LANDSRÉTTUR Dómur föstu daginn 30. nóvember 20 18 . Mál nr. 481/2018: Hol T18 ehf. (Lára V. Júlíusdóttir lögmaður ) gegn Tung Phuong Vu (Guðmundur B. Ólafsson lögmaður ) Lykilorð Frávísun frá Landsrétti. Áfrýjun. Áfrýjunarfrestur . Útdráttur H ehf. áfrýjaði dómi héraðsdóms þar sem félagið var dæmt til að greiða T laun í uppsagnarfresti í kjölfar fyrirvaralausrar uppsagnar T úr starfi hjá H ehf. Málinu var vísað frá Landsrétti þar sem því hafði ekki verið áfrýjað innan fjögurra vikna frests frá uppkvaðningu héraðsdóms samkvæmt 1. mgr. 153. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ragnheiður Bragadóttir, Sigurður Tómas Magnússon og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 7 . júní 2018 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 9. maí 2018 í málinu nr. E - /2017. 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að héraðsdómi verði hrundið og að áfrýjandi verði sýknaður af öllum kröfum stefnda , en t il vara að krafa stefnda verði lækkuð verulega. Þá k refst áfrýjandi málskostnað ar í hérað i og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar héraðsd óms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Samkvæmt 1. mgr. 153. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður dómi áfrýjað til æðri dóms innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu hans. Héraðsdómur var kveðinn upp 9. maí 2018 en málinu ekki áfrýjað fyrr en 7. júní 2018. Áfrýjunarfrestur var þá liðinn. Verður málinu samkvæmt þessu vísað frá Landsrétti. 5 Samkvæmt 2. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 verður áfrýjanda gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. 2 Dóms orð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Áfrýjandi, Hol T18 ehf., greiði stefnda, Tung Phuong Vu , 500.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, miðvikudaginn 9. maí 2018 Mál þetta, sem dómtekið var 11. apríl 2018, var höfðað 28. júní 2017 af hálfu Tung Phuong Vu , Úlfarsbraut 52, Reykjavík, á hendur Hol T18 ehf., með starfstöð við Tryggvagötu í Reykjavík, til greiðslu launa og orlofs. Fyrirsvarsmaður stefnda er Klaas Jacob Hol, Groen18, 666 Pl., Hollandi. Endanleg dómkrafa stefnanda er að hann krefst þess að stefn di greiði honum 1.965.688 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 af 298.556 krónum frá 1. október 2016 til 1. nóvember 2016 og frá þeim degi af 800.272 krónum til 1. desember 2016 og frá þeim degi af 1.328.430 krónum til 1. janúar 2017 og frá þeim degi af 1.965.688 krónum til greiðsludags. Þess er krafist, að dráttarvextir leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 1. október 2017. Krafist er málskostnaðar samkvæmt mati dómsins og dráttarvaxta af málsko stnaði frá 15. degi eftir uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Einnig er krafist virðisauka af málskostnaði þar sem stefnandi er ekki virðisaukaskattsskyldur. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Til vara krefst ste fndi þess að krafa stefnanda verði lækkuð verulega. Þá er þess krafist í báðum tilvikum að stefnandi verði dæmdur til greiðslu alls málskostnaðar samkvæmt mati dómsins. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Stefndi rekur hótelið Black Pearl við Tryggvagöt u í Reykjavík og var stefnandi í árslok 2014 ráðinn til starfa í gestamóttöku þar í fullt starf frá 1. febrúar 2015. Aðilar gerðu nýjan ótímabundinn ráðningarsamning 17. ágúst 2015. Stefnanda var afhent uppsagnarbréf fyrirvaralaust 12. september 2016 og ge rt að hætta störfum þegar í stað. Ágreiningur aðila málsins snýst um uppgjör launa við starfslok stefnanda. Stefnandi leitaði til stéttarfélags síns (VR) og sendi sérfræðingur á kjaramálasviði VR bréf til stefnda 21. september 2016. Þar kom fram að þær ást æður sem nefndar voru í uppsagnarbréfi réttlættu ekki fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi. Uppsagnarfrestur