LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 22. nóvember 2019. Mál nr. 183/2019 : Vátryggingafélag Íslands hf. ( Svanhvít Axelsdóttir lögmaður ) gegn A ( Magnús Óskarsson lögmaður) Lykilorð Vátryggingarsamningur. Líkamstjón. Umferðarlög. Stórkostlegt gáleysi. Bifreiðar. Útdráttur A krafðist viðurkenningar á bótaskyldu V hf. úr slysatryggingu ökumanns vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir í árekstri. Var hún ökumaður bifreiðar, sem var í eigu móður hennar og var tryggð hjá V hf., er hún ók þvert yfir rangan vega rhelming og skall á kyrrstæðri bifreið sem kastaðist á aðra kyrrstæða bifreið. Aðilar deildu um hvort A hefði valdið tjóninu af stórkostlegu gáleysi og hvort hún hefði brotið gegn varúðarreglum sem komu fram í vátryggingarskilmálum V hf. Í dómi Landsréttar kom fram að með hliðsjón af því að stefnda var með skerta meðvitund við komu á slysadeild í kjölfar árekstrarins, umfram það sem búast mátti við miðað við áverka hennar, að hún notaði farsíma án handfrjáls búnaðar og ók bifreiðinni yfir á rangan vegarhelm ing, að morgni mánudags þegar vænta mátti umferðar bifreiða úr gagnstæðri átt, og þaðan áfram á kyrrstæða bifreið á bifreiðastæði þar sem vænta mátti umferðar gangandi vegfarenda , yrði að telja að akstur hennar hefði verið sérlega háskalegur auk þess sem e kkert hefði komið fram um að hún ætti sér málsbætur. Var V hf. því sýknað af kröfu A. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Oddný Mjöll Arnardóttir og Sigurður Tómas Magnússon og Arngrímur Ísberg , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 12. mars 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 14. febrúar 2019 í málinu nr. E - 1015/2018 . 2 Áfrýjandi krefst aðallega sýknu af kröfum stefndu og málskostnaðar í héraði og fyrir La ndsrétti. Til vara krefst áfrýjandi þess að viðurkenningarkrafa stefndu verði aðeins tekin til greina að hluta og að málskostnaður verði látinn niður falla í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefnd a krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyri r Landsrétti. 2 Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Í málinu liggur fyrir lögregluskýrsla vegna árekstrar sem áfrýjandi varð völd að í Bríetartúni í Reykjavík að morgni mánudagsins 4. apríl 2016. Í skýrslunni kemur fram að þegar lögregla kom á vettvang hefði bifreiðin [...] , sem áfrýjandi ók umrætt sinn, staðið þversum á öfugum vegarhelmingi og ljóst að hún hefði skollið á bifreiðina [...] , sem var kyrrstæð og mannlaus á bifreiðastæði, og að sú bifreið hefði við höggið kastast á bifreiðina [...] sem stóð við hlið hennar. Haft var eftir þremur vitnum á vettvangi að áfrýjandi hefði ekið nokkuð greitt austur Bríetartún en skyndilega hefði bifreiðinni verið sveigt til vinstri, yfir á öfugan vegar helming, og síðan áfram til vinstri þar til hún skall á bifreiðinni [...] . Kváðu vitnin að bifreiðin sem áfrýjandi ók hefði hálfpartinn tekist á loft við höggið, kastast til hliðar og síðan stöðvast. Á vettvangi kvaðst stefnda hljóta að hafa sveigt bifreið ina ósjálfrátt til vinstri þegar hún leit af götunni til að skoða símann sinn. 5 Samkvæmt vottorði B læknis á bráðadeild Landspítala 22. nóvember 2016 kom áfrýjandi á bráðadeild með sjúkrabíl 4. apríl sama ár klukkan 10.30 . Áfrýjandi hafi sagst hafa litið á símann sinn til að athuga með tíma og þá ekki viljað betur til en svo að hún hafi lent í árekstri. Við skoðun hafi hún gefið þokkalega sögu en syfjað ítrekað var miðað við þvagprufu, sem greinst hafi jákvæð fyrir b ensodiazepinum, THC og k ókaíni. Þá var stefnda greind með mar á brjóstkassa og tognun og ofreynslu á hálshrygg. 6 Að öðru leyti en að framan greinir vísast um málsatvik til hins áfrýjaða dóms. 7 Fyrir Landsrétti voru lögð fram nokkur ný gögn, meðal annars endurrit dóms Héraðsdóms Reykjavíkur [...] í máli nr. S - [...] /2016 þar sem stefndu var á grundvelli játningar dæmd refsing fyrir að hafa 4. apr íl 2016 ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna, 1 ng/ml af tetrahýdrókannabínóli í blóði, austur Bríetartún í Reykjavík, við Þórunnartún, þar sem akstrinum lauk með árekstri. Niðurstaða 8 Í máli þessu krefst stefnda viðurkenningar á bótaskyldu áfrýjanda úr slysatryggingu ökumanns vegna þess líkamstjóns sem hún hlaut í framangreindum árekstri. Áfrýjandi er vátryggjandi bifreiðarinnar [...] og byggir sýknukröfu sína á því að stefnda hafi valdið tjóninu af stórfelldu gáleysi, auk þess sem hún hafi brotið gegn varúðarreglum sem fram koma í vátryggingarskilmálum. Því beri að fella bótarétt hennar niður að fullu eða að hluta. 9 Um persónutrygging ar, þar með talið slysatryggingu ökumanns, gildir II. hluti laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 . Samkvæmt 90. gr. laganna má lækka eða fella niður ábyrgð vátryggjanda hafi vátryggður, í öðrum vátryggingum en líftryggingum, valdið því af stórkostlegu g áleysi að vátryggingaratburður varð eða afleiðingar hans 3 urðu meiri en ella hefðu orðið. Hið sama eigi við ef vátryggður hefur af stórkostlegu gáleysi valdið því að vátryggingaratburður varð með því að hlíta ekki varúðarreglum . V ið úrlausn á þessum atriðum sk uli litið til sakar vátryggðs, hvernig vátryggingaratburð bar að, hvort vátryggður var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna sem hann hafði sjálfviljugur neytt og atvika að öðru leyti. Samkvæmt 12. tölulið 2. gr. laganna er með varúðarreglum meðal annars átt við fyrirmæli í vátryggingarsamningi um að vátryggður eða aðrir skuli gera tilteknar ráðstafanir sem fallnar eru til þess að fyrirbyggja eða takmarka tjón eða sjá til þess að þær verði gerðar . Áfrýjandi vísar