LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 20. mars 2020. Mál nr. 91/2020 : A (Þórdís Bjarnadóttir lögmaður ) gegn B ( Ólafur Örn Svansson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Fjárslit. Óvígð sambúð. Opinber skipti. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem leyst var úr ágreiningi milli A og B sem reis við opinber skipti til fjárslita milli þeirra vegna loka óvígðrar sambúðar. A krafðist þess að söluandvirði fasteignar, sem hafði verið þinglýst eign B á viðmiðunardegi s kipta, myndi falla undir skiptin. Með hliðsjón af því hvernig fjármálum aðila og fyrirkomulagi á skráningu eigna þeirra hefði verið háttað á sambúðartímanum og aðstæðum þeirra að öðru leyti var ekki talið að greiðslur, sem A innti af hendi í aðdraganda kau pa fasteignarinnar, gætu einar og sér leitt til hlutdeildar hans í eignamyndun fasteignarinnar. Var kröfu hans því hafnað. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómarinn Jóhannes Sigurðsson og Björg Thorarensen og Sandra Baldvinsdóttir , settir landsréttardómarar, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 13. febrúar 2020 , sem barst réttinum degi síðar. Greinargerð varnaraðila barst réttinum 5. mars 2020. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. janúar 2020 í málinu nr. Q - /2019 þar sem leyst var úr nánar tilgreindum ágreiningi milli málsaðila við opinber skipti til fjárslita þeirra á milli. Kæruheimild er í 1. mgr. 133 . gr. laga nr. 20 /1991 um skipti á dán arbúum o.fl . 2 Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og fallist verði á kröfu hans um að íbúð á efri hæð fasteignarinnar , Reykjavík, eignarhluti 01 - 0201 með fastanúmer , sem sé 32,05% af heildarfasteigninni og var þinglýst eign varnaraðila á viðmiðunardegi skipta, sé eign sem eigi undir fjárskipti aðila og að söluandvirði hennar skuli skiptast að jöfnu milli hans og varnaraðila. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 2 3 Varnar aðili krefst aðallega staðfestingar hins kærða úrskurðar en til vara að viðurkennt verði að fasteignin , fastanúmer og , sem var þinglýst eign sóknaraðila á viðmiðunardegi skipta, eigi undir skiptin og að málsaðilar hafi átt eignina að jöfnu. Í b áðum tilvikum krefst hún kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Málsatvikum og málsástæðum er lýst í hinum kærða úrskurði. Eins og þar kemur fram hófu málsaðilar sambúð á árinu sem stóð til ársins 2017. Þau eignuðust eitt barn á sambúðartímanum en fyrir átti sóknaraðili börn. Við upphaf sambúðarinnar átti varnaraðili fasteign að sem hún seldi og keypti hún á sama tíma neðri hæð fasteignar að í Reykjavík. Varnaraðili var ein þinglýstur eigandi eignarinnar. 5 Með kaupsamningi 13. október 2013 keypti varnaraðili efri hæð fasteignarinnar að og var hún ein þinglýstur eigandi hennar. Kaupverðið var 16.000.000 króna og var það greitt með 6.000.000 króna útborgun og 10.000.000 króna veðláni sem varnaraðili tók. Fyrir liggur að sóknaraðili millifærði á v arnaraðila 2.500.000 krónur 10. september 2013 og 500.000 krónur 2. október sama ár. 6 Sóknaraðili heldur því fram að framangreindar millifærslur, samtals 3.000.000 króna, hafi verið helmingur útborgunar í efri hæðinni að og hann eigi því hlutdeild í eignamyndun á þeirri eign. Þessu mótmælir varnaraðili og segir að um hafi verið að ræða leiðréttingu á framlagi sóknaraðila til reksturs heimilisins. 7 Þ egar litið er til þess að framangreindar greiðslur , samtals 3.000.000 króna , áttu sér stað skömmu fyrir gerð kaupsamnings um fasteignina má leiða líkum að því að þær hafi verið í tengslum við kaup eignarinnar. G reiðslur nar geta hins vegar einar og sér ekki leitt til hlutdeildar í eignamyndun eins og atvikum er háttað. Við mat á þ ví atriði verður að horfa heildstætt á það hvernig fjármálum aðila var háttað á sambúðartímanum, fyrirkomulag á skráningu eigna þeirra og aðstæður þeirra að öðru leyti eins og nánar er rakið og byggt á í hinum kærða úrskurði. Með þessari athugasemd en að ö ðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 8 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: H inn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, A , greiði varnara ðila, B , 350.000 krónur í kærumálskostnað. 3 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. janúar 2020 Mál þetta, sem barst Héraðsdómi Reykjavíkur með bréfi mótteknu 19. ágúst 2019, var tekið til úrskurðar 22. janúar 2020. Sóknaraðili gerir eftirfarandi dómkröfur: - er 32,05% heildarfasteignar sem var þinglý st eign varnaraðila á viðmiðunardegi skipta sé eign sem eigi undir fjárskipti aðila og skuli söluandvirði hennar skiptast að jöfnu milli aðila. Þá er krafist málskostnaðar. Reykjavík, eignarhluti 01 - Til vara er þess krafist að því verði hafnað að söl eignarhluti 01 - skipta, eigi undir skiptin og að aðilar ha fi átt eignina að jöfnu. Varnaraðili krefst jafnframt málskostnaðar. I Málavextir sóknaraðila um að bú hans og varnaraðila yrði tekið til opinberra skipta. Varnaraðili er fyrrum s 2017. Þau eignuðust tíma í sérstöku félagi sem var lýst gjaldþrota á árinu 2008. Annað félag sem hann stofnaði var einnig úrskurðað gjaldþrota, á árinu 2011. Sóknaraðili var persónulega úrskurðaður gjaldþrota sama ár. Varnaraðili fékk arf ef milljónir eða rúmar sjö milljónir. Þann 10. október 2013 var efri hæð hússins keypt og í framhaldinu þinglýst á nafn varnaraðila, sem var ein skráð kaupandi að eigninni. Ka upverðið var 16.000.000 króna sem var greitt með 6.000.000 króna útborgun og 10.000.000 króna veðláni útgefnu af varnaraðila. Þann 11. september 2013 millifærði sóknaraðili 2.500.000 krónur inn á reikning varnaraðila og síðan 500.000 krónur þann 2. október 2013. samtals 14.600.000 krónur sem sóknaraðili greiddi með 3.850.000 króna peningagreiðslu og yfirtöku skulda að fjárhæð 10.750.000 krónur. Þann 5. desember 80.500.000 krónur. Ágreiningur sóknar - og varnaraðila varðar það hvort söluhagnaður af efri h æð fasteignarinnar að II Sóknaraðili vísar til þess að enda þótt meginregla íslensks réttar sé að þinglýsing ve iti líkindi fyrir því hver sé eigandi fasteignar hafi dómstólar talið að ekki sé algilt að miða eigi við opinbera skráningu, 4 sérstaklega við fjárslit sambúðarfólks. Dómstólar hafi viðurkennt að sambúðarmaki geti átt tilkall til eignar sem að óbreyttu kæmi í hlut þess aðila sem sé þinglýstur eigandi hennar. Meðal þeirra atriða sem dómstólar hafi litið til séu eignastaða við upphaf sambúðar, lengd sambúðar, fjölskylduhagir, sameiginleg börn, tekjuöflun, tilhögun skattskila, sameiginleg not eigna o.fl. Sönnuna rbyrðin hvíli á þeim aðila sem haldi fram slíkri sameiginlegri eignamyndun. sambúðartímanum. Sóknaraðili hafi greitt helming útborgunar til kaupa á efri hæð hússins að [ á reikning varnaraðila og eigi því hlutdeild í þeirri eignamyndum sem varð á sambúðartímanum. Þá hafi sóknaraðili millifært mánaðarlega fjárhæðir inn á reikning varnaraðila til að standa straum af afborgunum veðskulda, fasteignagjöldum, rekstrarkost naði fasteignarinnar o.fl. Þar sem eignin hafi verið fjármögnuð af aðilum