LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 10. maí 20 19 . Mál nr. 25/2019 : A (Þórhal lur Haukur Þorvaldsson lögmaður ) gegn B (Þyrí Halla Steingrímsdóttir lögmaður) Lykilorð Börn. Forsjá. Umgengni. Kröfugerð. Aðfinnslur. Útdráttur A höfðaði mál á hendur B og krafðist þess að sér yrði einum falin forsjá barns þeirra. Byggði hann á því að það væri barninu fyrir bestu og í samræmi við vilja barnsins. Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi ræddi sálfræðingur við barnið auk þess sem dómend ur í málinu, þar á meðal sérfróður meðdómsmaður, ræddu við það. Niðurstaða þeirra var að barnið bæri ekki fullt skynbragð á í hverju forsjá væri fólgin og að afstaða barnsins byggðist á öðru en vilja þess til breytinga á forsjárskipan. Landsréttur taldi A ekki hafa lagt fram gögn sem sýndu fram á að það væri hagsmunum barnsins fyrir bestu að A færi einn með forsjá þess. Var niðurstaða héraðsdóms um sýknu B af kröfum A því staðfest sem og niðurstaða héraðsdóms um umgengni. Þá var krafa A um sameiginlega fors já talin of seint fram komin, enda væri slík krafa annars eðlis en krafa um að annað foreldrið fari eitt með forsjá barns. Kom sú krafa því ekki til álita fyrir Landsrétti. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jón asson, Odd ný Mjöll Arnardóttir og Ragnheiður Harðardóttir. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 9. janúar 2019. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 1. nóvember 2018 í málinu nr. E - /2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að hinum á frýjaða dómi verði hrundið og núverandi skipan forsjár sonar málsaðila, C , sem fæddur er árið , verði breytt þannig að áfrýjanda verði einum falin forsjá hans til 18 ára aldurs. Til vara krefst áfrýjandi þess að aðilar fari sameiginlega með forsjá drengsins en lögheimili verði hjá áfrýjanda en að því frágengnu að aðilar fari sameiginlega með forsjá en lögheimili verði hjá stefndu. Þá krefst áfrýjandi þess að stefndu verði gert að greiða honum einfalt meðlag með drengnum frá dómsuppkvaðningu til 18 ára aldurs hans. Jafnframt er þess krafist 2 að kveðið verði á um inntak umgengnisréttar. Loks krefst áfr ýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti en til vara að málskostnaður falli niður. 3 Við meðferð málsins hér fyrir dómi féll áfrýjandi frá kröfu sinni um að það foreldri sem umgengni njóti skuli eitt bera kostnað af umgengninni en krafan fékk ekki efnislega umfjöllun í héraðsdómi. 4 Stefnd a krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 5 Eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi hefur stefndu í tvígang verið dæmd forsjá barnsins, síðast með dómi Héraðsdóms Re ykjaness 19. maí 2015 í máli nr. E - /2014 sem ekki var áfrýjað til Hæstaréttar. Málsókn áfrýjanda er á því byggð að það sé barninu fyrir bestu að hann fari einn með forsjá þess en til vara að forsjáin verði sameiginleg. Engin matsgerð hefur á hinn bóginn verið lögð fram í málinu af hans hálfu þessu til stuðnings, heldur er einkum vísað til þess að kröfugerðin sé í samræmi við vilja barnsins. Af þessu tilefni fól héraðsdómur H , sálfræðingi, að ræða við barnið auk þess sem dómendur í málinu, þar á meðal sér fróður meðdómsmaður, ræddu við það. Var niðurstaða þeirra sú að barnið bæri ekki fullt skynbragð á í hverju forsjá væri fólgin. Í reynd byggðist afstaða barnsins um breytingu á skipan forsjár á vilja þess til að ferðast til með áfrýjanda fremur en að v ilji þess stæði til breytinga á forsjárskipan. 