LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. nóvember 2019. Mál nr. 820 /2018: Samskip hf. ( Lilja Jónasdóttir lögmaður) gegn Tryggingamiðstöðinni hf. ( Einar Baldvin Axelsson lögmaður) Lykilorð Farmflutningur. Stórkostlegt gáleysi. Skaðabætur. Dráttarvextir. Útdráttur S tók að sér að flytja forbrjót fyrir V frá Finnlandi til Íslands. Við umskipun hans í Árósum ákváðu hafnarverkamenn að koma honum fyrir á gámafleti með því að festa taugar í hann og hífa hann upp á fletið. Við þá aðgerð féll forbrjóturinn til j arðar úr óþekktri hæð og varð fyrir altjóni. Forbrjóturinn var tryggður hjá T sem greiddi út vátryggingafjárhæðina og höfðaði mál á hendur S til endurgreiðslu á fjárhæðinni. S var ekki talinn hafa sýnt fram á að tjónið staf aði af því að tækið hafi ekki ver ið réttilega búi ð til flutnings . Þá var ekki talið að stofnast hefði til gilds samnings um takmörkun ábyrgðar S. Í ljósi vitneskju S um að ekki hefðu verið lyftipunktar á tækinu og þeirrar augljósu tjónshættu sem hífingu tækisins fylgdi yrði að telja að ák vörðun hans um að hífa tækið eigi að síður upp á gámafletið hefði ekki samræmst skyldum hans samkvæmt 1. mgr. 51. gr. siglingalaga nr. 34/1985 og yrði að meta þá háttsemi honum til stórfellds gáleysis. Þar sem tjóninu var valdið af stórfelldu gáleysi átti takmörkun ábyrgðar samkvæmt 2. mgr. 70. gr. siglingalaga ekki við. Var S dæmdur til að greiða T bætur eftir því verðgildi sem tækið hefði haft óskaddað við afhendingu á réttum stað og tíma auk skoðunarkostnaðar en að frádreginni eigin áhættu og söluverði t ækisins. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson og Sigríður Ingvarsdóttir, settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 1. nóvember 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 5. október 2018 í málinu nr. E - 3762/2017 . 2 Áfrýjandi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti en til vara að dómkröfur stefnda verði lækkaðar verulega og að málsk ostnaður verði felldur niður. 2 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Áfrýjandi t ók að sér að flytja forbrjót frá Finnlandi til Íslands í febrúar 2017. Forbrjótur er grjótmulningsvél á beltum sem einkum er notuð við jarðvegsframkvæmdir og vegur vélin ríflega 40 tonn. Tækið , sem var flutt fyrir Vélafl ehf. , var vátryggt hjá stefnda. Við umskipun þess í Árósum tóku hafnarverkamenn þá ákvörðun að koma því fyrir á gámafleti með því að fest a taugar í vélina og hífa hana upp á fletið . Við þá aðgerð féll vélin til jarðar úr óþekktri hæð og varð fyrir altjóni . Stefndi greiddi Vélafl i ehf. vátryggingarfjárhæðina og höfðaði í kjölfarið mál á hendur áfrýjanda til endurgreiðslu á fjárhæðinni á þeir ri forsendu að áfrýjandi bæri sem framflytjandi ábyrgð á tjóninu. 5 Forbrjóturinn var ekki útbúinn lykkjum eða festingum, svonefndum lyftipunktum, sem hægt væri að nota til að hífa hann laus an um borð. Þess í stað varð að koma tækinu fyrir á gámafleti og híf a svo f l e tið um borð með vélinni ofan á. Í upphafi mat áfrýjandi það svo að þetta væri of áhættusamt og treysti hann sér ekki til að taka að sér flutninginn. Eftir ítrekaða beiðni Vélafls ehf. tók áfrýjandi málið aftur til skoðunar og féllst að lokum á að taka að sér flutninginn. Í tölvuskeyti starfsmanns áfrýjanda, Gísla Kristjánssonar, til fyrirsvarsmanns Vélafls ehf., Hjálmars Helgasonar, 26. janúar 2017 