LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 13. október 2020. Mál nr. 546/2020 : A ( Björgvin Jónsson lögmaður ) gegn félagsmálanefnd B ( Sigurður Sigurjónsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Vistun barns. Kæra. Frávísun frá Landsrétti. Gjafsókn. Útdráttur A kærði úrskurð héraðsdóms þar sem heimilað var að vista dætur A utan heimilis hennar í sjö mánuði. Kæra A til Landsréttar uppfyllti ekki skilyrði c - liðar 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91 /1991 um meðferð einkamála. Var málinu því vísað frá Landsrétti. Úrskurðu r Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Davíð Þór Björgvinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 18. september 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 9. október 2020. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 16. september 2020 í málinu nr. U - /2020 þar sem varnaraðila var heimilað að vista dætur sóknaraðila utan heimilis hennar í sjö mánuði frá 16. septemb er að telja. Kæruheimild er í 1 . m gr. 64 . gr. barnaverndar laga nr. 80 / 2002 . 2 Sóknaraðili krefst þess aðallega að kröfu varnaraðila verði vísað frá héraðsdómi, til vara að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en að því frágengnu að vistunartím a barnanna verði markaður skemmri tími. Þá krefst h ún málskostnaðar eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Landsrétti en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Niðurstaða 4 Krafa varnaraðila um frávísun málsins frá Landsrétti er reist á því að kæra sóknaraðila fullnægi ekki skilyrði 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um að þar skuli gera grein fyrir þeim ástæðum sem kæran er reist á. Þá sé leiðrétt kæra, sem lög ð var fyrir Landsrétt með kærumálsgögnum, of seint fram komin samkvæmt 1. mgr. 144. gr. sömu laga. 2 5 Samkvæmt 1. mgr. 64. gr. barnaverndarlaga fer um kæru úrskurða héraðsdóms, sem kveðnir eru upp á grundvelli laganna, eftir þeim reglum sem gilda um kæru í al mennum einkamálum. Samkvæmt 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 skal í kæru greina: a) þá dómsathöfn sem er kærð, b) kröfu um breytingu á henni og c) ástæður sem kæra er reist á. 6 Í kæru sóknaraðila, sem barst héraðsdómi 18. september 2020, var gerð grein f yrir Landsréttur felli hinn kærða úrskurð úr gildi og vísi málinu frá dómi, en til vara sýknar [ A ] af kröfum barnaverndar [ B ] , en til Kæran var undirrituð af þeim lögmanni sem fór með málið fyrir hönd sóknaraðila í héraði. Sá annmarki var á kærunni að ekki er þar getið um þær ástæður sem kæran er reist á, sbr. c - lið 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991. 7 Kærumálsgögn sóknaraðila bárust Lands rétti 2. október 2020. Með þeim var lögð fram ný kæra þar sem getið var um framangreindan ágalla á fyrri kæru. Í þeirri kæru er vísað til þess að héraðsdómur hafi ekki brýnt fyrir lögmanni að bæta úr framangreindum ágalla, sbr. 2. mgr. 146. gr. laga nr. 91 /1991. Var þess óskað að tekið yrði tillit til þessa og sóknaraðila gefið færi á að lagfæra ágallann líkt og Landsrétti væri heimilt að gera samkvæmt 2. mgr. 149. gr. laga nr. 91/1991. Í kærunni er síðan gerð ítarleg grein fyrir ástæðum kærunnar og röksemd um fyrir kröfum sóknaraðila. Tveggja vikna frestur samkvæmt 1. mgr. 144. gr. laga nr. 91/1991 til að kæra úrskurð héraðsdóms 16. september 2020 var liðinn þegar hin nýja kæra barst Landsrétti. 8 Á síðustu árum hafa fjölmargir dómar Hæstaréttar Íslands gengið þar sem kæru er vísað frá dómi sökum þess að í henni er ekki getið um ástæður kærunnar. Hefur þá ekki þótt nægja að bætt hafi verið úr þeim annmarka í greinargerð sem lögð hefur verið fram samkvæmt 3. mgr. 147. gr. laga nr. 91/1991. Virðist þá ekki skipta máli þótt héraðsdómari hafi látið hjá líða að benda sóknaraðila á þennan ágalla á kæru, sbr. 2. mgr. 146. gr. laganna, enda hafi lögmaður annast málareksturinn fyrir hans hönd. Í þeim tilvikum hefur Hæstiréttur Íslands heldur ekki nýtt heimild 2. mgr. 149 . gr. laga nr. 91/1991 til að leggja fyrir kæranda að bæta úr ágöllum á kæru. Um þessa framkvæmd má meðal annars vísa til dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 693/2016, nr. 714/2016 og nr. 629/2017. 9 Í ljósi atvika og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar Íslan ds í máli nr. 745/2017 verður að líta á kæru sóknaraðila sem barst Landsrétti 2. október 2020 sem greinargerð. Samkvæmt framangreindri dómaframkvæmd og í ljósi þess annmarka sem var á kæru sóknaraðila 18. september 2020 verður ekki hjá því komist að vísa m álinu frá Landsrétti. 10 Kærumálskostnaður fellur niður en um gjafsóknarkostnað sóknaraðila fer eins og í úrskurðarorði greinir. 3 Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Kærumálskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, A , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Björgvins Jónssonar, 350.000 krónur. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 16. september 2020 Mál þetta, sem barst dóminum 13. júlí sl., var þingfest 17. sama mánaðar og tekið til úrsku rðar 10. september sl. að lokinni aðalmeðferð málsins. Varnaraðili er barnaverndarnefnd B. Sóknaraðili gerði upphaflega þá kröfu aðallega að felldir yrðu úr gildi úrskurðir varnaraðila frá 15. júní 2020 þe og vistaðar á vegum varnaraðila í tvo mánuði. Til vara var sú krafa gerð að tímabili vistunar yrði markaður skemmri tími. Í greinargerð varnaraðila, sem lögð var fram 3 0. júlí sl., var gerð sú krafa að kröfum sóknaraðila verði hafnað og að tímabundin vistun stúlknanna verði staðfest. Þá gerði varnaraðili þá kröfu að tímabundin vistun stúlknanna utan heimilis verði framlengd í sjö mánuði frá uppkvaðningu úrskurðar að telj a. Í viðbótargreinargerð sóknaraðila, sem lögð var fram 6. ágúst sl,. var sú krafa gerð aðallega að kröfu varnaraðila um að framlengja vistun stúlknanna verði vísað frá dómi, til vara að kröfunni verði hafnað en til þrautavara að vistuninni yrði markaður s kemmri tími. Við upphaf aðalmeðferðar féll sóknaraðili frá kröfum vegna vistunarinnar í tvo mánuði, enda runnu úrskurðir varnaraðila um vistun stúlknanna utan heimilis í tvo mánuði sitt skeið 15. ágúst 2020. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi var naraðila að teknu tilliti til virðisaukaskatts, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað og tímabundin vistun stúlknanna utan heimilis verði framlengd í sjö mánuði frá uppkvaðningu úrskurðar að telj a með vísan til 1. mgr. 28. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Málsatvik Sóknaraðili er móðir stúlknanna C og D og fer hún með sameiginlegt forræði með föður þeirra, frá árinu 2018. Samkvæmt gögnum málsins voru mál sóknaraðila og dætra hennar til meðferðar hjá barnaverndarnefnd F á árunum 2011 - 2018. Hafi leikið grunur á því að sóknaraðili héldi samkvæmi í október 2011 þar sem neysla fíkniefna færi fram. Hafi því máli verið lokað eftir að sóknaraðili hafi leitað sér aðstoðar á geðdeild. Eftir að fleiri tilkynningar hafi borist um fíkniefnaneyslu sóknaraðila og aðbúnað systranna hafi barnaverndarnefnd F úrskurðað í nóvember 2012 að systurnar skyldu teknar af heimili móð ur og vistaðar utan heimilis í tvo mánuði. Hafi sóknaraðili verið í góðri samvinnu við barnavernd og hafi stúlkurnar farið aftur á heimili hennar að tveimur mánuðum liðnum. Í júní 2015 hafi borist tilkynning um kannabisneyslu á heimili sóknaraðila. Hafi hú n á þeim tíma verið í sambúð með manni sem hafi gengist við slíkri neyslu þegar barnavernd hafi farið á heimilið ásamt lögreglu. Hafi sóknaraðili neitað því að hafa reykt kannabis með honum en þau hafi bæði neitað að gangast undir fíkniefnapróf. Að mati ba rnaverndarnefndar hafi hagsmunir systranna krafist þess að óboðað eftirlit 4 færi fram á heimilinu í sex mánuði og hafi verið kveðinn upp úrskurður þess efnis 29. september 2015. Í byrjun apríl 2017 hafi ekki verið fyrir hendi grunur um neyslu fíkniefna og hafi málinu verið lokað. Hafi sóknaraðili í framhaldi af þessu þegið aðstoð frá barnavernd og hafi verið gerð meðferðaráætlun sem hafi gilt til ársloka 2017. barnaverndar F lokið 3. september sama ár. Varnaraðili mun fyrst hafa haft afskipti af sóknaraðila og dætrum hennar aðfaranótt mánudagsins 7. janúar 2019 en þá hafi verið greint frá ósætti milli sóknaraðila og stúlknanna. Hafi C hringt í móðurömmu sína eftir aðstoð og hafi hún haft samband við barnavernd og greint frá því að búið væri að taka hurð af herbergi C. Hafi starfsmaður barnaverndar farið á staðinn og hafi heimilið verið í mikilli ó reiðu og hafi mátt greina vanlíðan C. Hafi verið rætt við stúlkurnar í skóla þeirra tveimur dögum síðar og hafi mátt greina vanlíðan og mikið óöryggi hjá þeim. Hafi verið rætt við sóknaraðila í framhaldinu og hafi heimilið verið í mikilli óreiðu og vart au ðan blett að sjá fyrir ýmiss konar dóti. Þá hafi borið á miklum óhreinindum, aðallega í tengslum við dýrahald. Hafi sóknaraðili lýst því að hún væri í barningi við að fá þá þjónustu sem hún ætti rétt á. Þá kvaðst hún þurfa aðstoð varðandi skjánotkun stúlkn anna. Farið hafi verið á heimilið 23. janúar sama ár og hafi það verið í allt öðru og betra ástandi en fyrr í mánuðinum. Í febrúar hafi verið rætt við sóknaraðila um hversu illa hefði gengið að koma systrunum í skólann. Þá hafi verið mikið um veikindi á he imilinu og hafi mátt greina mikla vanlíðan hjá sóknaraðila. Hafi verið tekin ákvörðun um að gera hlé á morgunstuðningi en eftir það hafi systurnar mætt lítið sem ekkert í skólann og hafi annað hvort verið skráðar veikar eða með leyfi. Í heimavitjun í apríl sama ár hafi þrifnaður á heimilinu ekki verið viðunandi, mikil óreiða sjáanleg og dýraskítur víða. Í samtali við föður systranna þann 8. apríl sama ár hafi hann lýst miklum áhyggjum af aðstæðum þeirra. Á fundi með sóknaraðila þann 26. apríl sama ár hafi h ún ekki virst hafa nægilegt innsæi í vandamál er tengdust þrifnaði og utanumhaldi. Í viðtali þann 27. júní sama ár greindi sóknaraðili frá því að hún væri og málglöð og með annað yfirbragð en heima á Íslandi. Í janúar 2020 hafi sóknaraðili mætt til t í betra jafnvægi. Þá hafi borist tilkynning frá þar sem fram kemur að sóknaraðili virðist ekki geta tileinkað sér og nýtt fræðslu til bættra samskipta. Þá var t alið að sóknaraðili gerði sér ekki grein fyrir alvarleika vanrækslu sinnar varðandi dætur sínar eða hlutverki sem foreldri. Þann 4. maí sl. hafi borist tilkynning um samkvæmi á heimilinu og hafi sóknaraðili verið grunuð umað vera í annarlegu ástandi ásamt gestum. Hafi verið farið á heimilið ásamt lögreglu þar sem tveir menn hafi verið ásamt sóknaraðila og hafi þau virst undir áhrifum. Hafi sóknaraðili neitað að gangast undir vímuefnapróf en heimilið hafi verið í afar slæmu ástandi, bjórdósir og lyf víða, óh