindist ekki að framburði hans um þátt ákærða Einars Sigurðar. Þessi fyrri afskipti héraðsdómarans af málinu voru hluti af starfskyldum hans og tók h ann enga afstöðu til sektar eða sakleysis ákærða Einars Sigurðar. Þá skiptir afstaða dómarans til farbanns er ákærði sætti engu varðandi hæfi hans til að dæma málið að efni til en farbann var reist á b - lið 1. mgr. 95. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88 /2008 um meðferð sakamála. Leiða þessi fyrri afskipti dómarans ekki til þess að óhlutdrægni hans megi með réttu draga í efa, sbr. g - lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008. 6 Sakargiftir á hendur ákærða eru studdar við framburð A , fyrst hjá lögreglu þar sem han n hafði stöðu sem grunaður, síðan fyrir dómi þar sem hann var ákærður. Telur ákærði einnig að við meðferð sakamálsins gegn A hafi hann ekki haft tækifæri til að neyta réttar síns samkvæmt d - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/19 94, til að leggja spurningar fyrir hann. Þar sem A kom fyrir dóm sem vitni í máli ákæruvaldsins gegn ákærða, og ákærði naut við það tækifæri framangreinds réttar, verður ekki fallist á að brotið hafi verið gegn hinu tilvitnaða ákvæði mannréttindasáttmálans við meðferð málsins. 7 Enn telur ákærði að héraðsd ómur hefði átt að vera fjölskipaður samkvæmt þágildandi ákvæði 4. mgr. 3. gr. laga nr . 88/2008 sem kvað á um að ef ákærði neit aði sök og dómari tel di sýnt að niðurstaða k y nni að verulegu leyti að ráðast af mati á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dóm i g æ ti dómstjóri ákveðið að þrír héraðsdómarar skip uðu dóm í málinu. Sá háttur að hafa héraðsdóm fjölskipaðan studdist við þau rök að fjallað var um sakamál á áfrýjunarstigi án þess að vitni væru þar leidd. Lagði Hæstiréttur ekki mat á sönnunargildi munnle gra skýrslna. Ákvæði 4. mgr. 3. gr. laga nr. 88/2008 var fell t brott með lögum nr. 49/2016, sem tóku gildi 1. janúar 2018. Sama dag tóku gildi lög nr. 50/2016 um dómstóla og Landsréttur tók til starfa. Þar sem mál þetta sætir nú meðferð fyrir Landsrétti í samræmi við hina nýju 3 skipan og vitni eru þar leidd til skýrslugjafar er ekki ástæða til að ómerkja hinn áfrýjaða dóm af þessum sökum. 8 Loks er því haldið fram í greinargerð verjanda ákærða til Landsréttar að ákærði hafi ekki fengið tækifæri til að hlýða á upptökur af skýrslutökum í fyrra málinu. Í þingbók héraðsdóms var bókað 17. maí 2017 að sækjandi hefði sent hljóðupptökurnar til lögreglunnar á Vestfjörðum þar sem ákærði gæti kynnt sér efni þeirra en hann var þá búsettur á Ísafirði. Hann hafði því nægt r áðrúm til að kynna sér efni þeirra áður en aðalmeðferð málsins hófst 29. maí sama ár. 9 Með vísan til framangreinds verður ekki talið að meðferð málsins í héraði hafi brotið í bága við 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. g r. mannréttindasáttmála Evrópu og verður ómerkingarkröfu ákærða því hafnað. Ákæruatriði 10 Málsatvikum er lýst ítarlega í hinum áfrýjaða dómi. Fyrir Landsrétt voru leidd vitnin A og C , auk þess sem ákærði gaf skýrslu. A bar á sama veg og hann hefur áður gert bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Tekin var skýrsla af honum fyrir dómi 16. nóvember 2011 samkvæmt heimild í b - lið 1. mgr. 59. gr. laga nr. 88/2008. Þá sagði hann að hann hefði hitt ákærða Einar Sigurð í Hollandi síðan til Íslands. Við aðalmeðferð þessa máls í héraði sagði vitnið að hann hefði fengið umrædda tösku frá ákærða. Töskuna hefði ákærði feng ið frá öðrum manni. Fyrir Landsrétti bar vitnið að ákærði hefði fengið tösku frá manni og vitnið hefði svo farið með hana til Íslands. 11 Með vísan til framangreinds og forsendna hins áfrýjaða dóms er sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ák æru greinir. Brot hans er þar réttilega heimfært til refsiákvæða. 12 Meðferð máls þessa hefur dregist úr hömlu. Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi hafði orðið talsverður dráttur á meðferð málsins er ákæra var fyrst gefin út 21. maí 2013, 21 mánuði eftir a ð rannsókn málsins hófst. Sú ákæra var felld niður eins og rakið hefur verið og ný ákæra gefin út 20. janúar 2014. Eftir að farbanni, sem ákærði hafði sætt í Ástralíu frá 23. ágúst 2013, var aflétt 4. september 2015 var ákæra í máli þessu bi rt 12. janúar 2 016 . Á kærði mun hafa flutt til Spánar nokkru síða r. Verður ekki ráðið að ákæruvald ið hafi beitt sér sérstaklega við að ná honum hingað fyrir dóm. Er héraðsdómur var kveðinn upp voru liðin tæp s ex ár frá því að brotið var framið og nú eru liðin rúm sjö ár. Sá dráttur sem orðið hefur á málinu og verður ekki rakinn að öllu leyti til ákærða hefur áhrif á ákvörðun refsingar en vegna alvarleika brots ins þykir ekki unnt að skilorðsbinda refsingu na , sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 24. janúar 2013 í máli nr. 547 /2012. Verður refsing ákærða ákveðin fan gelsi í þrjú ár. Ákvæði héraðsdóms um upptöku á fíkniefnum og sakarkostnað eru staðfest. 4 13 Ákærði greiði 2 /3 hluta áfrýjunarkostnaðar málsins, sem nemur í heild 1.177.219 krónum, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Að öðru leyti greiðist áfrýjunarkostnaður úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærði, Einar Sigurður Einarsson, sæti fangelsi í þrjú ár. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku fíkniefna og sakarkostnað er u staðfest. Ákærði greiði 2/3 hluta áfrýjunarkostnað ar málsins, sem nemur í heild 1.177.219 krónum , þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Ómars Arnar Bjarnþórssonar lögmanns, 1.1 16 .000 krónur , en að öðru leyti greiðist áfrýjunarkos tnaður úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S - 98/2014: Mál þetta var höfðað með ákæru ríkissaksóknara 20. janúar 2014 á hendur Einari Sigurði Einarssyni, kt. , þá til heimilis að . A , kt. og B , kt. , staðið að innflutningi til Íslands á samtals 30.225 töflum með fíkniefninu MDMA (ecstasy), til söludreifingar í ágóðaskyni. Ákærði fór t il Amsterdam og afhenti þar A , sem B hafði fengið til verksins, fíkniefnin í því skyni að þau yrðu flutt til Íslands. Jafnframt sá ákærði um að greiða hluta ferðakostnaðar og uppihalds hans og A vegna ferðarinnar. Fíkniefnin flutti A til Íslands sem farþeg i með flugi FI - Telst þetta varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er gerð krafa um upptöku á þeim fíkniefnum sem getið er í ákæru. Nær upptökukrafan einnig til 1.756,08 g af staðdeyfilyfinu Lídókaín og 2.951,35 g af alkóhólsykri sem voru í ferðatösku ákærða A við framangreinda komu hans til landsins. Ákærði krefst a ðallega sýknu, en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. I Með ákæru ríkissaksóknara, útgefinni 21. maí 2013, var höfðað mál á hendur ákærða og þeim A og B fyrir að hafa í ágúst 2011 staðið að innflutningi á þeim fíkniefnum sem ákæra í þessu máli tekur til. Þar sem ákærði hafði flutt til Ástralíu í mars 2013 og var ekki væntanlegur aftur til Íslands var það mál fellt niður 20. janúar 2014 og tvær nýjar ákærur gefnar út, það er sú ákæra sem hér er til umfjöllunar og önnur á hendur A og B . Í fyrri kafla ák æru á hendur tvímenningunum var þeim nánar tiltekið gefið að sök að hafa í ágúst 2011, ásamt ákærða í þessu máli, staðið að innflutningi á umræddum fíkniefnum frá Danmörku til Íslands til söludreifingar á ágóðaskyni. Sagði um aðild B að hann hefði fengið A til verksins, veitt honum leiðbeiningar um ferðatilhögun, afhent honum síma, símakort og greiðslukort sitt til að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald og millifært 364.000 krónur á tímabilinu 11. til 22. ágúst 2011 inn á reikning A í sama skyni. Um þátt A sagði í ákæru að hann hefði farið til Gautaborgar, og síðar Kaupmannahafnar og Amsterdam, í því skyni að móttaka og flytja fíkniefnin til Íslands og enn fremur að hann hefði móttekið fíkniefnin í Amsterdam frá ákærða Einari Sigurði og flutt þau til lands ins sem farþegi með flugi FI - 213 frá Kaupmannahöfn, falin í farangri sínum. Í seinni kafla ákærunnar var B gefið að sök minni háttar fíkniefnalagabrot. Dómur í máli tvímenninganna gekk í héraði 2014. Með honum voru þeir sakfelldir 5 fyrir þá háttsemi sem þeim var gefin að sök og gert að sæta fangelsi 2015 var sá dómur ómerktur þar sem héraðsdómari hafði á rannsóknarstigi gert B að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Fór aðalmeðferð í málinu fram að nýju í desember 2015 og janúar 2016 og var dómur í því kveðinn upp 2016. Voru sakborningar sakfelldir og dæmdir í fjögurra ára fangelsi, en fullnustu refsingar frestað skilorðsbundið vegna dráttar sem orðið hafði á meðferð málsins. Fram er komið að ákærði flutti til Danmerkur í byrjun september 2011 ásamt þáverandi sambýliskonu sinni. Þau fluttu aftur til Íslands í október 2012 og bjuggu hér á landi þar til í mars 2013 þegar þau fluttust búferlum til Ástralíu. Bjó ákærði þar allt þar til hann flutti til Spánar vorið 2016. Sætti hann farbanni í Ástralíu sem að hans sögn stóð um rúmlega tveggja ára skeið, eða frá júlí 2013 og fram í október 2015, en gögn um farbannið hafa ekki verið lögð fram í málinu. Á Spáni bjó hann þar til í lok jan úar á þessu ári, en kom þá loks að nýju til Íslands. Höfðu ákæruvald og lögregla ekki vitneskju um veru hans hér á landi fyrr en í ljós kom 7. apríl sl. að hann ætti bókað flug til Danmerkur daginn eftir. Var hann þá handtekinn og úrskurðaður í farbann sem ekki var aflétt fyrr en við dómtöku þessa máls 14. f.m. II A kom til Keflavíkurflugvallar með flugi frá Kaupmannahöfn klukkan 20.57 þriðjudaginn 23. ágúst 2011. Samkvæmt skýrslu tollgæslu, sem rituð var af D tollsérfræðingi og E tollverði, var hann komi nn að tollhliði sem er ætlað þeim sem ekki hafa tollskyldan varning meðferðis þegar hann var stöðvaður og beðinn um að setja farangur sinn, stóra svarta ferðatösku, í gegnumlýsingartæki tollgæslunnar. Hann hafi í kjölfarið verið færður í leitaraðstöðu þar sem farangurinn hafi verið skoðaður nánar. Vegna gruns um að fíkniefni væru falin í botni ferðatöskunnar hafi lögregla verið kölluð til. Segir um þetta í skýrslu tollgæslunnar að við skoðun á töskunni, þegar búið var að taka allan farangur úr henni, hafi k farangurs, vegið tæplega 21 kg. Í skýrslu lögreglumanns hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem falið var að rannsaka töskuna frekar og greina og vigta fíkniefni sem kynnu að skemmdur þannig að það sást í bak töskunnar sem er úr samanþjöppuðu pappaefni. Áklæðið var fjarlægt og var bakið nokkuð laus t eins og taskan hefði orðið fyrir einhverju hnjaski. Þegar bakið var tekið frá komu reyndust vera samtals 30.225 MDMA - töflur, það er 14.877 í annarri og 15. 