LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 24. mars 2020. Mál nr. 5 2/2020 : Þrotabú ICEGP ehf. (Guðmundur Óli Björgvinsson lögmaður) gegn Snæfellsbæ (Sveinn Jónatansson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Fasteignaskattur. Gjaldstofn. Nauðungarsala. Frávísunarúrskurður felldur úr gildi. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli þb. I ehf. á hendur S til heimtu endurgreiðslu á ætluðum ofgreiddum fasteignasköttum var vísað frá dómi. Málið var höfðað að gengnum úrskurði yfirfasteignamatsne fndar um að lækka bæri fasteignamat fasteignar sem áður var í eigu þb. I ehf. Landsréttur vísaði til þess að telja yrði málsóknina heimila og að engin lagaákvæði stæðu til þess að fyrst bæri að leita úrlausnar stjórnvalda um endurgreiðslukröfuna á grundvel li laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Þá var einnig hafnað þeim málatilbúnaði S fyrir frávísun málsins að í kjölfar nauðungarsölu fasteignarinnar hefðu kröfur verið greiddar út í samræmi við kröfulýsingar og því yrði að gera ráð fyrir að endanle g úthlutun hefði farið fram á grundvelli 2. mgr. 52. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Þb. I ehf. byggði á því að skylda til endurgreiðslu væri fyrir hendi óháð því með hvaða hætti greiðsla hefði farið fram og sneri ágreiningur aðila að þessu leyti að efnisþætti málsins. Þá var heldur ekki fallist á að leiða skyldi til frávísunar að frestir til að kæra umrædda álagningu fasteignaskatts væru liðnir. Þjóðskrá Íslands og yfirfasteignamatsnefnd hefðu tekið afstöðu til þessara sjónarmiða og endurupptaka ver ið ákveðin. Niðurstaða nefndarinnar sætti ekki endurskoðun í málinu. Loks var málatilbúnaði S um vanreifun málsins einnig hafnað. Gagnaöflun hefði ekki verið lýst lokið og ætti þb. I ehf. þess kost að afla frekari gagna og eftir atvikum matsgerðar til röks tuðnings kröfum sínum. Úrskurður héraðsdóms var því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Úrskurður Landsréttar Kristbjörg Stephensen landsréttardómari og Ása Ólafsdóttir og Hjörtur O. Aðalsteinsson, settir landsréttardómarar, kveða upp úrskurð í máli þessu. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 20. janúar 2020 sem barst réttinum næsta dag. Greinargerð varnaraðila barst réttinum 10. næsta mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 7. janúar 2020 í máli sóknaraðila nr. E - 109/2019 á hendur varnaraðila en málinu var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaða r. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Málsatvikum er lýst í hinum kærða úrskurði. Þar kemur fram að Þjóðskrá Íslands og síðar yfirfasteignamatsnefnd hafi með úrskurði 25. október 2018 komist að þeirri niðurstöðu að endurmeta bæri fasteignamat fasteignarinnar að Kólumbusarbryggju 1 í Snæfellsbæ fyrir tímabilið 2011 - 2014. Var þar staðfest niðurstaða Þjóðskrár um að á fyrrgreindu tímabili hafi fasteignin einungis átt að bera lóðarmat. 5 Bú sóknaraðila var t ekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms uppkveðnum 6. desember 2011. Fasteignaskattar vegna áranna 2011 - 2014 voru gerðir upp við nauðungarsölu fasteignarinnar með greiðslum 2014 og 2015. Byggir sóknaraðili á því að álagning fasteignaskatta fyrir tímabilið 2011 - 2014 hafi byggst á fasteignamati sem hafi verið fellt úr gildi með fyrrgreindum úrskurði yfirfasteignamatsnefndar. Krefst hann endurgreiðslu ofgreiddra fasteignaskatta vegna áranna 2011 - 2014 þar sem álagning skattsins hafi byggst á röngum gj aldstofni. Með hinum kærða úrskurði var málinu vísað frá dómi þar sem sóknaraðili hafði ekki borið ágreining um endurgreiðslukröfu hans undir yfirfasteignamatsnefnd. 6 Varnaraðili byggir kröfu sína um frávísun á því í fyrsta lagi að samkvæmt lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga beri að leysa úr málum sem varði ágreining um gjaldstofn fasteignaskatts á grundvelli 3. mgr. 4. gr. laganna. Komi þar skýrt fram að slíkum ágreiningi skuli vísað til Þjóðskrár Íslands sem úrskurði sérstaklega um ágreining var ðandi viðkomandi gjaldstofn. Þeim úrskurði megi skjóta til yfirfasteignamatsnefndar en sé ágreiningur fyrir hendi um gjaldskyldu skuli vísa honum beint til yfirfasteignamatsnefndar. 7 Varnaraðili byggir á því að sóknaraðili hafi óskað eftir endurmati á skrá ningu og mati umræddrar fasteignar tveimur til sjö árum eftir að álagningin hafi átt sér stað á grundvelli laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Að mati varnaraðila komi slík krafa um endurmat fasteignamats á grundvelli laga nr. 6/2001 ekki í stað lögboðinnar kæru á grundvelli laga nr. 4/1995. 3 8 Í úrskurði yfirfasteignamatsnefndar frá 25. október 2018 kemur fram að einungis sé þar tekin afstaða til hinnar kærðu ákvörðunar Þjóðskrár Íslands um endurmat á fasteignamati fasteignarinnar fyrir árin 2011 - 2014 en sú ákvörðun hafi verið kæranleg til nefnd arinnar með vísan til 34. gr. laga nr. 6/2001. Þá áréttar nefndin að engin afstaða sé tekin til hugsanlegra krafna um endurgreiðslu á þegar álögðum fasteignaskatti vegna eignarinnar enda ekki sjálfgefið að endurmat á fasteignamati leiði til endurgreiðslu á mögulega ofteknum fasteignaskatti, sbr. þágildandi lög nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. 9 Aðilar máls þessa deildu um það hvort byggja ætti álagningu fasteignaskatts á grundvelli húsmats eða eingöngu lóðarmats. Með framangreindum úr skurði yfirfasteignamatsnefndar var sá ágreiningur aðila leiddur til lykta á stjórnsýslustigi og er því ekki lengur uppi ágreiningur milli aðila um gjaldstofn sem leysa beri úr á grundvelli framangreindra ákvæða laga nr. 4/1995. Þá er ekki ágreiningur mill i aðila um gjaldskyldu vegna fasteignarinnar í skilningi fyrrgreindra laga. 10 Með málsókn sinni á hendur varnaraðila freistar sóknaraðili þess að fá endurgreidda ofgreidda fasteignaskatta á grundvelli laga nr. 29/1995. Telja verður að honum sé þetta heimilt og standa engin lagaákvæði til þess að honum beri fyrst að leita úrlausnar stjórnvalda á grundvelli laga nr. 4/1995. Verður frávísunarkröfu varnaraðila á þessum grunni því hafnað. 11 Varnaraðili byggir frávísunarkröfu sína á því í öðru lagi að í kjölfar nauð ungarsölu eignarinnar hafi kröfur sóknaraðila verið greiddar út í samræmi við kröfulýsingar hans. Verði því að gera ráð fyrir að endanleg úthlutun hafi farið fram á grundvelli 2. mgr. 52. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Hafi ekki verið neytt þess úr ræðis að bera ágreining um frumvarpið undir héraðsdóm á grundvelli XIII. kafla laganna og hafi greiðsla átt sér stað, verði mál ekki höfðað síðar til endurskoðunar á umræddum kröfum. 12 Eins og að framan er rakið byggir sóknaraðili kröfur sínar á hendur varn araðila á lögum nr. 29/1995 og að skylda til endurgreiðslu oftekinna fasteignaskatta hafi orðið virk á grundvelli laganna með bindandi úrskurði yfirfasteignamatsnefndar um breyttan gjaldstofn. Hafi greiðslurnar farið fram seint á árinu 2014 og snemma árs 2 015 en á þeim tíma hefði skiptastjóri engar forsendur haft til að mótmæla réttmæti gjaldtökunnar. Þótt dómstólar hafi talið, að í ákvörðun um að bera ágreining um frumvarp sýslumanns til úthlutunar á söluverði ekki undir héraðsdóm samkvæmt XIII. kafla laga nr. 90/1991 felist fyrirvaralaus greiðsla eiganda veðs á veðkröfu, verður ekki talið að með því hafi eigandi veðs afsalað sér þeim rétti að láta á það reyna fyrir dómi hvort skilyrði laga nr. 29/1995 til endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda séu uppfyl lt. Sóknaraðili byggir á því að skylda til endurgreiðslu samkvæmt fyrrgreindum lögum sé fyrir hendi óháð því með hvaða hætti greiðsla hafi farið fram. Ágreiningur aðila að þessu leyti snýr að efnisþætti málsins og verður málinu því ekki vísað frá dómi á þe ssum grundvelli. 4 13 Krafa varnaraðila um frávísun byggist á því í þriðja lagi að frestir til að kæra umrædda álagningu fasteignaskatts séu löngu liðnir og beri því að vísa kröfum þess efnis frá dómi. Sóknaraðili byggir á því að Þjóðskrá Íslands og yfirfasteig namatsnefnd hafi tekið afstöðu til þessara sjónarmiða og hafi endurupptaka verið ákveðin. Fallast verður á það sjónarmið sóknaraðila að niðurstaða nefndarinnar sæti ekki endurskoðun í þessu máli, enda eru stjórnvöld ekki aðilar að því. Verður frávísun á þe ssum grundvelli því hafnað. 14 Varnaraðili byggir kröfu sína um frávísun á því í fjórða lagi að málið sé vanreifað og brjóti málatilbúnaður sóknaraðila gegn hinni almennu skýrleikareglu einkamálaréttarfars sem meðal annars komi fram í e - lið 1. mgr. 80. gr. l aga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í máli þessu hefur gagnaöflun ekki verið lýst lokið og á sóknaraðili þess kost að afla frekari gagna og eftir atvikum matsgerðar til rökstuðnings kröfum sínum. Verður málinu því ekki vísað frá á þessum grunni. 15 Samkvæmt framansögðu er niðurstaðan sú að öllum frávísunarkröfum varnaraðila í máli þessu er hafnað og er lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. 16 Rétt er að ákvörðun málskostnaðar í héraði vegna þessa þáttar bíði efnisdóms en varnaraðila verður gert að greiða kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, Snæfellsbær, greiði sóknaraðila, þrotabúi ICEGP ehf., 350.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 7. janúar 2020 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar um frávísunarkröfu stefnda 11. desember sl., var höfðað með birtingu stefnu 29. maí 2019. Stefnandi er þrotabú ICEGP ehf. , áður Iceland Glacier Produ cts ehf., til heimilis að Síðumúla 13, Reykjavík, en stefndi er Snæfellsbær, Snæfellsási 2, Snæfellsbæ. 47.390.831, - ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 5.924.961 - frá 19.11.2014 til 15.1.2015 af kr. 31.754.341, - frá þeim degi til 27.02.2015, af kr. 45.856.531, - frá þeim degi til 6.03.2015, af kr. 47.390.831, - frá þeim degi til 22.08 .2018 en frá þeim degi er krafist dráttarvaxta af kr. 47.390.831, - samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu til greiðsludags. Til vara, er þess krafist, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr. 31.073.8 00 , - ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 5.924.961 - frá 19.11.2014 til 15.1.2015 af kr. 31.073.800, - frá þeim degi til 22.08.2018 en frá þeim degi er krafist dráttarvaxta af kr. 31.073.800, - samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu til greiðsludags. Til þrautavara, er þess krafist, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr.1.075.700, - ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um 5 vexti og verð tryggingu af þeirri fjárhæð frá 6.03.2015 til 22.08.2018 en frá þeim degi er krafist dráttarvaxta af kr. 1.075.700, - Jafnframt krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi ste fnda samkvæmt mati dómsins. Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og til þrautavara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Jafnframt krefst stefndi málskostnaðar úr hen di stefnanda samkvæmt mati dómsins. Í þessum þætti málsins krefst stefnandi þess að frávísunarkröfu stefnda verði hafnað. Með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands uppkveðnum 6. desember 2011 var bú Iceland Glacier Products ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Við upphaf skiptameðferðar lá fyrir beiðni um nauðungarsölu á einu eign búsins, u.