LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 10. janúar 2020. Mál nr. 881/2019 : Félag makrílveiðimanna (Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður ) gegn íslenska rík inu ( Einar Karl Hallvarðsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Flýtimeðferð . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu F um að mál sem hann hugðist höfða á hendur Í sætti flýtimeðferð þar sem skilyrðum 1. mgr. 123. gr. laga nr. 91/1991 var ekki fullnægt í málinu . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Oddný Mjöll Arnardóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 23. desember 2019 , sem barst réttinum 27. sama mánaðar . Greina rgerð varnarað ila barst réttinum 9. janúar 2020 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. desember 2019 í málinu nr. F - 7407/2019 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að mál félagsins á hendur varnaraðila sæti flýtimeðferð eftir ákvæðum XIX. kafla laga nr. 91/ 1991 um meðferð einkamála. Kæruheimild er í n - lið 1 . mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 . 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdóm að gefa út stefnu til flýtimeðferðar á því máli sem sóknaraðili hyggst höfða á hendur varnaraðila. 3 Varnaraðili hefur ekki uppi dómkröfur fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Samkvæmt 1 . mgr. 123. gr. laga nr. 91/1991 getur aðili sem hyggst höfða mál, meðal annars vegna ákvörðunar eða athafnar stjórnvalds, óskað eftir því að málið sæti flýtimeðferð samkvæmt XIX. kafla laganna. Skilyrði þess er að brýn þörf sé á skjótri úrlausn, enda hafi hún almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni hans. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði felur úrræði XIX. kafla laga nr. 91/1991 í sér 2 afbrigði frá almennum málsmeðferðarreglum laganna. Ber því að skýra ákvæði 1. mgr. 123. gr. þeirra þröngri lög skýringu. 5 Samkvæmt gögnum málsins var sóknaraðili, Félag makrílveiðimanna, stofnað í febrúar 2017. Megintilgangur félagsins er að gæta hagsmuna þeirra útgerðarmanna sem stunda makrílveiðar með krókum gagnvart stjórnvöldum og öðrum félagasamtökum útgerðarma nna sem hafa aðra hagsmuni. Með fyrirhugaðri málsókn hyggst sóknaraðili krefjast þess aðallega að viðurkennt verði að óheimilt hafi verið að takmarka heimildir félagsmanna hans til veiða á makríl með því að úthluta aflahlutdeild til fiskiskipa á grundvelli aflareynslu á árunum 2008 til 2018, sbr. III. ákvæði til bráðabirgða við lög nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 46/2019. Til vara að viðurkennt verði að óheimilt hafi verið að takmarka heimildir félagsmanna stefn anda til ráðstöfunar á aflaheimildum, samkvæmt 2. málslið 6. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, sbr. 4. gr. laga nr. 46/2019 og 4. mgr. 15. gr. laga nr. 116/2006, sbr. 5. gr. laga nr. 46/2019. 6 Samkvæmt framangreindu lýtur málatilbúnaður sóknaraðila að úthlutun á aflaheimildum í makríl, sem hann telur ólögmæta. Hefur hann ekki sýnt fram á að uppfyllt séu skilyrði 1. mgr. 123. gr. laga nr. 91/1991 til að málið sæti flýtimeðferð. Þannig verður ekki séð að brýn þörf sé á skjótri úrlausn dómsins þar sem hún hafi almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni sóknaraðila, svo sem rekstrargrundvöll félagsmanna hans. 7 Að þessu gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar, verður hann staðfestur með þeim hætti sem nánar greinir í úrskurðaror ði. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, Félags makrílveiðimanna, um að mál félagsins á hendur varnaraðila, íslenska ríkinu, sæti flýtimeðferð eftir ákvæðum XIX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. des ember 2019 Með bréfi 17. desember sl. fór Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður þess á leit við dóminn að mál Félags makrílveiðimanna gegn íslenska ríkinu hlyti flýtimeðferð fyrir dóminum á grundvelli XIX. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Með bré finu fylgdi stefna og gögn er stefnandi hugðist leggja fram við þingfestingu málsins. Samkvæmt meðfylgjandi stefnu eru dómkröfur þær aðallega að viðurkennt verði með dómi að óheimilt hafi verið að takmarka heimildir félagsmanna stefnanda til veiða á Norðau stur - Atlantshafsmakrílstofninum, með því að úthluta til einstakra skipa aflahlutdeild á grundvelli tíu bestu aflareynsluára þeirra á árunum 2008 - 2018, að báðum árum meðtöldum, samkvæmt III. ákvæðis til bráðabirgða við lög nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lö gsögu Íslands, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 46/2019. Til vara er gerð krafa um að viðurkennt verði með dómi að óheimilt hafi verið að takmarka heimildir félagsmanna stefnanda til ráðstöfunar á aflaheimildum í B flokki Norðaustur - Atlantshafsmakrílstofnsins, samkvæmt 2. málsl. 6. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, sbr. 4. gr. laga nr. 46/2019 og 3 4. mgr. 15. gr. laga nr. 116/2006, sbr. a lið 1. mgr. 5. gr. lag nr. 46/2019. Loks er gerð krafa um málskostnað. Með bréfi dómsins 19. desember sl. var beiðninni hafnað. Með bréfi 20. desember 2019 var gerð krafa um úrskurð um þessa ákvörðun samkvæmt 3. mgr. 123. gr. laga nr. 91/1991. Í tilvitnuðum bréfum stefnanda og stefnu kemur fram að málsókn stefnanda varði ólögmæti úthlutunar á aflaheimildum í makríl á grundvelli ákvæða laga nr. 151/1996. Stefnandi sé hagsmunafélag útgerða sem stundi makrílveiðar með krókum, m.a. gagnvart stjórnvöldum, sbr. 2. gr. samþykkta félagsins. Hafi hlutur félagsmanna stefnanda numið um 76% af aflaheimildum sem hafi ver ið úthlutað á grundvelli laga nr. 46/2019 til báta í B flokki og því ljóst að félagsmenn hefðu mikla hagsmuni af því hvernig takmörkunum á veiðum á makríl á línu - og handfærum sé háttað. Við úthlutun á aflaheimildum í makríl hafi verið brotið gegn stjórnar skrárvörðum atvinnuréttindum félagsmanna hans og því fari ákvæði III. ákvæðis til bráðabirgða við lög nr. 151/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 46/2019 í bága við stjórnarskrá. Skilyrði 1. mgr. 123. gr. laga nr. 91/1991 séu uppfyllt til að málssókn stefnanda ge ti hlotið flýtimeðferð. Málið hafi almenna þýðingu fyrir allar útgerðir sem stundi makrílveiðar, og fyrir hverja útgerð fyrir sig varði málið stórfellda hagsmuni, enda um að tefla atvinnuréttindi viðkomandi útgerðar, þ.e. réttinn til að veiða makríl. Mikli r hagsmunir séu tengdir því að fá úrlausn í málinu áður en aflamarki verði úthlutað með reglugerð fyrir næsta fiskveiðiár, enda telji stefnandi ljóst að það yrði að óbreyttu gert á ólögmætum grundvelli. Í ljósi þess að málið varði ólögmæti úthlutunar á afl aheimildum, sem framkvæmdar séu með reglugerðum og endanlega með ákvörðun Fiskistofu, sé ljóst að sakarefnið taki til ákvörðunar eða athafnar stjórnvalds í skilningi 1. mgr. 123. gr. laga nr. 91/1991. Deilur eða ósætti um