LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 3. desember 2018 . Mál nr. 775/2018 : Gamli Byr ses. (Gestur Jónsson lögmaður ) gegn Íslandsbanka hf. (Andri Árnason lögmaður ) Lykilorð Kærumál. Matsgerð. Matsmenn. Lögvarðir hagsmunir. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu G um að dómkvaddir matsmenn og nafngreindur starfsmaður Í yrðu kvaddir fyrir dóm til skýrslugjafar. Landsréttur vísaði til þess að matsmenn hefðu verið dómkvaddir í sérstöku matsmáli en ágreiningur um þá k röfu Í, sem matsgerðinni sé ætlað að staðreyna, sætti nú meðferð héraðsdóms í öðru máli og hefði matsgerðin verið lögð fram í því máli. Við meðferð þess máls ætti G þess kost að leggja fram gögn og leiða matsmennina og önnur vitni til skýrslugjafar. Gæfist G þá tækifæri til að spyrja matsmennina, og eftir atvikum önnur vitni, út í atriði sem gætu leitt í ljós hvort þá hefði brostið hæfi til starfans. Varð því ekki séð að G hefði á þessu stigi lögvarða hagsmuni af því að krafa hans næði fram að ganga. Var hi nn kærði úrskurður því staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar m eð kæru 15. október 2018 en k ærumálsgögn bárust réttinum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. október 2018 í málinu nr. M - /2013, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að dómkvaddir matsmenn í málinu og nafngreindur starfsmaður varnaraðila yrðu kvaddir fyrir dóminn til skýrslugjafar. Um k æruheimild er vísað til b - og c - liða 1 . mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einka mála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann k ærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. 2 Málsatvik 4 Með matsbeiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur 11. nóvember 2013 krafðist varnaraðili þess að dómkvaddir yrðu tveir sérfróðir og óvilhallir matsmenn til að meta nánar tiltekin atriði varðandi fjárhagsstöðu Byrs hf. 30. júní 2011. Matsþolar voru sóknaraðili og í slenska ríkið. Í matsbeiðninni er rakið að tilgangur matsins sé að staðreyna fjárhagslegt tjón sem varnaraðili kveðst hafa orðið fyrir vegna ætlaðra vanefnda matsþola á samningi 12. júlí 2011 þar sem varnaraðili keypti alla hluti í Byr hf. af matsþolum. Hi nn 16. maí 2014 voru dómkvödd sem matsmenn þau Lúðvík Tómasson og María Sólbergsdóttir, löggiltir endurskoðendur. 5 Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er jafnframt rekið dómsmál milli sóknaraðila og varnaraðila þar sem sá síðarnefndi gerir kröfu um að tilgreind f járkrafa hans á hendur sóknaraðila vegna hins ætlaða tjóns verði viðurkennd við slitameðferð sóknaraðila á grundvelli 110. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Málið er nr. X - 32/2014 í málaskrá dómsins. 6 Með beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur 17. maí 2018 krafðist sóknaraðili úrskurðar dómsins um að hinir dómkvöddu matsmenn teldust ekki hæfir sem dómkvaddir matsmenn í málinu. Varnaraðili krafðist þess að kröfunni yrði hafnað. Undir rekstri málsins krafðist sóknaraðili þess jafnframt að matsmennirn ir og Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá varnaraðila, yrðu kvödd fyrir dóminn til skýrslugjafar. Varnaraðili mótmælti þeirri kröfu og var henni hafnað með hinum kærða úrskurði. 7 Í beiðni sinni frá maí 2018 vísar sóknaraðili til þess að matsme nn hafi verið að störfum og þegið reglubundið greiðslur frá varnaraðila í hartnær fjögur og hálft ár. Ekki sé ágreiningur um að dómkvaddir matsmenn eigi rétt á þóknun fyrir störf sín en setja verði því eðlileg mörk út frá sjónarmiðum um hæfi þeirra. Sóknar aðili telur ástæðu til að ætla að siðareglum löggiltra endurskoðenda hafi ekki verið fylgt. En þótt ekki væri við slíkar siðareglur að styðjast yrði niðurstaðan sú sama út frá ákvæði 3. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991. Framvinda matsmálsins beri þess glögg m erki að hinir dómkvöddu sinnt. 8 Tilgangur þess að taka skýrslu af matsmönnunum og framkvæmdast jóra fjármála hjá varnaraðila sé meðal annars að krefjast þess að matsmenn og umræddur starfsmaður varnaraðila leggi fram ,,þau skjöl sem á vantar til að verða við kröfu sóknaraðila um 3. ágúst 2018, eru talin upp þau gögn sem sóknaraðili krefst að matsmenn og varnaraðili leggi fram. Þá sé ætlunin að spyrja þá um atvik sem skipti máli við mat á hæfi matsmannanna. 9 Varnaraðili tilkynnti Landsrétti 15. nóvember 2018 að matsmenn hefðu afhe nt honum matsgerð ásamt fylgiskjölum. Bréfinu fylgdi endurrit úr þingbók máls nr. X - 32/2014 3 þar sem meðal annars kemur fram að í þinghaldi sama dag hafi matsgerðin ásamt fylgiskjölum verið lögð fram í því . Niðurstaða 10 M atsmenn í máli þessu voru dómkvaddir á grundvelli XII. kafla laga nr. 91/1991 í sérstöku matsmáli. Við öflun sönnunar eftir fyrirmælum þessa kafla skal meðal annars farið eftir ákvæðum 60. til 66. gr. laganna eftir því sem við getur átt, sbr. 79. gr. þeirra. Samkvæmt því ákvæði tekur dómari, sem öflun sönnunar fer fram fyrir, ákvarðanir og úrskurðar um þau atriði varðandi hana sem hefðu ella borið undir dómara við rekstur máls. Ef sérstakt tilefni verður til þess meðan á öflun sönnunar stendur getur aðili óskað eftir því að frekari gagna verð i aflað en beiðst var í byrjun. Getur dómari ákveðið hvort orðið verði við slíkri ósk. 11 Samkvæmt 1. mgr. 63. gr. laga nr. 91/1991 skal matsmaður semja rökstudda matsgerð þar sem þau sjónarmið eru greind sem álit hans er reist á og afhenda hana matsbeiðand a. Þegar matsgerð hefur verið afhent matsbeiðanda er hlutverki matsmanns lokið að öðru leyti en því að honum er samkvæmt 1. mgr. 65. gr. sömu laga skylt að kröfu aðila að koma fyrir dóm til að gefa skýrslu til skýringar og staðfestingar á matsgerð og um at riði sem tengjast henni . Fram kemur í 1. mgr. 66. gr. laganna að dómari leysi með úrskurði meðal annars úr ágreiningi sem lýtur að hæfi matsmanns og í 6. mgr. 61. gr. segir að reynist matsmaður óhæfur til starfans kveðji dómari til annan í hans stað að krö fu matsbeiðanda. 12 Ágreiningur um þá kröfu varnaraðila, sem matsgerðinni var ætlað að staðreyna, sætir nú meðferð héraðsdóms í fyrrnefndu máli nr. X - 32/2014 og hefur matsgerðin verið lögð fram í því. Við meðferð þess máls á sóknaraðili kost á því að leggja f ram gögn og leiða matsmennina og önnur vitni til skýrslugjafar að skilyrðum laga nr. 91/1991 uppfylltum , sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991. Gefst sóknaraðila þá tækifæri til að spyrja matsmennina, og eftir atvikum önnur vitni, út í atriði sem leitt ge ta í ljós hvort þá hafi brostið hæfi til starfans . Að þessu gættu verður ekki séð að sóknaraðili hafi á þessu stigi lögvarða hagsmuni af því að krafa hans, sem hinn kærði úrskurður tekur til, nái fram að ganga. Verður málinu því vísað frá Landsrétti. 