launþegans samkvæmt kjarasamningi miðist við mánaðamót og sé þrír mánuðir, í þessu tilviki október, nóvember og desember 2016. Áskilinn var réttu r til bóta í uppsagnarfresti í samræmi við kjarasamning yrði ekki gert upp við launþegann með hefðbundnum hætti vegna þessa tímabils. Í svarbréfi lögmanns stefnda 5. október 2016 kom fram að stefnandi hefði með háttsemi sinni gengið gegn ákvæði í ráðningar samningi um skuldbindingu starfsmanns til að tileinka vinnuveitanda fullan vinnutíma sinn, athygli og framlag og hefði auk þess rofið trúnað við vinnuveitanda með alvarlegum hætti. Nánar segir í bréfinu að samstarfsmaður stefnanda hafi í ágúst 2016 orðið þ ess áskynja að stefnandi væri að nota annað tölvupóstfang en vinnupóstfang á vöktum sínum hjá stefnda til að skiptast á skeytum við ferðaþjónustufyrirtækið Tripical. Samstarfsmaðurinn hafi tilkynnt um samskiptin þegar í stað. Tripical sé stýrt af Joost Haa ndrikman, fyrrverandi stjórnarmanni hjá Black Pearl hóteli, en öllum starfsmönnum Black Pearl hótels hefði verið gert ljóst að fyrirtækið vildi hvorki skipta við hann né fyrirtækið Tripical. Vinnuveitandi hafi síðan aflað gagna sem sýni með skýrum hætti að stefnandi hafi ítrekað sinnt erindum fyrir Tripical meðan hann hafi verið á vöktum hjá stefnda. Hann hafi tekið að sér milligöngu um að útvega ferðamönnum gistingu á undirverði hjá samkeppnisaðilum vinnuveitanda síns. 3 Með bréfi VR 31. október 2016 var ful lyrðingum lögmanns stefnda mótmælt og ítrekuð krafa um laun í uppsagnarfresti. Í svarbréfi lögmanns stefnda 9. nóvember s.á. kom fram að stefnandi hefði notað eigin farsíma og tölvu í móttökunni og áréttað var að hann hefði notað tölvupóstfang tengt fyrrve randi framkvæmdastjóra hjá stefnda, sem eigandi stefnda kærði sig ekki um nein viðskiptatengsl við. Stefnandi hefði ekki farið að leiðbeiningum um hvert beina ætti gestum þegar hótelið væri fullbókað. Hann hefði falast eftir því að fá að taka þóknun fyrir bókanir sem hann útvegaði og því að bjóða gestum leigubílaþjónustu, en þessu hefði verið hafnað. Stefnandi hafi kynnt sig sem ferðasérfræðing og sjálfstætt starfandi ferðaráðgjafa á internetinu. Háttsemi stefnanda feli í sér svo alvarleg trúnaðarbrot gagnv art vinnuveitanda að það réttlæti fyrirvaralausa riftun á ráðningarsamningi. Með svarbréfi sérfræðings á kjaramálasviði VR til stefnda 4. janúar 2017 var ástæðum stefnda fyrir fyrirvaralausri uppsögn vísað á bug og gerð krafa um laun á uppsagnarfresti sam kvæmt kjarasamningi. Í bréfinu kom fram að netsíður sem stefndi vísaði til, þar sem stefnandi veitti almennar upplýsingar um Ísland, væru áhugamál hans sem hann hefði engar tekjur af og væru stefnda óviðkomandi. Fyrirspurnir til vinnuveitanda um þóknanir e ða umboðslaun réttlæti ekki fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi. Krafa stefnanda, sem ítrekuð var í bréfi lögmanns hans til stefnda 14. febrúar 2017, hefur ekki verið greidd og er málið höfðað til innheimtu hennar. Við aðalmeðferð málsins kom stefnandi fyrir dóm og gaf skýrslu og einnig Klaas Jacob Hol, fyrirsvarsmaður stefnda. Þá gáfu skýrslur vitnin Joost Haandrikman, fyrrverandi hótelstjóri Black Pearl, Elisabeth Gerlene Ruinard , fulltrúi eiganda stefnda, Daníel Roche Anítuson , hótelstjóri Black Pearl , Manuela Cristina Marques Dos Santos , fyrrverandi samstarfskona stefnanda á Black Pearl, Heimir Lárusson Fjeldsted leigubílstjóri og Marc Koolen, kunningi fyrirsvarsmanns stefnda. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi hafi starfað í gestamóttöku og s innt störfum sínum af alúð. Hann hafi reynt að leysa úr vanda þeirra gesta sem ekki hafi verið hægt að veita gistingu hjá stefnda. Það sé alrangt að hann hafi vísað gestum frá þó að laust hafi verið hjá stefnda. Stefnandi hafi mikinn áhuga á ferðamálum og hafi stofnað vefsíðu þar sem hann hafi veitt almennar upplýsingar til ferðamanna. Stefnandi hafi engar tekjur af þessu áhugamáli sínu og séu þær upplýsingar sem hann gefi ekki í neinni samkeppni við stefnanda. Þá eigi stefnandi ekki í neinu viðskiptasamban di við fyrrum yfirmann sinn. Ásakanir stefnda eigi ekki við nein rök að styðjast og sé þeim vísað á bug, auk þess sem þær geti aldrei réttlætt fyrirvaralausa uppsögn. Stefnandi hafi aldrei fengið áminningu vegna starfa sinna, en það sé grunnforsenda fyrir því að hægt sé að segja starfsmanni upp fyrirvaralaust vegna brota í starfi. Stefndi vísi til þess að í ákvæði 2.3 í ráðningarsamningi aðila segi í lauslegri þýðingu að stefnandi verði að helga vinnuveitanda sínum allan sinn tíma, og sé honum óheimilt að vinna beint eða óbeint fyrir aðra eða veita ráðgjöf í viðskiptum án skriflegs samþykkis stefnda, óháð því hvort stefnandi fái greitt fyrir slíka vinnu. Svo virðist sem stefndi túlki ákvæðið svo að stefnandi hafi ekki mátt gera neitt i nnan sem utan vinnutíma án skriflegs samþykkis vinnuveitanda síns. Svo víðtæk túlkun standist ekki. Ákvæðið fæli þá ekki einungis í sér takmörkun á stjórnarskrárvörðum réttindum til atvinnufrelsis, sbr. 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr . 33/1944, heldur einnig takmörkun á að sinna áhugamálum, er m.a. tengist ferðaþjónustu. Ákvæðið túlkað með þessum hætti sé bersýnilega ósanngjarnt, og það sé gert við aðstæður þar sem halli verulega á stefnanda. Það sé því óskuldbindandi fyrir hann og ber i að víkja því til hliðar á grundvelli 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936. Ákvæði um trúnaðarskyldur við vinnuveitanda takmarkist við hagsmuni vinnuveitanda, en það sé vinnuveitanda óviðkomandi hvað stefnandi geri í frítím a og séu slíkar skuldbindingar í ráðningarsamningi ólögmætar. Stefnandi hafni öllum ásökunum stefnda um að hegðun hans og athafnir hafi falið í sér alvarlegt brot 4 samkvæmt grein 2.3 í ráðningarsamningi. Þær réttlæti ekki fyrirvaralausa brottvikningu úr sta rfi og eigi hann því rétt á launum í uppsagnarfresti samkvæmt kjarasamningi VR og SA sem gildi frá 1. maí 2015. Stefnandi krefjist vangoldinna launa. Hann hafi einungis fengin greidd 62% af mánaðarlaunum samkvæmt launaseðli fyrir september 2016, en uppsaf nað orlof og hlutfall orlofs - og desemberuppbótar hafi verið gert upp að mestu. Launatímabil fyrirtækisins sé 26. til 25. hvers mánaðar. Stefndi hafi vangreitt 37,2% af launum fyrir launatímabilið 26. ágúst til 25. september 2016 eða 173.348 krónur, auk 17 klukkustunda vegna vaktaálags, sem sé 1.219 krónur á tímann eða samtals 20.865 krónur (17x1.219). Vaktaálagið í 17 klukkustundir sé meðalvaktaálag tímabilsins júní, júlí og ágúst 2016, sem verið hafi 51 klukkustund samkvæmt launaseðlum. Vegna september va nti fimm virka daga, eða þrjár vaktir. Bætist 92.153 krónur við kröfuna, auk 10 klukkustunda vaktaálags á 1.219 krónur á tímann, eða samtals 12.190 krónur (10x1.219). Gerð sé krafa um 465.989 króna laun á mánuði í uppsagnarfresti, sem séu þrír mánuðir, okt óber, nóvember og desember, auk vaktaálags fyrir hvern mánuð, 51 klukkustund með 45% álagi á 1.219 krónur hver klukkustund, samtals 62.169 krónur (51x1.219). Einnig sé krafist 10,17% orlofs á laun í uppsagnarfresti, alls 161.141 króna á þriðja mánuði í upp sagnarfresti. Desemberuppbót hafi verið gerð upp. Full áunnin orlofsuppbót eigi að vera 36.167 krónur, en greiddar hafi verið 20.571 króna af henni og sé mismunur á orlofsuppbót 15.596 krónur. Krafan sundurliðist þannig: Vangreidd laun í september 37,2% 1 73.348 kr. Vangreidd laun fyrir 26. 30. september 2016 92.153 kr. Vaktaálag fyrir september 2016 20.865 kr. Vaktaálag 26. 