LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 14. október 2020. Mál nr. 577/2020 : Ákæruvaldið ( Guðrún Sveinsdóttir settur saksóknari ) gegn X ( Sigmundur Guðmundsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Framsal sakamanns. Útdráttur Ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal X til Þýskalands var staðfest. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Davíð Þór Björgvinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. október 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. október 2020 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. október 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem staðfest var ákvörðun dómsmálaráðuneytisins frá 5. desember 2019 um að framselja varnaraðila til Þýskalands. Kæruheimild er í 24 . gr. laga nr. 13 / 1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum . 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gi ldi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Samkvæmt 2. mgr. 16. gr. laga nr. 13/1984 greiðist kærumálskostnaður úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs réttargæslumanns varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti, sem ákveðin verður eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs réttargæslumanns varnaraðila, Sigmundar Guðmundssonar lögmanns, 275.000 krónur. Úrskurður Héraðsdóms Reykja víkur 7. október 2020 Með bréfi ríkissaksóknara 2. janúar 2020 var vísað ti l Héraðsdóms Reykjavíkur kröfu varnaraðila, X, um að úrskurðað yrði um það hvort skilyrði laga um framsal væru fyrir hendi vegna ákvörðunar innanríkisráðuneytisins 5. desember 2019, um að fallast á beiðni þýskra dómsmálayfirvalda um að framselja varnaraðil a til Þýskalands. Er í þessu efni vísað til II. kafla laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984 og 1. mgr. 2. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Af hálfu sóknaraðila er krafist staðfestingar á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, f rá 5. desember 2019, um að framselja varnaraðila til Þýskalands. Varnaraðili krefst þess að framsalskröfunni verði hafnað. Þá er þess krafist að þóknun réttargæslumanns greiðist úr ríkissjóði. Mál þetta barst héraðsdómi 6. janúar 2020. Málið var þingfest 10. janúar 2020 og að beiðni réttargæslumanns varnaraðila var honum veittur frestur til að skila greinargerð vegna málsins til 7. febrúar. Því þinghaldi var síðan frestað utan réttar til 24. febrúar, að beiðni réttargæslumanns. Réttargæslumaður varnaraðil a skilaði greinargerð hans þann dag og var þá ákveðið að aðalmeðferð málsins færi fram 2. mars. Henni var síðan frestað vegna samkomubanns stjórnvalda og farsóttar í landinu til 27. maí sl. og síðan á ný um ótiltekinn tíma að ósk réttargæslumanns varnaraði la til að honum gæfist tóm til að afla upplýsinga um stöðu máls varnaraðila í Þýskalandi og kveðst hann hafa upplýsingar um að dómi í máli varnaraðila hafi verið áfrýjað til æðra dómstigs í Þýskalandi. Þann 14. ágúst 2020 bárust dómara málsins upplýsingar um að áfrýjun málsins hefði verið hafnað. Munnlegur málflutningur fór fram 14. september sl. og var málið þá tekið til úrskurðar. I. Í máli þessu er leitað endurskoðunar á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins frá 5. desember 2019, amsali varnaraðila, með vísan til Evrópuráðssamningsins um framsal sakamanna frá 1957, til fullnustu fangelsisrefsingar. Í bréfi ríkissaksóknara er það rakið að varnaraðili var handtekinn 14. mars 2019 á grundvelli eftirlýsingar þýskra yfirvalda í Schenge n - upplýsingakerfinu og var þá tekin af honum skýrsla og kynnt fyrir honum eftirlýsingin og evrópsk handtökuskipun. Með eftirlýsingunni fylgdi mynd af hinum eftirlýsta. Sagði varnaraðili að gögnin vörðuðu hann og það sem fram kæmi í þeim væri rétt og kvaðst hann hafa verið viðstaddur dómsuppkvaðningu í Þýskalandi. Í framhaldi af skýrslutökunni var varnaraðili úrskurðaður í farbann sem hann hefur sætt til dagsins í dag. Samkvæmt því sem kemur fram í framsalsbeiðninni og fylgigögnum með henni var varnaraðili, mánaða fangelsisrefsingar fyrir stórfelldan ólöglegan innflutning á ávana - og fíkniefnum, nánar tiltekið 5.171,82 g af Diazepam, u.þ.b. 30.140 töflur. V ar hann sakfelldur fyrir brot gegn 1., 3. og 30. gr. þýskra laga um ávana - og fíkniefni. Dómurinn varð endanlegur 11. september 2017 og er nú óskað eftir framsali varnaraðila til fullnustu 697 daga fangelsisrefsingar samkvæmt dómnum og hefur þá verið dregi n frá gæsluvarðhaldsvist sem varnaraðili sætti vegna málsins. Með beiðninni fylgdi handtökuskipun útgefin af afplánun þrátt fyrir boðun var þess óskað að hann y rði handtekinn og færður til afplánunar. Jafnframt fylgdi evrópsk handtökuskipun á hendur varnaraðila sem gefin var út 25. janúar 2018 af sama saksóknarembætti. 3 Í henni kemur m.a. fram að varnaraðili hafi verið viðstaddur dómsmeðferð í málinu. Dómurinn fyl gir einnig beiðninni ásamt viðeigandi ákvæðum þýskra laga. Framsalsbeiðnin barst sóknaraðila 15. maí 2018, með bréfi dagsettu 18. sama mánaðar, og var hún þá framsend lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra sem kynnti varnaraðila beiðnina, eins og að frama n er rakið. Varnaraðili mótmælti beiðninni og var honum þá kynnt efni 7. gr. framsalslaga nr. 13/1984. Sóknaraðili sendi dómsmálaráðuneytinu gögn málsins ásamt álitsgerð sóknaraðila varðandi lagaskilyrði framsals með bréfi dagsettu 12. júlí 2018. Í álitsge rðinni eru skilyrði laga nr. 13/1984 talin uppfyllt, sbr. einkum 1. og 3. mgr. 3. gr. um tvöfalt refsinæmi og lágmarksrefsingu, 5. mgr. 3. gr. varðandi grunnreglur íslenskra laga og 8. - 10. gr. varðandi bann við endurtekinni málsmeðferð, fyrningu og meðferð annarra mála hérlendis, sem og 12. gr. laganna sem fjallar um formskilyrði. Með ákvörðun 10. desember 2018 ákvað dómsmálaráðuneytið að verða við framsalsbeiðninni. Varnaraðili krafðist úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi það hvort skilyrði laga fyr ir framsali hans til Þýskalands væru fyrir hendi, sbr. mál héraðsdóms nr. R - málsins var frestað eftir að beiðni um endurupptöku málsins var send dómsmálaráðuneyti með bréfi 22. janúar 2019 og frestað ótiltekið á meðan bei ðnin var til meðferðar í ráðuneytinu. Í endurupptökubeiðni varnaraðila var farið fram á að beiðni um framsal yrði synjað á grundvelli 7. gr. laga nr. 13/1984 þar sem upplýsingar um heilsufar varnaraðila hefðu ekki legið fyrir þegar ráðuneytið tók ákvörðun um að verða við framsalsbeiðni. Með bréfi ráðuneytisins frá 4. apríl 2019 féllst ráðuneytið á endurupptöku málsins með vísan til 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Var talin ástæða til að leggja að nýju mat á það hvort aðstæður varnaraðila væru s líkar að 7. gr. laga nr. 13/1984 ættu við í máli hans. Var krafa sóknaraðila um staðfestingu héraðsdóms á ákvörðun ráðuneytisins frá 10. desember 2018 því afturkölluð. Með bréfi 12. ágúst 2019 barst ráðuneytinu greinargerð varnaraðila ásamt læknisvottorði sérfræðings í geðlækningum. Þann 5. desember 2019 ákvað dómsmálaráðuneytið á ný að verða við beiðni um framsal varnaraðila. Í forsendum ráðuneytisins kemur fram að varnaraðili hafi við meðferð málsins játað að beiðni þýskra yfirvalda um framsal ásamt fylg igögnum ætti við um hann en mótmælt framsali. Ráðuneytið lagði heildstætt mat á aðstæður varnaraðila með tilliti til sjónarmiða mannúðarákvæðis 7. gr. laga nr. 13/1984 og mat þær