reinindi tengd dýrahaldi og mikil óreiða. Stúlkurnar hafi ekki verið á heimilinu, en þær hafi verið hjá afa sínum og ömmu. Hafi verið rætt við þær daginn eftir og hafi þær ekki verið tilbúnar til þess að fara aftur heim eins og staðan væri á heimili móður þeirra. Hafi náðst samkomulag um að fá talsmann til að ræða við þær og myndu þær dvelja áfram á heimili ömmu sinnar. Talsmaður mun hafa rætt við stúlkurnar 10. maí sl. og var afstaða þeirra skýr um það að þær vildu ekki búa hjá móður sinni og hafi þær lýst vanrækslu og afskiptaleysi af hálfu sóknaraðila. Tilkynningar munu hafa borist 28. maí sl. um að grunur væri um ofbeldi af hálfu sóknaraðila og væru systurnar að opna sig um að móðir þeirra hafi beitt þær andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hafi D sagt móður sína hafa valdið sér mikilli vanlíðan. Þá hafi systurnar báðar greint frá líkamlegu ofbeldi í garð C. Hafi í kjölfarið verið óskað eftir lögreglurannsókn og systurnar kyrrsettar samkvæmt 31. gr. barnaverndarlaga frá 2. júní sl. Það mál hefur verið fellt ni ður, enda hafi það verið mat lögreglu að það þætti ekki nægjanlega líklegt til sakfellis. Sóknaraðili kom á fund félagsmálanefndar B ásamt lögmanni sínum 15. júní sl. og lýsti því yfir að hún vildi vera í samstarfi við barnavernd en mótmælti fyrirliggjan di meðferðaráætlun. Þá mótmælti hún því að hafa beitt stúlkurnar ofbeldi og kvaðst aldrei hafa neytt fíkniefna. Hún upplýsti að hún neytti 5 áfengis en ætti ekki við áfengisvandamál að stríða. Í úrskurðum varnaraðila frá 15. júní sl. kemur fram að fjöldi til kynninga hafi borist barnaverndaryfirvöldum vegna aðbúnaðar stúlknanna á heimili sóknaraðila, m.a. vegna gruns um fíkniefnaneyslu, vanrækslu, skólaforðun og ætlað ofbeldi. Fyrir liggi að stúlkurnar hafi síðan í byrjun maí verið í umsjá móðurömmu sinnar þar sem þær séu heimavanar og varðandi aðgerðir í málum stúlkn anna var það álit varnaraðila að nauðsynlegt væri að stúlkurnar yrðu vistaðar utan heimilis sóknaraðila í tvo mánuði á meðan gengið yrði úr skugga um það hvort ætlað ofbeldi sóknaraðila gagnvart C ætti við rök að styðjast. Að því er systur hennar varðaði v ar áréttað að ofbeldi foreldris gagnvart heimilismeðlimi sé jafnframt talið fela í sér heimilisofbeldi gagnvart öðrum börnum á heimilinu sem verða vitni að slíkri háttsemi. Það var mat nefndarinnar að brýnir hagsmunir stúlknanna krefðust þess að þær yrðu v istaðar utan heimilis í tvo mánuði til að tryggja öryggi þeirra, enda hafi önnur úrræði í samvinnu við sóknaraðila ekki skilað fullnægjandi árangri. Nefndin lagði til að á tímabili vistunar njóti sóknaraðili alls nauðsynlegs stuðnings til að vinna að bata sínum vegna geðrænna vandamála og samskiptavanda, svo hún verði betur í stakk búin til að sinna forsjár - og uppeldisskyldum sínum gagnvart dætrum sínum að vistun lokinni. Lagt hefur verið fram í málinu forsjárhæfnismat sem unnið var af G sálfræðingi að b eiðni varnaraðila og er það dagsett 10. júlí sl. Var þess óskað að leitað yrði svara við eftirfarandi spurningum: 1. Staða móður og forsjárhæfni hennar með tilliti til mögulegs geðræns eða sálræns vanda. 2. Styrkleikar og veikleikar móður í uppeldislegu tilliti, geta og hæfni hennar og innsæi í þarfir telpnanna. 3. Tengsl móður við telpurnar og samskipti mæðgnanna, m.a. í ljósi framburðar þeirra um að móðir hafi beitt eldri telpuna ofbeldi. 4. Hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af velferð og þroska telpnanna í umsjá móður, m.a. með hliðsjón af greiningum þeirra og sérþörfum. 5. Hvort sóknaraðili hafi færni og getu til að axla foreldraábyrgð og foreldraskyldur gagnvart telpunum, með eða án stuðnings, og þá hvaða stuðningur gæti gagnast henni umfram þann stuðning sem þega r hafi verið veittur. Matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að forsjárhæfni sóknaraðila væri verulega skert og gilti sóknaraðili hafi allt frá fæðingu þei rra verið nánast ófær um að veita þeim. Þá kvað matsmaður styrkleika sóknaraðila í móðurhlutverkinu einkum felast í fjörugum og líflegum þáttum í persónugerð hennar. Á góðum dögum sé hún líklega kát og glöð, hún vilji hafa líf og fjör í kringum sig sem hún geri m.a. með því að hafa dýr á heimilinu. Veikleikar hennar í móðurhlutverkinu felist einkum í neikvæðum þáttum í persónugerð hennar. Hún sé sjálfmiðuð, eigi erfitt með að setja sig í spor dætra sinna, taki illa tilsögn og sé lítið til samvinnu. Þá eigi hún erfitt með að setja þarfir stúlknanna markvisst fram yfir þarfir sínar eins og fjölmörg dæmi sanni. Hún sé ekki alltaf til staðar fyrir stúlkurnar á heimilinu, hún sé meira í eigin heimi. Þá skýli hún sér bak við eigin veikindi og leyfi sér að vera fra mtakslítil gagnvart dætrum sínum og heimili þeirra. Matsmaður efast um að sterk tengsl séu milli sóknaraðila og dætra hennar. Þá efast matsmaður um færni hennar almennt til að mynda heilbrigð tengsl við annað fólk. Hún virðist meira vilja hafa dætur sínar á heimilinu til að uppfylla eigin þarfir en af löngun til að leggja sig alla fram við að mæta þörfum þeirra og setja þeirra þarfir fram yfir eigin þarfir. Tengslin einkennist af því að hún þurfi að ráða ferðinni á sinn sjálfmiðaða hátt og einkennist þau ei nnig af stjórnsemi og ráðríki. Það virðist valda erfiðleikum í samskiptum sóknaraðila við eldri stúlkuna sem virðist reyna að standa með sjálfri sér en yngri stúlkan segist vera kurteis við móður síns og vilji hún passa upp á hana. Slík tengsl bjóði barni ekki upp á eðlilegt svigrúm til sjálfræðis eftir aldri og þroska og muni hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd barnsins og sjálfstraust sem og aðra persónuhætti. 