6 Samkvæmt framangreindu hefur áfrýjandi ekki lagt fram nein gögn sem renna stoðum undir þá málsástæðu að það sé hagsmunum barnsins fyrir bestu að hann fari einn með forsjá þess. Með vísan til þess verður niðurs taða héraðsdóms um sýknu stefndu af aðalkröfu áfrýjanda staðfest. Af sömu ástæðu verður niðurstaða héraðsdóms um sýknu hennar af kröfu áfrýjanda um greiðslu meðlags einnig staðfest. 7 Varakrafa áfrýjanda um sameiginlega forsjá var fyrst sett fram í áfrýjunarstefnu og greinargerð hans hér fyrir dómi en ekki hafa verið lögð fram nein gögn um að slík forsjá muni, í ljósi alvarlegs samskiptavanda málsaðila, samræmast hagsmunum barnsins betu r en núverandi forsjárskipan. Krafa um sameiginlega forsjá er annars eðlis en krafa um að annað foreldri fari eitt með forsjá barns og er því til þess fallin að raska grundvelli málsins. Þegar af þeirri ástæðu getur þessi krafa áfrýjanda ekki komið til áli ta fyrir Landsrétti, sbr. 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. 8 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um umgengni barnsins við áfrýjanda. 9 Áfrýjanda verður gert að greiða stefndu málskostnað á báðum d ómstigum sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir . 10 Það athugast að í dómsorði héraðsdóms var ekki tekið fram hvort áfrýjun frestaði réttaráhrifum hans, andstætt skýrum fyrirmælum 1. mgr. 44. gr. barnalaga nr. 76/2003. 3 Dómsorð: Hinn áfrýja ði dómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Áfrýjandi, A , greiði stefndu, B , 1.500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness, fimmtudaginn 1. nóvember 2018 Mál þetta, sem dómtekið var 9. október síðastliðinn, er höfðað 22. febrúar 2018. Stefnandi er A, kt. [...] [...] . Stefnda er B, kt. [...] [...] . Stefnandi krefst þess að breyting verði gerð á núverandi skipan forsjár sonar aðila, C, kt. [...], þannig að stefnanda verði einum falin forsjá hans t il 18 ára aldurs. Þess er einnig krafist að stefnda greiði stefnanda einfalt meðlag með drengnum frá dómsuppkvaðningu til 18 ára aldurs hans. Jafnframt að kveðið verði á um inntak umgengnisréttar, og að sá sem umgengni nýtur beri einn kostnað vegna umgengn i. Loks er krafist málskostnaðar úr hendi stefndu að viðbættum virðisaukaskatti að mati dómsins. Stefnda krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefnda málskostnaðar úr hendi stefnanda að viðbættum virðisaukaskatti, að teknu tilliti til framlag ðrar tímaskráningar. I Málavextir og eignuðust tvo syni, C, fæddan [...], og D, fæddan [...]. Bjuggu 2011. Ekki náðist þá samkomulag milli aðila um skipan forsjár C. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 7. júní 2013 í máli nr. E - [...]/2011 var stefndu falin forsjá C til 18 ára aldurs hans, og kveðið á um að lögheimili hans skyldi vera hjá henni. Í matsgerð E, dagsettri 29. janúar 2013, sem lögð va r fram í nefndu máli, segir meðal annars að hvort foreldri um sig sé fært um að fara með forsjá drengsins og að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að faðir eða móðir sé vanhæf til að fara með forsjána. Telur matsmaður að báðir foreldrar setji hag dr engsins í fyrirrúm og séu vel hæfir til að ala hann upp og annast þarfir hans. Þá segir að drengurinn sé nátengdur foreldrum sínum tilfinningalega, og þurfi á þeim báðum að halda. Drengurinn sé í sorg eftir að hafa og við rof fjölskyldunnar. Hann sé í áhættu með að fá depurð eða önnur sálræn vandamál þurfi hann áfram að búa við deilur foreldra