LANDSRÉTTUR Dómur föstu daginn 10 . m aí 2019 . Mál nr. 670/2018 : Ákæruvaldið (Marín Ólafsdóttir saksóknari) gegn Elvari Daða Guðjónssyni (Gestur Jónsson lögmaður) (Páll Rúnar M. Kristjánsson réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisleg áreitni. Ákæra. Frávísun frá héraðsdómi að hluta. Skilorð. Einkaréttarkrafa. Útdráttur E var sakfelldur fyrir að hafa áreitt A kynferðislega með því að hafa afklætt sig og lagst nakinn upp í rúm til hennar , eftir að hún hefði látið undan þrá beiðni hans um að fá að nudda á henni bakið, en háttsemin hefði verið í óþökk A og til þess fallin að valda henni ótta. Í málinu var E jafnframt gefið að sök að hafa ítrekað boðið A áfengi og með því brotið gegn 18. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr . 75/1998 um að óheimilt sé að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Þar sem í ákæru væri ekki lýst háttsemi sem svaraði til þess verknaðar að veita eða afhenda ungmenni áfengi var ákæruatriðinu vísað frá héraðsdómi. Var refsing E ák veðin fangelsi í tvo mánuði en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár . Þá var E gert að greiða A 350.000 krónur í miskabætur en kröfu hennar um bætur vegna fjártjóns var vísað frá héraðsdómi að sjálfsdáðum vegna vanreifunar . Dómur Landsré ttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Oddný Mjöll Arnardóttir og V ilhjálmur H . Vilhjálmsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 19. júní 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra 11. júní 2018 í málinu nr. S - 6/2018 . 2 Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins og af einkaréttarkröfu. 3 Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd. 4 Brotaþoli, A , krefst þess að ákærð a verði gert að greiða sér 2.491.530 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. 2 Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Við aðalmeðferð fyrir Landsrétti voru spilaðar upptökur af framburði ákærða og brotaþola fyrir héraðsdómi. 6 Málsatvikum og framburði ákærða og brotaþola er nægilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða 7 Í ákæru er ákærða gefið að sök að hafa að kvöldi 25. maí 2016 og aðfaranótt 26. sama mánaðar áreitt brotaþola kynferðislega með nánar tilgreindum hætti og er brotið heimfært til 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í hinum áfrýjaða dómi var ekki talið sannað að ákærði hefði talað við brotaþola á kynferðislegum nótum, meðal annars um að hann væri með standpínu og fellir ákæruvaldið sig við þá niðurstöðu. Þá var í dóminum ekki tekin efnisleg afstaða til þess þáttar verknaðarlýsingar að ákærði hefði tekið í hönd brotaþola og reynt að setja hana á getnaðarlim sinn en hún þá kippt hendinni að sér. Við málflutning í Landsrétti var því lýst yfir að ákæruvaldið félli frá þessum þætti ákærunnar. 8 Fyrir Landsrétti eru samkvæmt framangreindu þær sakargiftir til úrlausnar að ákærði hafi áreitt brotaþola kynferðislega með því að hafa nuddað á henni bert bakið meðan hún lá á maganum eftir að hafa ítrekað sagst ætla að gera það og hún látið undan, að hafa dregið niður um hana buxurnar, og hafa afklætt sig og lagst nakinn upp í rúm til hennar. 