LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 24. mars 2020. Mál nr. 142/2020 : A (Guðmundur Njáll Guðmundsson lögmaður) gegn B (Árni Ármann Árnason lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nauðungarvistun. Útdráttur Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um tólf vikna nauðungarvistun A með heimild til rýmkunar samkvæmt mati yfirlæknis. Úrskurður Landsréttar Þorgeir Ingi Njálsson l andsréttardómari og Björg Thorarensen og Hjörtur O. Aðalsteinsson , settir landsréttardómarar, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 10. mars 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 23. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 2020 í málinu nr. L - /2020 þar sem nauðungarvistun sóknaraði la var framlengd til tólf vikna með heimild til rýmkunar samkvæmt mati yfirlæknis. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hún þóknunar til handa talsmann i sínum vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun sk ipaðs talsmanns sóknaraðila sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Guðmundar Njáls Guðmundssonar lögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti, 148.800 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 2020 I. Með kröfu dags. 5. mars sl. sem barst réttinum 6. mars sl. gerir sóknaraðili, B, kröfu um að nauðungarvistun varnaraðila, A, kt. [...], verði framlengd til 12 vikna með heimild til rýmkunar á grundvelli 29. gr. a. lögræðislaga nr. 71/1997. Um aðild sóknaraðila vísast til 20. gr. laga nr. 71/1997, sbr. og d - lið 2. mgr. 7. gr. sömu laga. Lögmaður sóknaraðila krafðist þess jafnframt að vera s kipaður talsmaður sóknaraðila, en þeirri kröfu var hafnað. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Jafnframt er þess krafist að málskostnaður skipaðs verjanda Guðmundar Njáls Guðmundssonar lögmanns verði greiddur úr ríkissjóði, sbr. 1. m gr. 17. gr. lögræðislaga. Málið var þingfest þann 9. mars 2020 og tekið samdægurs til úrskurðar. II. Í beiðni sóknaraðila um nauðungarvistun frá 4. mars sl. til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að sóknaraðili hafi verið nauðungarvistaður á br áðageðdeild Landspítalans, deild 32C. Að öðru leyti vísist til meðfylgjandi læknisvottorðs. III. Í læknisvottorði C sérnámslæknis í geðlækningum og D yfirlæknis frá 2. mars 2020 er gangur legu rakinn. Þar kemur fram að vottorðið hafi verið ritað að ósk f élagsþjónustunnar á B vegna beiðni um framlengingu á nauðungarvistun varnaraðila til 12 vikna. Varnaraðili sé [...] ára [...] kona sem hafi búið á íslandi frá því um tvítugt. Hún hafi um tíma verið gift íslenskum manni og eigi með honum tvær dætur, sem nú séu á þrítugsaldri. Móðir hennar sé [...] en faðir hennar hafi verið [...]. Varnaraðili hafi unnið ýmis störf í gegnum árin en verið atvinnulaus seinustu mánuði. Varnaraðili hafi misst leiguíbúð sína stuttu fyrir innlögn og sé því heimilislaus. Hún hafi tv isvar áður legið inni á geðdeild en litla þjónustu fengið þar á milli. Fyrra skiptið hafi verið árið 2005 þegar hún hafði lengi verið þunglynd og verið komin með paranoid ranghugmyndir. Hún hafi lítið getað unnið sl. tvö ár vegna vanlíðunar og endað á því að missa húsnæðið sitt. Hún hafi verið með hugmyndir um að tannlæknirinn hennar og heimilislæknir væru að eitra fyrir sér. Hún hafi lagst inn á móttökugeðdeild en hafi gengið út eftir fjóra daga ekki skilað sér til baka. Síðari innlögnin hafi verið árið 20 11. Þá hafi varnaraðili legið inni á móttökugeðdeild í tvær vikur örlyndi með geðrofseinkennum. Hún hafi hegðað sér sérkennilega og verið með stórmennskulegar hugmyndir, m a að vegna hárrar greindar