348 í hinni. Voru alls 59 töflur rannsakaðar af Rannsóknastofu Háskóla Íslands í eiturefnafræði og leiddi rannsókn á þeim í ljós að þær innihéldu MDMA sem væri að mestu á formi MDMA - klóríðs og að magn þess í hverri töflu hafi verið á bilinu 82 - 88 mg. Kemur fram í fyrirliggjandi matsgerðum rannsóknastofunnar að hver tafla hafi verið um 8 mm í þvermál og meðalþungi þeirra 0,240 til 0,243 g. Í ferðatösku ákærða reyndust einnig vera 1.756,08 g af staðdeyfilyfinu Lídókaín og 2.951,35 g af alkóhólsykri. Má samkvæ mt þessu ganga út frá því að samanlögð þyngd framangreindra efna hafi verið tæp 12 kg. Rétt þykir að gera í stuttu máli grein fyrir því helsta sem fram kom við skýrslugjöf A , B og ákærða á rannsóknarstigi. Við skýrslugjöf skýrði A svo frá að hann hafi fl ogið til Gautaborgar 11. ágúst 2011 ásamt nokkrum vinum sínum til að fara þar á tónleika. Vinirnir hefðu flogið heim 15. ágúst en hann hafi ekki verið búinn að útvega sér farmiða til baka og því orðið einn eftir. Sama dag hafi B hringt í hann og boðið honu m að taka með sér til Íslands ferðatösku sem innihéldi eitt kíló af kókaíni gegn niðurfellingu skulda sem meðal annars tengdust fíkniefnaneyslu hans. Hafi hann fallist á að gera þetta. Kvaðst hann hafa fengið þau fyrirmæli frá B að fara til Kaupmannahafnar þar sem hann fengi töskuna afhenta. Honum hafi líka verið sagt að kaupa sér síma til að nota í ferðinni og að hann ætti að henda honum áður en hann færi aftur til Íslands. Hann hafi ferðast með lest til Kaupmannahafnar og gist þar eina nótt á farfuglaheim ili. Í samræmi við það sem fyrir hann hafi verið lagt hafi hann hringt í danskt símanúmer þegar hann var kominn til Kaupmannahafnar en ekki verið svarað. Hann hafi þá hringt í B sem hafi sagt honum að taka flug til Amsterdam og innrita sig þar á tiltekið h ótel. Búið væri að bóka gistingu á hótelinu og greiða fyrir hana. 6 Sama dag og hann kom til Amsterdam hafi íslenskur maður komið til hans á hótelið, látið hann hafa tóma ferðatösku og sagt honum að það kæmi annar maður sem myndi sækja hana, koma fíkniefnunu m fyrir í henni og skila henni aftur að því búnu á hótelið. Sá maður, sem hafi líka verið íslenskur, hafi komið á hótelið um kvöldið, tekið töskuna en skilað henni aftur á miðnætti daginn eftir, það er 17. ágúst. Kvaðst A hafa dvalið á hótelinu í tvo eða þ rjá daga með Íslendingnum sem hann hitti þar fyrst. Hann hafi síðan flogið frá Amsterdam til Gautaborgar, þar sem hann hafi gist eina nótt. Hinn 23. ágúst hafi hann svo flogið til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands. Við skýrslugjöf fyrir dómi 16. nóvembe r 2011 upplýsti A að það hafi verið ákærði, Einar Sigurður Einarsson, sem hafi dvalið með honum á hótelinu í Amsterdam. Þá skýrði tekur töskuna og græjar Kom fram hjá A , þegar hann var nánar spurður um þetta, að ákærði hafi látið hann fá töskuna þegar búið var að koma fíkniefnunum fyrir í henni og að ákærði hafi átt samskip ti við einhvern mann sem hafi útvegað þau. Við yfirheyrslu hjá lögreglu nokkrum dögum seinna skýrði hann svo frá að Íslendingurinn sem sótt hafi ferðatöskuna á hótelið hafi komið þangað þrisvar sinnum, en hann hafi ekki verið viðstaddur samskipti þessa man ns og Einars Sigurðar, honum hafi verið gert að yfirgefa herbergið á meðan. Þegar maður þessi kom til fundar við ákærða í síðasta skiptið hafi hann skilið ferðatöskuna eftir og hafi hún þá verið full af fíkniefnum. Við skýrslutökur hjá lögreglu kvaðst B í fyrstu ekkert tengjast þeim innflutningi á fíkniefnum sem er til umfjöllunar í málinu. Hann viðurkenndi þó að hafa lagt rúmlega 400.000 krónur inn á bankareikning A og litið á það sem vinargreiða við hann, en hann hafi verið staddur í útlöndum og verið í fjárkröggum. A skuldaði honum þessa peninga og framburður hans um annað væri ósannur. Við yfirheyrslu 20. september 2011 játaði B aðild sína að málinu, en hún hafi að hans sögn falist í því að fá A til að sækja fíkniefni og flytja þau til Íslands. Hann ha fi verið í samskiptum við A á meðan hann var úti og lagt honum til fjármuni til að greiða farmiða og uppihald. Aðspurður kannaðist hann við símanúmerið , kvað A hafa notað það í ferðinni og hann hafi lagt 4.000 krónur inn á það. Þá kvaðst B hafa staðið í þeirri trú að um væri að ræða eitt kíló af kókaíni og hann hafi enga hugmynd haft um að E - töflur væru í spilinu. Hann hafi verið þvingaður til að útvega burðardýr og myndi ekki upplýsa hverjir það voru sem þarna voru að verki þar sem hann ót taðist þá. Aðspurður kannaðist hann ekki við að ákærði Einar Sigurður hafi átt aðild að þessum fíkniefnainnflutningi og kvaðst til að mynda enga hugmynd hafa haft um ferð hans til útlanda í ágúst 2011. Samkvæmt rannsóknargögnum málsins liggur það fyrir að ákærði flaug frá Íslandi til Amsterdam í Hollandi 16. ágúst 2011 og að greitt hafi verið fyrir farmiða hans og gistingu á hóteli í Amsterdam með greiðslukorti F . Hann flaug síðan frá Amsterdam til Íslands 21. sama mánaðar. Hann var handtekinn í Kaupmannah öfn 14. nóvember 2011, þar sem hann var þá búsettur, og færður á lögreglustöð til skýrslutöku sem íslenskir lögreglumenn höfðu með höndum. Neitaði hann að hafa átt aðild að málinu. Hann kannaðist við að hafa ferðast til Amsterdam í júlí eða ágúst það ár, k A og að þeir hefðu djammað saman. B hafi haft samband við hann, sagt að A þessi væri vinur hans og beðið hann um að koma fötum til hans. Það hafi hann gert, komið fötunum fyrir í tösku sem B lét hann hafa og afhent A hana. Tekin var skýrsla af ákærða að nýju í þágu rannsóknar málsins 26. mars 2012, en hann var þá enn búsettur í Kaupmannahöfn. Var honum þá kynntur framburður A við fram angreinda skýrslutöku í nóvember 2011. Kvaðst hann alfarið hafna því sem þar kæmi fram og sagði að framburður A væri lygi og þvæla. Gaf hann þá skýringu á framburði A að hann væri greinilega að bera sakir á sig til að