LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. nóvember 2019. Mál nr. 47/2019 : Sandra Ragnarsson ( Jón Þór Ólason lögmaður Sveinn Jónatansson lögmaður, 1. prófmál) gegn Landsbankanum hf. ( Bjarni Þór Óskarsson lögmaður) Lykilorð Samningur. Lán. Gengistrygging. Vextir. Útdráttur S krafði L um greiðslu á tveimur fjárkröfum. Fyrri krafa S átti rætur að rekja til gengistryggðs lánssamnings til kaupa á bifreið. S taldi sig hafa ofgreitt af samningnum en L taldi að S stæði enn í skuld við sig. Landsréttur féllst á ré ttmæti útreiknings L og ætti S því ekki kröfu á hendur L. Síðari krafa S var reist á því að B hefði eignast kröfu á hendur L sem S hefði fengið framselda. Landsréttur tók meðal annars fram að ráðagerðir hefðu verið uppi um að L myndi greiða B umrædda fjárh æð í tengslum við uppgjör á tilteknum lögskiptum þeirra. Skuldbinding til að inna þá greiðslu af hendi hefði augljóslega verið undir því komin að undirritað samkomulag um lokauppgjör lægi fyrir en slíkt samkomulag hefði aldrei komist á. Var hinn áfrýjaði d ómur staðfestur um sýknu L af kröfum S. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson og Sigríður Ingvarsdóttir , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 16. janúar 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 20. desember 2018 í málinu nr. E - 1570/2016 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 1.160.067 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6 . gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 1.051.438 krónum frá 22. mars 2012 til 10. febrúar 2014 en af 1.160.067 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst þess aðallega að hin n áfrýjaði dómur verði staðfestur en til vara að til skuldajafnaðar á móti kröfu áfrýjanda komi gagnkrafa sín að fjárhæð 497.987 krónur ásamt tilgreindum dráttarvöxtum auk þess sem krafist er lækkunar á dráttarvaxtakröfu áfrýjanda. Þá krefst hann málskostn aðar fyrir Landsrétti. 2 Málsatvik 4 Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi samanstendur dómkrafa áfrýjanda af tveimur sjálfstæðum fjárkröfum. Önnur þeirra, sem nemur 108.629 krónum, á rætur að rekja til lánssamnings að fjárhæð 4.546.548 krónur til kaupa á bif reið . Lánssamningurinn var gerður á milli áfrýjanda sem leigutaka bifreiðarinnar og SP - fjármögnunar hf. sem leigusala 4. apríl 2005 en stefndi mun hafa tekið yfir allar skyldur þess félags 1. janúar 2011. Samningurinn, sem var í formi kaupleigusamnings, bar yfirskriftina i leigugreiðslna 83 og fyrsti gjalddagi 4. maí 2005. Samningurinn var gengistryggður með þeim hætti að öll lánsfjárhæðin var tengd gengi fjögurra erlendra gjaldmiðla í andstöðu við ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001. Mun áfrýjandi hafa greitt afborgani r og vexti af samningnum til og með 4. maí 2010. Er á því byggt af hennar hálfu að miðað við útreikning sem hún hefur látið framkvæma og sem hún telur að samrýmist dómum Hæstaréttar, sem gengið hafa um uppgjör á ólögmætum gengistryggðum lánssamningum, nemi ofgreiðsla hennar framangreindri fjárhæð. Hin krafan er um greiðslu á 1.051.438 krónum. Er hún reist á því að Byggingafélagið Kambur ehf. hafi eignast kröfu sömu fjárhæðar á hendur stefnda sem félagið hafi framselt til áfrýjanda. Stefndi hafnar kröfum áfr ýjanda alfarið. Áfrýjandi standi enn í skuld við hann samkvæmt lánssamningnum og krafa á hendur honum í tengslum við uppgjör á skuldum Byggingafélagsins Kambs ehf. við bankann hafi aldrei stofnast. Niðurstaða 5 Um kröfu áfrýjanda að fjárhæð 108.629 krónur er fyrst til þess að líta að samkvæmt þeim útreikningum sem hún styðst við nam höfuðstóll hennar 4. maí 2010 63.045 krónum. Við þá fjárhæð hefur verið bætt dráttarvöxtum að fjárhæð 45.584 krónur. 