LANDSRÉTTUR Dómur föstu daginn 10 . m aí 20 19 . Mál nr. 848/2018 : Ákæruvaldið (Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir saksóknari) gegn X (Árni Pálsson lögmaður , Andrés Már Magnússon lögmaður, 3. prófmál ) (Auður Björg Jónsdóttir , lögmaður einkaréttarkröfuhafa) Lykilorð Líkamsárás. Skilorð. Einkaréttarkrafa. Hegningarauki. Útdráttur X var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa slegið fyrrverandi sambýliskonu sína í andlitið, læri og mjöðm með nánar tiltek num afleiðingum. Auk þess var hann sakfelldur fyrir áfengislagabrot og brot gegn umferðarlögum. Niðurstaða héraðsdóms var staðfest með vísan til forsendna þar sem refsing X hafði verið ákveðin fangelsi í tíu mánuði en fullnustu átta mánaða af refsingunni f restað skilorðsbundið í þrjú ár. Þá var X gert að greiða A miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Hervör Þorvaldsdóttir og Vilhjálmur H . Vilhjálmsson. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 24. september 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra 29. ágúst 2018 í málinu nr. S - /2017 . 2 Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði kre fst sýknu af ákæru 22. september 2017 að öðru leyti en að hafa slegið A í tvígang í læri. Þá krefst hann refsimildunar. Ákærði krefst jafnframt þess að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara krefst hann sýknu. Loks krefst hann þóknunar til handa verjanda sínum og að hún, sem og annar málskostnaður á báðum dómstigum, verði greidd úr ríkissjóði. 4 Brotaþoli, A , krefst þess aðallega að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga u m vexti og 2 verðtryggingu nr. 38/2001 frá 25. mars 2017 til 5. maí 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún skaðabóta að fjárhæð 156.200 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæ mt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 5. maí 2018 til greiðsludags. Til vara krefst brotaþoli þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur hvað varðar dæmdar bætur og vexti til handa henni. Þá krefst hún málskostnaðar. Niðurstaða 5 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 6 Ákærða verður gert að greiða brotaþola 210.800 krónur í málskostnað við að halda kröfu sinni fram fyrir Landsrétti, sbr. 3. mgr 176. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Við ákvörðun málskostnaðar hefur ver ið tekið tillit til virðisaukaskatts. 7 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur ska l vera óraskaður. Ákærði, X , greiði A 210.800 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 541.483 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Árna Pálssonar lögmanns, 421.600 krónur. Dómur Héraðsdó ms Norðurlands eystra miðvikudaginn 29. ágúst 2018 Mál þetta var dómtekið föstudaginn 10. ágúst sl. Það er höfðað með þremur ákærum á hendur X, líkamsárás, árásarinnar fyrir brotaþola hafi verið þær að hún hlaut mar o g bólgur yfir hægra kinnbeini og vinstra megin á kjálka, hruflsár og þreifieymsl aftanvert á hægra eyra, mar hægra megin á hálsi, mar á hægri öxl og Í ákæru er brotið talið varða við 1. mgr. 2 17 gr. almennra hegningarlaga. Í ákærunni er tilgreind einkaréttarkrafa: A, krefst skaða - og miskabóta úr hendi sakbornings, að fjárhæð 1.785.498 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. mars 2017, þar til mánuður var liðinn frá birtingu bótakröfu, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Í ákærunni kemur og fram að krafist sé greiðslu þóknunar réttargæslumanns úr hendi sakbornings að mati dómara eða samkvæmt síðar fram lagðri tímaskýrslu lögmanns auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. laugardagsins 18. nóvember 2017 verið ölvaður og með óspektir á almannafæri, á bakvi ð veitingastaðinn , og þar, meðal annars, farið upp á borð sem eru fyrir gesti staðarins til að matast við og veist að eldri 3 manni er sat við borðið með því að sparka til hans. Þá veitti ákærði dyravörðum er skárust í leikinn all - nokkra mótspyrnu sem og Í ákæru er háttsemin talin varða við 21. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998. því að hafa, aðfaranótt miðvikudagsins 9. ágúst 2017, verði með skráða bifreið í sinni eigu án ábyrgðartryggingar, en lögregla fjarlægði númeraplötur bifreiða rinnar þá nótt, er hún stóð á bifreiðastæði við Í ákæru er háttsemin talin varða við 91. gr. og 92. gr., sbr. 93. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Í öllum tilvikum er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði játaði skýlaust sakarefni samkvæmt ákærum útgefnum 2. og 22. janúar 2018. Vegna ákæru 22. september 2017 játaði ákærði verknaðarlýsingu utan að hann hafnaði því að hafa slegið brotaþola í andlitið. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa, þannig að honum verði ekki gerð frekari refsing. Ákærði hafnar alfarið bótakröfu í málinu. I Ákærði og brotaþoli voru áður í sambandi en því lauk fyrir nokkrum árum. Þau höfðu ákveðið að hittast í Reykjavík og gerðu það 24. mars 2017. Lýsir ák ærði því svo í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hafi tekið sér hótelherbergi. Hann og brotaþoli hafi hist á hótelinu um daginn, rætt saman og farið saman út að borða um kvöldið, en síðan hafi hvort farið í sína áttina að skemmta sér um kvöldið. Ekki hafi s taðið til að þau hittust aftur þetta kvöld. Síðar um kvöldið hafi ákærði verið að skemmta sér á veitingastað og brotaþoli hafi komið þar. Kvað ákærði að hún hafi verið mjög drukkin og að þeim hafi orðið sundurorða þar sem brotaþoli hafi ekki fellt sig við að ákærði sýndi henni ekki næga athygli. Ákærði lýsti því að síðan hafi hann komið að brotaþola illa til reika fyrir utan skemmtistaðinn, hefði hún verið með andlitsmálningu um allt andlit og hæll hafi verið brotinn undan skóm. Hafi þetta stafað af því að hún hefði dottið í stiga á skemmtistaðnum. Taldi ákærði að brotaþoli kynni að hafa orðið fyrir áverkum í andliti við þetta en kvaðst aðspurður ekki hafa veitt neinum áverkum athygli. Hann hafi þá hjálpað brotaþola upp í leigubíl, látið hana hafi lykil að hótelherbergi sínu og boðið henni að gista þar. Brotaþoli hafi farið í leigubílnum. Þetta hafi verið milli eitt og tvö um nóttina. Ákærði kvaðst hafa haldið áfram að skemmta sér en ekki hafi staðið til af hans hálfu að fara aftur heim á herbergið þessa nót t. Honum hafi hins vegar farið að berast símtöl frá brotaþola með beiðni um að þau myndu tala saman og hann hafi því farið á hótelið um fjögur um morguninn. Hann hafi þá bankað upp á og brotaþoli opnað fyrir honum. Þau hafi farið að tala saman, fyrst róleg a en, síðan hafi eitt leitt af öðru og brotaþoli orðið mjög æst, sem hafi endað með því að hún hafi slegið til hans og hann hafi þá tekið fast utan um hana með báðum höndum og haldið höndum hennar með síðum. Hún hafi barist um og hann hafi á endanum misst stjórn á sér og hafi barið hana fast í tvígang í lærið. Hann hafnaði því alfarið að hafa barið hana í andlitið. Hann kvaðst svo hafa hringt á lögreglu og í sömu mund hafi hótelsíminn hringt og brotaþoli hafi svarað. Lögregla hafi komið fljótlega. Borið va r undir ákærða hvernig framburður hans samræmdist framburði hjá lögreglu morguninn eftir brotið þar sem hann hafi viðurkennt að hafa veitt brotaþola áverka í andlit, kvað ákærði að hann hefði verið miður sín eftir atvikið en síðan hefði hann farið yfir at burði í huga sér að teldi sig hafa skýrari mynd af atburðum nú. Kvaðst algerlega viss að hann hefði ekki slegið brotaþola í andlitið. Brotaþoli lýsir atburðum með nokkuð öðrum hætti. Hún kvað þau hafa ákveðið að hittast í Reykjavík og eyða tíma saman. Ákær ði hafi tekið hótelherbergi og þau hafi fengið afhenta tvo lykla. Þau hafi rætt saman og átt góða stund á herberginu um daginn. Hún kvað hafa staðið til að þau dveldu á herberginu saman um nóttina. Þau hafi farið saman út að borða en í kjölfarið hafi brota þoli haldið í vinnusamkvæmi en ákærði annað. Hafi þau ætlað að hittast síðar um kvöldið. Hún hafi svo hitt ákærða á tilteknum skemmtistað en þeim hafi orðið sundurorða þar sem henni hafi þótt ákærði sýna öðrum konum meiri áhuga en henni. Þá hafi hún ákveði ð að fara heim á hótelherbergi og hafi tekið sér leigubíl til þess. 4 Hún hafi farið að sofa í herberginu en vaknað síðar um nóttina við að ákærði var kominn upp í rúm til hennar og hafi verið að strjúka henni. Brotaþoli kvaðst hafa beðið ákærða að hætta þv í en hann hafi þá brugðist ókvæða við og hafi slegið hana. Síðan hafi höggum rignt yfir hana. Hún hafi æpt á hjálp og reynt að komast undan. Kvaðst brotaþoli ekki gera sér grein fyrir hvað þessi atburðarás hafi tekið langan