í þessu sambandi sérstaklega til ákvæða 4.1 og 4.2 í skilmálum sínum um ökutækjatryggingar nr. BA10 þar sem fram kemur að ökumaður hins vátryggða ökutækis skuli hafa þau réttindi og þá kunnáttu sem krafist er til að aka því og að hann skuli ekki vera undir áhrifum áfengis, eða örvandi eða deyfandi efna við notkun þess. 10 Þegar metið er hvort stefnda hafi valdið slysinu af stórfelldu gáleysi er til þess að líta að m eð vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður ekki talið sannað að hún hafi ekið bifreiðinni of hratt þegar áreksturinn varð. Þá er ekk i annað fram komið í málinu en að hún hafi haft þá kunnáttu sem þarf til að stjórna bifreiðinni. Verður því ekki talið að orsakatengsl séu á milli árekstrarins og þess að stefnda ók í umrætt sinn svipt ökuréttindum í andstöðu við ákvæði 1. mgr. 48. gr. umf erðarlaga nr. 50/1987 og varúðarreglu vátryggingarskilmála. 11 Samkvæmt gögnum málsins kvaðst stefnda á slysdegi 4. apríl 2016 aftur á móti hafa misst stjórn á bifreiðinni þegar hún leit á símann sinn. Hún byggir á því að það hafi hún aðeins gert í örstutta s tund til að athuga hvað klukkan væri. Hvað sem því líður braut hún með þessu gegn ákvæði 47. gr. a umferðarlaga, sem leggur bann við því að ökumaður noti farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar. 12 Við komu á bráðadeild Landspítala í kjölfar slyssins virtis t stefnda auk þess með skerta meðvitund þar sem hún var syfjaðri en búast mátti við miðað við áverka, sbr. framangreint vottorð B læknis á bráðamóttöku Landspítala 22. nóvember 2016. S amkvæmt matsgerð rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði við Háskóla Í slands 3. maí 2016 mældist 1 ng/ml a f tetrahýdrókannabínóli í blóðsýni sem tekið var úr stefndu á bráðadeildinni. Braut stefnda því með akstrinum umrætt sinn gegn ákvæði 45. gr. a umferðalaga. 13 Síðast en ekki síst er til þess að líta að stefnda ók bifreiðinni yfir á rangan vegarhelming og áfram yfir hann þar til hún hafnaði á bifreið sem stóð á bifreiðastæði. Með því braut hún gegn 1. mgr. 14. gr., sbr. 1. mgr. 4. gr. umferðarlaga og varúðarreglu greinar 4.2 í vátryggingarskilmálum ökutækjatryggingar áfrýjanda. 14 Þegar það er metið heildstætt að stefnda var með skerta meðvitund við komu á slysadeild í kjölfar árekstrarins, umfram það sem búast mátti við miðað við áverka hennar, að hún notaði farsím a án handfrjáls búnaðar og ók bifreiðinni [...] yfir á rangan vegarhelming , að morgni mánudags þegar vænta mátti umferðar bifreiða úr 4 gagnstæðri átt, og þaðan áfram á kyrrstæða bifreið á b ifreiðastæði þar sem vænta mátti umferðar gangandi vegfarenda, verðu r slysið rakið til stórkostlegs gáleysis hennar sjálfrar. 15 Að framangreindum atvikum virtum telst akstur stefndu umrætt sinn hafa verið sérlega háskalegur og er ekkert fram komið í málinu um að hún eigi sér málsbætur . Verður áfrýjandi því sýknaður af kröfu hennar. 16 Þrátt fyrir þessa niðurstöðu þykir rétt að málskostnaður falli niður í héraði og fyrir Landsrétti, sbr. 3. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómsorð: Áfrýjandi, Vátryggingafélag Íslands hf., er sýkn af kröfu ste fndu, A . Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 14. febrúar 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 18. janúar sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu þingfestri 27. mars 2018, af A , [...] Reykjavík, á hendur Vátryggingafélagi Íslands hf., Ármúla 3, 108 Reykjavík. I. Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði með dómi bótaskylda stefnda á líkamstjóni stefnanda, sem hún varð fyrir í árekstri þann 4. apríl 2016 þegar hún ók bifreið með númerið [...] á tvær aðrar bifreiðar við Þórunnartún og Bríetartún í Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. Til vara krefst stefndi þess að viðurkenningarkrafa stefnanda verði aðeins tekin til greina að hluta að mati dómsins og að málskostnaður verði felldur niður. Stefndi krafðist þess í gr einargerð að málinu yrði vísað frá dómi en með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 5. nóvember 2018 var frávísunarkröfu stefnda hafnað. II. Málsatvik Stefnandi lenti í umferðaróhappi þann 4. apríl 2016. Hún var þá ökumaður bifreiðarinnar [...] . Eigandi bi freiðarinnar var móðir stefnanda og bifreiðin var tryggð hjá stefnda. Slysið varð með þeim hætti að stefnandi ók austur eftir Bríetartúni á kyrrstæða og mannlausa bifreið, [...] , sem lagt hafði verið í stöðureit norðan við götuna. Við áreksturinn kastaðist bifreiðin [...] á kyrrstæða og mannlausa bifreið með skráningarnúmerið [...] . Stefnandi var á leið til vinnu þegar slysið varð. Fram kemur í lögregluskýrslu að þegar tilkynnt var um slysið hefði verið greint frá því að einn aðili ætti í öndunarerfiðleikum . Þegar lögregla hafi komið á vettvang hafi stefnandi enn verið í ökumannssæti en hún síðan verið flutt á slysadeildina í Fossvogi í sjúkrabifreið. Þar hafi lögregla rætt við hana. Stefnandi hafi skýrt svo frá að hún hafi litið af veginum og á síma sinn þv í klukka í bílnum hafi verið biluð og hún hafi verið að gæta að því hvað klukkan 5 væri. Hún hljóti að hafa sveigt bílinn ósjálfrátt til vinstri þegar hún leit af veginum til að skoða símann. Þá kemur fram í lögregluskýrslu að stefnandi hafi verið beðin að b lása í FST - öndunarprófsmæli sem gefið hafi til kynna að hún væri ekki undir áhrifum áfengis. Þá hafi komið í ljós við skoðun ökuskírteinaskrár að stefnandi hefði verið svipt ökuréttindum með sátt frá 14. ágúst 2014 til 14. ágúst 2016. Stefnandi hafi síðan skýrt frá því að hún hefði tveimur dögum fyrir slysið, á föstudagskvöldi, neytt bæði kókaíns og kannabisefna. Með beiðni