6 Í greinargerð s inni til héraðsdóms byggir stefndi sýknukröfu sína á því að samkvæmt endurútreikningi hans 15. nóvember 2013, sem grundvallaður hafi verið á dómum Hæstaréttar 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011, 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 og 30. maí 2013 í máli nr. 50/2013, hafi skuld stefndu samkvæmt umræddum kaupleigusamningi numið 397.327 krónum. Þá kemur fram í þeim endurútreikningi að skuld áfrýjanda miðað við 4. maí 2010, þegar síðast var greitt af láninu, hafi verið 203.884 krónur. 7 Í þeim dómum Hæstarétt ar, sem stefndi vísar til, reyndi á hvort kröfuhafi gæti eftir almennum reglum kröfuréttar krafið skuldara um viðbótargreiðslur vegna mismunar á umsömdum vöxtum, sem skuldarinn hafði þegar greitt af láni í íslenskum krónum með ólögmætu ákvæði um gengisviðm iðun, og þeim vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001. Í dómunum var áréttuð sú meginregla kröfuréttar að kröfuhafi, sem fengið hefur minna greitt en hann á rétt til, eigi kröfu á hendur skuldara um það sem vangoldið er. Frá meginreglunni séu þó undantekningar, meðal annars um að fullnaðarkvittun geti að vissum lagaskilyrðum fullnægðum valdið því að kröfuhafi glati frekari kröfu, en tilkall hans til viðbótargreiðslu verði þó af þeim 3 sökum einungis hafnað við sérstakar aðstæður . Í öllum framangreindum dómum var niðurstaða Hæstaréttar á þann veg að skuldarar lánanna hefðu fengið fullnaðarkvittanir fyrir greiðslu vaxta og afborgana hverju sinni. Hefði í öllum tilvikum verið komin slík festa á greiðslur af lánunum að rétt væri að v íkja frá meginreglu kröfuréttar og synja um rétt fjármálafyrirtækis til viðbótargreiðslu vaxta. Er á því byggt af hálfu stefnda að útreikningur hans hafi til samræmis við dómana tekið mið af því að greiðslutilkynningar hans og fyrirvaralaus móttaka á greið slum frá áfrýjanda í samræmi við tilkynningarnar hafi jafngilt fullnaðarkvittunum. 8 Lán það sem hér um ræðir fól sem fyrr segir ekki í sér gilda skuldbindingu í erlendri mynt heldur ólögmæta gengistryggingu láns í íslenskum krónum. Í framangreindum útrei kningi stefnda felst að afborganir af höfuðstól skuldarinnar sem áfrýjandi innti af hendi til og með 4. maí 2010 komi að fullu til frádráttar höfuðstólnum sem sé hvorki gengistrygg ður né beri verðbætur af öðrum toga og að fjárhæð greiddra vaxta hafi þar ek ki áhrif, enda teljist þeir að fullu gerðir upp vegna þessa tímabils. Með vísan til þess sem að framan er rakið er fallist á réttmæti þessarar aðferðar við útreikning á stöðu lánsins sem samkvæmt því nam 203.884 krónum hinn tilgreinda dag . Á áfrýjandi því ekki kröfu á hendur stefnda á þeim grunni að hún hafi greitt meira en henni bar skylda til. 9 Landsbankans hf., Bíla - Segir í upphafsorðum þess að ofangreindir aðilar hafi komist að samkomulagi um uppgjör vegna nauðasamnings Byggingafélagsins Kambs ehf. sem staðfestur var í héraðsdómi 18. desember 2009. SP - fjármögnun hf. hafi lýst kröfu að fjárhæð 12.265.362 krónur í samræmi við skilmála rekstrarleigusamninga og fengið greiddar 7.486.097 í samræmi við meðfylgjandi en durútreikninga. Ef framangreindri fjárhæð hefði upprunalega verið kröfulýst hefði SP - fjármögnun hf. fengið greiddar krónur 1.646.941. Sökum þessa hefur Landsbankinn, Bíla - og tækjafjármögnun, samþykkt útgreiðslu á krónum 1.051.438 til Byggingafélagsins Kam um það að við undirritun samkomulagsins samþykktu aðilar þess að um lokauppgjör væri að ræða. 10 Fyrir liggur að starfsmaður stefnda sendi fyrirsvarsmanni Byggingafélagsins Kambs ehf. framangreind samningsdrög í tölvupósti 23. ma rs 2012 eða daginn eftir þá dagsetningu sem tilgreind er í þeim. Ekki kom til þess að þau yrðu undirrituð. Liggur fyrir að fyrirsvarsmaður félagsins hafi ekki verið reiðubúinn að ljúka málinu með þeim hætti sem þar var gert ráð fyrir. Kom fram í vitnisburð i hans fyrir héraðsdómi að þessi afstaða hefði helgast af því að félagið hefði talið sig eiga rétt til vaxta af hinni tilgreindu fjárhæð. Stefndi hefði hafnað þeirri kröfu og tilraunir til að leiða málið til lykta farið út um þúfur. Er á því byggt af hálfu áfrýjanda að stefndi hafi hvað sem 4 þessu líður viðurkennt skyldu sína til að greiða hina tilgreindu fjárhæð og hún sé nú eigandi þeirrar kröfu sem þannig hafi stofnast. 11 Samkvæmt framansögðu voru uppi ráðagerðir um að stefndi myndi greiða Byggingafélaginu Kambi ehf. 1.051.438 krónur í tengslum við uppgjör á tilteknum lögskiptum þeirra. Skuldbinding til að inna þá greiðslu af hendi var augljóslega undir því komin að undirritað samkomulag um lokauppgjör lægi fyrir. Með því að slíkt samkomulag komst aldrei á og í ljósi atvika samkvæmt framansögðu eru engin efni til að fallast á það með áfrýjanda að stefndi hafi allt að einu viðurkennt að til staðar væri fjárkrafa á hendur honum sem honum bæri skylda til að standa skil á óháð þeirri skuldbindingu um lúkningu má lsins sem gert var ráð fyrir að gagnaðili hans gengist undir. Verður stefndi þegar af þessari ástæðu sýknaður af þeirri kröfu áfrýjanda sem hér um ræðir. 12 Samkvæmt framansögðu verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu stefnda af kröfum áfrýjan da og málskostnað. 13 Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: H éraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Sandra Ragnarsson, greiði stefnda, Landsbankanum hf., 350.000 krónur í málskostnað fyri r Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 20. desember 2018 1. Mál þetta var höfðað 21. mars 2016 og tekið til dóms 30. nóvember 2018. Stefnandi er Sandra Ragnarsson, Þrastarási 29 í Hafnarfirði. Stefndi er Landsbankinn hf., Austurstræti 11, Reykjavík. Dóm sformaðurinn tók við meðferð málsins 1. september 2018 en hafði engin afskipti af meðferð þess fram að þeim tíma. 2. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér skuld að fjárhæð 1.160.067 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af 1.051.438 krónum frá 22. mars 2012 til 10. febrúar 2014 en af 1.060.067 krónum frá 10. febrúar 2014 til greiðsludags og málskostnað að mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda. Til vara krefst stefndi þess að skuldajafnað verð i vegna kröfu stefnda á hendur stefnanda vegna vanskila á bílasamningi ásamt kostnaði sem stefndi hefur lagt út fyrir að fjárhæð 497.987 krónum ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 35.318 krónum frá 18. mars 2013 til 16. apríl 20 13, af 50.318 krónum frá 16. apríl 2013 til 3. október 2013, af 85.660 krónum frá 3. október 2013 til 15. nóvember 2013, af 482.987 krónum frá 15. nóvember 2013 til 4. mars 2015 en af 497.987 krónum frá 4. mars 2015 til greiðsludags. Þá krefst stefndi í bá ðum dómkröfum sínum málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. 5 3. Dómkröfu sína rekur stefnandi til tveggja mismunandi atvika. Annars vegar rekur stefnandi 108.629 krónur af höfuðstól kröfu sinnar til þess sem hún telur vera rangt uppgjör stefnda til sín vegna bílasamnings. Stefnandi gerði samning við SP Fjármögnun í apríl 2005. Í samningnum fólst að SP Fjármögnun, sem síðar varð hluti af stefnda, lánaði stefnanda fé til bílakaupa með svokölluðum kaupleigusamningi. Samningurinn var tengdur gengi tiltekinna erlendra gjaldmiðla og með vöxtum miðað við millibankavexti í London eða svokölluðum LIBOR - vöxtum. Í kjölfar dóma Hæstaréttar, þar sem slík lán, sem tengd voru gengi erlendra gjal dmiðla, voru talin lán í íslenskum krónum, með ólögmætri gengistryggingu höfuðstóls skuldar, var lán stefnanda endurreiknað. Ekki aðeins einu sinni heldur tvívegis. Þetta leiddi til þess að skuld stefnanda var talin hafa lækkað. Í kjölfar síðari endurreikn ingsins taldi stefnandi sig enn ekki hafa fengið sinn hlut réttan að fullu. Leitaði hún til kunnáttumanns sem gerði nýjan endurreikning sem stefnandi byggir á þennan fyrri lið kröfu sinnar. Hinn hluta kröfu sinnar að höfuðstól 1.051.438 krónur rekur stefna ndi til þess að í september 2011 hafi hún fengið framselda til sín kröfu Byggingafélagsins Kambs ehf. á hendur SP Fjármögnun. Þessa kröfu Byggingafélagsins Kambs telur stefnandi hafa stofnast á grundvelli þess að félagið hefði átt rétt á endurgreiðslu of greiddra afborgana vegna bílalána sem það hefði fengið hjá SP Fjármögnun og sem voru ólögmæt á sama hátt og hennar eigin samningur. Stefndi telur sig hafa staðið rétt að endurútreikningi skuldar stefnanda vegna nefnds bílasamnings og hafnar útreikningum stefnanda og telur auk þess að hvorki liggi fyrir gögn sem sýni tilvist kröfu Byggingafélagsins Kambs ehf. á hendur SP Fjármögnun né að slík krafa, ef hún væri til, hefði verið framseld stefnanda. 4. Stefnandi byggir á því að stefndi og forveri hans sem ei gandi kröfu á hendur stefnanda, SP Fjármögnun, hafi vanefnt gróflega skyldur sínar samkvæmt samningi aðila með því að lána stefnanda fé með lánssamningi sem bundinn var ólögmætri gengisviðmiðun, með því að standa ranglega að endurútreikningi lánsins og m eð því að hafa ekki greitt stefnanda kröfu hennar þrátt fyrir að hafa viðurkennt tilvist hennar. Þá vísar stefnandi til þess að eftir að endurútreikningur Þorgils Ámundasonar hafi legið fyrir og verið sendur stefnda hafi honum hvorki verið mótmælt né gerða r við hann efnislegar athugasemdir. Þannig hafi stefndi hvorki gert athugasemdir um niðurstöðu Þorgils eða þá aðferðafræði sem hann hafi beitt við útreikning sinn. Hvað varðar hinn hluta kröfugerðar sinnar vísar stefnandi til þess að um sé að ræða leiðrétt ingu á kröfulýsingum vegna fjölmargra rekstrarleigusamninga sem Byggingafélagið Kambur hafi verið með hjá SP Fjármögnun. SP Fjármögnun hafi lýst eftirstöðvakröfu vegna rekstrarleigusamninganna við nauðasamning Byggingafélagsins Kambs að fjárhæð 12.265. 