LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðju daginn 10 . september 2019. Mál nr. 628/2019 : Ákæruvaldið ( Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X ( Páll Bergþórsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harða rdóttir kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðil i skaut málinu til Landsréttar með kæru 9 . september 2019 sem b ar st réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9 . september 2019 í máli nu nr. R - /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 7. október 2019 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . 2 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verð i felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími . 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann s taðfestur. Úrskurðarorð : Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur mánudaginn 9. september 2019 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að X kt. [...] verði með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til mánudagsins 7. október 2019, kl. 16:00. Í greinargerð sækjanda kemur fram að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi undanfarið haft til meðferðar fjölda mála þar sem ákærði sé undir rökstuddum grun um hegningar - , lögreglu - , vopnalaga - , umferðar - og fíkniefnalagabrot. Ák ærði hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 3. júní sl. en hann hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sama dag með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur nr. R - [...]/2019, sem staðfestur hafi verið í Landsrétti þann 12. júní 2019, mál nr. 416/2019. Ákærði hafi verið úrskur ðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald 1. júlí með úrskurði nr. R - [...]/2019, sem staðfestur hafi verið í Landsrétti 9. júlí, mál nr. 511/2019. Ákærði hafi verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, nr. R - [...]/2019, þann 29. júlí sl. Þá hafi ákærði verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þann 26. ágúst sl., mál nr. R - [...]/2019. Sækjandi bendir á að þann 29. júlí 2019 hafi ákæra vegna hegningar - , lögreglu - , vop nalaga - , umferðar - og fíkniefnalagabrot ákærða verið gefin út af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og vísar til ákæru málsins. Þingfesting málsins, nr. S - ákærði játað sök í fimm ákærul hafi verið lögð fram beiðni um dómkvaðningu matsmanns til að meta hvort ákærði hafi verið sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga og hvort 16. gr. sömu laga geti átt v ið í tilviki ákærða. Beiðnin hafi sínum. héraðsdóms Rey kjavíkur nr. S - Með vísan til brotaferils ákærða að undanförnu er það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að ákærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Í ljósi fjölda þeirra brota sem ákærði sé grunaður um og alvarleika þeirra telji lögreglustjóri nauðsynlegt að ákærða verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi svo færi gefist til að ljúka því máli sem til meðferðar er fyrir dómstólum. Sé ljóst að vægari úrr æði dugi ekki til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Þá telur lögregla ljóst að ákærði muni ekki fá skilorðsbundinn dóm vegna alvarleika og fjölda þeirra mála sem um ræðir og þá ennfremur með tilliti til sakaferils ákærða. Einnig er það mat lögreglustj óra að ákærði hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum höfðu verið sett með hinum skilorðsbundna dómi, allt sbr. c. lið 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er þess krafist að krafan nái fram að ganga . Niðurstaða: Með úrskurðum Landsréttar í málinu nr. 416/2019, sbr. og í málinu nr. 511/2019, var því slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að ákærði skyldi sæta gæsluvarðhal di á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Ekkert hefur komið fram sem fær haggað þeirri niðurstöðu. Með vísan til þess eru uppfyllt skilyrði framangreinds lagaákvæðis til að varnaraðila verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi. Aðalmeðferð í máli ákærða fór fram dómkvaddur matsmaður til að meta hvort ákærði hafi verið sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga og hvort 16. gr. sömu laga geti átt við í tilviki ákærða og hefur ha nk. til að skila matsgerð. Því er beðið matsgerðar. 3 Ekki eru efni til að mæla fyrir um dvöl varnaraðila á sjúkrahúsi í stað gæsluvarðhalds, enda ber samkvæmt 29. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu meðan á gæsluvarðhaldinu stefndur, sbr. 2. mgr. 96. gr. laganna. Eins og mál þetta liggur fyrir er ekki tilefni að beita vægari úrræðum en gæsluvarðhaldi. Með vísan til þess sem að framan greinir verður krafan tekin til grein a. Ekki þykja efni til að marka henni skemmri tíma en krafist er. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Ákærði, X, kt. [...], skal áfram sæta gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til mánudagsins 7. október 2019, kl. 16:00.