LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 14. febrúar 2020. Mál nr. 896/2018 : Múrlína ehf. ( Sigurður S. Júlíusson lögmaður ) gegn Íslenskum aðalverktökum hf. ( Sveinbjörn Claessen lögmaður) og gagnsök Lykilorð Verksamningur. Uppgjör. Matsgerð. Útdráttur M ehf. starfaði sem undirverktaki Í hf. við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á tímabilinu desember 2014 til maí 2015. Ekki var gerður skriflegur samningur um verkið en það var unnið á grundvelli tilboðs M ehf. frá maí 2014. Þegar líða tók á verktímann greind i aðila á um endurgjald til M ehf. vegna aukins umfangs verksins. Af því tilefni aflaði M ehf. matsgerðar dómkvadds matsmanns fyrir málshöfðun. Matsgerðin lá fyrir í janúar 2018 og miðaðist við verðlag í janúar 2014. M ehf. krafði í kjölfarið Í hf. meðal a nnars um greiðslu á grundvelli matsgerðarinnar en uppfærði fjárhæðir með tilliti til verðlags, en Í hf. hafnaði greiðsluskyldu. Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti aflaði M ehf. viðbótarmats þar sem fjárhæðir í niðurstöðum fyrra mats voru uppreiknaðar t il verðlags í janúar 2018. Í dómi Landsréttar var meðal annars hafnað þeim málatilbúnaði Í hf. að samkomulag hefði legið fyrir í lok apríl 2015 um uppgjör allra krafna á milli aðila, að ákvæði ÍST 30:2012 ættu að leiða til þess að M ehf. hefði krafið Í hf. of seint um greiðslur og að M ehf. hefði sýnt af sér slíkt tómlæti við innheimtu krafna sinna að þær teldust fallnar niður. Þá var fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að hafna hækkun á kröfugerð M ehf. vegna verðlagsbreytinga. Var eldri matsgerðin því lögð til grundvallar um þá kröfuliði sem hún tók til og þótti yngri matsgerðin því ekki hafa þýðingu við úrlausn málsins. Með dómi Landsréttar var fallist á greiðsluskyldu Í hf. vegna magnaukningar, aukins kostnaðar við tiltekna verkþætti og þrif á jarðhæð flu gstöðvarbyggingarinnar en Í hf. á hinn bóginn sýknað af meginþorra krafna M ehf. vegna óhagræðis og tafa við verkið. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómar inn Kristbjörg Stephensen, Eggert Óskarsson, fyrrverandi héraðsdómari og Ásmundur Ingvarsson byggingaverkfræðingur. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðalá frýjandi skaut málinu til Landsréttar 5. desember 2018 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 2018 í málinu nr. E - 958/2018 . 2 Aðaláfrýjandi krefst þess að gagnáfrýjandi ve rði dæmdur til að greiða sér 17.942.103 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. mars 2018 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu fyrir sitt leyti 19. febrúar 2019. Hann krefst sýknu af kröfum aðaláfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 4 Við meðferð málsins fyrir Landsrétti aflaði aðaláfrýjandi viðbótarmatsgerðar við matsgerð sem lá fyrir í málinu. 5 Vi ð aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti gaf vitnið Kristinn Eiríksson skýrslu um samskipti við gagnáfrýjanda um kröfur aðaláfrýjanda á árinu 2016. Niðurstaða 6 Málsatvikum er nægilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar greinir óskaði gagnáfrýjandi eftir tilboði aðaláfrýjanda í niðurlagningu terrassógólfs í kjallara og á fyrstu hæð suðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Deila aðilar um uppgjör vegna nokkurra verkliða í því verki sem og vegna þrifa á jarðhæð með háþrýstiþvotti sem aðaláfrýjandi tók einnig að sér. 7 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um að matsmaður hafi hvorki hagað mati sínu þannig að það væri í andstöðu við ákvæði laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála né að athafnir matsmanns, eftir að hann ski laði matsgerð sinni, hafi leitt til annmarka sem valdi því að hún verði af þeim sökum ekki lögð til grundvallar. 8 Gagnáfrýjandi byggir á því að hugsanlegum kröfum aðaláfrýjanda hafi lokið með samkomulagi aðila 30. apríl 2015. Um það samkomulag vísar hann ti l tölvupósts sama dag frá fyrirsvarsmanni gagnáfrýjanda, Höskuldi Tryggvasyni, sem liggur fyrir í þá verði Múrlínunni greiddar kr. 9.250 með vsk á fermeter 1.hæðar vegna nætur og vaktavinnu til að tryggja að tímasetningar slípunar og olíuburðar Terrassogólfs í sýnir hvenær fyrirhugað er að einstökum verkþáttum við verkið verði lokið, ber með sér að vera samkomulag um allar kröfur sem aðaláfrýjandi hafði haft uppi. Þá liggur jafnframt fyrir tölvupóstur frá fyrirsvarsmanni gagnáfrýjanda, sem sendur var aðaláfrýjanda sama dag, þar sem hann hafnar kröfu um viðbótargreiðslur vegna állista og útlagningar 3 verður ekki fallist á með gagnáfrýjanda að um samkomulag hafi verið að ræða um uppgjör allra krafna. 9 G agnáfrýjandi ber einnig fyrir sig að aðaláfrýjandi hafi fyrirgert hugsanlegum rétti sínum til frekari greiðslna vegna tómlætis við að hafa uppi kröfur sínar. Um þetta vísar gagnáfrýjandi í fyrsta lagi til íslensks staðals ÍST 30:2012. Tilboð aðaláfrýjanda í niðurlagningu gólfsins hafi byggst á þeim útboðsskilmálum sem um verkið giltu en samkvæmt grein 0.2.1 í útboðsskilmálunum hafi ÍST 30:2012 talist til útboðsgagna. Útboðsskilmálarnir hafi fylgt með tölvupósti gagnáfrýjanda 9. apríl 2014 þar sem óskað var eftir tilboði frá aðaláfrýjanda í verkið og gildi því um samningssamband þeirra. Samkvæmt grein 5.1.9 í ÍST 30:2012 skuli verktaki senda verkkaupa ningi þessum skuli meðal annars greina allar kröfur um greiðslur vegna aukaverka og breytinga. Verkinu hafi lokið 21. maí 2015 en aðaláfrýjandi ekki kunngert að hann hygðist hafa uppi viðbótarkröfur vegna verksins fyrr en með bréfi lögmanns aðaláfrýjanda 2 2. nóvember 2016, rúmum 18 mánuðum eftir að verkinu lauk og löngu eftir að frestur til að hafa uppi kröfur vegna aukaverka og breytinga samkvæmt ÍST 30:2012 hafi verið liðinn. 10 Af gögnum málsins verður glögglega ráðið að samskipti aðila er lutu að breytingu m á verkinu, magnaukningu og vinnu við auka - og viðbótarverk hafi verið óformleg og að ekki hafi verið fylgt ákvæðum ÍST 30:2012 þar um. Með þessum óformlega hætti í samskiptum aðila um breytingar á verkinu eða einstök viðbótarverk vék gagnáfrýjandi frá fo rmkröfum ÍST 30:2012 og verða þær af þeim sökum ekki lagðar til grundvallar við úrlausn málsins. 11 Gagnáfrýjandi styður í öðru lagi málsástæðu sína um tómlæti aðaláfrýjanda við almennar reglur verktakaréttar. Af gögnum málsins og framburði aðila og vitna ver ður ráðið að aðilar voru í samskiptum vegna krafna aðaláfrýjanda af og til á árinu 2016, auk þess að funda um þ ær í að minnsta kosti tvö skipti , í apríl og september sama ár, án þess að ráðið verði að gagnáfrýjandi hafi borið við tómlæti aðaláfrýjanda í þau skipti. Þá hafi samningssambandi aðaláfrýjanda og gagnáfrýjanda ekki lokið í maí 2015 en aðaláfrýjandi tók að sér tvö aukaverk fyrir gagnáfrýjanda . A ðaláfrýjandi gaf út rei kninga á gagnáfrýjanda 27. október 2015 og 17. júlí 2016 vegna þeirra verka sem gagnáfrýjandi greiddi í kjölfarið. Verður samkvæmt framansögðu ekki fallist á með gagnáfrýjanda að aðaláfrýjandi hafi sýnt af sér slíkt tómlæti við að hafa uppi kröfur sínar að þær verði af þeim sökum taldar fallnar niður. 12 Í málinu liggja fyrir tvær matsgerðir, annars vegar frá janúar 2018 og hins vegar viðbótarmatsgerð frá apríl 2019. Kostnaðarmat eldri matsgerðar er miðað við verðlag í maí 2014. Kröfugerð aðaláfrýjanda sem að verulegu leyti var studd við þá matsgerð var hins vegar uppfærð til verðlags í janúar 2018. Fallist er á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að hafna hækkun kröfugerðar aðal áfrýjanda á þessum grundvelli og verður matsgerðin frá 10. janúar lögð til grundvallar um þá kröfuliði sem hún tekur til 4 eins og héraðsdómur gerði. Í ljósi þess hefur síðari matsgerðin, sem sýnir uppreikning verðlags frá maí 2014 til janúar 2018, ekki þýðingu við úrlausn málsins. 13 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti lýsti lögmaður gagn áfrýjanda því yfir að gagnáfrýjandi gerði ekki ágreining um niðurstöðu hins dómkvadda matsmanns hvað varðar magnaukningu állista. Að því gættu verður með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms staðfest niðurstaða hans um að gagnáfrýjanda beri að greiða aða láfrýjanda 1.476.000 krónur vegna magnaukningar í állistum. Þá er einnig fallist á niðurstöður hins áfrýjaða dóms um það að gagnáfrýjanda verði gert að greiða aðaláfrýjanda 1.844.000 krónur vegna litunar á steypu, 1.881.000 krónur vegna magnaukningar í á steypulagi og 744.930 krónur vegna þrifa á jarðhæð eða alls 5.945.930 krónur. 14 Aðaláfrýjandi krefur gagnáfrýjanda um greiðslu vegna viðbótarkostnaðar sem komið hafi til vegna verkskipulags. Annars vegar sé um að ræða óhagræði við ásteypuvinnu og hins vegar vegna slípunar terrassógólfsins þar sem honum var gert að vinna verkið í mörgum áföngum sem ekki hafi verið samliggjandi. Þetta hafi haft í för með sér aukna vinnu og efniskostnað. Samkvæmt grein 0.4.6 í þeim útboðsskilmálum sem giltu um verkið og fylgdu m eð tölvupósti gagnáfrýjanda 9. apríl 2014, eins og áður er á vinnusvæðinu bæði á vegum verkkaupa og leigutaka í Flugstöðinni. Verkkaupi mun annast yfirstjórn og samræmingu þ eirra verkefna. Verktaka ber skylda til þess að taka þátt í þeirri samræmingu og taka fullt tillit til þessara verka við vinnu sína. Verktaki skal fara eftir fyrirmælum verkkaupa eða fulltrúa hans á hverjum tíma, til að koma í veg fyrir að verk annarra ver ktaka tefjist að óþörfu. Verktaki skal haga framkvæmd framansögðu mátti aðaláfrýjanda vera ljóst að unnið yrði að fleiri verkum á sama tíma og að hann þyrfti að taka tillit til þes s við sína vinnu. Af þeim sökum gat hann ekki gefið sér þá forsendu að verkið yrði unnið í samfellu. Verður gagnáfrýjandi því sýknaður af þessum kröfum aðaláfrýjanda. 15 Aðaláfrýjandi krefur gagnáfrýjanda jafnframt um greiðslu kostnaðar sem hlotist hafi af tö fum við slípun gólfa. Tafirnar segir aðaláfrýjandi til komnar vegna skorts á rafmagni, sem gagnáfrýjanda hafi borið að útvega, fyrir slípivél þá sem nota átti til verksins. Þar með hafi steypan verið harðari en ella þegar slípun loks hófst og tók slípun gó lfsins af þeim sökum lengri tíma en hann mátti reikna með. Ekki er upplýst í málinu af hverju rafmagnið, sem gagnáfrýjandi hafði þegar útvegað til verksins, nægði ekki fyrir slípivél aðaláfrýjanda eða hvort ástæðu þess að rafmagni sló stöðugt út við notkun vélarinnar, þar til nýr rafmagnskapall var tengdur á verkstað, var að rekja til eiginleika vélarinnar eða skorts á rafmagni . E kki liggur fyrir að þetta hafi átt við um önnur tæki sem notuð voru við verkið á sama tíma. Er því ósannað að tafir þessar hafi v erið á ábyrgð gagnáfrýjanda. Verður hann því sýknaður af þessari kröfu aðaláfrýjanda. 5 16 Aðaláfrýjandi krefur gagnáfrýjanda enn fremur um greiðslu kostnaðar vegna þess að honum hafi verið gert að fara frá verki í einn og hálfan mánuð. Af því hafi hlotist kost fyrir að geta hafið vinnu við gólf á fyrstu hæð fljótlega eftir að vinnu við gólf í kjallara lauk. Verður fallist á greiðsluskyldu gagnáfrýjanda vegna þessa. Í bréfi aðaláfrýjanda til gagnáfrýjanda 27. apríl 2015 segir hann tjón sitt vegna þessa nema 650.000 krónum. Er í því ljósi ekki tilefni til að miða við niðurstöðu matsmanns í þessum verkþæt ti en ekkert er fram komið í málinu um að tjón aðaláfrýjanda vegna þessa hafi verið annað og meira en hann mat sjálfur á þeim tíma. 17 Eins og fram er komið hefur verið fallist á að gagnáfrýjanda beri að greiða aðaláfrýjanda 5.945.930 krónur í samræmi við nið urstöðu h ins áfrýjaða dóms . Þá er einnig fram komið að gagnáfrýjanda ber að greiða kostnað vegna þess að aðaláfrýjanda var gert að hverfa frá verkinu í einn og hálfan mánuð, 650.000 krónur. Verður gagnáfrýjandi því dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda 6.595 .930 krónur. 18 Aðaláfrýjandi krefst dráttarvaxta frá 2. mars 2018 er liðinn var mánuður frá því að hann sendi gagnáfrýjanda kröfubréf að fenginni matsgerð dómkvadds matsmanns. Verður gagnáfrýjandi dæmdur til að greiða dráttarvexti í samræmi við þessa kröfu aðaláfrýjanda eins og í dómsorði greinir. 19 Í samræmi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður gagnáfrýjanda gert að greiða aðaláfrýjanda málskostnað á báðum dómstigum sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Við ákvörðun málskostnaðar hefur verið tekið tillit til kostnaðar aðaláfrýjanda við öflun matsgerðar. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Íslenskir aðalverktakar hf., greiði aðaláfrýjanda, Múrlínu ehf., 6.595.930 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og ve rðtryggingu frá 2. mars 2018 til greiðsludags. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda samtals 2.200.