kemur meðal annars fram að það sé mögulegt að ,,fá þá til að hífa en þeir vilja ekki taka neina ábyrg áfrýjanda í Árósum, og að áfrýjandi þurfi ,,einhverskonar yfirlýsingu áður en við Hinn 30. janúar sendi Gísli tölvuskeyti til Hjálmars og Gunnars Karls Helgasonar, starfsmanns Vélafls ehf., þar sem meðal annars kom fram að ,,terminalið í Aarhus tekur enga ábyrgð á hífingu um borð þar sem ekki eru lifting points á vélinni og ekki venjan að hífa svona tæki á fleti u þyrftu að vera vissir um að tækið yrði ekki fast í Árósum vegna þess að það yrði ekki híft og spurði tveggja spurninga um þunga sem mætti setja á gámafleti. Í ódagsettu tölvuskeyti Gísla, sem ber með sér að vera til starfsmanns Vélafls ehf., segir hann meðal annars að þyngdin sé ekki aðalvandamálið varðandi hífingu ,,heldur meira u svona tæki hífð laus um borð og komið fyrir á fleti á skipinu. Starfsmenn séu reiðubúnir að hífa tækið um borð ,,en við getum við þessu síðasta skeyti hafi verið brugðist. 6 Áfrýjandi gerði Vélafli ehf. tilboð 30. janúar 2017 í flutning tækisins. Í tilboðinu er svohljóðandi fyrirvari á ensku: ,,The machine does not have any lifting points and the stevedores will not take any responsibility while lifting the machine. If the mac hine will get damaged while lifting it on a flatrack onboard the vessel the responsibility is on 3 þýðingunni er textinn þýddur á svofelldan hátt: ,,Vélin hefur enga lyftipunk ta og hafnarverkamenn taka enga ábyrgð við lyftingu á vélinni. Ef vélin verður fyrir tjóni þegar henni er lyft á gámafleta ber þýddur svo: ,,Vélin hefur enga lyftipunkta og hafnarverkamenn taka enga ábyrgð v ið lyftingu á vélinni. Ef vélin verður fyrir tjóni þegar gámafleti með vélinni er lyft um og við skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í héraði kvaðst fyrrnefndur Hjálmar ekki vita til þess að tilboðið hefði verið undirritað eða samþykkt skriflega. Einnig kom fram hjá vitninu að þeir hefðu gengið út frá því að vélinni yrði ekið upp á gámafletið og gámafletið yrði síðan híft um borð með vélinni á. Á hinn bóginn bar áðurnefn dur Gísli í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi að allan tímann hefði verið ljóst að hífa þyrfti vélina á gám afleti og síðan á fletinu um borð. 7 Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi gaf áfrýjandi út sjófarmbréf á ensku (Combined Transport Sea Waybill) fyrir fjö lþáttaflutning frá Helsinki í Finnlandi til Reykjavíkur með umskipun í Árósum í Danmörku. Í sjófarmbréfinu er ekki berum orðum gerð undanþága eða takmörkun á ábyrgð áfrýjanda eða vísun til ábyrgðartakmörkunar, en þar er vísað til staðlaðra flutningsskilmál a áfrýjanda og númers á framangreindu tilboði áfrýjanda til Vélafls ehf. Þá kemur fram í sjófarmbréfinu að tækið skuli flutt ferð er átt við að tæki sé ekið um farmur sé hífður um borð og frá borði. Niðurstaða 8 Ágreiningur í málinu lýtur m.a. að því að áfrýjandi heldur því fram að hann hafi tekið að sér flutninginn gegn því skilyrði að hann bæri ekki ábyrgð á tjóni sem verða kynni á forbrjótinum við hífingu. Telur áfrýjandi að í hinum tilvitnuðu tölvuskeytum hafi falist samþykki Vélafls ehf. á annars vegar ábyrgðarleysi áfrýjanda við hífingu á tækinu og hins vegar á tilboði áfrýjanda í flutninginn . Stefndi telur á hinn bóginn að enginn gildur samningur um slíka ábyrgðartakmörkun hafi stofnast með áfrýjanda og Véla fli ehf . 