dagsettri sama dag og umferðaróhappið átti sér stað óskaði lögreglan eftir því að gerð yrði lyfjarannsókn á sýni úr stefnanda. Í beiðni kemur fram að fíkniefnapróf hafi sýnt svörun á THC, AMP og COC og leita skyldi þeirra efna. Í matsgerð Rannsó knarstofu í lyfja og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, dags. 3. maí 2016 , kemur fram að í blóðsýni hafi mælst Tetrahýdrókannabinól, 1,0 ng/ml. Síðan segir í matsgerð að efnið sé í flokki ávana - og fíkniefna, sem óheimil séu á íslensku forráðasvæði. Ökum aður teljist því hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega þegar sýnið var tekið, sbr. 2. mgr. 45, gr. umferðarlaga nr. 59/1987, með síðari breytingum. Þann 8. júní 2017 gaf C heimilislæknir út læknisvottorð vegna málsins þar sem því er lýst að s tefnandi hafi síðustu þrjá mánuði, frá 1. mars 2017, verið frá vinnu af og til vegna afleiðinga umferðarslyss. Því er síðan lýst að stefnandi verði verri við miklar lyftingar með höndum. Með bréfi dagsettu þann 14. september 2016 tilkynnti lögmaður stefn anda um tjón stefnanda vegna umferðaróhappsins til stefnda. Með bréfi dagsettu þann 21. september 2014 hafnaði stefndi bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að stefnandi verið að líta á klukkuna í símanum sínum og hafi verið undir áhrifum fíkniefna og he fði þannig sýnt stórfellt gáleysi. Stefnandi skaut málinu til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum með kvörtun dagsettri 7. október 2016. Stefndi skilaði inn athugasemdum til nefndarinnar þann 27. október 2016. Stefnandi skilaði inn athugasemdum sínum með b réfi dagsettu þann 10. nóvember 2016. Þann 22. nóvember 2016 gaf B út læknisvottorð vegna komu stefnanda á bráðadeild Landspítalans við Fossvog daginn sem slysið átti sér stað. Þar er einkennum hennar lýst þannig að hún finni m.a. til við djúpa innöndun vinstra megin í brjóstkassa. Stefnandi hafi verið með eymsli yfir sjalvöðva hægra megin og bankeymsli yfir h ryggjartindum efst í brjóstbaki. Læknirinn lýsir maráverka yfir viðbeini vinstra megin og eymslum yfir brjóstbeini. Greindi læknirinn hana með mar á brjóstkassa og tognun og ofreynslu á hálshrygg. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum úrskurðaði í máli stefn anda þann 29. nóvember 2016 og var niðurstaða nefndarinnar að líkamstjón stefnanda skyldi bætast að helmingi úr slysatryggingu ökumanns og eiganda hjá stefnda þar sem hún hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Með bréfi dagsettu þann 6. desember 2016 tilk ynnti stefndi stefnanda að stefndi hafnaði því að hlíta úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Í málinu liggur fyrir læknisfræðileg greinargerð D læknis, dags. 10. janúar 2018, um afleiðingar umferðarslyssins þann 11. apríl 2016 fyrir stefnanda. Þar er rakin fé lags - og heilsufarssaga stefnanda. Einnig er fjallað um umferðarslys sem stefnandi lenti í þann 4. apríl 2016. Er einkennunum lýst sem mun meiri óþægindum en hún hafi áður og tíðari höfuðverk og umfangsmeiri. Höfuðverkur sé mikið hægra megin í höfði og í a ugum en óþægindi séu einnig töluverð á hægra herðasvæði niður með hægra herðablaði. Lýst er óþægindum milli herðablaða og að stefnandi eigi erfitt með að liggja lengi, beygja sig og bogra, lyfta þungu og vinna upp fyrir sig. Þá er lýst læknisskoðun á stefn anda. Niðurstaða læknisins er að það megi vera ljóst að stefnandi búi við talsverð stoðkerfisóþægindi og höfuðverk sem sé mun verri eftir umferðarslysið þann 4. apríl 2016. Er það mat læknisins að einkenni hennar megi a.m.k. að nokkru leyti rekja til umfer ðarslyssins þann 4. apríl 2016. 6 III. Bifreiðin, sem stefnandi ók þegar slysið átti sér stað, hafi verið með skyldutryggingar, þ.m.t. slysatryggingu ökumanns, hjá stefnda, sbr. 92. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987. Hún hafi verið tryggð ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns hjá stefnda. Því sé hafnað að stefnandi hafi sýnt af sér nokkra eigin sök eða áhættutöku. Til vara sé byggt á því að eigin sök stefnanda sé ekki svo mikil að skerða eigi bótaskyldu og til þrautavara sé byggt á því að aðeins eigi að skerða bótaskyldu að hluta. Stefndi beri sönnunarbyrði fyrir því að stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og að það sé svo stórkostlegt að það leiði til skerðingar eða niðurfellingar á bótarétti stefnanda. Vátryggingarfélög geti í skilmálum lagt fyrir vátryggðan að fara eftir varú ðarreglum. Skilyrði fyrir réttaráhrifum varúðarreglna í persónutryggingum eins og slysatryggingu ökumanns séu önnur og strangari en í skaðatryggingum. Þegar um skaðatryggingar sé að ræða geti einfalt gáleysi dugað til að hægt sé að fella niður bótaábyrgð e f varúðarreglur í tryggingarskilmálum eru brotnar. Það eigi hins vegar ekki við um persónutryggingar sem þessa. Í þessu tilviki þurfi stórkostlegt gáleysi að koma til ef fella á niður bótarétt samkvæmt 90. gr. laga um vátryggingarsamninga, og eigi það jafn framt við um brot á varúðarreglum. Samkvæmt framangreindu hafi varúðarreglur, sem komi fram í skilmála stefnda nr. BA10, ekki áhrif nema að þær hafi verið brotnar af stórkostlegu gáleysi. Þá komi fram í grein 5.4 í skilmála félagsins nr. YY10 að 5. gr. e igi aðeins við um skaðatryggingar.Talið hafi verið að líta eigi til sömu atriða og komi fram í 2. mgr. 27. gr. laganna um vátryggingarsamninga þegar metið sé hvort vátryggður hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Í 2. mgr. 27. gr. og 1. mgr. 90. gr. sömu laga komi fram að við mat á ábyrgð félagsins skuli líta til sakar vátryggðs, hvernig vátryggingaratburð bar að, hvort vátryggður hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna sem hann hafi sjálfviljugur neytt og atvika að öðru leyti. Það að líta af veginu m örfáar sekúndur til að skoða farsíma sinn geti ekki talist vera stórkostlegt gáleysi. Stefnandi hafi ekki verið að senda smáskilaboð eða tala í símann. Hún hafi aðeins litið á símann sinn í örstutta stund til að athuga hvað klukkan væri. Í mesta lagi sé um einfalt gáleysi að ræða sem leiði ekki til niðurfalls bótaréttar. Það hafi engin áhrif á rétt vátryggðs til bóta þótt hann valdi vátryggingaratburði af einföldu gáleysi, sbr. 2. mgr. 90. gr. framangreindra laga. Samkvæmt lögum um vátryggingarsamninga sé það háð mati á aðstæðum hvaða áhrif það hafi að vátryggður hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna þegar slys átti sér stað. Það leiði ekki sjálfkrafa til þess að bótaréttur falli niður. Það komi skýrt fram í frumvarpi með lögum um vátryggingarsa mninga, í umfjöllun um 27. gr. laganna, að líta beri til orsakasamhengis milli háttsemi og þess að vátryggingaratburður verður. Stefnandi hafi ekki verið undir neinum áhrifum fíkniefna á mánudagsmorgni þótt því hafi verið haldið fram að það hafi mælst í bl óði. Byggt er á því að ekkert mögulegt orsakasamhengi sé milli meintrar fíkniefnaneyslu stefnanda á föstudagskvöldi og árekstursins. Vísað sé um þetta til dóms Hæstaréttar nr. 194/2011 frá 17. nóvember 2011, þar sem ekki var talið unnt að staðhæfa að hægt væri að rekja slys til slævandi lyfja sem fundust í blóði tjónþola. Samkvæmt dómaframkvæmd þurfi nokkuð mikið til að koma þannig að talið verði að slysi sé valdið af stórkostlegu gáleysi. Atvik og aðstæður í slysinu sem varð 4. apríl 2016 hafi ekki verið með þeim hætti að hægt sé að staðhæfa að stefnandi hafi valdið slysinu af stórkostlegu gáleysi. Stefndi beri því ekki við í bréfi sínu frá 21. september 2016 að bótaskyldu sé hafnað á þeim grunni að stefnandi hafi ekki haft gilt ökuskírteini, enda sé ekke rt orsakasamhengi milli þess og árekstursins. Hafi þetta atriði því engin áhrif í málinu. 7 Fari svo að talið verði að stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sé þess krafist að bótaréttur hennar verði viðurkenndur að hluta (t.d. 75%, 50% eða 25%). Slík niðurstaða samræmist best þeim túlkunarreglum samninga - og vátryggingaréttar að túlka skilmála vátryggðum (neytendum) í hag. Samkvæmt þeim læknisfræðilegu gögnum sem liggi fyrir í málinu sé ljóst að stefnandi hafi orðið fyrir líkamstjóni af völdum sl yssins, sem leiði til fjártjóns, sbr. m.a. 2. til 9. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Líklega sé þetta óumdeilt í málinu. Stefnandi áskilji sér rétt til að láta dómkveðja matsmenn vegna þessa atriðis komi í ljós að ágreiningur sé um það. Mati rannsóknarsto fu í lyfja - og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands sé mótmælt, enda hafi ekkert sakamál verið sótt á grundvelli þess. Ónákvæmum upplýsingum í lögregluskýrslu um að stefnandi hafi mögulega ekið á 60 70 kílómetra hraða á klukkustund sé mótmælt. Töluverð vikmö rk hljóti að vera í þeirri ágiskun, en hámarkshraði í umræddri götu sé 50 kílómetrar á klukkustund. Ómögulegt sé að halda því fram að stefnandi hafi keyrt hraðar en það. Stefnandi byggi á því að stefnanda sé heimilt að hafa dómkröfur sínar uppi í dómsmáli þessu samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, en heimildin hafi í dómum Hæstaréttar verið skýrð þannig að sá sem höfði mál til viðurkenningar á b ótaskyldu verði að leiða nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni og gera grein fyrir því í hverju tjón hans felist og hver tengsl þess séu við atvik máls. Verði dómkröfur stefnanda teknar til greina muni stefnandi leitast við að semja við stefnda um greiðslu hæfilegra bóta en náist ekki samningar er einbúið að stefnandi láti vinna skýrslu um tjón sitt og dómkveðji matsmann eða matsmenn eftir atvikum til að meta það og krefji stefnda með nýrri málsókn um greiðslu tiltekinna bóta eða bóta að álitum dómsins. Um ákvörðun fjárhæðar bóta fyrir líkamstjón stefnanda gildi lög nr. 50/1993. Um lagarök vísi stefnandi til skaðabótalaga nr. 50/1993, laga nr. 20/2004 um vátryggingarsamninga, umferðarlaga nr. 50/1987 og skaðabótalaga nr. 50/1993. Krafa um málsk ostnað styðjist við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um varnarþing vísist til 33. gr. sömu laga. IV. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi mótmæli öllum kröfum og málsástæðum stefnanda og gerir kröfu um að hann verði sýknaður af öl lum kröfum stefnanda. Sýknukrafa stefnda byggi í fyrsta lagi á því að ekki sé sannað að stefnandi hafi orðið fyrir nokkru líkamstjóni af völdum áakstursins þann 4. apríl 2016. Stefnandi ítreki að sönnunarbyrðin um að tjón hafi orðið og umfang þess hvíli á stefnanda. Öflun matsgerðar sé helsta sönnunargagn íslensk réttarfars og skaðabótaréttar þegar komi að því að sanna líkamstjón og umfang þess og beri stefnanda að setja fram slíka beiðni telji hún ástæðu til, sbr. 61. gr. laga um meðferð einkamál nr. 91/19 91. Stefndi telji að framlögð læknisfræðileg gögn feli ekki í sér fullnægjandi sönnun á tjóni stefnanda. Þvert á móti komi fram í gögnum málsins að stefnandi hafi verið flutt á slysadeild í kjölfar áakstursins en hafi ekki leitað til læknis eftir það fyrr en þann 8. júní 2017, eða rúmum 14 mánuðum eftir að áaksturinn hafi átt sér stað. Þá hafi stefnandi ekki lagt fram nein gögn um fyrra heilsufar. Læknisfræðilegrar greinargerðar D læknis var aflað 10. janúar 2018. Hin læknisfræðilega greinagerð sé aðeins b yggð á viðtali við stefnanda en engum læknisfræðilegum gögnum um fyrra heilsufar. Samkvæmt framangreindri læknisfræðilegri greinargerð kveðst