13 Rétt þykir að kærumálskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Kærumálskostnaður fellur niður. 4 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. M - I. Með beiðni móttekinni í Héraðsdómi Reykjavíkur, 18. maí sl., krafðist matsþolinn í máli þessu, Gamli BYR ses. áður Byr sparisjóður, þess að úrskurðað yrði að dómkvaddir matsmenn Lúðvík Tómasson og beiðandi krefst þess að kröfunni verði hafnað og málskostnaðar. Með bókun sem lögð var fram á dómþingi 23. ágúst sl. gerði sóknaraðili rökstudda kröfu um að matsmenn yrðu kvödd fyrir dóminn og að auki Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá varn araðila. Einnig var þess krafist að matsmenn og matsbeiðandi legðu fram tiltekin gögn. Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila um skýrslugjöf verði hafnað. Fjármála - og efnahagsráðuneytið var aðili að matsmálinu í upphafi en hefur í engu látið þann ágreining sem hér er til umfjöllunar sig varða. Matsþoli er sóknaraðili undir þessum ágreiningi og matsbeiðandi varnaraðili. Málið var tekið til úrskurðar 21. september sl. að loknum munnlegum málflutningi. II. Með matsbeiðni dagsettri 13. nóvember 2013 óskaði varnaraðili þess að dómkvaddir yrðu tveir sérfróðir og óvilhallir menn til þess að meta nánar tiltekin atriði varðandi fjárhagsstöðu Byrs hf. þann 30. júní 2011 og staðreyna þar með fjárhagslegt tjón varnaraðila vegna vanefnda sóknaraðila á kaupsam ningi um alla hluti í Byr hf. frá 12. júlí 2011, eins og fram kemur í matsbeiðninni. Matsþolar voru tilgreindir Byr sparisjóður, nú Gamli Byr ses., sóknaraðili þessa máls, og íslenska ríkið. Matsmenn, samkvæmt dómkvaðningu 16. maí 2014, eru Lúðvík Tómasso n, löggiltur endurskoðandi, með dómkvaðninguna falið að hafa samráð við málsaðila við framkvæmd matsins og ljúka mati sínu svo skjótt sem kostur væri. Matsspurningar varnaraðila/matsbeiðanda lutu í grunninn að því hvort tilgreind útlán Byrs hf. hefðu verið metin með réttum hætti í reikningsskilum Byrs hf. nr. 1. Matsstörf eru að mati varnaraðila afar umfangsmikil og því til marks hafi fjórtán formlegir m atsfundir verið haldnir. Þó að matsferlið hafi tekið drjúgan tíma sjái nú fyrir endann á því, en matsmenn ráðgeri að matsgerð verði skilað eigi síðar en 15. nóvember nk. Tafir á matsferlinu telur varnaraðili skýrast m.a. af því að gagnaöflun og - úrvinnsla hafi reynst tímafrekari og flóknari en á horfðist í upphafi. Varnaraðili kveðst ráðgera að leggja væntanlega matsgerð fram í héraðsdómsmálinu nr. X - 32/2014, sem rekið er milli aðila fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar er til úrlausnar ágreiningur um fjárkr öfu varnaraðila á hendur sóknaraðila, sem varnaraðili lýsti við slit sóknaraðila 27. júní 2013, en fjárhæð hennar nemi 7.707.632.027 krónum auk áfallandi dráttarvaxta og kostnaðar. Því héraðsdómsmáli hafi verið frestað til 15. nóvember 2018, eða þar til ma tsgerðin liggi fyrir. Með úrskurði héraðsdóms frá 18. apríl 2018, í máli nr. X - 32/2014, var fallist á kröfu matsbeiðanda um að fresta málinu með þeim hætti, sbr. og úrskurð Landsréttar 14. júní 2018 í máli nr. 390/2018, þar sem fyrrnefndur úrskurður héraðs dóms um frestun málsins var staðfestur. 5 Sóknaraðili kveðst lengst af ekki hafa fengið upplýsingar frá varnaraðila eða matsmönnum um greiðslur til matsmanna. Hafi þó verið upplýst að varnaraðili hefði greitt reglulega þóknun til matsmanna skv. reikningum þeirra. Sóknaraðili skoraði á matsmenn og varnaraðila á fundi í apríl 2017 að upplýsa um áfallinn kostnað. Við því hafi ekki verið orðið. Leitaði sóknaraðili þá til Héraðsdóms Reykjavíkur með kröfu um að úrskurðað yrði að matsmönnum væri skylt að upplýsa u m alla reikninga sem þeir hefðu gefið út vegna matsstarfans og allar greiðslur sem þeir hefðu fengið frá varnaraðila. Að framkominni úrskurðarkröfunni kveður sóknaraðili að matsmenn hafi upplýst um reikninga sem þeir hefðu gefið út vegna tímabilsins frá maí 2014 til júní 2017. Í ljós hafi komið að fjárhæðin næmi 67.546.500 krónum auk virðisaukaskatts sem þýði að samtala r eikninga þeirra með skattinum hafi þá numið tæplega 84 milljónum króna. þ.e. greiðslur fyrir störf matsmanna og aðstoðarmanna þeirra, þar með talið sérfræðinga sem matsmenn Sóknaraðili kveður sér hafa borist bréf matsmanna dagsett 15. maí 2018. Í bréfinu hafi ekki verið orðið við áskorun sóknaraðila og hvergi vikið að þóknun matsmanna. Sóknaraðili telur að gögn málsins bendi til þess að þóknanagreiðslur varnaraðila til matsmanna hafi numið að meðaltali meira en einni milljón á mánuði til hvors þeirra undanfarin ríflega fjögur ár. Hann vekur athygli á því að samhliða matinu hafi báðir matsmennirnir gegnt öðrum áby rgðarstörfum. Annar hafi síðustu ár gegnt fullu starfi á Möltu þar sem hann búi og eigi lögheimili. Í tilefni af erindi sóknaraðila til héraðsdóms frá 17. maí 2018 kveður varnaraðili matsmenn hafa lagt fram bókun, ásamt sundurliðun yfir þóknun vegna matss tarfa. Þar komi fram að þóknun matsmanna vegna matsstarfa á tímabilinu maí 2014 til maí 2018, þ.e. heildarupphæð útgefinna reikninga, nemi alls 81.413.500 kr. án virðisaukaskatts, fyrir alls 3.323 vinnustundir. Að meðaltali hafi matsmenn gefið út reikninga fyrir tæplega viku vinnu á mánuði á tímabilinu. Þóknun matsmanna hafi frá upphafi verið 24.500 kr./klst. og sú fjárhæð hafi verið kynnt á fyrsta matsfundi í júní 2014. Þá hafi, að sögn varnaraðila, engar athugasemdir verið gerðar við það að matsmenn hafi gefið út reikninga jöfnum höndum og fengið þá greidda frá varnaraðila, eins og til hafi staðið í upphafi. Varnaraðili telur ástæðu til að láta þess getið að sóknaraðili hafi áður skotið tilgreindum ágreiningsatriðum vegna matsferlisins til Héraðsdóms Rey kjavíkur, þ.e. í máli þessu nr. M - til héraðsdóms 8. júní 2017. Í því erindi hafi m.a. verið krafist úrskurðar héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, um að skylt að upplýsa matsþola um þóknun og eftir atvikum annan kostnað vegna matsstarfanna, þar með talið, ef um er að ræða, alla reikninga sem þau hafa gefið út vegna matsstarfanna og allar greiðslur frá matsbeiðanda. Hafi krafan m.a. verið rökstudd svo í er indinu að matsþoli [teldi] sig eiga rétt á upplýsingum um greiðslur og eftir atvikum skuld matsbeiðanda við matsmenn svo hann geti gætt hagsmuna sinna gagnvart hæfi matsmanna sbr. 61. og 66. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í þinghaldi í máli þ essu 21. ágúst 2017, þar sem framangreind krafa sóknaraðila frá 8. júní 2017 hafi verið tekin fyrir, hafi matsmenn m.a. lagt fram yfirlit yfir fjölda vinnustunda vegna matsins og fjárhæð þóknunar, sundurliðað eftir ársfjórðungum. Hafi þar m.a. komið fram a ð á tímabilinu maí 2014 til júní 2017 hefðu matsmenn gefið út reikninga fyrir þóknun vegna matsstarfa, samtals 2.757 klst., að fjárhæð 67,5 milljónir kr. án virðisaukaskatts. Að fengnum þessum upplýsingum hafi matsþoli fallið frá kröfu um að matsmönnum yrð i gert skylt að upplýsa um áðurgreind atriði með úrskurði. 6 Kröfur sóknaraðila í þessum þætti byggjast fyrst og fremst á því að hann telur að matsmenn hafi á löngum tíma þegið það háar greiðslur frá varnaraðila að þeir hafi tapað óhæði. Eins og að framan g reinir lagði sóknaraðili fram bókun 23. ágúst sl. með kröfu um að matsmenn yrðu kvödd fyrir dóminn og að auki Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá varnaraðila. Einnig var þess krafist að matsmenn og matsbeiðandi legðu fram tiltekin gögn. Sá ág reiningur sem rakinn er hér snýr að skyldu framangreindra til að bregðast við kröfum sóknaraðila í þessa veru. Dómurinn telur rétt samhengisins vegna að rekja málsástæður aðila í heild þótt úrskurður þessi varði einungis tengd atriði. III. Sóknaraðili te lur að matsmenn sem þegið hafi slíkar fúlgur fjár frá öðrum málsaðilanum um fjögurra ára skeið hafi með því misst hæfi sitt. Sóknaraðili telur ástæðu til þess að ætla, hlutrænt séð, að meðvitað eða ómeðvitað dragi þeir taum þess aðilans sem hafi greitt þei m. Sú staða geti skapast að matsmennirnir telji sig eiga greiðandanum skuld að gjalda og vilji því skila honum niðurstöðu sem nýtist í deilunni við sóknaraðila. Við þetta bætist að matsmenn hafi unnið verk sitt allan tímann að því er virðist í mjög náinni samvinnu við varnaraðila. Þegar slík samvinna standi í svo óhæfilega langan tíma sem um ræðir í þessu tilviki, þ.e. rúm fjögur ár, telji varnaraðili hættu á að tengsl skapist se m geti haft áhrif á niðurstöðuna. Sú staðreynd að hvorki matsmenn né varnaraðili hafi upplýsti sóknaraðila jafnóðum um þóknanagreiðslurnar sem að framan er lýst sé ótvíræð vísbending um að matsmenn hafi tekið sér stöðu nær öðrum málsaðilanum. Varnaraðili leggi matsmönnum til vinnuaðstöðu án endurgjalds. Jafnframt leggi hann þeim til tæki og búnað án endurgjalds. Matsmenn beri því lítinn sem engan rekstrarkostnað af þessu verkefni þótt þeir sinni því formlega séð í verktöku. Þetta fyrirkomulag geri tímagjal d þeirra ríflegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, miðað við það sem almennt gerist hjá sambærilegum aðilum. Í þessu sambandi lætur sóknaraðili þess getið að á fyrsta matsfundi hafi matsmenn upplýst um tímagjald sitt, en það hafi ekki verið fyrr en síðar að varnaraðili hafi útvegað þeim vinnuaðstöðu, án þess að áhrif hafi haft á tímagjald þeirra svo vitað sé. Við þetta bætist að matsmenn virðist snúa sér til varnaraðila um alla gagnaöflun. Andlag matsins sé afmarkaður hluti útlánasafns Byrs, sem varð eig n varnaraðila við kaup og síðar samruna. Allt útlánasafnið sé nú hluti af eignum varnaraðila. Það sé í hans vörslum og hvergi annars staðar. Hann hafi ekki heimilað matsmönnum eða sóknaraðila beinan aðgang að útlánasafninu. Þess í stað hafi hann skammtað rafræn gögn í svokallað gagnaherbergi, en í því herbergi sé einungis unnt að fletta gögnum á tölvuskjá. Varnaraðili virðist afla gagna til framlagningar fyrst og fremst frá þriðja aðila, þ.e. Reiknistofu bankanna (RB), en veiti engan aðgang að frumgögn um málsins sem öll eru í hans vörslu. RB virðist ekki afhenda gögn sem þar eru geymd heldur vinna skrár úr gagnagrunnum sem síðar séu afhentar matsmönnum. Virðist varnaraðili og matsmenn telja að á grundvelli slíkra gagna geti matsmenn komist að niðurstöðu um það hver hefði verið hæfileg v irðisrýrnun hinna tilteknu lána árin 2010 og 2011 eftir atvikum. Þetta sé gert þótt fyrir liggi í viðauka 1 með fundargerð 13. matsfundar frá 21. júlí 2017 svohljóðandi bréf frá varnaraðila/matsbeiðanda, sem beint var til matsmanna og sóknaraðila: Eftir nánari skoðun Íslandsbanka á gögnum sem voru fengin frá RB, sbr. m.a. fyrrgreindra athugasemda matsþola, er ljóst að gögnin eru ekki eins áreiðanleg í öllum tilvikum og ráðgert hafði verið við vinnslu skjalsins. Ágallarnir eiga rót að rekja til þess að RB heldur ekki utan um 7 tryggingainnborganir eða aðgerðir lögmanna og því er sjóðsflæðið ekki rétt. Þá eru upplýsingar um veðsetningar og aðrar tryggingar ekki rétt skráðar í öllum tilvikum og því eru veðréttir, sem og fasta - og lóðarnúmer, ekki alltaf rétt. Þess er getið að lögmaður varnaraðila hafi ekki átt frumkvæði að því að benda á annmarka á umræddum komið í kjölfar þes s að sérfræðingar á vegum sóknaraðila höfðu, með eigin rannsókn, komist að niðurstöðu um að upplýsingar í gögnunum væru einfaldlega rangar. Sagt var að 993 lán úr safninu sem matsmönnum hafi verið ætlað að meta væru án trygginga þegar hið gagnstæða var rey ndin í flestum tilvikum skv. rannsókn sérfræðinga matsþola. Lögmaður sóknaraðila hefði komið á framfæri við matsmenn og varnaraðila harðorðum athugasemdum af þessum sökum. Bréf lögmannsins hafi falið í sér staðfestingu þess að varnaraðili hafi veitt matsmö nnum efnislega rangar upplýsingar um skjöl sem hann einn hafi aðgang að. Sambærilegar yfirlýsingar hafi komið fram hjá lögmanninum við munnlegan málflutning fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 21. mars sl. þar sem deilt var um kröfu varnaraðila um að frestað yrði málflutningi um frávísunarkröfu sóknaraðila (matsþola) í málinu. Í bréfi lögmanns sóknaraðila til matsmanna 20. apríl sl. hafi atvikunum verið lýst þannig: ... skýrði lögmaður matsbeiðanda í málflutningi sínum tafir á framvindu matsmálsins m.a. með því að gögn frá RB hefðu ekki reynst eins áreiðanleg og ráð hefði fyrir gert og tók sem dæmi að þar kæmu ekki fram innborganir á einstök lán vegna trygginga vegna þess að svo virtist vera sem þær upplýsingar hefðu verið færðar í stílabækur hjá Byr sem ekk i hefðu skilað sér til RB. Í tilvitnuðu bréfi til matsmanna frá 20. apríl 2018 hafi jafnframt verið settar fram athugasemdir og spurningar frá sérfræðingum sóknaraðila varðandi gögnin sem unnið sé með. Auk þess hafi verið sett fram krafa um að matsfundur yrði haldinn til þess að yfirfara athugasemdir sóknaraðila og gefa honum kost á að fylgjast með matinu. Erindinu sé svarað svona í