9 Í framburði brotaþola kom fram að hún leyfði ákærða að nudda á sér bakið og verður hann því ekki talinn hafa gerst sekur um kynfe rðislega áreitni með þeirri háttsemi. Þá stendur orð gegn orði í framburði ákærða og brotaþola um að ákærði hafi einnig dregið buxurnar niður um brotaþola. Verður ekki talin komin fram lögfull sönnun um að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi . Ákærði bar aftur á móti fyrir dómi að hann hefði lagst nakinn upp í rúm til brotaþola í framhaldi af því að hann nuddaði á henni bert bakið. Þá bar ákærði að hann hefði í tengslum við það spurt hvort hann mætti sofa hjá brotaþola. Spurður hvort eitthvað í hegðun hen nar hefði gefið honum tilefni til að i sinni ætlað að vita hvað hann 10 Ákærði hefur samkvæmt framansögðu játað þá háttsemi að berhátta sig og leggjast nakinn upp í rúm til brotaþola í tengslum við að hann nuddaði á henni bakið. Af framburði beggja verður jafnframt ráðið að sú háttsemi ákærða hafi sprottið af kynferðislegum áhuga hans á brotaþola. Hún hafi legið á maganum er ákærði afklæddist, og því ekki séð það gerast. Á ákærða og brotaþola er 24 ára aldursmunur en hún var undirmaður hans og hafði aðeins þekkt hann í um það bil sólarhring þegar framangreindir atburðir áttu sér stað. Í því ljósi verður metinn trúverðugur sá 3 framburður brotaþola að hún hafi látið undan þrábeiðni ákærða um að fá að nudda á henni bakið en ákærði hefur ekki gefið aðra t rúverðuga skýringu á því að atvik þróuðust með þeim hætti. Í ljósi framangreinds verður talið að ákærða hafi hlotið að vera ljóst að sú háttsemi hans að berhátta sig fyrir aftan brotaþola og leggjast svo nakinn upp í rúm til hennar hafi verið í óþökk henna r og til þess fallin að valda henni ótta. 11 Í ákæru er brot ákærða sem fyrr greinir heimfært til 199. gr. almennra hegningarlaga en þar er lögð refsing við kynferðislegri áreitni sem meðal annars geti falist í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög m eiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta. Í skýringum með 7. gr. í frumvarpi til laga nr. 61/2007, sem varð að 8. gr. laganna og breytti 199. gr. almennra hegningarlaga, er fjallað um neðri mörk kynferðislegrar áreitni samkvæmt framangreindu ákvæ ði og afmörkun þess brots gagnvart brotum gegn blygðunarsemi samkvæmt 209. gr. sömu laga. Þar greinir að hugtakið kynferðisleg áreitni verði ekki einskorðað við líkamlega snertingu en þó falli klúrt orðbragð og einhliða athafnir án líkamlegrar snertingar yfirleitt undir 209. gr. laganna. Eigi það við þegar ekki sé um ítrekaða háttsemi að ræða gagnvart sama einstaklingi. 12 Í ljósi þess að háttsemi ákærða beindist að brotaþola persónulega verður ekki talið að um einhliða athöfn af þeim toga sem vísað er til í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 61/2007 hafi verið að ræða þegar hann afklæddi sig og lagðist upp í rúm til hennar. Verður ákærði því sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni og telst háttsemin réttilega heimfærð til refsiákvæðis í hinum áfrýjaða dóm i, enda var hún sem fyrr greinir til þess fallin að valda brotaþola ótta. 13 Á kærða er einnig gefið að sök að hafa ítrekað boðið brotaþola áfengi. Í ákæru er hann með þessu talinn hafa brotið gegn 18. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998 en þar segir að óheimilt sé að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal í ákæru greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er sem ákært er út af, heiti brots að lögum og aðra skilgreiningu á því. Verður ákæra að leggja fullnægjandi grundvöll að máli þannig að fella megi dóm á það samkvæmt því sem í henni segir enda verður ákærði ekki dæmdur fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laganna. Í ákæru er samkvæmt framangreindu ekki lýst háttsemi sem svarar til þess verknaðar að veita eða afhenda ungmenni áfengi og verður þessu ákæruatriði því vísað frá héraðsdómi. 