auðvelda sér lífið. Þá gat hann enga s kýringu gefið á því af hverju B hafi ekki kannast við að hafa beðið ákærða fyrir fatatösku sem hann ætti að afhenda A . III 2016 var tekið fram að A hefði jafnan haldið því fram að hann hefði aðeins haft ásetning til að flytja hingað til lands eitt kíló af kókaíni og að hann hefði í öllu falli staðið í þeirri trú að ekki væri um aðra tegund fíkniefna að ræða. Engu að síður taldi dómurinn hafið yfir 7 al lan vafa að hann hefði gert sér grein fyrir að ferðataskan sem hann hafði meðferðis hefði að geyma umtalsvert meira magn af fíkniefnum en um hefði verið talað að hans sögn og að hann hefði látið sér í léttu rúmi liggja hvaða efni þetta væru og í hvaða magn verknaðarlýsing sett fram á þann veg að Einar Sigurður Einarsson hafi með tilteknum hætti átt aðild að broti ákærðu þrátt fyrir að hann sæti ekki ákæru í málinu, en þess er áður getið að gefin hefur verið ú t sérstök ákæra á hendur honum fyrir þátttöku í þeim innflutningi á fíkniefnum sem hér er til umfjöllunar og bíður það mál dómsmeðferðar. Kemur því ekki til álita að dómurinn taki í þessu máli afstöðu til sakargifta að því marki sem þær snúa að ætlaðri aði tilliti til þess sem rakið hefur verið hér að framan um þátt Einars Sigurðar, að þrátt fyrir eindregna neitun B fyrir dómi væri hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði átt þá aðild að innflutn ingi fíkniefna sem lýst væri í ákæru, en þó að undanskildu því atriði sem sneri að afhendingu síma og símakorts. Um forsendur fyrir þessari niðurstöðu sagði meðal annars í dóminum að þegar A hélt til útlanda í ágúst 2011 hafi hann haft meðferðis greiðsluko rt í eigu B sem upplýst væri að hann hafi notað í Hollandi frá 16. til 20. ágúst, meðal annars á Wyndham Apollo hótelinu í Amsterdam í nokkur skipti. Að auki hafi greiðslukortið verið notað þegar greitt var fyrir farmiða A til Svíþjóðar, en þangað var för hans fyrst heitið. Þessu næst segir B ] samtals 364.000 krónur inn á bankareikning [ A ], þar af 354.000 krónur frá og með 15. ágúst 2011. Hafa [þeir] enga trúverðuga skýringu gefið á þessu. Loks telst í ljós leitt samkvæmt rannsóknargögnum málsins að [þeir] voru í tíðum Þá var jafnframt vísað til þess að B hefði viðurkennt a ðild sína að innflutningi fíkniefnanna við skýrslugjöf hjá lögreglu 20. september 2011, svo sem áður er rakið, og að A hefði jafnframt upplýst um tiltekna aðild hans þegar málið var til rannsóknar en dregið þann framburð sinn til baka við skýrslugjöf fyrir dómi við aðalmeðferð málsins. Var það mat dómsins að þeir hefðu ekki gefið trúverðuga skýringu á breyttum framburði sínum fyrir dómi um aðild B að innflutningi A á fíkniefnum hingað til lands í ágúst 2011 og atvikum í aðdraganda þess að sú ferð var farin. Samkvæmt þessu og með vísan til 1. mgr. og 2. mgr. 109. gr. laga um meðferð sakamála mætti við sakarmat í málinu taka tillit til framburðar þeirra hjá lögreglu. Dómi þessum var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Samkvæmt 4. mgr. 186. gr. laga um meðferð sakamá la hefur hann fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til það gagnstæða er sannað. IV Í skýrslu ákærða fyrir dómi kom fram að hann hafi flogið til Amsterdam 16. ágúst 2011 og komið heim aftur fimm dögum síðar, eða 21. ágúst. Þetta hafi verið stutt djammferð og hún hafi verið ákveðin með um það bil vikufyrirvara. Gaf hann þá skýringu á ferði nni að honum hafi sinnast við sambýliskonu sína og ákveðið að fara í skemmtiferð til Hollands. F hafi séð um að bóka flug út og gistingu á hóteli í Amsterdam í tvo eða þrjá daga og hún hafi notað sitt greiðslukort þegar borgað var fyrir þetta tvennt. Hann hafi sjálfur ætlað að ná sér í ódýran farmiða heim. Hann hafi ekki átt greiðslukort á þessum tíma og því hafi þessi háttur verið hafður á. G , þáverandi sambýliskona hans, hafi verið honum innan handar og haft milligöngu um þessa aðkomu F en þær væru vinkon ur. Hluta þessa kostnaðar hafi hann endurgreitt F áður en hann lagði upp í ferðina og hluta þegar hann kom heim aftur. Hann hafi keypt evrur fyrir allt að 300.000 krónur og haft með sér í ferðina. Þá skýrði hann svo frá að B hafi beðið hann um að taka með sér ferðatösku sem hann ætti að afhenda vini B sem væri á ferðalagi um Evrópu. Í töskunni hafi verið fatnaður, sími og símakort. Spurður um hvernig taskan hafi litið út kvaðst hann ekki muna það en var helst á því að hún hafi ekki verið eins og taskan sem lagt hafi verið hald á við komu A til landsins. Þær hefðu ekki verið eins á litinn og ólíkar að öðru leyti án þess þó að hann gæti skýrt það frekar. Í Amsterdam hafi hann gist á hóteli sem heiti Wyndham Appollo. Þar hafi hann hitt A í fyrsta skipti að því er hann taldi og komist að því að það væri strákurinn sem ætti að fá ferðatöskuna. Hann hafi afhent honum töskuna og ekkert hafi verið meira um hana rætt. Þeir hefðu ekki þekkst frá fyrri tíð en verið mikið saman þessa daga í Amsterdam og skemmt sér saman. Hafi A fram hjá honum að tilgangur ferðar hans væri annar. Þeir hefðu rætt um ýmislegt og hafi meðal annars komið fram hjá A að hann ætti von á peningum frá vini sínum sem væri kalla ður . Tildrög þess hefðu 8 verið þau að A hafi verið orðinn peningalaus og ákærði þá séð um að greiða fyrir mat og drykki gegn endurgreiðslu þegar peningar bærust frá . Annað hafi hann ekki greitt fyrir A og þvertók fyrir að hann hafi haldið honum uppi meðan á dvöl þeirra í Amsterdam stóð. Honum hafi síðar orðið ljóst hver þessi væri og að hann hefði hlotið þungan