30. september 2016 12.190 kr. Laun á uppsagnarfresti í október 2016 465.989 kr. Vaktaálag á uppsagnarfresti í október 2016 62.169 kr. Laun á uppsagnarfresti í nóvember 2016 465.989 kr. Vaktaálag á uppsagnarfresti í nóvember 2016 62.169 kr. Orlof á útistandandi laun í september 2016 30.363 kr. Laun á uppsagnarfresti í desember 2016 465.989 kr. Vaktaálag á uppsagnarfrest i í desember 2016 62.169 kr. Orlof á laun í uppsagnarfresti (10,17%) 161.141 kr. Mismunur á orlofsuppbót 2017 15.596 kr. Höfuðstóll 2.090.130 kr. Við meðferð málsins voru lögð fram gögn um tekjur stefnanda í október 2016, 26.442 krónur, og í desember s.á., 98.000 krónur, samtals 124.442 krónur. Við aðalmeðferð málsins lækkaði stefnandi kröfu sína um laun í þessum mánuðum uppsagnarfrestsins sem þessu nemur og er endanlegur höfuðstóll dómkröfunnar 1.965.688 krónur . Samkvæmt grein 1.9 í kjarasamningi VR og SA eigi laun að greiðast fyrsta dag eftir lok þess mánaðar sem laun séu greidd fyrir. Að auki skuli vinnuveitandi greiða áunnið orlof til launþega vi ð lok ráðningarsambands samkvæmt 8. gr. orlofslaga nr. 30/1986. Innheimtutilraunir með bréfi frá VR 4. janúar 2017, og ítrekunarbréfi frá lögmanni 14. febrúar 2017, hafi reynst árangurslausar og sé málshöfðun því nauðsynleg. Kröfur stefnanda séu samkvæmt l ögum og kjarasamningum og styðjist við lög nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups, lög nr. 55/1980 um lágmarkskjör o.fl., lög nr. 30/1987 um orlof, meginreglur kröfuréttar, meginreglur vinnuréttar, kjarasamninga VR og 5 vinnuveitenda og bókanir sem teljist hluti kjarasamninga. Kröfur um dráttarvexti og vaxtavexti styðji stefnandi við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Kröfur um málskostnað styðji stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 129. gr., 4. tl., um vexti af málskostnaði. Einnig sé krafi st virðisaukaskatts af málskostnaði þar sem stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggi sýknukröfu sína á því að honum hafi verið heimilt að segja stefnanda upp störfum án fyrirvara með þeim hætti sem gert hafi verið í september 2016. Að íslenskum vinnurétti sé vinnuveitanda heimilt að rifta ráðningarsamningi án fyrirvara og án þess að starfsmanni hafi verið veitt áminning eða aðvörun hafi starfsmaður brotið verulega gegn ráðningarsamningi. Háttsemi stefnanda hafi falið í sér svo alvarlegar vanefndir að réttlæti fyrirvaralausa riftun á samningnum. Til þessa liggi bæði brot stefna nda gegn skýrum ákvæðum í ráðningarsamningi og trúnaðarbrot gagnvart stefnda. Í ráðningarsamningi, sem starfsmaðurinn hafi undirritað á ensku, segi í ákvæði 2.3: ss. Ákvæðið megi íslenska svo að starfsmaður skuldbindi sig til að tileinka vinnuveitanda óskiptan vinnutíma sinn, athygli og framlag. Í samningnum sé með öðrum orðum gerður sá fyrirvari að starfsmaðurinn sinni ekki störfum fyrir aðra aðila á vinnutíma. L jóst sé að starfsmaðurinn hafi vanefnt þetta ákvæði ráðningarsamningsins þar sem hann hafi sinnt eigin félögum á vinnutíma. Stefnandi hafi boðið ferðamönnum upp á móttökuþjónustu á netinu og kynni sig á netinu sem meðeiganda í fyrirtækinu Give me Iceland, stofnanda Rock Iceland og sem sjálfstætt starfandi ferðaráðgjafa. Upplýst sé að stefnandi hafi rekið skutluþjónustu frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og átt í samskiptum við gesti á landinu sem slíkur. Með þessu hafi hann verið í samkeppni við stefn da, sem ráðið hafi starfsmann til að ferja hótelgesti til og frá hótelinu og hafi haft af því tekjur. Feli það í sér skýrt brot á fyrrnefndu ákvæði í ráðningarsamningi. Það gefi auga leið að starfsmaður sem sinni eigin félögum í gróðatilgangi á vinnutíma g eti ekki samtímis tileinkað vinnuveitanda óskipta athygli sína eða framlag. Því sé haldið fram í stefnu að ákvæðið feli í sér að stefnandi hafi ekki mátt gera neitt innan sem utan vinnutíma án skriflegs samþykkis vinnuveitanda. Ákvæðinu beri að víkja til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 þar sem það sé bersýnilega ósanngjarnt. Stefndi hafni þeirri túlkun. Athafnafrelsi