fyrirkomulag við stjórn veiða á m akríl eigi sér langa sögu, en ráðherra hafi frá árinu 2009 stýrt veiðum á makríl með árlegum reglugerðum. Þann 6. desember 2018 hafi Hæstiréttur kveðið upp dóma í tveim málum, málum nr. 508 og 509/2017 þar sem Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu a ð fyrirkomulag við stjórn veiða á makríl hafi verið ólögmætt þar sem reglugerð allt frá árinu 2010 um stjórn veiðanna hafi brostið lagastoð. Hafi ráðherra brugðist við með því að leggja fram frumvarp til laga 31. mars 2019, sem síðar hafi orðið að lögum nr . 46/2019. Með framlagningu frumvarpsins hafi verið kynnt áform um hlutdeildarsetningu í makríl. Hafi frumvarpið tekið breytingum varðandi svokallaðan B flokk makríl, sem m.a. er krafist að viðurkennt verði að skerði réttindi félagsmanna stefnanda með ólög mætum hætti. Breytingartillögur hafi komið fram 11. júní 2019 en hvorki verið kynntar eða sýndar stefnanda áður en þær hafi verið lagðar fram í þinginu. Lögin hafi verið samþykkt 19. júní 2019. Fiskistofa hafi úthlutað hlutdeild í makríl samkvæmt lögunum 8 . ágúst 2019. Makríll gangi almennt upp að landinu í lok júlí og vertíðin hjá félagsmönnum stefnanda standi fram í september. Fiskveiðiárið fyrir makríl miðist við áramót. Næst reyni á fyrirkomulag veiðanna í lok júlí 2020. Félagsmenn stefnanda hafi ekki verið sáttir við niðurstöðu Alþingis og talið að með henni væri verið að hygla útgerðum uppsjávarskipa og skerða með ólögmætum hætti rétt þeirra til veiða. Viðbrögðin hafi verið að leita eftir lögfræðilegu áliti um réttarstöðuna. Hafi það verið ákveðið í ágúst 2019. Álit og mat á réttarstöðu hafi legið fyrir í lok september 2019. Í framhaldi hafi farið fram kynning innan félagsins. Um miðjan október 2019 hafi legið fyrir að stefnandi vildi halda áfram og lögmanni verið falið að útbúa stefnu. Vinna við stef nugerð hafi hafist í október 2019. Sem lið í þeirri vinnu hafi verið kallað eftir upplýsingum og gögnum frá ráðuneytinu og Fiskistofu. Slík erindi hafi verið send 2. og 5. nóvember 2019. Svar Fiskistofu hafi verið ófullkomið. Stefnandi hafi eftir öðrum lei ðum fengið svar um forsendur Fiskistofu fyrir úthlutun makrílkvóta. Skjalið sé dagsett 23. júlí 2019 og sé grundvallarskjal sem sýni fram á áhrif lagasetningarinnar og útreikninga. Þann 22. nóvember sl. hafi verið óskað staðfestingar Fiskistofu á því að sk jalið væri frá þeim komið. Fiskistofa hafi ekki svarað. Þann 13. desember sl. hafi stefnandi á ný sent Fiskistofu erindi með nýja og formlega beiðni um að fá öll gögn, upplýsingar og samskipti og forsendur fyrir úthlutun á makríl. Því hafi ekki verið svara ð. Þann 2. nóvember 2019 hafi atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneyti verið send beiðni um endurrit af öllum fyrirliggjandi gögnum, samskiptum og undirbúningsgögnum í tengslum við gerð og meðferð frumvarps 4 um breyting á lögum um stjórn fiskveiða, sbr. 776. mál á 149 löggjafarþingi. Beiðnin hafi verið ítrekuð 20., 29. og 3. desember 2019. Svar hafi fyrst borist 10. desember sl. Í þessum gögnum séu mikilvæg skjöl sem snúi að upplýsingum sem fyrir hafi legið um mismunandi áhrif lagasetningarinnar á þá flokka báta sem um ræði og svo undirbúning og rök sem ráðuneytið og atvinnuveganefnd tilgreini vegna þeirra breytinga sem snúi að félagsmönnum stefnanda. Stefna hafi endanlega verið frágengin og send til kynningar 13. desember sl. Þann 17. desember sl. hafi stjórn s