gæti hún skilið meira en annað fólk og fundið út sérstök tengsl væri í hættu, að hún óttaðist um að eitrað væri sig gegn öllum þeim sem vildu henni illt. Varnaraðili hafi lagst sjálfviljug inn og tekið geðrofslyf i töfluformi. Henni hafi batnað töluvert og verið útskrifuð við ágætan geðhag. Í núverandi innlögn hafi varnaraðili verið orðin heimilislaus. Hún hafi látið ófriðlega í kringum járn og látið hana gista í fangaklefa. Daginn eftir hafi varnaraðili verið áfram æst. Var hún þá flutt á á Bráðamóttökuna í Fossvogi til mats á geðhag. Hún var metin í geðrofi og flutt til innlagnar á geðdeild. Varnaraðili hafi verið sátt við innlögn en hafnaði lyfjagjöf. Hún hafi verið mjög óróleg á deildinni, 3 geðrofseinkennum. Vegna óróleika og skorts á innsæi hafi hún verið nauðungarvistuð í 72 klst. frá 15 febrúar og verið gefin stuttverkandi nauðungarlyf í vöðva. Í kjölfarið hafi verið sótt um framlengingu á nauðungarvistun í allt að 21 dag, sem var samþykkt af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 17. febrúar sl. Varnaraðili hafi í fyrstu róast og verið til meiri samvinnu á deildinni. Hún hafi tekið geðrofslyf a ð kvöldi í nokkra daga eftir sprautuna en þó verið enn hátt uppi, greinilega hugsanatrufluð og með stórmennskulegar ranghugmyndir um sérstaka krafta sem hún byggi yfir. Má þar nefna að hún hafi talið sig geta læknað þunglyndi sjúklinga á geðdeildinni með e inhverjum kröftum sem hún hafi ekki getað útskýrt nánar. Þá hafi hún talið sig vera á barmi ríkidæmis vegna innflutningsfyrirtækis sem hún væri að stofna og viljað að læknar deildarinnar kæmu henni í viðtal í Kastljósi til þess að hún gæti kynnt fyrirtækið . Einungis hafi verið hægt að eiga eðlilegt samtal við hana í stuttan tíma í einu áður en hún tapaði þræðinum vegna hugsanatruflunar. Þá daga í byrjun legunnar þegar varnaraðili tók lyf hafi komið fram nokkur bati hjá henni. Hún hafi orðið rólegri og haldi ð betur þræði i samtölum. Hins vegar voru enn til staðar miklar ranghugmyndir og hún verið áfram hugsanatrufluð. Eftir 22. febrúar sl. hafi varnaraðili hætt að taka lyf og einungis tekið þau í stök skipti í mjög litlum skammti. Síðan þá hafi ástand hennar farið versnandi, verið stutt í pirring og hún hafi undir rós hótað meðferðaraðilum lífláti. Hún tali hátt og mikið svo erfitt sé fyrir aðra að komast að. Hún virðist ekki hafa neitt innsæi í eigið ástand eða gera sér grein fyrir tilgangi legu sinnar á geðd eild. Hún telji tilraunir meðferðarteymis til að koma í hana lyfjum byggja á öfund vegna heila hennar og að teymið sé að reyna að eyðileggja heila hennar með lyfjum. Þörf hennar á lyfjameðferð sé augljós og þann 2. mars sl. hafi verið ákveðið að gefa henni geðrofslyf í forðasprautu þar sem það hafi verið metin eina raunhæfa leiðin til að koma í hana lyfjum. Það er mat C sérnámslæknis í geðlækningum og D yfirlæknis að varnaraðili sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Hún liggi nú inni á bráðageðdeild í örlyndi með geðrofseinkennum í þriðja skiptið og verið áður greind með geðhvarfasýki. Hún sé greinilega hugsanatrufluð, með ekkert innsæi í eigið ástand og því sé hún ófær um að meta og taka ákvarðanir um eigin velferð. Vegna sjúkdómsástands varnaraðila sé hún í b rynni þörf á áframhaldandi lyfjameðferð og fullreynt þyki að ná henni til samvinnu um þá meðferð sbr. yfirlýsingu C frá 2. mars sl. Það sé því enginn vafi á að sjúklingur sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi og að áframhaldandi meðferð sé henni nauðsynleg Án meðferðar stefni hún heilsu sinni í voða og spillir fyrir möguleikum sínum á bata. Nauðungarvistun til 12 vikna sé því