dóm í Danmörku árið 2013 fyrir fíkniefnasmygl. Aðspurður kvaðst ákærði hafa þekkt B á þessum tíma, þeir hefðu tilheyrt tilteknum vinahópi og verið mikið saman þetta sumar og veturinn á undan. Svaraði ákærði því meðal annars til að því er þennan vinskap þeirra varðar að þeir hefðu, svo sem gögn málsins beri með sér, átt tíð samskipti í gegnum síma í aðdraganda þess að hann lagði upp í ferðin a til Hollands. Þá kvaðst hann hafa komist að því eftir að þetta mál kom upp að það væri vinskapur á milli B og A og að hann hafi að beiðni B útvegað A gistingu hjá systur sinni, H , í Kaupmannahöfn sumarið 2011. Nánar spurður um samskipti sín og A svaraði ákærði því til að A hafi komið á hótelið í Amsterdam sama dag og hann sjálfur. Hafi hann eytt drjúgum tíma inni á herbergi ákærða og stundum langt fram eftir nóttu en aldrei gist þar. Þá kvaðst ákærði aldrei hafa komið inn á herbergi A . Var helst á honum a ð skilja að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að A hafi verið með bókað herbergi á hótelinu á þessum tíma. Hann hafi komið og farið og ákærði í reynd ekki gert sér grein fyrir því hvar hann gisti. Í ljósi þessa framburðar ákærða voru borin undir hann gögn sem að mati ákæruvalds bera það með sér að ákærði hafi að minnsta kosti hluta þess tíma sem hann dvaldi á Wyndham Apollo hótelinu í Amsterdam, það er 16. til 17. og 20. til 21. ágúst, gist á herbergi ásamt einhverjum öðrum. Neitaði ákærði því að svo hafi verið og sagði að umrædd gögn sýndu að líkindum það eitt að um tveggja manna herbergi hafi verið að ræða. Greitt hafi verið fyrir fyrstu tvo eða þrjá dagana með greiðslukorti F áður en hann lagði upp í ferðina, svo sem áður er getið, og hún hafi líka séð um að bóka herbergi á hótelinu þessu fyrstu daga. Eftir það hafi hann framlengt gistingu sína á hótelinu einn dag í einu með því að hringja í F og biðja hana um að annast bókunina með sama hætti og áður. Hann hafi oft þurft að færa sig á milli herbergj a þessa fáu daga sem hann dvaldi á hótelinu. Þá voru borin undir ákærða gögn sem að mati ákæruvalds renna stoðum undir það að A hafi gist á umræddu hóteli á nafni ákærða dagana 21. og 22. ágúst 2011. Svaraði ákærði því til að hann hafi enga aðkomu átt að þ essari bókun og fyrst fengið um þetta vitneskju þegar honum voru kynnt gögn sem að þessu lúta. Þegar borinn var undir ákærða framburður A um aðkomu ákærða að innflutningi umræddra fíkniefna hingað til lands og framburður B um að hann hafi ekki beðið ákærða um að taka með sér tösku til Amsterdam kvaðst hann ekki hafa skýringu á því af hverju A væri að bendla sig við málið. Honum dytti það helst í hug að A væri með framburði sínum að auðvelda sér lífið og kæmi því fram með sk ýringar sem væru til þess fallnar að milda refsingu hans. Þá gæti hann ekki heldur gefið skýringu á framburði B um töskuna. Hvað sem þessu liði væri það hið sanna í málinu að hann hafi enga aðild átt að þessu máli. Í skýrslu sinni við aðalmeðferð þess máls sem lauk með dómi 2016 gekkst A sem fyrr við því að hafa flutt þau fíkniefni sem í ákæru greinir til landsins 23. ágúst 2011 og áréttaði þann framburð sinn að hann hafi staðið í þeirri trú að um væri að ræða eitt kíló af kókaíni. Um tildrög þ essa fíkniefnainnflutnings skýrði hann svo frá að hann hafi verið staddur í Gautaborg þegar í hann hafi verið hringt og honum boðið að flytja fíkniefni hingað til lands gegn því að felldar yrðu niður tilteknar skuldir hans en að auki hafi átt að koma til g reiðsla sem myndi renna beint í hans vasa. Hann hafi í fyrstu hafnað því að gera þetta, enda hafi þetta komið upp sama daginn og hann ætlað heim til Íslands, en síðan fallist á það. Spurður um ferðir sínar í kjölfar þess að hann tók þetta verkefni að sér k vaðst hann ekki muna það. Vel megi vera að hann hafi fyrst ferðast frá Gautaborg til Kaupmannahafnar, en hann væri ekki viss um það. Allir þessir dagar væru í hálfgerðri þoku. Kvaðst hann muna óljóst eftir fyrirmælum sem hann fékk varðandi ferðatilhögun og annað og að best væri fyrir hann að segja sem minnst um það því að annars færi hann bara að bulla eitthvað sem enginn fótur væri fyrir. Hann hafi þó í öllu falli farið til Amsterdam til að sækja fíkniefnin og innritað sig þar á hótel, svo sem honum hafi v erið sagt að gera, en kvaðst ekki muna hver það var sem gaf honum þau fyrirmæli. Þar hafi hann hitt ákærða Einar Sigurð Einarsson. Kvaðst hann ýmist hafa deilt herbergi með ákærða eða verið einn í herbergi. Hann hafi fengið nýjan síma við komuna til Amster dam og eyðilagt hann áður en hann hélt til Íslands í samræmi við fyrirmæli sem honum voru gefin. Númer þess síma kvaðst hann ekki muna. Þá hafi ákærði látið hann hafa ferðatöskuna á hótelinu og búið hafi verið að koma fíkniefnunum fyrir í henni þegar hann fékk hana afhenta. Sjálfur hafi hann sett föt 9 og hjólabretti í töskuna og keypt hafi verið handa honum teppi til að setja í hana því að öðrum kosti hafi mátt ætla að hún væri nánast tóm. Hann hafi ekki haft samskipti við aðra en ákærða vegna fíkniefnanna á meðan hann dvaldi í Amsterdam. Þeir hefðu ekkert rætt um magn og tegund fíkniefna sem væru í töskunni. Hann hafi fyrst lyft henni þegar hann var búinn að pakka ofan í hana og þá fundist hún frekar þung og grunað að það væri meira en eitt kíló af kókaíni í henni en aldrei leitt hugann að því að búið væri að koma fyrir í henni annarri tegund fíkniefna. Þegar hann var inntur eftir því hvernig hann hafi fjármagnað þessa ferð sína skýrði hann svo frá að hann hafi fengið