9 Ekki er um það deilt að um sjófarmbréf það sem áfrýjandi gaf út giltu staðlaðir flutningsskilmálar áfrýjanda fyrir fjölþáttaflutning og ákvæði siglingalaga nr. 34/1985 og að tilvísun í sjófarmbréfinu og siglingalögum til hugtaksins ,,farmskírtein sjófarmbréfsins. 10 Skyldum farmflytjanda er lýst í 1. mgr. 51. gr. siglingalaga á þann hátt að hann skuli á eðlilegan og vandvirkan hátt ferma, meðhöndla, stúfa, flytja, varðveita, annast um og afferma vörur sem hann flytur. Í 1. mgr. 68. gr. sö mu laga er mælt fyrir um að skemmist farmur eða glatist meðan hann er í vörslum farmflytjanda á skipi eða í landi ber i honum að bæta tjón sem af því hlýst nema ætla megi að hvorki hann né neinn maður, sem hann ber ábyrgð á, eigi sök á tjóninu. Í ákvæðinu f elst sakarlíkindaregla 4 þess efnis að farmflytjandi ber sönnunarbyrðina fyrir því að háttsemi sem leiðir til tjóns hafi ekki verið saknæm eða falli undir undantekningar sem raktar eru í stafliðum a - p í 2. mgr. sömu greinar. 11 Samkvæmt 1. mgr. 118. gr. siglin galaga er ekki heimilt að semja um frávik frá tilteknum ákvæðum laganna, þar með talið 1. mgr. 51. gr. og 68. gr., til tjóns fyrir vörusendanda þegar beita skal íslenskum rétti nema undantekningar sem raktar eru í 2. til 4. mgr. sömu greinar eigi við. Óumd eilt er eins og fyrr segir að íslensk lög gilda um réttarsamband aðila. Áfrýjandi hefur ekki gegn mótmælum stefnda sýnt fram á að tjónið stafi af því að tækið hafi ekki verið réttilega búið til flutnings, sbr. n - lið 2. mgr. 68. gr. siglingalaga og greinar 6(1)(a)(iii og viii) í sjófarmbréfinu. Heimild í 2. mgr. 118. gr. til að gera fyrirvara um takmörkun ábyrgðar farmflytja nda um vöru áður en ferming hennar hefst eða eftir að affermingu lýkur á ekki við, enda fór hífing tækisins fram við umskipun þess, löng u eftir að það var flutt um borð í skip á afhendingarstað. Stofnaðist því aldrei til gilds samnings milli aðila um takmörkun ábyrgðar áfrýjanda. Þá verður fyrirvarinn um takmörkun bótaábyrgðar ekki reistur á 4. mgr. 118 . gr. þegar af þeirri ástæðu að ekki var byggt á þeirri málsástæðu fyrir héraðsdómi, sbr. 1. mgr. 11 1 . gr. laga nr. 91/1991. 12 Í tilvitnuðu tölvuskeyti Gísla Kristjánssonar frá 30. janúar 2017 og tilboði áfrýjanda sama dag kemur skýrt fram að ekki séu lyftipunktar á tækinu. Mátti áfrýjanda því vera ljóst að ekki væri mögulegt að hífa tækið upp án umtalsverðrar tjónshættu. Samkvæmt málatilbúnaði áfrýjanda var ekki unnt að keyra tækið upp á gámafletið í höfninni í Árósum þar sem ekki hafði verið til rampur sem nota mætti í því skyni. Hvergi í fra mlögðum tölvuskeytum Gísla Kristjánssonar, tilboði áfrýjanda eða sjófarmbréfi kemur þó fram skýrum orðum að tækið verði híft upp á gámafletið. Í ljósi vitneskju áfrýjanda um að ekki væru lyftipunktar á tækinu og þeirrar augljósu tjónshættu sem hífingu tæki sins fylgdi verður að telja að ákvörðun hans um að hífa tækið eigi að síður upp á gámafletið hafi ekki samræmst skyldum hans samkvæmt 1. mgr. 51. gr. siglingalaga og verður að meta þá háttsemi honum til stórfellds gáleysis. 