að jöfnu telji sóknaraðili óhjákvæmilegt að vikið verði frá þinglýstum eignarhlutföllum til samræmis við upphaflega fjármögnun. Þá vísar sóknaraðili til þess að hann hafi unnið að ým sum endurbótum á eigninni, bæði efri og neðri hæð hússins. Sóknaraðili vísar til þeirrar fjárhagslegu samstöðu sem hafi verið með aðilum, a.m.k. á árunum 2013 og 2014. Sóknaraðili hafi haft mun hærri tekjur en varnaraðili eftir 2009. Þá gefi skattframtöl ekki fyllilega rétta mynd af tekjum sóknaraðila fyrir þann tíma þar sem hann hafi verið sjálfstætt starfandi og einungis viðmiðunarfjárhæðir ríkisskattstjóra komi fram á skattframtölum. Þá liggi fyrir að sóknaraðili hafi alfarið fjármagnað kaup og unnið e því komi ekki til greina að sú eign falli undir skiptin. Söluhagnað af eigninni megi fyrst og fremst rekja til þessara endurbóta. III Varnaraðili vísar til þess að fjárhagur sóknar - og varnaraðila hafi verið aðsk ilinn allan sambúðartímann, að öðru leyti en því að þau hafi staðið saman að rekstri heimilisins. Það hafi verið ákveðið strax í upphafi að blanda fjármálum ekki saman, enda hafi þau bæði verið komin á miðjan aldur þegar sambúðin hófst og sóknaraðili átt f starfsstöð í húsnæði varnaraðila sem hafi gengið illa og þau félög sem stofnuð voru utan um starfsemina hafi tvívegis orðið gjaldþrota. Sóknaraðil i hafi síðan persónulega orðið gjaldþrota á árinu 2011. Tekjur sóknaraðila á árunum 2003 2008 hafi verið óverulegar og greiðslur hans til reksturs heimilisins nánast engar. Mánaðarlegar greiðslur sóknaraðila á þessum tíma hafi verið neikvæðar á árinu 2004 um tæplega 42.000 krónur og farið allt niður í rúmar 14.500 krónur á árinu 2008 og upp í tæplega 61.000 krónur á árinu 2009. Heildarlaun sóknaraðila á árunum 2006 2008 hafi verið á bilinu 120.000 til 137.812 á mánuði. Það hafi verið fyrst á árinu 2010 sem tekjur sóknaraðila voru hærri en varnaraðila. Framlög hans hafi numið 462.500 krónum á árinu 2013 og 338.000 krónum á árinu 2014 en lækkað, fyrst í 216.667 krónur á árinu 2015, og síðan farið lækkandi og verið 144.167 krónur á árinu 2017. Varnaraðili vísar til þess að það fái ekki staðist að greiðslurnar lækki á sama tíma og sóknaraðili haldi því fram að hann sé að kaupa fasteign með varnaraðila. Lækkunin skýrist af því að sóknaraðili hafi sjálfur verið að arnaraðila. Þær greiðslur sem sóknaraðili millifærði í september og október 2013, samtals að fjárhæð 3.000.000 króna, hafi einfaldlega verið leiðrétting á framlagi til reksturs heimilisins, enda greiddar mánuði áður en fasteignakaupin áttu sér stað. Varnaraðili hafi e in verið lántakandi að 10.000.000 króna veðláninu og sjálf alltaf greitt skatta og gjöld af fasteigninni. Það sé því beinlínis rangt að sóknaraðili hafi greitt helming kaupverðsins. Þá sé því mótmælt að sóknaraðili hafi unnið við standsetningu efri hæðarin nar. Um óverulegar framkvæmdir hafi verið að ræða, sem varnaraðili hafi séð um meira og minna sjálf enda starfaði sóknaraðili erlendis á þessum tíma. Varnaraðili vísar til þess að þegar sóknaraðili gerði kröfu um hlutdeild í söluhagnaði beggja íb sóknaraðili miðað við að skipta ætti eignum til helminga 5 að só knaraðili telji að fjármál aðila hafi verið aðgreind og að ekki skuli nota helmingaskiptareglu á grundvelli lengdar sambúðartíma. Málatilbúnaður sóknaraðila sé því mótsagnakenndur. Varnaraðili vísar til þess að sóknaraðili sé sjálfur að kaupa fasteign, ein ungis 19 mánuðum eftir að varnaraðili irtækis sé ekki áhættusamur, en það sé alls staðar hægt að Varnaraðili sé aðhaldssöm í fjármálum og hafi, ólíkt sóknaraðila, átt fyrir eign áður en sambúð in hófst. Hún hafi síðan fengið 7.126.013 krónur í arf eftir föður sinn sem hafi m.a. gert henni fært að kaupa efri hæð hússins. Sameiginleg eignamyndum á sambúðartímanum sé engin því varnaraðili hafi sjálf staðið að kaupunum, eins og þinglýstar heimildir staðfesti. Varnaraðili vísar til þess að þau hafi aldrei verið samsköttuð og kosið að hafa sambúðarform sitt með þessum hætti til þess að hafa meira frjálsræði til að ráðstafa fjármunum sínum án afskipta gagnaðilans. Eðli málsins samkvæmt hafi sóknaraðili þurft að greiða til reksturs heimilisins. Hann hafi búið á fasteigninni allan sambúðartímann og nýtt hana til reksturs fyrirtækja sinna, sem nú séu gjaldþrota. Meðaltalsgreiðslur á sambúðartímanum hafi verið langt undir því sem eðlilegt geti talist. Sókna raðili hafi ekki skilað skatti af tekjum sínum, sem hafi leitt til þess að varnaraðili varð að endurgreiða rúmlega 800.000 krónur í vaxta - og barnabætur eftir lok sambúðartíma. Tekjur sóknaraðila skipti ekki máli heldur framlög hans til rekstrar heimilisin s. Þrátt fyrir góðar tekjur á síðustu árum en ek ki endurbótum sóknaraðila. Varnaraðili telur að hvað sem öðru líði, þá geti aldrei komið til greina að söluandvirði eignarinnar skiptist að jöfnu. Kaupverð eignarinnar var 16.000.000 króna. Eignarhluti sóknaraðila væri þá óverulegur eignarhluti í efri h æð hússins. Verði slíkur eignarhluti viðurkenndur gerir varnaraðili þá varnaraðili áskilji sér þá rétt til að láta meta á síðari stigum raunvirði þeirrar fastei gnar. IV Aðilar völdu sér sambúðarform þar sem engar lögfestar reglur gilda um skipti eigna og skulda við sambúðarslit. Litið hefur verið á sambúðarfólk sem tvo sjálfstæða einstaklinga við slit sambúðarinnar. Um fjárhagslegt uppgjör við slit á óvígðri sa mbúð hefur það verið meginregla að hvor aðili um sig teljist eiga þau verðmæti sem hann kemur með inn í búið. Þá heldur hvor aðili um sig þeim eignum sem hann er skráður eigandi að, nema sönnun takist um myndun sameignar. Opinber skráning og þinglýsing hef ur verið talin gefa sterka vísbendingu um raunveruleg eignarráð og ber sá sem heldur fram eignarráðum sem ekki samræmast slíkri skráningu sönnunarbyrði fyrir réttmæti slíkra fullyrðinga. Í málinu er óumdeilt að aðilar hafa ekki nýtt sér möguleika til sams köttunar á sambúðartímanum heldur talið fram sitt í hvoru lagi. Þau voru komin vel á fertugsaldur þegar sambúðin hófst og átti raðili var ein þinglýstur eigandi þess eignarhluta og tók ein lán til kaupanna. Sóknaraðili fjárfesti á sambúðartímanum einnig í fasteign, sem hann var einn þinglýstur eigandi að, og fjármagnaði kaupin alfarið sjálfur. Því er ómótmælt að hann hafi ekki upp lýst varnaraðila um þessi kaup. Jafnframt er því ómótmælt að þau hafi hvorki haft sameiginlega bankareikninga né sameiginleg greiðslukort og að þau hafi aldrei tekið lán sameiginlega. Sambúðarform málsaðila, aldur þeirra og ólík eignastaða í upphafi sambúð ar, tilhögun skattframtala, aðgreining bankareikninga, fyrirkomulag á lántökum og fjárfestingar hvors aðila um sig í fasteignum á sambúðartímanum benda til þess að aðilar hafi viljað halda fjárhag sínum aðskildum, að öðru leyti en því er varðaði sameiginle gan rekstur heimilisins, og haft málefnalegar ástæður fyrir þeirri aðgreiningu. Ágreiningur sóknar - Sóknaraðili er ein þinglýstur eigandi þeirrar eignar, sem var greidd að stærstum hluta með láni sem hún 6 var ein útgefandi að. Eignarhlutinn var sameinaður eignarhluta neðri hæðarinnar, sem er óumdeilt að hún er ein eigandi að. Varnaraðili hafði fastar tekjur allan sambúðartímann og hlaut ríflega 7.000.000 króna arf eftir föður sinn á á arfgreiðslan hefði numið ríflega 4.000.000 króna, en í gögnum málsins og samskiptum aðila er vísað til þess að fjárhæðin sé 7.126.013 krónur og virðist sem þeirri upphæð hafi ekki verið andmælt sérstaklega fyrr en við munnlegan málflutning. Hvað sem því líður, þá er ljóst að varnaraðili hafði stöðugar tekjur á sambúðartímanum, bæði launatekjur og leigutekjur, auk þess sem henni hlotnaðist þann eignarhluta sem hún átti fyrir. Efri hæðinni var eingöngu þinglýst á nafn hennar og verður ekki séð hvers vegna henni var ekki þinglýst á nafn sóknaraðila ef ætlunin var að hann yrði meðeigandi að e ignarhlutanum. Þá fjárfesti sóknaraðili sjálfur í fasteign fyrir svipaða fjárhæð, sem hann var einn þannig hvort í sínu lagi á svipuðum tíma fyrir sambærileg ar fjárhæðir í fasteignum sem þau voru ein þinglýstir eigendur að. Það bendir eindregið til þess að fjárhagur þeirra hafi verið algerlega aðskilinn og hvor aðili um sig litið svo á að hvort um sig ætti viðkomandi eignir. Fyrir liggur að sóknaraðili og félög í hans eigu voru gjaldþrota á sambúðar - tímanum. Þær greiðslur sem hann innti af hendi á tímabilinu frá upphafi sambúðarinnar og allt til ársins 2010 voru óverulegar, eða frá því að vera árlega á bilinu 175.000 til 730.000 krónur, að undanskildu ár inu 2004, en á því ári voru umframgreiðslur varnaraðila til sóknaraðila hærri, eða samtals 502.000 krónur. Þrátt fyrir að sóknaraðili væri með hærri tekjur en varnaraðili frá þeim tíma fór einungis hluti af tekjum hans til reksturs heimilisins, enda var só knaraðili m.a. að fjárfesta í eigin fasteign á sama tíma. Árlegar greiðslur sóknaraðila til varnaraðila eru á bilinu 1.900.000 krónur til 5.550.000 krónur á árunum 2010 til 2017. Hæsta greiðslan er árið 2013, 5.550.000 krónur, og munar þar mestu um millifæ rslu þann 10. heldur inn á reikning varnaraðila og það var alfarið hennar ákvörðun með hvaða hætti þessum fjármunum yrði ráðstafað. Þessi greiðsla myndar ek ki hlutdeild í fasteign varnaraðila, enda er hvorki um það samið né þinglýsingu eignarinnar háttað í samræmi við það. Sama er að segja um endurbætur á eigninni, sem sóknaraðili vann að. Að því er varðar þessa greiðslu sóknaraðila inn á reikning varnaraðila verður að horfa til heildargreiðslna sóknar - og varnaraðila á sambúðartímanum. Þær nema ríflega 25 milljónum króna, sem svarar til tæplega 150.000 króna greiðslu á mánuði fyrir rekstur heimilis, þ.m.t. framfærslu sameiginlegs barns, auk þess sem sóknaraði li nýtti fasteign varnaraðila að einhverju leyti fyrir rekstur fyrirtækja sinna í byrjun sambúðartímans. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður að hafna því að sóknaraðili hafi sýnt fram á að hann hafi eignast eignarhluta í þinglýstri fastei Með hliðsjón af niðurstöðu málsins verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðila málskostnað, sem telst hæfilega ákveðinn 700.000 krónur og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu sóknaraðila flutti má lið Þórdís Bjarnadóttir lögmaður. Af hálfu varnaraðila flutti málið Ólafur Svansson lögmaður. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 22. nóvember sl. Úrskurðarorð: Kröfu sóknaraðila, A, um að íbúð á e - 0201 viðmiðunardegi skipta, sé eign sem eigi undir fjárskipti aðila og skuli söluandvirði hennar skiptast að jöfnu, er hafnað. Sóknaraðili greiði varnaraðila 700.000 krónur í málskostnað.