fyrirframgreidd laun til að kaupa farmiða nn út. Þá hafi B lánað honum greiðslukortið sitt þar sem hann hafi ekki sjálfur átt slíkt kort. Hann hafi líklega notað það kort þegar hann greiddi fyrir fargjaldið heim og líka þegar hann keypti sér mat. Um hreina greiðasemi af hálfu B hafi verið að ræða. Á milli þeirra hafi verið vinskapur á þessum tíma og B hafi gert þetta fyrir hann. Þá hafi hann fengið einhvern pening á hótelinu í Amsterdam, þar hafi ekki verið um neina stórupphæð að ræða, og ákærði hafi greitt fyrir gistinguna, en staðfestingu á því h afi hann séð í gögnum málsins. Einnig gæti verið að B hafi lagt inn á bankareikning hans meðan á ferðinni stóð og það hafi nýst honum, en fyrst og fremst hafi hann notað greiðslukortið til greiðslu útgjalda. Í skýrslu sinni fyrir dómi við aðalmeðferð þessa máls skýrði A hann viti ekki hver hafi gert það. Þeir hefðu dvalið saman á hótelinu í nok kra daga, farið út að skemmta herbergi. Hann hafi vitað á þessum tíma að það væri ágætur vinskapur á milli ákærða og B og kannast við hann en þeir hefðu í raun og veru ekkert þekkst þegar þeir hittust í Amsterdam. Ákærði hafi haft meðferðis ferðatösku sem í voru einhverjar flíkur að því er hann taldi. Maður sem hann ekki þekki hafi komið á hótelið í þeim erindagjörðum að ræða við ákærða og sækja töskuna. Þ egar hann skilaði henni aftur til ákærða hafi verið búið að koma fíkniefnunum fyrir í henni. Var hann helst á því að þetta hafi atvikast með þessum hætti, en vel gæti verið að ekki hafi verið um sömu töskuna í ræða. Í öllu falli hafi það verið ljóst að til stæði að smygla fíkniefnum til Íslands og að ákærði hafi haft milligöngu um að koma þeim í sínar hendur. Spurður um mögulega ástæðu þess að hann tók ekki sjálfur á móti töskunni frá þessum óþekkta manni sagði hann að honum hafi líklega ekki verið treyst t il þess. Hann hafi ekki mátt vera viðstaddur þegar ákærði tók við töskunni frá umræddum manni og einungis séð hann úr fjarska og ályktað að um Íslending væri að ræða en hann gæti ekkert fullyrt um það. Þá kvaðst hann líta svo á að upphaflega hafi B verið í hlutverki milliliðar og að þeir hefðu síðast rætt saman þegar hann var að innrita sig á hótelið í Amsterdam. Þaðan í frá hafi þetta verið í höndum ákærða. Þá kom fram hjá honum að hann hafi opnað töskuna eftir að búið var að koma fíkniefnunum fyrir í henn i og sett í hana nokkra hluti sem tilheyrðu honum, það er hjólabretti, teppi og einhver föt. Hann og ákærði hefðu aldrei rætt um hvaða efni það væru sem búið væri að koma fyrir í töskunni. Spurður um það hvernig hann myndi lýsa aðild ákærða að þessum fíkni efnainnflutningi kvað A það vera skoðun sína að hann, B og ákærði væru ekki höfuðpaurarnir í málinu, þeir hefðu allir verið í því hlutverki að koma fíkniefnunum í hendur skipuleggjenda hér á landi. Loks er þess að geta að í framburði A kom fram að ákærði h afi beðið hann um að strjúka af töskunni þegar fíkniefnunum hafði verið komið fyrir í henni og taldi hann að það gæti mögulega tengst fíkniefnaleifum sem þar kynnu að leynast. Í skýrslu B fyrir dómi 16. desember 2015 í máli því sem höfðað var á hendur honum og A hafnaði hann því alfarið að hafa átt aðild að innflutningi á fíkniefnum til landsins í ágúst 2011. Honum hafi ekki einu sinni verið kunnugt um að þetta stæði til. Þegar hann var inntur eftir því hvaða upplýsingar hann hefði um sakarefnið svaraði hann því til að hann hafi verið búinn að heyra lítillega af því áður en hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald 7. september 2011 og þá frá utanaðkomandi aðilum. Hann hafi vitað að A væri að fara á tónleika í Svíþjóð og veitt honum fjárhagslega aðstoð í tengslum við þá ferð. Þannig kvaðst hann hafa lánað honum greiðslukort, nánar tiltekið fyrirframgreitt greiðslukort, þar sem A hafi eingöngu átt debetkort sem hann hafi ekki getað notað. A og hann hefðu báðir lagt inn á kortið. Kortið hafi verið notað þegar greitt var fyrir flugfarmiða A til Svíþjóðar og til að greiða fyrir uppihald hans úti. Spurður um hvort hann hafi lagt samtals 354.000 krónur inn á bankareikning A á tímabilinu 15. til 22. ágúst 2011 svaraði hann því til að hann hafi örugglega gert það, hann hafi ýmist verið að lána honum 10 peninga eða koma til hans peningum sem hann hafi þurft á að halda þegar hann var að skemmta sér á tónleikum í útlöndum. Við aðalmeðferð þessa máls var B inntur eftir því hvort hann vissi til þess að ákærði hafi átt einhverja aðild að umræddum fíkniefnainnflutningi. Var svar hans á þann veg að hann hafi ekki frétt af ferð ákærða til Amsterdam fyrr en eftir að hann var kominn heim og kvaðst ekkert vita um það hvort hún tengdist málinu. Til samræmis við þetta skýrð i B svo frá að hann hafi aldrei beðið ákærða um að koma fatnaði til A í Amsterdam og kvaðst enga skýringu hafa á því af hverju ákærði héldi öðru fram. Þeir hefðu þekkst á þessum tíma, G , þáverandi sambýliskona ákærða, hafi verið vinkona hans, og átt talsve rð samskipti sumarið 2001. Hann minntist þess þó ekki að hafa átt samskipti við ákærða á þeim tíma sem hann var staddur í útlöndum. Þá áréttaði hann framburð sinn þess efnis að hann hafi ekki vitað annað en að A hafi verið að fara á tónleika í Svíþjóð og a ð engin áform væru uppi um að hann myndi ferðast annað. Sérstaklega aðspurður neitaði B því alfarið að hafa komið á samskiptum á milli ákærða og A í ágúst 2011 og kannaðist að auki ekki við að hafa verið í símasambandi við þann síðarnefnda dagana 11. til 1 5. ágúst 2011. Loks er