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 2018 I. Dómkröfur Mál þetta var þingfest 22. mars 2018 en tekið til dóms 20. september 2018 að lokinni aðalmeðferð. Stefnandi gerir þær kröfur að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 20.527.818 kr. með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 2. mars 2018 til greiðsluda gs. Þá krefst stefnandi einnig að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað. 6 Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Til vara krefst stefndi þess að kröfur stefnanda verði einungis teknar til greina að hlut a og að tildæmdar fjárhæðir verði allar lækkaðar verulega frá kröfum stefnanda. Í báðum tilvikum krefst stefndi þess jafnframt að honum verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu úr hendi stefnanda, að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarr eikningi. II. Málavextir Málavextir eru þeir helstir að stefndi tók að sér fyrir Isavia ohf. tiltekna verkþætti við stækkun suðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE), m.a. frágang innanhúss. Í apríl 2014 óskaði stefndi eftir tilboði stefnanda í tvo li ði í framangreindu verki, m.a. í niðurlagningu terrassó - flotgólfs samkvæmt magntölum og verklýsingum sem stefndi lagði sjálfur til. Við tilboðsgerðina lágu einnig fyrir útboðsteikningar. Stefnandi sendi stefnda tilboð 7. maí 2014. Bauð stefnandi 26.800 kr . með vsk. á hvern fermetra í lagningu 50 mm þykks terrassó - flotgólfs í kjallara og á 1. hæð í suðurbyggingu FLE, en samkvæmt magnskrá stefnda var gert ráð fyrir að kjallaragólf væri 1.308 m2 að stærð en gólf 1. hæðar 1.395 m2. Samtals nam tilboð stefnanda 72.440.400 kr. miðað við þessar forsendur. Stefndi gekk að tilboðinu en ekki var gerður skriflegur samningur um verkið. Stefnandi hóf vinnu við verkið 8. desember 2014 en þá hófst vinna við aukaverk sem samið hafði verið um að stefnandi ynni við hreinsun gólfa. Vinna við tilboðsverkið hófst 15. desember 2014. Af gögnum málsins og upplýsingum um samskipti aðila sem þar koma fram verður ráðið að verkið tók breytingum á meðan því stóð sem varð til þess að það vannst hægar, auk þess sem vinna þurfti ýmiss au kaverk. Þannig gaf stefnandi út reikning á stefnda 27. janúar 2015 vegna aukaverka að fjárhæð 341.422 kr., - m/vsk. Stefndi mun hafa greitt þann reikning 27. febrúar 2015. Í tölvupósti Þóris Magnússonar, framkvæmdastjóra og eiganda stefnanda frá 17. mars 2 015, sem sendur var úr netfangi Agnesar Viðarsdóttur, starfsmanns stefnanda til Höskuldar Tryggvasonar, verkefnisstjóra hjá stefnda, voru settir fram minnispunktar og fyrirspurnir vegna terrassó - gólfs á jarðhæð flugstöðvarinnar. Kemur þar fram að verkið ha fi dregist langt fram yfir áður ákveðinn verktíma. Þessu fylgi tilheyrandi óþægindi og kostnaður fyrir stefnanda. Í því sambandi segir í póstinum að samkvæmt verkplani þá eigi að skipta gólfi upp í fjóra verkþætti í stað þess að hafa allt gólfið undir ein s og tilboð hafi miðast við. Þetta valdi því að verkið vinnist hægar og verði dýrara fyrir stefnanda og hann fari því fram á 7% hækkun á einingaverðum. Af gögnum málsins verður ráðið að Höskuldur hafi svarað þessari beiðni á þann veg að stefndi hefði ekki fengið samþykki verkkaupa fyrir hækkun einingaverðs, en farið yrði betur yfir þetta eftir því Stefnandi benti einnig á í tölvupóstinum frá 17. mars 2015 að hæð á slípuðu terrassó - gólfi ætti að fylgja efri hæð á gluggapóstum. Er nefnt í tölvupóstinum að gluggapóstar séu misháir um 5 mm í fyrsta bili á gólfi. Í framhaldinu var óskað eftir staðfestingu á því hvort fylgja ætti gluggapóstunum og eyða út skekkjum inn á gólfi. Stefndi mun hafa staðfest að það ætti að gera. Í tölvupó stinum vék stefnandi einnig að því að allar teikningar vantaði um frágang á terrassó upp við glugga en arkitekt hefði óskað eftir tillögu stefnanda að frágangi við þá. Að öllum líkindum ætti að slíta gólfið frá álprófílum (gluggum). Stefnandi lagði til að límt yrði u.þ.b. 5 mm pressað frauðplast utan á prófílinn sem steypt yrði upp að. Eftir lagningu og frágang þess yrði gólfið því næst slípað í sömu hæð og prófílarnir. Stefnandi sagði síðan að ef þessi tillaga yrði samþykkt gæti stefnandi gefið tölu í þett 7 Stefnandi beindi einnig fyrirspurn til stefnda um háþrýstiþvott á gólfum til að þrífa þau og losna við yfirborðs - áföngum, eins og verkplan segir til um og þvottur miðast við 400 bör + turbostút, verð pr. m2 er kr. Stefnandi sendi annan tölvupóst til Höskuldar Tryggvasonar um jarðhæð flugstöðvarinnar þann 20. mars 2015. Er þar vikið aftur að kröfu stefnanda um hækkun á einingaverðum sökum þess hvað gólf væri mikið reitað niður og lítið fengist undir í einu. Í tölvupóstinum segir að vegna umfangs vinnu nnar sé réttara að fara fram á 15% hækkun á einingaverðum í stað 7% sem gerð hafi verið tillaga um í fyrri tölvupósti miðað við síðustu verkáætlun sem stefnandi hafi fengið í hendur frá ÍAV. Í tölvupóstinum er einnig vikið að því að stefnandi muni ekki vin na um helgar eða frameftir fyrr en samþykki verkkaupa hafi fengist um einingaverð og yfirvinnuálag. Segir síðan í tölvupóstinum að ganga verði í að leysa málin um hækkun einingaverða, eða bæta á einhvern hátt fyrir aukinn kostnað, sökum þess að ekki fáist annars allt gólfið undir eins og tilboð hafi miðast við. Samkvæmt gögnum málsins héldu aðilar verkfund 14. apríl 2015. Í fundargerð segir m.a. um magntölur og aukningu að stefnandi skuli skila stefnda inn upplýsingum um magnaukningu á állistum á báðum hæðu m og kostnaðaraukningu vegna hennar fyrir 25. apríl 2015. Magnaukningin liggi í mismun á útboðsteikningum og gildandi verkteikningum. Í fundargerðinni er einnig fjallað um steypu og litarefni en þar segir stefnandi skuli auk þess skila stefnda upplýsingum um magnaukningu á steypublöndu og litarefni fyrir 25. apríl 2015. Kemur þar jafnframt fram að magnaukningin liggi í mismun útboðsteikninga og gildandi verkteikninga. að á verkáætlunarfundi 11. febrúar 2015 hafi verið fjallað um fyrirhugaða áfangaskiptingu og áætlun verktaka um terrassó - vinnu á fyrstu hæð. Ekki hafi á þeim fundi tekin efnisleg afstaða um tillöguna sem verktaki sendi inn þann 23. janúar 2015. Í fundarge rðinni er síðan rakið að á fundum með stjórnendateymi verksins, frá miðjum febrúar og fram í byrjun mars hafi verið rætt af hálfu verkkaupa að skipta út terrassó - gólfefni á fyrstu hæð fyrir annað gólfefni, til að lágmarka þann tíma sem tæki að leggja efnið á gólfið, m.t.t. til endanlegrar dagsetningar á afhendingu byggingarinnar. Ekki hafi verið bókuð formleg afstaða í fundargerðum um þessar vangaveltur á þessu tímabili. Hinn 3. mars 2015 hafi síðan verið haldinn rýnifundur þar sem verkkaupi hafi gefið enda nlega út að hugmyndir verkkaupa um að falla frá terrassó sem gólfefni á fyrstu hæð hafi mætt andstöðu hönnuða, og að til stæða að steypa terrassó á fyrstu hæð eins og upphaflega hefði verið áformað. Bókað hafi verið í fundargerð rýnifundar að ákveðið hefði verið að breyta ekki um gólfefni, heldur halda því sem upphaflega var ákveðið. Í framhaldinu er rakið í fundargerð verkfundarins að verktaki hafi sent tölvupóst 5. mars 2015 til stjórnendateymis SSV14 - 07 með ítarlegri áætlun um framkvæmd terrassó - vinnu á fyrstu hæð. Áætlunin gerði ráð fyrir að fyrsti áfangi terrassó yrði steyptur þann 23. mars 2015, sem raunin hafi orðið. Þessi áætlun gerir einnig ráð fyrir að svæði sem fyrst yrði tekið undir terrassó - vinnu yrði gustlokað. Samkvæmt tölvupósti frá eftirliti 24. febrúar 2015 hefði eftirlit ákveðið að öll gustlokun félli Ístaki í skaut, þar sem Ístak bauð hærra einingaverð í lokunina. Í kjölfarið kemur fram að á verkfundi 18. mars 2015 hafi verið fjallað um terrassó - gólf og eftirfarandi skráð undir 39. tölulið fundargerðar: ,,Rætt var um hvort skynsamlegt væri að flytja verkþáttinn, terrassó - gólf 1. hæðar, yfir til Ístaks þar sem þessi verkþáttur hefur mikil áhrif á allt starf 8 Síðar sama dag mun hafa verið haldinn auk afundur þar sem sem Ístak, stefndi og eftirlit verkkaupa ræddu efnislega áætlun stefnda frá 5. mars 2015. Á fundinum mun Ístak hafa skipt fyrstu hæð byggingarinnar upp í sex steypusvæði og ýtt fram steypu - og slípiáætlun fyrir terrassó - gólfið, til 4. júní 2015. Samkvæmt því sem segir í fundargerð verkfundarins 14. apríl 2015 mun fyrsti áfangi terrassó - gólfs hafa verið steyptur 23. mars 2015. Var þetta gert eftir að ÍAV smíðaði gustlokanir í vindföng byggingarinnar. Á samræmingarfundi 27. mars var eftirfaran di bókað undir verkstöðu SSV14 - 08: hafa orðið sameiginlegur skilningur aðila að yfirráð yfir terrassó - vinnu væru færð yfir til Ístaks og að Ístak væri í samn ingaferli við Múrlínu og í því sambandi vísað til umræðna á verkfundi þann 18. mars 2015. Þann 1. apríl 2018 mun síðan hafa verið fært til bókar í 39. tölulið í fundargerðar 22. verkfundar að terrassó - gólf 1. hæðar myndu ekki færast yfir til Ístaks, eins o g hugmyndir voru uppi um. Í fundargerð verkfundarins 14. apríl 2015 segir síðan orðrétt um þá framvindu verksins sem hér hefur verið lýst: ÍAV, samkvæmt tilmælum verkkaupa og bókunum í fundargerðum, datt niður frá 18.03., til og með 01.04.2015. Sömuleiðis, hefur slípivinna ekki hafist í lok mars, og unnist eins og lagt var upp með í byrjun mars 2015. Er Múrlína beðin um að meta áhrif þessara tafa og aukins Með bréfi, dags. 27. apríl 2015 fór stefnandi fram á viðbótargreiðslu að fjárhæð alls 12.086.780 kr. ásamt virðisaukaskatti. Þannig gerði stefnandi í fyrsta lagi kröfu um greiðslu 4.476.000 kr. vegna aukakostnaðar vegna vinnu vi ð terrassó - slípun á 1.hæð í flugstöðinni. Í bréfinu kom fram að beðið væri um að fullklára hvern hluta af gólfi fyrir sig í stað þess að geta haldið áfram með grófslípun á nærliggjandi fleti þannig að slípun stöðvaðist aldrei á milli svæða. Reikna mætti me ð að þar sem slípa þyrfti u.þ.b. tvo metra út fyrir hvern flöt með grófari demöntum og síðan fínni og fínni til að fá ekki skil í gólfin milli flata myndi slípun stækka um u.þ.b. 15%. Kröfu sína um viðbótargreiðslu setti stefnandi fram með eftirfarandi hæt ti. ,,1395m2 x 15% = 209 m2. 209 x (17.640 + 3.780 demantar) = 4.476.000 m, - Í bréfinu kemur fram að útreikningurinn sé byggður á svæðaskiptingu sem Múrlína fékk í hendur 15. apríl 2015. Í sama bréfi fór stefnandi fram á 7% hækkun á einingaverðu m sem svaraði til 2.460.780 kr. með virðisaukaskatti vegna slípunar gólfa. Vísaði stefnandi þá til þess að gólfin hefðu verið orðin fimm vikna gömul þegar stefnandi fékk aðgang og rafmagn til að hefja slípun, í stað einnar viku gömul. Af þessum sökum væru gólfin orðin mun harðari og seinlegri í slípun. Þar að auki fór stefnandi fram á greiðslu 650.000 kr. kostnaðar með virðisaukaskatti vegna þess að farið hefði verið frá verki milli gólfa í einn og hálfan mánuð og væri kostnaðurinn m.a. til kominn vegna flu tninga á tækjum og efni í burtu og aftur á staðinn þegar haldið var áfram. 9 Stefnandi vísaði einnig til þess í bréfinu að farið hefði verið fram á að gólfinu yrði skipt upp í fjóra mismunandi slípifleti og að slípun og olíuburður yrðu fullkláruð á hverjum f leti fyrir sig í stað þess að hægt væri að vinna gólf í heild sinni eins og í kjallara þ.e.a.s. með óslitnu flæði í slípun, spörslun og olíuburði. Í bréfinu kom fram að stefnandi áætlaði að aukakostnaður vegna þessara tafa næmi 2.000.000 kr. með virðisauka skatti. Loks sagði í bréfinu að stefnandi hefði orðið að segja sig frá verkum, og önnur hefðu tafist sem áttu að vinnast á sama tíma og terrassó - gólfið í flugstöðinni. Einnig hefðu tímaplön hjá stefnanda í febrúar og fram í mars raskast verulega þar sem v inna átti þetta verk á þessum tíma. Mat stefnandi þessar tafir á 2.500.000 kr. með virðisaukaskatti, en þá væru ótaldar tafir vegna ágangs annarra iðnaðarmanna á svæðinu. Samkvæmt gögnum málsins gaf Múrlína sama dag einnig út tvo reikninga nr. 34 og 37 á stefnda, annan að fjárhæð 1.844.438 kr., með vsk. vegna svarts litarefnis í kjallara og 1. hæð við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hinn reikningurinn að fjárhæð 949.121 kr., ásamt virðisaukaskatti vegna auka steypumagns í kjallaragólfi. Með öðru bréfi sem dagsett er þennan sama dag fór stefnandi einnig fram á greiðslu fyrir aukakostnað vegna vinnu við lista og steypur á 1. hæð flugstöðvarinnar. Af gögnum málsins verður ekki annað séð en að bréfið hafi verið sent til Höskuldar Tryggvasonar 28. apríl 2015 en í tölvupósti Í bréfinu vék stefnandi að listavinnu (reitun á gólfi) og rakti að í stað þess að gólf fengist undir til vinnu í einu lagi eins og verið hefði í kjallara, þá hefði gólf fengist undir í mörgum (óhentugum) áföngum og þar af leiðandi hefði þurft að málsetja oft upp fyrir listum, á þeim flötum er fengust undir í hvert skipti, ásamt því að steypa gólf í sömu áföngum. Stefnandi tók einnig fram að mikil l ágangur annarra iðnaðarmanna hefði verið á svæðunum allan tímann þannig að oft hefði þurft frá að hverfa og eins hefðu verið fleiri vandamál sem fylgdu þessu. Þannig hefðu listar verið keyrðir niður af lyftum o.fl. Stefnandi vísaði í bréfinu til þess að hann hefði strax með tölvupósti 16. mars 2015 farið fram á bætur vegna þessa sem hefði oft verið ítrekað með tölvupóstum og á fundum með stefnda. Nefndi stefndi í því sambandi að hann hefði unnið 429,5 klst. lengur við lista og steypur á 1. hæð en í kjalla ra sem svaraði til 3.424.308 kr. miðað við tímagjald. Höskuldur Tryggvason, verkefnisstjóri hjá stefnda, svaraði tölvupóstinum með tölvupósti 30. apríl 2015 en þar sagði meðal annars: ,,Krafa um þessa aukagreiðslu fyrir lista og útlögn steypu á 1. hæð er hafnað, ekki er samþykkt að tímafjöldi vegna frágangs lista og útlagnar steypu í kjallara sé nákvæmlega sá tími sem sá verkhluti tekur samkvæmt tilboði og að fari meiri tími í lista og útlögn steypu á 1. hæð þá skuli mismunur bættur. Legg til að haldinn v erði fundur strax eftir helgi til að fara yfir þetta mál og aðrar Með tölvubréfi stefnanda til Höskuldar Tryggvasonar 28. apríl 2015 sendi stefnandi einnig tilboð í yfirvinnu vegna slípunar á terrassó - gólfum á 1. hæð flugst öðvarinnar. Í póstinum kemur fram að setjast þurfi yfir málið fljótt ef möguleiki eigi að vera á því að ljúka verkinu á tilsettum tíma. Í bréfinu kemur fram að ef vilji sé fyrir að stefnandi vinni terrassó - gólf á vöktum, þ.e.a.s. að slípun fari fram allan sólarhringinn, fari stefnandi fram á 80% álag á allar unnar vinnustundir sem geri samtals 5.342 kr., - m/vsk. á klst. Í bréfinu kemur einnig fram að ef vilji sé til að festa yfirvinnuálag í fermetraverð, 10 þá fari Múrlína fram á 10.500 kr., - m/vsk hækkun á e iningarverðum. Í bréfinu er tekið fram að þetta verð sé heldur lægra en þeir útreikningar á yfirvinnu sem stefndi