LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. nóvember 2019. Mál nr. 290/2019 : A og B ( Flosi Hrafn Sigurðsson lögmaður ) gegn b arnaverndarnefnd Reykjavíkur ( Ebba Schram lögmaður , Eyþóra Kristín Geirsdóttir lögmaður, 1. prófmál ) Lykilorð Börn. Forsjársvipting. Gjafsókn. Útdráttur BR krafðist þess að A og B yrðu svipt forsjá dóttur þeirra C á grundvelli a - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Meðal gagna málsins voru skýrslur talsmanna C, lögregluskýrslur vegna aksturs A og B undir áhrifum fík niefna, niðurstöður vímuefnaprófa sem þau hafa undirgengist á undanförnum árum og álitsgerð frá mars 2016 um hæfni þeirra til að fara með forsjá dóttur sinnar . Í álitsgerðinni kom fram að A og B skorti hæfni til að sinna forsjárskyldum sínum og að þau ættu bæði við langvarandi vímuefnavanda að etja. Landsréttur taldi að ekkert hefði komið fram í málinu sem gæfi til kynna að breytingar hefðu orðið á aðstæðum þeirra sem gætu raskað grundvelli álitsgerðarinnar. Var krafa BR því tekin til greina. Dómur Landsrét tar Mál þetta dæma landsréttardóm arinn Oddný Mjöll Arnardóttir, Eggert Óskarsson, settur landsréttardómari, og Ragna Ólafsdóttir sálfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýj endur s k ut u málinu til Landsréttar 24. apríl 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. apríl 2019 í málinu nr. E - [...] /2017 . 2 Áfrýjendur krefjast sýknu af kröfu stefnda um sviptingu forsjár barnsins C sem fædd er [...] . Þá krefjast þau málskostnaðar eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. 4 Mál þetta var höfðað í desember 2017. Í þinghaldi 8. janúar 2018 lögðu áfrýjendur fram beiðni um dómkvaðningu matsmanns til að leggja mat á forsjárhæfni áfrýjenda. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 2. mars 2018 var þeirri beiðni hafnað. 2 Úr skurðinum var skotið til Landsréttar, sem í úrskurði sínum 22. mars 2018 í máli nr. [...] /2018 staðfesti hann. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 9. maí 2018 var fallist á kröfu stefnda um að áfrýjendur yrðu svipt forsjá dóttur sinnar og var sá dómur staðfest ur með dómi Landsréttar 21. september 2017 í máli nr. [...] /2018. Málinu var skotið til Hæstaréttar sem ómerkti héraðsdóm og vísaði málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar þar sem sú ákvörðun héraðsdómara að kveðja til tvo sálfræðinga til að skipa dóm í málinu með sér var talin í andstöðu við 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Aðalmeðferð fór fram í héraði á ný 2. apríl 2019 og sátu tveir embættisdómarar og einn sérfróður meðdómsmaður í dómi. Sem fyrr greinir gekk dómur í héraði 10. a príl 2019. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Líkt og greinir í hinum áfrýjaða dómi hófust afskipti stefnda af málefnum áfrýjenda og dóttur þeirra á árinu 2012 í kjölfar tilkynningar um vanrækslu stúlkunnar. Meðal gagna málsins er vel á þriðja tug tilkynninga til barnaverndaryfirvalda, á tímabilinu fr á júní 2012 til janúar 2018, þar sem lýst er margs konar áhyggjum af velferð barnsins í umsjá áfrýjenda. 6 Í máli þessu hafa verið gerðar alls átta áætlanir um meðferð máls samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem kveðið hefur verið á um ýmsar stuðningsaðgerðir í þágu áfrýjenda og dóttur þeirra, svo sem eftirlit og ráðgjöf á heimili þeirra, [...] í því skyni að leiðbeina áfrýjendum í uppeldishlutverki þeirra, fjölskyldumeðferð, sálfræðiviðtöl, vímuefnapróf og samstarf við ýmsa þjónustuaðila. 7 Dó ttir áfrýjenda var með samþykki þeirra vistuð á [...] frá 9. febrúar til 9. apríl 2016. Stefndi krafðist þess síðar fyrir dómi að vistun utan heimilis yrði framlengd til 12. október 2016 og féllust áfrýjendur á þá kröfu með dómsátt 5. júlí sama ár. Hafði s túlkan þá frá apríl 2016 verið vistuð hjá [...] . Áfrýjendur samþykktu síðar einnig áframhaldandi vistun hennar til 12. apríl 2017. Í mars 2017 lögðu starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur til að áfrýjendur afsöluðu sér eða yrðu svipt forsjá dóttur sinnar en s tefndi taldi rétt að gefa þeim lokatækifæri til að nýta sér stuðning, efla uppeldishæfni sína og halda vímuefnabindindi. Taldi stefndi því rétt að dóttir áfrýjenda yrði vistuð tímabundið utan heimilis í allt að sex mánuði til viðbótar og samþykktu áfrýjend ur þá ráðstöfun. Við lok þess vistunartíma í október 2017 samþykktu áfrýjendur ekki frekari vistun dóttur sinnar utan heimilis og úrskurðaði stefndi þá um vistun hennar til tveggja mánaða frá 12. október 2017 að telja. Mál þetta var höfðað í kjölfarið í de sember 2017. Á framangreindu tímabili mældust vímuefnapróf áfrýjenda, einkum móður, ítrekað jákvæð fyrir fíkniefnum. 8 Í á litsgerð D sálfræðings, 31. mars 2016, vegna mats á forsjárhæfni áfrýjenda kemur fram að forsjárhæfni móður sé verulega skert og að fors járhæfni föður sé skert. Forsaga móður endurspegli langvarandi og verulega hamlandi [...] . Þá eigi hún langa sögu um fíkniefnamisnotkun og hafi endurtekið mælst jákvæð fyrir neyslu slíkra efna þótt hún neiti neysluvanda. Hún hafi skert innsæi gagnvart eigi n vanda og 3 einkennamynd hennar gefi til kynna [...] . Þá mælist [...] . Framangreindir veikleikar hafi áhrif á tengslahæfni hennar en tengslin við barnið virðist einkennast af óstöðugleika þar sem móðir sveiflist milli þess að vera eftirlátssöm og reyna að s etja óskýr mörk. Þá virðist hún hafa átt erfitt með að gera aldurssvarandi kröfur til barnsins. Styrkleikar hennar séu umhyggja fyrir dóttur sinni og náin og ástrík tengsl við hana en veikleikar séu neysluvandi og framangreindir persónuleikaþættir sem rýri forsjárhæfni hennar. Varðandi föður greinir að hann hafi glímt við langvarandi erfiðleika tengda [...] . Þá hafi hann sögu um fíkniefnaneyslu og þótt hann neiti nú neyslu bendi upplýsingar matsmannsins til annars. Ábendingar séu til staðar um [...] sem rýr i foreldrafærni og tengslagetu en hann búi þó yfir [...] . Veikleikar hans séu tengdir framangreindum [...] sem rýri forsjárhæfni en styrkleikar góð greind og ágætt innsæi í þarfir dóttur þótt hann hafi ekki megnað að skapa henni viðunandi aðstæður í verki. Í álitsgerðinni kemur enn fremur fram að matsmaðurinn telur blasa við að foreldrar þurfi að leita sér meðferðar við fíknivanda sínum. Þá telur hann í ljósi langvarandi vanda og takmarkaðra framfara að velferð og þroska dóttur áfrýjenda sé best borgið með vistun utan heimilis til lengri tíma þar til þau geti sýnt fram á stöðugleika og bættar aðstæður. Sálfræðingurinn staðfesti matsgerð sína fyrir héraðsdómi. 9 Áfrýjendur samþykktu 30. mars 2017 að undirgangast nýtt forsjárhæfni s mat. Framangreindur sálfræðin gur var fenginn til verksins en staðfesti fyrir dómi að ekkert hefði orðið úr matinu þar sem hann hefði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ekki fengið áfrýjendur til samstarfs. Þá bar hann að hann teldi það frumforsendu þess að áfrýjendur gætu farið með forsj á dóttur sinnar að þau hættu vímuefnaneyslu og sýndu fram á stöðugleika í þeim efnum til lengri tíma. 10 Fyrir tilstilli barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var móðir í janúar 2018 lögð inn á bráðamóttöku geðsviðs Landspítala í 72 tíma vegna gruns um virkan fí knivanda á meðgöngu. Við vímuefnaleit mældist amfetamín í þvagi. Við útskrift samþykkti hún að koma reglulega í vímuefnapróf. Voru slík próf gerð 22. janúar og 9. febrúar 2018 , og mældist hún þá án vímuefna , en af gögnum málsins verður ráðið að annars hafi hún ekki verið til samstarfs um að taka vímuefnapróf, hvorki á geðdeild né í mæðraeftirliti. 11 Áfrýjendum fæddist sonur [...] . Var hæfni þeirra til að fara með forsjá hans metin af H sálfræðingi, sem skilaði álitsgerð 16. september 2018. Niðurstaða hennar var að og reglu og vera va H staðfesti matsgerðina fyrir héraðs dómi . Hún bar meðal annars að hún teldi áfrýjendur eiga við mjög alv a rlegan fíknivanda að stríða og að við þær aðstæður væru þau í raun ófær um að fara með forsjá hvaða barns sem væ ri . 4 12 Samkvæmt gögnum málsins lagðist móðir inn á Sjúkrahúsið Vog til meðferðar frá 20. til 29. september 2018 og faðir frá 8. til 16. október sama ár en hvorugt þeirra nýtti sér eftirmeðferð á göngudeild líkt og fyrirhugað hafði verið. 