svo að ekki þættu nægjanlegar ástæður fyrir hendi til að réttmætt væri að syn ja um framsal á grundvelli ákvæðisins. Er m.a. vísað til þess að Þýskaland sé aðildarríki að Mannréttindasáttmála Evrópu og hafi aðildarríki Evrópuráðsins gengist undir viðmiðanir ráðsins um að veita föngum fullnægjandi og viðeigandi læknisaðstoð og meðfer ð meðan á afplánun stendur. Þá hafi Þýskaland fullgilt Evrópuráðssamninginn um varnir gegn pyndingum og ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingum og sé aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannúðlegri eða va nvirðandi meðferð eða refsingu. Að mati ráðuneytisins hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að framsal varnaraðila til Þýskalands fari í bága við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og 7. gr. framsalslaga nr. 13/1984. Einn ig var vísað til þess að varnaraðili hefði hlotið refsidóm fyrir ávana - og fíkniefnalagabrot og hafi þýsk yfirvöld metið það sem svo að þau hefðu hagsmuni af því að fá hann framseldan til fullnustu dóms þar í landi. Þá tók ráðuneytið fram í forsendum sínum að engin gögn hefðu komið fram í málinu sem leiði til þess að rökstudd ástæða sé til að ætla að framsalsbeiðni þýskra dómsmálayfirvalda og meðfylgjandi gögn þyki ekki fullnægja grunnreglum íslenskra laga um rökstuddan grun, refsiverða háttsemi eða fullgil da sönnun sakar, sbr. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 13/1984. Þá vísaði ráðuneytið í forsendum sínum til þess að samkvæmt athugasemdum við 5. mgr. 3. gr. laganna væru íslensk stjórnvöld skyldug án frekari könnunar á sönnunaratriðum að leggja erlendan dóm eða ákvö rðun um handtöku eða fangelsun til grundvallar við meðferð framsalsmáls. Ákvörðun ráðuneytisins var kynnt varnaraðila 13. desember 2019 hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Varnaraðili krafðist úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga nr. 13/1984 með bréfi sem barst sóknaraðila með tölvupósti sama dag. 4 II. Um skilyrði framsals samkvæmt I. og II. kafla laga nr. 13/1984 vísar sóknaraðili til álitsgerðar hans frá 12. júlí 2018 og ákvörðunar ráðuneytisins frá 5. desember 2019. Þar kemur fram að varnaraðili, nr. 13/1984 sé heimilt að framselja mann sem í erlendu ríki er grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Sk ilyrði framsals samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 13/1984 er að verknaður eða sambærilegur verknaður geti varðað fangelsi í meira en eitt ár samkvæmt íslenskum lögum. Sú háttsemi sem varnaraðili hlaut dóm fyrir í Þýskalandi myndi samkvæmt íslenskum lögum va rða við 3., sbr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni, sbr. 2. tölulið 1. gr. og 6. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 789/2010. Brot samkvæmt ákvæðum laga um ávana - og fíkniefni og reglugerðarinnar varða allt að sex ára fangelsi. Þá kann háttsemin jafnframt að varða við 1. mgr. 7. gr., 1. mgr. 20. gr. og 32. gr., sbr. 1. og 2. mgr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 og 51. gr., sbr. 1. mgr. 68. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963, sem og 170. gr. tollalaga nr. 88/2005. Stórfelld brot gegn lyfjalögum og lyfsölulögum varða fangelsi allt að tveimur árum og brot gegn tollalögum einnig. Telur sóknaraðili því að framangreind skilyrði séu uppfyllt. Þá sé skilyrði um lágmarksrefsingu uppf yllt, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 13/1984 en þar er kveðið á um það að aðeins sé heimilt að framselja mann til fullnustu á dómi ef refsingin er minnst fjögurra mánaða fangelsi. Einnig telur sóknaraðili að engin gögn séu fram komin sem leiði til þess að rö kstudd ástæða sé til að ætla að grunur um refsiverða háttsemi þyki ekki fullnægja grunnreglum íslenskra laga um rökstuddan grun eða refsiverða háttsemi, sbr. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 13/1984. Þá sé dæmd refsing ófyrnd, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 83. gr. almenn ra hegningarlaga nr. 19/1940, og standi fyrning því ekki í vegi fyrir framsali, sbr. skilyrði 9. gr. laga nr. 13/1984. Loks sé uppfyllt skilyrði 8. gr. laga nr. 13/1984 um bann við endurtekinni málsmeðferð og er hvað það varðar vísað til framlagðs sakavott orðs. Hér á landi sé ekki ólokið sakamál til meðferðar eða óafplánuð fangelsisrefsing gagnvart varnaraðila og stendur 10. gr. laga nr. 13/1984 því heldur ekki í vegi fyrir framsali. Með vísan til framangreinds telur sóknaraðili að skilyrði framsals séu fy rir hendi í málinu. Formskilyrði 12. gr. laga nr. 13/1984 eru uppfyllt enda komi fram í framsalsbeiðni og fylgigögnum hennar þær upplýsingar og þau gögn sem krafist er samkvæmt 2. og 4. gr., auk þess sem hún var borin fram eftir diplómatískum leiðum, sbr. 1. mgr. 12. gr. laganna. III. Varnaraðili byggir á því að ákvörðun dómsmálaráðuneytisins stríði gegn 7. gr. laga nr. 13/1984 og hana beri að fella úr gildi af mannúðarástæðum. Vísar varnaraðili í bágt heilsufar hans en hann hafi um að var hann lagður inn á geðdeild í tvo sólarhringa. Í komunótum B geðlæknis, dagsettum 25. janúar mats á vanlíðanar. Var þá ákveðið að varnaraðili byrjaði í lyfjameðferð og meðferð á göngudeild geðdeildar. Síðast kom hann við viðtals 13. desember 2019 eftir að hafa verið birt ákvörðun ráðuneytisins um framsal. Varnaraðili telur að þótt litið verði svo á að dómstólum beri ekki að endurskoða mat dómsmálaráðuneytisins um það hvort rétt hafi verið að synja um framsal á grundvelli mannúðarsjónarmiða þá beri þeim að meta hvort slík ákvörðun hafi verið tekin með málefnalegum hætti og hvort málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar hafi verið virtar við meðferð málsins. Varnaraðili telur að ráðuneytið hafi ekki með ákvörðun sinni tekið rökstudda afstöðu til þess h vort réttmætt hafi verið að synja um framsal hans á grundvelli 7. gr. laga nr. 13/1984. Hafa þurfi í huga að því meira íþyngjandi sem ákvörðunin er þeim mun strangari kröfur verði að gera til sönnunar um nauðsyn ákvörðunar. Í ákvörðuninni er vísað almennt í alþjóðasáttmála sem Þýskaland hefur gengist undir og því jafnframt haldið fram að heilbrigðisþjónusta í þýskum fangelsum sé ekki óviðunandi. Telur varnaraðili að 5 mat ráðuneytisins sé án tengsla við efni þeirra læknisvottorða sem liggja fyrir um veikindi og aðstæður Varnaraðili telur að ráðuneytið hafi vanrækt að tryggja að mál hans væri nægilega upplýst áður en ákvörðun var tekin um framsal, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Skylda ráð uneytisins og sóknaraðila í þessum efnum er einnig lögfest í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 13/1984 og kveðið er á um víðtækar heimildir til rannsóknar máls í 3. mgr. 13. gr. laganna. Bar ráðuneytinu að rannsaka hvort skilyrði væru til framsals varnaraðila, þar á meðal hvort mannúðarástæður mæltu gegn framsali. Gáfu fyrirliggjandi gögn um heilsu varnaraðila fullt tilefni til að kallað yrði eftir frekara mati fagaðila á heilsufari hans. Telur varnaraðili að engin lagaleg rök standi til þess að leggja þá skyldu á h ann. Þá byggir varnaraðili á því að hagsmunir hans af því að verða ekki framseldur hljóti að vega þyngra en hagsmunir þýskra yfirvalda af því að fá hann framseldan. Ákvörðunin varðar bersýnilega mikilvæga hagsmuni varnaraðila. Réttur hans til friðhelgis o g einkalífs eigi m.a. stoð í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. lög nr. 33/1944. Varnaraðili er