6 Stúlkurnar hafi nýlega greint frá mikilli vanrækslu á uppeldi móður og eldri stúlkan hafi greint frá því að móður hennar beiti hana líkamlegu ofbeldi og yngri dóttirin hafi sagst finna fyrir mikilli vanlíðan vegna móður sinnar. Hafi stúlkurnar verið afgerandi í þeirri afstöðu sinni að vilja ekki búa á heimili sóknaraðila sem stendur. Þeir veikleikar sem matsmaður taldi vera hjá sóknaraðila gáfu matsmanni tilefni til að hafa verulegar áhyggjur af velferð, þroska og öryggi stúlknanna í umsjá móður. Hún hafi ekki verið til samvinnu við yfirvöld til margra ára og engar vísbendingar um að breyting hafi orðið á andlegri getu, viðhorfi eða frammistöðu hennar á undanförnum árum sem gefi tilefni til að ætla að breyting verði þar á. Þvert á móti virðist hún upplifa þá hjálp sem henni hafi verið veitt sem stjórnsemi og vilji hún fá að vera í friði. Hún sé staðföst í þeirri trú að hún geti sinnt dætrum sínum sjálf án aðstoðar og að þeim líði vel í hennar umsjá. Hún fari eigin leiðir í uppeldinu sama hvernig dætrum hennar vegnar. Hún láti ekki segjast þrátt fyrir að starfsfólk úr mörgum fagstéttum hafi reynt að benda he nni á að hún vanræki foreldraskyldur sínar. Hafi staða og líðan dætra hennar versnað til muna eftir að þær á háttalagi þeirra og líðan. Matsmaður t aldi sóknaraðila hafa alvarlega skerta hæfni sem foreldri til að skapa dætrum sínum eðlileg og þroskavænleg uppeldisskilyrði, þótt hún nyti verulegrar aðstoðar og stuðnings yfirvalda. Helstu ástæður séu verulegir persónulegir annmarkar, geðræn einkenni, að lögunarerfiðleikar og persónuleikaraskanir. Þá hafi hún lítið gert til að bæta stöðu sína og stöðugleika og tjái sig af takmörkuðu innsæi gagnvart eigin ábyrgð. Hún virðist fyrst og fremst hýsa reiði og gremju gagnvart utanaðkomandi aðilum sem hún eigni va ndann að miklu leyti. Málsástæður og lagarök sóknaraðila Sóknaraðili byggir á því að ekkert í málinu styðji grun um misnotkun lyfja eða áfengis. Barnavernd setji sig í spor læknis og meti hvaða lyf sóknaraðili eigi að nota við kvillum sínum. Sóknaraðili hafi leitað til læknis sem hafi leyfi til að gefa henni lyf og það sé ekki barnaverndar að blanda sér í lyfjagjafir hjá fólki. Telji varnaraðili að læknir sé að veita sóknaraðila ranga meðferð eða eftir atvikum að brjóta lög beri að kæra viðkomandi lækni t il landlæknisembættisins. Þá styðji ekkert þá ásökun að sóknaraðili sé að drekka ofan í lyf sín og ekkert liggi fyrir um hvort hún megi það. Þá liggi engin sönnun fyrir um að sóknaraðili eigi við áfengisvandamál að stríða. Sóknaraðili byggir á því að ekk ert í málinu styðji þá staðhæfingu að hún vanræki börnin í sinni umsjá. Hafi yngri stúlkan sagt að ekki sé til matur á heimilinu og að hún sé löt við eldamennsku. Sóknaraðili kveður að alltaf sé til matur á heimilinu þó hann geti vissulega ekki verið stúlk unni þóknarlegur. Þá geti léleg eldamennska ekki talist vera brot gegn barnaverndarlögum. Sóknaraðili hafnar því að hafa beitt stúlkurnar líkamlegu ofbeldi, en það hafi aldrei borið á góma fyrr en sama dag og sóknaraðili afturkallaði samþykki sitt fyrir dvöl barnanna hjá ömmu sinni. Sóknaraðili hafi þurft að beita líkamlegu inngripi þegar eldri stúlkan sé að berja yngri systur sína, eða ráðast á sóknaraðila. Sóknaraðili bendir á að ákvörðun barnaverndarnefndar um vistun dætra hennar utan heimilis sé tek in á grundvelli 31. gr. barnaverndarlaga, en það ákvæði fjalli um neyðarráðstöfun sem ætlað sé að vinna bug á bráðavanda. Þetta hafi þá þýðingu að barnaverndaryfirvöld þurfi ekki að vinna eftir mikilvægum reglum stjórnsýsluréttar á borð við rannsóknarreglu , leiðbeiningarskyldu, andmælareglu o.fl. Verði því að álykta að slíkar heimildir til að víkja frá málsmeðferðarreglum beri að túlka þröngt og þá verði að rökstyðja með ítarlegum hætti að nauðsynlegt sé að víkja frá þessum reglum og um sé að ræða raunverul ega neyð sem réttlæti beitingu 31. gr. laganna. Að mati sóknaraðila réttlæti ekkert slíka ráðstöfun, enda hafi verið byggt á atviki sem átt hafi sér stað löngu áður. Sóknaraðili byggir á því að barnavernd sé bunidn af meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslul aga nr. 37/1993, sbr. 7. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga. Í reglunni felist að barnaverndaryfirvöld skulu aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnd, verði ekki náð með öðru og vægara móti. Sé meðalhófsreglan ekki virt leiði það til þess að ákvörðun stjórnvalds sé ógildanleg. Svo löng vistun valdi börnum sóknaraðila röskun og sé hagsmunum þeirra ekki best borgið með þeim hætti. Stöðugleiki sé börnunum mikilvægur og þungbært fyrir þau að vera gert að aðlagast enn á ný. Það liggi 7 lj óst fyrir hver vandinn sé, enda hafi sóknaraðili sjálf leitað til barnaverndar vegna samskipta þeirra mæðgna, afskipta ömmu stúlknanna og erfiðleika sóknaraðila við að koma stúlkunum á fætur. Þá hafi sérfræðingi á vegum barnaverndar ekki heldur tekist að k oma þeim af stað. Þessar aðstæður séu lýsandi fyrir unglinga með mótþróa en ekki sé um vanhæfni sóknaraðila að ræða. Sóknaraðili hafi ítrekað bent barnavernd á að vandamálin á heimilinu væru fyrst og fremst samskiptavandi þeirra mæðgna og hafi hún ítrekað óskað eftir aðstoð frá sálfræðingi eða fjölskylduráðgjafa á heimilið en ekki fengið fyrr en skulu hagsmunir barnsins ávallt hafðir í fyrirrúmi í starfsemi ba rnaverndaryfirvalda. Þá skuli samkvæmt 1. mgr. 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013, það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang, m.a. þegar félagsmálastofnanir og dómstólar gera ráðstafanir sem varða hagsmuni þeirra. Þá geri meðalhófsreglan þær kröfur að ekki sé gerð krafa um vistun utan heimilis nema ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta. Þá sé það áskilið í 1. mgr. 26. gr. barnaverndarlaga að aðeins sé mögulegt að vista barn utan heimilis á n samþykkis foreldra ef vægari úrræði hafi ekki skilað árangri. Sóknaraðili bendir á að hún hafi alla tíð lagt áherslu á að eiga góða samvinnu við varnaraðila. Þetta sé vísbending um að vægari úrræði gætu vel dugað. Stúlkurnar hafi báðar verið vistaðar uta n heimilis sökum tilkynningar sem á engan hátt hafi átt rétt á sér og hafi á engan hátt réttlætt slík úrræði sem vistun utan heimilis sé. Gögn málsins beri skýrt með sér að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað og þá beri þau ekki með sér að börnin sæti vanræks lu eða að þau búi við óviðunandi aðstæður. Sóknaraðili byggir einnig á því að málsmeðferðarreglur hafi verið brotnar á alvarlegan hátt. Talsmaður stúlknanna hafi mætt á fund barnaverndar og lýst afstöðu stúlknanna án þess að sóknaraðili og lögmaður henna r hefðu fengið vitneskju um hana. Hafi því ekki gefist kostur á því að taka afstöðu til þess sem fram hafi komið hjá talsmanni. Þá gerði sóknaraðili athugasemdir við uppsetningu fundarins en þegar hún hafi mætt til fundarins hefðu starfsmenn sem sáu um mál ið þegar rökstutt kröfu sína fyrir nefndinni. Sóknaraðili telur óeðlilegt með tilliti til jafnræðis málsaðila að starfsmenn sem beri fram tillögur til barnaverndar skuli vera viðstaddir meðan ákvörðun er tekin, en ekki sóknaraðili. Sóknaraðili kveðst haf a lýst sig til samvinnu um allt nema vistun barnanna utan heimilis og telur að hagsmunum þeirra sé best borgið með því að þau fái að dvelja á heimili sínu. Þá verði að telja vinnubrögð varnaraðila langt frá því að vera fullnægjandi og þeim annmörkum háð að ekki sé annað hægt en að ógilda ákvörðun varnaraðila þar sem hún sé ólögmæt. Þá tekur sóknaraðili fram að hún hafi ítrekað óskað eftir því að barnavernd hætti samskiptum við móður sína, ömmu stúlknanna, en aðkoma hennar og afskipti hafi verulega neikvæð á hrif á fjölskylduna. Hún beri lygar á sóknaraðila og hringi í lögreglu og barnavernd ef sóknaraðili hlýði henni ekki. Sóknaraðili telur ljóst að mál þetta sé sprottið fyrir nokkrum árum vegna þess að amman hafi logið til um aðstæður og hringt að tilefnislausu í barnavernd. Slíkt sé að gerast aftur nú þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir og beiðnir sóknaraðila um að barnavernd hleypi ekki þriðja aðila inn í þeirra mál. Þeg ar greinargerð varnaraðila var lögð fram 30. júlí sl. þar sem fram kom sú krafa að tímabundin vistun stúlknanna utan heimilis yrði framlengd í sjö mánuði frá uppkvaðningu úrskurðar að telja með vísan til 1. mgr. 28. gr. barnaverndarlaga, lagði sóknaraðili fram viðbótargreinargerð í þinghaldi 6. ágúst sl., en á þeim tíma hafði lögreglan fellt niður rannsókn gegn sóknaraðila vegna ætlaðs heimilisofbeldis þar sem ekkert hafi komið fram í rannsókn málsins sem líklegt væri til sakfellingar. Sóknaraðili rökstud di frávísunarkröfu sína með þeim hætti að fundur félagsmálanefndar 22. júlí sl. hafi brotið gegn flestum viðeigandi greinum stjórnsýslulaga. Kallað hafi verið til fundarins vegna forsjárhæfnismatsins og hafi niðurstaða fundarins verið sú að gera kröfu um f ramlengingu vistunar stúlknanna um sjö mánuði. Sóknaraðili hafi ekki verið boðuð til þessa fundar og því ekki fengið að koma að athugasemdum eða andmælum áður en stjórnvald hafi tekið svo íþyngjandi ákvörðun. Hafi starfsmenn varnaraðila vitað að sóknaraðil i hafi mótmælt niðurstöðu forsjárhæfnismatsins harðlega og hafi tilkynnt varnaraðila að hún hefði mögulega í hyggju að leggja fram kvörtun til siðanefndar sálfræðinga. Þar sem ákvörðun hafi verið tekin án þess að tilkynna sóknaraðila að slík ákvörðun væri í 8 farvatninu, hafi verið brotið gegn 1. mgr. 47. gr. barnaverndarlaga. Þá sé niðurstaða fundarins brot gegn 1. mgr. 41. gr. laganna sem kveði á um rannsóknarreglu barnaverndar og að séð skuli til þess að mál séu nægjanlega upplýst áður en ákvörðun sé tekin . Þá sé úrskurður varnaraðila frá 22. júlí sl. fullkomlega órökstuddur og því um gróft brot gegn 2. mgr. 49. gr. barnaverndarlaga að ræða. Sé því ekki um annað að ræða en að vísa kröfu varnaraðila frá dómi. Málsástæður og lagarök varnaraðila Varnaraðili telur að í ljósi framlagðra gagna að daglegri umönnun, uppeldi og samskiptum sóknaraðila og stúlknanna hafi verið verulega ábótavant með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Í ljósi þess að matsmaður hafi talið stuðningsúrræði ekki líkleg til þe ss að bæta forsjárhæfni sóknaraðila til frambúðar hafi varnaraðili lagt fram tillögu um að sóknaraðili myndi afsala sér forsjá dætra sinna, en sóknaraðili hafi ekki fallist á þá tillögu. Sé því nauðsynlegt að gera kröfu um að stúlkurnar verði áfram vistaða r utan heimilis til sjö mánaða frá uppkvaðningu úrskurðar dómara þannig að hægt verði að fullreyna tiltæk stuðningsúrræði við sóknaraðila til að auka forsjárhæfni hennar. Samkvæmt forsjárhæfnismati og öðrum framlögðum gögnum sé sóknaraðili með verulega ske rta hæfni sem foreldri til að skapa dætrum sínum eðlileg og þroskavænleg uppeldisskilyrði, þótt hún njóti verulegrar aðstoðar og stuðnings yfirvalda. Gefi þessi skerta forsjárhæfni tilefni til að hafa verulegar áhyggjur af velferð, þroska og öryggi stúlkna nna í umsjá móður og þá sérstaklega með tilliti til greininga og sérþarfa stúlknanna og sé því nauðsynlegt að stúlkurnar, sem búið hafi við vanrækslu til lengri tíma, verði vistaðar utan heimilis á meðan látið verði reyna á sérhæfð úrræði fyrir sóknaraðila . Varnaraðili bendir á að barnaverndaryfirvöld hafi í nær áratug unnið að því að veita sóknaraðila öll þau úrræði sem hugsanlega hefðu getað komið að gagni svo hún gæti bætt hæfni sína til þess að fara með daglega umsjá stúlknanna án þess að slíkt hafi b orið árangur. Þá liggi fyrir skýr vilji stúlknanna að taka tillit til þess með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Samkvæmt niðurstöðu forsjárhæfnismatsi ns sé ljóst að sóknaraðili hafi ekki hæfni til þess að fara með forsjá og daglega umsjá stúlknanna að svo stöddu og þá telji matsmaður ekki líklegt að sóknaraðili muni geta tileinkað sér þá hæfni þrátt fyrir stuðning. Af því leiði að nauðsynlegt sé að börn in dveljist áfram utan heimilis sóknaraðila á meðan verði látið reyna á öll tiltæk stuðningsúrræði. Varnaraðili telur ljóst að virtum fyrirliggjandi gögnum og framangreindu að brýnir hagsmunir stúlknanna standi til þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað og stúlkurnar verði áfram vistaðar utan heimilis í sjö mánuði frá uppkvaðningu úrskurðar dómara með vísan til 1. mgr. 28. gr. barnaverndarlaga, sbr. b - lið 1. mgr. 27. gr. laganna svo hægt sé að tryggja öryggi og velferð á meðan sóknaraðila gefst kostur á að sýna fram á bættar aðstæður sínar og að hún hafi öðlast viðunandi hæfni þannig að forsvaranlegt sé að hún hafi daglega umsjá dætra sinna. Tímabundin vistun barnanna utan heimilis sé að mati varnaraðila í samræmi við skyldur stjórnvalda samkvæmt samnin gi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Í 1. mgr. 3. gr. laganna komi fram að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðilar, dómstólar, stjórnvöld eða löggja farstofnanir gera ráðstafanir er varða börn. Hafi dómstólar í úrlausnum sínum ítrekað beitt þeirri lögskýringu þegar reyni á framangreind ákvæði að þótt mikilvægt sé að varðveita tengsl barna við forsjáraðila og nánustu vandamenn verði þeir hagsmunir að ví kja fyrir brýnum hagsmunum barnsins sjálfs ef þetta tvennt fer ekki saman. Í þessu máli sé sérstaklega mikilvægt að tekið sé tillit til kröfu í 3. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga um að stuðla eigi að stöðugleika í lífi barna og þá sérstaklega með tilliti til þess að stúlkurnar hafi sérþarfir vegna greininga sinna og sé aðlögunarhæfni þeirra því minni en ella. Þær hafi búið við óviðunandi aðstæður á heimili sóknaraðila til lengri tíma og samkvæmt afstöðu matsmanns sé forsjárhæfni hennar verulega skert. 9 Niðu rstaða Samkvæmt a - lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 getur barnaverndarnefnd með úrskurði, gegn vilja foreldra, kveðið á um að barn skuli vera kyrrt á þeim stað þar sem það dvelst í allt að tvo mánuði. Skilyrði þessa eru að brýnir hagsmunir barns mæli með því. Þá kemur fram í 27. gr. að ráðstafanir séu háðar sömu skilyrðum og greinir í 26. gr. laganna, en þar kemur fram að ráðstafanir skuli ávallt vera tímabundnar og eigi standa lengur en þörf krefur hverju sinni. Þá er skilyrði skv. 26. gr. laganna að úrræði skv. 24. og 25. gr. laganna hafi ekki skilað árangri að mati barnaverndarnefndar, eða eftir atvikum barnaverndarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að þau séu ófullnægjandi. Í 24. gr. og 25. gr. laganna er mælt fyrir um ýmis úrræði ba rnaverndarnefndar, svo sem að leiðbeina foreldrum um uppeldi og aðbúnað barns, stuðla að því í samvinnu við hlutaðeigandi stofnanir að beitt verði úrræðum samkvæmt öðrum lögum, útvega barni viðeigandi stuðning eða meðferð, útvega barni eða fjölskyldu tilsj ónarmann, persónulegan ráðgjafa eða stuðningsfjölskyldu, eða aðstoða foreldra eða þungaða konu við að leita sér meðferðar vegna veikinda, áfengis - eða vímuefnaneyslu eða annarra persónulegra vandamála. Þá eru í 26. gr. laganna heimiluð ýmis úrræði fyrir ba rnaverndarnefnd, sem unnt er að beita án samþykkis foreldra, svo sem kveðið á um eftirlit með heimili, gefið fyrirmæli um aðbúnað og umönnun barns, svo sem dagvistun þess, skólasókn, læknisþjónustu, rannsókn, meðferð eða þjálfun, kveðið á um að heimilt sé að láta aðilum, sem vinna með mál viðkomandi barns og nefndir eru í 2. mgr. 17. gr. og 18. gr. laganna, í té upplýsingar um líðan barns eða meðferð máls ef það er talið nauðsynlegt vegna hagsmuna barnsins, og ákveðið að ekki megi fara með barnið úr landi. Í I. kafla barnaverndarlaga er lýst markmiðum laganna og meginreglum barnaverndarstarfs. Í 1. gr. segir að börn eigi rétt á vernd og umönnun og beri foreldrum að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár - og uppeldisskyldum við börn sín svo s em best hentar hag og þörfum þeirra. Foreldrum beri að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna. Samkvæmt 2. gr. er markmið laganna meðal annars að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður fái nauðsynlega aðs toð. Leitast skuli við að ná því markmiði með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna skulu hagsmunir barna ávallt hafðir í fyrirrúmi í starfsemi bar naverndaryfirvalda. Þá segir í 1. mgr. 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns, sbr. lög nr. 19/2013, að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang, meðal annars þegar barnaverndaryfirvöld eða dómstólar gera ráðstafanir sem varða b örn. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til barnaverndarlaga eru framangreind markmið og meginreglur skýrð nánar. Skal hagur og þarfir barns ávallt vera í fyrirrúmi og jafnan skal beita þeim ráðstöfunum sem barni er fyrir bestu, aðrir hagsmunir, svo sem hagsmunir foreldra, verði þar af leiðandi að víkja, ef þeir stangast á við hagsmuni barns. Á því er byggt að fjölskylda barns gegni lykilhlutverki í uppeldi þess og miða beri barnaverndarstarf fyrst og fremst við að styrkja það hlutverk. Leiðarljós lagann a er að fyrst skuli reyna að ná tökum á vandanum með því að skapa þær aðstæður innan fjölskyldu barnsins að þær teljist viðunandi, í samvinnu við hlutaðeigandi. Byggir þetta á því almenna sjónarmiði að hagsmunir barna séu alla jafnan best tryggðir með því að þau alist upp hjá eigin fjölskyldu og að stöðugleiki ríki í uppvexti þeirra. Í skýrslu sóknaraðila fyrir dómi kom fram að móðir hennar væri mjög stjórnsöm og lofi hún dætrum sóknaraðila gulli og grænum skógum og færu allar reglur og mörk sem sóknaraðil i hefði sett stúlkunum út um gluggann. Þá væri í gangi unglingadrama hjá stúlkunum, hurðaskellir og svoleiðis. Hún kvað móður sína bera út sögur um sóknaraðila, hún sé slæm og óhæf móðir. Sóknaraðili kvaðst hafa látið barnavernd vita í upphafi að þetta vær i aðalvandinn og væru stúlkurnar hættar að virða sóknaraðila sem móður. Sóknaraðili neitaði því að stúlkurnar fengju ekki nóg að borða og væri alltaf til nægur matur á heimilinu. Sóknaraðili lýsti atviki þar sem hún hafi fjarlægt hurð af herbergi eldri dó tturinnar eftir að hún hafi fengið frekjukast, öskrað og læst að sér í herbergi sínu. Hún hafi ekki viljað opna til að ræða málin. Þegar hún hafi róast og opnað hurðina hafi hún hringt í afa sinn og rætt við hann. Hafi þá móðir sóknaraðila verið í bakgrunn i alveg brjáluð, hafi hún öskrað og æpt og hótað barnavernd og lögreglu. Hafi þá lögreglumenn og barnavernd komið á vettang en sóknaraðili kvaðst þá hafa verið búin að taka hurð að herbergi stúlkunnar 10 af hjörunum og sett hana fram á gang. Hafi hún talið um gilda uppeldisaðferð að ræða og fengi stúlkan hurðina til baka eftir að hafa sýnt betri hegðun. Sóknaraðili hafnaði því alfarið að hafa beitt stúlkurnar líkamlegu ofbeldi og þá neitaði hún fíkniefnaneyslu og kvaðst aðeins taka lyf samkvæmt læknisráði. Hún kvaðst eiga erfitt með að vekja stúlkurnar á morgnana þegar þær hafi átt að mæta í skóla og hafi það gengið illa þrátt fyrir morgunstuðning. Sóknaraðili viðurkenndi að hafa gert einhver mistök, en hún hafi verið ráðalaus en gert allt sem barnavernd hafi b eðið hana um að gera og farið á öll námskeið, en ef þau virka ekki þá þurfi að reyna eitthvað nýtt. Vitnið G félagsráðgjafi skýrði svo frá fyrir dómi að mál sóknaraðila hefði verið í vinnslu síðan m ósætti á heimilinu milli móður og C. Hafi verið tilkynnt að sóknaraðili væri búin að taka hurð af herbergi dóttur sinnar og jafnframt væri annað barn á heimilinu. Heimilið hafi verið í mikilli óreiðu og margt sem bent hafi til að aðstæður væru óviðunand i fyrir börn. Mikill óþrifnaður hafi verið á heimilinu, aðallega vegna dýrahalds. Stúlkurnar hafi báðar verið með sérþarfir og í samráði við sóknaraðila hafi verið komið á þjónustu, en miklir erfiðleikar hafi verið í samskiptum forstöðumanns heimaþjónustu og sóknaraðila. Sumarið 2019 hafi farið að sjást merki þess að mikil vanvirkni hafi verið í gangi varðandi stúlkurnar, en þær hafi farið í sumardvöl til föður síns. Hafi aðstæður hans verið kannaðar og gaf sú heimsókn til kynna að stúlkunum liði vel þar. Í janúar síðastliðnum hafi vitninu fundist athyglisvert magn róandi lyfja sem sóknaraðila var ávísað. Í maí síðastliðnum hafi borist tilkynning varðandi aðstæður á heimilinu og hafi verið ákveðið að fara þangað ásamt lögreglu. Kvað vitnið ástandið þá hafa v erið það versta sem hún hefði séð þar, mikil óreiða, mjög skítugt, mikið af bjórdósum og þar hafi verið tveir menn sem hún hafi ekki haft vitneskju um að tengdust heimilinu. Stúlkurnar hafi ekki verið inni á heimilinu. Sóknaraðili hafi ekki verið reiðubúin að taka vímuefnapróf. Fenginn hafi verið talsmaður til þess að ræða við stúlkurnar en tilkynningar hafi aftur borist 28. maí sl. þar sem leikið hafi grunur á líkamlegu ofbeldi. Í framhaldi af því hafi verið ákveðið að leggja málið fyrir barnaverndarnefnd sem hafi ákveðið að vista stúlkurnar utan heimilis í tvo mánuði. Hafi stúlkurnar síðan farið í dvöl til föður síns og séu þær mjög áhugasamar um nám og virðist þeim líða vel. Hún kvað þær ekki hafa tekið lyf síðan í maí. Vitnið H, talsmaður stúlknanna, s kýrði svo frá fyrir dómi að hún hafi rætt við stúlkurnar 8. maí, 5. júní, 16. júlí og 26. ágúst sl. og hafi þær lýst slæmri líðan á heimili móður, einangrun, vanvirkni, vanrækslu, afskiptaleysi, skorti á öryggi, skorti á hreinlæti og þá hafi þær sagt frá o fbeldi á heimili hjá móður. Hún kvað C hafa verið mjög skýra í þeirri afstöðu sinni að vilja alls ekki búa hjá móður sinni. Þá hafi D lýst sömu vanrækslu og þeim vilja sínum að búa ekki hjá móður sinni. Vitnið I sálfræðingur kom fyrir dóm og staðfesti sá lfræðilega matsgerð sem hún vann vegna persónule ikapróf, PCRI þar sem einstaklingur meti sjálfur hæfni sína í foreldrahlutverkinu og var það niðurstaða vitnisins að sóknaraðili væri ekki hæf móðir og hefði ekki innsæi í vanhæfni sína. Hún kvað mjög ólíklegt að sóknaraðili gæti bætt forsjárhæfni sína með einhverjum stuðningsúrræðum. Hún sé mikill rútínu í eigin lífi. Þá skorti hana getu til að setja sig í spor annarra og setja þarfir þeirra fram yfir eigin þarfir. Þá sé sýn hennar á lífið og tilveruna svolítið sérstök, hún fari sínar eigin leiðir og vilji ekkert fara eftir reglum og gildum samfélagsins. Hún hlusti ekki á aðra en myndi kannski þiggja hjálp, en það yrði allt á hennar forsendum. Sóknara ðili byggir frávísunarkröfu sína á því að hún hafi ekki fengið tækifæri til þess að koma að sjónarmiðum sínum á fundi þeim sem haldinn var 22. júlí sl. þar sem tekin var ákvörðun um að vistun stúlknanna utan heimilis yrði framlengd í sjö mánuði frá uppkvað ningu dómsúrskurðar að telja. Hún hafi ekki vitað af fundinum en um hafi verið að ræða stjórnsýsluaðgerð og þá hafi forsjárhæfnismatið verið komið fram. Þá hafi ákvörðunin verið órökstudd og rannsóknarreglan hafi verið brotin. Þar sem um ólögmæta ákvörðun hafi verið að ræða beri að vísa henni frá dómi. Samkvæmt gögnum málsins var haldinn fundur í félagsmálanefnd B 22. júlí sl. þar sem samkvæmt fundargerð voru mættir kjörnir fulltrúar og tveir embættismenn. Taldi nefndin nauðsynlegt með vísan til 11 fyrirligg jandi upplýsinga, þ.m.t. forsjárhæfnismats á sóknaraðila og afstöðu stúlknanna að brýnir hagsmunir þeirra stæðu til þess að þær yrðu áfram um kyrrt þar sem þær dvöldu á vegum nefndarinnar með vísan til 1. mgr. 28. gr. barnaverndarlaga. Var lögmanni sveitar félagsins á þessum fundi falið að gera kröfu um framlengingu vistunar stúlknanna utan heimilis til sjö mánaða. Þessi krafa var síðan sett fram í greinargerð varnaraðila. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. laganna skal barnaverndarnefnd gera kröfu fyrir héraðsdómi t elji nefndin nauðsynlegt að ráðstöfun skv. a - og b - lið 1. mgr. 27. gr. laganna standi lengur en þar er kveðið á um. Þá segir í 2. mgr. lagagreinarinnar að sé krafist framlengingar vistunar skv. 27. eða 28. gr. eða forsjársviptingar skv. 29. gr. áður en vis tunartíma lýkur, helst ráðstöfun þar til úrskurður eða dómur liggur fyrir. Samkvæmt framansögðu er ekki gert ráð fyrir því að nefndin úrskurði um slíka framlengingu heldur er slík krafa gerð fyrir héraðsdómi í tengslum við meðferð máls samkvæmt 1. mgr. 28. gr. laganna. Bar varnaraðila því engin skylda til þess að veita sóknaraðila kost á því að koma að andmælum vegna þessarar kröfugerðar. Sóknaraðili lagði fram viðbótargreinargerð vegna þessarar kröfu og hefur við meðferð máls þessa komið að öllum þeim sjón armiðum sem máli skipta. Verður frávísunarkröfunni því hafnað. Í máli þessu hefur ekki verið sýnt fram á að sóknaraðili neyti fíkniefna en hafa ber í huga að hún hefur neitað að gangast undir vímuefnapróf. Þá var sóknaraðili grunuð um ofbeldi gagnvart d óttur sinni, hefði komið við rannsókn málsins þótti ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis. Þá var komist að þeirri niðurstöðu í forsjárhæfnismati að sóknaraðili væri ekki hæf móðir og hefði ekki innsæi í vanhæfni sína. Þá var talið mjög ólíklegt að sóknaraðili gæti bætt forsjárhæfni sína með einhverjum stuðningsúrræðum. Starfsmenn sóknaraðila hafa lýst því að heimilið hafi verið í mikilli óreiðu og ma rgt sem bent hafi til þess að aðstæður væru óviðunandi fyrir börn, mikill óþrifnaður hafi verið á heimilinu, aðallega vegna dýrahalds. Samkvæmt 2. mgr. 46. gr. barnaverndarlaga skal gefa barni kost á að tjá sig um mál sem það varðar í samræmi við aldur þe ss og þroska og taka skal réttmætt tillit til skoðana þess við úrlausn málsins. Dætur þær vilji ekki búa hjá móður sinni og staðfestu þær báðar þennan vil ja sinn í símaviðtölum við dómara málsins skömmu fyrir aðalmeðferð. Þegar litið er til þessa eindregna vilja stúlknanna og að virtum öðrum gögnum málsins, sérstaklega forsjárhæfnismati, er það mat dómsins að ekki séu efni til þess að hnekkja því mati varna raðila að brýnir hagsmunir stúlknanna hafi staðið til þess að vista þær utan heimilis í því skyni að tryggja öryggi þeirra. Þá verður að líta til þess að sóknaraðili hefur ekki undirritað meðferðaráætlun og ekki verður séð að önnur og vægari úrræði geti k omið að notum. Verður kröfum sóknaraðila í máli þessu því hafnað og staðfest sú ákvörðun varnaraðila að framlengja vistun stúlknanna í sjö mánuði frá uppkvaðningu úrskurðar þessa að telja. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður greiðist ú r ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun Þorgils Þorgilssonar, lögmanns sóknaraðila, sem þykir hæfilega ákveðin, að meðtöldum virðisaukaskatti, 1.600.000 krónur. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. mál flutningsþóknun Þorgils Þorgilssonar, lögmanns sóknaraðila, 1.600.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.