13 Þar sem tjóninu var valdið af stórfelldu gáleysi á takmörkun ábyrgðar samkvæmt 2. mgr. 70. gr. siglingalaga ekki við, sbr. 6. mgr. sömu greinar. Upphafleg stefnufjárhæð var 21.441.977 krónur og var sundurliðuð þannig að verðgildi tækisins væri 35.010.360 k rónur og skoðunarkostnaður 181.617 krónur en frá þeim liðum skyldi draga eigin áhættu að fjárhæð 250.000 krónur og söluverð hin nar skemmd u vélar að fjárhæð 13.500.000 krónur. Við upphaf aðalmeðferðar í héraði lækkaði stefndi stefn ufjárhæðina í 19.456.988 k rónur . Hann sundurliðaði fjárhæðina þannig að verðmæti tækisins væri 31.576.500 krónur og bætti við tveimur nýjum liðum, flutningskostnaði að fjárhæð 1.308.830 krónur og vátryggingariðgjaldi að fjárhæð 140.041 króna. Áfram var gert ráð fyrir fyrrgreindum l ið um skoðunarkostnað og frádrætti vegna eigin áhættu og söluverðs tækisins. Þar sem fyrrgreindir liðir um 5 flutningskostnað og vátryggingariðgjald voru ekki hafðir uppi í stefnu eru þeir of seint fram komnir og koma því ekki til álita. 14 Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. siglingalaga skal reikna b ætur samkvæmt 68. gr. laganna eftir því verðgildi sem varan hefði haft ósködduð við afhendingu á réttum stað og tíma. Óumdeilt er að verðmæti vélarinnar var 270.000 evrur en aðila greinir á um við hvaða tímapunkt skuli miða u mreikning þess í íslenskar krónur. Flutningaskipið kom til Reykjavíkur 28. febrúar 2017 og ber að miða við gengi evru á þeim degi, 113 krónur og 12 aura r, enda hefði vélin þá verið afhent . Er viðmiðunarverð vélarinnar því 30.542.400 krónur. Kröfuliður um s koðunarkostnað var hafður uppi í stefnu og verður því fallist á þann lið. Í samræmi við það sem að framar greinir verður krafa stefnda því tekin til greina með 16.974.017 krónum. 15 Í 10. gr. flutningsskilmála áfrýjanda, sem voru hluti af samningi aðila, er k veðið svo á um að ekki skuli koma til vaxta af neinni kröfu á hendur farmflytjanda fyrr en frá dómsuppsögu. Samkvæmt því og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar 7. mars 2002 í máli nr. 243/2001 miðast upphafstími vaxta við dómsuppkvaðningu héraðsdóms. 16 Samkvæmt framansögðu verður áfrýjanda gert að greiða stefnda 16.974.017 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. október 2018 til greiðsludags. 17 Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Áfrýjandi, Samskip hf., greiði stefnda, Tryggingamiðstöðinni hf., 16.974.017 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. október 2018 til greiðs ludags. Áfrýjandi greiði stefnda 3.000.000 króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 5. október 2018 1. Mál þetta var höfðað 13. nóvember 2017 og dómtekið 17. september 2018. Stefnandi er Tryggingamiðstöðin hf., Síðumúla 24 í Reykjavík. Stefndi er Samskip hf., Kjalarvogi 7 15 í Reykjavík. 2. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 19.456.988 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. og 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga frá 10. júní 2017 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að stefndi greiði stefnanda málskostnað að mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða honum 2.899.275 krónur í málskostnað. Þá krefst stefndi til vara lækkunar á kröfum stefnanda og að málskostnaður verði felldur niður. 6 3. Í málinu er deilt um hvort stefndi, sem farmflytjandi, beri ábyrgð á tjóni sem varð á tæki sem fyrirtækið hafði tekið að sér að flytja frá Finnlandi til Íslands. Stefnandi var vátryggjandi tækisins en viðsemjandi stefnda og eigandi tækisins var fyrirtækið Vélafl ehf. Umrætt tæki er svokallaður forbrjótur sem er vinnuvél á beltum, grjótmulningsvél, sem ætluð er til að mala gróft efni og flytja frá sér mulninginn á færibandi í hrúgu eða yfir á aðra vinnuvél. Slík tæki eru e inkum notuð við vinnu í húsgrunnum og við vega - og jarðvegsframkvæmdir. Tækið sem stefndi tók að sér að flytja fyrir Vélafl var 44 tonn að þyngd. Þegar Vélafl óskaði fyrst eftir flutningnum hafnaði stefndi að taka að sér flutninginn með því að of áhættusam t væri að hífa tækið um borð í skip. Ástæðan var sú að tækið var ekki þannig útbúið með lykkjum eða festingum að unnt væri að hífa það laust um borð heldur varð að koma því fyrir á gámafleti og hífa svo þá undirstöðu með tækinu ofan á. Þetta mat stefndi of áhættusamt til að fyrirtækið treysti sér til að taka að sér flutninginn. Fyrir beiðni fyrirsvarsmanns Vélafls var málið tekið til skoðunar öðru sinni og að lokum fór svo að stefndi tók flutninginn að sér. Stefndi telur að þetta hafi hann gert með skilyrðu m. Þessi skilyrði hafi lotið að því að stefndi tæki ekki ábyrgð á tjóni sem verða kynni á tækinu við hífingu. Telur stefndi að á þetta hafi fyrirsvarsmaður Vélafls fallist. Stefnandi telur á hinn bóginn að enginn gildur samningur um slíka ábyrgðartakmörkun hafi stofnast með stefnda og Vélafli. Við umskipun í Árósum eyðilagðist tækið er hafnarverkamenn hífðu það upp með því að festa taugar í tækið sjálft þannig að festingar á því rifnuðu og það féll til jarðar úr óþekktri hæð. 4. Stefnandi byggir á því að stef ndi beri ábyrgð á tjóni því sem varð á forbrjóti Vélafls ehf. við umskipun í Árósum á grundvelli IV. kafla siglingalaga og flutningsskilmála stefnda. Stefnandi vísar til þess að um ábyrgð stefnda sem farmflytjanda fari samkvæmt 1. mgr. 68. gr. siglingalaga sem mælir fyrir um að skemmist farmur eða glatist meðan hann er í vörslum farmflytjanda á skipi eða í landi beri honum að bæta tjón sem af því hlýst nema ætla megi að hvorki hann né neinn maður, sem hann ber ábyrgð á, eigi sök á tjóninu. Í ákvæði 68. gr. felst að mati stefnanda sakarlíkindaregla sem leiði til þess að það hvíli á stefnda að sanna að háttsemi sem olli tjóninu hafi ekki verið saknæm eða að undantekningaratvik þau sem fram koma í 2. mgr. 68. gr. siglingalaga eigi við. Þá vísar stefnandi til ák væðis 6. gr. staðlaðra flutningsskilmála stefnda fyrir fjölþáttaflutning þar sem fram kemur að stefndi beri ábyrgð á tapi eða skemmdum sem verði meðan á flutningi standi frá því að hann veiti farmi viðtöku og þar til afhending hafi átt sér stað að undansky ldu því sem öðruvísi sé áskilið í farmbréfi. Stefnandi vísar til þess að stefndi beri samkvæmt framansögðu ekki aðeins ábyrgð á eigin athöfnum heldur einnig á tjóni sem verði vegna mistaka undirverktaka hans eða þeirra annarra sem hann fái til að annast þæ r skyldur sem á stefnda hvíli til að koma í kring fjölþáttaflutningnum samkvæmt samningi stefnda og Vélafls. 5. Stefnandi hafnar því sem á er byggt af hálfu stefnda, að stefndi hafi með gildum hætti undanþegið sig ábyrgð vegna hífingar tækisins sem eyðilagði st við umskipun í Árósum. Telur stefnandi að enginn slíkur samningur hafi stofnast á milli stefnda sem farmflytjanda og Vélafls sem viðtakanda farms. Þá vísar stefnandi til þess að engin ákvæði um ábyrgðartakmörkun sé að finna í farmbréfi því sem stefndi g af út vegna flutningsins og að í 1. mgr. 110. gr. siglingalaga segi að farmskírteini sé grundvöllur réttarstöðu farmflytjanda og viðtakanda farms og