LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðju daginn 10 . september 2019. Mál nr. 627/2019: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Guðni Jósep Einarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. A - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Einangrun. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og einangrun meðan á því stendur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir A ðalstein n E. Jónasson, Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 6. september 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9 . sama mánaðar . K ærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. september 2019 í málinu nr. R - /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 13. september 2019 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að vægari úrræðum verði beitt en að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. 3 Sóknaraðili krefst stað festingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness föstudaginn 6. september 2019 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur krafist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að X, kt. verði varnaraðila gert að sæta einangrun. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að borist hafi tilkynning frá Tollgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fimmtudagskvöldið 5. september síðastliðinn um aðila sem hafði verið stöðvaður á grænu tollhliði við reglubundið eftirlit, grunaður um að vera með mikið magn af fíkniefnum falin í ferðatösku sinni ásamt því að vera með meint fíkniefni í smellulásapoka í buxnavasa Snefilgreiningarvél Tollgæslunnar hafi gefið jákvæða svörun á kókaín við fíkniefnastroku af farangri varnaraðila og munum hans. Við leit tollvarða í farangurstösku varnaraðila hafi fundist meint fíkniefni og gaf snefilgreiningarvél Tollgæslunnar af því jákvæða svörun á kókaín. Varnaraðili hafi viðurkennt vi ð skýrslutöku lögreglu að vera með fíkniefni meðferðis. Vísað sé nánar til gagna málsins. Rannsókn málsins sé á frumstigi. Rannsaka þurfi aðdraganda ferðar varnaraðila hingað til lands. Þá þurfi að rannsaka tengsl hans við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og eða erlendis auk annarra atriða. Magn hinna meintu fíkniefna þykir eindregið benda til þess að þau hafi verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi og að háttsemi varnaraðila kunni að varða við ákvæði 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 a uk ákvæða laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni. Lögregla telji að ætla megi að varnaraðili kunni að torvelda rannsókn málsins og hafa áhrif á samseka gangi hann laus meðan mál þetta er til rannsóknar. Þess er krafist að varnaraðila verði gert að sæta ei nangrun í gæsluvarðhaldi samkvæmt heimild í b. lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008. Með vísan til alls framangreinds, rannsóknarhagsmuna, a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, laga n r. 65/1974 um ávana og fíkniefni, telji lögreglustjóri brýna rannsóknarhagsmuni standa til þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 13. september 2019, kl. 16.00 og einangrun á þeim tíma. Samkvæmt framangreindu og ranns óknargögnum málsins er fallist á það með lögreglustjóra að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Rannsókn málsins er skammt á veg komin og því ljóst að varnaraðili getur, haldi hann óskertu frelsi sínu, torvelda ð rannsókn málsins með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni. Er þannig fullnægt skilyrðum a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Að virtum rannsóknarhagsmunum ber að fallast á kröfu lögreglustjóra um að kærði sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Ekki eru á þessu stigi unnt að fallast á það með verjanda að vægari úrræði, svo sem farbann, komi til greina, eða að efni séu til að marka gæsluvarðhaldi skemmri tíma. Samkvæmt þessu verður fallist á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Varnaraðili, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 13. september nk. kl. 16:00. Varnaraðili sæti einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur.