LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 30. nóvember 20 18 . Mál nr. 350/2018: Helena Björk Gunnarsdóttir og Bjarni Jóhannesson (Steingrímur Þormóðsson lögmaður, Þormóður Skorri Steingrímsson lögmaður, 2. prófmál ) gegn Landsbankanum hf. (Ólafur Örn Svansson lögmaður, Hrannar Jónsson lögmaður, 1. prófmál ) Lykilorð Skuldabréf. Ógilding samnings. Útdráttur H og B höfðuðu mál gegn L hf. og kröfðust ógildingar á skuldbindingum sínum gagnvart L hf. á grundvelli veðskuldabréfs sem þau gáfu út og tryggt var með veði í fasteign í þeirra eigu. Lánið tóku H og B til að standa skil á greiðslu kröfu sem L hf. hafði eignast á hendur þeim vegna sjálfskuldarábyrgðar sem þau tókust á hendur óskipt vegna tveggja skuldabréfalána sem sonur þeirra hafði fengið hjá L hf. Dómkrafa H og B byggðist á því að það væri bersýnilega ósanngjarnt af L hf. að krefjast greiðslu samkvæmt veðskulda bréfinu og bréfið bæ ri að ógilda með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga . Í dómi Landsréttar var vísað til þess að v ið ma t á því hvort víkja bæri samningi aðila til hliðar sky l di samkvæmt 2. mgr. 36. gr. laga nna líta til efnis samnings ins, stöðu samningsaðil a, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar hefðu kom ið til. Á grundvelli heildstæðs mats á þessum þáttum og atvikum var ekki fallist á að ósanngjarnt væri eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera skuldabréf ið fyrir sig. Því staðfesti rétturinn niðurstöðu héraðsdóms um sýknu L hf. af kröfu H og B. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen, Ragnheiður Bragadóttir og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 13 . apríl 2018 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavík ur 19. mars 2018 í málinu nr. E - /2016. 2 2 Áfrýjendur krefjast þess að ógiltar verði með dómi skuldbindingar þeirra gagnvart stefnda á grundvelli veðskuldabréfs nr. , sem gefið var út 16. nóvember 2010, upphaflega að fjárhæð 3.700.000 krónur. Þá krefjast þau málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Lan dsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða. 4 Atvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Áfrýjendur reisa dómkröfur sínar á því að bersýnilega sé ósanngjarnt af stefnda að krefjast greiðslu samkvæmt sku ldabréfi, útgefnu 16. nóvember 2010. Beri því að ógilda það með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi. 5 Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að skuldabréf þ au, sem sonur áfrýjenda gaf út 2007 og 2008, og þau ábyrgðust séu að fullu greidd og því fallin úr gildi. Áfrýjendur geti af þeim sökum ekki byggt á þeim lögvarinn rétt. Þá byggir stefndi á því að farið hafi verið í einu og öllu eftir ákvæðum samkomulags u m notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá árinu 2001 við lánveitingar til sonar áfrýjenda. Þá geti hvorki atvik við útgáfu skuldabréfanna né efni þeirra leitt til þess að fallast beri á kröfu áfrýjenda um ógildingu skuldabréfs þeirra frá 16. nóvember 201 0. 6 Fallist er á með héraðsdómi að rétt sé að líta á atvik og aðstöðu aðila þegar upphafleg ábyrgð var veitt vegna skuldabréfa, sem sonur áfrýjenda gaf út 2007 og 2008, sem hluta af atvikum tengdum lántöku áfrýjenda í nóvember 2010 enda var því láni ráðsta fað til greiðslu ábyrgðarskuldbindinga áfrýjenda samkvæmt eldri lánunum. 7 Við mat á því hvort samningi aðila skuli víkja til hliðar með stoð í 36. grein laga nr. 7/1936 vegna þess að ósanngjarnt sé eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig sk al samkvæmt 2. mgr. greinarinnar líta til fjögurra þátta. 8 Í fyrsta lagi ber að líta til efnis þess samnings, sem krafa lýtur að, en í því tilviki sem hér er til úrlausnar var um að ræða skuldabréf sem ráðstafað var til greiðslu eldri ábyrgðarskuldbindinga áfrýjenda. Þær ábyrgðarskuldbindingar voru gefnar að undangengnu greiðslumati í samræmi við samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1. nóvember 2001. Ekki hefur verið sýnt fram á að ágalli hafi verið á gerð þess eða kynningu. 9 Í öðru lagi be r að líta til atvika við samningsgerð. Ekkert er fram komið í málinu sem styður fullyrðingar áfrýjenda um að stefndi hafi notfært sér bága stöðu þeirra og sonar þeirra í því skyni að tryggja eigin fjárhagslega hagsmuni. 10 Í þriðja lagi ber samkvæmt 2. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 að líta til stöðu samningsaðila. Áfrýjendur eru einstaklingar, sem ekki kveðast búa yfir sérstakri menntun á þessu sviði og ekki er upplýst um þekkingu þeirra á því að öðru leyti, en stefndi og forveri hans var einn stærsti banki la ndsins og hafði á að skipa fjölda 3 starfsmanna með mikla þekkingu á lánum og tryggingu þeirra. Auk þess hvíldu á bankanum lögboðnar og samningsbundnar skyldur um að vanda til verka. 11 Í fjórða lagi ber að líta til atvika sem síðar komu til. Áfrýjendur settu f yrst fram kröfu sína um ógildingu skuldabréfsins í bréfi til stefnda 29. mars 2016, rúmum fimm árum og fjórum mánuðum eftir að þau gáfu út umdeilt skuldabréf sem lið í samningi um uppgjör á ábyrgðarskuldbindingum þeirra. Þá voru jafnframt liðin tæplega átt a og níu ár frá því að þau gengust í fyrri ábyrgðarskuldbindingar, sem þau byggja á að hafi verið ógildanlegar. Hafa áfrýjendur ekki bent á atvik sem átt hafi sér stað á þeim tíma sem leiða ættu til þess að ógilda beri skuldabréfið á framangreindum grunni. 12 Þegar allt framangreint er virt heildstætt verður ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á að ósanngjarnt sé eða andstætt góðri viðskiptavenju af hálfu stefnda að bera fyrir sig áðurnefnt skuldabréf frá 16. nóvember 2010. Samkvæmt þessu verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest. 13 Rétt þykir að hvor aðila beri sinn kostnað af rekstri málsins í héraði og fyrir Landsrétti. Dóms orð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavík ur í máli nr. E - 3815/2016: Mál þetta, sem var dómtekið 2. mars sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Helenu Björk Gunnarsdóttur og Bjarna Jóhannessyni, Sólvöllum í Varmahlíð, á hendur Landsbankanum hf., Austurstræti 11 í Reykjavík, með stefnu birtri 5. desember 2016. Stefnendur krefjast þess að ógiltar verði með dómi skuldbindingar þeirra gagnvart stefnda á grundvelli veðskuldabréfs nr. , sem gefið var út 16. nóvember 2010, upphaflega að fjárhæð 3.700.000 kr. Auk þessa krefjast þau greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda og greiðslu málskostnaðar úr hendi þeirra. Málavextir Í málinu er deilt um skuldbindingargildi veðskuldabréfs sem stefnendur gáfu út 16. nóvember 2010, að fjárhæð 3.700.000 krónur. Lán samkvæmt skuldabréfinu er óverðtryggt með breytilegum vöxtum, sem við lántöku námu 7,65%, og ber að endurgreiða það með jöfnum greiðslum á 15 árum. Það er tryggt með veði í fasteign stefnenda að Sólvöllum í Varmahlíð. Lánið tóku stefnendur til að standa skil á greiðslu kröfu sem stefndi hafði eignast á hendur þeim vegna sjálfskuldarábyrgðar sem þau tókust á hendur óskipt vegna tveggja skuldabréfalána sem sonur þeirra, A , fékk hjá stefnda árin 2007 og 2008. Skuldabréfin sem A gaf út eru annars vegar skuldabréf útgefið 21. maí 2007, að fjárhæð 2.130.000 kr., og hins vegar skuldabréf gefið út 15. febrúar 2008, að fjárhæð 990.000 krónur. Fyrra lánið tók A í beinum tengslum við kaup á íbúð sem hann og þáverandi unnusta hans, B , festu kaup á. Íbúðark aupin voru að öðru leyti fjármögnuð með 14.895.000 króna láni frá Íbúðalánasjóði, en kaupverð eignarinnar var 16.550.000 krónur. A og unnusta hans voru eigendur íbúðarinnar til helminga og þau voru bæði skuldarar 4 að láni Íbúðalánasjóðs. Síðara lánið var ný tt til að greiða niður yfirdráttarskuld A hjá stefnda, sem stefnendur voru einnig sjálfskuldarábyrgðarmenn fyrir. Við framangreindar lánveitingar til A mat stefndi greiðslugetu hans og unnustu hans sameiginlega. Niðurstaða greiðslumatsins í báðum tilvikum var sú að greiðslugeta þeirra sameiginlega væri jákvæð. Í greiðslumati í tengslum við fyrra lánið er greiðslugeta þeirra talin vera jákvæð um tæplega 11.000 kr. á mánuði. Jafnframt kemur fram í því mati að heildarskuldir þeirra séu liðlega 20 milljónir kr óna, sem sé 3.380.990 kr. umfram eignir þeirra. Stefnendur undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að þau hefðu ky nnt sér og skilið greiðslumatið , samþykktu það sem fullnægjandi fyrir sig og að þau hefðu kynnt sér efni upplýsingabæklings stefnda um persónuábyrg ð og veðsetningar þriðja aðila. Þann 18. júní 2007 var fasteign skuldara og unnustu hans, , veðsett til tryggingar skuld samkvæmt skuldabréfinu en ekki gerðar breytingar á ábyrgð stefnenda. Niðurstaða greiðslumats í tengslum við síðara lánið er sú að g reiðslugeta skuldara og unnustu hans er talin vera jákvæð um 13.723 kr. á mánuði og að skuldir þeirra umfram eignir nemi tæplega 2.134.000 krónum. Greiðslumatið er undirritað af stefnendum með sambærilegri yfirlýsingu og fyrra greiðslumat. A , sem hefur [ glímt við veikindi, gat ekki staðið í skilum á afborgunum lánanna frá stefnda. Stefnendum voru sendar tilkynningar um vanskil að minnsta kosti í júní 2008 og október 2009. Þá voru breytingar gerðar á greiðsluskilmálum eldra láns A 17. mars 2010 og staðfestu stefnendur breytinguna með undirskrift á viðauka við skuldabréfið. Fasteignin var seld Íbúðalánasjóði nauðungarsölu í maí 2010. Greiddi Íbúðalánasjóður 1.000.000 fyrir eignina. Þegar ljóst þótti að A gæti ekki staðið við s kuldbindingar gagnvart stefnda krafði stefndi stefnendur um greiðslu á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar þeirra. Með samkomulagi milli aðila, sem stefndi kveður hafa verið gert 20. október 2010, gáfu stefnendur út það skuldabréf sem um er deilt í þessu máli og greiddu með andvirði þess upp skuldir A við stefnda, en stefndi afskrifaði á sama tíma um 1.500.000 krónur af skuldinni. Með bréfi dagsettu 29. mars 2016 fór lögmaður stefnenda fram á það við stefnda að hann ógilti skuldabréfið og felldi niður skuld s tefnenda samkvæmt því. Stefndi hafnaði því og tilkynnti stefnendum þá afstöðu með bréfi dagsettu 21. júní s.á. Helstu málsástæður og lagarök stefnenda Stefnendur krefjast þess að ógilt verði ábyrgð og útgáfa á skuldabréfi sem þau gáfu út 16. nóvember 201 0, upphaflega að fjárhæð 3.700.000 krónur. Stefnendur reisa dómkröfu sína á því að bersýnilega sé ósanngjarnt af stefnda að krefjast greiðslu skuldar samkvæmt skuldabréfinu og beri að ógilda það með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Útgáfa umdeilds skuldabréfs sé tilkomin vegna vanskila á greiðslum tveggja eldri skuldabréfa sem sonur þeirra hafi gefið út og stefnendur gengist í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Þær ábyrgðir hafi verið ógildanlegar með vísan til framang reinds lagaákvæðis og með hliðsjón af samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1. nóvember 2001, sem stefndi hafi skuldbundið sig til að fara eftir. Þær ábyrgðir hafi fallið úr gildi þegar stefnendur gáfu út umdeilt skuldabréf og