sinna. Mikilvægt sé að úrlausn finnist sem tryggi drengnum það að geta verið í góðu sambandi við báða foreldra sína. Stirðleikar í samskiptum foreldra séu að mati matsmanns aðallega tengdir ótta þeirra við að hitt foreldrið verði til þess að taka drenginn frá sér. Faðir virðist óttast að móðir tálmi sambandi þeirra feðga með lágmarksumgengni og slíti símasambandi. Móðir virðist óttast að faðir kunni að takmarka sam band hennar við drenginn með því að flytja hann úr landi. Loks segir að matsmaður telji brýnt að ósk C um að vera í miklu og góðu sambandi við báða foreldra sína verði tekin til greina og að hann fái rúma umgengni við það foreldri sem ekki fær forsjá hans. Telur matsmaður einnig mikilvægt drengsins vegna að foreldrarnir hugi að því að skapa frið um hann og að bæta samskipti sín og samstarf, mögulega með aðstoð fagaðila. Þann 16. september 2014 höfðaði stefnandi mál gegn stefndu, þar sem hann krafðist breyt ingar á forsjá drengsins með sama hætti og nú. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness þann 19. maí 2015 í máli nr. E - [...]/2014 var stefnda sýknuð af kröfu stefnanda. Í skýrslu, dags. 22. apríl 2015, um viðhorf barns sem aflað var undir rekstri málsins, og unnin v ar af F sálfræðingi, kemur fram að C finnist málið ekki snúið og eðlilegt að hann sé jafn mikið hjá báðum foreldrum. Aðspurður hvort hann vilji snúa dæminu við og vera ni væri ósætti foreldra sem bitni á drengnum og hafi gert í langan tíma og hamli því að viðvarandi árangur náist. 4 Í vottorði frá G, sérfræðilæknis Barna - og unglingageðlækninga Göngudeildar BUGL, dags . 16. maí 2018, sem lagt var fram í þessu máli, kemur fr am að drengurinn hafi þann 26. október 2017 verið í mun betri stöðu en árinu áður. Fram kemur að foreldrar eigi að baki erfiðan skilnað og hafi það verið einkennandi í samskiptum undirritaðs læknis og aðila málsins hversu erfitt samband sé á milli þeirra. Einnig kemur fram að faðir hafi hætt að gefa drengnum lyf, sem læknirinn hefði ávísað honum í desember 2016, vegna aukaverkana. Að mati læknisins vilja báðir aðilar gæta hagsmuna hans sem best en staðan hafi haft neikvæð áhrif á drenginn. Við fyrirtöku málsins þann 18. maí 2018 féllst dómari á beiðni stefnanda um að H sálfræðingur ræddi við drenginn. Í skýrslu sálfræðingsins, dags. 28. júní 2018, kemur meðal annars fram að C þyki vænt um báða foreldra sína og njóti samvistanna með þeim og l íði honum vel á báðum stöðum. Honum finnist hins vegar mjög leiðinleg deila foreldrar sinna. Spurður hvort hann myndi vilja breyta forsjá kvaðst hann vilja að faðir hans fengi forsjána, því að þá gætu þeir farið saman til útlanda, tta . Móðir hans sé hins vegar hrædd um að þá komi hann ekki til baka. C kvaðst jafnframt vilja jafna umgengni þannig að hún yrði jöfn, viku og viku hjá hvorum í senn. Í lok greinargerðar benti sálfræðingurinn á að staða C virtist fremur alvarleg og mæl ti hann eindregið með því að aðilar leystu ágreining sinn og sameinuðust um að létta álagi af drengnum. Fyrir upphaf aðalmeðferðar ræddu dómarar málsins við C. Í samtali við hann staðfestist að mestu leyti það sem komið hafði fram í skýrslu H sálfræðings. Skilningur C á forsjá var athugaður og lýsti hann því að það foreldri sem fari með forsjá ráði yfir honum. C sagðist hins vegar vilja að faðir hans réði yfir honum til að hann gæti . Komst hann við þegar hann talaði um að þekkja ek ki fjölskyldu sína og langaði til að hitta hana. C sagðist enga aðra ástæðu hafa fyrir þeirri ósk sinni að forsjá ætti að breytast. Rætt var við C um daglegt líf hans, skóla, vini, áhugamál og rútínur á heimilum. Lýsti hann því að daglegt líf og utanumhald á heimilum beggja foreldra væri svipað og að honum liði að öllu leyti vel í núverandi aðstæðum sínum og vildi ekki neinar breytingar á þeim. C ræddi stuttlega um tengsl við foreldra sína og sagðist hann geta leitað jafnt til beggja og treysta báðum jafn v el. Hann sagði foreldra sína ekki vera vini og sífellt standa í ágreiningi sem honum þætti erfitt. Aðspurður sagði C föður sinn ræða mikið um forsjá og umgengni við hann og ástæður fyrir því að breytinga væri þörf en móðir hans ræði nær aldrei þessi mál vi ð hann. Í umræðum um umgengni lýsti hann því að núverandi fyrirkomulag, átta dagar hjá móður og sex hjá föður, hentuðu honum vel. Aðspurður hvort hann myndi vilja einhverja breytingu á því hversu lengi hann dveldi hjá hvoru foreldri svaraði C að hann myndi vera til í að prufa að vera átta daga hjá föður en sex hjá móður og sjá til hvort honum liði betur í því fyrirkomulagi. Auk framangreindra gagna liggja frammi í málinu tölvupóstsamskipti milli aðila, vottorð um sáttameðferð, samningur um skilnaðarkjör, s kýrsla um viðhorf barns, unnin af E sálfræðingi, dags. 3. nóvember 2014, vottorð I listmeðferðarfræðings, dags. 20. maí 2018, vottorð frá [...], dags. 26. apríl 2018. Fyrir dóminn komu og gáfu skýrslur aðilar málsins, og vitnið H sáfræðingur. II Málsástæð ur og lagarök stefnanda Stefnandi kveður að C hafi í gegnum tíðina ítrekað greint sér frá því að hann vilji frekar vera hjá honum en stefndu. Hafi hann því höfðað mál á hendur stefndu með þeirri kröfu að honum yrði einum falin forsjá drengsins. Í viðtölum við sálfræðinga hafi komið fram að hann væri sáttur við báða foreldra sína og geri ekki upp á milli þeirra. Telur stefnandi að stefnda hafi haft áhrif á drenginn áður en viðtöl við sálfræðing fóru fram, og því hafi drengurinn ekki greint frá raunverulegum vilja sínum til að búa hjá stefnanda. Hafi drengurinn eftir dóm í framangreindu máli haldið áfram að tjá stefnanda vilja sinn um að búa frekar hjá stefnanda. Stefnandi tiltekur að hann búi í góðri langtíma leiguíbúð að [...] í , þar sem drengurinn hafi sérherbergi og sæki sama skóla hvort sem hann dvelji hjá stefnanda eða stefndu. Þegar drengurinn sé hjá honum geri þeir margt sér til skemmtunar saman, fari í sund, göngu - eða hjólaferðir, eldi saman, fari í sumarbústað, á snjóbretti og skauta eða fjórhjól . Eigi þeir saman góðar samverustundir þar sem drengurinn búi. Þar búi einnig sem drengurinn hafi ekki fengið að hitta í átta ár. andlát hafi verið í fjölskyldu 5 stefnanda á síðasta ári og hafi stefnandi óskað eftir því drengurinn fengi þá að koma með og hitta og vera við útför , en stefnda hafi ekki samþykkt það. Þyki drengnum þetta mjög leitt en stefnda beri því við að dreng vikna sumarleyfi, sem hann hafi átt rétt á skv. dómi, þegar kom til Íslands, þar sem ekki hafi náðst samkomulag um það. Þessi erfiðu samskipti og hindran ir stefndu hafi haft neikvæð áhrif á drenginn sem ítreki það enn meira en áður að hann vilji flytja til föður síns og búa hjá honum. Stefnandi vísar til tölvupósts frá stefndu þann 21. mars 2017, þar sem fram komi að stefnandi ætti hugsanlega að hafa fors já drengsins, og spyrji einnig hvort drengurinn geti verið hjá stefnanda næstu 14 daga þar sem drengurinn hlusti ekki á hana og segi ósatt um og íþróttir og sé mikið í tölvunni, og sé að fitna