tilvísuðu bréfi matsmanna frá 15. maí sl.: ... Matsmenn munu vissulega ganga úr skugga um að heilindi gagna séu eins og bes t verði á kosið með afstemmingum, greiningar - og staðfestingarvinnu þannig að þeir geti skilað af sér mati sem stenst skoðun í samræmi við IFRS. Aðilum máls verður veittur aðgangur að gögnum málsins þegar búið verður að ganga úr skugga um heilindi þeirra m eð afstemmingar - , greiningar - og staðfestingarvinnu. Sóknaraðili sem matsþoli kveðst ekki eiga að þurfa að sætta sig við svona vinnubrögð. Matsmenn segist vera að meta gögn frá varnaraðila eða þriðja aðila og ætli sér ekki að veita matsþola aðgang að þeim fyrr en eftir að þeir hafi gengið úr skugga um heilin di þeirra . Kjarni vandans sé sá að andstætt reglunni um að matsmenn skuli vinna með andlag matsins, þ.e. útlánasafn Byrs sem nú sé í eign og vörslum varnaraðila, eigi að vinna matið á grundvelli upplýsinga sem fyrst og fremst séu fengnar með vinnslu skráa sem matsbeiðandi láti vinna upp úr gögnum frá RB. Með öðrum orðum hafi sóknaraðili engan aðgang að útlánasafninu sem verið sé að meta og hafi enga beina leið til þess að ganga úr skugga um að varnaraðili veiti matsmönnum réttar upplýsingar til þess að vinn a með. Þetta sé ekki í neinu samræmi við meginreglur réttarfars um framlagningu gagna. Að matsmenn skuli fallast á að vinna mat á þessum forsendum, þrátt fyrir athugasemdir sóknaraðila, sé skýrt dæmi um ójafnræði matsaðila í matsferlinu. Sóknaraðili telji matsmenn draga taum varnaraðila í þessu sem fleiru. Í fyrrgreindu svarbréfi matsmanna sé ekki orðið við kröfunni um matsfund og engin efnisleg svör veitt við erindi sérfræðinga matsþola sem fram komi í bréfinu frá 20. apríl sl. 8 Meðal skily rða þess að dómkveðja megi mann til að framkvæma mat er að hann sé að öllu leyti óaðfinnanlegt vitni um það atriði sem á að meta , sbr. 3. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með vísan til framangreinds byggir sóknaraðili á því að matsmenn hafi, með móttöku hárra greiðslna á óhæfilega löngu tímabili og í störfum sínum að öðru leyti, glatað hæfi sínu. Sé því óskað dómsúrskurðar um framangreinda kröfu. Krafan er sögð gerð samkvæmt heimild í 1. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamál a. IV. Varnaraðili byggir á því að krafa sóknaraðila er snýr að hæfi matsmanna sé of seint fram komin, enda sé hún ekki sett fram án ástæðulauss dráttar, og beri að hafna henni af þeirri ástæðu, sbr. meginreglu einkamálaréttarfars um afdráttarlausa málsme ðferð, sbr. og 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991. Varnaraðili telur nánar tiltekið ljóst að krafa sóknaraðila, sem hér sé til úrlausnar, sé gagngert reist á atriðum sem legið hafi ljós fyrir ýmist frá upphafi matsferlisins á árinu 2014, eða frá því í ágúst 2017, þá er matsmenn upplýstu um greiðslur til sín vegna tímabilsins maí 2014 til júní 2017. Hafi sóknaraðila verið í lófa lagið að krefjast þá úrskurðar héraðsdóms um hæfi matsmanna, teldi hann fjárhæð greiðslna til matsmanna eða önnur atriði tengd matsf erlinu að þessu leyti gefa tilefni til þess. Þar sem sóknaraðili hafi látið það hjá líða teljist hann hafa fyrirgert rétti sínum til að bera brigður á hæfi matsmanna á þessum grundvelli, sbr. fyrrgreinda meginreglu um afdráttarlausa málsmeðferð. Teljist só knaraðili þvert á móti með aðgerðaleysi sínu að þessu leyti hafa fellt sig við fyrirkomulag og fjárhæð þóknunar matsmanna. Af þeirri afstöðu sé hann bundinn, sbr. og til hliðsjónar 45. gr. laga nr. 91/1991. Hvað sem framangreindu líði telur varnaraðili a ð fyrrgreind krafa sóknaraðila sé haldlaus. Krafan virðist, sem fyrr segi, öðrum þræði reist á því að fjárhæð greiðslna matsmanna geri það að verkum að þeir hafi atriðum, sem nánar séu rakin í erindi hans til héraðsdóms, og vandséð sé hvernig tengist hæfi matsmanna á nokkurn hátt, svo sem að matsmenn hafi á tímabili sinnt matsstörfum í húsakynnum varnaraðila sem fari með vörslur matsandlagsins. Varnaraðili hafnar því að þau atriði sem tilfærð séu í erindi sóknaraðila til héraðsdóms geti leitt til þess að matsmenn séu ekki hæfir til að gegna matsstörfum, eða að þau geti á einhvern hátt varpað rýrð á sjálfstæði og óhæði þeirra gagnvart varnaraðila. Reglur um þóknun til matsmanna fyrir matsstörf sé m.a. að finna í 63. gr. laga nr. 91/1991. Þar segi í 1. mgr. að matsmaður skuli semja rökstudda matsgerð þar sem þau sjónarmið séu greind sem álit hans er reist á. Matsgerð skuli fengin matsbeiðanda í hendur, en matsmanni s é þó rétt að krefjast áður greiðslu skv. 3. mgr. sömu lagagreinar. Í 3. mgr. segi að matsmaður eigi rétt á hæfilegri þóknun fyrir störf sín samkvæmt reikningi og endurgreiðslu útlagðs kostnaðar úr hendi matsbeiðanda. Matsmanni sé einnig rétt að krefjast gr eiðslu fyrir fram vegna ferðakostnaðar, svo og tryggingar samkvæmt ákvörðun dómara fyrir þóknun sinni ef með þarf. Af þessum lagaákvæðum leiði að kostnaður við matsgerð greiðist af matsbeiðanda, og sé matskostnaður borinn af matsbeiðanda nema matsþoli verð i dæmdur til greiðslu hans í heild eða að hluta í formi málskostnaðar á seinni stigum, sbr. XXI. kafla sömu laga. Þá leiði og af framangreindu fyrirkomulagi að matsbeiðanda er gert að greiða matskostnað áður en rökstudd matgerð er afhent, sbr. 1. mgr. 63. gr., en af því leiðir augljóslega að greitt sé fyrir vinnuframlag matsmanna áður en niðurstaða matsgerðar er honum kunn. Af þessu leiði og að matsbeiðandi hafi ekki tök á að leggja endanlegt mat á það hvort þóknun sem greidd hefur verið fyrir matsvinnu tel jist hæfileg í skilningi 3. mgr. sömu gr., sem kann því að sæta endurskoðun á grundvelli 66. gr. laganna. Sé þetta fyrirkomulag alþekkt að telja verði og ekki öðruvísi farið í þeirri matsgerð sem hér sé til umfjöllunar en í öðrum. Af þessu megi og draga þá ályktun að fráleitt komi til álita, við þær aðstæður sem hér um ræði, að matsmenn teljist vanhæfir fyrir það eitt að gera kröfu um greiðslu þóknunar á grundvelli lagaheimildar 1. mgr. 63. gr. laga nr. 91/1991. 