LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 11. apríl 2019 . Mál nr. 189/2019 : A (Steingrímur Þormóðsson lögmaður) gegn V erði trygging um hf. (Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Dómkvaðning matsmanna. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var beiðni A um dómkvaðningu matsmanna . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Hervör Þorvaldsdóttir og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 11. mars 2019 en kærumálsgögn bárust réttinum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. febrúar 2019 í málinu nr. E - /2016 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um dómkvaðningu matsm anna. Kæruheimild er í c - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að lagt verði fyrir héraðsdómara að dómkveðja matsmenn í samræmi við beiðni hans. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfesti ngar úrskurðar héraðsdóms og kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Svo sem rakið er í hinum kærða úrskurði varðar mál þetta kröfu sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanna til að meta tilgreind atriði, sem hafa þegar verið metin undir - og yfirmati, en þeirra var af lað af hálfu sóknaraðila í tengslum við skaðabótamál sem hann rekur gegn íslenska ríkinu vegna sömu atvika. Fyrri matsspurning sóknaraðila svarar til spurningar númer þrjú sem áður hefur verið lögð fyrir dómkvadda matsmenn og hin síðari til spurningar núme r fjögur. Undirmatið, sem dagsett er 11. júní 2016, var lagt fram í málinu í þinghaldi 23. sama mánaðar og yfirmatið, sem dagsett er 1. mars 2017, var lagt fram 31. janúar 2019 . 2 5 Með vísan til þess sem að framan greinir en að öðru leyti til forsendna hins k ærða úrskurðar verður talið að öflun nýs mats, þar sem leggja á fyrir dómkvadda matsmenn að meta sömu atriði og áður hafa verið metin, sé bersýnilega tilgangslaus til sönnunar í málinu, sbr. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991. 6 Fyrir Landsrétti byggir sóknaraðili á því að líta megi á matsbeiðni hans sem beiðni um dómkvaðningu yfirmatsmanna til að endurmeta matsgerð B hjartalæknis og C lögmanns 10. september 2014, sem lögð var fram í málinu við þingfestingu 21. janúar 2016. Sóknar aðili hélt því ekki fram í héraði að óskað væri yfirmats á þeirri matsgerð. Þá er ekki fullnægt því skilyrði 64. gr. laga nr . 91/1991 að yfirmatsmenn skuli vera fleiri en þeir sem framkvæmdu það mat sem endurskoða á. 7 Samkvæmt framansögðu verður hinn kærð i úrskurður staðfestur. 8 Sóknaraðili greiði varnaraðila 200.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurðarorð : Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, A , greiði varnaraðila, Verði tryggingum hf., 200.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. febrúar 2019 Stefnandi hefur óskað þess að dómkvaddir verði tveir óvilhallir matsmenn til að svara nánar greindum spurningum en stefndi mótmælir því að orðið verði við þeirri beiðni. Við fyrirtöku málsins þann 31. janúar sl. reifuðu aðila r sjónarmið sín varðandi þennan ágreining og tók dómari málið því næst til úrskurðar. Atvik máls eru í stuttu máli þau að stefnandi fór í hjartastopp við handtöku lögreglunnar 11. maí 2010. Tilefni þess að lögregla greip til aðgerða gegn stefnanda var sú að nágrannar hans kölluðu hana á vettvang þar sem stefandi hagaði sér undarlega og ógnandi. Hafi stefnandi m.a. hent húsmunum fram af svölum íbúðar . Vitni kveðast hafa hitt hann fyrir utan húsið, klæðalítinn, í annarlegu ástandi þar sem hann talaði sam hengislaust og ruglingslega. Hann hafi verið með gelvökva í litlum bréfum sem hann hafi smurt á sig. Þegar lögregla handtók stefnanda var hann staddur í íbúð í nágrenninu. Húsráðandi þar hafði hleypt honum inn og leyft honum að fara í sturtu að þvo sér. Lö greglan handtók stefnanda í sturtunni, stefnandi veitti talsverða andspyrnu og beitt lögregla bæði handjárnum og fótböndum. Á meðan á handtökunni stóð fékk stefnandi krampa og fór síðan í hjartastopp. Þrátt fyrir viðeigandi fyrstu hjálp varð stefnandi af þ essum sökum fyrir verulegum og varanlegum heilaskaða sökum súrefnisskorts. Að mati dómkvaddra matsmanna felur líkamstjón stefnanda í sér 100% varanlegra örorku og 100 stiga miska. Í máli þessu krefst stefnandi viðurkenningar á því að stefnda beri skylda t il að greiða honum bætur úr frítímaslysatryggingu stefnanda hjá stefnda vegna framangreinds tjóns. Byggir hann kröfu sína á því að hann hafi orðið fyrir slysi í skilningi skilmálum tryggingarinnar. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því stefndi hafi ekki orð ið fyrir slysi heldur megi rekja tjón hans til annarra orsaka auk þess sem atvik að öðru leyti leiði til þess að skilmálar tryggingarinnar leiði til þess að stefndi eigi ekki bótarétt á grundvelli hennar. II. Stefnandi vísar til IX. kafla laga nr. 91/1991 varðandi lagarök fyrir beiðni sinni um dómkvaðningu matsmanna. Rökstyður hann kröfuna á þann veg að stefndi hafi neitað honum um að leggja fram hluta 3 þeirra matsgerða sem lagðar hafa verið fram í máli stefnanda gegn ríkinu vegna sama atviks auk þess sem s tefndi, hvað sem líði framlagningu þeirra matsgerða, hafi andmælt sönnunargildi þeirra í þessu máli þar sem þeirra matsgerða hafi verið aflað án aðkomu stefnda. Því sé honum nauðsynlegt að krefjast matsgerðar í þessu máli. Í matsbeiðni segir að óskað sé eftir að dómkvaddir verði tveir hæfir og óvilhallir læknar, nn svari eftirfarandi spurningum: 1. Hvort stefnandi hafi orðið fyrir hjartastoppi ef hann hefði ekki lent í átökum við lögreglu þann 11. maí 2010, með þeim hætti sem átökin voru. 2. Hvort líklegt sé, að stefnandi hefði orðið fyrir hjartastoppi, ef hann hefði fe ngið að halda áfram óáreittur í sturtunni, hefði fengið að lára það verk, og ekki hefði komið til að hann hefði verið handtekinn við þær aðstæður sem raun var af lögreglu, með þeim hætti sem gert var og á þeirri stundu. Stefndi mótmælir því að matsbeiðni n nái fram að gagna með vísan til þess að öflun matsgerðarinnar sé bersýnilega þýðingarlaus til sönnunnar sbr. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991. Ágreiningur málsins snúist um það hvort hjartastopp stefnanda sé slys í skilningi vátryggingaréttar. Það sé lög fræðilegt úrlausnarefni en ekki læknisfræðilegt. Þá vísar stefndi til þess að matsspurningarnar lúti að því að svara því hvort stefnandi hefði ekki fengið hjartastopp ef ekki hafði komið til átaka við lögreglu en í grein 2.4. í skilmálum tryggingarinnar se m er grundvöllur kröfu stefnanda, séu handalögmál sérstaklega undanþegin tryggingunni. Því sé þýðingarlaust fyrir úrlausn ofangreinds sakarefnis að afla mats um áhrif