14 Samkvæmt sakavottorði var ákærði sakfelldur fyrir brot gegn 225. gr. almennra hegningarlaga árið 1991. Ákærði var 42 ára er brot það er mál þetta varðar var framið en brotaþoli 18 ára. Hún var þá nýráðin til starfa og stödd ein með ákærða á gi stiheimili sem hann rak á afskekktum stað. Ákærði braut gegn mikilvægum hagsmunum brotaþola og þeim trúnaðarskyldum sem hann bar gagnvart henni við 4 framangreindar aðstæður. Er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði en rétt þykir að binda han a skilorði eins og í dómsorði greinir. 15 Brotaþoli krefst miskabóta að fjárhæð 1.500.000 krónur. Brot það sem ákærði er sakfelldur fyrir var til þess fallið að valda henni miska. Á brotaþoli rétt á miskabótum úr hendi ákærða, sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaða bótalaga nr. 50/1993, sem þykja hæfilega ákveðnar 350.000 krónur og bera þær vexti eins og nánar greinir í dómsorði. 16 Þá krefst brotaþoli bóta vegna fjártjóns í formi missis tekna af þriggja mánaða sumarvinnu hjá ákærða. Er á því byggt að laun hennar hafi á tt að nema 300.000 krónum á mánuði og nemi heildarkrafan, að viðbættum orlofsgreiðslum, 991.530 krónum. Samkvæmt framburði ákærða fyrir héraðsdómi hafði hann kynnt brotaþola að lágmarkskaup samkvæmt kjarasamningi væri 260.000 krónur á mánuði en ekki hafi b einlínis verið búið að fastsetja kjör og ráðningartíma. Enginn skriflegur ráðningarsamningur liggur fyrir í málinu. Brotaþoli hefur ekki leitast við að færa sönnur á þessa kröfu sína með framlagningu gagna eða með því að beina því til dómara að tilteknar s purningar verði lagðar fyrir ákærða, vitni eða brotaþola um atriði sem sérstaklega varða kröfuna, sbr. 1. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Er því meðal annars óljóst hvort brotaþoli var ráðin til stafa hjá ákærða persónulega eða hjá félagi á hans vegum. Þyk ir krafa brotaþola um bætur fyrir fjártjón svo vanreifuð að ekki verður hjá því komist að vísa henni frá héraðsdómi af sjálfsdáðum. 17 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað verða staðfest að því frátöldu að ákærða verður ekki gert að greiða útlagðan sakar kostnað ákæruvalds að fjárhæð 22.000 krónur sem mun til kominn vegna uppritunar skýrslu sem brotaþoli gaf hjá lögreglu undir rannsókn málsins. 18 Ákærði verður dæmdur til að greiða helming áfrýjunarkostnaðar málsins, sem er í heild 1.186.088 krónur, þar með t alin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola , sem ákveð ast a ð meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir . A ð öðru leyti greiðist áfrýjunarkostnaður úr ríkissjóði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsd ómi að því er varðar þær sakargiftir á hendur ákærða, Elvari Daða Guðjónssyni, að hafa brotið gegn 18. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Ákærði s æti fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Kröfu brotaþola, A , um bætur vegna fjártjóns er vísað frá héraðs dómi. Ákærði greiði brotaþola 350.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. maí 2016 til 1. ágúst sama ár, 5 en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um sakarkostnað að því frátöldu að ákærða verður ekki gert að greiða útlagðan kostnað ákæruvalds að fjárhæð 22.000 krónur. Ákærði greiði helming áfrýjunarkostnaðar, sem í heild er 1.186.088 krónur , þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns , Gests Jónssonar lögmanns , 900.000 krón ur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Páls Rúnars M. Kristjánssonar lögmanns, 250.000 kr ó nur. Að öðru leyti greiðist áfrýjunarkostnaður úr