vegna hreyfingarleysis. Vegna þessa hafi stefnandi óskað ef tir því hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að breyting yrði gerð á núverandi fyrirkomulagi forsjár, og honum falin forsjá drengsins. Ekki hafi náðst sátt í málinu og beiðni hans vísað frá og gefið út vottorð um árangurslausa sáttameðferð. Ekki hafi orð ið viðhorfsbreyting hjá stefndu síðan þá, en stefnandi hafi í lengstu lög frestað málshöfðun í þeirri von að stefnda virði vilja drengsins, og í raun sinn eigin vilja, sbr. framangreindan tölvupóst. Stefnandi tiltekur að hann hafi ekki í huga að flytja ] og ætli að búa . Vilji hann stuðla að góðri og rúmri umgengni drengsins við stefndu, fái hann forsjá drengsins. Í ljósi framangreinds, með hagsmuni drengsins í huga, og vilja hans, sé stefnandi þess knúinn að höfða mál þetta. Hvað lagarök varðar vísa r stefnandi um kröfu um forsjá drengsins til 34. gr. laga nr. 76/2003. Krafa stefnanda er lýtur að umgengni og meðlagi er studd við 4. mgr. 34. gr. sömu laga. Krafa um álit sérfróðra aðila er byggð á 3. og 4. mgr. 42. gr. laga nr. 76/2003. Málskostnaðarkra fa stefnanda er byggð á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og krafan um greiðslu virðisaukaskatts á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt þar sem lögmönnum sé gert að innheimta virðisaukaskatt vegna þjónustu sinnar. III Málsástæður og l agarök stefndu Stefnda kveðst byggja sýknukröfu sína á því að barninu sé fyrir bestu að forsjá þess verði áfram hjá henni. Ljóst sé að drengurinn sem mál þetta snýst um hafi þurft að þola margt og deilur foreldra hans hafa staðið yfir lengi. Með dómi í mál i E - [...]/2011 sem kveðinn var upp 7. júní 2013 hafi verið komið á réttarástandi sem tryggði drengnum stöðugleika með búsetu hjá móður sinni og umgengni við föður. Með málsókn sem lauk með dómi hinn 19. maí 2015 í máli nr. E - [...]/2014 hafi stefnandi reynt að breyta því réttarástandi en án árangurs. Stefnandi hafi því enn á ný komið af stað tilhæfulausum ágreiningi, enda aðstæður drengsins til fyrirmyndar og forsendur allar hinar sömu og þegar dæmt var í máli aðila í fyrrgreindum dómsmálum. Þá liggi fyrir m atsgerð sem og greinargerðir um viðtöl við drenginn, sbr. framlögð dómsskjöl. Stefnda telur ljóst að málsókn þessi og málatilbúnaður stefnanda allur sé til þess fallinn að ýfa upp særindi og vekja óöryggi hjá drengnum. Samskipti aðila hafi frá síðasta dóm smáli verið upp og ofan. Það hafi gengið ágætlega á köflum en inn á milli fari ágreiningur af stað og þá spari stefnandi ekki stóru orðin í garð stefndu. Lögð séu fram með greinargerð nokkur dæmi um slík samskipti. Einnig séu lögð fram samskipti við skóla drengsins vegna líðanar hans og viðbragða stefnanda og stefndu við því. Stefnda hyggi að kröfur stefnanda byggist á framburði og skoðunum hans sjálfs og tilvísunum til meintra skoðana drengsins. Ljóst sé að drengurinn hafi fyrir tilstuðlan stefnanda þurft að taka afstöðu til álitaefna sem ekki sé talið heillavænlegt að borin séu undir börn en í 2. mgr. 34. gr., sbr. 3. mgr. 1. gr., og 6. mgr. 28. gr. barnalaga nr. 76/2003 sé tekið fram að horfa skuli til vilja barns ef aldur þess og þroski leyfir. Drenguri aðila við hvort annað og við skólann þess merki að drengurinn eigi við að stríða og sé oft í mikilli vanlíðan. Hann hafi þurft að fá lyf vegna og fengið aðstoð listmeðferðarfræðings, sálfræðings og félagsráðgjafa, auk geðlæknis. Ljóst sé því að hann hafi ekki burði til að taka ákvarðanir um