9 Fyrir liggi að heildarfjárhæð þóknunar til matsmanna, sem nam 81.413.500 kr. (án virðisaukaskatts) í maí 2018, sé vissulega há miðað við það sem almennt gengur og gerist í matsmálum. Umfang hennar eigi sér þó væntanlega þær skýringar að matsatriði séu óvenju umfangsmikil og flókin, en sem fyrr segi sé matsmönnum m.a. falið að svara því hvort mat á nánar tilteknum útlánum, þá í eigu Byrs hf., hafi farið fram í samræmi við gildandi reglur Byrs hf. og alþjóðlega reikningsskilastaðla. Hafi verkefnið fyrirsjáanlega kallað á umfangsmikla öflun og úrvinnsl u gagna af hálfu matsmanna, sem gengið hafi hægar en vonir hafi staðið til, en sjái þó fyrir endann á. Þetta, ásamt öðru, verði að telja að hafi leitt til hærri matskostnaðar en ella, auk þess sem áhrif hafi að matsmenn eru tveir. Hvað varði fjárhæð þóknun ar matsmanna beri einnig að hafa í huga að umfang matsandlagsins sem sé til umfjöllunar í héraðsdómsmálinu nr. X - 32/2014, sbr. tilgang matsins, sé umtalsvert, en fjárhæð kröfu varnaraðila á hendur sóknaraðila nemi 7.707.632.027 krónum auk áfallandi dráttar vaxta og kostnaðar. Miðað við umfang og eðli matsins telji varnaraðili að áfallinn matskostnaður geti ekki fyrirsjáanlega talist óhóflegur. Varnaraðili telur að sóknaraðili hafi þannig ekki fært fram nein haldbær rök fyrir þeirri ályktun að fjárhæð eða t ilhögun greiðslna til matsmanna varpi rýrð á hæfi þeirra, þ.m.t. sjálfstæði þeirra gagnvart varnaraðila, sbr. 3. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991. Meginregla laga sé, sem fyrr segi, sú, sbr. 63. gr., að matsmenn eiga rétt á greiðslu fyrir störf sín áður en ma tsgerð er afhent matsbeiðanda og þannig sé matsmönnum ávallt tryggð greiðsla úr hendi matsbeiðanda áður en þeir láta matsgerð af hendi. Með því er t.d. fyrir það girt að matsbeiðandi geti neitað matsmönnum um greiðslu fyrir matsstörf vegna þess að matsbeið andi felli sig ekki við niðurstöðu matsgerðar. Að þessu leyti sé sjálfstæði matsmanna gagnvart matsbeiðanda tryggt lögum samkvæmt, hvort sem þóknun er greidd jafnóðum meðan á matsferli stendur eða í einu lagi í lok þess. Af þessu leiði jafnframt að greiðsl ur matsbeiðanda til matsmanna, áður en matsgerð er afhent, geti ekki leitt til vanhæfis þeirra til að gegna matsstörfum, sbr. 3. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991. Að því marki sem ákvæði laga nr. 91/1991 leiði ekki til annars sé nánara fyrirkomulag og fjárh æð greiðslna til matsmanna háð aðstæðum hverju sinni, eftir atvikum að höfðu samráði við matsþola. Allt frá upphafi matsferlisins sem hér um ræðir hafi legið fyrir með hvaða hætti matsmönnum yrði greitt fyrir störf sín, þ.m.t. fjárhæð tímagjalds, svo og að reikningar matsmanna yrðu gefnir út og greiddir jafnóðum með reglubundnu millibili. Fyrir slíka tilhögun, þ.e. að matsmenn fái greitt fyrir störf sín í áföngum, sé á engan hátt girt í lögum nr. 91/1991, og verði öndverðri niðurstöðu hvorki fundinn staður í ákvæðum laganna né í dómaframkvæmd. Slík tilhögun á greiðslum til matsmanna geti heldur engin áhrif haft á hæfi þeirra til að gegna matsstörfum, sbr. 3. mgr. 61. gr. sömu laga, sbr. og umfjöllun í lið 2.3.3 hér að framan. Sé kröfugerð sóknaraðila því að þessu leyti tilefnislaus með öllu að telja verði. verði ekki fallist. Fyrir liggi að varnaraðili fer með umráð matsandlagsins, þ.e. viðkomandi útlána/útlánasafns, og sé vegna reglna um þagnarvernd og bank aleynd og vegna eðlis gagnanna. Af þeim sökum hafi matsmenn að einhverju leyti sinnt matsstörfum m.a. í húsakynnum varnaraðila, og einnig í gegnum rafrænan fjaraðgang. Hafi sóknaraðili og sérfræðingar á þeirra vegum einnig fengið víðtækan aðgang að gögnum matsmálsins, m.a. gegnum svokallað rafrænt gagnaherbergi. Umrætt verklag, hvað varðar aðgang matsmanna og matsþola að gögnum matsins, sé í fullu samræmi við lög nr. 91/1991, en samkvæmt 2. mgr. 62. gr. sé matsmönnum rétt að afla sér gagna til afnota við ma að því nema nánar tilgreindar undantekningar eigi við, sbr. 3. mgr. 62. gr. laganna. Þá er umfjöllun um gagnaöflun matsmanna o.fl. í erindi sóknaraðila til héraðsdóms hafnað sem rangri, og einnig sem þýðingarlausri, enda verði á engan hátt séð hvernig tilvitnuð atriði, þ.m.t. hvað varðar gögn frá Reiknistofu bankanna hf. o.s.frv., geti ski pt máli fyrir hæfi matsmanna. Umfjöllun um slík atriði í erindi 10 sóknaraðila sé því tilefnis - og þýðingarlaus með öllu, auk þess að eiga ekki við rök að styðjast. Telur varnaraðili ljóst að búið hafi verið svo um hnúta í matsferlinu að sóknaraðili hafi geta ð gætt hagsmuna sinna í hvívetna og það raunar í mun ríkari mæli en lög nr. 91/1991 geri ráð fyrir. Varnaraðili telur jafnframt skjóta skökku við, nú þegar hylli undir lok matsferlisins, sbr. áætluð verklok 15. nóvember 2018, að sóknaraðili beri brigður á hæfi matsmanna vegna atriða sem legið hafi fyrir í langan tíma og sum hver alveg frá upphafi matsferlisins á árinu 2014, sbr. framangreint Verði að telja að umrædd krafa sóknaraðila sé, a.m.k. öðrum þræði, sett fram í þeim tilgangi að tefja fyrir framga ngi matsferlisins, m.a. að teknu tilliti til þess frests sem matsbeiðanda var veittur í máli nr. X - 32/2014 til að ljúka öflun matsgerðar, sbr. úrskurð héraðsdóms í því máli frá 18. apríl 2018, sbr. og úrskurð Landsréttar 14. júní 2018 í máli nr. 390/2018. Málatilbúnaður sóknaraðila í þessum þætti málsins skoðist og í því ljósi að hann hafi að eigin mati hagsmuni af því að torvelda öflun matsgerðarinnar, en sóknaraðili hafi m.a. krafist frávísunar á máli nr. X - 32/2014 á þeim grundvelli að lýst fjárkrafa mats beiðanda, sem sé til úrlausnar í málinu, styðjist ekki við viðhlítandi gögn. Í þessu sambandi tekur varnaraðili undir það með matsmönnum að þeir þurfi niðu rstaða matsmanna, og nánari aðferðafræði, líkön o.fl., verði kynnt í matsgerðinni sjálfri, en ekki fyrr. Varnaraðili vísar m.a. til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þ.m.t. meginreglna IX. kafla laganna um þóknun matsmanna, hæfi þeirra, o.fl., sbr . einkum 61. og 63. gr. Jafnframt er vísað til meginreglna einkamálaréttarfars um afdráttarlausa málsmeðferð, sbr. 5. mgr. 101. gr. fyrrgreindra laga. Þá er um málskostnað vísað til 129. og 130. gr. sömu laga. V. Sóknaraðili tiltekur að með greinargerð va rnaraðila/matsbeiðanda í málinu nr. M - fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 6. júlí sl., hafi fylgt skjal. Sóknaraðili telur margt óljóst um tilurð og efni þessa skjals. Í greinargerð varnaraðila sé hvergi vikið að nefndu skjali og engin til raun gerð til þess að útskýra efni þess. Án þess að sóknaraðili geti um það fullyrt, þá kveður hann skjalið virðast stafa frá inn á árið 2018 kostna ðurinn nær. Tölur séu settar upp í fimm dálka merkta árunum 2014 til 2018 auk samtöludálka. Af skjalinu virðist mega ráða að varnaraðili hafi á tímabilinu greitt eftirtöldum aðilum vegna matsstarfanna: Viðtakandi krónur Fjórtán (María) 34.415.763 GL22 ( Lúðvík) 66.802.069 Sigrún Helga Lund 1.944.320 Áslaug Hafst. 