að ákvæði farmsamnings sem ekki séu sett í farmskírteini séu ógild gagnvart viðtakanda. Þá telur stefnandi að ákvæði 4. mgr. 45. gr. siglingalaga, um skaðabótaskyldu farmsamningshafa gagnvart farmflytjanda ef farmskírteini er útbúið samkvæmt farmsamningi með öðrum skilmálum en ákveðið var í samningnum þannig að ábyrgð farmflytjanda aukist, eigi ekki við eins og stefndi byggi á. Þannig hafi aðilar samið svo um samkvæmt 4. mgr. 119. gr. siglingalaga að um ábyrgð stefnda færi samkvæmt siglingalögum sem feli í sér að um ábyrgð stefnda fari eftir ófrávíkjanlegum ákvæðum siglingalaga, sbr. 1. mgr. 118. gr. laganna. Vi ð slíkar aðstæður sé viðurkennt að norrænum rétti að ákvæði sambærilegt 4. mgr. 45. gr. eigi ekki við en að auki gæti ákvæðið aðeins komið til 7 skoðunar í sérstöku endurkröfumáli farmflytjanda gagnvart farmsamningshafa og sé því óviðkomandi úrlausn þessa má ls. 6. Þá byggir stefnandi á því að jafnvel þó talið væri að samið hefði verið um fyrirvara um ábyrgð stefnda við hífingu á forbrjóti Vélafls ehf. við umskipun í Árósum, eins og stefndi haldi fram, þá sé sá fyrirvari takmarkaður við hífingu tækisins á gámafl eti um borð í skip en eigi ekki við um hleðslu tækisins á gámafletið áður en það skyldi híft um borð í skipið. Einnig telur stefnandi að þótt samið hefði verið um fyrirvara um ábyrgð stefnda við hífingu á forbrjóti Vélafls ehf. við umskipun í Árósum gæti s líkur fyrirvari ekki haft gildi í þessu máli þar sem athafnir hafnarverkamanna í Árósum sem stefndi beri ábyrgð á gagnvart stefnanda hafi falið í sér vanefnd á farmsamningi og ekki verið í samræmi við ákvæði 51. gr. siglingalaga um skyldu farmflytjanda til að annast vörur sem hann flytur á eðlilegan og vandvirkan hátt. 7. Stefndi vísar til þess að því er varðar aðild stefnanda að hún sé tilkomin vegna þess að stefnandi greiddi farmsamningshafa, Vélafli, bætur vegna tjóns þess sem varð er forbrjótur Vélafls ey ðilagðist við umskipun í Árósum. Í þessu felst að mati stefnda að stefnandi öðlist ekki meiri rétt en Vélafl gat átt á hendur stefnda. Stefndi telur að sér beri sýkna í málinu með því að félagið hafi við farmsamningsgerð við Vélafl undanþegið sig ábyrgð á hífingu margnefnds forbrjóts við umskipun í Árósum. Aðdragandi og atvik samningsgerðarinnar sýni að af hálfu Vélafls hafi verið fallist á skilmála stefnda og ábyrgðarundanþágu og af því samþykki Vélafls sé stefnandi bundinn. Þetta telur stefndi leiða af al mennum reglum um skuldbindingargildi samninga og að engar reglur siglingalaga banni honum að semja um slíka ábyrgðartakmörkun. Útgáfa og orðalag farmbréfs eða fylgibréfs geti ekki breytt slíkum skýrum ákvæðum farmsamnings aðila. 8. Stefndi vísar og til þess að hann eða þeir sem hann ber ábyrgð á hafi beitt bestu mögulegu aðferð við hífingu hins eyðilagða tækis og í hvívetna sýnt af sér þá árvekni við verkið sem af þeim verði krafist. Stefndi hafnar málatilbúnaði stefnanda og skýringum á 110. gr. siglingalaga og áréttar að ákvæðinu sé ætlað að vernda hagsmuni grandlauss viðtakanda en hafi ekki áhrif á efni farmsamnings aðila sem með skýrum og afdráttarlausum hætti hafi fallist á ábyrgðartakmörkun farmflytjanda. Þá telur stefndi að ákvæði 4. mgr. 45. gr. sigling alaga, um skaðabótaskyldu farmsamningshafa gagnvart farmflytjanda ef farmskírteini er útbúið samkvæmt farmsamningi með öðrum skilmálum en ákveðið var í samningnum þannig að ábyrgð farmflytjanda aukist, eigi við í málinu. Af ákvæði 45. gr. um endurkröfurétt leiði að það sé stefnandi en ekki stefndi sem beri endanlega fébótaábyrgð samkvæmt siglingalögum. 