hafi nú þegar undir höndum frá stefnanda. Höskuldur svaraði þessum tölvupósti sérstaklega 30. apríl 2015. Þar kemur fram að samkvæmt því sem s amþykkt hafi verið á fundi um morguninn verði stefnanda greiddar 9.250 kr. með vsk. á fermetra 1. hæðar vegna nætur og vaktavinnu til að tryggja að tímasetningar slípunar og olíuburðar terrassó - gólfs í meðfylgjandi áætlun standi. Af gögnum málsins verður ráðið að stefndi hafi endursent reikninga nr. 34 og 35 þann 20. maí 2015 af þeirri ástæðu að ekki hefði verið tekið tillit til yfirhæðar vegna slípunar og rýrnunar við útlagningu. Sama dag endursendi stefndi reikning nr. 37 þar sem verkkaupi hefði ekki samþykkt greiðslu fyrir litabreytingar. Eins og áður er rakið gaf stefnandi út reikning nr. 34 þann 28. apríl 2015 vegna svarts litarefnis í kjallara og jarðhæð að fjárhæð 1.844.438 kr., með vsk. en reikning nr. 37 sama dag að fjárhæð 949.121 kr., vegna aukalegs steypumagns í kjallaragólfi. Verkinu lauk 15. maí 2015 en stefnandi var beðinn að vinna aukaverk í framhaldinu og lauk þeirri vinnu 21. maí 2015. Af gögnum málsins verður þó ráðið að aðilar málsins hafi haldið áfram viðskiptal egu sambandi í kjölfarið. Þannig gaf stefnandi út reikning á stefnda 27. október 2015 vegna aukaverka við vinnu í ágúst og september að fjárhæð 779.919 kr., með vsk. Stefndi greiddi þann reikning 17. nóvember 2015. Af sundurliðun sem fylgdi reikningnum ver ður ráðið að þarna hafi verið um að ræða vinnu við lagfæringar á 1. hæð og í kjallara flugstöðvar. Þá gaf stefnandi út reikning vegna aukaverka 17. júlí 2016 sem stefndi greiddi 9. ágúst 2016 vegna lagfæringa. Lögmaður stefnanda sendi stefnda kröfubréf 22 . nóvember 2016 þar sem gerð var grein fyrir því að stefnandi teldi sig hafa orðið fyrir umframkostnaði að fjárhæð 22.805.520 kr. vegna þess að verkið hefði reynst umfangsmeira og unnist hægar en stefnandi hefði mátt gera ráð fyrir við tilboðsgerð sína. In ni í þeirri fjárhæð var krafa stefnanda vegna þrifa á jarðhæð með háþrýstiþvotti sem stefndi hafði samþykkt að greiða fyrir aukalega. Stefnandi lýsti því yfir að hann væri tilbúinn til þess að sætta málið með móttöku á greiðslu 15 milljóna króna ef það mæt ti verða til þess að forða dómsmáli. Með bréfi 25. janúar 2017 hafnaði stefndi kröfum stefnanda utan þess að hann lýsti því yfir að hann væri tilbúinn til að inna af hendi greiðslu fyrir aukið magn állista, en þó lægri fjárhæð en stefnandi hafði gert kröf u um, auk þess sem stefndi samþykkti að greiða fyrir háþrýstiþvott jarðhæðar. Þar sem stefndi teldi sig hins vegar þegar hafa ofgreitt stefnanda vegna annarra verkliða teldi hann enga greiðsluskyldu vera fyrir hendi. Vegna framangreindrar afstöðu stefnda fór stefnandi fram á það að dómkvaddur yrði matsmaður til að staðreyna að umfang verksins hefði breyst frá því sem stefnandi mátti gera ráð fyrir við tilboðsgerð sína og afla álits hans á því hvað væri sanngjarnt og eðlilegt endurgjald til stefnanda vegna þess. Hinn 15. september 2017 var Björn Gústafsson byggingaverkfræðingur dómkvaddur til starfans. Skilaði hann matsgerð 10. janúar 2018 og viðbótarbréfi 26. janúar 2018. Varð það niðurstaða hans að umfang verksins hefði breyst og að sanngjarnt og eðlilegt endurgjald vegna þess næmi 12.486.000 kr. miðað við verðlag í maí 2014. Með bréfi 2. febrúar 2018 sendi stefnandi stefnda matsgerð hins dómkvadda matsmanns og gerði jafnframt kröfu um að stefndi innti af hendi greiðslu í samræmi við niðurstöðu matsins, up pfærða með tilliti til verðlags, auk kostnaðar við öflun matsgerðarinnar og lögmannskostnaðar, samtals 18.447.324 kr. Var skorað á stefnda að inna greiðsluna af hendi innan 14 daga frá dagsetningu bréfsins, en ella myndi stefnandi höfða mál fyrir dómstólum til innheimtu kröfunnar. Þar sem stefndi varð ekki við þessari áskorun stefnanda höfðaði stefnandi þetta mál til innheimtu kröfunnar. 11 III. Málsástæður aðila Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir á því að hann eigi fjárkröfu á hendur stefnda á grundvelli alm ennra reglna verktaka - og kröfuréttar um auka - og/eða viðbótarverk og um magnaukningar. Ljóst sé að eftir að verkið hófst hafi það reynst mun umfangsmeira og tekið breytingum af völdum atvika sem stefndi beri ábyrgð á umfram það sem stefnandi mátti vænta þ egar hann bauð í umrætt verk. Stefnanda hafi ekki verið annar kostur fær en að vinna verkið með þeim hætti sem hann gerði ef hann á annað borð átti að ljúka því. Þetta hafi haft þær afleiðingar að verkið reyndist stefnanda mun kostnaðarsamara en hann hafi mátt gera ráð fyrir þegar hann gerði tilboð sitt í verkið, en þann kostnað telur stefnandi að stefnda beri að bæta honum samkvæmt framangreindum meginreglum. Í þessu sambandi vísar stefnandi eftirfarandi atriða: a) Magnaukning á állistum Þegar stefnandi tók að sér framangreint verk hafi legið fyrir útboðsteikningar af gólfum í kjallara og 1. hæð frá 4. apríl 2014. Byggði stefnandi tilboð sitt í verkið á teikningum þessum. Af endanlegum verkteikningum arkitekta hinn 23. október 2014 verði hins vegar ráðið að magn állista hafi stórlega aukist frá því sem upphaflega hafi mátt gera ráð fyrir. Á verkfundi 14. apríl 2015 hafi verið bókað að stefnandi hefði skilað inn upplýsingum til stefnda um magnaukningu állista og kostnaðaraukningu þar að lútandi. Stefndi mótmæl i því ekki að magn állista hafi aukist og að stefnandi eigi kröfu vegna þess, en hann mótmæli magninu og fjárhæð endurgjalds stefnda, sbr. bréf hans frá 25. janúar 2017. Stefnandi byggir aðallega á því undir þessum lið að magnaukningin hafi numið 908,5 m s amkvæmt hans eigin samanburði á útboðsteikningum og endanlegum teikningum. Ef miðað er við að kostnaður vegna vinnu nemi 2.902 kr./m og efniskostnaður 750 kr./m (á verðlagi í maí 2014 í samræmi við mat hins dómkvadda matsmanns) nemi viðbótarkostnaður vegna efnis 681.375 kr. og vinnu 2.636.467 kr., eða samtals 3.317.842 kr. á verðlagi í maí 2014. Til vara undir þessum lið byggir stefnandi fjárkröfu sína á mati hins dómkvadda matsmanns. Í matsgerð hans sé staðfest að magn állista hafi aukist mjög, eða um 40 6 m. Þetta hafi haft í för með sér aukinn kostnað vegna efnis og vinnu og hafi matsmaður talið að sanngjarnt og eðlilegt endurgjald vegna þess næmi samtals 1.476.000 kr. miðað við verðlag í maí 2014. b) Óhagræði við uppsteypu 1. hæðar Stefnandi kveðst hafa gert ráð fyrir því við tilboðsgerð að geta unnið við steypu gólfa á 1. hæð í einni samfellu, líkt og hann gerði í kjallara. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og hafi stefnandi þurft að vinna að steypu gólfa og frágangi állista í mörgum áföngum sem þar að auki hafi verið sundurslitnir, sbr. teikningu sem fyrir liggur í málinu. Stefnandi hafi ekki endilega gert ráð fyrir því við tilboðsgerð sína að fá allt gólf 1. hæðar undir í einu, en hann hafi gert ráð fyrir því að fá a.m.k. tiltekna gólffleka til umr áða sem hægt væri að vinna í samfellu. Jafnframt hafi stefnandi gert ráð fyrir því að vinna færi fram á samliggjandi flötum, þ.e. að vinnusvæðið væri unnið t.d. frá vestri til austurs en ekki væri verið að þeyta honum fram og til baka á sama gólffleti. Þet ta hafi gengið eftir í kjallara byggingarinnar en ekki á 1. hæð hennar. Hafi þetta haft í för með sér mikið óhagræði og kostað mikinn tíma og því haft í för með sér mikinn kostnaðarauka. Stefnandi hafi gert kröfur um hækkun einingaverðs vegna þessa í tölvu skeytum til stefnda 17. og 20. mars 2015, og með bréfi, dags. 27. apríl 2015. Stefnandi byggir kröfu sína vegna þessa liðar á mati hins dómkvadda matsmanns, sem hafi talið að ekki væri vafi á því að einfaldara væri að steypa gólf í samfellu eins og gert h efði verið í kjallara. 12 Hafi þetta haft í för með sér aukna vinnu við uppsetningu lista og við flutning á tækjum og mannskap milli svæða. Samtals hafi matsmaður talið 1.730.000 kr. sanngjarnt og eðlilegt endurgjald vegna þessa. c) Litun á steypu Stefnandi kveðst hafa gert ráð fyrir því við tilboðsgerð sína að notuð yrði grá steypa í gólf í samræmi við upplýsingar frá arkitekt sem honum hafi borið að hafa samráð við um litaval í samræmi við verklýsingu þar um. Síðar hafi verið tekin sú ákvörðun að hafa litaða steypu í gólfum, eins og arkitekt hafi staðfest skriflega við stefnanda, sbr. tölvuskeyti 1. febrúar 2016. Fulltrúum stefnda hafi sérstaklega verið gerð grein fyrir því við heimsókn á verkstæði stefnanda að breyting á lit í steypu hefði í för m eð sér kostnaðarauka, án þess að athugasemdir væru gerðar af þeirra hálfu. Upplýst hafi verið um þetta á verkfundi 14. apríl 2015. Kostnaður stefnanda liggi fyrir samkvæmt reikningum Steypustöðvarinnar, en samtals nam hann 1.844.438 kr. Geri stefnandi kröf u um greiðslu þeirrar fjárhæðar. Samkvæmt mati dómkvadds matsmanns hafi framangreindur kostnaður verið sanngjarn og eðlilegur og jafnframt eðlilegt að stefndi greiddi fyrir kostnaðarmun á lit steypunnar í samræmi við fyrirliggjandi reikninga, 1.844.000 kr . d) Magnaukning í ásteypuálagi Stefnandi telur að hann hafi orðið fyrir auknum kostnaði vegna magnaukningar í ásteypuálagi. Samkvæmt verklýsingu hafi verið gert ráð fyrir að gólf yrðu 50 mm að þykkt bæði í kjallara og á 1. hæð. Þegar stefnandi kom að verk i hafi það undirlag sem ásteypuálag skyldi leggjast á verið ójafnt þannig að meira hafi þurft af steypu til að gólf næðu tilskilinni hæð. Stefnandi hafi verið beðinn um að halda utan um aukamagn sem færi í gólfin og rukka fyrir það sérstaklega, sbr. fundar gerð verkfundar 14. apríl 2015. Stefnandi hafi gert stefnda reikninga vegna þessarar magnaukningar 27. apríl 2015, að fjárhæð 949.121 kr. og 1.462.208 kr., en reikningar þessir hafi byggst á útlögðum kostnaði samkvæmt reikningum frá steypustöð. Í þeim haf i ekki verið tekið tillit til vinnu við móttöku og útlögn og umsjón stefnanda með því steypumagni sem þurfti til viðbótar. Stefndi hafi hafnað greiðslu þessara reikninga af þeirri ástæðu að stefnandi hefði ekki tekið tillit til yfirhæðar vegna slípunar og rýrnunar við útlagningu. Stefnandi byggir kröfu sína undir þessum lið á mati hins dómkvadda matsmanns sem taldi að umframmagn steypu hefði verið 34,05 m 3 sem hefði haft í för með sér kostnaðarauka fyrir stefnanda bæði hvað varðaði efni og vinnu. Telji mats maður sanngjarnt og eðlilegt endurgjald til stefnanda vegna þessa nema samtals 1.881.000 kr. að teknu tilliti til 15% álags vegna umsjónar. e) Viðbótarkostnaður við slípun terrassó - gólfs á 1. hæð Stefnandi telur að þar sem sér hafi verið gert að vinna í mör gum áföngum að slípun gólfs á 1. hæð, sem skipt hafi verið í fimm aðskilda fleti, sbr. teikningu, hafi hann þurft að slípa stærri gólfflöt en ella. Stækkun á slípunarfleti stafi af því að yfirlappa þurfi slípun yfir á næsta aðliggjandi flöt sem sé fullunni nn þegar slípað er með hverjum grófleika af slípisteinum en alls sé þetta unnið með átta mismunandi grófleikum. Þetta hafi tafið alla vinnu við fínslípun og olíuburð, en hver flötur gólfs á 1. hæð hafi verið fínslípaður og olíuborinn í fimm áföngum. Það ha fi valdið stefnanda miklu óhagræði og vegna þess að fara varð aftur inn á fleti sem búið var að verja með yfirborðsefni og fullslípa. Stefnandi hafi gert krö fu vegna þessa með bréfi 27. apríl 2015 13 Stefnandi byggir kröfu sína vegna þessa liðar á mati hins dómkvadda matsmanns, sem hafi talið að ekki væri vafi á því að einfaldara væri að slípa gólf í samfellu eins og gert hefði verið í kjallara. Hafi matsmaður ta 131,5 m 2 og að sanngjarnt og eðlilegt endurgjald til stefnanda vegna þessa næmi 2.394.000 kr. að teknu tilliti til aukinnar vinnu og efnis. f) Aukin vinna vegna harðari gólfa Stefnandi byggir einnig því á að skortur á rafmagni hafi orðið til þess að tafir urðu á slípun gólfa á 1. hæð. Samkvæmt upplýsingum stefnda í bréfi 27. janúar 2017 hafi nýr rafmagnskapall verið tengdur á verkstað þann 17. apríl 2015 og því hafi ekker t verið því til fyrirstöðu að vinna að slípun gólfa eftir það. Miði stefndi við að gólf hafi verið steypt í fjórum áföngum og það hafi liðið 25 dagar frá steypu fyrsta áfanga þar til hægt hafi verið að hefja slípun vegna rafmagns, 16 dagar hafi liðið frá s teypu annars áfanga og þrír dagar frá steypu þriðja áfanga þar til hægt hafi verið að hefja slípun. Fjórði áfangi hafi verið steyptur fimm dögum eftir að nýr rafmagnskapall hafi verið lagður. Því liggi fyrir að tafir hafi orðið á slípun gólfa vegna skorts á rafmagni. Stefnandi byggir á því að 18 daga tafir hafi orðið hið minnsta á slípun gólfa í gegnum allt verkið (miðað er við að hægt sé að hefja slípun gólfa sjö dögum eftir að þau eru steypt) því upphafleg töf hafi tafið alla síðari áfanga við slípun með samsvarandi hætti þar sem slípun gólfa hafi orðið að vinna í þeirri tímaröð sem gólf voru steypt í. Hafi þetta haft í för með sér að styrkur og harka steypu hafi orðið mun meiri en ella. Það hafi tafið alla vinnu við slípun og haft í för með sér kostnaðar auka fyrir stefnanda. Stefnandi vísar til þess að matsmaður hafi talið að framangreint hefði leitt til kostnaðarauka fyrir stefnanda, bæði vegna harðari steypu og eins vegna þess að ekki var hægt að halda þeirri samfellu í verkinu sem tryggt hefði betri ný tingu á mannskap. Hafi matsmaður talið sanngjarnt og eðlilegt endurgjald til stefnanda vegna þessa nema samtals 1.581.000 kr. á verðlagi í maí 2014. Í mati hans sé hins vegar aðeins miðað við að dregist hafi að slípa svæði 1 og 2 á 1. hæð vegna skorts á ra fmagni, eða samtals 760,6 m2. Hins vegar hafi sami dráttur orðið á slípun alls gólfsins, eða 1.395 m2, þar sem rafmagnsleysi hafi haft keðjuverkandi áhrif. Stefnandi hafi þannig þurft að byrja á því að slípa svæðin sem hann hafði steypt fyrst og ljúka við þau