ríkissjóði. Dómur H éraðsdóms Norðurlands eystra mánudaginn 11. júní 2018. Mál þetta, sem dómtekið var miðvikudaginn 25. apríl sl., er höfðað með ákæru Héraðssaksóknara á hendur 18 ára, að heimili hans að , að kvöldi miðvikudagsins 25. maí og aðfaranótt fimmtudagsins 26. maí 2016, en A hóf sumarstarf hjá ákærða 25. maí og dvaldi einsömul hjá honum. Ákærði bauð A ítrekað áfengi, talaði við hana á kynferðislegum nótum, meðal annars að hann væri með standpínu, sagði ítrekað að hann ætlaði að nudda hana sem hún neitaði uns hún lét undan. Þá nuddaði ákærði á henni bert bakið en hún lá á maganum og dró hann buxur hen nar niður en hún togaði þær upp, afklæddi hann sig og lagðist nakinn upp í rúm til hennar, tók í hönd hennar og reyndi að setja hana á getnaðarlim hans en hún kippti hendinni að sér. Háttsemi ákærða olli A ótta, hringdi hún eftir aðstoð og forðaðist ákærða uns lögregla Í ákæru er háttsemi þessi talin varða við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 18. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Þess er kafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar kostnaðar. A krefst þess í málinu að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 2.491.530 krónur, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. maí 2016 til þess dags er mánuður er liðinn frá dagsetningu bótakröf unnar og dráttarvaxta samkvæmt 9. gr., sbr. III. kafla sömu laga til greiðsludags. Ákærði krefst sýknu af refsikröfu og að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi en hann ella sýknaður af henni en að því frágengnu að krafan sæti lækkun. I Málavextir eru þe ir að A, sem hér eftir verður nefnd brotaþoli, réði sig til starfa á gistiheimili ákærða að . Sótti ákærði brotaþola til Akureyrar og ók henni að og komu þau þar að kvöldi 24. maí 2016. Brotaþoli fékk þar úthlutað herbergi og mun hafa farið snemma a ð sofa. Að morgni 25. maí tók brotaþoli til starfa og hún og ákærði unnu saman að ýmsum verkefnum yfir daginn. Nokkrir ferðamenn voru í gistingu á gistiheimilinu þennan dag en þeir gistu í annarri byggingu. Herbergi ákærða var í sömu byggingu og herbergi b rotaþola, en þar er einnig móttaka gistiheimilisins. Ákærði kvað í skýrslu sinni að hann og brotaþoli hafi unnið saman þennan dag við að þrífa og búa um og fleira, en þau hafi verið einu starfsmennirnir. Í lok vinnudags hafi þau fengið sér að borða og hafi svo sest við eldhúsborð að tala saman um hitt og þetta. Hann kvaðst hafa verið búinn að fá sér einn eða tvo bjóra en neitaði að hafa boðið brotaþola áfengi. Þá kom fram að hann hafi spurt brotaþola um það hvað henni fyndist um að stelpur væru að selja sig og henni hefi ekki þótt neitt athugavert við það. Hann kvað þau meira og minna hafa verið við eldhúsborðið. Hann kvaðst ekki hafa talað við brotaþola á kynferðislegum nótum og að hann hafi ekki sagt henni að hann væri með standpínu eins og sagt sé í ákæru . Hann hafnaði því að hann hefði verið með e - pillu og boðið brotaþola. Þetta hefði verið verkjatafla sem 6 hann hefði sagt henni að væri e - pilla í einhverjum fíflagangi. Kvaðst ákærði ekki geta útskýrt það fyllilega hvað hann hafi verið að meina með þessu ne ma ef vera kynni að athuga hvaða afstöðu brotaþoli hefði til eiturlyfja. Ákærði kvaðst ekki hafa verið mjög ölvaður. Ákærði kvaðst ekki muna vel hvernig aðdragandi þess hafi verið að hann færi að nudda brotaþola, en hún hafi gengið inn í herbergi hans og f arið úr að ofan og því skyni að láta nudda sig. Hann kvað engum þrýstingi hafa verið beitt. Ákærði kveðst hafa nuddað bert bakið á henni en brotaþoli hafi legið á maganum. Hann kvaðst hafa farið úr fötunum og lagst við hliðina á henni. Kvaðst þá hafa spurt brotaþola hvort hann mætti sofa hjá henni og hún hafi svarað því játandi ef hann borgaði henni 500.000 krónur fyrir nýjum brjóstum. Það hafi ekki komið til greina af hálfu ákærða og því hafi þetta ekki náð lengra. Hann neitaði að hafa reynt að setja hönd brotaþola á lim sinn. Brotaþoli hafi yfirgefið herbergið en ákærði hafi klætt sig stuttu síðar. Síðar hafi hann farið að huga að brotaþola og hafi hvatt hana til að koma inn en hún hafi jafnan svarað að hann væri fullur og ætti að fara að sofa. Ákærði kvað st hafa verið sofandi og ekki orðið var við er brotaþoli fór um nóttina. Brotaþoli kveður að þau hafi verið að vinna fram á kvöldið og hafi ákærði boðið henni bjór að drekka. Er þau hafi lokið störfum um kl. 21.30 hafi ákærði síðan boðið brotaþola rauðvín, sem hún hún hafi fyrst hafnað en síðan þegið eitt glas sem hún hafi dreypt á en ekki klárað. Þau hafi síðan verið að tala saman við eldhúsborðið og hafi henni þótt samtalið fljótt verða skrítið eftir að ákærði hafi drukkið nokkur glös. Hann hafi farið að tala frekar skringilega og sagst vera með standpínu og hafi farið að tala um konur sem séu að selja sig og segi svo við hana að ef hún myndi sofa hjá honum myndi hann borga henni 500.000 krónur. Hann fari svo að spyrja hana út í eitthvað dóp og hann hafi s vo byrjað að ota að henni töflu sem hann hafi sagt vera exstacy og hvatt hana til að taka töfluna. Hún hafi þóst taka bita af töflunni en hafi síðan spýtt bitanum út úr sér. Hann hafi tekið afganginn af töflunni. Ákærði hafi síðan tekið í hönd hennar og ha fi beðið um að fá að nudda hana en hún hafi neitað. Hann hafi haldið áfram að ganga á hana um að fá að nudda hana og hún kvaðst hafa á endanum sagt að hann mætti nudda hana í smá stund. Hún hafi farið inn í herbergi og dregið upp peysuna sem hún var í og hann hafi dregið fram lavanderolíu og byrjað að nudda á henni bakið þar sem hún lá á maganum á rúminu. Hann hafi nuddað smá stund en síðan hafi þá hafi ákærði verið nakinn fyrir aftan hana. Þá hafi hann tekið höndina á henni og reynt að setja á tippið á sér en hún hafi kippt að sér hendinni og hlaupið út. Hún hafi farið í herbergi sitt til að ná í rafhleðslukubb fyrir símann sinn en hafi síðan hlaupið út úr húsinu og farið inn í skúr sem er á lóðinni. Fyrir liggur að brotaþoli hringdi til móður sinnar í kjölfarið og lýsti því sem fyrir hana hafði komið. Var í kjölfarið leitað aðstoðar lögreglu sem hélt að gistiheimilinu á tveimur lögreglubifreiðum og yfi rgaf brotaþoli húsið er lögregla nálgaðist og gekk til móts við hana. Lögregla ók brotaþola tvínæst til ömmu sinnar, en fyrir liggur að engin vettvangsrannsókn fór fram á gistiheimilinu þarna um nóttina. II Bótakrafa brotaþola er sundurliðuð með þeim hætt i að krafist er 991.530 króna vegna tapaðra vinnutekna og orlofs, sbr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og 1.500.000 króna vegna miska, skv. 26. gr. sömu laga. Er í skriflegri bótakröfu byggt á því að brotaþoli hafi orðið fyrir alvarlegu kynferðisbroti og fólskulegri árás, af hálfu ákærða. Brotið hafi verið framið fjarri mannabyggðum þar sem ákærði hafi nýtt sér stöðu sína gagnvart brotaþola, þá staðreynd að hún hafi ekki getað leitað sér aðstoðar auk þess að gefa henni bæði áfengi og eiturlyf. Brotið hafi verið framið af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi og algerlega af tilefnislausu og hafi haft mikil áhrif á líf brotaþola. Brotið hafi valdið henni kvíða og vanlíðan og hafi hún m.a. leitað aðstoðar hjá Stígamótum vegna afleiðinga brotsins. Miski hennar s é því mikill, sér í lagi vegna ungs aldurs. Tjón hennar liggi ekki endanlega fyrir enda geti liðið langur tími þar til tjónið komi að fullu fram. Bótakrafan byggi á sakarreglunni. Krafan um greiðslu vinnulauna auk orlofs er studd við það að vegna brots ákæ rða hafi brotaþoli orðið af vinnulaunum í því sumarstarfi sem hún hafi verið ráðin til af hálfu ákærða. 7 III Ákæruefni máls þessa lúta í fyrsta lagi að því að ákærði hafi boðið brotaþola áfengi en hún var 18 ára á umræddum tíma. Stendur hér orð gegn orði ákærða og brotaþola. Á hinn bóginn er til þess að líta að ekki liggur fyrir að annað áfengi hafi verið á staðnum en það sem ákærði hafði yfir að ráða og eins kom fram í skýrslu lögreglumanns að áfengislykt hefði verið af brotaþola er hún kom inn í lögreglu bifreið um nóttina. Er það mat dómsins að með þessu sé komin fram lögfull sönnun um að ákærði hafi veitt brotaþola áfengi umrætt kvöld og með því gerst brotlegur við þau ákvæði áfengislaga er vísað er til í ákæru. Í annan stað er ákærði ákærður fyrir kynfe rðislega áreitni með þeim hætti sem nánar greinir í ákæru. Aftur stendur hér orð gegn orði í framburði ákærða og brotaþola en á því tímabili umrædds kvölds sem þeir atburðir áttu sér stað sem ákært er fyrir var brotaþoli ekki í símasambandi við móður sína, þannig að framburður móður brotaþola um orðaskipti hennar við ákærða er ekki til sönnunar varðandi ákæruefni málsins. Ákærði hefur borið að hann hafi fengið heimild brotaþola til að nudda á henni bakið og að hún hafi farið inn í svefnherbergi hans til þe ss og hafi farið úr að ofan. Hann kveðst svo hafa nuddað hana og hafa farið úr fötunum og lagst nakinn við hlið hennar. Þá hafi hann spurt hana hvort hann mætti sofa hjá henni og hún fallist á það gegn greiðslu á 500.000 krónum. Brotaþoli lýsir sömu atburð arás þannig að hún hafi látið undan þrábeiðni ákærða um að fá að nudda hana. Hún hafi lagst í rúmið á magann og hafi dregið upp peysu sína og hann nuddað á henni bert bakið. Svo hafi hann kippt niður um hana buxunum og þá hafi hún tekið aftur upp buxurnar og snúið sér við og ákærði þá verið nakinn. Hann hafi reynt að setja hönd hennar á lim sinn en hún hafi kippt hendinni að sér og hafi flýtt sér út úr herberginu. Að mati dómsins liggur ekki fyrir fullnægjandi sönnun fyrir þeirri verknaðarlýsingu í ákæru að ákærði hafi talað við brotaþola á kynferðislegum nótum og meðal annars sagt að hann væri með standpínu. Á hinn bóginn þykir framburður brotaþola sem fær stuðning um veigamikil atriði í framburði ákærða sjálfs, fela í sér lögfulla sönnun þess að ákærði haf i, eftir að brotaþoli leyfði honum að nudda á sér bakið, afklætt sig að fullu og þetta hafi hann gert án þess að brotaþoli sæi til. Þá þykir það einnig trúverðug skýring brotaþola að hún hafi snúið sér við þar sem ákærði dró niður um hana buxurnar og að þá hafi hún fyrst séð að ákærði var nakinn. Það er mat dómsins að við það að ákærði berháttaði sig fyrir aftan brotaþola, er hann var að nudda á henni bert bakið, hafi hann gerst sekur um brot gegn 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 enda hafi háttse min eins og aðstæður voru verið til þess fallin að valda brotaþola ótta. Með vísan til þess sem að framan greinir verður ákærði sakfelldur fyrir áfengislagabrot það sem honum er gefið að sök í ákæruskjali og þar er réttilega heimfært til refsiákvæða. Jafnframt er ákærði sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni, eins