9. Þá vísar stefndi til þess að ákvæði staðlaðra samningsskilmála hans um fjölþáttaflutning nr. 6.1.a.iii og 6.1.a.viii leysi hann undan ábyrgð á tjóni stefnan da. Þannig hafi umbúnaður tækisins og ástand komið í veg fyrir að stefndi gæti varist falli þess við hífingu og tækið ekki verið nægjanlega búið til flutnings samkvæmt samningsskilmálum stefnda. Varðandi varakröfu um lækkun vísar stefndi til 70. gr. siglin galaga og ákvæðis staðlaðra samningsskilmála sinna um fjölþáttaflutning nr. 7.iii og telur að samkvæmt nefndum reglum geti bætur ekki orðið hærri en 2 SDR fyrir hvert brúttókíló vöru sem skemmist eða í því tilviki sem hér er um deilt alls 88.000 SDR. Telur stefndi að miða eigi gengi þessarar verðmæliseiningar við þann dag þegar bótauppgjör stefnanda fór fram en samkvæmt dómvenju og 10. gr. flutningsskilmála stefndu skuli ekki koma til vaxta fyrr en frá uppkvaðningu dóms. Niðurstaða 10. Að mati dómsins er í ljó s leitt í málinu að í aðdraganda þess að stefndi tók að sér hinn umþrætta farmflutning áttu stefndi og fyrirsvarsmenn Vélafls samskipti sín á milli sem vörðuðu athugasemdir undirverktaka stefnda við umskipunarhöfnina í Árósum um að ekki væri unnt að 8 ábyrgj ast örugga hífingu forbrjóts Vélafls. Í þeim samskiptum komu fram upplýsingar um að ekki væri unnt að hífa forbrjótinn lausan með því að á honum væru ekki lyftipunktar eða lykkjur eða festingar fyrir hífitaugar. Þá kom fram að undirverktaki stefnda við ums kipunarhöfnina í Árósum hefði talið of áhættusamt að hífa forbrjótinn á gámafleti til að hann gæti ábyrgst slíka hífingu. 11. Stefndi gaf út fylgibréf eða farmbréf fyrir fjölþáttaflutning (combined transport sea waybill) vegna hins umdeilda farmflutnings frá Helsinki í Finnlandi til Reykjavíkur með umskipun í Árósum í Danmörku. Óumdeilt er með aðilum að um nefnt farmbréf gildi staðlaðir flutningsskilmálar stefnda fyrir fjölþáttaflutning og ákvæði siglingalaga nr. 34/1985 og að tilvísun farmskír teini farmbréfsins. Með þessu tókst stefndi á hendur ábyrgð á flutningi farms stefnanda frá því að hann veitti farmi viðtöku og þar til afhending skyldi fara fram að undanskildu því sem öðruví si væri áskilið í farmbréfi. Enga áritun um undanþágu frá ábyrgð eða vísun til ábyrgðartakmörkunar er að finna í farmbréfinu. 12. Af farmbréfi því sem stefndi gaf út vegna hins umdeilda farmflutnings er ljóst og er ekki umdeilt með aðilum að flutningur forbrjóts Vélafls frá Helsinki til Árósa skyldi fara fram RORO (roll on roll off) en flutningurinn frá Árósum til Reykjavíkur LOLO (lift on lift off). Í þessu fólst að við flutninginn frá Helsinki til Árósa var tækinu ekið um borð í skip og frá borði annað hvort með því að aka því sjálfu alla leið eða með því að aka því upp á flutningsvagna. Það lá enda ljóst fyrir að tækið hafði drifbúnað og unnt var að aka því með fjarstýringu sem gat verið með kapli eða þráðlaus. Af þessu verður ekki annað séð en að stefn di eða menn á hans vegum hafi haft, ekki einasta vitneskju um þessa eiginleika tækisins heldur einnig þekkingu til að flytja það til með eigin drifbúnaði tækisins. 