3.216.320 Stefán Georgsson 6.075.000 112.453.792 Samkvæmt gögnum frá fyrirtækjaskrá hafi félagið Fjórtán slf. verið stofnað 20. ágúst 2014 og skráð 22. ágúst sama ár. Eigend ur þess séu María Sólbergsdóttir að 98% og Bjarni Sólbergsson að 2%. Félagið GL 22 slf. hafi verið stofnað 22. ágúst 2014 og skráð 31. ágúst 2014. Eigendur þess séu Lúðvík Karl Tómasson að 98% og Guðmundur P. Arnoldsson að 2%. Sóknaraðili ályktar að í fyr rnefndu skjali séu tilgreindar greiðslur frá varnaraðila til nefndra samlagsfélaga matsmanna og eftir atvikum annarra aðila. Sóknaraðili tekur fram að aldrei hafi verið minnst á nefnd félög á matsfundum eða í öðrum samskiptum milli sóknaraðila og matsmanna og af bréfi matsmanna til Héraðsdóms Reykjavíkur, 15. ágúst 2017, hafi ekki mátt ráða annað en að matsmenn gæfu sjálfir út reikningana. 11 Matsmennirnir Lúðvík Karl Tómasson og María Sólbergsdóttir hafi verið dómkvödd 16. maí 2014. Fyrir liggi að þau hafi v erið dómkvödd með starfsheitinu löggiltur endurskoðandi. Fyrsti matsfundur hafi verið haldinn 6. júní 2014. Í fundargerð og á fylgiblaði komi fram að matsspurningar snúi að fjárhagsstöðu Byrs, endurskoðuðum ársreikningum Byrs og afskriftum. Að því marki se m matsspurningarnar snúist ekki um almenna þekkingu og lagatúlkanir snúist þær um atriði sem séu á fagsviði endurskoðenda. Gildandi siðareglur fyrir endurskoðendur hafi verið samþykktar á aðalfundi FLE 5. nóvember 2010 og staðfestar af ráðherra 24. febrú ar 2011. Í 8. gr. laga um endurskoðendur nr. 79/2008 komi fram að endurskoðendur séu í störfum sínum bundnir af siðareglum endurskoðenda. Í skilningi siðareglna fyrir araðili telur að við mat á því hvort matsmenn teljist hæfir samkvæmt 3. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála komi m.a. til skoðunar fylgni þeirra við siðareglur er um þá gildi og þau sjónarmið, sem siðareglurnar byggist á. Meðal lanum sé skipt í tvennt. Annars vegar sé fjallað um óhæði endurskoðenda í tengslum við endurskoðunar - og könnunarverkefni sem fela í sér áritun á heildstæð reikningsskil og stakar fjárhagsupplýsingar (kafli 290) og hins vegar óhæði við staðfestingarverkefn i sem eru hvorki endurskoðunar - né könnunarverkefni (kafli 291). Siðareglurnar séu ítarlegar en um margt matskenndar. Eðli máls samkvæmt sé nauðsynlegt að hafa réttar og nákvæmar upplýsingar um samband og samskipti endurskoðanda og viðskiptavinar til þess að unnt sé að taka afstöðu til þess hvort ógnanir sem fyrir hendi eru valdi því að endurskoðandi sé ekki hæfur til þess verkefnis sem um ræðir hverju sinni. Til þess að tryggja faglega dómgreind hvíli sú skylda á endurskoðanda að skjala hvaðeina sem máli s kiptir til að sýna að óhæðisreglum hafi verið fylgt við framkvæmd starfs (290.29 og 291.29). Helstu ógnanir við óhæði felist í tengslum og samskiptum milli endurskoðanda og viðskiptavinar og þá sérstaklega fjárhagslegum samskiptum eða öðrum hagsmunatenging um. Greinar 290.29 og 291.29 séu efnislega eins. Upphafsorð greinar 291.29 hljóði svo: Skjölun veitir sönnun þess að endurskoðandi hafi beitt faglegri dómgreind við mat á fylgni við óhæðisreglur. Skortur á skjölun sker ekki úr um hvort fyrirtækið íhugaði tiltekið málefni eða óhæði þess. Endurskoðandi skal skjala niðurstöður varðandi fylgni við óhæðisreglur og inntak allra viðkomandi umræðna sem styðja slíkar niðurstöður ... Til þess að upplýsa um samskipti og tengsl matsmanna við varnaraðila, þ.m.t. hagsmunatengsl, gerir sóknaraðili því kröfu um að eftirgreindir aðilar komi fyrir dóm til skýrslugjafar um atvik þann tíma sem matsmálið hefur staðið. Ætlunin sé að spyrja aðilana um atvik sem skipti máli við mat á hæfi matsmannanna og gera kröfu um að þei r leggi fram gögn þar um. Meðal þess sem þarfnist skýringa sé hvernig greiðslur hafi gengið frá varnaraðila til matsmanna eftir atvikum í gegnum fyrrnefnd samlagsfélög. Skýra þurfi af hverju samlagsfélögin voru stofnuð, hver hafi verið tilgangurinn með sta rfsemi þeirra og hvort félögin hafi verið stofnuð með vitund varnaraðila. Hafi félögin fengið greiðslur fyrir störf matsmanna þurfi að skýra hverra tekna matsmenn nutu frá félögunum fyrir störf sín að matinu. Skýra þurfi hvert hlutfall heildartekna matsman na hafi fengist fyrir matsstörfin hvert áranna 2014 til 2018 með samanburði við aðrar tekjur matsmanna. Gefa þurfi matsmönnum kost á að leggja fram þau skjöl sem þeir kunna að hafa samið til tryggingar óhæði sínu, sbr. grein 291.29. Þá þurfi að skýra greið slur til Áslaugar Hafst., Stefáns Georgssonar og Sigrúnar Helgu Lund. Hvort þær greiðslur hafi farið í gegnum samlagsfélög matsmanna eða hafa þessir aðilar notið beinna greiðslna frá matsbeiðanda? 12 Því er gerð krafa um að matsmennirnir Lúðvík Karl Tómasso n, löggiltur endurskoðandi, og María Sólbergsdóttir, löggiltur endurskoðandi, komi fyrir dóm og gefi skýrslu. Í bókuninni gerði sóknaraðili kröfu um að matsmenn legðu fram gögn um eftirfarandi atriði: Ársreikninga fyrrnefndra samlagsfélaga í meirihlutaeigu matsmannanna. Ljósrit allra reikninga sem samlagsfélögin eða matsmenn kunna að hafa gert matsbeiðanda vegna matsstarfa. Gögn (þ.m.t. reikninga) um útlagðan kostnað matsmanna eða eftir atvikum samlagsfélaganna vegna matsstarfanna, þ.m.t. greiðslur þeirra t il þriðju aðila, ef um er að ræða, og skjöl um fylgni við óhæðisreglur siðareglna endurskoðenda, ef til eru. Þá var gerð krafa um að frá Íslandsbanka, varnaraðila, kæmi fyrir dóminn sem vitni Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála Íslandsbanka. Jaf nframt að varnaraðili legði fram gögn um eftirfarandi atriði: Ljósrit allra reikninga með fylgiskjölum, sem Íslandsbanki hefur fengið vegna matsmálsins. Þar með talið eru allir reikningar sem mynda samtölu fjárhæða samkvæmt framangreindu yfirliti. Staðfest ar upplýsingar um greiðsludaga reikninganna. Upplýsingar um samskipti milli Íslandsbanka, matsmanna og eftir atvikum annarra er varða reikningana og greiðslur þeirra og fyrirkomulag greiðslna, þ.m.t. öll tölvupóstsamskipti. Sóknaraðili krafðist þess að dómari kveddi framangreinda aðila fyrir dóminn til þess að gefa skýrslu um málsatvik, sbr. 2. mgr. 48. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þess var enn fremur óskað að dómari beindi því til þessara sömu aðila að þeir öfluðu gagna og legðu þau fram, eins og krafist hefur verið, sbr. 2. mgr. 46. gr. sömu laga. VI. Vegna bókunar sóknaraðila sem lýst er í kafla V tekur varnaraðili fram að fyrir liggi að varnaraðili hefur greitt matsmönnum fyrir matsstörfin jafnóðum, samkvæmt útgefnum reikningum. Hafi þa ð fyrirkomulag sem slíkt ekki sætt athugasemdum af hálfu sóknaraðila fyrr en nú, nokkrum árum eftir að matsvinnan hófst árið 2014. Þá liggi fyrir að þegar hafa verið lögð fram gögn um greiðslur til matsmanna. Með bókun sem varnaraðili lagði fram í þingha ldi 11. september sl., og ætlað var að svara bókun sóknaraðila frá ágúst sl., lagði hann fram til viðbótar framkomnum gögnum m.a., yfirlit samtalna reikninga vegna matsstarfa, sundurgreint eftir útgefanda reiknings, afrit allra útgefinna reikninga matsmann sins Maríu Sólbergsdóttur (Fjórtán slf.) fyrir matsstörf og afrit allra útgefinna reikninga matsmannsins Lúðvíks Tómassonar (GL 22 slf.) fyrir matsstörf. Þá afhenti hann afrit útgefinna reikninga fyrir aðstoð Stefáns Georgssonar við matsmenn, afrit útgefin na reikninga fyrir aðstoð Sigrúnar Lund við matsmenn, afrit útgefinna reikninga Áslaugar Hafsteinsdóttur fyrir aðstoð við matsmenn, fundargerð aðalfundar sóknaraðila 28. mars 2017 og yfirlit um sérfræðikostnað sóknaraðila árið 2016. Varnaraðili telur að m eð framlagningu þessara ítargagna, sbr. og fyrri gagnaframlagningu, hafi varnaraðili upplýst nægilega um greiðslur til matsmanna og aðstoðarmanna sem þeir hafa kvatt til sér til aðstoðar, m.a. hvenær reikningar hafi verið gefnir út, hverrar fjárhæðar þeir séu, að þeir hafi verið greiddir, og hver sé móttakandi greiðslna. Varnaraðili telur því að engin raunhæf þörf sé á frekari sönnunarfærslu varðandi greiðslur varnaraðila til matsmanna, á þessu stigi, en sem felist í framlögðum gögnum varnaraðila, sbr. og fyrri gagnaframlagningu matsmanna sjálfra. Ósk sóknaraðila um frekari sönnunarfærslu hér að lútandi, í formi skýrslugjafar, eða í formi frekari gagnaframlagningar, sé því alfarið mótmælt sem bersýnilega þýðingarlausri m.t.t. úrlausnarefnisins, sbr. 3. mg r. 46. gr. laga nr. 91/1991. Önnur atriði, sem sóknaraðili tiltaki í fyrrgreindri bókun sinni, t.d. varðandi samlagsfélög í eigu matsmanna, séu að auki bersýnilega þýðingarlaus fyrir úrlausnarefnið sem liggi fyrir dóminum, sbr. 13 tilvísað ákvæði, og sé sönnunarfærslu um þau atriði mótmælt sem tilgangslausri með öllu. Í því sambandi sé m.a. bent á að nefnd félög séu að langstærstu leyti í eigu matsmannanna, og er það löng og athugasemdalaus venja að matsmenn krefji um þóknun fyrir m atsstörf á vegum félaga sem þeir starfa hjá eða eiga. Hvað varðar gagnaáskoranir að öðru leyti áréttist jafnframt að varnaraðili verði ekki knúinn með dómsúrskurði e.þ.h. til að afhenda gagnaðila í máli, hér sóknaraðila, tilgreind gögn eða upplýsingar, h vað sem öðru líður, sbr. m.a. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands 16. september 2008 í máli nr. 500/2008. Sóknaraðili geti heldur ekki byggt gagnaáskoranir á 2. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991, enda eigi ákvæðið ekki við hér samkvæmt efni sínu. Hvað varð i umbeðnar skýrslutökur sérstaklega, þá taki varnaraðili fram að Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála varnaraðila, sé ekki fyrirsvarsmaður varnaraðila m.t.t. dómsmáls þessa í skilningi laga nr. 91/1991 og enda við munnlegan málflutning í þessum þæ tti málsins ekki gerður máls þessa, eðli málsins samkvæmt. Eigi krafa um umrædda skýrslugjöf af matsmönnum, á þessu stigi matsmáls, sér enga stoð í lögum n r. 91/1991, að mati varnaraðila. Þess utan verði ekki séð að meintar vanhæfisástæður, sem sóknaraðili teflir fram, séu þess eðlis að kalli á sérstakar skýrslutökur af matsmönnum á þessu stigi málsins, en að meginreglu gefi matsmenn fyrst skýrslu við aðalme ðferð máls og komi sönnunargildi matsgerðar fyrst til skoðunar þá, sbr. 2. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991. Þá sé áréttað að varnaraðili mótmæli skýrslutökum af fyrrgreindum einstaklingum sem bersýnilega tilgangslausum, með vísan til þess sem áður greinir, s br. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991. Haldi sóknaraðili kröfu um skýrslutökur allt að einu til streitu þurfi að leysa úr þeim ágreiningi með úrskurði áður en lengra er haldið, sbr. fordæmi. Jafnframt bendir varnaraðili á, í tilefni af málatilbúnaði sókna raðila, að skv. ársuppgjörum sóknaraðila fyrir árin 2016 og 2017 hafi kostnaður sóknaraðila vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu numið um 246 milljónum króna árið 2016 og 174 milljónum króna árið 2017, alls um 420 milljónum króna á þessum tveimur árum. Að mat i varnaraðila séu yfirgnæfandi líkur á að stór hluti þessa kostnaðar tengist fyrirliggjandi ágreiningsmáli milli sóknaraðila og varnaraðila, m.a. í ljósi þess að krafa varnaraðila sé langstærsta krafan sem lýst hafi verið í bú sóknaraðila. Í þessu sambandi megi benda á að skv. uppgjöri sóknaraðila hafi kostnaður sóknaraðila vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu frá Calco ehf. numið rúmum 53 milljónum króna á árinu 2016, en ráðgjafar á vegum Calco ehf. hafi verið sóknaraðila til aðstoðar í fyrirliggjandi matsfer li. Sé einungis horft á kostnað sóknaraðila af sérfræðiþjónustu á árunum 2016 og 2017 skv. framansögðu telji varnaraðili ljóst að staðhæfingar sóknaraðila um að greiðslur varnaraðila til matsmanna og aðstoðarmanna þeirra, yfir mun lengra tímabil eða 2014 2 018, séu úr hófi fram eigi varla við nein rök að styðjast, a.m.k. að svo komnu máli. VII. Um matsgerðir er fjallað á ítarlegan hátt í IX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í 1. mgr. 66. gr. þeirra laga kemur fram að dómari leysi með úrskurði úr ágreiningi sem lýtur að dómkvaðningu og hæfi matsmanns og um greiðslur til hans. Dómari geti enn fremur úrskurðað um atriði sem varða framkvæmd matsgerðar, svo sem hvort það hafi verið metið sem skyldi meta samkvæmt dómkvaðningu eða hvort matsgerð sé nægi lega rökstudd, ef ágreiningur rís um kröfu um endurskoðun hennar eða endurmat. Í 2. mgr. segir að dómari leggi mat á önnur atriði varðandi matsgerð, þar á meðal sönnunargildi hennar, þegar leyst sé að öðru leyti úr máli. Vegna áskorunar sóknaraðila í fram angreindri bókun sem lögð var fram 23. ágúst sl. um að lögð yrðu fram tiltekin gögn og viðbragða varnaraðila við þeirri áskorun í þinghaldi 10. september sl. beindi dómari þeirri spurningu til lögmanns sóknaraðila með tölvuskeyti 12. september sl. hvort ha nn liti svo á að orðið hefði verið við kröfum sóknaraðila með fullnægjandi hætti. Svar lögmannsins verður ekki skilið öðruvísi en að 14 svo hafi verið. Hins vegar lagði lögmaðurinn áherslu á að nauðsynlegt væri, til fyllingar í málinu og frekari útskýringa, a ð fá matsmenn fyrir dóminn og framkvæmdastjóra fjármála hjá varnaraðila. Í málinu er því einvörðungu deilt um það hvort ástæða sé á þessu stigi til að kalla þessa aðila fyrir dóminn. Þar leggur lögmaður sóknaraðila helst áherslu á að þannig gefist færi á þ ví að kanna nánar samskipti á milli matsmanna og varnaraðila á matstíma, en einnig, að því er virðist, hvernig dómkvaddir matsmenn hafi gætt að því að halda siðareglur endurskoðenda. Lögmenn aðila voru sammála dómara um að hvorki matsmenn né framkvæmdastj órinn gætu talist aðilar máls, en dómari hafði innt þá eftir því hvernig litið væri á þá stöðu. Ef deilt væri um þóknun til matsmanna eftir lok mats gætu matsmenn haft stöðu aðila en ella að jafnaði ekki. Eins og segir í öðrum úrskurði dómsins í þessu má li, sem féll 22. september 2017, kunna tilvik að finnast þar sem reynt getur fyrir dómi á atriði í starfi og framgöngu matsmanna áður en matsgerð liggur fyrir. Þegar hins vegar horft er til niðurlags 2. málsliðar 1. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991 verður að líta svo á að ákvæðinu sé fyrst og fremst ætlað að taka til tilvika er lúta að þeirri aðstöðu þegar matsgerð matsmanna liggur fyrir og matsaðili telur t.d. að það hafi ekki verið metið er meta skyldi. Þá getur slíkt endurmat farið fram hjá dómstólum í viðk omandi matsmáli. Þá gera ákvæði laga nr. 91/1991 ráð fyrir að meðan mat er í gangi séu matsfundir vettvangur aðila að matinu til að fylgjast með framkvæmd þess og koma, eftir atvikum, að athugasemdum eða sjónarmiðum sínum líkt og sóknaraðili hefur sannanle ga gert. Ágreiningslaust er að matsmenn hafa ekki lokið matsgerð sinni en telja verður óhætt að ganga út frá því að matsstörfum verði lokið eigi síðar en 15. nóvember nk., sbr. úrskurð Landsréttar frá 14. júní 2018 í máli nr. 380/2018. Aðalkrafa sóknaraði la í málinu er sú að matsmenn dæmist ekki lengur hæfir til að gegna matsstörfum, en til þess að þeirri spurningu verði svarað með fullnægjandi hætti telur sóknaraðili nauðsynlegt að framangreindir gefi skýrslu fyrir dómi. Meginmálsástæða sóknaraðila fyrir aðalkröfu sinni er sú að matsmenn hafi nú um langt skeið þegið slíkar greiðslur frá varnaraðila að þeir hafi misst hæfi sitt til matsstarfa, og séu þá væntanlega líklegir til að draga taum varnaraðila. Dómurinn telur ekkert girða fyrir það að um aðalkröfu sóknaraðila í málinu verði fjallað og úrskurðað um hana. Þannig geti hæglega vaknað réttmætar spurningar um hæfi matsmanna á meðan matsstörf standa yfir og þá eigi 1. mgr. 66. gr. við, sem heimili að koma slíkum spurningum, athugasemdum eða efasemdum að. Hins vegar verður hér að horfa á meginreglu þá sem birtist í IX. kafla laga nr. 91/1991, þar sem gert er ráð fyrir að matsmenn komi ekki fyrir dóm á meðan á matsstörfum stendur heldur svari fyrir matsgerð sína eftir að hún liggur fyrir, sbr. 1. mgr. 65. gr . laganna. Sú regla kallast á við þá meginreglu sem gildir um matsgerðir, sbr. framangreint, að matsgerðir eru framkvæmdar á ábyrgð, kostnað og áhættu matsbeiðanda og almennt hefur aðili dómsmáls rétt á að leggja fram þau sönnunargögn sem hann telur máli s ínu til stuðnings. Það er því að meginstefnu hvorki á valdi gagnaðila né dómstóla að aftra því nema með stoð í lögum. Það athugist jafnframt að varla er tilefni til að skylda matsmenn til að koma fyrir dóm þegar matsgerð liggur ekki fyrir og þannig er ek ki útséð með hvort hún verði yfir höfuð nýtt til sönnunar í málinu nr. X - 32/2014, en slíkt er sbr. framangreint á forræði varnaraðila, þ.e. matsbeiðanda. Skýrslutökur af matsmönnum og eftir atvikum aðrar skýrslutökur verður því að telja þýðingarlausar á þe ssu stigi málsins. Dómurinn telur því að ekki eigi að gera matsmönnum skylt að gefa skýrslu um atriði er varða framkvæmd matsgerðarinnar nema í tengslum við mat á sönnunargildi hennar, ef og þá þegar hún hefur verið lögð fram sem sönnunargagn. Áréttað er að sóknaraðili hefur á a.m.k. 14 matsfundum gefist kostur á að spyrja matsmenn út í framkvæmd matsins. 15 Eins og áður segir telur sóknaraðili sig hafa fengið þau gögn sem hann krafðist framlagningar á og hann taldi skipta máli fyrir málatilbúnað sinn. Þau snúast flest um greiðslur til matsmanna, greiðslutíma og tilhögun, enda er það helsta málsástæða fyrir að alkröfu sóknaraðila um hæfi matsmanna, að þær greiðslur hafi verið úr hófi. Að nauðsyn krefjist þess nú, skömmu fyrir væntanleg lok matsstarfa, til að varpa ljósi á samskipti matsmanna við matbeiðanda, varnaraðila í þessum ágreiningi, að kalla matsmenn og framkvæmdastjóra fjármála hjá varnaraðila fyrir dóm, hefur ekki verið nægjanlega rökstutt að mati dómsins. Með hliðsjón af því, framangreindum meginreglum í IX. kafla laga nr. 91/1991 og stöðu matsstarfa, sem og því að alls óvíst er hvort matsgerð verður l ögð fram í máli nr. X - 32/2014, verður að líta svo á að skýrslutaka af framangreindum matsmönnum sé á þessu stigi þýðingarlaus til sönnunarfærslu í málinu, sbr. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómurinn telur það ekki hnekkja þeirri niðurstöðu hvernig starfsaðstöðu matsmanna við matið hefur verið háttað eða gagnaöflun við matsstörfin, sem er í samræmi við eðli málsins, og hefur verið lýst nokkuð vel. Ekki verður heldur séð að umtalsverður ágreiningur sé með aðilum um það hvernig sú fr amkvæmd hefur verið, eða að hún geti haft áhrif við úrlausn á aðalkröfu sóknaraðila. Hið sama gildir um siðareglur endurskoðenda en dómurinn telur þar um nokkra vanreifun að ræða, þ.e. að skorti á að rökstutt sé með fullnægjandi hætti hvernig meint brot á siðareglunum geti leitt til þess að draga megi hæfi matsmanna í efa, enda óljóst í hverju slík brot gætu þá hafa falist. Þá má til sanns vegar færa að þótt dómkvaddir matsmenn séu bæði löggiltir endurskoðendur geta matsstörfin vart talist til hefðbundinna endurskoðunarstarfa. Þá verður hér sem fyrr talið að umfjöllun um þetta atriði og hugsanlega þýðingu reglnanna eigi frekar heima undir hugsanlegum ágreiningi um matsgerðina þegar hún lítur dagsins ljós og þá um gildi hennar sem sönnunargagns í málinu, ef hún verður lögð fram. Kröfu sóknaraðila verður því hafnað. Rétt þykir að ákvörðun um málskostnað bíði efnisúrlausnar um aðalkröfu sóknaraðila um hæfi matsmanna. Um þennan ágreining flutti málið Gestur Jónsson lögmaður fyrir sóknaraðila og Andri Árnason l ögmaður fyrir varnaraðila. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 28. ágúst sl. ÚRSKURÐARORÐ: Kröfu sóknaraðila um að matsmenn í málinu verði kvödd fyrir dóminn og að auki Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá varnaraðila, er hafnað. Ákvörðun um málskostnað bíður efnisniðurstöðu um aðalkröfu sóknaraðila.