og nánar er lýst hér að framan, með því að hafa nuddað bert bak brotaþola er hún lá á maganum og hafa dregið buxur hennar niður og hafa afklætt sig og lagst nakinn upp í rúm til hennar. Verðu r háttsemin heimfærð til 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hefur ekki sætt refsingum áður svo vitað sé. Við ákvörðun refsingar er einkum litið til þess að brotaþoli er ung að árum og var ráðinn af ákærða til að starfa með honum einum á gi stiheimili sem telja verður afskekkt. Var brotaþola ætlað að búa í herbergi í sama húsi og ákærði hafði herbergi í en enginn annar gisti í því húsi. Var brotaþoli því ein með ákærða, sem var vinnuveitandi hennar og bar því gagnvart henni sérstakar trúnaðar skyldur. Þegar þessar aðstæður eru hafðar í huga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin í einu lagi í samræmi við ákvæði 77. gr. laga nr. 19/1940, fangelsi í tvo mánuði. Ekki þykir ástæða til að skilorðsbinda þá refsingu. Þrátt fyrir að ákærði hefi ekki ver ið sakfelldur fyrir alla þá háttsemi sem í ákæru greinir þykja ekki efni til að skipta sakarkostnaði. Verður ákærði því dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar sem er að fjárhæð 1.575.195 krónur. Eru það málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans að fjárhæð 859. 010 krónur, með virðisaukaskatti og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþola að fjárhæð 553.350 krónur, með virðisaukaskatti auk ferðakostnaðar þess síðarnefnda og vitna, samtals að fjárhæð 140.835 krónur. Að auki ber ákærða að greiða útlagðan sakarko stnað ákæruvalds að fjárhæð 22.000 krónur. Með brotum sínum hefur ákærði valdið brotaþola miska. Við ákvörðun miskabóta verður að líta sömu sjónarmiða og ráða refsiákvörðun. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar með hliðsjón af þessu 500.000 krónur með vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. 8 Brotaþoli krefst einnig vangoldinna vinnulauna í þrjá mánuði. Með hinu refsiverða broti rauf ákærði vinnusamning sinn við brotaþola með saknæmum og ólögmætum hætti. Var henni því rétt að yfirgefa vinnustaðinn og jafnfram t að krefjast launa á uppsagnarfresti án vinnuframlags. Líta verður svo á að brotaþoli hafi verið á reynslutíma og því er fallist á að hún eigi rétt til launa í einn mánuð auk orlofs. Á hinn bóginn verður ekki talið sannað að samist hafi um 300.000 krónur í mánaðarlaun auk orlofs og verður því fallist á þá launafjárhæð sem ákærði sjálfur nefndi sem lágmarkslaun, eða 260.000 krónur, auk orlofs, sem gera samtals 286.442 krónur. Halldór Björnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan kl. 15.00 mánudaginn 11. júní 2018 í dómsal A, Hafnarstræti 107, 4. hæð, Akureyri. Fyrir dómsuppsögu var gætt ákvæða 1. mgr. 184 gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. D ó m s o r ð : Ákærði, Elvar Daði Guðjónsson, sæti fangelsi í tvo mánuði. Ákærði greiði sakarkostnað málsins að fjárhæð 1.575.195 krónur sem eru málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Jóns Stefáns Hjaltalín Einarssonar lögmanns að fjárhæð 859.010 krónur, með virðisaukaskatti og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Páls Rúnars Mikaels Kristjánssonar lögmanns , að fjárhæð 553.350 krónur, með virðisaukaskatti auk ferðakostnaðar þess síðarnefnda og vitna, samtals að fjárhæð 140.835 krónur. Að auki ber ákærða að greiða útlagðan sakarkostnað ákæruvalds að fjárhæð 22.000 krónur. Ákærði greiði A, 786.442 krónur með v öxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá 1. ágúst 2016 til greiðsludags.