LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 12. febrúar 2021. Mál nr. 19/2020 : Ákæruvaldið (Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari ) gegn X (Einar Gautur Steingrímsson lögmaður, Gunnhildur Pétursdóttur lögmaður, 4. prófmál ) (Eva B. Helgadóttir réttargæslumaður) Lykilorð Líkamsárás. Barnaverndarlagabrot. Ásetningur. Sýkna að hluta. Frávísunarkröfu hafnað. Miskabætur. Útdráttur Með dómi héraðsdóms var X sakfelld fyrir barnaverndarlagabrot og líkamsárás gegn dóttur sinni A með því að hafa rifið harkalega í buxur he nnar þar sem hún sat á rúmi, í því skyni að klæða hana úr þeim, með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll á gólfið og ofan á leikföng svo að áverkar hlutust af. Var háttsemi ákærðu talin varða við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnavernd arlaga nr. 80/2002 og 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með dómi Landsréttar var talið sannað að X hefði viðhaft þá háttsemi sem hún var sakfelld fyrir í héraði og að með því hefði hún sýnt A ruddalega framkomu. Var hún því sakfelld fyri r brot gegn 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. X var á hinn bóginn sýknuð að öðru leyti. Var niðurstaða Landsréttar um sýknu byggð á því að háttsemi X yrði ekki talin vanvirðandi í skilningi 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga eins og atvikum hefði verið háttað. Þá hefði ákæruvaldinu ekki tekist að sanna ásetning X til líka msárásar gagnvart A. Við ákvörðun refsingar var litið til 1., 5. og 7. töluliðar 1. mgr. og 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Var ákvörðun um refsingu frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var X gert að greiða A 100.000 krónur í miskabætur. Dómur La ndsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir og Hildur Briem, settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 27. desember 2019 í samræmi við yfirlýs ingu ákærðu um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Vestfjarða 28. nóvember 2019 í málinu nr. S - [...] /2019 . 2 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærðu verði þyngd. 3 Ákærða kefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi en til vara krefst hún sýknu af kröfum ákæruvaldsins og einkaréttarkröfu brotaþola. 4 Af hálfu brotaþola, A , er þess aðallega krafist að ákærða verði dæmd til að greiða henni miskabætur að fjár hæð 1.000.000 króna með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Til vara er krafist staðfestingar á niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Í ákæru málsins er ákærðu gefið að sök barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi, en til vara ba rnaverndarlagabrot og líkamsárás, með því að hafa að kvöldi þriðjudagsins 14. maí 2019 ráðist að dóttur sinni og sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu með þeim hætti sem nánar er lýst í ákæru. Ákærða neitar sök og krefst sýknu af bótakröfu brotaþola. 6 Tildrögum málsins er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar kemur fram á mál þetta upphaf sitt í kæru barnaverndarnefndar [...] 16. maí 2019 þar sem greint er frá því sem brotaþoli tjáði F , ráðgjafa hjá barnaverndarnefnd, um atvik máls. Í kærunni er háttsemi ákærðu lýst með sambærilegum hætti og greinir í ákæru. Jafnframt er í hinum áfrýjaða dómi lýst vottorði B læknis sem skoðaði brotaþola sama dag í viðurvist systur brotaþola, skólahjúkru narfræðings og starfsmanns barnaverndarnefndar. Lýsing áverka brotaþola í ákæru samræmist lýsingu þeirra í framangreindu vottorði. 