nauðsynleg. Jafnframt kemur fram í yfirlýsingu C sérnámslæknis í geðlækningum frá 2. mars 2020 að reynt hafi verið að ná meðferðarsamban di við varnaraðila og komast hjá áframhaldandi nauðungarvistun í allt að 12 vikur með rýmkun. Varnaraðili lýsi enn yfir eindregnum vilja til að útskrifa sig og er hún metin í bráðu geðrofi. Það sé mat C að varnaraðili þurfi á frekari meðferð á spítala að h alda vegna þessa. Dómari og verjandi varnaraðila hittu varnaraðila á geðdeild Landspítala fyrr í dag. Við aðalmeðferð málsins gaf C geðlæknir og símaskýrslu fyrir dóminum. Hann skýrði frá því að varnaraðili væri enn í örlyndisástandi. Hún hafi legið inni á deildinni áður, síðast á árinu 2011. Ástand hennar nú sé svipað og það var þá, en hún virðist hins vegar hafa svarað lyfjameðferð að einhverju leyti betur þá. Hún hefur ekki sýnt lyfjagjöfinni skilning og innsæi hennar í sjúkdóminn sé mjög takmarkað. Hún hafi augljóslega þörf fyrir frekari legu. Flestir komist út úr slíku örlyndisástandi en það sé misjafnt hversu langan tíma það taki, en það velti að miklu leyti á því að hún fáist til að taka lyfin áfram. IV. Það er skilyrði þess að unnt sé að nauðungar vista mann á sjúkrahúsi að hann sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur séu taldar á að svo sé ástatt um hann eða ástand hans sé þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms. Hið sama á við ef maður á við alvarlega áfengisfíkn að stríða eða ofnautn ávana - og fíkniefna, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 71/1997. 4 Með vísan til gagna málsins, einkum þó vitnisburðar C geðlæknis fyrir dómi og læknisvottorðs hans og D yfirlæknis frá 2. mars sl. sbr. framangreinda samantekt, þykir nægjanlega í ljós lei tt að ástand varnaraðila kalli á að hann verði nauðungarvistaður áfram á sjúkrahúsi og fái þar viðeigandi aðstoð og meðferð við sjúkdómi sínum. Með vísan til þess hversu illa haldinn varnaraðili hefur verið af sjúkdómi sínum og fyrri sögu þykir dóminum ljó st að önnur eða vægari úrræði dugi ekki eins og ástand hans er í dag, til að tryggja heilsu og batahorfur hans. Telur dómurinn því að uppfyllt séu skilyrði 29. gr. a í lögræðislögum nr. 71/1997, sbr. 17. gr. laga nr. 84/2015, til að verða við kröfu sóknara ðila um framlengingu nauðungarvistunar varnaraðila í 12 vikur, en með heimild til rýmkunar sbr. 3. mgr. 29. gr. a í samræmi við kröfu sóknaraðila og með velferð varnaraðila í huga. Með vísan til gagna málsins og ástands varnaraðila sem og í þeirri fullviss u að meðferðaraðilar útskrifi varnaraðila um leið og þeir telja skilyrði til þess uppfyllt, þykir ekki að svo stöddu tilefni til að marka nauðungarvistun skemmri tíma. Er þá einnig horft til þess rýmkunarákvæðis sem kveðið er á um, sem er til þess fallið a ð gera vistunina eftir atvikum bærilegri. Því verður fallist á kröfu sóknaraðila eins og nánar er tilgreint í úrskurðarorði. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997, sbr. 5. mgr. 29. gr. a sömu laga, ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað málsins, þa r með talda þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Guðmundar Njáls Guðmundssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 150.000 krónur. Þóknunin er ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Fallist er á kröfu sóknaraðila, B, um að framlengja til tólf vikna frá og með 9. mars 2020, nauðungarvistun varnaraðila A, kt. [...], með heimild til rýmkunar samkvæmt mati yfirlæknis, sbr. 29. gr. a. lögræðislaga nr. 71/1997. Allur kostnaður af málinu gr eiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Guðmundar Njáls Guðmundssonar lögmanns 150.000 krónur.