búsetu sína og fráleitt að leggja það á hann að velja á milli foreldra sinna. Sendar hafi verið beiðnir af hálfu lög manns 6 til viðkomandi meðferðaraðila um greinargerðir um drenginn og samskipti við foreldra, sem verði lagðar fram á síðari stigum málsmeðferðarinnar. Stefnda bendir á að drengurinn hafi, sem fyrr segi, oft átt við vanlíðan að stríða og á köflum verið erfi ður við móður sína. Stefnda hafi á köflum verið að niðurlotum komin vegna hins stanslausa álags sem sé í samskiptum aðila og erfiðleika við að styðja við drenginn í vanlíðan. Þau skilaboð sem stefnandi leggi fram, og virðist byggjast á því sem stefnda hafi sent til hans, þar sem hún hafi beðið hann að taka við drengnum og sjá um hann, hafi verið send á slíkri stundu. Stefnda sé einstæð móðir sem njóti góðs stuðnings fjölskyldu sinnar, en hjá henni sem öðrum komi stundir þar sem uppgjöf virðist eina lausnin og það hafi verið á slíku augnabliki sem viðkomandi skilaboð hafi verið send og hafi þau verið ákall um hjálp frá stefnanda. Í stað þess að bregðast við slíkri beiðni og veita henni aðstoð hafi stefnandi nú höfðað dómsmál. Þannig byggir stefnda á því að st efnandi hafi ekki hagsmuni barnsins að leiðarljósi við málsókn þessa né í kröfugerð sinni, heldur einvörðungu sína eigin. Einnig byggir stefnda á því að stefnandi hafi ekki verið til samvinnu við fyrrgreinda meðferðaraðila og hafi m.a. neitað að gefa dre ngnum lyf vegna þar sem lyfin hafi þau áhrif að drengurinn þyngist. Hafi stefnandi lagt mikla áherslu á að drengurinn sé og það sé orsök vanda hans, en beri ekki skynbragð á að drengsins sé afleiðing en ekki orsök vanlíðunar og vanda hans. Stef nda vilji þó benda á að drengurinn sé ekki í . Drengurinn sé hávaxinn miðað við aldur og hafi alltaf verið fyrir ofan meðallag í hæð og jafnframt í þyngd, en hafi vissulega . Þá byggir stefnda á því að hún sé hæfari en stefnandi til að bera ábyrgð fo rsjárforeldris. Hún seti hagsmuni drengsins ávallt framar sínum eigin og kappkosti að hann njóti alls hins besta, æfi þær íþróttir sem honum hugnist og farnist vel jafnt í leik sem og skóla. Stefnda hafi lagt sig fram um að leita ráðgjafar fagaðila vegna d rengsins og hans vanlíðunar, auk þess að leita ráðgjafar fyrir sjálfa sig. Þá sé stefnda reglusöm og hafi örugga vinnu og tekjuöflun hennar sé trygg að sama skapi. Sama gildi ekki um sóknaraðila sem oftar en ekki hafi verið atvinnulaus yfir löng tímabil og hafi rýra framfærslugetu. Þá sé alls óvíst um og búseta hans hafi verið ótrygg. Einnig sé á því byggt af hálfu stefndu að engir hagsmunir barnsins liggi til þess að breyta því réttarástandi sem nú sé. Sem fyrr greinir sé stöðugleiki drengnum mikilvægu r og samskipti aðila ákaflega erfið. Með þeirri niðurstöðu sem hafi fengist í máli E - [...]/2011 hinn 7. júní 2013, sem í raun hafi verið staðfest í máli nr. E - [...]/2014 hinn 19. maí 2015, hafi verið komið á varanlegu réttarástandi sem drengurinn uni nokku ð vel við. Að mati stefndu staðfesti öll þau gögn sem nú séu lögð fram eingöngu kergju stefnanda í garð stefndu og þá telji stefnda að meginástæða málshöfðunarinnar nú sé neitun hennar á því að drengurinn fái að ferðast a aðstæðna og forsögu málsins hafi stefnda ekki getað treyst stefnanda fyrir slíkri ábyrgð og ekki getað treyst því að stefnandi komi til baka með drenginn. Hún hafi þó ítrekað sagt við stefnanda að hún muni endurskoða þá afstöðu sína þegar drengurinn verð i eldri. Stefnandi gerir kröfu um að dæmt verði um inntak