áður en hann hafi getað byrjað á svæðum sem síðar voru steypt. Stefnandi byggir því aðallega á því undir þessum lið að hann hafi orðið fyrir töfum vegna hörðnunar steypu sökum rafmagnsleysis á 1.395 m2, sem sé allur gólfflötur 1. hæðar. Miðað við kost naðarmat hins dómkvadda matsmanns, sem gerði ráð fyrir því að viðbótarkostnaður vegna hörðnunar steypu væri 10% af einingaverði, 20.786 kr., þar sem vinnuliðurinn vægi 68% en efni/tæki 32%, nemi krafa stefnanda því 2.899.647 kr., þar af eru 927.887 kr. veg na efnis/tækja og 1.971.760 kr.vegna vinnu. Til vara sé undir þessum lið byggt á mati hins dómkvadda matsmanns, 1.581.000 kr.. g) Horfið frá verki Stefnanda var gert að hverfa frá verki í einn og hálfan mánuð, að ósk stefnda, og hafi það haft í för með sér kostnað vegna flutnings tækja frá og til verkstaðar og óhagræðis sem því tengdist. Stefnandi byggi kröfu sína vegna þessa á mati matsmanns, sem telji að því fylgi óhjákvæmilega kostnaður að flytja allan búnað af vinnusvæði og til baka, auk þess sem hann te lji að sjö starfsmenn hafi verið verklausir í tvo daga vegna þessa, sem hafi falið í sér aukinn kostnað fyrir stefnanda. Telji matsmaður að eðlilegt og sanngjarnt endurgjald vegna þess hafi numið samtals 1.580.000 kr., eins og nánar greini í matsgerð hans. 14 h) Þrif jarðhæðar Stefnandi gerir einnig kröfu um greiðslu vegna þrifa á jarðhæð með háþrýstiþvotti, alls að fjárhæð 744.930 kr. Stefndi hefur samþykkt greiðsluskyldu skv. framangreindu, sbr. bréf hans frá 27. janúar 2017. Stefnandi sundurliðar kröfu sín a með eftirfarandi hætti þar sem allar fjárhæðir eru tilgreindar á verðlagi í maí 2014. Stefnandi gerir kröfu um að stefndi greiði honum fjárhæðirnar uppfærðar til verðlags dagsins í dag. Nánar tiltekið sundurliðist kröfugerð stefnanda á eftirfarandi hátt: Liður Efni Vinna Upphæð Magnaukning állista 681.375 2.636.467 3.317.842 Óhagræði við uppsteypu 1. hæðar 0 1.730.000 1.730.000 Litun á steypu 1.844.000 0 1.844.000 Magnaukning í steypuálagi 1.393.000 488.000 1.881.000 Viðbótarkostn. v. slípunar 1. hæðar 871.000 1.523.000 2.394.000 Aukin vinna v. harðari gólfa 927.887 1.971.760 2.899.647 Horfið frá verki 200.000 1.380.000 1.580.000 Þrif jarðhæðar 0 744.930 744.930 Samtals: 5.917.262 10.474.157 16.391.419 Uppfært frá verðlagi í maí 2014* 6.730.886 13.796.933 20.527.818 Stefnandi kveður miðað við að efni sé uppfært í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu frá maí 2014 (120 stig) til janúar 2018 (136,5 stig) og vinna í samræmi við breytingar á launavísitölu frá maí 2014 (480,4 stig) til desember 2017 (632,8). Gerð er k rafa um dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 2. mars 2018, er liðinn var mánuður frá því að stefnandi sendi stefnda kröfubréf ásamt fylgigögnum. Verði ekki fallist á að stefndi eigi kröfu á framangreindum grundvelli byggir stefnandi á því til vara að hann eigi kröfu á hendur stefnda byggða á því að forsendur fyrir vinnslu verksins hafi brostið og hann eigi því rétt á auknu endurgjaldi vegna framangreinds á grundvelli meginreglna samningaréttarins um rangar og/eða brostnar forsendur, eða á grundvelli 36. gr. samningalaga. Í því sambandi bendir stefnandi á að það sé ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að hann beri einn kostnað af því að verkið hafi reynst umfangsmeira og kostnaðarsamara en hann hafi mátt gera ráð fyrir við tilboðsger ð sína. Stefndi var verkkaupi og hafi því þekkt verkið og aðstæður á verkstað mun betur en stefnandi. Stefndi hafi stýrt vinnu annarra verktaka á verkstað og borið ábyrgð á umfangi verksins 15 og ófullnægjandi lýsingu þess og því sé rétt að hann beri kostnað af auknu umfangi þess. Stefnandi byggir jafnframt í þessu samhengi á meginreglum um óréttmæta auðgun. Þá byggir stefnandi á því, verði ekki fallist á neitt framangreint, að hann eigi skaðabótakröfu á hendur stefnda vegna framangreinds. Ljóst sé að umfangi verksins hafi ekki verið réttilega eða fullnægjandi lýst af stefnda eða í verklýsingu og því hafi rangar forsendur legið til grundvallar samningsgerðinni. Stefnda hafi verið í lófa lagið að upplýsa stefnanda um umfang verksins þannig að tilboð hans í verki ð endurspeglaði það. Það hafi hann hins vegar ekki gert og því sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi sem sé bótaskyld samkvæmt almennum skaðabótareglum. Kröfur stefnanda á þessum grundvelli eru þær sömu og með sömu fjárhæð og að framan greinir og er ví sað til þess sem þar kemur fram. Til stuðnings kröfum sínum vísar stefnandi til meginreglna verktaka - og kröfuréttar um auka - og/eða viðbótarverk og um magnaukningu. Jafnframt er vísað til meginreglna um rangar og/eða brostnar forsendur og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Jafnframt er vísað til almennra skaðabótareglna, einkum sakarreglunnar og reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. Einnig er vísað til meginreglna samninga - og kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga og um óréttmæta auðgun. Um dráttarvexti er vísað til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, einkum 5., 6. og 9. gr. Krafa um málskostnað byggir á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 1. mgr. 130. gr. Um varnarþing er vísað til 33. gr. s ömu laga. Málsástæður stefnda Af hálfu stefnda er öllum kröfum og málsástæðum stefnanda mótmælt. Til stuðnings aðalkröfu sinni um sýknu af kröfum stefnanda byggir stefndi einkum á eftirfarandi málsástæðum. Tómlæti stefnanda Stefndi telur að hugsanlegar k röfur stefnanda á hendur stefnda hafi þær verið fyrir hendi á annað borð séu niður fallnar fyrir tómlæti stefnanda. Þannig hafi verkinu lokið 21. maí 2015 en stefndi ekki fengið vitneskju um að stefnandi hygðist hafa uppi viðbótarkröfur vegna verksins fyrr en með bréfi lögmanns stefnanda, dags. 22. nóvember 2016, rúmum 18 mánuðum síðar. Stefndi mótmælir því sem röngu og ósönnuðu að stefnandi hafi komið á framfæri við stefnda neinum kröfum vegna verksins fyrr en með umræddu bréfi. Fram til þess hafi stef ndi enga ástæðu haft til að ætla að stefnandi hefði uppi viðbótarkröfur vegna verksins. Stefndi telur tómlæti stefnanda einkum snúa að tveimur atriðum sem hvort um sig nægi til að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Í fyrsta lagi hafi stefnandi ekki h aft uppi áskilnað um hærra endurgjald eða bætur áður en þau verk voru unnin sem hann krefjist nú aukins endurgjalds fyrir. Samkvæmt kafla 3.6 í ÍST 30 skal semja eða taka fyrirfram á öllum kröfum sem leiðir af breytingum eða viðbótum við verk. Grein 3.6.5 kveður á um að verktaki megi engin auka - eða viðbótarverk vinna sé ljós verkkostnaður fyrirfram og hann geti átt val um það hvort dýrari útfærslur eru valdar við a ð leysa verk af hendi. Almennar reglur verktakaréttar leiði einnig til sömu niðurstöðu. Í öðru lagi telur stefndi að tómlætið birtist í því að fjárkrafa eða reikningur vegna verkanna sé allt of seint fram kominn. Samkvæmt ákvæðum 5. kafla ÍST 30 (grein 5.1 .5) beri að skila mánaðarlega 16 tveggja mánaða frá því að hann ekki þessi skilyrði ÍST 30, en almennar reglur verktakaréttar leiði einnig til sömu niðurstöðu. Stefndi telji allar þessar samskiptareglur hafa orðið enn brýnni vegna þess að aðilar söm du þann 30. apríl 2015, sem áður segir, um breytingu á tilteknu einingaverði í tengslum við framkvæmd verksins. Þá hafi stefnanda verið ljóst að stefndi yrði að fá kröfur í hendur í tæka tíð til að geta framvísað þeim á hendur (aðal)verkkaupa. Stefndi sé u ndirseldur sömu tómlætisreglum og vísað er til í ÍST 30 hér að framan. Samkvæmt framansögðu séu kröfur stefnanda því augljóslega niður fallnar vegna tómlætis stefnanda. Vísar stefndi þar um til almennra reglna kröfuréttar og verktakaréttar og fordæma um tómlæti og tómlætisverkanir, sem og reglna ÍST 30. Stefndi telur að þessi niðurstaða gildi einnig um magnbreytingar, enda sé tekið fram í gr. 5.1.10 að eftir að verktaki hafi lagt fram lokareikning geti hann ekki haft uppi frekari kröfur nema fyrirvari sé gerður á lokareikningi um atvik sem ekki hafi verið unnt að reikna út á þ eim tímapunkti. Meint aukaverk og viðbótarkröfur stefnanda ágallar á matsgerð o.fl. Stefndi mótmælir því auk þess sem röngu og ósönnuðu að umrætt verk hafi verið umfangsmeira en í upphafi stóð til eða með sanngirni mátti gera ráð fyrir miðað við fyrirl iggjandi gögn, en stefnandi beri alfarið sönnunarbyrðina þar að lútandi. Stefndi áréttar að meintar einstaklingsbundnar forsendur, sem stefnandi kveðst hafa gefið sér við framkvæmd verksins, séu ósannaðar og auk þess þýðingarlausar í málinu. Málatilbúnaður stefnanda beri þess merki að hann sé nú, mörgum árum eftir lok verksins, að reyna að velta kostnaði og áhættu sem hann hafi sjálfur átt að bera yfir á stefnda. Þá sé rangt og ósannað að stefnandi eigi nokkurn rétt á hendur stefnda til viðbótargreiðslna ve gna meintra aukaverka, viðbótarverka eða af öðrum ástæðum. Stefndi mótmælir alfarið þeim grundvelli sem stefnandi reisir kröfur sínar á, þar á meðal vísun hans til sjónarmiða um rangar eða brostnar forsendur, 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga o.fl., enda eru skilyrði þeirra ekki uppfyllt. Þá bendir stefndi á, að réttaráhrif rangra eða brostinna forsendna ef skilyrði þeirra væru uppfyllt séu ógilding samnings, en ekki þau áhrif sem stefnandi virðist reisa málatilbúnað s inn á. Þá mótmælir stefndi alfarið forsendum og niðurstöðum matsgerðar dómkvadds matsmanns, dags. 10. janúar 2018. Stefnd telur matsgerðina haldna verulegum ágöllum og að forsendur hennar og niðurstaða séu röng. Af þeim sökum verður matsgerðin ekki lögð ti l grundvallar í málinu, en stefndi vísar meðal annars til eftirfarandi atriða í því sambandi: i) Í matsgerðinni byggir matsmaður gjarnan á svörum og upplýsingum frá óþekktum þriðju aðilum, sem matsmaður kveðst hafa spurt að ýmsu í tengslum við framkvæmd matsi ns. Matsmaðurinn byggir þannig ekki á eigin reynslu eða sérþekkingu, svo sem honum var þó skylt að gera, meðal annars samkvæmt 3. mgr. 61. gr. og 1. mgr. 63. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 79. gr. sömu laga. ii) Þá verður ekki séð á hv Bréf frá matsmanni vegna matsgerðar fékk bakþanka um einhver atriði í mat sgerðinni. Stefnda hafi ekki verið gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna að því leyti. Þessi framkvæmd á vinnu við matsgerðina er í andstöðu við fyrirmæli IX. og XII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og almenn sjónarmið um þær kröfur sem gerðar verða til vinnu dómkvaddra matsmanna. 17 Hugsanlegum kröfum stefnanda var lokið með samkomulagi aðila þann 30. apríl 2015 Þann 30. apríl 2015 samdi stefndi við stefnanda um hækkun einingaverðs á fermetra fyrir slípun og frágang 1. hæðar um sem nam 9.250 kr. , - með vsk., gegn því að gólfið yrði slípað í fjórum áföngum samkvæmt tímasettri áætlun, að slípað yrði á vöktum og að síðasta áfanga verksins lyki 21. maí 2015. Þetta álag var greitt fyrir allt gólf 1. hæðar, alls 12.903.750 kr. með vsk. Verkinu lauk á ti lsettum tíma samkvæmt þessari áætlun. Þessi hækkun, sem nam 34,5 % álagi á einingaverð, var mikil, en þótti réttlætanleg vegna mikilvægis þess að geta hafið starfsemi í húsinu sem fyrst. Stefndi telur að með þessu samkomulagi, sem aðilar gerðu skömmu fyr ir verklok, var lokið hugsanlegum ágreiningi stefnanda vegna verksins. Þau atriði, sem stefnandi byggir málsókn sína á nú, voru eða hefðu mátt vera stefnanda ljós þegar hann gekk til samkomulagsins þann 30. apríl 2015. Hafi stefnandi yfir höfuð átt frekari kröfur á hendur stefnda féllu þær niður við gerð samkomulagsins, þar sem samkomulaginu var ætlað að taka til allra slíkra krafna aðila. Í því sambandi vísar stefndi til almennra reglna samningaréttar og kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga og um sk yldur aðila til að halda kröfum sínum til haga án ástæðulauss dráttar. Þá vísar stefndi til almennra tillits - og trúnaðarskyldna aðila í gagnkvæmu samningssambandi og til ákvæða íslensks staðals, ÍST 30:2012 og undirstöðusjónarmiða ákvæða hans, einkum gr. 5.1.9 og 5.1.10. Stefndi hafði enda réttmætar væntingar til þess að öllum kröfum og athugasemdum aðila væri lokið með umræddu samkomulagi. Almennar reglur kröfuréttar og verktakaréttar um tómlætisverkanir hafa sömu áhrif. Í þessu sambandi verði einnig að h afa í huga að stefndi hefði ekki gengið til samkomulagsins þann 30. apríl 2015 ef hann hefði vitað að stefnandi hefði í hyggju að hafa uppi viðbótarkröfur. Nái kröfur stefnanda fram að ganga eru því forsendur fyrir samkomulaginu brostnar og það niður falli ð samkvæmt almennum reglum samningaréttar um brostnar forsendur og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Framangreint álag að fjárhæð 12.903.750 kr. með vsk. komi þá til frádráttar hugsanlegum kröfum stefnanda á grundvelli s kuldajafnaðar. Áskilur stefndi sér auk þess allan rétt í því sambandi, meðal annars til að höfða sjálfstætt mál á hendur stefnanda til endurheimtu framangreinds álags að fjárhæð 12.903.750 kr. með vsk. auk dráttarvaxta. Einstakir þættir verksins og liðir í kröfugerð stefnanda Stefndi mótmælir alfarið forsendum og niðurstöðu matsgerðar og þeim kröfum sem stefnandi setur fram og byggja öðrum þræði á matsgerðinni. Um einstaka kröfuliði undir sömu stafliðum og gert í stefnu vill stefndi taka fram eftirfarandi a) Meint magnaukning í állistum Í kröfubréfi lögmanns stefnanda, dags. 22. nóvember 2016 er því haldið fram að magn állista í verkinu hafi aukist um 780 metra (þ.e. úr 578 metrum í 1.358 metra). Í svarbréfi lögmanns stefnda, dags. 25. janúar 2017, kom fram að stefndi hefði yfirfarið teikningar og útreikninga, þ.e. gólfefnayfirlit í kjallara teikning nr. 