tíma. Hún kvaðst hafa slegið frá sér og það gæti vel stemmt að ákærði hafi fengið högg í andlitið, en það hafi verið í sjálfsvörn. Hún hafnaði því að hún hefði slegið ákærða fyrst. Þá hafnaði hún því aðspurð að hún hafi dottið í stiga eins og ákærði lýsti. Skýrslur voru teknar af lögregl umönnum þeim er kallaðir voru á vettvang í umrætt sinn og staðfestu þeir frásagnir sem fram koma í lögregluskýrslum. Þá gaf rannsóknarlögreglumaður sá sem tók skýrslu af ákærða skýrslu fyrir dómi, en einnig liggur fyrir í málinu hljóðupptaka af skýrslunni hjá lögreglu. Þá liggja fyrir upptökur af skýrslum sem brotaþoli gaf undir rannsókn málsins. Tekin var skýrsla fyrir dómi af lækni þeim sem skoðaði brotaþola. Eru lýsingar áverka sem fram koma í vottorði læknisins í samræmi við áverkalýsingu í ákæru. Í ský rslu læknisins fyrir dómi kom m.a. fram að hann teldi ólíklegt að áverkar á andliti brotaþola hefðu orðið við annað en högg. Niðurstaða varðandi ofangreinda ákæru. Framburður brotaþola um árás ákærða hefur verið samhljóða við lögreglurannsókn og hér fyrir dómi. Metur dómurinn hann trúverðugan. Á hinn bóginn hefur framburður ákærða tekið breytingum og fyrir dómi vék hann frá framburði sínum í lögregluskýrslu, sem dómurinn telur koma fram í upptöku skýrslunnar með skýrum hætti, að hann hafi valdið áverkum á andliti brotaþola. Var og hvergi í þeim framburði minnst á að brotaþoli hafi dottið í stiga á skemmtistað og kynni að hafa fengið áverka við það. Er það mat dómsins að ákærði hafi ekki gefið trúverðuga skýringu á breytingu á framburði og teljast framburður og skýringar ákærða fyrir dómi því ekki trúverðugar. Styður framburður læknis sem rannsakaði brotaþola einnig að áverkar á andliti hennar hafi orðið vegna högga í andlit. Áverkar brotaþola eru beggja megin á andliti og verður að mati dómsins að telja þett a styðja að högg hafi í það minnsta verið tvö. Með vísan til framangreinds telst sannað með framburði brotaþola og læknis þess sem rannsakaði hana, gegn neitun ákærða að ákærði hafi slegið brotaþola í andlitið eins og greinir í ákæru og valdið þannig þeim áverkum á andliti sem lýst er þar. Þá hefur ákærði að öðru leyti játað háttsemi sem lýst er í ákæruskjali og er litið svo á að áverkar sem þar er lýst samræmist henni. Er ákærði því sakfelldur og er háttsemi hans réttilega heimfærð til refsiákvæðis í ákæru . Um ákvörðun refsingar er fjallað í einu lagi í kafla III. II Eins og fyrr greinir játaði ákærði skýlaust sakarefni samkvæmt ákærum sem gefnar voru út 2. og 22. janúar 2018. Voru þær játningar hans í samræmi við gögn málsins og telst hann því sannur að s ök varðandi umrædd sakarefni og málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Um ákvörðun refsingar verður fjallað í einu lagi í kafla III. III Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann dæmdur fyrir brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 til tveggja mánaða fangelsisrefsingar 23. janúar 2001 og var dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann aftur dæmdur 14. september 2004 í tveggja mánaða fangelsi fyrir brot á sömu lagagrein og var sú refsing einnig skilorðsbundin til tveggja ára. Á árinu 2007 var hann dæmdur til 50.000 króna sektar fyrir brot á lögum um stjórn fiskveiða. Ákærði rauf skilorð fyrrnefnds dóms frá 14. september 2004, með broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og hlaut dóm vegna þess 3. nóvember 20 08. Honum var þar ekki gerð frekari refsing og hinn eldri dómur látinn haldast. Árið 2010 var ákærði dæmdur til 60 daga fangelsisrefsingar vegna brots á 1. mgr. 217 gr. almennra hegningarlaga og var fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í þrjú ár . Stóðst ákærði það skilorð. Loks var ákærði dæmdur 20. júlí 2017 í fangelsi í átta mánuði, fyrir brot gegn 233. gr., 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. b. almennra hegningarlaga, auk brota á barnaverndarlögum, vopnalögum og umferðarlögum. Var fullnustu refsinga rinnar frestað skilorðsbundið í þrjú ár. 5 Brot það gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga sem ákærði er nú sakfelldur fyrir var framið 25. mars 2017 og því fyrir uppkvaðningu síðastnefnds skilorðsdóms. Var því ekki um skilorðsrof að ræða en í samræmi við ákvæði 60. gr. almennra hegningarlaga ber að taka upp