stefnandi hafa verið greind með hryggskekkju í æsku auk þess sem hún hafi að eigin sögn leitað til lækna vegna þrá látra höfuðverkja. Með vísan til framangreinds telur stefndi að ekki hafi verið gerð fullnægjandi grein fyrir því í stefnu í hverju tjón stefnanda felist né leiddar líkur að því hvert tjón hennar sé, svo sem hvort um fjárhagslegt tjón sé að ræða, miska eð a tímabundið atvinnutjón, hvort orsakatengsl verði sönnuð milli einkenna stefnanda 8 og áakstursins eða hvort tjón hafi yfirleitt orðið. Gögn málsins og eftir atvikum skortur á þeim staðfesti því að stefnandi hafi ekki orðið fyrir líkamstjóni í umstefndu umf erðaróhappi. Sýknukrafa stefnda byggir í öðru lagi á því að tjóninu hafi verið valdið með háttsemi sem teljist til stórkostlegs gáleysis stefnanda, auk þess sem hún hafi brotið gegn varúðarreglum skilmála tryggingarinnar og að á þeim grundvelli falli bóta réttur úr slysatryggingu ökumanns og eiganda niður að fullu. Hvað varði stórkostlegt gáleysi stefnanda byggi sýknukrafa stefnda á 90. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004, sbr. 9. gr. sameiginlegra skilmála stefnda. Þar komi fram að hafi vátryggður valdið því af stórkostlegu gáleysi að vátryggingaratburður varð eða afleiðingar hans urðu meiri en ella hefðu orðið megi lækka eða fella niður ábyrgð félagsins. Hvað varðar brot stefnda á varúðarreglum byggi sýknukrafa stefnda annars vegar á 90. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 þar sem fram komi að lækka eða fella megi niður ábyrgð félagsins ef vátryggður hefur af stórkostlegu gáleysi valdið því að vát ryggingaratburður varð með því að hlíta ekki varúðarreglum og hins vegar á gr. 4.2 og 5 í skilmála ökutækjatryggingar stefnda nr. BA10, þar sem fram komi sú varúðarregla að ökumaður skuli ekki vera undir áhrifum áfengis eða örvandi eða deyfandi efna við no tkun ökutækis og að skylt sé að fara eftir varúðarreglum í skilmálum þessum ella geti ábyrgð félagsins fallið niður í heild eða að hluta. Fram komi í málsatvikalýsingu og gögnum málsins að stefnandi hafi ekið bifreiðinni [...] undir áhrifum ávana - og fíkn iefna. Í blóði stefnanda hafi greinst 1,0 ng/ml af tetrahýdrókannabínóli og segi í matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræðum að ökumaður teljist hafa verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýnið var tekið. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu hafi verið jákvæð svörun við kannabisefni, kókaíni og lyfjatengdu efni í þvagsýni stefnanda. Þá liggi fyrir í frumskýrslu lögreglu að stefnandi hafi viðurkennt notkun ávana - og fíkniefna. Stefndi telji fullvíst að stefnandi hafi verið óhæf til aks turs bifreiðarinnar er áakstur varð og að orsakatengsl séu milli fíkniefnaaksturs hennar og áakstursins. Í fyrsta lagi komi fram í 2. mgr. 45. gr. a í umferðarlögum nr. 50/1987 að ef ávana - og fíkniefni mælast í blóði eða þvagi ökumanns teljist hann vera u ndir áhrifum ávana - og fíkniefna og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega. Niðurstaða matsgerðarinnar sé afdráttarlaus um ökuhæfni stefnanda. Í þriðja lagi komi fram í læknisvottorði B að við komu á slysadeild hafi stefnandi verið með minni meðvitund en viðbúið hafi verið miðað við áverka og skýringar á því hafi fundist í þvagprufu. Í fjórða lagi hafi ökumaður misst vald á bifreiðinni um leið og hann leit á símann og renni það að mati stefnda stoðum undir það að stefnandi hafi ekki verið í ástandi til að aka bifreið þar sem hafi verið undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Stefndi telji því, með vísan til framangreindra gagna, að framkomin sé fullnægjandi sönnun fyrir því að ökumaður hafi verið undir slíkum áhrifum ávana - og fíkniefna að fullvíst sé að hann h afi verið óhæfur til aksturs er áaksturinn varð. Það sé jafnframt afstaða stefnda að á grundvelli þess að sönnun hafi tekist fyrir því að ökumaður hafi verið óhæfur til aksturs bifreiðarinnar og að orsakatengsl séu milli fíkniefnaakstursins og áakstursins hafi sönnunarbyrðin færst yfir á stefnanda. Af hálfu stefnanda hafi engin gögn verið lögð fram sem rýri sönnunargildi þeirra gagna sem lögreglan aflaði við rannsókn málsins, en rannsóknargögn lögreglu hafa ítrekað verið lögð til grundvallar úrlausnum dómst óla. Stefnanda hafi því ekki tekist að hnekkja niðurstöðu rannsóknar lögreglu að neinu leyti. Eins og fram komi í málsatvikalýsingu og gögnum málsins kveðst stefnandi í aðdraganda áakstursins hafa litið af veginum til þess að skoða símann sinn og sjá á sí manum hvað klukkan væri. Stefndi telji sannað að stefnandi hafi notað farsímann í aðdraganda árekstursins og að orsakatengsl séu milli farsímanotkunarinnar og áakstursins. Í fyrsta lagi komi það fram í frumskýrslu lögreglu að ökumaður segist sjálfur hafa n otað farsíma og í kjölfarið hafa skollið á kyrrstæðri bifreið. Í öðru lagi sé í frumskýrslu lögreglu haft eftir þrem vitnum á vettvangi að stefnandi hafi strax í kjölfar áakstursins sagt við vitnin að hún hefði verið að huga að símanum sínum og því litið a f veginum en vitnin lýsi því jafnframt í skýrslunni hvernig bifreiðin hafi allt í einu sveigt til vinstri, yfir á öfugan vegarhelming og svo enn lengra til vinstri þar til bifreiðin skall á kyrrstæðri bifreið. Loks hafi stefnandi, samkvæmt læknisvottorði B , við komu á slysadeild sagst hafa litið 9 á símann sinn til að athuga með tíma en það ekki viljað betur til en svo að hún hefði lent í árekstri. Það sé mat stefnda að leggja verði til grundvallar þá atvikalýsingu sem frumgögn málsins beri með sér. Það sé í samræmi við fordæmi Hæstaréttar Íslands um vægi frumgagna í vátryggingamálum umfram síðartilkomin