því þýðing arlaust að krefjast ógildingar þeirra nú. Stefnendur byggja á því að stefndi hafi staðið ranglega að mati á greiðslugetu A þegar hann veitti honum framangreind lán árin 2007 og 2008 og aflað ábyrgðar stefnenda á þeim lánum á grundvelli ófullnægjandi grei ðslumats. Af þessum sökum sé það meðal atvika sem tengjast útgáfu þeirra á skuldabréfinu í nóvember 2010, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936, hvernig staðið var að öflun ábyrgðar þeirra á lánum A . Aldrei hefði komið til þess að stefnendur tækju lán hjá s tefnda árið 2010 nema vegna þess að þau hefðu verið nauðbeygð til að greiða upp skuldir A vegna framangreindra skuldabréfa hans. Stefnendur byggja á því að stefndi hafi ekki staðið rétt að mati á greiðslugetu sonar stefnenda, A , þegar honum voru veitt tvö lán árin 2007 og 2008 sem stefnendur gengu í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Stefnendur byggja á því að gallar á greiðslumati stefnda vegna beggja lána A hafi að réttu lagi getað verið grundvöllur ógildingar ábyrgða þeirra. Í mati á greiðslugetu skuldara hafi stefndi tekið mið af 5 sameiginlegum tekjum skuldara og þáverandi sambýliskonu hans auk eigna þeirra beggja. Það hafi stefnda ekki verið heimilt. Sambýliskona skuldara hafi ekki verið í neinu samningssambandi við stefnda og ekki borið neina ábyrgð á endurgr eiðslu lánsins. Þá hafi þau hvorki verið gift né í skráðri sambúð og þar af leiðandi hafi hún ekki haft stöðu maka, svo sem tengslum milli slíkra aðila sé lýst, hvorki í hjúskaparlögum né öðrum lögum. Þetta eitt og sér leiði til þess að greiðslumötin séu m arkleysa. Þá megi skýrlega sjá af þeim upplýsingum sem fram komi í báðum greiðslumötum að skuldarinn A hafi verið alls ófær um að greiða af lánunum þar sem hann hafi verið stórskuldugur og á lágum launum. Niðurstaða framangreindra greiðslumata, sem sýnt h afi jákvæða greiðslugetu, hafi því gefið ranga mynd af fjárhagsstöðu skuldara sem leitt hafi til þess að stefnendum hafi ekki verið unnt að átta sig á þeirri áhættu sem fólst í því að veita ábyrgð fyrir endurgreiðslu lánanna. Með þessum hætti hafi stefndi brugðist þeirri skyldu sinni að veita stefnendum réttar upplýsingar um raunverulega greiðslugetu skuldara og gera þeim með skýrum hætti grein fyrir hættu á greiðslufalli. Þá vísa stefnendur til þess að í 1. mgr. 1. gr. samkomulags um notkun ábyrgða á skuld um einstaklinga segi að lánveitingar eigi að meginstefnu að miða við greiðslugetu lántakanda sjálfs og eigin tryggingar hans. Séu greiðslumöt stefnda virt heildstætt blasi við að stefnda hafi mátt vera ljóst að niðurstöður þeirra væru rangar, að því er gre iðslugetu skuldara varðaði. Stefnendur hefðu aldrei veitt ábyrgð fyrir greiðslu þeirra hefði þeim verið þetta ljóst. Stefnendur byggja á því að þau hafi verið nauðbeygð til að gefa út umdeilt skuldabréf til stefnda vegna yfirvofandi innheimtuaðgerða og g jaldþrots A , sem ofan á bága fjárhagsstöðu sem fyrir var hafi misst heilsu sína . Byggja stefnendur á því að stefndi hafi, í andstöðu við góða viðskiptahætti, notfært sér bága stöðu skuldara og ábyrgðarmanna í því skyni að tryggja eigin fjárhagslega hag smuni. Í raun megi líta svo á að stefndi hafi með viðtöku skuldabréfsins þann 16. nóvember 2010 verið að leiðrétta fyrri mistök og slæleg vinnubrögð með því að ná sér í nýja skuldara. Atvik málsins, svo sem að framan er lýst, sýni svo að ekki verði um vil lst að ekki hafi ríkt jafnræði á milli aðila samningsgerðar í tengslum við útgáfu skuldabréfsins í nóvember 2010. Við mat á samningsstöðu aðila sé jafnframt rétt að hafa í huga að stefnendur hafi alfarið treyst á ráðgjöf og leiðbeiningar frá stefnda sem ja fnframt hafi séð um alla skjalagerð, þ.