34.10, dags. 4. apríl 2014 (útboðsteikning), borin saman við sömu teikningu uppfærða sem verkteikning, dags. 23. október 2014, og gólfefnayfirlit 1. hæð teik ning nr. 34.11, dags. 4. apríl 2014 borin saman við sömu teikningu uppfærða sem verkteikning, dags. 23. október 2014. Niðurstaða þess samanburðar hafi verið eftirfarandi: 18 Kjallari útboðsteikning nr. 34 11 dags. 04.04.2014 samanlögð lengd állista 627,4 m Kjallari verkteikning nr. 34 11 dags. 23.10.2014 samanlögð lengd állista 687,5 m Mismunur: 60,1 m 1. hæð útboðsteikning nr. 34 10 dags. 04.04.2014 samanlögð lengd állista 340,6 m 1. hæð verkteikning nr. 34 10 dags. 23.10.2014 samanlögð lengd állista 511,0 m Mismunur: 170,4 m Magnaukning állista Samtals: 230,5 m Stefndi telur því að magnaukningin í állistum frá upphaflegri áætlun nemi 230,5 metrum, en ekki 780 metrum. Samkvæmt matsgerð dómkvadds matsmanns nam magnaukning í állistum 406 metrum. Í stefnu haldi stefnandi því hins vegar nú aðallega fram að magnaukning í állistum hafi numið 908,5 metrum og virðist eingöngu byggja það á eigin útreikningum. Af hálfu stefnda er þeim útreikningum stefnanda mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Þá séu þeir útr eikningar stefnanda í ósamræmi við matsgerð sem stefnandi aflaði sjálfur og virðist byggja á að öðru leyti. Stefndi telur auk þess útreikninga dómkvadds matsmanns ranga. Ljóst megi vera að matsmaðurinn gefur sér forsendur við útreikninga sem að mati stefn da geta ekki staðist. Niðurstaða dómkvadds matsmanns sé þannig að samanlögð lengd lista sé 1.230,3 m og magnaukning sé 406,0 metrar. Mismunur niðurstöðu dómkvadds matsmanns og stefnda skýrist þannig að stefndi gerði ráð fyrir í sínum útreikningum að listar væru á útkanti 1. hæðar á útboðsteikningu, en dómkvaddur matsmaður telur það ekki. Sé þetta hins vegar reiknað eins og matsmaður gerir væri eðlilegt að draga frá áætlaðan kostnað við aðrar aðgerðir sem þurft hefði að gera til eðlilegs frágangs (svo sem að setja svamplista og kítta í rifuna eins og stefnandi taldi að unnt væri að gera) við gluggakarminn til varnar skemmdum á honum við framkvæmd verksins. Matsgerðin sé því haldin ágalla að þessu leyti enda er þar ekki tekið tillit til þess hagræðis sem er af því að verktaki sleppur við að vinna aðra tegund af frágangi. Miðað við einingaverðið kr. 3.652/m, sem bæði stefnandi og dómkvaddur matsmaður leggja til grundvallar verður krafa stefnanda vegna þessa þáttar að hámarki kr. 3.652/m x 230,5 metrar = 841.786 kr. Hvað sem því líður komi ekki til greiðslu til stefnanda sökum ofgreiðslu, gagnkrafna viðbótarkostnaður við slípun terrassó - stefnda af kröfu stefnanda vegna þessa þáttar. b) Meint óhagræði við uppsteypu 1. hæðar 19 Stefnandi virðist byggja kröfu sína undir þessum lið á þeirri röngu og ósönnuðu forsendu að hann hafi átt að geta steypt gólf á 1. hæð byggingarinnar í einni samfellu, en að það hafi ekki gengið eftir. Í stefnu viðurkenni stefnandi samt sem áður að hann hafi ekki endilega gert ráð fyrir því við tilboðsgerð sína að fá allt gólf 1. hæðar undir í einu, en hann hafi gert ráð fyrir því að fá a.m.k. tiltekna gólffleka til umráða sem hægt væri að vinna í samfellu. Telur stefndi að forsendur og grundvöllur þessa þáttar í kröfugerð stefnanda séu því óljós og auk þess huglæg, þar sem þau byggi einungis á fullyrðingum stefnanda sjálfs um hverju hann gerði ráð fyrir við tilboðsgerðina . Slíkt geti ekki skapað stefnda neina greiðsluskyldu. Þá hafi meint forsenda ekki verið þess eðlis að stefndi hefði samþykkt að gera að hana að skilyrði við samningsgerðina. Meta verði út frá hlutlægum grundvelli hverju stefnandi mátti gera ráð fyrir við tilboðsgerðina út frá fyrirliggjandi upplýsingum. Þar sé um að ræða lagaatriði, sem dómkvaddur matsmaður sé ekki í samfellu, svo sem stefnandi hafi eftir honu m í stefnu, breyti það engu um hvort stefnandi hafi með sanngirni mátt gera ráð fyrir því að geta steypt gólfið í samfellu. Niðurstaða dómkvadds matsmanns um þetta atriði hafi því enga þýðingu í málinu. Þá hafi enginn fyrirvari verið gerður af hálfu stefna nda með tilboði hans um aðgengi eða tilboðsforsendur. Ekki verði með nokkru móti talið réttlætanlegt af hálfu stefnanda, sem sé reynslumikill verktaki, að gefa sér þær forsendur að hann hefði allan gólfflötinn undir í einu og að leggja mætti að jöfnu framk væmd í kjallara annars vegar þar sem terrassó - gólfið leggst að steyptum útveggjum ómeðhöndluðum og 1. hæð hins vegar, en þar séu viðkvæmir glerveggir í álrömmum sem fella þurfi gólfið að í nákvæmri hæð, sem sé augljóslega tímafrekari vinna. Þá hafi ste fndi lagt sig fram í hvívetna um að skipuleggja verksvæðið þannig að stefnandi hefði ætíð pláss til að vinna á. Þær forsendur, sem stefnandi heldur nú fram að hann hafi gefið sér, hafi því verið óréttmætar en auk þess ósannaðar. Mestu varði hins vegar að þ ær séu ekki í samræmi við tilboðsgögn eða venjur á sviði sambærilegra verkframkvæmda. Verði því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda vegna þessa liðar. c) Meintur kostnaðarauki vegna litunar á steypu Stefnandi heldur því fram að hann hafi gert ráð fyrir því við tilboðsgerðina að notuð yrði grá steypa í gólf. Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda sem rangri og ósannaðri, en auk þess sem þýðingarlausri fyrir málið. Stefndi telur að meta verði út frá hlutlægum grundvelli hverju tilboðsgjafar máttu me ð sanngirni gera ráð fyrir við tilboðsgerðina út frá fyrirliggjandi upplýsingum. Hér sé um að ræða atriði lagaatriði, sem dómkvaddur matsmaður er ekki bær að fjalla um. Niðurstaða matsgerðar Björns Gústafssonar, dómkvadds matsmanns, um þetta atriði og hvað Hið rétta sé að í lið 5.2.1 í verklýsingu segir: að lita - og efnisprufur (kornagerð og stærð) skuli gera ið að vali efnis á framkvæmdatíma hafi verið ákveðið af arkitekt að litur skyldi vera svartur og fengin slík prufa hjá stefnanda, sem samþykkt hafi verið af arkitekt. ða frekari skýringum á útboðsgögnum eða hann verður var við ósamræmi í þeim, sem getur haft áhrif á tilboðsinnihald og tilboðsupphæðina, skuli hann senda Ríkiskaupum skriflega fyrirspurn eigi síðar en rirvarar hafi hins vegar verið sett fram af hálfu stefnanda á tilboðsstigi varðandi lit efnis, en stefnanda hefði verið í lófa lagið að koma fyrirspurn til stefnda ef ætlun hans var að bjóða efni sem félli utan þeirra skýringa sem fram komu í útboðsgögnum. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði stefnanda um að tiltekinn litur yrði á steypunni og á tilboðsstigi hafi engin fyrirspurn verið sett fram af hálfu stefnanda um hvaða lit steypan skyldi hafa, 20 þrátt fyrir að í verklýsingu hafi komið fram að ákvö rðun þar um skyldi endanlega koma frá arkitekt. Það hafi því enginn grundvöllur verið fyrir því að stefnandi tæki sjálfur ákvörðun eða gæfi sér forsendu um gráan lit á steypunni. Athygli vekur að stefnandi leggur nú fram tölvupóst frá arkitekt, dags. 1. fe brúar 2016, rúmum 8 mánuðum eftir verklok. Stefndi telur að þessi tölvupóstur hafi eðli máls samkvæmt enga þýðingu í málinu. Þá árétti stefndi sérstaklega að hann hafi aldrei verið upplýstur um það á meðan á verkinu stóð að arkitekt hefði skipt um skoðun v arðandi lit á steypunni. Með vísan til framangreinds verði að sýkna stefnda af kröfum stefnanda vegna þessa þáttar. Stefndi mótmælir því einnig sem röngu og þýðingarlausu að stefnandi hafi gert fulltrúum stefnda grein fyrir því að breyting á lit hefði yf irleitt í för með sér einhvern kostnaðarauka. Hugsanlegur kostnaðarauki verður einungis borinn af stefnanda sjálfum samkvæmt framangreindu. Vísar stefndi til almennra reglna verktakaréttar og þeirra ákvæða ÍST 30, sem áður er vísað til, í því sambandi. Á v erkfundi þann 14. apríl 2015, þ.e. fyrir rúmum þremur árum, hafi ekkert um þetta fjallað. steypu og engar kröfur samþykktar af hálfu stefnda. Umrædd fund argerð skipti því engu í þessu samhengi. Stefndi bendir einnig sérstaklega á að þann 30. apríl 2015 hafi stefndi samið við stefnanda um uppfærð einingaverð og viðbótargreiðslu til stefnanda samtals að fjárhæð 12.903.750 kr. Hefði stefnandi haft einhverjar athugasemdir um litunar á steypu þá hefðu þær þurft að koma fram fyrir þann tíma, en stefndi hafi mátt reikna með að allar athugasemdir stefnanda væru afgreiddar með umræddu samkomulagi. d) Meint magnaukning í ásteypuálagi Stefndi mótmælir því að stefnandi eigi nokkra kröfu á hendur honum vegna meintrar magnaukningar í ásteypuálagi. Vísar stefndi til þess að samkvæmt verklýsingu skyldi frágengið ásteypulag vera 50 mm þykkt. Krafa stefnanda vegna meintrar aukningar steypu hafi hins vegar verið vegna 53 m 3 sam kvæmt kröfubréfi hans, dags. 22. nóvember 2016. Í stefnu byggi stefnandi á því að meint magnaukning steypu sé 34,05 m 3 , en sú tala byggi á matsgerð dómkvadds matsmanns. Stefndi byggir á því að hvort tveggja sé rangt. Þá telur stefndi það verulegan ágalla á matsgerð dómkvadds matsmanns að matsmaður virðist byggja niðurstöður sínar á upplýsingum frá Steypustöðinni, sem seldi steypu í verkið. Stefndi telur ófært að matsmaður byggi með þeim hætti á óstaðreyndum upplýsingum þriðja manns en ekki eigin sérþekkingu og mælingum. Verði því að líta alfarið framhjá matsgerðinni að þessu leyti. Þessi aðferð við mælingar sé heldur ekki í samræmi við ákvæði verksamnings og venju. Stefndi telur rangt að svo mikið sig sé í kjallaraplötu sem dómkvaddur matsmaður virðist telja vera til staðar. Kjallaraplatan hafi verið steypt á einangrun sem hvíli á þjappaðri bögglabergsfyllingu og sig sé því ekki líklegt. Við skoðun á gólfinu sé einnig ljóst að terrassó - gólfið sé með einhverjum frávikum í hæð, þ.e. terrassó - lögn stefnanda er e kki rennislétt. Að því er varðar útreikninga telur stefndi hið rétta vera að samanlagður flötur terrassó - gólfs í kjallara og á 1. hæð sé 2.631,7 m 2 . Útreiknað 50 mm þykkt lag á þann flöt sé því að rúmmáli 131,6 m 3 . Samkvæmt upplýsingum frá stefnanda hafi h ann gert ráð fyrir að steypa gólfin í 5 mm yfirhæð sem yrði svo slípað niður í rétta hæð og endanlega lagþykkt, þ.e. 50 mm. Þó einhverjar misfellur hafi verið á því lagi sem steypt sé ofan á skýri það ekki með nokkru móti hina meintu 53 auka rúmmetra af st eypu, sem stefnandi byggði upphaflega á, eða þá 34,05 auka rúmmetra af steypu sem dómkvaddur matsmaður telur að hafi þurft til verksins. Kröfur útboðsgagna um sléttleika steyptra gólfplatna hafi verið +/ - 5 mm og voru gólfplötur steyptar samkvæmt því. Kröf ur og útreikningar stefnanda fá ekki staðist, enda hefðu 21 hinir meintu auka 53 rúmmetrar af steypu valdið því að lagþykktin hefði verið um 70 mm í stað þeirra 55 mm (þ.e. 50 mm + 5 mm yfirhæð) sem stefnt var að. Sú hafi augljóslega ekki verið raunin. Þá meg i nefna að við niðurlögn steypunnar notaði stefnandi steypudælu, en alþekkt er að við lok steypuvinnu situr alltaf eftir nokkurt magn steypu í steypudælunni, enda tæma dælurnar sig ekki og situr þá eftir 0,5 - 1 m 3 af steypu. Þá sé magn steypu sjaldan svo n ákvæmlega áætlað að ekki verði einhver afgangur í síðasta steypubíl. Það sé því alltaf ákveðin rýrnun steypu sem gera þurfi ráð fyrir. Með vísan til framangreinds verði að sýkna stefnda af kröfum stefnanda vegna þessa þáttar. e) Meintur viðbótarkostnaður við slípun terrassó - gólfs á 1. hæð Stefnandi heldur því fram að hann eigi viðbótarkröfu á hendur stefnda vegna þess að stefnandi varð að vinna verkið í mörgum áföngum og að fletir, sem stefnandi átti að vinna á, hafi ekki verið aðliggjandi. Stefnandi heldur þ ví fram að af þessu hafi leitt óhagræði og viðbótarkostnaður, sem hann geti krafið stefnda um. Þá vísar stefnandi til þeirra forsendna matsgerðar dómkvadds matsmanns að Stefndi mótmælir þessum málsástæðum stefnanda sem röngum og málinu óviðkomandi. Þá bendir gólf í samfellu. Stefndi bendir einnig á að á bls. 16 í m atsgerð sé því haldið fram án rökstuðnings, að matsmanns eftir að um 1 metra yfir á aðliggjandi svæði til að slípa yfirborðin saman. Vinnubrögðum dómkvadds matsmanns sé áfátt að þessu leyti, þar sem hann láti álit ónafngreindra manna r áða niðurstöðu matsgerðarinnar, í stað reynslu og sérþekkingar matsmannsins sjálfs. Verði því að líta framhjá matsgerðinni að þessu leyti. Stefndi bendir sérstaklega á að óljóst sé af málatilbúnaði stefnanda hver bótagrundvöllurinn sé, en stefndi áréttar a stofnað kröfur á hendur stefnda. Niðurstaðan geti einungis ráðist af hlutlægu mati á því hverju tilboðsgjafi mátti með sanngirni ætla með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum og venjum á viðkomandi sviði. Á grundvelli slíks mats eigi stefnandi enga kröfu á hendur stefnda, en fullyrðingar stefnanda um annað eru ósannaðar. S tefndi vísar til þess að í kröfubréfi stefnanda, dags. 22. nóvember 2016, hafi stefnandi haft uppi kröfu um aukagreiðslu vegna meintrar magnaukningar á terrassó - gólfi í fermetrum vegna jarðhæðar upp á 14 m 2 og vegna kjallara upp á 11 m 2 . Krafa stefnanda v egna magnaukningar nam þá samtals 720.000 kr. með vsk. Í matsgerð dómkvadds matsmanns sé hins vegar talið að aukin vinna við slípun 2 og að sanngjarnt endurgjald til stefnanda vegna þess næmi 2.394.000 kr. Stefndi byggir á því að hvort tveggja sé rangt. Þá komi ekkert fram í matsgerð um hvernig dómkvaddur matsmaður komst að niðurstöðu um einingaverðið. Samkvæmt tilboðsskrá sé magn terrassó - gólfs í kjallara 1.308 m 2 og á 1. hæð 1.395 m 2 , eða sam tals 2.703 m 2 og hafi stefnandi greitt samkvæmt þeim magntölum. Stefndi hafi farið yfir teikningar af þeim fleti sem terrassó - gólf var lagt á. Niðurstaða stefnda var sú að í kjallara sé terrassó - gólf 1.226,1 m 2 og á fyrstu hæð sé terrassó - gólf 1.405,6 m 2 , þannig að samtals hafi útlagt