stefnanda hafi ekki verið skert með neinum þeim hætti sem teljist ósanngjarnt í ráðningarsamningi. Stefndi hafi gert sjálfsagða k röfu um að stefnandi sinnti ekki störfum fyrir aðra aðila í samkeppni við stefnda á vinnutíma, hvort sem þar væri um að ræða eigin rekstur eða störf fyrir samkeppnisaðila. Ekki sé um ósanngjarna kröfu að ræða sem gæti með nokkrum hætti leitt til ógildingar á ákvæðinu með vísan til 36. gr. samningalaga. Stefnandi hafi brotið gegn skýrum fyrirmælum í ráðningarsamningi með því að sinna erindum fyrir Tripical. Stefnandi hafi ekki þrætt fyrir að hafa verið í samskiptum við Joost Haandrikman, starfsmann fyrirtæki sins. Óviðunandi hagsmunaárekstur hafi með þessu orðið í störfum stefnanda þar sem hann hafi sinnt störfum fyrir stefnda jafnframt því að starfa í þágu framkvæmdastjórans fyrrverandi. Þar sem stefnandi hafi vanefnt ráðningarsamning aðila með þessum hætti h afi stefnda verið rétt að rifta honum. Auk þess að brjóta gegn skyldum samkvæmt ráðningarsamningi aðila hafi háttsemi stefnanda falið í sér stórkostlegan trúnaðarbrest gagnvart vinnuveitanda. Að íslenskum rétti gildi meginreglan um heimild vinnuveitanda t il fyrirvaralausrar riftunar á ráðningarsamningi vanefni starfsmaður samning verulega. Meðal verulegra vanefnda starfsmanns á ráðningarsamningi teljist að viðkomandi rjúfi trúnað við vinnuveitanda. Framlögð gögn sýni að stefnandi hafi sent viðskiptavini á braut þótt íbúðir væru lausar hjá stefnda og að stefnandi hafi sinnt verkefnum fyrir Tripical og jafnframt eigin verkefnum á vinnutíma hjá stefnda. Hjá stefnda gildi sú venja að bjóða aðra gistimöguleika sé hótelið fullbókað. Þá sé byrjað á íbúðum í sömu 6 fasteign í eigu annarra aðila en annars leitað eftir gistirými í Reykjavík í gegnum ferðaskrifstofur og fylgst með umsögnum um þá staði sem bent sé á á Trip Advisor. Stefnandi hafi ekki farið eftir þessum leiðbeiningum við vinnu sína fyrir stefnda heldur h afi hann sent hótelgesti beint á Tripical. Þetta hafi gerst jafnvel þótt hótel stefnda væri ekki fullbókað. Starfsmaðurinn hafi jafnframt sent lista með upplýsingum um gesti hótelsins á eigið tölvupóstfang, í andstöðu við skýr ákvæði í ráðningarsamningi. H áttsemi stefnanda, sem hann hafi eftir fremsta megni reynt að halda leyndri fyrir stefnda, hafi verið ósamrýmanleg þeim trúnaðarskyldum sem hann hafi borið í ráðningarsambandi. Hún feli í sér svo alvarleg trúnaðarbrot gagnvart vinnuveitanda að réttlæti fyr irvaralausa riftun á ráðningarsamningi, ekki síst að teknu tilliti til þess að í krafti stöðu sinnar hafi stefnandi haft aðgang að viðkvæmum upplýsingum um verðskrár og gesti hjá stefnda, sem hann hafi látið senda á persónulegt netfang sitt. Stefnandi hafi lagt drög að frekari samkeppni við stefnda á vinnutíma, þó að honum hafi strax við undirritun ráðningarsamnings verið gert ljóst að trúnaðarbrot fælu í sér verulega vanefnd á ráðningarsamningi, sbr. ákvæði 9.4 í samningnum sjálfum. Þar segi: Breach of th is confidentiality clause will be considered a material breach of your obligations under this employment contract with consequences for the employment. Í ljósi verulegra vanefnda á ráðningarsamningi hafi uppsögn án fyrirvara verið fyllilega lögmæt og réttl ætanleg. Stefnandi krefjist launa á þriggja mánaða tímabili úr hendi stefnda, en launagreiðslur annars staðar frá á tímabilinu eigi að koma til frádráttar. Stefndi skoraði í greinargerð á stefnanda að leggja fram gögn um tekjur hans á tímabilinu frá októ ber til desember 2016. Það hefur stefnandi gert, svo sem að framan greinir, og dregið þær greiðslur frá stefnukröfu sinni. Krafa um greiðslu málskostnaðar sé byggð á 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Um lagarök vísi stefndi til meginreglna sa mninga - og vinnuréttar. Niðurstaða Í máli þessu krefst stefnandi launa í uppsagnarfresti í kjölfar fyrirvaralausrar uppsagnar starfs hjá stefnda. Stefnandi hóf störf hjá stefnda 1. febrúar 2015 í gestamóttöku. Endurnýjaður ráðningarsamningur hans frá 17. ágúst 2015 er meðal gagna málsins og skyldi sá samningur gilda frá og með 1. ágúst 2015. Stefnandi var samkvæmt honum ráðinn sem markaðsstjóri Black Pearl með áherslu á Asíumarkaðinn og heyrði undir hótelstjórann, en óumdeilt er að hann starfaði áfram í ge stamóttöku hótelsins. Samkvæmt því sem fram kom fyrir dóminum var Joost Haandrikman þá hótelstjóri á Black Pearl, en hann lét af því starfi í desember 2015 og starfaði eftir það hjá ferðaskrifstofunni Tripical. Í grein 2.3 í ráðningarsamningi stefnanda frá 17. uppsögn stefnanda voru ástæður uppsagnar sagðar vera þær að stefnandi hefði vanefnt þetta samningsákvæði og að hann hefði brotið gegn trúnaðarskyldu gagnvart vinnuveitanda. Í framburði Klaas Jacob Hol, eiganda stefnda, kom fram að hann hefði gert stefnanda ljóst þegar hann var ráðinn til starfa að ætlast væri til þess að hann ynni fyrir stefnda og engan annan. Þetta hafi allir starfsmenn hans vitað o g að starfsmenn sem færu ekki að því yrðu látnir fara. Þá hafi starfsmönnum verið ljóst að og vitna sem stefndi kallaði fyrir dóminn kom fram að stefnanda hefði, eins og öðrum starfsmönnum, verið gert ljóst að eigandinn kærði sig ekki um að starfsmenn hefðu viðskiptaleg samskipti við fyrrum hótelstjórann, vitnið Joost Haandrikman, eftir að hann lét af störfum hjá stefnda í árslok 2015 og hóf störf hjá Tripical. Fram kom fyrir dóminum að vitnið Daníel 7 Roche hefði þá tekið við starfi hótelstjóra af Joost, en Daníel hafði áður verið samstarfsmaður stefnanda í gestamóttöku hótelsins. Samkvæmt frambur ði eigandans og vitnanna Elisabeth Ruinard , Daníels Roche og Manuelu Santos voru atburðir sem leiddu til uppsagnar stefnanda þeir að Manuela, sem var yfirmaður ræstinga hjá stefnda, hafði í ágúst 2016 fyrir tilviljun séð á tölvuskjá einkatölvu stefnanda tö lvupóst til Joost á Tripical og að efni tölvupóstsins var bókanir. Hún upplýsti hótelstjórann Daníel um þetta og kvaðst hafa gert það vegna þess að þetta væru ekki rétt vinnubrögð þar sem bann hefði verið lagt við viðskiptasambandi við Joost. Daníel mun ha fa upplýst Elisabeth, fulltrúa eiganda, um þetta og hún upplýst eigandann, Klaas Hol. Eigandinn fengið kunningja sinn, vitnið Marc Koolen, til þess að hr ingja á hótelið og spyrjast fyrir um gistingu þegar Þegar hann fékk þær upplýsingar frá kunningjanum að honum hefði verið vísað á Joost Haandrik man hefði hann ákveðið að fara sjálfur til Íslands til að reka stefnanda. Vitnið Marc Koolen skýrði á hinn bóginn svo frá að hann hefði hringt á hótelið að beiðni eigandans til að spyrjast fyrir um verð á gistingu. Stefnandi hafi orðið fyrir svörum og hafi gefið upp verð sem vitnið kvaðst hafa sagt að væri of hátt fyrir hann. Ekki hefði komið til tals að hótelið væri fullt. Vitnið hefði spurt um aðra möguleika og þá hefði stefnandi með tölvupósti komið honum í samband við Elísabetu Agnarsdóttur, framkvæmdas tjóra Tripical. Í framhaldi af því hefði hann verið í samskiptum við starfsmann Tripical, Joost Haandrikman, sem gert hefði honum tilboð um ódýrari gistingu. Í gögnum málsins sést að stefnandi vísaði vitninu til Elísabetar og fyrir liggja samskipti milli v itnisins og Joost á hollensku. Gögn málsins, sem reyndar hafa ekki öll verið þýdd á íslensku, sýna ekki fram á að stefnandi hafi sent á braut viðskiptavini sem vildu bóka gistingu hjá stefnda þegar íbúðir þar væru lausar. Engin gögn er að sjá um ráðgjöf st efnanda um gistingu hjá samkeppnisaðilum stefnda í hótelrekstri í Reykjavík, en ljóst að stefnandi vísaði vitninu Marc Koolen til Elísabetar Agnarsdóttur, framkvæmdastjóra Tripical, til að finna aðra gistimöguleika. Verður að leggja til grundvallar frambur ð vitnisins Marcs Koolen um að ástæða þess þess vegna ekki viljað bóka þar gistingu. Ástæðan hafi ekki verið sú að hótel stefnda hafi verið fullbó kað Í framburði stefnanda fyrir dóminum kom fram að hann væri fæddur í Hong Kong og hefði komið með móður sinni til Íslands þegar hann var 17 ára gamall, en hann er fæddur árið1989. Hann kvaðst hafa lagt stund á viðskiptafræði og kínversku í háskóla hér á landi. Hann hafi fengið eigið tölvupóstfang hjá ferðaskrifstofunni Tripical vegn a þess að hann hefði kannast við framkvæmdastjórann, Elísabetu Agnarsdóttur, og hefði aðstoðað hana við þýðingar í og úr kínversku. Engin leynd hafi hvílt yfir því og hefði hann notað netfangið m.a. til að senda samstarfsmönnum í móttöku stefnda vinnutengd tölvuskeyti að heiman. Gögn um slíkt liggja fyrir í málinu. Stefnandi hefur upplýst að hann hefur haldið úti vefsíðu þar sem hann veitir ferðaráðgjöf og nefnir hann ann starfaði hjá að stefnandi hafi á ráðningart íma sínum starfrækt skutluþjónustu frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur sem stjórnarmaður hjá fyrirtækinu Iceland Highlights Travel ehf. og að hann hafi átt í samskiptum við viðskiptavini sem slíkur. Þessu hefur stefnandi alfarið hafnað. Hann hefur lagt fram gögn úr hlutafélagaskrá um þetta félag, sem rekur starfsemi tengda ferðaþjónustu, og er ekki að sjá af þeim gögnum að stefnandi tengist því. 8 Stefnandi staðfesti í framburði sínum það sem vitnið Heimir Fjeldsted leigubílstjóri lýsti fyrir dóminum, að stefnandi hefði leitað til leigubílstjórans um samstarf sem sneri að því að stefnandi útvegaði leigubílstjóranum, gegn þóknun, viðskiptavini af vefsíðu sinni til að aka á flugvöll eða í aðrar ferðir, svo sem Gullna hringinn. Þessum tilboðum hefði leigubíl stjórinn hafnað. Stefnandi kvaðst einnig árangurslaust hafa óskað eftir þóknun fyrir bókanir á akstursþjónustu hótels stefnda. Þá hafi hann leitað eftir því við yfirmenn að fá þóknun fyrir að útvega bókanir á hótelið, en því hefði verið hafnað. Vitnið Elis abeth Ruinard kvað stefnanda fyrst hafa ámálgað þetta við hana þegar hún kom til starfa hjá stefnda í ágúst 2015, en hún hefði neitað honum um þóknanir fyrir slíkar bókanir. Vitnin Daníel og Manuela kváðu stefnanda hafa verið mikið í farsíma sínum og tölvu á vinnutíma. Daníel kvaðst hafa kvartað undan þessu og einnig fjarvistum stefnanda vegna skutls á ferðamönnum við fyrrum hótelstjóra, Joos Haandrikman, þegar hann og stefnandi voru samstarfsmenn í gestamóttöku. Daníel kvaðst síðar sjálfur hafa gert athuga semdir við stefnanda vegna símanotkunar, en aldrei hafa veitt honum skriflega áminningu. Hann hafi þess í stað lagt bann við notkun eigin farsíma og tölvu í vinnutíma með tölvupósti til allra starfsmanna. Var sú frásögn staðfest í vitnisburði Elisabeth og Manuelu, en engin gögn eru í málinu um þessi fyrirmæli. Fyrir liggja samskipti stefnanda við fyrirspyrjendur á vefsvæðinu Iceland Higlights á starfstíma hans hjá stefnda. Af samskiptunum má ráða að stefnandi aðstoðaði einstaklinga við skipulag á ferðalögum um landið og hafði milligöngu um bókanir á farartækjum og gistingu á ferðalaginu. Bendir ekkert til þess að leynd hafi ríkt um þessa þjónustu stefnanda. Í bréfaskiptum lögmanns stefnda við VR eftir uppsögnina kom m.a. fram af stefnda hálfu að stefnandi he fði falast eftir því við hótelstjórann og framkvæmdastjórann í Hollandi að fá að taka þóknun fyrir bókanir sem hann útvegaði og fyrir leigubílaþjónustu, en fengið synjun. Vitnið Elisabeth Ruinard staðfesti sem fyrr greinir að hafa átt slík samskipti við st efnanda. Hafi þessi starfsemi stefnanda verið slík vanefnd á grein 2.3 í ráðningarsamningi hans, um að hann samþykki að helga rekstri vinnuveitanda allan sinn tíma, athygli og sinnu, sem stefndi heldur nú fram og telur varða brottrekstri, þá gáfu umleitani r stefnanda um þóknanir yfirmanni hans og fulltrúa eigandans tilefni til að áminna hann þá þegar og vara við slíkum afleiðingum. Það mun ekki hafa verið gert. Vinnuveitanda er óheimilt að segja starfsmanni fyrirvaralaust upp störfum bótalaust nema um verul egt brot á ráðningarsamningi sé að ræða, en það eitt nægir þó almennt ekki að slíkt brot sé fyrir hendi. Atvinnurekanda ber að áminna eða aðvara starfsmann um brottrekstur áður en til hans geti komið, nema sakir séu því meiri. Slík áminning þarf að vera sa nnanleg og í beinu framhaldi af vanefnd, sem sé tilefni aðvörunar. Í málinu hefur ekki verið sýnt fram á að stefnanda hafi verið veitt áminning vegna starfa sinna hjá stefnda eða aðvörun um uppsögn áður en til hennar kom. Þær ástæður uppsagnar sem stefndi ber fyrir sig og telur réttlæta það að ekki beri að greiða honum laun í uppsagnarfresti eru að nokkru byggðar á upplýsingum sem stefndi kveðst hafa aflað eftir uppsögnina um starfsemi stefnanda við ráðgjöf á internetinu til ferðamanna og milligöngu um þjón ustu. Stefndi kveður yfirmönnum hafa verið ókunnugt um þá þjónustu á starfstíma stefnanda hjá stefnda. Framburður fulltrúa eiganda stefnda um óskir stefnanda um þóknun fyrir að vísa ferðamönnum til stefnda bendir þó til annars. Stefnandi staðfesti fyrir dó minum að hann hefði nú þessa starfsemi að atvinnu sinni. Stefndi hefur ekki sýnt fram á að umrædd starfsemi stefnanda hafi á starfstíma hans hjá stefnda skaðað hagsmuni stefnda, að starfsemin hafi stutt samkeppnisaðila á kostnað stefnda eða verið til þess fallin eða ætlað að gera það. Að virtu framangreindu og gögnum málsins verður fallist á það með stefnanda að ekki hafi legið fyrir ástæður sem réttlæti fyrirvaralausa uppsögn hans 12. september 2016, án launa í uppsagnarfresti. Verður ekki fallist á að það ráðningarsamningi. Þá hefur stefndi ekki sýnt fram á að stefnandi hafi vanefn t starfsskyldur sínar eða rofið 9 trúnað við vinnuveitanda sinn með þeim hætti að réttlæti fyrirvaralausa uppsögn bótalaust. Á stefnandi því rétt til bóta vegna uppsagnarinnar. Bæturnar nema þeim launum sem hann hefði haft á uppsagnartíma ráðningarsambands a ðila, að frádregnum launum sem stefnandi aflaði sér á því tímabili, en á því er endanleg kröfugerð stefnanda reist. Stefnandi hefur lagt fram gögn um tekjur sínar til og með október 2016 og upplýsingar um laun í desember 2016, en skorað var á hann í greina rgerð að upplýsa um tekjur sínar til ársloka það ár. Samkvæmt gögnum úr staðgreiðsluskrá um tekjur stefnanda árið 2016 hafði hann ekki tekjur frá öðrum en stefnda mánuðina janúar til september 2016. Í október eru laun stefnanda samkvæmt staðgreiðsluskrá fr að fjárhæð 98.000 krónur. Í framburði stefnanda kom fram að hann hefði verið óvinnufær í þrjá mánuði eftir uppsögn og ekki haft aðra r tekjur en þessar til áramóta. Stefnandi féllst á að draga frá stefnukröfu sinni þessar tekjur, samtals 124.442 krónur. Endanleg dómkrafa stefnanda sem fallist verður á er að stefndi greiði honum 1.965.688 krónur, sem bera dráttarvexti svo sem krafist er og nánar greinir í dómsorði. Með vísun til niðurstöðu málsins og 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem ákveðinn er 900.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Um dráttarvexti á dæmd an málskostnað og um vaxtavexti á dæmdar bætur fer að ákvæðum laga um meðferð einkamála og laga um vexti og verðtryggingu, og er óþarft að geta þess sérstaklega í dómsorði. Dóm þennan kveður upp Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari. D Ó M S O R Ð: Stefndi , Hol T18 ehf., greiði stefnanda, Tung Phuong Vu, 1.965.688 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 af 298.556 krónum frá 1. október 2016 til 1. nóvember 2016, af 800.272 krónum frá þeim degi til 1. desember 2016, af 1.328 .430 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2017 og af 1.965.688 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 900.000 krónur í málskostnað.