á.m. gerð greiðslumata, og starfi stefnda í þessu efni hafi verið stórlega áfátt. Vegna stöðu stefnda séu gerðar ríkar kröfur til hans og hann verði að sæta því að bera ábyrgð á mistökum og vanrækslu starfsmanna sinna . Með vísan til alls framangreinds byggja stefnendur á því að það væri bersýnilega ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju af hálfu stefnda að bera loforð þeirra fyrir sig og því beri að samþykkja kröfu þeirra um ógildingu skuldabréfs sem gefið var ú t 16. nóvember 2010. Öll skilyrði 2. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 séu fyrir hendi og beri því, á grundvelli 1. mgr. sömu greinar, að ógilda skuldabréfið. Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi hafnar því að nokkrar forsendur séu fyrir því að ógilda skuldbindingar stefnenda á grundvelli skuldabréfs þeirra frá 16. nóvember 2010. Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að skuldabréf þau sem A gaf út árin 2007 og 2008, og stefnendur ábyrgðust, séu að fullu greidd og því fallin úr gildi . Stefnendur geti af þeim sökum ekki byggt á þeim lögvarinn rétt. Verði ekki fallist á framangreinda málsástæðu byggir stefndi á því að farið hafi verið í einu og öllu eftir ákvæðum Samkomulags um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá árinu 2001 í te ngslum við lánveitingar til sonar stefnenda. Þá geti hvorki atvik við útgáfu skuldabréfanna né efni þeirra leitt til þess að fallast beri á kröfu stefnenda um ógildingu skuldabréfs þeirra frá í nóvember 2010. Þá byggir stefndi sýknukröfu sína sömuleiðis á sjónarmiðum um tómlæti, en stefnendur hafi gengið í ábyrgð fyrir son sinn árin 2007 og 2008 og hafi fengið fjölda tilkynninga um ábyrgðir sínar árin 2008 2010. Þau hafi því haft fjölmörg tilefni til að gera athugasemdir við forsendur greiðslumata stefnda. Engin skýring liggi fyrir í málinu á því hvers vegna krafa þeirra komi fyrst fram tæpum tíu árum eftir að þau gengust í ábyrgð fyrir A og rúmum sex árum eftir að þau samþykktu að greiða skuldbindingar þær sem þau gengust í ábyrgð fyrir. 6 Stefndi andmælir því að greiðslumötin sem gerð hafi verið í tengslum við lánveitingar til sonar stefnenda hafi byggt á röngum forsendum eða að niðurstaða þeirra hafi verið röng. Staðhæfingar um annað séu ósannaðar. Í niðurstöðu greiðslumata komi skýrt fram að reiknað sé me ð tekjum og skuldbindingum A og B , enda hafi lántaki tilkynnt hana sem maka og hún undirritað niðurstöður greiðslumatsins sem slíkur. Tekjur og skuldir hvors um sig hafi verið sundurliðaðar í greiðslumötunum og í því efni byggt á fyrirliggjandi upplýsingum , bæði úr skattframtali og öðrum opinberum gögnum og upplýsingum frá þeim sjálfum. Framfærslukostnaður þeirra hafi sömuleiðis verið reiknaður út frá upplýsingum þeirra um fjárhag og fjölskylduhagi og opinberum viðmiðum. Ekkert sé fram komið í málinu sem be ndi til að þessar upplýsingar hafi verið rangar. Stefnendum hafi mátt vera fyllilega ljóst að greiðslumötin byggðu á fjárhag beggja aðila og jafnframt hvernig fjárhagsstöðu hvors um sig var háttað. Stefndi byggir á því að hann hafi unnið af heilindum og v iðhaft góða og heilbrigða viðskiptahætti við umdeildar lánveitingar. Þess vegna sé því mótmælt sem röngu og ósönnuðu að líta beri til skilgreiningar unn ustu sína sem maka og ekkert í lögum eða reglum stefnda hafi bannað honum það. Þá sé stefnda sem lánveitanda rétt og heimilt, innan vissra marka, að byggja á upplýsingum frá lántakendum sjáfum sem þeir þá beri ábyrgð á, enda sé það skýrlega tekið fram í ma tinu að svo sé gert. Stefnendur hafi undirritað yfirlýsingar þess efnis að þau hefðu kynnt sér efni greiðslumats þar sem þetta komi m.a. fram. Þá hafi þau með undirritun sömu yfirlýsinga staðfest að hafa kynnt sér niðurstöðu greiðslumats og jafnframt upplý singabækling stefnda um eðli ábyrgðar þeirra. Hefði það verið forsenda fyrir ábyrgðum stefnenda að lántaki gæti einn staðist greiðslumat, án tillits til tekna og gjalda maka hans, hefði stefnendum verið í lófa lagið að gera athugasemdir við niðurstöður gre iðslumatanna og fara fram á að þeim yrði breytt. Þá mótmælir stefndi því sem röngu og ósönnuðu að honum hafi verið eða mátt vera ljóst að skuldara væri ekki unnt að standa við skuldbindingar þær sem stefnendur gengust í ábyrgð fyrir. Þegar síðara skuldab réfalánið hafi verið veitt A hafi eldra lán verið í skilum og stefndi hafi því ekki haft neina ástæðu til að ætla að þar yrði einhver breyting á, með hliðsjón af mati á greiðslugetu í tengslum við útgáfu síðara skuldabréfsins. Ákvörðun stefnenda um að ga ngast í ábyrgð fyrir son sinn hafi algjörlega verið í þeirra eigin höndum og stefndi hafi gert það sem í hans valdi hafi staðið til að upplýsa þau nægilega um áhættuna sem því gæti fylgt. Með því að samþykkja að gangast í ábyrgð fyrir greiðslu skuldabréfan na hafi stefnendur skuldbundið sig til að greiða fjárhæð þeirra við greiðsluþrot lántaka. Það hafi ekki verið fyrr en upp úr sambandi lántaka og unnustu hans slitnaði og eftir að hann veiktist skyndilega sem tekjur hans hafi farið dragast saman og að lokum hafi hann ekki getað staðið við skuldbindingar sínar, en vanskila hafi fyrst orðið vart í júní 2008. Þá mótmælir stefndi því sem röngu að líta beri svo á að það sé einhvers konar forsendubrestur fyrir gildi lánssamningsins að lántaki hafi slitið samvistum við unnustu sína og misst heilsu sína á samningstímabilinu, enda séu það ekki atvik eða aðstæður sem varðað geta ógildingu samningsins á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936. Þegar fyrirséð hafi verið að A gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar hafi st efndi gengið að ábyrgð stefnenda á grundvelli heimildar í skuldabréfunum. Þar sem stefnendur hafi ekki haft fjárhagslega burði til að greiða lánin hafi stefndi boðið þeim að taka nýtt lán og greiða með því niður lán A gegn því að afskrifa hluta skuldarinna r. Stefnendur hafi fallist á það og gefið út skuldabréf að fjárhæð 3.700.000 krónur þann 16. nóvember 2010. Á sama tíma hafi fagráð stefnda samþykkt að afskrifa hluta kröfunnar. Loks byggir stefndi á því að aðstöðumunur aðila málsins hafi ekki áhrif á ni ðurstöðu þess. Forsendur og niðurstaða Í máli þessu krefjast stefnendur ógildingar á skuldabréfi sem þau gáfu út 16. nóvember 2010. Óumdeilt er að andvirði skuldabréfsins var varið til greiðslu skulda sonar stefnenda við stefnda sem hann stofnaði til með lántöku árin 2007 og 2008, og stefnendur gengust í ábyrgð fyrir. Þá liggur fyrir að í tengslum við útgáfu umdeilds skuldabréfs afskrifaði stefndi hluta af ábyrgðarskuldbindingum stefnenda. Meginmálsástæða stefnenda felst í því að stefndi hafi ekki metið greiðslugetu lántakanda með réttum hætti þegar þau veittu ábyrgðir sínar og þær hafi því í öndverðu verið ógildanlegar. Á grundvelli 7 þessarar ógildanlegu ábyrgðar hafi þau síðar fallist á að greiða skuld upphaflega lántakandans með útgáfu þess skuldabréfs sem deilt er um í málinu. Að mati dómsins er rétt að líta á atvik og aðstöðu aðila þegar upphafleg ábyrgð var veitt sem hluta af atvikum tengdum lántöku stefnenda sem notuð var til að standa skil á skuldunum sem þau stóðu í ábyrgð fyrir. Er málsástæðu ste fnda, þar sem þessu er mótmælt, því hafnað. Áður en unnt er að taka málsástæður stefnenda til frekari skoðunar verður á hinn bóginn fyrst að taka afstöðu til þess hvort stefnendur hafi sýnt af sér tómlæti við að fylgja eftir kröfu sinni. Fyrir liggur að stefnendur gengust í sjálfskuldarábyrgð fyrir son sinn vegna útgáfu skuldabréfa árin 2007 og 2008 og eru kröfur málsins byggðar á því að þær ábyrgðaryfirlýsingar hafi verið ógildanlegar af ástæðum sem stefndi beri ábyrgð á. Málatilbúnaður stefnenda er á þv í reistur að þessar ábyrgðir hafi skapað þær aðstæður og sett þau í þá stöðu sem með réttu eigi að leiða til þess að skuldabréfið sem þau gáfu út 16. nóvember 2010 verði ógilt á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggernin ga. Nokkru eftir að fyrra lánið var veitt urðu vanskil á einstökum afborgunum. Samkvæmt gögnum málsins er stefnendum tilkynnt um vanskil lána 30. júní 2008 og 7. október 2009. Þá staðfesti A , sonur stefnenda, í skýrslu fyrir dómi að síðara lánið hefði ver ið tekið til að greiða vanskil og yfirdrátt á tékkareikningi, svo sem lánsumsókn hans ber með sér. Auk þess má sjá af breytingum á greiðsluskilmálum láns, sem gerðar voru 17. mars 2010 og stefnendur undirrita, að nokkrar afborganir eru þá gjaldfallnar. Þá mótmæltu stefnendur ekki þeirri staðhæfingu stefnda sem fram kom við aðalmeðferð málsins að þeim hefði í fleiri tilvikum verið tilkynnt um vanskil skuldara. Fasteign skuldara og unnustu hans, sem var veðsett til tryggingar skuld samkvæmt fyrra skuldabréfin u, var seld nauðungarsölu 12. maí 2010. Síðar það ár hefja aðilar máls viðræður um uppgjör skulda sem stefnendur ábyrgðust og lauk með samkomulagi þeirra um að stefndi felldi niður hluta kröfu sinnar og stefnendur gæfu út, 11. nóvember það ár, skuldabréf þ að sem nú er krafist ógildingar á. Allt framangreint veitti vísbendingu um að skuldari væri ekki fær um að standa við skuldbindingar sínar en svo sem framan greinir byggja stefnendur á því að það hafi stefnda mátt vera ljóst þá þegar hann veitti syni ste fnenda lán. Stefnendur hafa hins vegar fyrst uppi kröfu á hendur stefnda með bréfi 29. mars 2016, rúmum fimm árum og fjórum mánuðum eftir að þau gáfu út umdeilt skuldabréf sem lið í samningi um uppgjör ábyrgðarskuldbindinga þeirra. Þá voru jafnframt liðin tæplega níu ár frá því að þau gengust í fyrri sjálfskuldarábyrgðina sem þau byggja á að hafi verið ógildanleg. Ekkert er fram komið í málinu sem skýrt getur af hverju þau hófust ekki handa á fyrri stigum máls. Verður að fallast á það með stefnda að stefnen dur hafi, með hliðsjón af þeim málsástæðum sem þau tefla fram, haft ærið tilefni til að gera athugasemdir við störf stefnda strax og þeim mátti vera ljóst að lántakandinn sem þau gengust í ábyrgð fyrir átti í verulegum erfiðleikum með að standa við skuldbi ndingar sínar. Svo sem að framan greinir eru vísbendingar um það allt frá árinu 2008. Með hliðsjón af þeim langa tíma sem leið frá því að stefnendur gáfu út umdeilt skuldabréf og þar til þau gerðu stefnda viðvart um kröfu sína um ógildingu, og í ljósi þe ss að tilefni ógildingarkröfunnar á rætur að rekja til atvika sem áttu sér stað mörgum árum fyrir útgáfu skuldabréfsins, er fallist á það með stefnda að réttur þeirri, hafi hann verið fyrir hendi í öndverðu, sé fallinn niður fyrir tómlæti. Þegar af þeirri ástæðu verður stefndi sýknaður af kröfu stefnenda. Með hliðsjón af atvikum er rétt að málskostnaður falli niður. Þormóður Skorri Steingrímsson lögmaður flutti málið fyrir hönd stefnenda og Hrannar Jónsson lögmaður fyrir hönd stefnda. Ingibjörg Þorsteins dóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Stefndi, Landsbankinn hf., er sýkn af kröfu Helenu Bjarkar Gunnarsdóttur og Bjarna Jóhannessonar. Málskostnaður fellur niður.