terrassó - gólf verið 2.631,7 m 2 . Þar af leiðir að stefndi hafi ofgreitt stefnanda samkvæmt eftirfarandi útreikningi: 71,3 m 2 x 26.800 kr/m 2 = 1.910.840 kr. með vsk. Hvað sem öðru líður komi sú fjárhæð því til frádráttar hugsanl egum 22 kröfum stefnanda á hendur stefnda á grundvelli skuldajafnaðar. Þá áskilji stefndi sér rétt til að hafa uppi sjálfstæðar kröfur á hendur stefnanda vegna þessa á síðari stigum. Stefndi bendir einnig sérstaklega á að 30. apríl 2015 hafi stefndi samið við stefnanda um greiðslu sérstaks álags fyrir slípun 1. hæðar, samtals að fjárhæð 12.903.750 kr., eftir að gólfið hafði verið steypt, til að hraða verkinu samkvæmt sérstakri áfangaskiptingu. Inni í því samkomulagi var meðal annars innifalin öll vinna sem þör f var á til að ljúka verkinu. Með vísan til framangreinds verði að sýkna stefnda alfarið af kröfum stefnanda undir þessum lið. f) Meint aukin vinna vegna harðari gólfa Stefnandi heldur því fram að skortur á rafmagni hafi leitt til tafa á slípun gólfa vegna þ ess að steypa í gólfum hafi harðnað á meðan beðið var eftir rafmagni. Þennan meinta rafmagnsskort virðist stefnandi með einhverjum hætti telja að sé á ábyrgð stefnda og leiði til greiðsluskyldu hans með einhverjum hætti. Grundvöllur kröfu stefnanda er óljó s og óútskýrður, en stefndi mótmælir öllum kröfum og málsástæðum stefnanda hér að lútandi. Í fyrsta lagi mótmælir stefndi því alfarið að niðurstöður dómkvadds matsmanns á bls. 17 í matsgerð verði taldar renna stoðum undir kröfur stefnanda á hendur stefnda. Í matsgerðinni segi: hversu langan tíma þeir vilja slípa terrassó eftir steypu, sumir vilja meina að betra sé að slípa því harðari sem gólfin verða, og þá eru slípidema ntarnir sem notaðir eru valdir með tilliti til þess. Af hinum tilvitnuðu orðum hér að framan er ljóst að matsmaður leggur ekki eigin reynslu eða sérþekkingu til grundvallar niðurstöðu m sínum, heldur ósannaðar og einstaklingsbundnar forsendur stefnanda sjálfs. Það eitt nægi til þess að líta ber framhjá matsgerðinni að þessu leyti. harðar og einstaklingsbundna forsendu s tefnanda sjálfs, sem haldi því fram að hann hefði gjarnan viljað byrja að slípa gólfin 7 dögum eftir niðurlögn steypu. Ófært sé að leggja þá fullyrðingu stefnanda til grundvallar, enda gæti hún allt eins verið sett fram í því skyni að freista þess að eignast kröfu á hendur stefnda. Verði því alfarið að líta framhjá matsgerðinni og kröfum stefnanda undir þessum lið. Að því er varðar me intan rafmagnsskort, bendir stefndi í öðru lagi á að ekki fylgdu neinar upplýsingar með tilboði stefnanda um hversu mikið rafmagn þyrfti til að knýja þær slípivélar sem nota ætti til verksins. Það hafi verið alfarið á ábyrgð og áhættu stefnanda sjálfs að v eita ekki slíkar upplýsingar, enda hafði stefnandi einn upplýsingar um þau tæki sem hann hugðist nota til verksins og sérþarfir varðandi rafmagn o.fl. Á verkstað hafi verið vinnurafmagn (5x16q) sem stefndi hafði eðlilega í upphafi talið að duga ætti verkst aðnum. Engar upplýsingar hafi legið fyrir um áætlaða rafmagnsþörf slípivéla stefnanda, en eitt þeirra tækja sem stefnandi notaði við verkið var ný slípivél sem stefnandi hafði að eigin sögn nýlega flutt til landsins og ekki notað áður. Þegar hefja átti slí pun á 1. hæð sló vélin út rafmagninu. Var þá talið að annað hvort væri það vegna bilunar í vélinni eða ofálags á rafmagnskapalinn. Stefndi hafi þá lagt nýjan rafmagnskapal á verkstaðinn til að tryggja aukna rafmagnsfæðingu. Eðli máls samkvæmt hafi tekið ei nhvern tíma að koma upp viðbótar rafmagnskapli fyrir slípivélarnar, en stefnda verði ekki með nokkru móti um það kennt þar sem engar upplýsingar hafi legið fyrir frá stefnanda um hve mikið 23 rafmagn slípivélar hans þyrftu. Þann 17. apríl 2015 hafi nýr rafmag nskapall verið tengdur og ekkert til fyrirstöðu að því er varðaði rafmagnsfæðingu að vinna við slípun eftir það. Það sé því mikil afbökun á vegna s Þessu til viðbótar bendir stefndi á, að samkvæmt tímaskýrslum stefnda var gólf 1. hæðar steypt í eftirfarandi áföngum : - Fyrsti áfangi milli mátlína V7,5 og V9 var steyptur 23. mars 2015 - Annar áfangi milli mátlína V9 og V11 var steyptur 1 . apríl 2015 - Þriðji áfangi milli mátlína V6 og V7,5 var steyptur 14. apríl 2015 - Fjórði áfangi milli mátlína V11 og V13 var steyptur 22. apríl 2015 Stefndi bendir á að þannig hafi liðið 25 dagar frá steypu fyrsta áfanga þar til hægt var að hefja slípun vegna rafmagns. Þá liðu 16 dagar frá steypu annars áfanga þar til hægt var að hefja vinnu við slípun vegna rafmagns. Þá liðu 3 dagar frá steypu þriðja áfanga þar til hægt var að hefja vinnu við slípun vegna rafmagns og áfangi fjögur var steyptur 5 dögum eftir að nýr rafmagnskapall var tengdur. Sú fullyrðing í kröfubréfi stefnanda að ekki hafi verið hægt að slípa gólfin fyrr en steypa var orðin fimm vikna gömul sé þannig alröng. Stefndi bendir einnig sérstaklega á að 30. apríl 2015 hafi stefndi samið við stefnanda um greiðslu sérstaks álags fyrir slípun 1. hæðar, samtals að fjárhæð 12.903.750 kr., eftir að gólfið hafði verið steypt, til að hraða verkinu s amkvæmt sérstakri áfangaskiptingu. Inni í því samkomulagi var meðal annars innifalin öll vinna sem þörf var á til að ljúka verkinu, sbr. fyrri umfjöllun. Þá áréttar stefndi að stefnandi hafi ekki með nokkurri sanngirni getað reiknað með að hafa allan gólff lötinn undir til að vinna á í einu. Stefndi mótmælir sérstaklega forsendum og útreikningi dómkvadds matsmanns og því innbyrðis ósamræmi sem virðist vera í matsgerð hans. Matsmaður meti þetta þannig að 10% álag skuli greiða vegna slípunar á svæðum 1 og 2, s em eru samtals 760,6 m 2 . Þá reikni matsmaður einingaverð slípunar þannig en taki ekki til frádráttar kostnað vegna állista sem samkvæmt hans útreikningi í lið b) sé kostnaður vegna vinnu við þá 1.507 kr. og efni samkvæmt útreikningi hans undir lið a) 750 k r. sem gefi verð á fermetra 1.hæðar 750 kr/m * 471,6 m (listar á jarðhæð samkvæmt lið a) = kr. 353.700/1.395m 2 (gólfflötur 1. hæðar samkvæmt útboðsgögnum) = 253,5 kr./m 2 . Þá sé verð útlagaðrar steypu samkvæmt útreikningum matsmanns undir lið d) efni 35.569 kr./m 3 (rúmmetra) + vinna 12.448 kr./m 3 samtals 48.017 kr./m 3 . Þannig sé kostnaður 55 mm steypulags 2.641 kr./m 2 en ekki 1.956 kr. (svo sem segi á bls. 17 í matsgerð), en þetta ósamræmi matsmanns sé óútskýrt. Þetta reiknast þá til viðbótar efniskostnaði s em gerir þá kr. 6.091 + kr. 253,5 + (kr. 2.641 kr. 1.956) = 7.029,5 kr./m 2 sem gefur þá einingaverð slípunar 26.800 kr./m 2 7.029,5 kr./m 2 = 19.770,5 kr./m 2 . Stefndi telur niðurstöður dómkvadds matsmanns í öllu falli rangar, en bendir á framangreint sem dæmi um innbyrðis misræmi í útreikningum matsmanns, sem aftur verður að leiða til þess að litið verði framhjá matsgerð hans við úrlausn málsins. Með vísan til framangreinds verður að sýkna stefnda alfarið af kröfum stefnanda undir þessum lið. g) Meintar krö Stefnandi heldur því fram að honum hafi verið gert að fara frá verkinu í einn og hálfan mánuð að ósk stefnda, en það hafi haft í för með sér kostnað vegna flutnings tækja frá og til verkstaðar og óhagræðis því tengdu. Stefnandi heldur því fram að hann eigi kröfu á hendur stefnda vegna þessa. Stefndi mótmælir kröfum og málsástæðum stefnanda vegna þessa þáttar sem röngum auk þess sem enginn grundvöllur er fyrir þeim. 24 Stefndi ítrekar að engir fyrirvarar hafi verið settir f ram með tilboði stefnanda um að tilboðið væri háð því að verkið yrði allt unnið í einni samfellu. Slíkur fyrirvari hefði enda verið óeðlilegur og andstæður venjum og hefði ekki verið samþykktur af hálfu stefnda. Þegar af þeirri ástæðu geti hann ekki skapað réttmæta forsendu af hálfu stefnanda. Alkunna sé að í stórum verkum sem þessum séu tæki flutt á milli verka. Stefndi telur að jafnvel þótt forsendur stefnanda væru réttar þá gætu þær ekki stofnað kröfu á hendur stefnda, enda verði að leggja til grundvalla r hvaða réttmætu væntingar aðilar máttu gera með hliðsjón af samningi aðila, fyrirliggjandi gögnum og almennum reglum og venjum á sviðinu. Kröfur stefnanda fái hins vegar enga stoð í þeim. Stefndi mótmælir forsendum og niðurstöðu dómkvadds matsmanns í ma tsgerð. Matsmaður telji að af framangreindu hafi hlotist 160 klst. vinnutap eða sem svarar til vinnu 8 manna í tvo daga miðað við 10 klst. vinnudaga, en í umfjöllun matsmanns er reiknað með 7 starfsmönnum í 2 daga vegna flutninga. Í þessu sé ósamræmi. Þá s é í matsgerðinni ekki tekið tillit til þess, að engir fyrirvarar voru hafðir uppi í tilboði stefnanda um að tilboðið væri háð því að stefnandi gæti unnið allt verkið í einni samfellu. Ekki sé óeðlilegt í svo stóru verki að flutt séu tæki milli verka og ste fnandi hafði enga réttmæta ástæðu til að ætla annað. Með hliðsjón af framangreindu verður að sýkna stefnda alfarið af kröfum stefnanda undir þessum lið. h) Kröfur vegna þrifa á jarðhæð Stefndi samþykkti með bréfi, dags. 25. janúar 2017, greiðsluskyldu vegna þessa þáttar, samtals að fjárhæð 744.930 kr., - með vsk. Sú fjárhæð komi hins vegar ekki til greiðslu sökum ofgreiðslu, gagnkrafna stefnda og skuldajafnaðar, svo sem fjallað var um undir lið e) hér að framan. Verði því að sýkna stefnda af kröfu stefnanda ve gna þessa þáttar. Gagnkröfur stefnda á hendur stefnanda - skuldajöfnuður 4.930 kr. undir stefnanda sökum ofgreiðslu stefnanda til stefnda að fjárhæð 1.910.840 kr., - svo sem fjallað var um aður við slípun terrassó - skuldajafnaðar við hugsanlegar kröfur stefnanda á hendur stefnda. Þá áskilur stefndi sér rétt til að hafa uppi sjálfstæðar kröfur á hendur stefnanda vegna þess sem umfram er, þ.e. í það minnsta 1 32.117 kr. Andmæli stefnda við útreikningum stefnanda o.fl. Samkvæmt útreikningum í stefnu uppfærir stefnandi meintar kröfur sínar frá verðlagi í maí 2014 til janúar 2018 miðað við byggingarvísitölu og launavísitölu. Stefndi telur slíka útreikninga og með ferð kröfu vera í andstöðu við almennar reglur samningaréttar, kröfuréttar, verktakaréttar og undirstöðusjónarmið laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Stefndi telur að með þessari a, sem hann var aðgerðarlaus um meintar kröfur sínar. Engin stoð sé hins vegar fyrir slíkri vísitöluhækkun í þeim reglum, sem gilda um útreikninga og framsetningu krafna um viðbótargreiðslur á grundvelli verksamninga eða aðrar þær kröfur, sem stefnandi hef ur uppi. 25 Stefndi telur stefnanda hafa átt að setja fram fyrirspurnir eða gera fyrirvara við tilboð sitt hefði hann eitthvað við það að athuga. Það fari gegn almennum reglum samningaréttar og sé verulega ósanngjarnt ef stefnandi geti boðið í verk sem þetta án fyrirvara, en sett fram viðbótarkröfur eftir að verkið hefst eða því er lokið. Í því sambandi bendir stefndi á, að stefnandi virðist sigla undir því flaggi að hann hafi minni á þekkingu á verkinu en hann raunverulega hafði. Honum hafi verið allar forsen dur þess vel kunnar og athafnaleysi hans við að setja fram fyrirspurnir eða fyrirvara er alfarið á ábyrgð og áhættu hans sjálfs. Varakrafa stefnda Varakrafa stefnda er höfð uppi ef svo færi dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að ekki séu efni, þrátt fyrir framangreint, til að sýkna stefnda af kröfum stefnenda, en að rétt sé að fella niður kröfur stefnanda á hendur stefnda að hluta. Til stuðnings varakröfu sinni vísar stefndi til sömu málsástæðna og vísað er til í umfjöllun um aðalkröfu stefnda hér að framan, að breyttu breytanda. Þá mótmælir stefndi sérstaklega kröfu stefnanda um dráttarvexti. Í því sambandi bendir stefndi á að í stefnu hefur stefnandi uppi nýjar og hærri kröfur en þær sem stefnandi setti fram í kröfubréfi, dags 2. febrúar 2018, og sem byggðu á matsgerð dómkvadds matsmanns. Slík framsetning krafna og dráttarvaxtakröfu er ekki í samræmi við III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Stefndi byggir á almennum skráðum og óskráðum reglum samningaréttar, verktakaréttar og kröfuré ttar, einkum um skuldbindingargildi samninga, brostnar forsendur o.fl. Stefndi byggir á almennum reglum samningaréttar, kröfuréttar og verktakaréttar um tómlæti og brottfall krafna vegna tómlætis kröfueiganda. Þá byggir stefndi á almennum reglum kröfurétta r um skuldajöfnuð. Stefndi vísar einnig til ákvæða íslensks staðals, ÍST 30:2012 og undirstöðusjónarmiða ákvæða hans, einkum gr. 5.1.9 og 5.1.10, en staðallinn gildi um réttarsamband aðila, meðal annars á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna og samskipta aðila, sbr. fyrri umfjöllun þar að lútandi. Stefndi vísar til IX. og XII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og almennra sjónarmiða og fordæma um þær kröfur sem gerðar eru til vinnubragða dómkvaddra matsmanna og um áhrif þess á gildi matsgerða ef út af ef brugðið.Málskostnaðarkrafa stefnda á sér stoð í 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. IV. Niðurstaða 1. Almennt Eins og rakið er hér að framan hefur stefndi teflt fram þeirri vörn að hugsanlegum kröfum stefnanda hafi verið lokið með s amkomulagi aðila þann 30. apríl 2015. Efni samkomulagsins ber hins vegar ekki með sér að því hafi verið ætlað að taka til allra krafna sem upp höfðu komið í samskiptum aðila. Verður í því sambandi að taka mið af því að aðilar höfðu átt í margvíslegum samsk iptum um hina ýmsu þætti verksins og ljóst var að þar var ágreiningur um ýmiss atriði. Af þeim sökum verður að telja að aðilar hafi haft sérstaklega ríkt tilefni til að kveða skýrt á um ágreiningsatriði í samkomulaginu frá 30. apríl 2015 ef ætlunin var að leiða þau þar með til lykta. Þar sem það var ekki gert og skýrslur aðila og vitna fyrir dómi hafa heldur ekki gefið til kynna að samkomulaginu hafi verið ætlað að kveða á um þessi atriði verður