7 Ákærða gaf skýrslu í héraði og er framburður hennar reifaður í hinum áfrýjaða dómi. Það athugast að ákærða kvaðst hafa ákveð ið að senda brotaþola ekki í skólann í tvo Greindi hún svo frá að það hefði ekki verið ætlun sín að brotaþoli dytti í gólfið og kvaðst ekki hafa tosað harkalega í buxurnar í reiði og fljótfærni. Nánar spurð hvort hún hefði rifið harkalega í buxurnar svaraði gólfið. Jafnframt staðfesti hún það sem fra m kom í lögregluskýrslu að hún viðurkenndi að hafa tekið brotaþola of harkalega úr buxunum þannig að hún hefði fallið í gólfið en í lögregluskýrslunni kom einnig fram að ekki hefði verið ætlun ákærðu að svo færi. Þá bar ákærða fyrir dómi að atvik hefðu nán ar tiltekið verið með þeim hætti að brotaþoli hefði staðið við endann á rúminu. Kvaðst hún hafa tosað buxur hennar niður frá mitti en þegar buxurnar hefðu verið komnar niður á læri hefði brotaþoli dottið, örugglega runnið eitthvað eftir rúminu og endað á g ólfinu þar sem fyrir hefðu verið Lego kubbar og alls konar smádót. Rúmið sjálft hefði verið án umrætt sinn. 8 Brotaþoli gaf skýrslu í Barnahúsi 22. maí 2018. Greindi hún svo frá að þær mæðgur hefðu verið læstar úti og að ákærða hefði þá ýtt sér að glugga og sagt við hana 3 ákærðu og systur sinni lýsti brotaþoli því hvernig ákærða hefði gripið í hnakkad rambið á henni, dregið hana inn í herbergi og hent henni í rúmið. Hefði brotaþoli við þetta dottið og fengið áverka á baki og fótlegg. Eftir þetta hefði brotaþoli Hún hefði því farið úr fötunum en ákærða tosað hana úr buxunum þannig að hún datt aftur. Eftir þetta hefði hún enn farið upp í rúmið og ákærða þá skellt hurðinni. Kvaðst brotaþoli hafa verið hágrátandi. Þá greindi hún svo frá að systir hennar hefði verið viðstödd. Eftir að ákærða hefði keyrt systur brotaþola heim hefði hún vakið brotaþola hrædd og liðið illa umrætt sinn. 9 Framburði vitnisins C , systur brotaþola, er lýst í hinum á frýjaða dómi. Það athugast að hún kvað brotaþola hafa lent á bakinu og höfðinu þegar ákærða hefði klætt brotaþola harkalega úr buxunum. 10 Vitnið F , ráðgjafi hjá barnaverndarnefnd, kom fyrir dóm í héraði og kvað brotaþola hafa greint svo frá að þegar hún hef ði verið hálfnuð við að klæða sig úr buxunum hefði ákærða gripið í þær og kippt fótunum undan brotaþola með þeim afleiðingum að hún datt á leikföng á gólfinu og meiddi sig. Nánar spurð um atvikalýsingu í framangreindri kæru barnaverndarnefndar kvað hún han a rétta enda hefði verið skemmra liðið frá atvikum máls er hún var sett fram. 11 Að öðru leyti en að framan greinir vísast til hins áfrýjaða dóms um framburð vitna fyrir héraðsdómi. 12 Við aðalmeðferð málsins í Landsrétti voru spilaðar í hljóði og mynd upptökur af framburði ákærðu og vitnisins C í héraði og hluta framburðar brotaþola í Barnahúsi. Niðurstaða 13 Mál þetta var höfðað með útgáfu ákæru 16. ágúst 2019 þar sem ákærðu er gefið að sök barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi, en til vara barnaverndarla gabrot og líkamsárás, með því að hafa að kvöldi þriðjudagsins 14. maí 2019 ráðist að dóttur sinni og sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu með því að kasta henni nauðugri í rúm hennar á heimili þeirra, með þeim afleiðingum að hún endurkasta ðist á gólfið og lenti þar ofan á leikföngum, og stuttu síðar rifið harkalega í buxur hennar þar sem hún sat á fyrrnefndu rúmi, í því skyni að klæða hana úr þeim, með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikföng, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli í baki, hruflsár við 10. - 11. hryggjarlið, mar hægra megin á baki og hruflsár í vinstri hnésbót. Eru brot ákærðu talin varða við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við sömu ákvæði barnaverndarlaga og 217. gr. almennra hegningarlaga. 14 Brotaþola var skipaður sérstakur lögráðamaður til þess að gæta hagsmuna hennar vegna bótakröfu í málinu 24. september 2019. Lögráðamaðuri nn setti fram bótakröfu 4 fyrir hönd brotaþola 9. október 2019 en sama dag var bótakröfunni bætt við mál þetta með útgáfu framhaldsákæru. Var framhaldsákæran birt fyrir ákærðu 14. sama mánaðar og þingfest við upphaf aðalmeðferðar 5. næsta mánaðar. Samkvæmt 1 . mgr. 173. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er heimilt að koma einkaréttarkröfu í sakamáli á framfæri við ákæranda eftir útgáfu ákæru ef fullnægt er skilyrðum 1. mgr. 153. gr. laganna til útgáfu framhaldsákæru. Verða skilyrði 1. mgr. 153. gr. laga nr. 88/2008 fyrir útgáfu framhaldsákæru talin uppfyllt í málinu, enda var brotaþola ekki skipaður sérstakur lögráðamaður til að gera bótakröfuna fyrr en eftir útgáfu ákæru og framhaldsákæran gefin út svo fljótt sem verða mátti og meira en tveimur vikum fy rir aðalmeðferð málsins. 15 Með hinum áfrýjaða dómi var ákærða sýknuð af þeirri háttsemi að hafa kastað brotaþola nauðugri í rúm hennar á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún endurkastaðist á gólfið og lenti þar ofan á leikföngum. Ákæruvaldið fellir s ig við þá niðurstöðu. Ákærða var aftur á móti sakfelld fyrir aðra þá háttsemi sem í ákæru greinir og var hún talin varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. Ákæruvaldið fellir sig einnig við þá niðurstöðu að háttsemi ákærðu verði ekki heimfærð til 218. gr. b almennra hegningarlaga. 16 Samkvæmt 2. mgr. 199. gr. laga nr. 88/2008 skal dómfelldur maður lýsa yfir áfrýjun héraðsdóms í bréflegri tilkynningu til ríkissaksóknara þar sem meðal annars skal tekið nákvæm lega fram í hverju skyni áfrýjað sé og hvaða dómkröfur séu gerðar. Í kjölfarið gefur ríkissaksóknari út áfrýjunarstefnu þar sem meðal annars skal greina hver áfrýi dómi og nákvæmlega í hverju skyni það sé gert, sbr. c - lið 2. mgr. 201. gr. sömu laga. 17 Í tilk ynningu ákærðu um áfrýjun 20. desember 2019 kom fram að áfrýjað væri í því skyni að hnekkja mati héraðsdóms á sönnunargildi gagna og munnlegs framburðar, skýringu og beitingu réttarreglna og til að fá endurskoðun á ákvörðun viðurlaga. Jafnframt var tekið f ram að dómkröfur hennar væru þær að hún yrði sýknuð af kröfum ákæruvaldsins og skaðabótakröfu brotaþola. Þessi kröfugerð var síðan tekin upp í áfrýjunarstefnu 27. sama mánaðar. Krafa ákærðu um að málinu verði vísað frá héraðsdómi kom fyrst fram í greinarge rð hennar til réttarins. Hún kom því fram of seint og kemst ekki að í málinu. Þá eru engir þeir annmarkar á meðferð málsins hjá lögreglu eða saksókninni sem valdið geta því að málinu verði vísað frá dómi án kröfu. 18 Ákærða gekkst við því fyrir dómi að hafa a ð kvöldi 14. maí 2019 rifið harkalega í buxur brotaþola í því skyni að klæða hana úr þeim og að við það hefði brotaþoli dottið, örugglega runnið eitthvað eftir rúminu og endað á gólfinu þar sem fyrir hefðu verið Lego kubbar og alls konar smádót. Fyrir dómi kvað hún brotaþola hafa staðið við rúm rúminu umrætt sinn sem samræmist betur þeim framburði brotaþola og systur hennar að brotaþoli hefði verið á rúminu þegar ákærða r eif í buxurnar. Áverkum brotaþola er lýst í vottorði B læknis 16. maí 2019, sem taldi útlit áverkanna geta samræmst því að þeir hefðu orðið til tveimur dögum fyrr. Brotaþoli kvaðst við skýrslutöku í Barnahúsi 5 hafa hlotið áverkana við það að móðir hennar he nti henni á rúmið þaðan sem hún datt á gólfið en ákæruvaldið unir þeirri niðurstöðu héraðsdóms að sýkna ákærðu af þeirri háttsemi. Ákærða og vitnið C , systir brotaþola, báru aftur á móti að brotaþoli hefði aðeins dottið einu sinni á gólfið, þegar ákærða to gaði niður um hana buxurnar. Verður sá framburður lagður til grundvallar um atvik umrætt sinn og jafnframt að brotaþoli hafi hlotið áverka sína við það fall. Samkvæmt öllu framangreindu verður lagt til grundvallar að ákærða hafi viðhaft þá háttsemi sem hen ni er gefin að sök í þeim hluta ákæru sem til úrlausnar er fyrir Landsrétti og að brotaþoli hafi við það hlotið þá áverka sem þar er lýst. Ákærða ber aftur á móti fyrir sig að ásetningur hennar hafi ekki staðið til þess að barnið dytti í gólfið og yrði fyr ir líkamstjóni. 