þess að geta að í skýrslu sinni kvaðst B ekkert vita um möguleg tengsl F við málið. Vitnið F var fyrir dómi spurð um notkun á greiðslukorti hennar í þágu ákærða á þeim tíma sem er til umfjöllunar í málinu. Svaraði hún því til að G , vinkona hennar og þáverandi sambýliskona ákærða, hafi fengið að nota kortið. Hún hafi á þessum tíma ekki vitað til hvers kortið var notað, það er fyrir hvað var verið að borga með því, og hún hafi ekkert spurst fyrir um það. Hún hafi einfaldlega rétt G kortið. Þetta hafi gerst heima hjá afa hennar og hún hafi verið viðstödd á meðan G gekk frá umræddum greiðslum. Hún viti ekki hvað færslurnar voru margar. Hún hafi fengið þann kostnað sem þarna var stofnað til í hennar nafni greiddan þegar í stað. B hafi líka fengið greiðslukortið lánað og kvaðst hún halda að hann hafi notað það til að greiða flugfargjald. Ekki var tekin skýrsla fyrir dómi af G þar sem hún nýtti sér rétt sinn til að skorast undan skýrslugjöf, sbr. 117. gr. laga um meðferð sakamála. Í III. kafla dómsins er gerð grein fyrir atriðum sem voru ásamt öðru grundvöllur sakfellingar í áðurnefndum dómi héraðsdóms 2016 og sem lúta að samskiptum A og B í ágúst 2011. Þá er þess að geta að í málinu liggja fyrir upplýsingar um að B og ákærði h afi oft ræðst við í síma á tímabilinu 11. til 15. ágúst 2011. V Í málinu er ákærða gefið að sök að hafa í ágúst 2011 staðið ásamt þeim A og B að innflutningi til Íslands á samtals 30.225 töflum með fíkniefninu MDMA (ecstasy) til söludreifingar í ág óðaskyni og svo sem nánar er lýst í ákæru. Hann neitar sök. Við sakarmat í málinu þarf sem endranær að gæta þeirrar meginreglu sem fram kemur í 1. mgr. 109. gr. laga um meðferð sakamála, en samkvæmt henni metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafi, mats - og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn. Þá er í 2. mg r. sömu greinar mælt fyrir um að dómari meti hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það. Svo sem þegar er rakið var A með dómi 2016 sakfelldur fyrir að hafa flutt þau fíkniefni sem í ákæru greinir hingað til lands 23. ágúst 2011. Hann var þá tæplega 18 ára gamall. Þá var B fundinn sekur um að hafa átt aðild að innflutningi fíkniefnanna með því að hafa fengið A til verksins, veitt honum leiðbeiningar um ferðatilhögun og liðsinnt honum fjárhagslega með tilteknum hætti meðan á ferðinni stóð. Hefur ekkert komið fram undir rekstri þessa máls sem er til þess fallið að hnekkja sönnunargildi framangreinds dóms um þau málsatvik sem í honum greinir, sbr. 4. mgr. 186. gr. laga um meðferð sakamála. Fyrir dómi hefur A jafnan haldið því fram að hann hafi fengið fíkniefnin afhent þegar hann dvaldi á hóteli í Amsterdam sem heiti Wyndham Apollo. Frá Amsterdam hafi hann ferðast með fíkniefnin til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands. Fyrir liggur að ákærði flaug frá Íslandi til Amsterdam 16. ágúst 2011 og gisti þar á sama hóteli og A allt þar til hann sneri aftur hingað til lands 21. sama mánaðar. Er fram komið að þeir hittust á hótelinu og höfðu félagsskap hvor af öðrum. Þeir greina á hinn bóginn með ólíkum 11 hætti frá samski ptum sínum og öðrum atvikum. Þar skiptir mestu að framburður A hefur gengið út á það að ákærði hafi veitt fíkniefnunum viðtöku frá manni sem hann hitti á hótelinu og í kjölfarið komið þeim í sínar hendur. Ákærði hafi þannig átt aðild að innflutningi fíknie fnanna sem hafi falist í milligöngu hans við afhendingu þeirra, svo sem honum er gefið að sök í ákæru. Þessu hefur ákærði alfarið neitað. Hefur hann staðhæft, svo sem áður er rakið, að umrætt ferðalag hans til Hollands hafi í engu tengst því að flytja ætti fíkniefni til Íslands. Hann hafi tekið að sér að koma fötum til félaga B sem væri á ferðalagi um Evrópu og að það hafi orðið til þess að leiðir hans og A lágu saman í Amsterdam í umrætt sinn. Rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós að A hafi verið skráður f yrir herbergi á umræddu hóteli í Amsterdam á þeim tíma sem um ræðir í málinu. Framlögð gögn sýna aftur á móti að ákærði var innritaður á hótelið frá 16. til 22. ágúst 2011 og verður af þeim ráðið að hann hafi verið bókaður fyrir tveimur einstaklingsherberg jum dagana 16. og 17. ágúst, einu slíku herbergi 18. og 19. ágúst og tveggja manna herbergi dagana 20. til 22. ágúst. Greitt var fyrir gistingu fyrstu fjóra dagana í það minnsta með greiðslukorti F og það var líka notað þegar greitt var fyrir flugfarmiða á kærða til Hollands. Svaraði F því til í skýrslu sinni fyrir dómi að G , vinkona hennar og þáverandi sambýliskona ákærða, hafi fengið að nota kortið og hún hafi enga vitneskju haft um það fyrir hvað var verið að greiða með því. Þá sýna málsgögn að A kvittaði fyrir móttöku á veitingum kl. 19.43 að kvöldi 21. ágúst á því herbergi sem ákærði var þá bókaður fyrir, en hann ferðaðist til Íslands þann dag svo sem fram er komið. Upplýst er að B , F og ákærði þekktust öll á þessum tíma og voru í vinfengi hvert við ann að. Liggja svo sem áður greinir fyrir gögn um að B og ákærði hafi oft ræðst við í síma í aðdraganda ferðar þess síðarnefnda til Amsterdam, nánar tiltekið á tímabilinu 11. til 15. ágúst 2011, en það hefur ákærði staðfest. Á milli B og A voru einnig tengsl s vo sem fram er komið. Aftur á móti er ekki unnt að slá því föstu að ákærði og A hafi þekkst eða átt einhver samskipti áður en þeir hittust í Amsterdam. Framburður A um aðild ákærða að innflutningi fíkniefnanna hingað til lands er trúverðugur að mati dómsins. Er þess meðal