að hafna málsástæðum stefnda að þessu leyti. Stefndi hefur e innig mótmælt alfarið forsendum og niðurstöðum matsgerðar dómkvadds matsmanns og byggt þau mótmæli á því að matsgerðin sé haldin verulegum ágöllum. Hefur stefndi þá 26 vísað til þess að matsmaðurinn byggi í matsgerð sinni gjarnan á svörum frá þriðju aðilum se m hann kveðst hafa spurt að ýmsu í tengslum við framkvæmd matsins. Matsmaðurinn hafi því ekki lagt til grundvallar eigin reynslu eða sérþekkingu, sem honum sé skylt að gera, sbr. 3. mgr. 61. gr., 1. mgr. 63. gr. og 1. mgr. 79. gr. laga nr. 91/1991, um meðf erð einkamála. Dómurinn getur ekki tekið undir málsástæður stefnda að þessu leyti. Þótt ráðið verði af matsgerð að dómkvaddur matsmaður hafi aflað sér almennt upplýsinga um lögn steypu og önnur atriði sem tengjast verkinu sem matsbeiðnin laut að þá breyti r það ekki því að matsmanninum bar allt að einu að leggja mat á þær upplýsingar sem hann aflaði út frá eigin reynslu og sérþekkingu, rétt eins og greinir í þeim ákvæðum laga nr. 91/1991 sem stefndi hefur vísað til. Af matsgerðinni og skýrslu dómkvadds mats manns fyrir dómi verður ekkert ráðið um að matsmaður hafi ekki hagað mati sínu hvað þessi atriði varðar í samræmi við ákvæði laga nr. 91/1991. Að því er snertir bréf dómkvadds matsmanns, dags. 26. janúar 2018, sem hann sendi í framhaldi af matsgerð sinni þá verður ekki séð að það bréf lúti að öðru en því að matsmaður hafi að eigin frumkvæði endurskoðað eigið mat á umfangi vinnu við verkið og þar með tímafjölda. Aðspurður um þetta atriði í skýrslutöku fyrir dómi bar matsmaður að hann hafi ekki verið undir n einum þrýstingi aðila vegna þessa þáttar heldur hafi hann einfaldlega fengið bakþanka um eigið mat. Í málinu er auk þess ekkert komið fram um að matsmaður hafi aflað einhverra frekari gagna við ritun þessa bréfs sem nauðsynlegt var að gefa aðilum færi á að tjá sig um þannig að þeim væri unnt að gæta hagsmuna sinna. Verður af þeim sökum einnig að hafna málsástæðum stefnda um að athafnir dómkvadds matsmanns hafi leitt til annmarka á matsgerðinni sem valdi því að hún verði ekki lögð til grundvallar. Þar sem s tefndi hefur að öðru leyti ekki freistað þess að hnekkja matsgerð dómkvadds matsmanns, t.d. með öflun yfirmats, telur dómurinn ekki efni til annars en að niðurstaða matsgerðar sé lögð til grundvallar þegar tekin er afstaða til ágreiningsatriða aðila, að þv í marki sem hún á við. 2. Málsástæður stefnda um tómlæti Stefndi hefur teflt fram þeirri vörn í málinu að ef fallist er á að stefnandi eigi á annað borð kröfur á hendur honum þá séu þær kröfur fallnar niður fyrir tómlæti. Vísar stefndi í því sambandi til þe ss að verkinu hafi lokið 21. maí 2015 en stefndi hafi ekki fengið vitneskju um að stefnandi hygðist hafa uppi viðbótarkröfur vegna verksins fyrr en með bréfi lögmanns stefnanda, dags. 22. nóvember 2016, rúmum 18 mánuðum síðar. Stefndi mótmælir því sem röng u og ósönnuðu að stefnandi hafi komið á framfæri við stefnda neinum kröfum vegna verksins fyrr en með umræddu bréfi. Fram til þess hafi stefndi enga ástæðu haft til að ætla að stefnandi hefði uppi viðbótarkröfur vegna verksins. Stefndi hefur að þessu leyti vísað bæði til skilmála ÍST 30 staðalsins og almennra reglna verktakaréttar. Að því er snertir ÍST 30 staðalinn telur dómurinn rétt að taka fram að skilmálar staðalsins hafa ekki lagagildi að íslenskum rétti og eru því ekki hluti verksamnings nema slíkt s é sérstaklega tekið fram í samningnum. Með vísan til þess að ekkert hefur verið leitt í ljós í málinu um að aðilar hafi gert samkomulag um að leggja ÍST 30 til grundvallar í lögskiptum sínum geta málsástæður stefnda um staðalinn ekki komið honum að haldi v ið úrlausn málsins. Við úrlausn málsins mun dómurinn hins vegar horfa almennra meginreglna íslensks réttar um tilkynningarskyldu verktaka vegna breytinga á verki, gagnkvæma trúnaðarskyldu aðila og tómlæti. Í íslenskum rétti hefur um langt skeið verið viðu rkennt að krafa sem stofnað er til með samningi geti fallið niður á grundvelli óskráðra reglna um tómlæti kröfuhafa. Reglur um tómlæti eru að þessu leyti til fyllingar skráðum réttarreglum um fyrningu, sbr. lög nr. 150/2007 og eftir atvikum þá einnig öðrum skráðum lagareglum um réttaráhrif tómlætis. 27 Þegar lagt er mat á hvort kröfuhafi hafi fyrirgert kröfu sinni vegna eigin tómlætis verður að horfa sérstaklega til þeirra atvika sem átt hafa sér stað í lögskiptum aðila hverju sinni. Ef ráðið verður af gögnum máls að verktaki hafi t.d. upplýst verkkaupa um aukaverk til viðbótar við verksamning og upplýst um kostnað sem verkkaupi hefur samþykkt fyrir sitt leyti verður almennt að telja að verkkaupi sé þar með skuldbundinn til greiðslu fyrir verkið nema verktaki sýni af sér verulegt tómlæti í kjölfarið. Ef ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað aðilum verksamnings samdist um í lögskiptum sínum kunna tómlætissjónarmið að vega þyngra. Þannig kann það til dæmis að hafa verulega þýðingu hvort aðilarnir hafi samið sín á milli um að verktaki myndi skila verkkaupa fulln aðaruppgjöri innan ákveðins tíma og hvort mælt hafi verið fyrir um að verktaki gæti ekki haft uppi frekari kröfur að þeim tíma liðnum. Hafi aðilar á hinn bóginn ekki fjallað um slík atriði í samningum getur verið nauðsyn að horfa til annarra atriða, einku m þá hvort kröfuhafi hefur ástæðu til að ætla að skuldari líti svo á greiðsla sé fullnægjandi. Við slíkar aðstæður hefur kröfuhafi almennt tilefni til að gera fyrirvara við greiðsluna eða setja fram kröfu um greiðslu eftirstöðva án ástæðulauss dráttar. Ef kröfuhafa er ekki ljós afstaða skuldara til kröfu hans um heildargreiðslu þegar skuldari innir greiðslu af hendi er kröfuhafa að jafnaði rétt að bregðast við með því að gera athugasemd og krefjast þá þess sem vangreitt er. Við mat á því hvaða áhrif tómlæti kröfuhafa hefur að þessu leyti verður að horfa til þeirrar gagnkvæmu trúnaðarskyldu sem kann að hafa skapast milli aðila í lögskiptum og sjónarmiða um hvort skuldari kunni að öðlast réttmætar væntingar um að lögskiptum sé lokið og hagað sér í trausti þess . Þegar litið er til gagna málsins og málatilbúnaðar stefnanda er ljóst að kröfur stefnanda í málinu eru með nokkuð ólíkum hætti og sama gildir jafnframt um innbyrðis samskipti aðila um þær. Af þeim sökum verður að taka afstöðu til hverrar kröfu fyrir sig með tilliti til málsástæðna stefnda um tómlæti, meðal annars með tilliti til þess hvort einhver atvik í samskiptum aðila leiði til þess að stefnandi eigi ekki lögmætt tilkall til greiðslu, þar sem hann upplýsti ekki stefnda um verkið sem hann hugðist vinn a eða greip ekki til viðeigandi úrræða þegar hann taldi stefnda ekki hafa staðið við skuldbindingar sínar. 3. Krafa stefnanda vegna magnaukningar í állistum Stefnandi krefst í þessum þætti málsins aðallega greiðslu 3.317.842 kr. sem hann kveður nema viðbóta rkostnaði sínum vegna vinnu og efnis þar sem magn állista hafi aukist stórlega frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir. Vísar stefnandi að þessu leyti til þess að hann hafi byggt upphaflegt tilboð sitt á útboðsteikningum af gólfum í kjallara og á 1. hæð frá 4. apríl 2014 sem þá lágu fyrir. Af endanlegum verkteikningum arkitekta frá 23. október 2014 verði hins vegar ráðið að magn állista hafi stórlega aukist frá upphaflegri ráðagerð en stefnandi telur að þessi aukning hafi numið 908,5 fermetrum. Til vara krefst stefnandi greiðslu 1.476.000 kr. sem sé í samræmi við það sem dómkvaddur matsmaður hafi talið sanngjarnt og eðlilegt endurgjald vegna aukinnar vinnu í þessum þætti verksins. Af gögnum málsins verður ráðið að aðilar hafi fjallað um þennan kostnað á verkfundi 14. apríl 2015. Í fundargerð kemur fram að stefnandi skuli skila stefnda inn upplýsingum um magnaukningu á állistum á báðum hæðum og kostnaðaraukningu þar að lútandi fyrir 25. apríl 2015. Magnaukning þessi liggi í mismun á útboðsteikningum annars vegar og gildandi verkteikningum hins vegar. Er síðan kveðið á um það í fundargerðinni að stefnandi myndi skila upplýsingum þar um fyrir 25. apríl 2015. Stefnandi sendi síðan þessar upplýsingar um magnaukningu með bréfi, dags. 27. apríl 2015, þar sem kra fist var 3.424.308 kr. vegna aukakostnaðar við álista og steypur. Með tölvupósti 30. apríl 2015 hafnaði stefndi þessari kröfu en í vitnaskýrslu af Höskuldi Tryggvasyni verkefnastjóra hjá stefnda kom fram að reikningurinn hefði ekki verið samþykktur þar s em hann hefði verið um mismun á efni og það yrðu alltaf einhver afföll í steypunni. 28 Þegar horft er til efnis fundargerðarinnar verður að telja ljóst að stefndi hafi fallist á að magn - og kostnaðaraukning yrði vegna þessa þáttar málsins. Af þeim sökum verð ur að telja að stefnandi hafi mátt líta svo á að stefndi hefði samþykkt kostnaðaraukninguna sem um ræðir og verið í góðri trú um að greitt yrði fyrir verkið sem slíkt, þótt aðilar hafi ekki komist að samkomulagi um endanlega fjárhæð. Að sama skapi gat stef ndi ekki haft réttmætar væntingar um að hann hefði gert upp þennan þátt verksins gagnvart stefnanda. Að mati dómsins er hins vegar ekki unnt að fallast á það með stefnanda að stefnda beri að greiða honum þá fjárhæð sem hann krefst aðallega í þessum þætti málsins, enda þykir hann ekki hafa sýnt nægilega fram á að sú fjárhæð svari til raunverulegs efnis - og vinnukostnaðar hans. Að því er varðar þá málsástæðu stefnda að ágalli hafi verið á matsgerð þar sem ekki hafi verið tekið tillit til þess hagræðis að ver ktaki sleppi við að vinna aðra tegund af frágangi þá var matsmaður spurður sérstaklega um þetta atriði í skýrslutöku fyrir dómi. Kvaðst matsmaður þá vera sannfærður um að niðurstöður hans um magntölur væru réttar og benti í því samhengi á að hann miðaði vi ð að ekki yrðu lausir endar á állistum og að settir yrðu listar í því skyni. Auk þess kvaðst hann hafa gert ráð fyrir að það væru aukalistar í útkanti. Kvaðst matsmaður jafnframt hafa byggt niðurstöður sínar á því að skoða Autocad - teikningar og hann hefði getað mælt umrædd atriði sjálfur. Í ljósi þessara skýringa dómkvadds matsmanns og þess að dómurinn telur ekki unnt að taka undir málsástæður stefnda um ágalla á matsgerðinni að þessu leyti verður að leggja til grundvallar þá fjárhæð sem dómkvaddur matsmað ur hefur vísað til sem sanngjarns og eðlilegs endurgjalds fyrir verkið. Verður þá enn fremur að horfa til þess að stefndi hefur ekki fært fram aðra sönnunarfærslu fyrir því að umræddur kostnaður hafi verið lægri en eigin útreikninga, sem gerðir eru einhlið a. Stefndi ber hallann af því að hafa ekki aflað sjálfur matsgerðar um þessi atriði en telja verður að stefndi hafi einnig haft fullt færi á að koma eigin sjónarmiðum á framfæri um frádrátt vegna frágangs á matsfundum þegar matsgerð sú er fyrir liggur í má linu var unnin. Í samræmi við þessa niðurstöðu er fallist á varakröfu stefnanda um að stefndi greiði honum 1.476.000 kr. vegna þessa þáttar. 4. Krafa stefnanda um aukinn kostnað vegna óhagræðis við uppsteypu Stefnandi gerir einnig í málinu kröfu um greiðsl u 1.730.000 kr. vegna aukins kostnaðar við uppsteypu á 1. hæð flugstöðvarinnar. Kveðst stefnandi hafa gert ráð fyrir því við tilboðsgerð að hann gæti unnið við steypu gólfa á 1. hæð í einni samfellu líkt og hann gerði í kjallara. Það hafi hins vegar ekki g engið eftir og að hann hafi þurft að vinna að steypu gólfa og frágangi állista í mörgum áföngum sem þar að auki voru sundurslitnir. Stefnandi byggir á að þetta hafi haft í för með sér mikið óhagræði, kostað mikinn tíma og haft í för með sér mikinn kostnað arauka. Að því er varðar fjárhæðina vísar stefnandi til niðurstöðu dómkvadds matsmanns um hvað teldist sanngjarnt og eðlilegt endurgjald vegna þeirrar auknu vinnu sem þetta skipulag vinnunnar hafi haft fyrir uppsetningu lista og við flutning á tækjum og ma nnskap á milli svæða. Ljóst er af gögnum málsins að stefnandi gerði nokkrum sinnum kröfur um hækkun einingaverðs vegna þessa þáttar, sbr. tölvupósta til stefnda 17. og 20. mars 2015, og bréf, dags. 27. apríl 2015 en umrædd samskipti eru rakin í kafla II h ér að framan. Í þessu sambandi verður þó að benda á að af gögnum málsins verður ekki séð að stefndi hafi á nokkrum tímapunkti tekið efnislega afstöðu til þessarar kröfu stefnanda. Í ljósi þess að stefnandi setti ítrekað fram kröfu um hækkun einingaverðsin s án þess að stefndi tæki efnislega afstöðu til hennar verður að telja að stefnandi hafi haft fullt tilefni til að gera skýrar athugasemdir við stefnda og jafnframt til að gera frekari reka að innheimtu kröfu sinnar, eftir atvikum með því að beita viðeigan di vanefndaúrræðum, ef hann vildi halda henni til streitu. 29 Ekki verður þó séð af gögnum málsins að stefnandi hafi aðhafst sérstaklega að þessu leyti. Þvert á móti héldu aðilar áfram samstarfi um aðra þætti verksins án þess að frekar væri vikið að þessum þ ætti. Af þeim sökum verður að fallast á málsástæður stefnda að þessi þáttur dómkröfu stefnanda sé fallinn niður vegna tómlætis. 