tefnanda staðfest að málið skyldi höfðað. Beiðni um flýtimeðferð hafi verið lögð fram 17. desember sl. Undirbúningur málshöfðunar hafi verið haldið áfram án tafa og í fullu samræmi við mikilvægi þeirra hagsmuna sem séu í húfi og hversu flókið úrlausnarefni séu. Mikilvægt sé að niðurstaða fáist um ágreininginn áður en nýtt makrílveiðitímabil hefjist í lok sumars 2020. Með flýtimeðferð ætti það að vera unnt. Ella ekki. Töf myndi valda öllum félagsmönnum stefnanda ómældu tjóni. Niðurstaða: Í 1. mgr. 123. gr. laga nr. 91/1991 segir að aðili sem hyggst höfða mál vegna ákvörðunar eða athafnar stjórnvalds eða verkfalls, verkbanns eða annarra aðgerða sem tengjast vinnudeilu, og það færi ella eftir almennum reglum þeirra laga, geti óskað eftir því að málið sæti flýtimeðferð samkvæmt XIX. kafla laganna. Skilyrði þess er að brýn þörf sé á skjótri úrlausn, enda hafi hún almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni aðila. Við mat á því hvenær brýn þörf sé á skjótri úrlausn dómstóla og hvenær úrlausn hafi almenna þ ýðingu eða varði stórfellda hagsmuni, verður að líta til atvika hverju sinni. Þar sem umrætt ákvæði felur jafnframt í sér afbrigði frá almennum málsmeðferðarreglum einkamálalaga verður að skýra það þröngri lögskýringu. Með ákvæðum XIX kafla laga nr. 91/199 1 er vikið frá almennum málsmeðferðarreglum einkamálalaga á þann hátt að allir frestir eru styttir og málið fer fram fyrir aðra sem reka einkamál eftir almennum reglum. Þó svo það komi ekki fram í 1. mgr. 123. gr. laga nr. 91/1991 má ráða af dómaframkvæmd að ekki þýði fyrir aðila að bíða of lengi með að höfða mál eftir að ákvörðun, sem hann hyggst vefengja fyrir dómi er tekin. Er skilyrðið nátengt skilyrðinu um brýna þörf á skjótri úrlausn málsins, enda dregur verulega úr hinni brýnu þörf ef aðili leitar ek ki til dómstóla án ástæðulauss dráttar. Ágreiningur sá sem mál þetta snýst um á sér nokkurn aðdraganda, svo sem fram kemur í bréfi lögmanns stefnanda sem móttekið er 20. desember 2019 og atvikalýsingu í stefnu málsins. Hin umþrættu lög sem mál þetta snýs t að miklu leyti um, þ.e. lög nr. 46/2019, voru samþykkt á Alþingi 19. júní 2019 og öðluðust þegar gildi. Er hálft ár frá því liðið. Stefnandi hefur leitast við að sýna fram á að hagsmunum stefnanda hafi verið fylgt eftir allar götur eftir það með beiðnum um upplýsingar frá viðkomandi stjórnvöldum til að unnt væri að meta áhrifin á félagsmenn stefnanda. Engu að síður telur dómurinn unnt hefði verið að höfða mál þetta fyrr en raun ber vitni. Í því efni verður til þess að líta að stefnandi hefur um langa hríð haft atvinnu af veiðum á makríl og þekkt allar þær takmarkanir sem á veiðum gilda. Þá hefur stefnandi án vafa verið kunnugt um áhrif frumvarpsins á veiðar. Verður af þessum ástæðum ekki séð að brýn þörf sé nú á úrlausn dómstóla, sem leiða eigi til þess að mál þetta fái flýtimeðferð. Í því ljósi eru ekki uppfyllt skilyrði 1. mgr. 123. gr. tilvitnaðra laga til að fallast á beiðni um flýtimeðferð málsins. Erindinu er því hafnað. Símon Sigvaldason dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu Félags makrílveiðimanna um að mál félagsins á hendur íslenska ríkinu vegna ágreinings um heimildir til veiða á Norðaustur - Atlantshafsmakrílstofninum samkvæmt III. ákvæðis til bráðabirgða við lög nr. 151/1996, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 46/2019, sæti flýtimeðferð eftir ákvæðum XIX. kafla laga nr. 91/1991.