gögn eða framburði sem beri með sér aðra atvikalýsingu. Stefndi telur því, með vísan til framangreindra gagna, að framkomin sé fullnægjandi sönnun fyrir því að ökumaður hafi notað farsíma í aðdraganda áakstursins og að orsakatengsl séu milli farsímanotkunarinnar og áakstursins. Á þeim grundvelli sé það afstaða stefnda að sönnunarbyrðin hafi færst yfir á stefnanda. Af hálfu stefnanda hafi engin gögn verið lögð fram sem rýri sönnunargildi framangreindra framburða hennar sjálfrar og vitna. Stefnanda hafi því ekki tekist að hnekkja því sem framangreind gögn bera með sér að neinu leyti. Eins og fram komi í málsatvikalýsingu og gögnum málsins hafi stefnandi ekið bif reiðinni yfir hámarkshraða á vettvangi í aðdraganda áakstursins. Stefndi telji sannað að stefnandi hafi í aðdraganda áakstursins ekið of hratt um götu þar sem hámarkshraði er 50 km á klst. og að orsakatengsl séu milli hraðakstursins og áakstursins. Í fyrst a lagi komi fram í framburðum vitna í frumskýrslu lögreglu að bifreiðinni hafi verið ekið nokkuð greitt, kannski á 60 70 km hraða á klst. Í öðru lagi megi sjá á ljósmyndum af ökutækjunum í lögregluskýrslu að áaksturinn hafi verið mjög harður. Stefndi telji því, með vísan til framangreindra gagna, að framkomin sé fullnægjandi sönnun fyrir því að ökumaður hafi ekið of hratt í aðdraganda áakstursins og að orsakatengsl séu milli hraðakstursins og áakstursins. Á þeim grundvelli sé það afstaða stefnda að sönnunar byrðin fyrir því að sýna fram á hið gagnstæða hafi færst yfir á stefnanda. Við mat á stórkostlegu gáleysi skuli litið til sakar vátryggðs, hvernig vátryggingaratburð bar að, hvort vátryggður hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna sem hann hafði sj álfviljugur neytt og atvika að öðru leyti. Með vísan til framangreindrar umfjöllunar sé það sannað að stefnandi hafi verið óhæfur til aksturs bifreiðarinnar sökum áhrifa ávana - og fíkniefna, hann hafi í aðdraganda áakstursins notað farsíma og ekið of hratt . Stefnandi hafi með háttsemi sinni í fyrsta lagi brotið gegn ákvæðum umferðarlaga með því að aka bifreiðinni undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 skuli ökumaður vera líkamlega og andlega fær um að stjórna ök utæki því sem hann fer með. Í 2. mgr. ákvæðisins komi fram að enginn megi stjórna eða reyna að stjórna ökutæki ef hann, m.a. vegna neyslu örvandi eða deyfandi efna, er þannig á sig kominn að hann sé ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega. Samkvæmt 1. m gr. 45. gr. a í umferðarlögum nr. 50/1987 megi enginn stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki ef hann er undir áhrifum ávana - og fíkniefna, sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana - og fíkniefni og reglugerðum settum samkvæmt þ eim. Í 2. mgr. ákvæðisins komi fram að ef slík efni mælast í blóði eða þvagi ökumanns teljist hann vera undir áhrifum ávana - og fíkniefna og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega. Stefnandi hafi með háttsemi sinni í öðru lagi brotið gegn ákvæðum umferða rlaga með því að nota farsíma við akstur bifreiðarinnar. Samkvæmt 1. mgr. 47. gr. a í umferðarlögum nr. 50/1987 sé ökumanni vélknúins ökutækis óheimilt að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur. Stefnandi hafi með háttsemi sinni í þriðja lagi broti ð gegn ákvæðum umferðarlaga með því að aka bifreiðinni of hratt í aðdraganda áakstursins. Í 1. mgr. 36. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 komi fram að ökuhraði megi aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu. Í 2. mgr. ákvæðisins að sérs tök skylda hvíli á ökumanni að aka nægilega hægt miðað við aðstæður í þéttbýli. Samkvæmt 1. mgr. 37. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 megi ökuhraði ekki vera meiri en 50 km á klst. í þéttbýli. Að mati stefnda sé því sannað að um verulegt og alvarlegt frávik ha fi verið að ræða frá þeirri háttsemi sem stefnanda bar að viðhafa, af háttseminni hafi stafað augljós og mikil hætta í akstri á hættulegu tæki á miðjum degi í miðbæ Reykjavíkur. Þá verði að horfa til þess að ökumaður hafði staðist ökupróf og hafi því mátt vera fullljóst að hann mátti ekki stjórna ökutæki undir áhrifum ávana - og fíkniefna, nota farsíma við akstur eða 10 aka of hratt. Stefnandi hafi brotið gegn framangreindum skráðum hátternisreglum og þeirri háttsemi sem eðlilegt hefði verið að viðhafa og gera mátti kröfu til hans um. Svo gáleysi teljist stórkostlegt gáleysi þurfi háttsemi tjónvalds annaðhvort að víkja hlutrænt meira frá þeirri háttsemi sem honum bar að viðhafa eða hin huglæga afstaða hans til tjónsins þurfi að einkennast af meira tillitsleysi en í tilviki almenns gáleysis. Það sé að mati stefnda ljóst að bæði skilyrðin eigi við um háttsemi stefnanda, sem hafi vikið verulega frá hátternisreglum umferðarlaga og látið sér í léttu rúmi liggja þá augljósu hættu sem af því stafaði er hún tók að sér stjórn bifreiðar undir áhrifum ávana - og fíkniefna, notaði farsíma við akstur og ók of hratt, allt í senn. Að öllu framangreindu virtu telji stefndi því að sú ákvörðun að skerða bótarétt stefnanda að fullu hafi verið réttmæt ákvörðun með vísan til þess að stefnandi hafi valdið tjóninu með háttsemi sem teljist til stórkostlegs gáleysis. Rétt sé því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Stefndi telji að stefnandi hafi með því að aka bifreiðinni undir áhrifum ávana - og fíkniefna af stórkostlegu gáleysi valdið því að vátryggingaratburður varð. Stefnandi hafi ekki virt varúðarreglu gr. 4.2 í skilmála ökutækjatryggingar félagsins nr. BA10 og það leiði til þess að ábyrgð félagsins falli niður í heild, sbr. 90. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2005 og 5. gr. skilmála stefnda nr. BA10. Vísi stefndi til framangreindrar umfjöllunar um það að stefnandi þessa máls hafi valdið tjóninu af stórkostlegu gáleysi með því að hafa sannarlega ekið bifreiðinni undir áhrifum ávana - og fíkniefna og að orsakatengsl séu m illi þeirrar háttsemi og áakstursins. Stefndi krefjist greiðslu málskostnaðar að mati dómsins samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Fallist dómurinn ekki á kröfu stefnda um sýknu geri stefndi þá þrautarvarakröfu að viðurkenninga rkrafa stefnanda verði aðeins tekin til greina að hluta að mati dómsins og að málskostnaður verði felldur niður. Þrautarvarakrafa stefnda byggist á því að tjóninu hafi verið valdið með háttsemi sem teljist til stórkostlegs gáleysis stefnanda, auk þess sem hún hafi brotið gegn varúðarreglum skilmála tryggingarinnar og að á þeim grundvelli sé stefnda heimilt að fella niður bótarétt stefnanda úr slysatryggingu ökumanns og eiganda að hluta að mati dómsins. Vísi stefndi þar um til umfjöllunar um stórkostlegt gál eysi og brot á varúðarreglu. Stefndi krefst þess í varakröfu að málskostnaður verði látinn niður falla, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála. Um lagarök vísi stefndi til ákvæða laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004, einkum 90. gr. laganna. Jafnframt vísi stefndi til ákvæða umferðarlaga nr. 50/1987, einkum 36. gr., 37. gr., 44. gr., 45. gr. a og 47. gr. a. Þá vísi stefndi til almennra reglna vátrygginga - og skaðabótaréttar. Um málskostnað sé vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð ei nkamála, einkum 1. og 3. mgr. 130. gr. IV. Niðurstaða Í máli þessu krefst stefnandi þess að viðurkenndur verði með dómi réttur hennar til skaðabóta úr slysatryggingu ökumanns skv. 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 vegna umferðarslyss sem hún lenti í [...] 2 016. Stefnandi mótmælir því að stórkostlegt gáleysi af hennar hálfu hafi verið orsök slyssins. Í máli þessu er annars vegar deilt um það hvort stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að leita viðurkenningardóms um skaðabótaskyldu stefnda samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 og hins vegar hvort orsök slyssins verði rakin til stórkostlegs gáleysis af hálfu stefnanda. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 er heimilt að höfða mál til að leita viðurkenningardóms um kröfu hafi aðili lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands. Áskilnaður ákvæðisins um lögvarða hagsmuni hefur verið skýrður svo í dómum Hæstaréttar að sá sem 11 höfðar mál til viðurkenningar á greiðsluskyldu verði að leiða nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni, í hverju það felist og hver tengsl þess séu við atvik máls. Í málinu liggur fyrir vottorð B , dagsett 22. nóvember 2016, vegna komu stefnanda á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi í beinu framhaldi af slysinu þann 4. apríl sama ár. Þ ar kemur fram að hún hafi verið með verki vinstra megin í brjóstkassa og við skoðun verið með eymsli hægra megin í herðum, efst í baki og með maráverka yfir vinstra viðbeini. Telja verði að hún hafi fengið á sig talsverðan hnykk. Þá liggur fyrir vottorð C , læknis á Læknavaktinni ehf., dags. 8. júní 2017. Þar kemur fram að stefnandi hafi verið frá vinnu af og til síðustu þrjá mánuði vegna afleiðinga umferðarslyss og hún verði verri við miklar lyftur með höndum. Enn fremur liggur fyrir í málinu læknisfræðileg greinargerð D læknis og sérfræðings í endurhæfingarlækningum og mati á líkamstjóni. Þar kemur fram að stefnandi búi við talsverð stoðkerfisóþægindi og höfuðverki. Einhver fyrri saga sé um slík óþægindi en hún segi þau verri eftir umrætt umferðarslys. Samk væmt gögnum hafi verið um allharðan árekstur að ræða, m.a. mar yfir viðbeini, að öllum líkindum eftir bílbelti. Við skoðun hafi hún verið með einkenni, sem a.m.k. að nokkru leyti megi að mati hans rekja til þessa umferðarslyss, en þau einkenni séu fyrst og fremst á háls - og herðasvæði, meira hægra megin, og með tíðari höfuðverkjum. Af hálfu stefnanda er á því byggt að hún hafi verið talsvert frá vinnu vegna afleiðinga slyssins og við aðalmeðferð kom fram að ljóst væri að þessar afleiðingar ættu eftir að val da henni frekara tjóni við tekjuöflun í framtíðinni. Af hálfu stefnanda er áskilinn réttur til að dómkveðja matsmann eða matsmenn til að meta tjón hennar á síðari stigum. Af hálfu stefnanda er því mótmælt að sýnt hafi verið fram á að uppfyllt séu skilyrði 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, en ekki var á því byggt í greinargerðum stefnda til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Þar byggði stefndi einvörðungu á því að bótaréttur félli niður vegna stórkostlegs gáleysis stefnanda í aðdraganda tjónsatburðarins. D ómurinn telur, með vísan til þess sem rakið hefur verið, að sýnt hafi verið fram á að uppfyllt séu skilyrði 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi byggir sýknukröfu sína á 90. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004, sbr. 9. gr. sameiginlegra skilm ála stefnda. Þar komi fram að hafi vátryggður valdið því af stórkostlegu gáleysi að vátryggingaratburður varð eða afleiðingar hans urðu meiri en ella hefðu orðið megi lækka eða fella niður ábyrgð félagsins. Hvað varðar brot stefnda á varúðarreglum byggi s ýknukrafa stefnda annars vegar á 90. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 þar sem fram komi að lækka eða fella megi niður ábyrgð félagsins ef vátryggður hefur af stórkostlegu gáleysi valdið því að vátryggingaratburður varð með því að hlíta ekki var úðarreglum og hins vegar á gr. 4.2 og 5 í skilmála ökutækjatryggingar stefnda nr. BA10. Telja verður að 2. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004 eigi við um þetta álitaefni. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004 losnar vátryggingafélag úr ábyrgð í heild eða að hluta hafi vátryggður, í öðrum vátryggingum en ábyrgðartryggingum, valdið vátryggingaratburði með háttsemi sem telja verði stórkostlegt gáleysi. Stefndi hefur sönnunarbyrði fyrir því að stefnandi hafi valdið slysinu með stórkostlegu gáleysi. Stefndi by ggir á því að stefnandi hafi verið óhæf til að stjórna ökutæki örugglega þar sem fyrir liggi matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræðum um að í blóði stefnanda er sýni var tekið hafi verið 1,0 ng/ml af tetrahydrókannabínóli og í matsgerðinni segi að ökumaður teljist því óhæfur til þess að stjórna ökutæki. Fyrir liggur að stefnandi viðurkenndi að hafa tveimur dögum áður neytt kókaíns og kannabis, en hefur neitað því að hafa haft ásetning um að aka bifreiðinni undir áhrifum kannabis í greint sinn. F ramangreint magn af tetrahydrókannabínóli í blóði stefnanda er mjög lítið og háð mati á aðstæðum hvaða áhrif þetta hafði á aksturshæfni stefnanda. Af hálfu lögreglu, sem óskaði eftir framangreindri blóðrannsókn, virðist ekki hafa verið talið tilefni til þe ss að ákæra stefnanda vegna málsins, sem 12 væntanlega skýrist af því að magn framangreinds efnis í blóði var mjög lítið. Þá er alkunna að kannabis greinist í blóði löngu eftir neyslu án þess að áhrifa þess gæti. Framangreind matsgerð var ekki staðfest fyrir dómi og af henni einni verður ekki dregin sú ályktun að stefnandi hafi verið ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega eða að hún hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í merkingu 90. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004, sbr. 9. gr. sameiginlegra sk ilmála stefnda. Stefnda hefði verið í lófa lagið að afla matsgerðar dómkvaddra matsmanna til að meta áhrif framangreinds magns tetrahydrókannabínóls í blóði stefnanda á aksturshæfni hennar. Samkvæmt 45. gr. a í umferðarlögum nr. 50/1987 má enginn stjórna v élknúnu ökutæki ef hann er undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Þá segir að ef slík efni finnast í blóð eða þvagi ökumanns teljist hann vera undir áhrifum ávana - og fíkniefna og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega. Þetta ákvæði umferðarlaga er ekki sjálf krafa mælikvarði á háttsemi vátryggðra skv. 1. mgr. 90. gr. laga um vátryggingarsamninga Samkvæmt lögum um vátryggingarsamninga er það háð mati á aðstæðum hvaða áhrif það hefur að vátryggður var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna þegar slys átti sér stað og það leiðir ekki sjálfkrafa til þess að bótaréttur falli niður. Fram kemur í greinargerð með 27. gr. vátryggingalaga að líta beri til orsakasamhengis milli háttsemi og þess að vátryggingaratburður verður. Því hefur verið mótmælt af hálfu stefnanda að hún hafi fundið fyrir áhrifum fíkniefna þegar framangreint slys átti sér stað. Ekki verður talið að stefndi hafi fært fullnægjandi rök fyrir því að orsakasamband sé milli slyssins og fíkniefnis sem fannst í litlu magni í blóði stefnanda, sbr. í þessu sambandi dóm Hæstaréttar nr. 194/2011. Stefnandi var ekki að tala í farsíma eða senda smáskilaboð þegar slysið varð. Óumdeilt er að stefnandi rétt leit af veginum í örfáar sekúndur til að að sjá hvað klukkan væri, en hún var á leið til vinnu. Fram kemur í lögreglu skýrslu eftir stefnanda að klukkan í bílnum hafi verið biluð og hún því litið á klukkuna í símanum og hljóti að hafa sveigt bílinn ósjálfrátt til vinstri á veginum um leið og þá skollið á kyrrstæða bílnum. Ekki verður talið að þetta hafi falið í sér stórko stlegt gáleysi, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 591/2007. Ekki verður talið að stefndi hafi fært sönnur á að orsök slyssins verði rakin til þess að stefnandi hafi ekið of hratt í umrætt sinn Staðhæfingar stefnda um þetta eru byggðar annars vegar á ágiskun þriggja vitna um að bifreiðinni hafi verið ekið nokkuð greitt, kannski á 6070 km hraða, en hámarkshraði á þessum stað er 50 km/klst. Þessi framburður vitna var ekki staðfestur fyrir dómi. Fram kemur í lögregluskýrslu að akstursskilyrði hafi verið góð. Þá verður ekki talið að fullyrt verði af ljósmyndum af vettvangi og skemmdum á bifreiðum að hraði bílsins í umrætt sinn hafi verið yfir hámarkshraða, enda fór engin rannsókn fram á vettvangi eða mat á því á hvaða hraða bifreiðin kynni að hafa verið. Þá verðu r ekki ekki talið að orsakatengsl séu milli umferðarslyssins og þess að stefnandi hafi verið ökuréttindalaus á þeim tíma þegar slysið varð. Samkvæmt dómaframkvæmd þarf mikið að koma til svo að talið verði að slysi sé valdið af stórkostlegu gáleysi. Stefndi hefur sönnunarbyrði fyrir því að háttsemi stefnanda í umrætt sinn hafi verið stórkostlegt gáleysi. Samkvæmt framansögðu er því fallist á viðurkenningarkröfu stefnanda um bótaskyldu stefnda á líkamstjóni sem hún varð fyrir 4. apríl 2016. Eftir úrslitum mál sins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn eins og nánar er kveðið á um í dómsorði. Af hálfu stefnanda flutti málið Eiríkur Guðlaugsso stefnda flutti málið Þórarinn Sigurbergsson lögmaður. Þórður Clausen Þórðarson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: 13 Viðurkennd er bótaskylda stefnda, Vátryggingafélags Íslands hf., á líkamstjóni stefnanda, A , sem hún varð fyrir í árekstri þann 4. apríl 2016 þegar hún ók bifreiðinni með númerið [...] á tvær aðrar bifreiðar við Þórunnartún og Bríetartún í Reykjavík. Ste fndi greiði stefnanda 900.000 krónur í málskostnað .