13. Fallast verður á það með stefnanda að eins og atvikum þessa máls er háttað verði að líta sv o á að stefndi beri ábyrgð á tjóni stefnanda svo fremi að honum takist ekki að sýna fram á að einhver þau atvik eigi við sem fram koma í 2. mgr. 68. gr. siglingalaga eða 6. gr. staðlaðra flutningsskilmála stefnda fyrir fjölþáttaflutning. Þá er ekki unnt að fallast á að stofnast hafi gildur samningur milli stefnda og Vélafls ehf. um ábyrgðartakmörkun sem stefnandi geti verið talinn bundinn af. Kemur þar bæði til að ekki liggur fyrir að slíkur samningur hafi verið samþykktur af fyrirsvarsmönnum Vélafls með þe im hætti sem þó var gert ráð fyrir í tilboði stefnda um farmflutninginn, þ.e. skriflega, og eins hitt að slíkrar ábyrgðartakmörkunar er í engu getið í farmbréfi því sem stefndi gaf út fyrir flutninginn. Þá er óhjákvæmilegt að taka undir með stefnanda um þa ð að jafnvel þó fallist yrði á að slíkur samningur um ábyrgðartakmörkun hafi stofnast væri efni hans í besta falli afar óljóst og líklega réttast að skilja hann svo að stefndi hafi áskilið sér undanþágu frá ábyrgð á hífingu forbrjóts Vélafls á gámafleti um borð í skip. Ljóst er því af óumdeildum málavöxtum sem aðilar leggja til grundvallar að hið umdeilda tjón varð ekki við þær aðstæður sem hin meinta ábyrgðartakmörkun vísar til. 14. Atvik málsins að því er varðar það nákvæmlega á hvern hátt það bar til að mar gnefndur forbrjótur eyðilagðist í meðförum undirverktaka stefnda við umskipun í Árósum í Danmörku þann 21. febrúar 2017 eru á margan hátt óljós. Af því ber stefndi hallann, bæði með tilliti til þess að á honum hvílir sönnunarbyrði fyrir því að einhver af á byrgðarleysisástæðum 2. mgr. 68. gr. siglingalaga eða 6. gr. ákvæðis staðlaðra samningsskilmála hans um fjölþáttaflutning eigi við og með því að stefndi hefur, þrátt fyrir áskorun stefnanda, neitað að leggja fram skýrslur um tjónið sem leitt hefur verið í ljós að hann hefur aðgang að og sem ekki er útilokað að geti varpað frekara ljósi á málsatvik. 9 15. Með því að stefnda hefur ekki tekist sönnun um tilvist ábyrgðarleysisástæðu samkvæmt siglingalögum eða samningsskilmálum verður hann að bera tjón stefnanda efti r almennum reglum. Þá verður til þess að líta að eins og að framan er getið var stefnda kunnugt um að ekki mætti hífa margnefnt tæki. Að það væri ekki hæft til hífingar eitt og sér. Þetta gerðu undirverktakar stefnda samt. Í skoðunarskýrslu óháðs skoðunara ðila sem liggur fyrir í málinu er tekið fram að augljóst hafi verið að þessari aðferð mátti ekki beita til að færa tækið úr stað. Háttsemi undirverktaka stefnda verður í þessu ljósi að skoða sem stórkostlegt gáleysi af þeirra hálfu. Á þeirri saknæmu háttse mi ber stefndi ábyrgð gagnvart stefnanda. Þetta leiðir til þess að ekki verður af hálfu stefnda borið við ábyrgðartakmörkun 70. gr. siglingalaga. Verður honum því gert að bæta stefnanda tjón hans eftir almennum reglum en ekki er ágreiningur um útreikning b ótafjárhæðarinnar á þeim grundvelli. Af hálfu stefnanda flutti málið Einar Baldvin Axelsson lögmaður en af hálfu stefnda flutti málið Guðrún Lilja Sigurðardóttir lögmaður. Ástráður Haraldsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Samskip hf. , greiði stefnanda, Tryggingamiðstöðinni hf., 19.456.988 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. og 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga frá 10. júní 2017 til greiðsludags og 2.900.000 krónur í málskostnað.