annars að gæta í því sambandi að strax á fyrstu stigum rannsóknar málsins skýrði hann frá því að Íslendingur sem dvalið hafi með honum á hótelinu í Amsterdam hafi þar veitt fíkniefnunum viðtöku úr höndum manns sem hann kvaðst ekki ha fa þekkt. Við skýrslugjöf 16. nóvember 2011 upplýsti hann síðan um þátt ákærða svo sem að framan greinir og hefur þaðan í frá haldið sig við þann framburð. Þá er til þess að líta, ekki hvað síst í ljósi aldurs A á þessum tíma, að það er síður en svo tortry ggilegt að hann hafi ekki sjálfur sinnt þeim þætti í brotinu sem hann segir ákærða hafa haft með höndum. Svo sem að framan greinir verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að búið hafi verið að bóka ákærða fyrir tveimur einstaklingsherbergjum á umrædd u hóteli í Amsterdam þegar hann lagði upp í ferð sína til Hollands 16. ágúst 2011. Hefur ákærði enga skýringu getað gefið á þessu og borið því við að sér hafi í öllu falli ekki verið um þetta kunnugt. Framangreint ásamt því sem að öðru leyti liggur fyrir u m hótelbókanir samrýmist á hinn bóginn þeim framburði A að búið hafi verið að bóka og greiða fyrir gistingu hans á hótelinu þegar hann kom þangað og að hann hafi ýmist deilt herbergi með ákærða eða verið einn í herbergi. Þá gat ákærði engu svarað um ástæðu þess að hann var enn skráður fyrir herbergi á hótelinu eftir að hann hélt aftur til Íslands og að A hafi þá móttekið veitingar þar. Þá er til þess að líta að ákærði er einn um þá skýringu sem hann hefur gefið á tildrögum þess að leiðir hans og A lágu sama n í Amsterdam. Að þessu virtu og jafnframt að teknu tilliti til þess sem fyrir liggur um aðkomu þáverandi sambýliskonu ákærða að undirbúningi þessarar ferðar er ekki sannferðugur sá framburður hans að ferðin hafi í engu tengst þeim innflutningi á fíkniefnu m hingað til lands sem hann er sakaður um að hafa átt aðild að. Með vísan til þess sem að framan er rakið er það niðurstaða dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi átt þá aðild að innflutningi fíkniefna hingað til lands sem honum er gefi n að sök í ákæru. Varðar brot hans við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VI Ákærði er 38 ára gamall. Honum hefur ekki áður verið gerð refsing sem þýðingu hefur við refsiákvörðun í málinu. 12 Þegar refsing ákærða er ákveðin verður að líta til þ ess að hann hefur verið fundinn sekur um að hafa staðið að innflutningi á umtalsverðu magni af hættulegu fíkniefni til landsins. Á hinn bóginn á það sama við um ákærða og þá tvo einstaklinga sem þegar hafa hlotið dóm fyrir að hafa átt aðild að þessum fíkni efnainnflutningi að ósannað er að hlutverk hans hafi verið annað en það að koma efnunum hingað til lands og fá þau öðrum í hendur. Þess er áður getið að ákæra var upphaflega gefin út á hendur ákærða 21. maí 2013, eða 21 mánuði eftir að brot hans var fram ið. Samkvæmt gögnum málsins var rannsókn þess að mestu lokið á árinu 2011, en eftir það bættust við framburðarskýrsla, sem tekin var af ákærða í mars 2012, og gögn um símaskilaboð og samskipti á samfélagsmiðlum sem aflað var í september 2012 að beiðni ríki ssaksóknara samkvæmt bréfi hans 18. sama mánaðar. Við útgáfu ákærunnar var þannig orðinn óhæfilegur dráttur á meðferð málsins. Svo sem áður greinir flutti ákærði til Danmerkur í september 2011 og til Ástralíu í mars 2013 með viðkomu hér á landi frá október 2012. Af framburði ákærða fyrir dómi verður ekki annað ráðið en að hann hafi fengið um það vitneskju sumarið 2013 að gefin hefði verið út ákæra á hendur honum fyrir þann innflutning á fíkniefnum sem ákæra í málinu tekur til. Ákæra í þessu máli var þó ekki formlega birt honum fyrr en 12. janúar 2016. Mun farbanni sem hann sætti í Ástralíu hafa verið aflétt nokkrum mánuðum áður. Svo sem áður er rakið kom hann ekki til Íslands fyrr en í byrjun þessa árs og hafði þá um níu mánaða skeið verið búsettur á Spáni. Höfðu ákæruvald og lögregla ekki vitneskju um veru hans hér á landi fyrr en í ljós kom 7. apríl sl. að hann ætti bókað flug til Danmerkur daginn eftir. Refsing ákærða þykir eftir atvikum og með hliðsjón af 1. og 3. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Þegar haft er í huga að sá mikli dráttur sem orðið hefur á dómsmeðferð málsins verður að stærstum hluta rak inn til ákærða eru ekki efni til að skilorðsbinda refsingu hans. Fallist var á upptökukröfu ákæruvalds með dómi héraðsdóms 2016 og er sú niðurstaða áréttuð gagnvart ákærða með þessum dómi. Með vísan til 1. málsliðar 1. mgr. 218. gr. laga um meðferð sakamála verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Undir hann falla málsvarnarlaun og þóknun til verjenda og annar sakarkostnaður samkvæmt yfirliti sækjanda um hann, sem að teknu tilliti til leiðréttingar sem gerð var við munnlegan flutning málsins og kröfu um vitnaþóknun nemur samtals 657.244 krónum. Um ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar að teknu tilliti til virðisaukaskatts fer svo sem í dómsorði greinir. Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Einar Sigurður Einarsson, sæti fangelsi í fjögur ár. Ákærði sæti upptöku á 30.225 töflum með fíkniefninu MDMA (ecstacy), 1.756,08 g af staðdeyfilyfinu Lídókaín og 2.951,35 g af alkóhólsykri. Ákærði greiði 2.796.244 krónur í sakarkostnað, þar með talin máls varnarlaun skipaðs verjanda síns, Ómars Arnar Bjarnþórssonar héraðsdómslögmanns, 1.581.000 krónur, og þóknun til verjanda síns á fyrri stigum málsmeðferðar fyrir dómi, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 558.000 krónur.