LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. febrúar 2019. Mál nr. 752 /20 18 : Ákæruvaldið ( Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir saksóknari ) gegn Kamil Piotr Wyszpolski ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) Lykilorð Þjófnaður. Líkamsárás. Ítrekun. Útdráttur K var sakfelldur fyrir að hafa þrisvar sinnum brotist inn í íbúðarhús og stolið þaðan verðmætum, fyrir tilraun til þjófnaðar og líkamsárás og fyrir umferðarlagabrot. Refsing K var ákveðin með vísan til 255. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 71. gr. sömu laga. Var refsing ákærða með hliðsjón af 77. gr. sömu laga ákveðin fangelsi í 18 mánuði . Dómur Landsréttar Mál þe tta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksó knari skau t málinu til Landsréttar 2. október 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 10. september 2018 í málinu nr . S - 182/2018 . 2 Af hálfu ákæruvaldsins er krafist staðfestingar hins áfrýjaða dóms. 3 Ákærði krefst þess að refsing hans verði milduð og að gæsluvarðhald sem hann hefur sætt vegna málsins verði dregið frá dæmdri refsivist hans með fullri dagatölu. Niðurstaða 4 Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur fyrir að hafa þrisvar sinnum á tímabilinu 1 8. til 23. júní 2018 brotist inn í íbúðarhús og stolið þaðan verðmætum og fyrir tilraun til þjófnaðar og líkamsárás 26. sama mánaðar. Að auki tók sakfelling samkvæmt héraðsdómi til brots gegn 1. og 3. mgr. 5. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 5 Sakaferill ákærða er rakinn í hinum áfrýjaða dómi. Samkvæmt því sem þar kemur fram hefur ákærði frá 2008 hlotið sjö dóma fyrir þjófnaðarbrot, síðast 2017 en þá var hann dæmdur til 18 mánaða refsivistar í heimalandi sínu. Þá var hann með dómi Héraðsdóms Ves turlands 12. september 2018 fundinn sekur um húsbrot, þjófnað, 2 fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot 30. ágúst 2018. Var honum gert að greiða 180.000 krónur í sekt fyrir umferðarlagabrotið en með hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ekki gerð sérstök refsing fyrir þau brot sem hann var að öðru leyti saksóttur fyrir. 6 Samkvæmt 2. mgr. 71. gr. alm ennra hegningarlaga er heimilt að láta refsidóma, sem kveðnir hafa verið upp erlendis, hafa ítrekunaráhrif eins og þeir hefðu verið kveðnir upp h ér á landi. Verður þessu heimildarákvæði beitt hér og við ákvörðun refsingar ákærða litið til 255. gr. laganna . 7 Að framangreindu virtu og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi, fangelsi í 18 mánuði. Samkvæmt 76. gr. laganna skal til frádráttar refsingunni koma gæsluvarðhaldsvist hans eins og í dómsorði greinir. 8 Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. 9 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, sem ákveðin eru með virðisaukaskatti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður að öðru leyti en því að gæsluvarðhaldsvist ákærða, Kamil Piotr Wyszpolski, frá 27. júní til 11. júlí 2018 og samfleyt t frá 31. ágúst 2018 skal draga frá refsingu hans. Ákærði greiði allan áfr ýjunarkostnað málsins, samtals 299.487 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns , Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 248.000 krónur . Dómur Héraðsdóms Suðurlands mánudagin n 10. september 2018. Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið mánudaginn 3. september sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 23. ágúst sl., á hendur Kamil Piotr Wyszpolski, fæddum 5. júní 1984, I. fyrir húsbrot og þjófnað með því að hafa, um hádegisbil föstudaginn 22. júní 2018, í heimildarleysi og óleyfi farið skartgripaskríni í svefnherbergi og lausafé í íslenskum krónum og evrum sem var í veski á bekk þar inni, allt að óþekktu verðmæti. (318 - 2018 - Telst háttsemi ákærða varða við 231. gr. og 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. 3 II. fyrir húsbrot og þjófnað með því að hafa að morgni mánudagsins 18. júní 2018, í heimildarleysi og óleyfi farið inn ð áætluðu verðmæti 40.000 kr sem voru í boxi í stofu heimilisins, erlendum gjaldeyri sem geymdur var í tveimur leðurpyngjum þar inni að áætluðu verðmæti um 300 evrur í eigu húsráðanda, C, kt. (318 - 201 8 - Telst háttsemi ákærða varða við 231. gr. og 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 III. fyrir húsbrot og þjófnað með því að hafa, laugardaginn 23. júní 2018, í heimildarleysi og óleyfi farið inn um ólæsta n fjölmörgum skartgripum, þar á meðal fjórum gullúrum, verðmæti og peningum í barnaveski sem var á heimilinu að áætluðu verðmæti 6000 kr. (313 - 2018 - Telst hátt semi