löglega búsettur hér á landi og á því rétt á að verða ekki framseldur nema í samræmi við samning um verndum mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1 994. Telur varnaraðili að íslenskir dómstólar eigi að hafa síðasta orðið um það hvort hagsmunir þýskra yfirvalda af framsali séu rétthærri hagsmunum varnaraðila og þurfi hann því ekki að una mati þýskra yfirvalda um það. Varnaraðili hafnar því mati ráðuney tisins að ákvörðun um að hafna framsali leiði til þess að framsalskerfið missi gildi sitt. Við mat á hagsmunum þýskra yfirvalda verði að hafa í huga að langt er um liðið frá því varnaraðili framdi brotið, hann játaði strax háttsemi sína, var samvinnuþýður og vísaði m.a. lögreglu á töflurnar sem hann hafði flutt gegn lágri greiðslu og hafði, þegar dómur var kveðinn upp, setið í gæsluvarðhaldi í 126 daga. Í dómnum er vísað til þess að varnaraðili eigi ekki að baki sakarferil, til bágrar stöðu hans og skýlausr ar játningar. Sé sú refsing sem hann hlaut lágmarksrefsing fyrir brotið samkvæmt þýskum lögum. Þá sé ekki í framsalsbeiðni og ákvörðun ráðuneytisins getið um þýskar reglur um reynslulausn en með hliðsjón af gæsluvarðhaldi varnaraðila megi ætla að eftirstöð var afplánunar hans sé skammur tími. Varnaraðili hefur verið í fastri vinnu frá því hann flutti til Íslands og samkvæmt vottorði vinnuveitanda hans er hann samviskusamur og mætir vel til vinnu. Hann unir sér vel hér á landi, kann að meta að hann hafi reglu legar tekjur og fjárhagslegt öryggi og sendir hluta tekna sinna til fjölskyldu sinnar við framangreint hagsmunamat beri einnig að hafa í huga að mál ha ns hafi tekið óhóflega langan tíma hjá íslenskum stjórnvöldum og sé meðferð þessi í andstöðu við 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 en um tvö ár eru liðin frá því að hann var fyrst yfirhey rður vegna málsins og hann hafi ávallt verið samvinnuþýður. Þá telur varnaraðili að ákvörðun ráðuneytisins stríði gegn meðalhófsreglu 12. gr. laga nr. 37/1993. Þótt fallist yrði á að með framsali sé stefnt að lögmætu markmiði þá hljóti aðstæður varnaraðila og hin langa málsmeðferð að takmarka heimildir ráðuneytisins til að taka svo íþyngjandi ákvörðun sem framsal er. Með því væri farið mun strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Um lagarök vísar varnaraðili til 7. gr. og 2. og 3. mgr. 13. gr. laga nr. 13/19 84, 10. gr. laga nr. 37/1993 hvað varðar rannsóknarreglu, 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar hvað varðar rétt til friðhelgi og einkalífs og til 1. mgr. 1. gr. 7. samningsviðauka við samning um verndum mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994. Hvað varðar reglur um greiða málsmeðferð er vísað til 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá byggist krafa um greiðslu sakarkostnaðar, þ. á m. þóknunar réttargæslumanns, á 2. mgr. 16. gr. laga nr. 13/1984. IV Samkvæmt 1. gr. Evrópusamnings um framsal sakamanna frá 1957, sem Ísland og Þýskaland hafa fullgilt, eru aðilar hans skuldbundnir til framsals að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og flei ra er heimilt að framselja mann ef hann er í erlendu ríki, grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Þær upplýsingar og gögn sem kveðið er á um í 6 12. gr. laga nr. 13/1984 að fylgja skuli framsalsbeiðni, eru öll fyrir hendi í máli þessu, þar á meðal endurrit þess dóms sem fullnusta skal, sbr. 4. mgr. 12. gr. laganna. Endurritin og þýðing á refsilagaákvæðum sem háttsemi varnaraðila var heimfærð undir voru lögð fyrir dóminn í enskri þýðingu. Þar sem dómari taldi sér fært að skilja og þýða þessi s kjöl gerði hann ekki athugasemdir við það, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Varnaraðili mótmælir framsali en kannast við að málið varði hann. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 13/1984 er framsal á manni aðeins heimilt ef verknaður eða sambærilegur verknaður getur varðað fangelsi í meira en eitt ár samkvæmt íslenskum lögum. Við skýringu á ákvæðinu ber að miða við refsiramma viðkomandi lagaákvæðis, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 634/2007. Svo sem að framan er rakið hafa dómsmálayfir völd í Þýskalandi krafist framsals á varnaraðila til fullnustu á 697 daga fangelsisrefsingu til afplánunar dóms og hefur þá verið tekið tillit til frádráttar á dæmdri refsingu vegna gæsluvarðhalds sem varnaraðili sat í vegna rannsóknar málsins. Eins og rak ið er hér að framan óskaði varnaraðili eftir leyfi til að áfrýja dómnum en slík heimild fékkst ekki og telst dómurinn því vera endanlegur. Brot þau sem varnaraðili hefur verið sakfelldur fyrir myndu að íslenskum lögum varða við 3., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni, sbr. 2. tölulið 1. gr. og 6. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, með síðari breytingum. Brot samkvæmt framangreindum ákvæðum varða fangelsi allt að sex árum. Þá kann háttsemin að varða við þau ákvæði lyfjalaga nr. 93/1994, lyfsölulaga nr. 30/1963 og tollalaga nr. 88/2005 sem hér að framan eru rakin. Brot gegn framangreindum lögum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Í 1. tl. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 13/1984 segir að framsal til fullnustu á dómi sé aðeins heimilt að refsing samkvæmt dómi sé minnst fjögurra mánaða fangelsi. Þá verður ekki af gögnum málsins ráðið að varnaraðili hafi mátt vænta þess að mál hans væri fallið niður. Samkvæmt framangreindu eru uppfyl lt skilyrði 1. og 3. mgr. 3. gr. laga nr. 13/1984 fyrir framsali varnaraðila. Þá er sök ófyrnd samkvæmt íslenskum lögum. Með framsalsbeiðninni fylgir evrópsk handtökuskipun, útgefin 25. janúar 2018 af saksóknaraembættinu í . Við málflutning byggði varna raðili sérstaklega á því að dómsmálaráðuneytinu beri að tryggja að mál sé nægilega upplýst, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga. Beri því að rannsaka sérstaklega heimild til handtöku og framsals. Byggir varnaraðili á því að upphafleg handtökubeiðni sem gefin var út af saksóknaraembættinu í hafi ekki verið gefin út af þar til bærum yfirvöldum. Aðrar aðgerðir vegna málsins hafi byggt á þeirri handtökuskipun og af þeirri ástæðu beri að fallast á kröfu varnaraðila. Í athugasemdum við greinargerð sem fylgdi 5. mgr. 3. gr. laga nr. 13/1984 kemur fram að íslensk stjórnvöld séu skyldug, án frekari könnunar á sönnunaratriðum, að leggja m.a. erlendan dóm eða ákvörðun um handtöku til grundvallar við meðferð framsalsmáls. Þá segir í greinargerðinni hvað varðar 2. mgr. 3. g r. laganna, að í flestum löndum Evrópu séu ákvarðanir, m.a. um handtöku teknar af dómstólum. Það sé þó varla ástæða til að gera slíkt að lagaskilyrði heldur sé æskilegra að virða þær heimildarreglur um handtöku og fangelsun sem gilda í viðkomandi ríki. Í l jósi framangreinds er það mat dómsins að heimildir erlendra yfirvalda til útgáfu handtökuskipunar komi ekki til nánari skoðunar við meðferð málsins og verður því ekki fallist á kröfu varnaraðila á þessari forsendu. Varnaraðili byggir á því að 7. gr. laga n r. 13/1984 eigi að koma í veg fyrir að fallist verði á kröfu sóknaraðila. Samkvæmt ákvæðinu koma þar einkum til mannúðarástæður, svo sem aldur, heilsufar eða aðrar persónulegar aðstæður. Vísar varnaraðili hvað þetta varðar til langrar búsetu hans hér á lan di og þess Þá vísar hann til þess að hann uni sér annars vel á Íslandi, sé í vinnu og hafi fjárhagslegt öryggi sem veiti honum svigrúm til að senda hluta Hafi hann áhyggjur af aðstæðum þeirra geti hann ekki framfleytt þeim. Varnaraðili flutti til Íslands í nóvember 2016 og fór hann til Þýskalands árið 2017 til að vera viðstaddur uppsög u þess dóms sem framsalsbeiðnin byggir á. Varnaraðili hefur lagt fram gögn því til stuðnings að hann hafi leitað sér læknisaðstoðar vegna heilsufarsvandamála. Verður af þeim gögnum ráðið verið lagður inn á geðdeild. Af 7 áhrif á líðan hans. Þegar ákvörðun dómsmálaráðuneytisins var tekin 10. desember 2018 lágu engar upplýsingar fyrir um framangr eind veikindi varnaraðila. Þau gögn lágu hins vegar fyrir þegar ákvörðun um framsal var tekin 5. desember 2019. Frá því sú ákvörðun var tekin hefur ekkert nýtt komið fram í málinu og staðfesti varnaraðili það við meðferð málsins fyrir dómi. Að teknu tilli ti til fordæma Hæstaréttar og Landsréttar verður ekki fallist á að dvöl varnaraðila hér á landi og framangreindar persónulegar aðstæður hans standi framsali í vegi í skilningi lagaákvæðisins. Með ákvörðun dómsmálaráðuneytisins var tekin rökstudd afstaða ti l þess hvort mannúðarástæður fyrrnefnds lagaákvæðis ættu að leiða til þess að kröfu um framsal yrði hafnað. Mat ráðuneytisins er að ekki séu nægar ástæður fyrir hendi til að réttmætt sé að synja um framsal á grundvelli ákvæðisins. Þá er þar áréttað að 7. g r. laga nr. 13/1984 hafi að geyma undantekningarákvæði sem eðli máls samkvæmt beri að túlka þröngt. Þetta mat ráðuneytisins verður ekki endurskoðað, enda hafa hvorki verið leiddar að því líkur að aðstæður varnaraðila hafi ekki verið metnar með réttum og má lefnalegum hætti, né að ekki hafi verið gætt meðalhófs við töku ákvörðunarinnar, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að 10. gr. stjórnsýslulaga hafi verið brotin við meðferð málsins. Þá liggur fyrir að meðferð m álsins hefur dregist af ástæðum sem nánar hafa verið raktar hér að framan. Verður ekki á það fallist að sá dráttur hafi slík áhrif á aðstæður varnaraðila að forsendur sé til að fallast á kröfu hans vegna þess. Loks byggir varnaraðili sérstaklega á því að í úrskurðinum hafi ekki farið fram raunverulegt mat á hagsmunum þýskra yfirvalda af framsali andspænis hagsmunum og stöðu varnaraðila. Byggir varnaraðili á því að dómstólar hafi síðasta orðið um það hvort þeir hagsmunir séu rétthærri hagsmunum varnaraðila m eð vísan til þess réttar sem varnaraðila sé tryggður í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. lög nr. 33/1944. Hvað þessa málsástæðu varnaraðila varðar þá eru í úrskurðinum annars vegar metnir hagsmunir þýskra yfirvalda af því að fá varnaraðila framselda n með tilliti til eðli brotsins sem beiðnin er reist á og málsatvika heildstætt og hins vegar hagsmuna varnaraðila af því að synjað verði um framsal. Verður ekki annað séð en að það mat hafi verið framkvæmt með réttum og málefnalegum hætti. Við því mati ve rður ekki hróflað í máli þessu. Samkvæmt framansögðu teljast uppfyllt skilyrði fyrir framsali varnaraðila. Verður því staðfest ákvörðun ráðuneytisins frá 5. desember 2019 um framsal hans til Þýskalands. Með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 13/1984 greiðist þóknun skipaðs réttargæslumanns varnaraðila, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, og útlagður kostnaður, úr ríkissjóði eins og í úrskurðarorði greinir. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kve ður upp þennan úrskurð. ÚRSKURÐARORÐ: Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins frá 5. desember 2019, um að framselja varnaraðila, X, til Þýskalands, er staðfest. Þóknun skipaðs réttargæslumanns varnaraðila, Sigmundar Guðmundssonar lögmanns, 1.800.000 krónur, og ú tlagður kostnaður, að fjárhæð 106.300 krónur, greiðist úr ríkissjóði.