13 Í héraði gaf skýrsl u G , félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur, sem bar um að hafa unnið að máli áfrýjenda og dóttur þeirra frá október 2017. Hún staðfesti að áfrýjendur hefðu verið staðin að neyslu sumarið 2018 og að umgengni þeirra við dóttur sína hefði þá fallið niður. Þegar umgengni hefði átt að hefjast að nýju í nóvember það ár hefði borist tilkynning um að faðir hefði mælst undir áhrifum fíkniefna nóttina áður en umgengnin átti að eiga sér stað. Þá hafi vímuefnapróf verið gert að skilyrði fyrir áframhaldandi umgengni en áfrýjendur ekki verið til samstarfs um að undirgangast þau og hefði skipulögð umgengni því fallið niður á ný. Þá staðfesti hún að sonur áfrýjenda væri kominn í varanlegt fóstur [...] . 14 Á tímabilinu frá ágúst 2018 til uppkvaðningar hins áfrýjaða dóms va r faðir fjórum sinnum staðinn að akstri undir áhrifum fíkniefna og móðir tvisvar sinnum. Fyrir Landsrétti hafa verið lögð fram gögn sem staðfesta að faðir var auk þess staðinn að akstri undir áhrifum fíkniefna í ágúst 2019 og móðir í maí sama ár. 15 I , félag sráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur, tók við máli áfrýjenda og dóttur þeirra í janúar 2019. Fyrir héraðsdómi bar hún að hún hefði hvatt áfrýjendur til að sækja um umgengni við dóttur sína en þau hvorki svarað símtölum né tölvuskeytum. Fyrir Landsrétti haf a verið lögð fram ný gögn sem staðfesta að áfrýjendur mættu loks til viðtals um umgengni við dóttur sína í ágúst 2019 og óskuðu þá eftir því að úrskurðað yrði um umgengnina . 16 Dóttur áfrýjenda var skipaður talsmaður við meðferð málsins hjá stefnda, sbr. 46. gr. barnaverndarlaga. Í málinu liggja fyrir alls fimm skýrslur talsmanna sem unnar voru á tímabilinu frá 8. apríl 2016 til 10. mars 2019. Þar kemur fram að hún uni hag sínum vel hjá [...] og sé jákvæð gagnvart búsetu þar en jafnframt að hún vilji búa hjá f oreldrum sínum. Þá lýsir hún vilja til umgengni við þau. Í skýrslu talsmanns 17. september 2017 kemur fram að hún vilji hjálpa foreldrum sínum og taka stjórn á ákveðnum þáttum heimilishalds þeirra. Fyrir Landsrétti var lögð fram ný skýrsla talsmanns 14. ok tóber 2019 þar sem dóttir áfrýjenda lýsir sömu afstöðu til búsetu og þeim. Niður staða 17 Í málinu liggur fyrir ítarleg álitsgerð sálfræðings frá 31. mars 2016 þar sem lagt var mat á forsjárhæfni áfrýjenda með tilliti til andlegrar heilsu þeirra, greindar, helstu persónueinkenna og hæfni til tengsla. Auk þess er þar að finna greiningu á styrkleikum og veikleikum áfrýjenda í uppeldislegu tilliti, getu þeirra til að annast og hafa innsýn í þarfir dóttur sinnar og mat á því hvort velferð hennar sé tryggð við þau 5 uppeldisskilyrði sem þau geta veitt henni. Loks er þar vikið að hæfni og getu þe irra til að nýta sér meðferð og stuðningsúrræði og bent á hvaða úrræði gætu nýst þeim best. 18 Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 2. mars 2018 var hafnað beiðni áfrýjenda um dómkvaðningu matsmanns til að leggja mat á forsjárhæfni þeirra að nýju. Úrskurðinum var skotið til Landsréttar, sem í úrskurði sínum 22. mars 2018 í máli nr. [...] /2018 byggði á því að í málinu lægju fyrir ýmis gögn um félagslegar aðstæður áfrýjenda og samskipti þeirra við barnaverndaryfirvöld frá apríl 2016 til janúar 2018 sem gæfu ekki til kynna að neinar breytingar hefðu orðið á aðstæðum þeirra sem raskað gætu grundvelli fyrrgreindrar álitsgerðar. Þá hefðu áfrýjendur ekki sinnt ítrekuðum boðunum sálfræðings á árinu 2017 vegna fyrirhugaðs endurmats . Var úrskurður héraðsdóms því staðfestur með vísan til 3. mgr. 46. gr. og 1. mgr. 124. gr. laga nr. 91/1991. 19 Í málinu liggja nú fyrir ýmis gögn um hagi áfrýjenda og dóttur þeirra á tímabilinu frá janúar 2018 til október 2019 og er þeim nánar lýst í efnisg reinum 10 til 16 hér að framan. Sem fyrr benda þau ekki til þess að neinar breytingar hafi orðið á högum áfrýjenda sem raskað geti grundvelli framangreindrar matsgerðar um hæfni áfrýjenda til að fara með forsjá dóttur sinnar. Verður því ekki fallist á þá m álsástæðu áfrýjenda að málið hafi ekki verið nægilega rannsakað í skilningi 1. mgr. 41. gr., sbr. 56. gr. barnaverndarlaga og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. 