ákærða varða við 231. gr. og 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. IV. fyrir húsbrot, tilraun til þjófnaðar og líkamsárás með því að hafa, þriðjudaginn 26. júní 2018, í heimildarleysi og óleyfi farið inn um ólæsta ð þar um, rótað og leitað verðmæta í þeim tilgangi að stela þeim og að ákærða umrætt sinn. (317 - 2018 - Telst háttsemi ákærða varða við 231. gr., 217. gr. og 1 . mgr. 244. sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. V. fyrir umferðarlagabrot Skriðdals - um að stöðva bifreiðina sem gefin voru með ljósmerkjum og leiðbeinin gum á vegatálma lögreglu á Skriðdals - og Breiðdalsvegi skammt frá vegamótum við Hringveg heldur ekið bifreiðinni þar framhjá og þvert yfir Hringveg með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði utan vegar. (317 - 2018 - Telst háttsemi ákærða varða við 1. o g 3. mgr. 5. gr. sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mætti við þingfestingu málsins ásamt Inga Tryggvasyni lögmanni, sem skipaður var verjandi ákærða að hans ósk. Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. 4 mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gers t sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Verknaður ákærða er í I. IV. tölulið ákæru talinn varða við 1. mgr. 244. gr. og 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fyrrgreinda ákvæðið tæmir sök gagnvart því síðarnefnda og verða umrædd brot ákærða því einvörðungu heimfærð til 1. mgr. 244. gr. laganna. Að öðru leyti þykir háttsemi ákærða rétt færð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði Sakaskrár ríkisins hefur ákæ rði ekki áður sætt refsingu sætt refsingu ýmist í heimalandi sínu eða öðrum Evrópuríkjum. Á árinu 2008 var ákærða gerð fangelsisrefsing vegna þjófnaðar í Noregi. Á árunum 2009 og 2010 var ákærða gerð sekt vegna fíkniefnalagabrots í Austurríki. Á árinu 2010 var ákærða gerð skilorðsbundin frelsissvipting meðal annars vegna þjófnaðar, brota á eignarétti eða eignaspjalla og annara skipulagðra brota í Austurríki . Á árinu 2010 og 2011 var ákærða í Þýskalandi gerð sekt vegna innflutnings fíkniefna, auk þess sem honum var bannað að ráða, annast, þjálfa og mennta ungmenni. Á árinu 2012 var ákærða gerð skilorðsbundin frelsissvipting í fimmtán mánuði vegna þjófnaðar og umferðarlagabrota í Þýskalandi. Þá var ákærða sama ár, í Þýskalandi, gert að sæta frelsissviptingu í átta mánuði vegna eignaspjalla. Á árunum 2013 og 2015 var ákærða gert að sæta frelsissviptingu í fimm mánuði vegna þjófnaðar í Danmörku, auk þess sem honu m var vísað úr landi. Á árinu 2015 var ákærða í tvígang gert að sæta átján mánaða frelsissviptingu vegna þjófnaðar í Luxemburg. Á árinu 2017 voru ákærða gerðar dagsektir vegna þjófnaðar í Þýskalandi. Sama ár var ákærða gerð skilorðsbundin refsing sem og da gsektir vegna þjófnaðar í Svíþjóð. Loks var ákærði á árinu 2017 dæmdur til 18 mánaða frelsissviptingar vegna þjófnaðar í heimalandi sínu, Póllandi. Að framansögðu virtu er ljóst að ákærði hefur víða um Evrópu hlotið refsingar vegna þjófnaðarbrota. Við ákvö rðun refsingar hans þykir rétt að líta til 2. mgr. 71. gr., sbr. 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í átján mánuði. Að virtum sakaferli ákærða þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Me ð vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, skal draga frá refsivist ákærða með fullri dagatölu gæsluvarðhald sem hann hefur sætt vegna málsins óslitið frá 27. júní 2018 til 11. júlí 2018 að telja. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um með ferð sakamála, með síðari breytingum, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Við rannsókn málsins var Jón Jónsson lögmaður tilnefndur verjandi ákærða. Er þóknun hans hæfilega ákveðin 685.100 kr., að teknu tilliti til virðisaukaskatts, auk útl agðs kostnaðar sem nemur 135.915 kr. Þá er þóknun skipaðs verjanda ákærða hæfilega ákveðin 168.640 kr., að teknu tilliti til virðisaukaskatts, auk ferðakostnaðar sem nemur 24.200 kr. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Ákærði, Kamil Piotr Wyszpolski, sæti fangelsi í átján mánuði. Frá refsivistinni skal draga með fullri dagatölu óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 27. júní 2018 til 11. júlí 2018 að telja. Ákærði greiði sakarkostnað samtals 1.013.855 krónur, sem er þóknun Jóns Jónssonar lögmanns, 685.100 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, og útlagður kostnaður lögmannsins sem nemur 135.915 króna og þóknun skipaðs verjanda Inga Tryggvasonar lögman ns, 168.640 krónur, auk ferðakos tnaðar verjanda, 24.200 krónur.