19 Samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga skal hver sem gerist sekur um líkamsárás, sem þó er ekki svo mikil sem í 218. gr. laganna segir, sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum, en fangelsi allt að einu ári ef háttsemin er sér staklega vítaverð. Ásetningur er skilyrði refsiábyrgðar samkvæmt ákvæðinu, sbr. 18. gr. sömu laga. Þótt það sé ekki skilyrði refsiábyrgðar samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga að sannað sé að líkamsárás hafi í raun leitt til líkamstjóns verður ásetningur geranda að ná til þess að slík afleiðing komi fram. Ljóst er að ákærða reif of harkalega í buxur brotþola þar sem sú athöfn leiddi til þess að brotaþoli datt á gólfið og meiddist og hefur ákærða gengist við því. Þegar metið er hvort ákærða hafi haft ásetning til líkamsárásar gagnvart brotaþola verður aftur á móti einnig litið til þess að sú athöfn ákærðu að taka brotaþola úr buxunum er í eðli sínu hversdagsleg auk þess vísan til 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 verður ekki talið að ákæruvaldinu hafi tekist sönnun þess að hugur ákærðu hafi staðið til þess að valda barninu líkamstjóni eða að ákærða hafi látið sér í léttu rúmi liggja hvort brotaþoli myndi falla í gólfið og verða fyrir meiðslum. Samkvæmt framangreindu verður ákærða sýknuð af því broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga sem henni er gefið að sök í málinu. 20 Fyrir brot gegn 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga verður refsað hvort sem ver knaður er talinn framinn af ásetningi eða gáleysi. Með háttsemi sinni umrætt sinn sýndi ákærða barninu ruddalega framkomu í skilningi 3. mgr. 99. gr. laganna. Verður hún því talin hafa gerst sek um brot gegn því lagaákvæði. Eins og atvikum er háttað verður háttsemi hennar aftur á móti ekki talin vanvirðandi í skilningi 1. mgr. sömu lagagreinar. 21 Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að brot ákærðu beindist gegn ungri dóttur hennar og að hún brást með því uppeldisskyldum sínum gagnvart henni, sbr. 1. tölulið 1. mgr. og 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn verður litið til þess að ákærða hefur ekki áður sætt refsingu og hefur frá upphafi lýst iðrun yfir að hafa misst stjórn á skapi sínu er hún háttaði barnið, sbr. 5. og 7. tölulið 1. mg r. 70. gr. laganna. Með vísan til framangreinds verður ákvörðun um refsingu frestað og fellur 6 hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 22 Brotaþola var skipaður sérstakur lögráða maður til að gæta hagsmuna hennar vegna bótakröfu í málinu og hefur hann krafist miskabóta fyrir hönd hennar með vísan til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Meðal gagna málsins er yfirlýsing barnaverndarnefndar [...] 29. maí 2019 um að nefndin sjái ekkert því til fyrirstöðu að brotaþoli snúi aftur heim til ákærðu. Þá var fyrir Landsrétti lagt fram bréf Barnahúss 15. janúar 2021 þar sem fram kemur að brotaþoli hafi verið þar til meðferðar í þrjú skipti frá 2. desember 2019 til 17. janúar 2020 og að í síðast a viðtalinu hafi komið fyrir dóminum önnur gögn sem varpað geta ljósi á miska brotaþola. Háttsemi ákærðu er allt að einu til þess fallin að valda brotaþola miska í ljósi þess að brotaþoli er eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi háð henni um uppeldi og skjól til framtíðar. Að framangreindum atriðum og broti því sem ákærða hefur verið sakfelld fyrir virtum þykja miskabætur til brotaþola hæfilega ákveðnar 100.000 krónur með vöxtu m eins og dæmdir voru í héraði. 23 Í ljósi málsúrslita og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærðu gert að greiða 1/4 hluta sakarkostnaðar í héraði eins og hann var ákveðinn í hinum áfrýjaða dómi. 24 Ákærða greiði 1/4 hluta áfrýjunarkostnaða r málsins, þar með talinn 1/4 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns og þóknunar skipaðs réttargæslumanns brotaþola sem ákveðast að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákvörðun um refsingu ákærðu, X , er frestað og fellur hú n niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða greiði brotaþola, A , 100.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Ákærða greiði 1/4 hluta sakarkostnaðar í héraði eins og hann var ákveðinn í hinum áfrýjaða dómi en að öðru leyti greiðist hann úr ríkissjóði. Ákærða greiði 1/4 hluta áfrýjunarkostnaðar málsins, sem nemur samtals 974.888 krónum, en þar með eru talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hennar, Einars Gauts Steingrímssonar lögmanns, 706.800 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Evu B. Helgadóttur lögmanns, 235.600 krónur. Að öðru leyti greiðist áfrýjunarkostnaður úr ríkissjóði. 7 Dómur Héraðsdóms Vestfjarða 28. nóvember 2019 I Mál þetta sem dómtekið var 5. nóvember 2019 höfðaði lögreglustjórinn á Vestfjörðum með ákæru dagsettri 16. ágúst sl. á hendur X, kennitala [...], fyrir barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi, en til vara fyrir barnaverndarlagabrot og líkamsárás, me ð því að hafa að kvöldi þriðjudagsins 14. maí 2019, ráðist að dóttur sinni, barninu A, kt. [...], sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu, með því að kasta henni nauðugri í rúm hennar á heimili þeirra, með þeim afleiðingum að hún endurkastaði st á gólfið og lenti þar ofan á leikföngum, og stuttu síðar rifið harkalega í buxur A, þar sem hún sat á fyrrnefndu rúmi, í því skyni að klæða hana úr þeim, með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikf öng, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut meiðsli, nánar tiltekið eymsli í baki, hruflsár við 10. - 11. hryggjarlið, mar hægra megin á baki og hruflsár í vinstri hnésbót. Telst þetta varða við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 1. mgr. 218. gr. b., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. síðari breytingar, en til vara við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnarverndarlaga og 217. gr. almennra hegningarlaga. Er þess krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þann 5. nóvember sl. var þingfest framhaldsákæra á hendur ákærðu, útgefin 9. október 2019, þar sem Birna Ketilsdóttir lögmaður krefst þess f.h. A, kt. [...], að ákærða, X, kt. [...], greiði brotaþola miskabætur, að fjárhæð kr. 1.000.000, auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 14. maí 2019 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist greiðslu þóknunar réttargæslumanns úr hendi ákærðu að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, auk virðisaukaskatts á réttargæslu þóknun/málskostnað, en áskilinn er réttur til að leggja fram reikning eigi síðar en við aðalmeðferð málsins, ef til hennar kemur. Allt með vísan til 1. mgr. 153. gr. og 5. mgr. 173. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærða krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara vægustu refsingar er lög leyfa og eftir atvikum skilorðsbindingar refsingar. Af hálfu ákæ rðu var útgáfu framhaldsákæru ekki andmælt, en þess krafist að miskabótakröfu yrði vísað frá dómi, en til vara sýknu af kröfunni og til þrautavara að hún sæti stórfelldri lækkun. Þá er þess krafist að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði og að skipu ðum verjanda ákærðu verði ákveðin hæfileg þókunun úr ríkissjóði. II Með bréfi dagsettu 16. maí 2019 fór barnaverndarnefnd [...] þess á leit við lögreglu að fram færi rannsókn á meintu líkamlegu ofbeldi gagnvart brotaþola þessa máls. Í bréfinu kemur fram að lögregla hafði samband við bakvaktarstarfsmann barnaverndarnefndar miðvikudagskvöldið 15. maí 2019 til að tikynna að maður hefði hringt, sem hafði áhyggjur af barninu þar sem móðir barnsins hefði beitt það alvarlegu ofbeldi. Barnið væri ekki lengur í u msjón móður, heldur systur sinnar. Þá kemur fram í nefndu bréfi að barnið hafði ekki mætt í skólann daginn eftir þessa tilkynningu, þann 16. maí. Ráðgjafi barnaverndar hefði farið á heimili systur brotaþola og rætt við brotaþola sem hefði lýst atvikum. 8 Bro taþoli hefði svo verið send í læknisskoðun, þar sem út hefði verið gefið áverkavottorð og teknar myndir af barninu. B , skurðlæknir á [...] , gaf út vottorð þann 16. maí sl. vegna komu brotaþola á heilbrigðisstofnunina. Þar kemur m.a. fram að brotaþoli haf i verið í ágætis andlegu jafnvægi, sagt skýrt og greiðlega frá. Hún hafi kvartað um óþægindi í baki og við skoðun hafi verið grunn hruflsár í miðlínu við 10. og 11. hryggjarlið á svæði á að giska 2x2 cm. Þar hafi einnig verið marblettur hægra megin við mið línu á baki, í um það bil hæð við 6. rif. Marbletturinn hafi verið þverliggjandi á að giska 4x1 cm að stærð. Enn fremur hafi verið grunnt hruflsár í vinstri hnésbót, vart greinanlegt. Útlit áverkanna gæti samræmst því að þeir hefðu orðið til fyrir tveimur dögum. Við aðalmeðferð málsins staðfesti læknirinn vottorð sitt og sömuleiðis myndir sem hann kvaðst hafa tekið við þetta tækifæri af brotaþola og eru meðal gagna málsins. Miðvikudaginn 22. maí 2019 var tekin skýrsla af brotaþola í Barnahúsi á grundvelli 1. mgr. 59. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þann 16. maí 2019 tók lögregla skýrslu af ákærðu og sömuleiðis af C, systur brotaþola og dóttur ákærðu. III Við aðalmeðferð málsins kvaðst ákærða muna vel eftir atvikum. Hún hefði á þessum tíma unnið mjög mikið, sem og árið þar á undan og verið mjög þreytt. Hún hefði komið heim milli kl. 5 og 6 þennan dag og verið læst úti. Hún hefði séð inn um gluggann að allt hefði verið þar í drasli. Hún hefði hvergi séð dóttur sína eða vinkonu hennar. Hún hefði ve rið tímabundin og í stresskasti og því haft samband við D, föður vinkonu dóttur sinnar, sem hefði farið að leita að telpunum. Sjálf hefði hún þurft að fara til vinnu inn á [...]. D hefði fundið telpurnar og komið brotaþola heim. Þegar ákærða kom aftur heim hefði brotaþoli og C, systir hennar, verið fyrir utan heimilið. Brotaþoli hefði þá sagst getað opnað ð með hjólahjálm á höfðinu, sem ákærða sagðist og byrjað að hátta sig. Ákærða sagðist hafa verið reið og pirruð og farið og tekið í buxur barnsins m eð þeim afleiðingum að það datt í gólfið, en á gólfinu hefði verið alls konar dót. Hún hefði svo sagt barninu að fara að sofa. Barnið hefði verið grátandi en hún hefði lokað á hana og viljað að hún jafnaði sig. Ákærða kvaðst svo hafa farið aftur til vinnu en eldri systir brotaþola hefði verið hjá systur sinni á meðan. Ákærða kvaðst hafa komið heim aftur um ellefuleytið, ekið eldri dóttur sinni til síns heima, á [...], og komið svo heim aftur. Þá hefði hún, í stað þess að slaka á og fara að sofa, horft á sjó nvarpið einhverja stund en svo vakið barnið og látið það taka til eftir sig. Þá hefði hún ákveðið að senda barnið ekki í skólann daginn eftir, til að þær gætu jafnað sig á þessu. Brotaþoli hefði verið hjá sér í vinnunni til hádegis en þá hefði hún beðið el dri dóttur sína um að gæta systur sinnar, sem hún hefði gert. Aðspurð kvað ákærða barnið hafa verið hrætt allan tímann, við sig, þar sem hún hefði verið svo reið og ólík sjálfri sér. Þá kvað ákærða ástæðu þess að hún sendi brotaþola ekki í skólann daginn e ftir vera þá að og hún hefði gert, né vekja hana um nóttina eða vera svona reið við brotaþola. Þá kvað ákærða barnið hafa verið lítið í sér daginn eftir og hún vissi að það myndi taka það daginn að jafna sig. Ákærða neitaði að hafa gripið í hnakkadrambið á brotaþola og sömuleiðis kannaðist hún ekki við að hafa ýtt barninu inn um gluggann. Hún kvaðst ekki hafa ráðist á barnið eða kastað því til. Í skýrsl utöku af brotaþola, sem tekin var í Barnahúsi, lýsti brotaþoli atvikum með þeim hætti að þær mæðgur hefðu verið læstar úti þennan dag. Hún hefði sjálf getað opnað glugga og móðir hennar þá ýtt var komið og brotaþoli hafði opnað fyrir móður sinni og systur hefði móðirin tekið í hnakkadrambið á sér og dregið sig inn í herbergi og hent sér í rúmið svo að hún datt í gólfið og meiddi sig. Hún hefði 9 ekki fengið að bo rða né bursta tennur. Hún hefði svo farið aftur upp í rúmið til að hátta sig. Þá hefði móðir sín dregið sig úr buxunum og brotaþoli þá aftur dottið í gólfið. Þá hefði hún vakið sig seinna um kvöldið til þess að taka til. Dóttir ákærðu, C , kom fyrir dómin n og lýsti atvikum með þeim hætti að móðir sín hefði klætt systur sína svo harkalega úr buxunum að hún hefði við það dottið á gólfið og á leikföng sem þar lágu. Brotaþoli hefði verið á rúminu sínu, í þröngum leggingsbuxum og hefði lent á bakinu í gólfið. Á kærða hefði svo lokað brotaþola inni í herbergi og sagt sér að láta systur sína vera. Þá kvað vitnið móður sína hafa sagt sér að þegja yfir þessu. Ákærða hefði verið reið og misst sig. Vitnið kvaðst hafa séð brotaþola detta í gólfið og kvað barnið hafa hág rátið. Daginn eftir hefði brotaþoli verið hjá sér í pössun og farið að kvarta yfir höfuðverk. Þá hefði brotaþoli verið fjólublá og rauð á bakinu. E kom fyrir dóminn og staðfesti að hafa tilkynnt umrætt atvik til lögreglu. Vitnið kvaðst þekkja ákærðu gegn um starf sitt. C hefði haft samband við sig eftir að þetta gerðist og hann hefði því farið heim til hennar og hitt brotaþola sem hefði greint sér frá atvikum sem hefðu átt sér stað daginn áður. Þá hefði móðir brotaþola gripið í hana þannig að hún lenti á r úminu og féll í gólfið og fékk marbletti. Í framhaldi af því hefði hann rætt við lögreglumann um málið. D kom fyrir dóminn og greindi frá því að hann hefði umrætt sinn, að ósk ákærðu, farið að leita að dóttur sinni og brotaþola, þar sem þær voru að leika sér saman. Ákærða hefði þá komið að læstum dyrum heima hjá sér. Hann hefði fundið telpurnar þar sem þær voru að leik. Hann hefði svo að ósk ákærðu ekið brotaþola til síns heima. F, fyrrverandi deildarstjóri barnaverndar, gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð málsins. Hún kvaðst hafa farið á fund við brotaþola á heimili systur hennar, eftir að tilkynnt hefði verið um meint ofbeldi ákærðu. Hún hefði rætt við brotaþola. Brotaþoli hef ði sýnt sér marbletti á baki sér sem hún kvað móður sína hafa veitt sér. Brotaþoli hefði sagst hafa óvart læst þær úti og mamma orðið mjög reið, skipað henni að klifra inn um glugga, til að opna, sem hún hefði gert, og þegar brotaþoli hefði verið búin að o pna hefði mamma gripið í hnakkadrambið á sér og ýtt sér harkalega inn í herbergi og hrint sér þar á rúmið og skipað sér að hátta sig. Hún hefði þá ætlað að hátta sig, sest upp í rúmið til þess og þá hefði mamma gripið í buxurnar og ætlað að draga þær af he nni en kippt undan henni fótunum svo að hún datt í gólfið og ofan á leikföng. IV Ákærðu er í máli þessu gefið að sök brot á barnaverndarlögum og líkamsárás, með því að hafa ráðist að [...] ára gamalli dóttur sinni og sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu, kasta barninu nauðugu á rúm þess, þannig að barnið kastaðist í gólfið og lenti þar ofan á leikföngum. Ákærða hefði svo rifið brotaþola úr buxum með þeim afleiðingum að barni ð féll aftur á gólfið. Við þetta hafi barnið hlotið áverka sem lýst er nánar í ákæru. Ákærða hefur fyrir dómi viðurkennt að hafa komið illa fram við barnið, talað til þess með ókvæðisorðum, rekið brotaþola inn um glugga og vakið barnið um nótt og verið þ ví reið. Ákærða viðurkenndi einnig að hafa fært barnið úr buxum með þeim hætti að það missti fótanna og datt í gólfið ofan á leikföng sem þar lágu. Ákærða kannaðist ekki við að hafa kastað barninu á rúmið áður þannig að það hefði í raun fallið í tvígang í gólfið eins og greinir í ákæruskjali. Er framburður ákærðu hvað atvik varðar í góðu samræmi við skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu við rannsókn málsins. Brotaþoli lýsti atvikum í Barnahúsi þannig að hún hefði í tvígang dottið í gólfið og meitt sig fyrir ti lverknað móður sinnar. Vitnin E og F, sem brotaþoli greindi eftir á frá atvikum, lýsa frásögn brotaþola ekki með sama hætti. Vitnið E kvað brotaþola hafa sagt sér að hún hefði dottið einu sinni en vitnið F 10 kvað brotaþola hafa sagt sér að hún hefði í tvígan g fallið í gólfið. Vitnið C, sem var á staðnum er atvik urðu, bar fyrir dómi að hafa séð brotaþola detta einu sinni, er móðirin reif buxurnar af brotaþola. Að þessu virtu og því að brotaþoli