umgengnisréttar í málinu en styður þá kröfu engum málsástæðum eða að hvaða leyti stefnandi vilji breyta núverandi umgengnisfyrirkomulagi. Stefnda áskilur sér rétt til að bregðast við slíkum málsást æðum komi þær fram og jafnframt til að setja fram eigin sjónarmið og málsástæður varðandi umgengni á síðari stigum, ef þörf krefur. Krafa um málskostnað byggist á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 130. gr. Krafa um virðisaukaskatt a f málflutningsþóknun byggist á lögum nr. 50/1988 þar sem lögmönnum er gert að innheimta virðisaukaskatt vegna þjónustu sinnar. Stefnda í máli þessu er ekki virðisaukaskattsskyld vegna þessa málarekstrar og er henni því nauðsyn að fá skattinn tildæmdan úr h endi stefnanda. IV Forsendur og niðurstaða Stefndu var með dómi Héraðsdóms Reykjaness þann 7. júní 2013 einni falin forsjá drengsins C . Þann 16. september 2014 höfðaði stefnandi mál gegn stefndu, þar sem hann krafðist breytingar á þeirri forsjá sem komið var á með framangreindum dómi, byggt á því að það væri vilji drengsins að búa hjá stefnanda. 7 Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 19. maí 2015 , í máli nr. [...]/2015, var stefnda sýknuð af kröfu stefnanda. Málsaðilar deila nú í þriðja sinn fyrir héraðsdómi um forsjá drengsins. Málsókn stefnanda er annars vegar byggð á því að drengurinn hafi tjáð stefnanda að hann vildi frekar búa hjá stefnanda, að hitta þar. Þessar hindranir stefndu hafi haft neikvæð áhrif, og séu þess valdandi að drengurinn hafi enn meiri áhuga á að búa hjá stefnanda. Stefnandi hefur sön nunarbyrði fyrir þeirri fullyrðingu að vilji drengsins sé með þeim hætti sem hann byggir á, og að það sé drengnum fyrir bestu að forsjá hans flytjist til stefnanda. Um það hefur stefnandi engin gögn lagt fram, en hann óskaði eftir því að dómari léti kanna vilja drengsins. Í skýrslu H sálfræðings, dags. 28. júní 2018, sem aflað var af þessu tilefni, kemur meðal annars fram að þegar drengurinn var spurður hvort hann myndi vilja breyta forsjánni, þá vildi hann að faðir hans fengi forsjána, því að þá gætu þeir farið , í fyrirhugaða ferð sem til stóð að fara síðastliðið sumar. Jafnframt kemur fram í skýrslunni, haft eftir drengnum, að stefnandi og sambýliskona hans hafi útskýrt það fyrir honum að ef hann ætti að komast með þeim í fyrirhu gaða ferð, þá þyrfti forsjáin að breytast. Það er mjög skiljanlegt að drengurinn verði leiður yfir því að komast ekki til útlanda með föður sínum, en ljóst þykir af framangreindu, og þeim viðræðum sem dómarar málsins áttu við drenginn, að hann ber ekki fu stillti drengnum upp með framangreinda valmöguleika. Þe ssi háttsemi stefnanda er að mati dómsins ámælisverð, og ekki til þess fallin að létta álagi af drengnum, eins og margítrekað er í gögnum málsins að nauðsyn sé á. Samkvæmt því sem fram kom í viðtali dómara málsins við drenginn, og framangreindri skýrslu H sálfræðings og öðrum gögnum málsins, er ekki sannað að barnið hafi áhuga á því að forsjánni verði breytt með þeim hætti sem stefnandi byggir á. Ekki hefur annað komið fram í málinu en að barninu líði að öðru leyti vel hjá móður sinni, og sé ekkert út á for sjá hennar að athuga. Almennt verður út frá gögnum málsins metið að forsjárhæfni stefnanda sé góð, en að mati dómsins rýrir það forsjárhæfni hans nokkuð að fram kom í málinu að hann tók ákvörðun er snýr að heilsu drengsins, með því að láta hann hætta lyfja inntöku sem átti að hjálpa honum í margþættum vanda hans. Virðist stefnandi hafi tekið þá