LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 20. mars 2020. Mál nr. 171/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Elimar Hauksson saksóknarfulltrúi ) gegn X (Sigurður Sigurjónsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Farbann. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta farbanni á grundvelli 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. b - lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómarinn Sigurður Tómas Magnússon og Björg Th orarensen og Hjörtur O. Aðalsteinsson , settir landsréttardómarar, kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 18. mars 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 16. mars 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem varnaraðila var gert að sæta farbanni allt til mánudagsins 13. apríl 2020 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með úrskurði Landsréttar 20. fe brúar 2020 í málinu nr. 99/2020 var því slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að varnaraðili skyldi sæta farbanni á grundvelli b - liðar 1. mgr. 95. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008. Ekkert hefur komið fram sem fær haggað þeirri niðurst öðu. Með vísan til þess og forsendna hins kærða úrskurðar eru uppfyllt skilyrði framangreinds lagaákvæðis til að varnaraðila verði áfram gert að sæta farbanni . Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður staðfestur. 5 Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður , sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008 . 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 16. mars 2020 Ár 2020, mánudaginn 16. mars, er á dómþingi Héraðsdóms Suðurlands sem háð er í dómsal embættisins að Austurvegi 4, Selfossi, af Sigurði G. Gíslasyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi. erðar hjá lögreglu og eftir atvikum dómstólum, þó eigi lengur en til klukkan 16:00 mánudaginn 13. apríl 2020. Krafan var þingfest og tekin til úrskurðar í dag. Kærði krefst þess að kröfunni verði hafnað en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Málavextir Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að Lögreglan á Suðurlandi hafi nú til rannsóknar ætlað brot kærða gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Kærði sé grunaður um að laugardagsins 15. febrúar sl. á gistiheimili að og tannbrot af. Bæði brotaþoli og kærði hafi gefið skýrslu hjá lögreglu og þrátt fyrir að þeim beri ekki að öllu leyti saman um málsatvik þá beri þeim saman um að kærði hafi slegið brotaþola hnefahöggi í andlitið vitnaskýrslu af vitninu B en samkvæmt honum muni kvöldi 15. febrúar sl. og hafi brotaþoli skolfið þar og haldið um kjálka sinn. Í kjölfarið muni B hafa Í málinu liggi fyrir áverkavottorð læknis dags. 16. febrúar 2020 en þar k omi fram að brotaþoli einnig fyrir vottorð C, tann - , munn - og kjálkaskurðlæknis, þar sem fram komi að brotaþoli hafi hlotið brot á neðri kjálka, hægra megi n og tannbrot á tönn 47. Í vottorðinu komi m.a. fram að gera hafi þurft opna aðgerð vegna kjálkabrotsins til að spengja það saman auk þess sem fjarlægja hafi þurft brotnu tönnina sem dæmd hafi verið ónýt. Með úrskurði Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. R - /2020 hafi kærði verið úrskurðaður að kröfu lögreglustjóra í farbann allt til mánudagsins 16. mars 2020 kl. 16:00. Hafi úrskurðurinn verið kærður til Landsréttar, sem staðfest hafi úrskurð héraðsdóms, mál nr. 99/2020, en stytt farbannið um einn sólarhring, til sunnudagsins 15. mars kl. 16:00. lögreglustjóra undir sterkum rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en slíkt brot geti varðað allt að þriggja ára fangelsi. Það sé jafnframt mat lögreglustjóra að eins og atvik málsins séu vaxin þá muni brot það sem kærði er grunaður um ekki eingöngu varða skilorðsbundinni fangelsisrefsingu. Að öllu framangreindu virtu tel jist að mati lögreglu uppfyllt skilyrði til að kærða verði áfram bönnuð för af landinu á meðan á rannsókn málsins stendur hjá lögreglu og eftir atvikum meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum ef til útgáfu ákæru kemur, enda megi ætla að hann muni rey na að 3 komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, sbr. b - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga. Lögreglustjóri kveður að rannsókn málsins sé langt komin og muni vænta nlega ljúka á næstu dögum. Í framhaldi verði tekin ákvörðun um útgáfu ákæru. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála sé þess farið á leit að kærða verði bönnuð för frá landinu eins og krafist er. Forsendur og niðurstaða Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur til rannsóknar framangreint sakamál á hendur kærða og kveður lögregla að hann sé undir rökstuddum grun um brot gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að virtum rannsóknargögnu m og því sem að framan greinir verður að fallast á það með lögreglustjóra að kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa framið slíkt brot, en brot gegn téðu ákvæði geta varðað fangelsi allt að þremur árum. Í 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 er mælt fyrir um að séu uppfyllt skilyrði gæsluvarðhalds skv. 1. eða 2. mgr. 95. gr. laganna þá geti dómari, í stað þess að úrskurða sakborning í gæsluvarðhald, bannað sakborningi brottför af landinu. Í 1. mgr. 95. gr. laganna segir heimilt sé að úrskurða sakborning í g æsluvarðhald ef fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við, enda hafi hann náð 15 ára aldri. Auk þess verði að vera fyrir hendi eitthvert af nokkrum skilyrðum, þ. á m. skv. b - lið ákvæðisins að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar. Samkvæmt framansögðu er kærði, sem er eldri en 15 ára, undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem fangelsisrefsing er landið. Má ætla að hætta sé á að kærði muni reyna að komast burt af landinu til að komast undan áframhaldandi rannsókn og yfirvofandi saksókn. Mun rannsóknin vera á lokastigum og ákvörð un um saksókn á næstu grösum. Eru skilyrði laga til þess að kærði sæti farbanni þannig uppfyllt. Ekki hefur orðið dráttur á rannsókn málsins og er tímalengd kröfu lögreglustjóra í hóf stillt og verður fallist á hana eins og nánar greinir í úrskurðarorði. S igurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú r s k u r ð a r o r ð: Kærða, X, er bönnuð för frá Íslandi meðan mál hans er til meðferðar hjá lögreglu og eftir atvikum dómstólum, þó eigi lengur en til klukkan 16:00 mánudaginn 13. apríl 2020 .