362 krónur og fengið greiddar 2.698.380 krónur við nauðasamninginn. Síðar hafi verið viðurkennt að kröfugerð SP Fjármögnunar hafi verið reist á uppgjöri lánssamninga sem bundnir hafi verið ólögmætri gengisviðmiðun og kröfugerðin við nauðasamning Kambs þv í ekki átt rétt á sér að öllu leyti. Á þessum grundvelli telur stefnandi að stefndi hafi fallist á að endurgreiða Byggingafélaginu Kambi 1.051.438 krónur en sú krafa hafi verið framseld stefnanda. Niðurstaða 5. Kröfugerð stefnanda samkvæmt fyrri hluta kröfug erðar hans byggir á útreikningum Þorgils Einars Ámundasonar. Í útreikningunum eru afborganir og greiðslur lánsins sem stefnandi tók hjá SP Fjármögnun reiknaðar út frá þeirri forsendu að höfuðstóll lánsins sé í íslenskum krónum en vextir lánsins miðist áf ram við LIBOR - vexti með álagi eins og hinn svokallaði bílasamningur kvað á um. Mismunur á niðurstöðu samkvæmt þessum útreikningi og útreikningum stefnda sem lagðir voru til grundvallar við endurreikninga láns stefnanda stafar eingöngu af mismunandi vaxtafo rsendum. Ekki verður annað séð en að útreikningar Þorgils á vöxtum og afborgunum lánsins séu réttir miðað við forsendur hans. Til hins er að líta að í dómum Hæstaréttar, þar sem lán hafa verið talin ólögleg vegna gengistryggingar, hefur niðurstaðan verið s ú að ekki sé hægt að vaxtareikna lán í íslenskum krónum með LIBOR - vöxtum. Sé lán í íslenskum krónum verði að 6 vaxtareikna það með lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum sem eru birtir samkvæmt 10. gr. laga nr. 38/2001. Þetta hefur einmitt verið lagt til grundvallar við endurreikninga á láni stefnanda. Til hliðsjónar um þetta vísast til dóma Hæstaréttar í málunum nr. 471/2010 og nr. 604/2010. Ekki verður því fallist á þann hluta kröfu stefnanda sem gerð er á þessum grundvelli. 6. Þá kemur að þeim hluta kröfu stefnanda sem varðar endurkröfurétt á hendur stefnda, sem stefnandi telur hafa verið framseldan sér, vegna leiðréttinga ólöglegrar gengistryggingar rekstrarleigusamninga Byggingarfélagsins Kambs hjá SP Fjármögnun. Í málinu l iggja fyrir nokkur gögn sem varða tilvist þessarar kröfu, m.a. drög að samkomulagi stefnda og Byggingafélagsins Kambs um uppgjör eða leiðréttingu vegna nauðasamninga byggingarfélagsins þar sem ráðgert virðist hafa verið að stefndi endurgreiddi hluta þeirra r greiðslu sem hann hafði fengið við nauðasamninginn til uppgjörs á ofgreiðslu vegna ólögmætra gengistryggðra lána. Ráðagerðir í sömu veru verða ráðnar af tölvubréfum sem liggja fyrir í málinu milli fulltrúa stefnda og fyrirsvarsmanna Byggingafélagsins Kam bs. Hvað sem þessu líður virðist ljóst að fyrirætlanir um slíkt uppgjör eða leiðréttingu til Byggingafélagsins Kambs hafa ekki gengið eftir. Ekkert undirritað samkomulag liggur fyrir um slíkt uppgjör og ófullnaðar ráðagerðir um gerð slíks samnings verða ek ki gegn eindreginni neitun stefnda taldar fela í sér viðurkenningu á tilvist kröfunnar sem stefnandi samkvæmt þessu telur hafa verið framselda sér. Miðað við þessa niðurstöðu er ekki þörf á að taka afstöðu til málatilbúnaðar aðila um gildi eða þýðingu fram sals Byggingafélagsins Kambs til stefnanda. Með vísan til framangreinds verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda. Eftir þessum úrslitum verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað eins og greinir í dómsorði. Af hálfu stefnanda flutti málið Svein n Jónatansson lögmaður, af hálfu stefnda flutti málið Bjarni Þór Óskarsson lögmaður. Málið dæmdu Ástráður Haraldsson héraðsdómari, sem dómsformaður, og meðdómsmennirnir Daði Kristjánsson héraðsdómari og Sigurbjörn Einarsson viðskiptafræðingur. Dómsorð Stefndi, Landsbankinn hf., er sýkn af kröfu stefnanda, Söndru Ragnarsson. Stefnandi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað.