LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 24. júní 2020. Mál nr. 334/2020 : A (Ragnar Aðalsteinsson lögmaður ) gegn íslenska ríkinu og ríkissaksóknara (Andri Árnason lögmaður) Lykilorð Kærumál. Hæfi dómara. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu A um að héraðsdómari viki sæti í máli A á hendur Í og R. Krafan byggðist á því að héraðsdómari hefði í dómi í máli B gegn Í tekið afstöðu til sönnunargagns sem var einnig lagt fram í máli þessu, að dómarinn hefði fundið að málflutningi lö gmanns A í máli B gegn Í og að dómstjóri hefði úthlutað sama héraðsdómara fjórum samkynja málum án rökstuðnings. Landsréttur tók fram að það eitt gæti ekki valdið vanhæfi dómara að hann hefði áður haft til meðferðar mál höfðað af öðrum manni og þar tekið r ökstudda afstöðu til sönnunargagna sem lögð væru fram í báðum málunum. Þá var ekki fallist á það með A að héraðsdómari hefði leyst úr málsástæðum í máli B gegn Í með þeim hætti að talið yrði að afstaða dómarans til málatilbúnaðarins hefði verið ómálefnaleg eða á annan hátt til þess fallin að draga mætti óhlutdrægni hans með réttu í efa. Loks yrði ekki séð að úthlutun málsins hefði verið reist á ómálefnalegum forsendum. Hinn kærði úrskurður var því staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómarinn Ásmu ndur Helgason og Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen, settir landsréttardómarar, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 26. maí 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 10. júní 2020. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. maí 2020 í málinu nr. E - 6219/2019 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari viki sæti í máli sóknaraðila gegn varnaraðilum. Kæruheimild er í a - lið 1 . mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind krafa hennar verði tekin til greina. 2 3 Varnaraðili nn íslenska ríkið krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn ríkissaksóknari gerir engar kröfur. Málsatvik 4 Mál þetta var höfðað af sóknaraðila á hendur varnaraðilum 6. nóvember 2019. Með málssókn sinni krefst sóknaraðili þess að felldur verði úr gildi úrskurður endurupptökunefndar 2017 í máli nr. um að hafna beiðni sóknaraðila um endurupptöku hæstaréttarmálsins nr. sem lauk með dómi kveðnum upp í Hæstarétti Íslands hvað varðar sakfellingu sóknaraðila fyrir brot á 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5 Málinu var úthlutað Sigrúnu Guðmundsdóttur héraðsdómara. Við fyrirtöku þess 4. maí 2020 krafðist lögmaður sóknaraðila þess að dómarinn viki sæti í málinu með vísan til g - liðar 5. gr. laga nr. 91/1991. Er krafan byggð á því að dómarinn hafi farið með og kveðið upp dóm 26. mars 2020 í málinu nr. E - 3211/2019, B gegn íslenska ríkinu. Lögmaður sóknaraðila hafi einnig flutt það mál fyrir hönd B . Í því máli hafi héraðsdómarinn tekið afstöðu til gildis sönnunargagns, álits tveggja réttarsálfræðinga, sem sé einnig lagt fram í máli sókn araðila. Það skipti meginmáli og kunni úrslit málsins að velta á mati dómsins á sönnunargildi þess. Þá hafi héraðsdómari í máli B talið aðfinnsluvert að lögmaðurinn tefldi fram þeirri málsástæðu að rannsóknarmenn hefðu við rannsókn á áratug 20. ald ar gerst sekir um refsiverða háttsemi gagnvart sakborningum, þar á meðal B . Byggt sé á sömu málsástæðu í máli þessu. Loks hafi dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur úthlutað sama dómara öllum fjórum samkynja málum, sem tengjast , án rökstuðnings, þrátt fyrir fyrirmæli 33. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla. 6 Varnaraðili hafnar því að afstaða héraðsdómara í máli B gegn íslenska ríkinu til sönnunaratriðis eða sönnunargagns geri hann vanhæfan til að taka rökstudda afstöðu til sömu atriða eða gagna í öðru máli. Ágr einingsefni málsins snúist í grunninn um hvort mat endurupptökunefndar hafi verið málefnalegt og staðist lagakröfur. Í ljósi sakarefnis málsins verði ekki séð að það sé hlutverk dómsins að meta sönnunargögn að nýju, svo sem framburði sakborninga og vitna. Aðfinnslur dómara við lögmann í einu máli geri dómarann ekki vanhæfan í öðrum málum sem dómarinn hafi til meðferðar og sami lögmaður flytji. Loks hafi sóknaraðili ekki sýnt fram á eða leitt að því líkur að brotið hafi verið á rétti hennar með úthlutun máls ins til dómara. Niðurstaða 7 Í kæru sóknaraðila eru málsaðilar tilgreindir svo að kærandi sé sóknaraðili ,,og fyrir Landsrétti síðan tilgreint sem ,, A gegn íslenska r ríkið rekur í greinargerð sinni til Landsréttar að skilja verði málatilbúnað sóknaraðila svo að hún beini kæru í málinu einungis að sér en ekki einnig að varnaraðilanum ríkissaksóknara og komi því til skoðunar að vísa kærunni frá Landsrétti án kröfu. 3 8 Fram kemur í 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 að í kæru skuli tilgreina þá dómsathöfn sem er kærð, kröfu um breytingu á henni og ástæður sem kæra er reist á. Kæra sóknaraðila uppfyllir þessi skilyrði. Í tilvitnuðu ákvæði er ekki mælt fyrir um að sóknaraðili skuli tilgreina í kæru aðila máls eða heiti þess í héraði eða fyrir Landsrétti. Þótt láðst hafi að geta aðildar ríkissaksóknara í kærunni getur það því ekki leitt til þess að málinu verði vísað frá Landsrétti. 9 Samkvæmt g - lið 5. gr. laga nr. 91/1991 er dómari vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður en þau sem talin eru í öðrum stafliðum sömu greinar, og sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa . Tilgangur hæfisreglna í rét tarfarslögum er að tryggja að dómari sitji ekki í máli nema hann sé óhlutdrægur gagnvart bæði aðilum máls og efni þess en einnig að tryggja traust máls aðila jafnt sem almennings til dómstóla með því að koma í veg fyrir að dómari standi að úrlausn í máli í tilviki þar sem réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni hans. Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 eru dómarar sjálfstæðir í störfum sínum og leysa þau af hendi á eigin ábyrgð. Við úrlau s n mála fara þeir eingöngu eftir lögum og lúta þ ar aldrei boðvaldi annarra. 10 Í réttarframkvæmd hefur því ítrekað verið slegið föstu að dómari verði ekki talinn vanhæfur af þeirri ástæðu einni að fyrri dómur hans í sama máli hafi verið ómerktur, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar Íslands 20. janúar 2009 í máli nr. 5/2009 og 27. nóvember 2013 í máli nr. 714/2013. Því síður getur það eitt valdið vanhæfi dómara að hann hafi áður haft til meðferðar mál höfðað af öðrum manni og þar hafi dómarinn tekið rökstudda afstöðu til sönnunargagna sem lögð eru fram í bá ðum málunum. Þá verður ekki fallist á það með sóknaraðila að héraðsdómari hafi leyst úr málsástæðum í málinu nr. E - 3211/2019 með þeim hætti að talið verði að afstaða dómarans til málatilbúnaðarins hafi verið ómálefnaleg eða á annan hátt til þess fallin að draga megi óhlutdrægni hans með réttu í efa í máli þessu. 11 Ákvæði 33. gr. laga nr. 50/2016 er ekki afdráttarlaust um að tilviljun skuli ráða úthlutun máls, heldur er við það miðað að eftir föngum skuli leitast við að haga málum með þeim hætti. Ekki verður s éð að úthlutun málsins hafi verið reist á ómálefnalegum forsendum. 12 Í ljósi framangreinds er hafnað þeim málatilbúnaði sóknaraðila að brotið hafi verið gegn rétti hennar samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög 62/ 1994. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. 13 Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 4 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. maí 2020 Mál þetta var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu bi rtri 6. nóvember 2019 og tekið til úrskurðar 4. maí sl. um þá kröfu stefnanda að dómari málsins, Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari, víki sæti í málinu. Stefnandi er A , , Reykjavík, og stefndu eru íslenska ríkið og ríkissaksóknari. Krafan var sett fr am með bókun á dskj. 94 í þinghaldi 4. maí sl. Stefnandi taldi ekki þörf á sérstökum málflutningi heldur vísaði til bókunarinnar. Lögmaður stefndu lýstir því yfir að hann teldi ekki tilefni til að verða við kröfu þeirri sem fram kemur í bókunni en gerði ek ki athugasemdir að öðru leyti. Stefnandi byggir kröfu sína annars vegar á því að dómari málsins hafi hinn 26. mars sl. kveðið upp dóm í máli nr. E - 3211/2019: B gegn íslenska ríkinu. Hluti skýrslu innanríkisráðuneytisins um frá 21. mars 2013 var lagður fram sem sönnunargagn. Stefnandi kveðst byggja málatilbúnað sinn á þessari sömu skýrslu. Í máli B hafi dómari hafnað því að byggt yrði á skýrslunni. Því liggi fyrir afstaða dómarans til þessa sönnunargagns. Af því leiði að úrs lit málsins séu ráðin áður en málið sé flutt og dómtekið og með vísan til g - liðar 5. gr. laga um meðferð einkamála sé dómarinn vanhæf til að fara með mál þetta. Samkvæmt 1. mgr. 114. gr. laga um meðferð einkamála skal dómari í forsendum dóms greina rökstud da niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði. Á sömu sönnunaratriði getur reynt í fleiri en einu máli. Það að dómari taki afstöðu í einu máli til sönnunaratriðis eða sönnunargagns gerir hann ekki vanhæfan til að taka rökstudda afstöðu til sömu atriða eða gagna í öðru máli. Til hliðsjónar er til dæmis bent á dóma Hæstaréttar í málum nr. 49/2002 og nr. 714/2013 en í þeim var ekki fallist á vanhæfi dómara við þær aðstæður að dómar voru ómerktir og sami dómari tók málin aftur til meðferðar og uppsögu dóms að n ýju. Í hinum ómerkta dómi hafði dómarinn þó tekið afstöðu til sönnunargagna málsins. Í annan stað telur stefnandi dómara vanhæfa til að fara með málið með því að dómari taldi málflutning lögmannsins aðfinnsluverðan í dómi í máli nr. E - 3211/2019, en þar se Slíkar aðfinnslur dómara í einu máli gera dómara ekki vanhæfan í öðru málum er dómarinn hefur til meðferðar og lögmaðurinn a nnast. Hugleiðingar stefnanda um að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem séu til þess fallnar að draga óhlutdrægni dómara í efa eiga ekki við nein rök að styðjast og er kröfu stefnanda hafnað. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu stefnanda um að Sigrún Guðmundsdóttir víki sæti í málinu.