þ.b. 8.100 m 2 verksmiðjuhúsi að Kólumbusarbryggju 1, Snæfellsbæ, fnr. 231 - 7542, sem ætlað var til vatnsframleiðslu. Við fyrirtöku vegna nauðungarsölunnar 3. apríl 2012 samþykkti sýslumaðurinn á Vesturlandi beiðni skiptastjóra skv. 23. gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991 um að nauðungarsalan færi fram á almennum markaði samkvæmt VI. kafla laganna og var skiptstjóra í kjölfarið falið að annast um sölu eignarinnar. Var kaupsamning ur um fasteignina undirritaður 26. febrúar 2015 milli stefnanda og Móabyggðar ehf. og uppboðsafsal útgefið af sýslumanninum á Vesturlandi 5. maí sama ár. Miðaðist lögskilauppgjör vegna eignarinnar við 25. febrúar 2015. Áður en gengið var frá kaupsamningi hafði kaupandinn Móabyggð ehf. greitt kaupverð eignarinnar þannig að þrotabúið var í stakk búið til að greiða áhvílandi kröfur, þ.e. lögveðskröfur vegna fasteignagjalda og iðgjalda brunatrygginga. Fasteignagjöldin voru vegna tímabilsins 2010 til 25. febrúa r 2015 og voru þau greidd til stefnda, sbr. eftirfarandi yfirlit: Vegna álagningar: Dags. greiðslu: Fjárhæð: 2010 21.11.2014 1.000.000 2010 15.01.2015 4.525.413 2011 19.11.2014 5.924.961 2011 15.01.2015 7.078.414 2012 15.01.2015 12.230.190 2013 15.01.2015 6.520.776 2013 27.02.2015 4.267.779 2014 27.02.2015 9.834.411 2015 6.03.2015 1.534.300 Greiddi þrotabúið því samtals 52.916.244 krónur til stefnda vegna álagðra fasteignagjalda. Fljótlega í kjölfar kaupa Móabyggðar ehf. á fyrrgreindri fasteign sendi félagið beiðni til Þjóðskrár Íslands og óskaði eftir endurmati á fasteignamati hennar. Lauk ágreiningi kaupandans við stefnda vegna þessa æfellsbæ, fnr. 231 - 7542, skal frá árinu 2015 til 5. desember 2016 eingöngu bera lóðarmat 66.700.000 kr. Ákvörðun Þjóðskrár Íslands frá 6. desember 2016 um fasteignamat Kólumbusarbryggju 1, Snæfellsbæ, fnr. 231 - 7542, er staðfest og tekur gildi frá þeim degi fasteignagjöld kaupandans fyrir umrætt tímabil. Með vísan til framangreindrar niðurstöðu yfirfasteignamatsnefndar fór stefnandi fram á það við Þjóðskrá, gegn andmælum stefnda, að fasteignama t fasteignarinnar að Kólumbusarbryggju 1 yrði einnig leiðrétt með hliðsjón af framangreindum úrskurði fyrir tímabilið 2011 - 2014. Lyktaði þeim ágreiningi með niðurstöðu 6 Þjóðskrár Íslands 30. janúar 2018, sem staðfest var af yfirfasteignamatsnefnd 25. októbe r sama ár, um að fasteignin skyldi einungis bera lóðarmat á fyrrgreindu tímabili. Að fenginni framangreindri niðurstöðu krafðist stefnandi þess að stefndi endurgreiddi honum ofgreidd fasteignagjöld vegna áranna 2010 - 2015, en stefndi hafnaði þeirri kröfu á þeim grundvelli að endurmat fasteigna eitt og sér hefði ekki sjálfkrafa í för með sér rétt til endurgreiðslu slíkra gjalda mörg ár aftur í tímann. Í kjölfar þessarar neitunar stefnda höfðaði stefnandi mál hér fyrir dómi með stefnu birtri 18. nóvember 201 8. Að kröfu stefnda var stefnanda gert að leggja fram málskostnaðartryggingu í því máli, en þar sem sú trygging var ekki lögð fram var málinu vísað frá dómi. Stefnandi höfðaði síðan mál þetta með birtingu stefnu 29. maí 2019, eins og áður greinir. Með ti lkynningu skiptastjóra til ríkisskattstjóra, dags. 27. ágúst 2019, var nafni hins gjaldþrota félags breytt úr Iceland Glacier Products ehf. í ICEGP ehf. Stefndi kveðst byggja kröfu sína um frávísun málsins frá dómi í fyrsta lagi á því að samkvæmt lögum n r. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga þá beri að leysa úr málum sem varði ágreining um gjaldstofn fasteignaskatts á grundvelli þess sem fram komi í 3. mgr. 4. gr. laganna. Þar komi skýrt fram að ef slíkur ágreiningur sé til staðar skuli vísa honum á grund velli þess ákvæðis til Þjóðskrár Íslands, sem úrskurði sérstaklega um ágreining varðandi viðkomandi gjaldstofn. Þeim úrskurði megi skjóta til yfirfasteignamatsnefndar samkvæmt sama lagaákvæði. Sé ágreiningur til staðar um gjaldskyldu skuli vísa honum beint til yfirfasteignamatsnefndar. Þá megi samkvæmt lögunum skjóta úrskurðum yfirfasteignamatsnefndar til dómstóla á grundvelli 3. mgr. 4. gr. laganna. Í máli þessu sé deilt um gjaldstofn og gjaldskyldu að hluta. Hafi stefnanda borið að höfða sérstakt mál varðandi þessi ágreiningsmál fyrir Þjóðskrá Íslands, og eftir atvikum um gjaldskyldu, fyrir yfirfasteignamatsnefnd á grundvelli 3. mgr. 4. gr. laga nr. 4/1995. Það hafi hann ekki gert og beri því að vísa málinu frá dómi, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar í málinu nr. 316/2012, þar sem máli hafi verið vísað frá héraðsdómi þar sem stjórnvaldsúrlausn hafi þurft áður en máli væri skotið til dómstóla. Stefnandi hafi aldrei krafist endurskoðunar á álagningu fasteignaskatts eða annarra fasteignagjalda á grundvell i framangreindra lögboðinna kæruheimilda. Þvert á móti hafi stefnandi óskað eftir endurmati á skráningu og mati umræddrar fasteignar 2 - 7 árum eftir að álagningin hafi átt sér stað á grundvelli laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Þessi krafa stef nanda um endurmat fasteignamats á grundvelli laga nr. 6/2001 komi hins vegar á engan hátt í stað lögboðinnar kæru á grundvelli laga nr. 4/1995. Þar sem umrædd mál hafi ekki verið rekin á grundvelli umræddra kæruheimilda skv. lögum nr. 4/1995 hafi það sér staklega verið tekið fram í umsögn Þjóðskrár Íslands að niðurstaða þessara matsbreytinga á grundvelli laga nr. 6/2001 fæli á engan hátt í sér viðurkenningu á endurgreiðsluskyldu og að slík mál ætti að reka á grundvelli laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveita rfélaga. Þá setji yfirfasteignamatsnefnd fram sams konar fyrirvara í niðurstöðu úrskurðar síns nr. 4/2018. Samkvæmt þessu sé ljóst að framangreindum skilyrðum laga fyrir því að fá stjórnvaldsúrlausn um gjaldstofn og gjaldskyldu áður en mál sé höfðað fyrir dómstólum hafi ekki verið fullnægt og beri því að vísa málinu frá dómi á þeim grundvelli. Í öðru lagi þá byggist frávísunarkrafa stefnda á því að um sé að ræða kröfur sem stefndi hafi fengið greiddar af andvirði umræddrar fasteignar á grundvelli lögveðsré ttar hans fyrir fasteignasköttum af henni eftir að hún hafi verið seld við nauðungarsölu. Frumvarp um úthlutun á söluandvirði eignarinnar hafi væntanlega verið gert í kjölfarið í samræmi við ákvæði 50. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Kröfur stefnda hafi verið greiddar út í samræmi við kröfulýsingar og verði því að gera ráð fyrir að endanleg úthlutun hafi farið fram á grundvelli 2. mgr. 52. gr. l. nr. 90/1991 og að mótmæli hafi hvorki borist gegn kröfum stefnda né 7 hafi stefnandi eða aðrir kröfuhafar n eytt þess úrræðis að bera ágreining um frumvarpið undir héraðsdóm á grundvelli XIII. kafla l. nr. 90/1991. Hafi þessara úrræða ekki verið neytt og greiðsla krafna átt sér stað, eins og að framan sé lýst, sé ekki hægt að koma síðar og höfða mál til endursko ðunar á umræddum kröfum. Sé þetta staðfest í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 749/2015. Í þriðja lagi sé byggt á því að frestir til að kæra umrædda álagningu fasteignaskatts séu löngu liðnir og beri því að vísa kröfum þess efnis frá dómi. Um sé að ræða kröfu um endurgreiðslu gjalda, sem lögð hafi verið á stefnanda í janúarmánuði á árunum 2010 - 2015 á grundvelli II. kafla laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Um sé að ræða stjórnsýsluákvörðun og gildi um hana stjórnsýslulög nr. 37/1993, sbr. m.a. dóm Hæ staréttar í máli nr. 477/2015. Þar sem ekki sé mælt fyrir um kærufrest í lögum nr. 4/1995 þá gildi