LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 30 . nóvember 2018 . Mál nr. 880 /2018: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Súsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X ( Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. B - li ður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/ 2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Hervör Þorva ldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 28. nóvember 2018 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum næsta dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykj aness 26. nóvember 2018, í málinu nr. R - /2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til mánudagsins 17. desember 2018 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/20 08, um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði ú rskurður verði felldur úr gildi en til vara að beitt verði vægara úrræði. Til þrautavara krefst varnaraðili þess að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur krafist þess fyrir dóminum í dag að útlendingur sem kveðst mánudagsins 17. desember 2018, kl. 16:00. Í greinargerð lögreglustjóra segir að l ögreglan hafi haft til rannsóknar mál sem tengist m.a. brotum á almennum hegningarlögum, lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga, m.a. að aðilar einkum sem ríkisborgarar Bretlands, starfi á grundvelli þeirrar kennitölu hér á landi en séu ekki þeir sem þeir segist vera. Við rannsókn málsins hafi lögreglan óskað eftir upplýsingum hjá Þjóðskrá um þau gögn er lágu að baki skráningu kennitölu A, kt. [ að aðilinn væri starfsmaður þess fyrirtækis. Við skoðun á því vegabréfi sem hafi legið til grundvallar skráningunni í Þjóðskrá hafi komið í ljós að vegabréfið hafði verið tilkynnt stolið árið 2014 og að upplýsingar sem það bæri með sér væru ekki þær sömu og um lögmætan handhafa vegabréfsins. Því hafi þótt rökstuddur grunur til að ætla að veg væri ekki sá sem hann segðist vera. Í þágu rannsóknar málsins hafi lögreglumenn farið að vinnustað éfinu auk ökuskírteinis sem hafi borið það með sér að vera útgefið í Bretlandi. Við rannsókn á vegabréfinu hafi það reynst vera breytifalsað og hið framvísaða ökuskírteini grunnfalsað. Útlendingurinn hafi starfað hér á landi Í dómhúsinu, eftir fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfu yfir útlendingnum og úrskurð um Lögreglan hefði upplýsingar um hann því hann hefði komið til Íslands o g sótt um alþjóðlega vernd 15. mars 2017. Þegar flytja hafi átt umsækjandann úr landi, þar sem umsókn hans um alþjóðlega vernd hafði verið hafnað 23. ágúst 2017, hafi hann hins vegar verið horfinn og yfirvöld ekki haft upplýsingar um hann þar til við handt öku 22. október sl. Lögregla hafi staðfest að um sama aðila sé að ræða. hann um margra mánaða skeið og að hafa í fórum sínum og að hafa framvísað fölsuðum skil ríkjum. Rannsókn málsins sé lokið og hafi ákæra verið gefin út í málinu. Kærði sé erlendur ríkisborgari og telur lögregla hættu á að kærði muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar gan gi hann laus meðan mál hans er til meðferðar hjá lögreglu og innan dómskerfisins. Af þessum sökum telur lögregla að skilyrðum b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála sé fullnægt í málinu enda hafi kærði, frá því í ágúst 2017, farið huldu höfði. Með vísan til alls framangreinds, gagna málsins, b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála telur lögreglustjóri nauðsynlegt að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 17. desember 2018, kl. 16:00. Eins og rakið hef ur verið hefur verið gefin út ákæra á hendur kærða fyrir brot sem varða fangelsisrefsingu. Ákæran er í fimm ákæruliðum og er ekki fallist á það með kærða að hann megi gera ráð fyrir 30 daga fangelsi fyrir brot sín. Kærði fór huldu höfði hér á landi um lang an tíma og er fallist á með lögreglustjóra að haldi kærði óskertu frelsi sínu gæti hann komið sér undan málsókn og fullnustu refsingar. Með vísan til b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, er því fallist á kröfu lögreglustjóra eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til mánudagsins 17. desember 2018, kl. 16:00.