handalögmálanna. Auk þessa byggir stefndi á því að spurningarnar séu þess eðlis að ekki s é unnt að svara þeim og vísar í því efni til niðurstöðu yfirmatsgerðar á dómsskjali 34. III. Svo sem rakið er að framan lýtur ágreiningur máls þessa að því hvort stefnandi eigi rétt til bóta úr frítímaslysatryggingu hjá stefnda vegna þess heilsutjóns sem hann varð fyrir í kjölfar hjartastopps sem hann fékk þegar lögregla handtók hann þann 11. maí 2010. Fyrir liggur að stefnandi varð fyrir miklu varnalegu líkamstjóni af þessum sökum. Samhliða þessu máli hefur stefndi rekið skaðabótamál gegn íslenska ríkinu , þar sem hann byggir á því að handtakan hafi verið ólögmæt og hann eigi rétt til bóta annað hvort á grundvelli sakar lögreglumanna eða á grundvelli hlutlægu ábyrgðarreglunnar í 246. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Með dómi héraðsdóms 12. febrúar sl. var íslenska ríkið sýknað af bótakröfu hans í því máli. Stefnandi byggir matsbeiðnina m.a. á þeirri forsendu að dómari hafi meinað honum að leggja fram matsgerðir sem aflað var í tengslum við málarekstur hans gegn ríkinu. Það er ekki allskostar rétt. Við fyrirtöku málsins 23. júní 2016 lagði stefnandi fram matsgerð D og E sem dagsett er 11. s.m. Þessi matsgerð er undirmatsgerð í máli stefnanda gegn ríkinu. Jafnframt upplýsti stefnandi við þessa fyrirtöku að hann hygðist afla yfirmatsgerðar í máli því m áli. Bókað var eftir stefnda af þessu tilefni að hann teldi matsgerðir þessar málinu óviðkomandi. Hefur hann ítrekað þá afstöðu sína. Við fyrirtöku málsins þann 31. janúar sl. lagði stefnandi fram yfirmatsgerðina úr áðurnefndu máli. Þrátt fyrir andmæli ste fnda ákvað dómari að heimila stefnanda þessa gagnaframlagningu enda ekki hægt að útiloka að þessi gögn kunni að hafa þýðingu í málinu jafnvel þótt um matsgerðir í öðru dómsmáli sé að ræða. Yfirmatsgerðin, sem er dagsett 1. mars 2017, er unnin af F , lyf - og hjartalækni, G taugalækni og H geðlækni. Fyrir utan þær matsgerðir sem getið er að framan, og aflað var í máli stefnanda gegn ríkinu, liggja fyrir í málinu tvær aðrar matsgerðir. Sú fyrri var aflað í sérstöku matmáli áður en að málshöfðun kom og er stef ndi matsþoli ásamt íslenska ríkinu. Sú matsgerð er unnin af B Hjartalækni og C lögmanni. Þá heimilaði dómari að I geðlæknir yrði dómkvaddur til að svara nánar greindum spurningum að beiðni stefnanda. Sú matgerð, sem er dagsett 25. september 2017, var lögð fram við fyrirtöku málsins 9. janúar 2018. 4 Við mat á því hvort stefnda sé enn á ný fært að óska eftir því að dómkvaddir verði matsmenn verður í fyrsta lagi að taka mið af þeirri meginreglu að almennt hafa aðilar máls rúmt svigrúm til að afla matsgerða, en da geri þeir það á eigin ábyrgð og áhættu, bæði hvað varðar kostnað af öflun matsgerðar og gildi hennar sem sönnunargagns. Á hinn bóginn verður matsbeiðandi að sýna fram á með skýrum hætti hvað það er sem meti á, matsspurningarnar verða að vera þess eðlis að það sé ekki á færi dómara, á grundvelli almennrar þekkingar og lagakunnáttu, að leysa úr þeim. Jafnframt þarf að liggja fyrir hvað matsbeiðandi hyggst sanna með umbeðinni matsgerð. Vísast í þessu efni til 2. mgr. 60. gr. og 1. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1 991. Loks verður að gæta að þeirri grundvallar forsendu sem liggur að baki öflun matsgerða að það þarf almennt að vera mögulegt að svara þeim spurningum sem lagðar eru fyrir matmenn. Matspurningar í fyrirliggjandi matsbeiðni snúast um að svara því hvað h efði gerst, eða ekki gerst, ef atburðarrásin 11. maí 2014 hefði orðið önnur en hún í raun var. Með öðrum orðum er með beiðninni lagt fyrir tvo sérfræðilækna að svara því hvort stefnandi hefði farið í hjartastopp þann dag ef hann hefði ekki verið handtekinn af lögreglu með þeim hætti sem gert heldur haldið áfram óáreittur í sturtunni. Þessi spurning sem sett er fram í tvennu lagi er, þótt orðalag sé annað, sama spurning og lögð var fyrir B hjartalækni og C lögmann með matsbeiðni í janúar 2013 en þar var m.a. spurt hvort orsakatengsl væru á milli valdbeitingar lögreglu og líkamstjóns stefnanda og jafnframt, ef matsmenn teldu orsakatengsl ekki vera til staðar, hver væri þá líklegasta orsök tjónsins. Matmenn svöruðu þessum spurningum og rökstuddu með ítarlegum h ætti í matsgerð dagsettri 10. desember 2012. Þá eru afar áþekkar spurningar lagðar fyrir matsmennina D , geð - og embættislækni og E , lyf - og hjartalækni í fyrirliggjandi undirmatgerð úr málinu gegn ríkinu. Í matsgerð þeirra, dagsettri 11. júní 2016, leitast matsmenn við að svara því hvort aðgerðir lögreglu kunni að vera einn af orsakavöldum þess að stefnandi fór í hjartastopp auk þess sem óskað var álits matamanna á því hvort efnið Agel, sem stefnandi er talinn hafa neytt, geti eitt og sér hafa orsakað hjart astoppið. Matmenn svara báðum spurningum neitandi og rökstyðja það ítarlega. Þá svara þeir spurningunni um hvort matsbeiðandi hefði farið í hjartastopp ef hann hefði ekki orðið fyrir valdbeitingu lögreglu á þann veg að matsmenn telji auknar líkur á hjartas toppi vegna hins öra ástands stefnanda rétt fyrir tjónsatburð. Yfirmatsmenn svara sömu spurningum í matsgerð dagsettri 1. nóvember 2017. Niðurstaða þeirrar matsgerðar er sú að matmenn telja líklegt að valdbeiting hafi átt þátt í hjartastoppinu en útiloka e kki að aðrir samverkandi þætti hafi haft áhrif. Þá segir í yfirmatsgerðinni að útilokað sé að svara þeirri spurningu játandi eða neitandi hvort stefnandi hefði farið í hjartastopp ef ekki hefði komið til valdbeiting lögreglu. Af því sem að framan er raki ð liggur fyrir að þær spurningar sem stefnandi óskar nú eftir að dómkvaddir matsmenn hafa verið lagðar ítrekað fyrir matsmenn og liggja fyrir þrjár matsgerðir sem svara þessum spurningum með þeim hætti sem telja verður mögulegt að svara þeim. Ein þessara m atsgerða var aflað í sérstöku matsmáli sem höfðað var gegn stefnda á samt ríkinu. Ekki var óskað yfirmats í því máli. Hvað sem líður sönnunargildi matsgerða sem aflað var í máli stefnda gegn ríkinu þá verður að telja vafalaust að umbeðnum matspurningum hef ur þegar verið svarað og útilokað sé að matsgerðir sérfræðinga geti lagt nokkuð frekar til sem sönnunargagn í þessu máli. Vafinn sem uppi er lítur að sönnunargildi framlagðra matsgerða og annarra gagna í málinu og er það hlutverk dómara að leysa úr því efn i, sbr. 2. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991, eftir atvikum í fjölskipuðum dómi með sérfróðum meðdómsmanni. Með framangreindum rökstuðningi verður matsbeiðni stefnanda hafnað. Úrskurðarorð: Beiðni stefnanda um dómkvaðningu matsmanna, sem lögð var fram í dómi 31. janúar sl., er hafnað.