almennar reglur stjórnsýslulaga um kæru á álagningu fasteignaskatts og annarra fasteignagjalda. Í 27. gr. laga nr. 37/1993 sé mælt fyrir um frest til að kæra stjórnsýsluákvörðun er sé þrír mánuðir. Heimilt sé að kæra síðar, teljist það afsakanlegt, eða lengja kærufrest í allt að eitt ár mæli veigamiklar ástæður með því, sbr. 28. gr. sömu laga. Óheimilt sé hins vegar undir öllum kringumstæðum að taka kæru til m eðferðar berist hún þegar liðið sé meira en eitt ár frá því að stjórnsýsluákvörðun hafi verið tilkynnt málsaðila. Í máli þessu sé meira en ár liðið frá því að stefndi hafi tekið þær stjórnsýsluákvarðanir um álagningu þeirra gjalda sem deilt sé um í máli þe ssu og sé réttur stefnanda, hafi hann einhvern tímann verið fyrir hendi, því fallinn niður fyrir tómlæti. Sé tilgangur þessara reglna stjórnsýslulaga um tímamörk að koma í veg fyrir að kröfur um breytingar á slíkum ákvörðunum komi löngu síðar með þeim rösk unum, réttaróvissu og glundroða í stjórnsýslu sem því myndi fylgja. Það að koma fram með leiðréttingar og endurgreiðslukröfur nú allt að níu árum eftir að stjórnsýsluákvörðun um álagningu hinna umdeildu skatta og gjalda hafi verið tekin sé í algeru ósamræm i við framangreind lagaákvæði og markmið þeirra. Í fjórða lagi beri að vísa málinu frá dómi á grundvelli þess að kröfugerð og reifun málsástæðna sé of óljós og ruglingsleg. Hvorki sé gerð fullnægjandi og rökstudd grein fyrir því hvernig kröfur stefnanda séu reiknaðar né á hverju þær eru byggðar. Valdi þetta því að erfitt sé fyrir stefnda og dómara að átta sig á og taka afstöðu til málatilbúnaðar stefnanda. Brjóti málatilbúnaður stefnanda gegn hinni almennu skýrleikareglu einkamálaréttarfars, sem m.a. komi fram í e - lið 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi mótmælir þeim málsástæðum sem stefndi byggir á til stuðnings kröfu sinni um frávísun málsins frá dómi og telur þær ekki á neinum rökum reistar. Niðurstaða Eins og áður greinir var stefnandi eigandi fasteignarinnar að Kólumbusarbryggju 1 í Snæfellsbæ, húss og lóðarleiguréttinda, þar til eignin var seld við nauðungarsölu á almennum markaði skv. VI. kafla laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu hinn 25. febrúar 2015. Er kröfugerð stefnanda í málinu á því reist að stefnda beri að endurgreiða honum ofgreidd fasteignagjöld vegna hinnar seldu eignar frá upphafi ársins 2011 til 25. febrúar 2015 þar sem Þjóðskrá Íslands, og síðan einnig yfirfasteignamatsnefnd, hafi komist að þeirri niðurstöðu að læ kka bæri fasteignamat eignarinnar fyrir tímabilið 2010 - 2014, sem álagning gjaldanna hafði byggst á, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Í 3. mgr. 4. gr. laga nr. 4/1995 kemur fram að verði ágreiningur um gjaldstofn skv. 3. gr . skuli vísa honum til úrskurðar Þjóðskrár Íslands og að skjóta megi slíkum úrskurði til yfirfasteignamatsnefndar . Verði hins vegar ágreiningur um gjaldskyldu skeri yfirfasteignamats nefnd þar úr. Liggur fyrir að Þjóðskrá Íslands féllst á ósk stefnanda um lækkun á gjaldstofni til álagningar fasteignaskatts vegna Kólumbusarbryggju 1 fyrir tímabilið 2010 - 2014, og að yfirfasteignamatsnefnd staðfesti þá niðurstöðu í kjölfarið. Hins vegar liggur ekkert fyrir um að stefnandi hafi borið undir yfirfasteignamatsnefn d þann ágreining sem uppi er milli aðila um endurgreiðslukröfu stefnanda vegna oftekinna fasteignaskatta á fyrrgreindu tímabili, svo 8 sem telja verður að hafi verið nauðsynlegt skilyrði slíkrar kröfugerðar hans á hendur stefnda. Verður af þeim sökum ekki hj á því komist að vísa máli þessu frá dómi. Stefnandi greiði stefnda 600.000 krónur í málskostnað. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, þrotabú ICEGP ehf., greiði stefnda, Snæfells bæ, 600.000 krónur í málskostnað.