5. Krafa stefnanda um aukinn kostnað vegna litunar á steypu og magnaukningar í ásteypuálagi Stefnandi gerir einnig kröfu um greiðslu 1.844.000 kr. vegna kostnaðar við litun steypu og 1.881.000 kr. vegna umframmagns steypu. Kveðst stefnandi hafa gert ráð fyrir því við tilboðsgerð sína að notuð yrði grá steypa í gólf í samræmi við upplýsingar frá a rkitekt sem honum bar að hafa samráð við um litaval í samræmi við verklýsingu þar um. Síðar hafi verið tekin sú ákvörðun að hafa litaða steypu í gólfum eins og arkitekt hafi staðfest skriflega gagnvart stefnanda, sbr. tölvupóst 1. febrúar 2016. Fulltrúum stefnda var gerð sérstaklega grein fyrir því við heimsókn á verkstæði stefnanda að breyting á lit í steypu hefði í för með sér kostnaðarauka, án þess að athugasemdir væru gerðar af þeirra hálfu. Upplýst hafi verið um þetta á verkfundi 14. apríl 2015. Stefn andi vísar til þess að kostnaður hans liggi fyrir samkvæmt reikningum Steypustöðvarinnar, en samtals hafi kostnaðurinn numið 1.844.438 kr. Samkvæmt mati dómkvadds matsmanns hafi þessi kostnaður verið sanngjarn og eðlilegur og jafnframt eðlilegt að stefndi greiddi fyrir mismun kostnaðar á lit steypunnar í samræmi við fyrirliggjandi reikninga. Stefnandi hefur þó gert kröfu um lítillega lægri fjárhæð í samræmi við niðurstöðu matsgerðar og er hann bundinn við þá kröfu. Að því er snertir aukinn kostnað stefnand a vegna magnaukningar í ásteypuálagi vísar stefnandi til þess að samkvæmt verklýsingu hafi verið gert ráð fyrir að gólf yrðu 50 mm að þykkt bæði í kjallara og á 1. hæð. Þegar stefnandi hafi komið að verki var undirlagið sem ásteypuálag átti að leggjast á ó jafnt þannig að meira magn af steypu þurfti til að gólf næðu tilskilinni hæð. Stefnandi hafi verið beðinn um að halda utan um aukamagn sem færi í gólfin og rukka fyrir það sérstaklega, sbr. fundargerð verkfundar 14. apríl 2015. Bendir stefnandi á að hann h afi gert stefnda reikninga vegna þessarar magnaukningar 27. apríl 2015 að fjárhæð 949.121 kr. og 1.462.208 kr., en reikningarnir hafi byggst á útlögðum kostnaði samkvæmt reikningum frá steypustöð. Í þeim hafi ekki verið tekið tillit til vinnu við móttöku o g útlögn og umsjónar stefnanda á því steypumagni sem þurfti til viðbótar. Stefndi hafi hafnað greiðslu þessara reikninga af þeirri ástæðu að stefnandi hefði ekki tekið tillit til yfirhæðar vegna slípunar og rýrnunar við útlagningu. Stefnandi byggir kröfu s ína undir þessum lið á mati hins dómkvadda matsmanns sem taldi að umframmagn steypu hefði verið 34,05 m 3 sem hefði haft í för með sér kostnaðarauka fyrir stefnanda bæði hvað varðar efni og vinnu. Telur matsmaður sanngjarnt og eðlilegt endurgjald til stefna nda vegna þessa nema samtals 1.881.000 kr. að teknu tilliti til 15% álags vegna umsjónar. Í fundargerðinni frá verkfundinum 14. apríl 2015 sem stefnandi hefur vísað til er fjallað um steypu og litarefni. Segir þar að stefnandi skuli skila stefnda upplýsin gum um magnaukningu á steypublöndu og litarefni fyrir 25. apríl 2015. Kemur þar fram að magnaukningin sem um ræðir liggi í mismun milli útboðsteikninga og gildandi verkteikninga. Stefnandi sendi reikning vegna þessa 27. apríl 2015 þar sem krafist var gre iðslu á 1.844.438 kr. vegna svarts litarefnis og 949.121 kr. vegna aukasteypumagns í kjallara. Þessum reikningi var hafnað af hálfu stefnda 20. maí 2015. Í ljósi þess að ráðið verður af fundargerðinni að aðilar hafi orðið sammála um að magnaukning hafi or ðið á steypu og litarefni verður að telja að stefnandi hafi mátt líta svo á að stefndi hafi samþykkt 30 kostnaðaraukninguna sem um ræðir í þessum lið málsins og að stefnandi hafi verið í góðri trú um að hann fengi greitt fyrir verkið, þótt ekki hafi samist um fjárhæðina. Verður því að hafna málsástæðum stefnda um tómlæti hvað varðar þennan þátt málsins. Með tilliti til niðurstöðu dómkvadds matsmanns og reiknings sem lagður hefur verið fram frá Steypustöðinni verður að fallast á með stefnanda að 1.844.000 kr. séu sanngjarnt og eðlilegt endurgjald til hans vegna litunar steypu. Í ljósi niðurstöðu matsmanns verður enn fremur að fallast á kröfu stefnanda um að stefndi greiði honum 1.881.000 kr. vegna kostnaðar við umframmagn steypu. 6. Krafa stefnanda um viðbótarkos tnað við slípun terrassó - gólfs Stefnandi telur að það að honum hafi verið gert að vinna í mörgum áföngum að slípun gólfs á 1. hæð sem skipt var í fimm aðskilda fleti, sbr. teikningu, hafi leitt til þess að hann hafi þurft að slípa stærri gólfflöt en ella. Byggist málatilbúnaður stefnanda á því að þetta hafi kostað hann meiri vinnu og efni en upphaflega hafi staðið til og að hann eigi rétt á greiðslu sem svarar til 2.394.000 kr. vegna þessa þáttar. Vísar stefnandi að þessu leyti til matsgerðar dómkvadds mats manns sem hafi talið að ekki væri vafi á því að einfaldara væri að slípa gólf í samfellu eins og gert væri í kjallara og að aukin vinna vegna slípunar aðliggjandi flata næmi samtals 131,5 m2. Þá hafi matsmaður talið að sanngjarnt og eðlilegt endurgjald til stefnanda vegna þessa næmi 2.394.000 kr. að teknu tilliti til aukinnar vinnu og efnis. Stefnandi krefst einnig aðallega 2.899.647 kr. vegna kostnaðarauka sem hann hafi orðið fyrir vegna tafa við slípun gólfa. Vísar stefnandi þá til þess að matsmaður hafi tekið undir sjónarmið hans um kostnaðarauka, bæði vegna harðari steypu og eins vegna þess að ekki var hægt að halda þeirri samfellu í verkinu sem tryggt hefði betri nýtingu á mannskap. Hafi matsmaður talið sanngjarnt og eðlilegt endurgjald til stefnanda ve gna þessa samtals 1.581.000 kr. á verðlagi í maí 2014. Stefnandi skýrir aðalkröfu sína að þessu leyti á þann veg að í matsgerð sé aðeins miðað við að dregist hafi að slípa mun minna svæði en reyndin var. Miðað við kostnaðarmat dómkvadds matsmanns en að te knu tilliti til stærra svæðis nemi krafa stefnanda því 2.899.647 kr., þar af séu 927.887 kr. vegna efnis/tækja og 1.971.760 kr. vegna vinnu. Til vara undir þessum lið sé byggt á mati hins dómkvadda matsmanns, 1.581.000 kr. Af gögnum málsins verður ráðið að stefnandi hafi sett fram kröfu um að stefndi greiddi honum aukakostnað vegna vinnu við slípun terrassó - gólfsins á 1. hæð í flugstöðinni með bréfi, dags. 27. apríl 2015, en þar fór stefnandi fram á viðbótargreiðslu að fjárhæð 4.476.000 kr. vegna þessa þátt ar. Í bréfinu kemur fram að beðið væri um að fullklára hvern hluta á gólfi fyrir sig í stað þess að geta haldið áfram með grófslípun á nærliggjandi fleti þannig að slípun stöðvaðist aldrei á milli svæða. Reikna mætti með að þar sem slípa þyrfti u.þ.b. 2 me tra út fyrir hvern flöt með grófari demöntum og síðan fínni og fínni til að fá ekki skil í gólfin milli flata myndi slípun stækka um u.þ.b. 15%. Í sama bréfi fór stefnandi fram 7% hækkun á einingaverðum sem svaraði til 2.460.780 kr. vegna kostnaðarauka við slípun gólfa sökum tafa. Þar að auki fór stefnandi fram á greiðslu 650.000 kr. kostnaðar með virðisaukaskatti vegna þess að farið hefði verið frá verki milli gólfa í 1,5 mánuð og væri m.a. til kominn vegna flutninga á tækjum og efni í burtu og aftur á sta ðinn þegar haldið var áfram. Stefnandi vísaði einnig til þess í bréfinu að farið hefði verið fram á að gólfi yrði skipt upp í fjóra mismunandi slípifleti og að slípun og olíuburður yrðu fullkláruð á hverjum fleti fyrir sig í stað þess að hægt væri að vinna gólf í heild sinni eins og í kjallara þ.e.a.s. með óslitnu flæði í slípun, spörslun og olíuburði. Í bréfinu kom fram að stefnandi áætlaði að aukakostnaður vegna þessara tafa næmi 2.000.000 kr. með virðisaukaskatti. Loks sagði í bréfinu að stefnandi hefði orðið að segja sig frá verkum, og önnur hefðu tafist sem áttu að vinnast á sama tíma og terrassó - gólf í flugstöðinni. Einnig hefðu tímaplön hjá stefnanda í febrúar og fram í mars raskast verulega þar sem vinna átti þetta verk á þessum tíma. Mat 31 stefnandi þ essar tafir á 2.500.000 kr. með virðisaukaskatti en þá væru ótaldar tafir vegna ágangs annarra iðnaðarmanna á svæðinu. Ekki verður annað séð af efni bréfsins frá 27. apríl 2015 en að stefnandi hafi ekki verið byrjaður á umræddum verkþáttum þegar bréfið var skrifað. Þá liggja ekki fyrir í gögnum málsins upplýsingar um hver afstaða stefnanda var gagnvart þessum kröfum stefnanda stefnanda og í skýrslum aðila og vitna við aðalmeðferð málsins komu ekki fram frekari upplýsingar um þetta atriði. Með vísan til þes s sem að framan er rakið verður að telja að stefnanda hafi mátt vera ljóst að hann gat ekki að réttu lagi gengið út frá því að stefndi myndi greiða honum uppsett verð án samþykkis fyrir slípun terrassó - gólfsins og frekari kostnaðarauka vegna slípunar, sem meðal annars laut af því að stefnandi hafi orðið að hverfa frá verki. Í ljósi þess að ekki verður ráðið að stefndi hafi látið uppi afstöðu sína til kröfu stefnanda um viðbótargreiðslu að því er snertir þennan þátt verksins verður að telja að stefnandi hafi haft ríkara tilefni til að gera athugasemdir við stefnda og eftir atvikum beita vanefndaúrræðum ef hann taldi sig eiga rétt til þessarar greiðslu. Fyrir liggur að stefnandi hélt hins vegar áfram vinnu við þennan verkþátt og aðra þætti verksins þangað til hann gerði með beinum hætti kröfu um greiðslu vegna viðbótarkostnaðar við slípun með bréfi lögmanns síns, dags. 22. nóvember 2016, eða rúmum 18 mánuðum eftir að vinnan átti sér stað. Í ljósi þeirra sjónarmiða um tómlæti sem rakin eru í kafla IV.2 hér að f raman og þessara atvika málsins verður að fallast á málsástæður stefnda um að stefnandi hafi glatað kröfu sinni í þessum þætti málsins vegna tómlætis. 7. Krafa stefnanda um greiðslu vegna þrifa á jarðhæð Stefnandi hefur í málinu krafist þess að stefndi grei ði honum 744.930 kr. vegna þrifa á jarðhæð. Að því er þennan þátt varðar verður að hafa í huga að í tölvupósti stefnanda frá 17. mars 2015 var beint steypu. Reiknað væri með að þurfa að þrífa gólf í fjórum áföngum, eins og verkáætlunin segði til um og miðaðist verð við 900 kr. á fermetra með virðisaukaskatti. Eins og rakið er í kafla II hér að framan samþykkti stefndi þessa tillögu fyrir 1. verkhluta. Þá samþ ykkti stefndi einnig greiðsluskyldu vegna þessa þáttar með bréfi, dags. 25. janúar 2017, , samtals að fjárhæð 744.930 kr. en hafnaði greiðslu þar sem hann teldi sig hafa ofgreitt stefnanda. Að því er varðar sjónarmið um ofgreiðslu þá hefur stefndi byggt á því í málinu að gólffletir terrassó - gólfa sem stefnandi hafi fengið greitt fyrir hafi í reynd verið 71,3 fermetrum minni en gert hafi verið ráð fyrir í magntölum sem stefnandi hafi fengið greitt fyrir. Telur stefndi að hann hafi ofgreitt sem svarar 1.910, 840 kr. með virðisaukaskatti af þessum sökum. Dómurinn fær hins vegar ekki séð að málsástæður stefnda um að gólffletirnir hafi í reynd verið minni eigi við rök að að styðjast. Verður í því sambandi að hafa í huga að um er að ræða einhliða útreikninga stefn da og stefndi hefur ekki freistað þess að krefjast yfirmats um þetta atriði. Með vísan til þeirra sjónarmiða sem hér hafa verið rakin og þess að stefndi hefur samþykkt greiðsluskylda sína hvað varðar þrif á jarðhæð er því fallist á kröfu stefnanda að þessu leyti. 8. Samantekt Að því leyti sem dómurinn hefur komist að þeirri niðurstöð u hér að framan að stefnandi hafi sjálfur fyrirgert kröfum sínum vegna tómlætis telur dómurinn ekki tilefni til að fjalla nánar um þær málsástæður stefnandi hefur teflt fram til vara og lúta meðal annars að því að forsendur fyrir vinnu við verkið hafi bros tið, ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, meginreglum um óréttmæta auðgun eða þá að stefnandi eigi rétt til skaðabóta vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi stefnda. Það leiðir bersýnilega af niðurstöðum dómsins um tómlæti stefnanda að 32 stefnandi getur ekki átt frekari fjárkröfur á hendur stefnda á grundvelli þeirra málsástæðna sem hann hefur byggt á til vara. Í ljósi þessa og með vísan til alls þess sem að framan er rakið er fallist á kröfu stefnanda um að stefndi g reiði honum 1.476.000 kr. vegna magnaukningar, 1.844.000 kr. vegna litunar steypu og 1.881.000 kr. vegna kostnaðar við umframmagn steypu. Þá er einnig fallist á kröfu stefnanda um að stefndi greiði honum vegna þrifa á jarðhæð 744.930 kr. og hafnað gagnkröf u stefnda til skuldajafnaðar. Alls verður stefnda því gert að greiða stefnda 5.945.930 krónur. Stefnandi hefur krafist þess að fjárhæðir sem settar eru fram í stefnu varðandi efni séu uppfærðar í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu frá maí 2014 (12 0 stig) til janúar 2018 (136,5 stig) og fjárhæðir vegna vinnu séu uppfærðar í samræmi við breytingar á launavísitölu frá maí 2014 (480,4 stig) til desember 2017 (632,8). Að mati dómsins verður ekki séð hvaða lagalegu forsendur eru til þess að fallast á að kröfur stefnanda séu uppfærðar með þessum hætti. Verður þá að horfa til þess að um endurgjald og bætur fyrir umlíðun skuldar eða greiðsludrátt fer almennt eftir ákvæðum laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, nema samið sé sérstaklega um annað, sbr. 2. gr. laganna. Með vísan til þessa verður ekki talið að stefnanda sé unnt að áskilja uppfærslu fjárhæða miðað við byggingar - eða launavísitölu. Hins vegar er fallist á kröfu stefnanda um dráttarvexti, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 2. mars 2 018 er liðinn var mánuður frá því að stefnandi sendi stefnda kröfubréf ásamt fylgigögnum, að fenginni matsgerð dómkvadds matsmanns. Í ljósi þessara málsúrslita og þegar haft er í huga að dómkrafa stefnanda er mun hærri en dómurinn hefur fallist á þykir ré tt að stefnda verði gert að greiða þriðjung málskostnaðar stefnanda, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Þykir sá málskostnaður hæfilega ákveðinn 700.000 krónur með virðisaukaskatti. Héraðsdómararnir Kjartan Bjarni Björgvinsson og Hildur Briem kveða upp þennan dóm ásamt byggingartæknifræðingnum Jóni Ágúst Péturssyni sem kvaddur er í dóminn sem sérfróður meðdómandi, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991, með síðari breytingum. Við uppsögu dómsins var gætt ákvæða 115. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð ein kamála en dómsuppsaga hefur dregist vegna embættisanna dómsformanns. DÓMSORÐ: Stefndi, Íslenskir aðalverktakar, greiði stefnanda, Múrlínu ehf. 5.945.930 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 2. mars 2018. Stefndi greiða s tefnanda 700.000 krónur í málskostnað.