refsiákvörðun samkvæmt dóminum frá 20. júlí 2017 og bæta við refsingu vegna þess brots sem nú er dæmt um eftir reglum 78. gr. sömu laga. Brot ákærða gegn áfengislögum og umferðarlögum samkvæmt ákæru m útgefnum í janúar sl. eru smávægileg og er refsing fyrir þau ákveðin með framangreindum brotum eftir ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar nú er horft til þess að árás ákærða verður að teljast alvarleg og brjóta gegn mikilvægum hagsmunum brotaþola. Skiptir þá einkum máli að ákærði og brotaþoli höfðu verið í nánu sambandi. Þykir hæfilegt að bæta tveimur mánuðum við áður ákveðna refsingu ákærða og er hún því ákveðin fangelsi í tíu mánuði. Í forsendum dóms yfir ákærða 20. júlí 2017 er skilorðsbinding refsingar rökstudd með því að ákærði hafi sýnt í verki vilja sinn til að bæta ráð sitt, þar sem hann hafi bæði leitað eftir og þegið aðstoð til slíks, eins og komi fram í vottorði nafngreinds sálfræðings. Með hliðsjón af því að ofbeldisb rot ákærða sem hér er til umfjöllunar var framið áður en meðferð málsins fór fram, sem dæmt var 20. júlí 2017, og því ekki um skilorðsrof að ræða, þykir ekki annað fært en að láta skilorðsbindingu hins fyrri dóms standa. Verður því frestað fullnustu átta m ánaða af refsingunni og fellur hún niður að liðnum þremur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Með broti sínu olli ákærði brotaþola miska. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 800.000 krónur og ber fjárhæðin vexti eins og nánar greinir í dómsorði. Tekur upphafsdagur dráttarvaxta mið af því að ekki verður séð að ákærða hafi verið birt bótakrafa fyrr en við þingfestingu. Krafa brotaþola um greiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem hún hafi leitað sér vegna afleiðinga brotsins og fyrirs jáanlegs kostnaðar er ekki nægilega studd læknis - eða sálfræðilegum gögnum og telst því ósönnuð og verður ekki tekin til greina þegar af þeirri ástæðu. Sakarkostnaður í málinu er, samkvæmt yfirliti sækjanda 43.900 krónur vegna læknisvottorðs. Þá er um að r æða kostnað vegna ferðalaga brotaþola á þingstað samtals að fjárhæð 109.974 krónur samkvæmt kvittunum. Einnig er um að ræða þóknun, Jóhannesar A. Kristbjörnssonar lögmanns, skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sem telst hæfilega ákveðin 316.200 krónur að me ðtöldum virðisaukaskatti. Þá er um að ræða ferða - og dvalarkostnað skipaðs réttargæslumanns samtals að fjárhæð 82.048 krónur. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Andrésar Más Magnússonar lögmanns eru hæfilega ákveðin 463.760 krónur. Framangreindur sakarkostna ður er í heild 1.015.882 krónur. Frá þeirri fjárhæð ber að draga ferðakostnað sem hlaust af því að í tvígang þurfti að afboða aðalmeðferð með stuttum fyrirvara, í annað skipti vegna veðurs og í hitt skiptið vegna þess að ekki tókst að ná í vitni. Verður sá hluti kostnaðar sem beinlínis leiddi af þessu greiddur úr ríkissjóði og nemur sú fjáræð 64.705 krónum vegna ferðakostnaðar brotaþola en 38.193 krónum vegna ferðakostnaðar skipaðs réttargæslumanns brotaþola. Samtals ber ákærða því að greiða sakarkostnað að fjárhæð 912.984 krónur en sakarkostnaður að fjárhæð 102.898 krónur greiðist úr ríkissjóði. Halldór Björnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan kl. 15.00 miðvikudaginn 29. ágúst 2018 í dómsal A, Hafnarstræti 107, 4. hæð, Akureyri. D ó m s o r ð : Ákærði, X, sæti fangelsi í tíu mánuði, en fresta skal fullnustu átta mánaða af refsingunni og fellur hún niður að liðnum þremur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 800.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. mars 2017 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá 5. maí 2018 til greiðsludags. Ákærði greiði sakarkostnað að fjárhæð 912.984 krónur, sem eru málsvarnarlaun verjanda hans, Andrésar Más Magnússonar, lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 463.460 að meðtöldum virðisaukaskatti, málsvarnarlaun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Jóhannesar A. Kristbjörnssonar 6 lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með virðisaukaskatti, 316.200 krónur og annar sa karkostnaður að fjárhæð 133.324 krónur. Sakarkostnaður að fjárhæð, 64.705 krónur vegna ferða vitnis og 38.193 krónur vegna ferða skipaðs réttargæslumanns greiðist úr ríkissjóði.