ákvörðun einhliða án samráðs við lækni eða vitneskju stefndu sem var á þeim tíma eini forsjáraðili drengsins. eð stefnanda er upplýst að hún sé hrædd um að þá komi drengurinn ekki til baka, og byggir hún það á langvarandi erfiðleikum í samskiptum aðila og mörgum dómsmálum, meðal annars á árinu 2012. Í framlögðum SMS - samskiptum aðila kemur fram að stefnandi kal lar stefndu ýmsum illum nöfnum, segir hana heimska og sýnir henni mikinn yfirgang og lítilsvirðingu. Þá ber hann slæma sögu. Af þessu og öðrum gögnum málsins má ráða að óráðlegt sé af stefndu að treysta orðum stefnanda um að hann muni skila barninu til landsins verði honum heimiluð för með hann úr landi. Til þess að svo geti orðið verður að byggjast upp traust með aðilum en það er ekki í sjónmáli sem stendur. Að framangreindu virtu er það mat dómsins að ekki séu nein efni til þess að raska þeirri skipa n forsjár sem ákveðin var með dómi í máli nr. E - [...]/2014. Þykir stefnandi, sem gerir kröfu um að fara einn með forsjá drengsins, ekki hafa fært fyrir því nokkur rök að taka eigi kröfur hans til greina í málinu. Samkvæmt þessu er hafnað þeirri kröfu hans að hann fari einn með forsjá drengsins C til 18 ára aldurs, og með vísan til sömu forsendna er hafnað kröfu hans um meðlag með drengnum til sama tíma. Þess er krafist að dómurinn kveði á um inntak umgengnisréttar. Upplýst er að umgengni stefnanda hafi au kist frá fyrrnefndum dómi frá árinu 2015, og sé drengurinn til skiptis átta daga hjá móður sinni, og sex daga hjá föður. Í viðtali dómara við drenginn fyrir upphaf aðalmeðferðar kom fram hjá honum að hann vildi alveg eins prófa að vera átta daga hjá stefna nda og sex daga hjá stefndu, en breyta því aftur ef honum líkaði það ekki. Þá kom fram í máli stefndu að hún setti sig ekki upp á móti því að umgengni yrði jöfn með þeim hætti að drengurinn yrði viku í senn hjá hvoru. 8 Í máli því sem hér er til úrlausnar telur dómurinn að rétt sé að mæta vilja drengsins um að umgengni verði jafnari en verið hefur. Það virðist skipta drenginn miklu máli að togstreitu foreldra linni og sátt og friður ríki um velferð hans. Endurspeglast það í vilja hans um að umgengni sé sem jöfnust. Telur dómurinn því rétt að auka umgengni stefnanda við drenginn um einn dag þannig að hún verði viku í senn, aðra hverja viku. Önnur umgengni um jól, áramót og páska, svo og fyrirkomulag sumarumgengni, skal vera óbreytt frá því sem kveðið var á um í dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli aðila nr. E - [...]/2014. Hvorugur aðila málsins hefur gjafsókn. Að mati dómsins er málsókn þessi tilefnislaus af hálfu stefnanda, og verður honum því gert, með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, að greiða stefn du málskostnað sem hæfilegur þykir 1.116.000 krónur, og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Dóm þennan kveða upp Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari og meðdómsmennirnir Gunnar Aðalsteinsson dómstjóri og Guðrún Oddsdóttir sálf ræðingur. D ó m s o r ð: Stefnda, B, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, A, um forsjá drengsins C, og um meðlag. Regluleg umgengni skal vera þannig að drengurinn verði aðra hverja viku hjá stefnanda. Önnur umgengni, það er um jól, áramót og páska, svo og fyrirkomulag sumarumgengni, skal vera óbreytt frá því sem kveðið var á um með dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli aðila númer E - [...]/2014. Stefnandi greiði stefndu 1.116.000 krónur í málskostnað.