greindi í Barnahúsi frá ýmsum alvarlegum atvikum, sem gögn málsin s sýna að eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum, og gegn eindreginni neitun ákærðu, verður ákærða ekki sakfelld fyrir aðra háttsemi en þá sem hún hefur sjálf gengist við og áður greindi. Þá háttsemi sína hefur ákærða skýrt með þeim hætti að hún hafi verið þreytt, pirruð og reið. Verður það ekki virt á annan veg en þann að ákærða hafi látið sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingar háttsemi hennar yrðu gagnvart ungu barni hennar. Þá verður við mat á saknæmi ákærðu og litið til þess að yfirgengileg háttsemi ákærðu gagnvart barninu stóð yfir í fleiri klukkustundir og fram á næsta dag. Um heimfærslu brota ákærðu ber til þess að líta að samkvæmt 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er það skilyrði þess að ákvæðið eigi við að háttsemi gagnvart brotaþo la sé endurtekin eða alvarleg. Í ljósi áverka brotaþola og afleiðinga brotsins er það mat dómsins að verknaður ákærðu verði réttilega felldur undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. IV Ákærða hefur verið fundin sek um brot gegn 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Með broti sínu hefur ákærða unnið sér til refsingar. Ákærða hefur ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar verður litið til 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga sérstaklega en með háttsemi sinni hefur ákærða brugðist uppeldisskyldum sínum gagnvart brotaþola. Að framansögðu virtu þykir hæfileg refsing ákærðu tveggja mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu r efsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins eins og nánar greinir í dómsorði. V Með bréfi sýslumann s ins á höfuðborgarsvæðinu dagsettu 24. september 2019 var Birna Ketilsdóttir lögmaður skipuð sérstakur lögráðamaður brotaþ ola, A, til að gæta hagsmuna hennar í tengslum við bótakröfu hennar í máli þessu, með vísan til 53. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Bótakröfu brotaþola var komið á framfæri með útgáfu framhaldsákæru sem birt var fyrir ákærðu 14. október 2019. Sætti það ekk i andmælum af hálfu ákærðu. Í málinu gerir Birna Ketilsdóttir lögmaður, fyrir hönd brotaþola, kröfu um miskabætur að fjárhæð 1.000.000 króna auk vaxta úr hendi ákærðu á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Með brotum þeim sem ákærða er nú sakfelld fyrir hefur hún bakað sér bótaábyrgð gagnvart brotaþola. Við ákvörðun miskabóta er til þess að líta að brotaþoli er barnung. Þá liggja ekki fyrir dóminum sérfræðileg gögn um miska er brotaþoli hefur o r ðið fyrir. Brot sem þetta er þó hins vegar til þess fa llið að valda miska, enda brotaþoli háð ákærðu um uppeldi og skjól til framtíðar. Með hliðsjón af þessu verða miskabætur brotaþola ákveðnar 200 þúsund krónur, sem ákærðu ber að greiða eins og í dómsorði greinir. Með vísan til 235. gr. laga um meðferð sak amála nr. 88/2008 verður ákærða dæmd til greiðslu sakarkostnaðar, sem er ferðakostnaður vitnisins C, 27.601 króna, samkvæmt framlögðum nótum, auk málsvarnarlauna skipaðs verjanda hennar og réttargæslumanns brotaþola eins og nánar greinir í dómsorði. Við ák vörðun málsvarnarlauna hefur verið tekið mið af virðisaukaskatti. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. 11 Dómsorð: Ákærða, X, sæti fangelsi í tvo mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Ákærða greiði Bir nu Ketilsdóttur lögmanni, fyrir hönd A miskabætur að fjárhæð 200.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá 14. maí 2019 til 14. nóvember 2019 en með dráttarvöxum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greið sludags. Ákærða greiði 1.311.516 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns, 679.830 krónur, auk útlagðs kostnaðar lögmannsins af ferðum, 35.220 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola, Bi rnu Ketilsdóttur lögmanns, 537.205 krónur, auk útlagðs kostnaðar lögmannsins af ferðum, 31.660 krónur.