20 Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 21 Málskostnaður fyrir Landsrétti verður ekki dæmdur en um gjafsóknarkostnað áfrýjenda fer eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjen da, A og B , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns þeirra, Flosa Hrafns Sigurðssonar, 748.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. apríl 2019 I. Mál þetta var höfðað 13. desember 2017 og dómtekið 2. apríl sl. Það sætir flýtimeðferð samkvæmt 53. gr. b í barnaverndarlögum nr. 80/2002, sbr. 123. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi er Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, Ráðhúsi Reykjavíkur. 6 Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu v vistuð á heimili á vegum stefnanda. Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefndu málskostnað auk virðisaukaskatts, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Dóm ur var kveðinn upp í héraði í máli þessu 9. maí 2018 og var sá dómur staðfestur með dómi Landsréttar 21. september sama ár, en með dómi Hæstaréttar Íslands 27. febrúar sl. í málinu nr. 26/2018 var dómurinn ómerktur og málinu vísað heim til munnlegs málflut nings og dómsálagningar að nýju. II. Með úrskurði 12. október 2017 var ákveðið af hálfu stefnanda að dóttir stefndu yrði vistuð á heimili á vegum stefnand a í tvo mánuði frá þeim degi að telja á grundvelli b - liðar 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í framhaldi af því var þess krafist fyrir dómi að stefndu yrðu svipt forsjá dóttur sinnar. Samkvæmt gögnum málsins hefur stefnandi haft málefni barna stefndu til meðferðar allt frá árinu 2012 . Á því tímabili hafa borist um 20 tilkynningar til barnaverndaryfirvalda frá almennum borgurum, ættingja, lögreglu, þjónustumiðstöð, leikskóla og síðar skóla, þar sem greint hefur verið frá vanrækslu telpunnar, ofb eldi milli foreldra og vímuefnaneyslu þeirra . Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur á bakvakt hafa einnig verið kallaðir til í a.m.k. fimm skipti vegna gruns um, og staðfestrar, vímuefnaneyslu varnaraðila og ofbeldis milli þeirra. Í málinu liggur fyrir fors járhæfnismat D sálfræðings 31. mars 2016, sem aflað var af Barnavernd Reykjavíkur. Niðurstaða þess var sú að forsjárhæfni móður væri verulega skert og forsjárhæfni föður skert. Mælti matsmaður með því að telpan yrði vistuð utan heimilis stefndu í það minns ta í eitt ár á meðan stefndu reyndu til þrautar að bæta stöðu sína. Jafnframt kom fram hjá matsmanninum að hann teldi ólíklegt í ljósi sögunnar að stefndu myndu nýta sér frekari stuðningsúrræði leituðu þau sér ekki fíknimeðferðar. Á fundi stefnanda 12. apr íl 2016 var rætt um að aðstæður telpunnar væru óviðunandi hjá stefndu og talið nauðsynlegt að hún yrði vistuð utan heimilis stefndu til að tryggja öryggi hennar og velferð. Stefndu voru ekki reiðubúin til að samþykkja langa vistun telpunnar utan heimilis o g 20. apríl 2016 úrskurðaði stefnandi að hún skyldi vistuð utan heimilis í tvo mánuði frá og með 20. apríl 2016 með heimild í b - lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Málið var lagt fyrir fund stefnanda 11. október 2016 með tillögu um áframhalda ndi vistun utan heimilis í sex mánuði. Stefndu samþykktu áframhaldandi vistun og gerð var meðferðaráætlun með stefndu um vímuefnameðferð og eftirfylgd . Á tímabili vistunar frá október 2016 til apríl 2017 mældust vímuefnapróf stefndu, móður, ítrekað jákvæð fyrir amfetamíni. Þá mældist stefndi, faðir, tvisvar jákvæður fyrir amfetamíni . Ágreiningslaust er þó að stefndu hafi á þessu tímabili sótt vel sálfræðiviðtöl sem þeim stóðu til boða. Í kjölfar fundar stefnanda 28. mars 2017 undirrituðu stefndu yfirlýsingu , sem dagsett er 31. mars 2017, skv. 23. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Á tímabili meðferðaráætlunar virðast stefndu hafa vanrækt að skila vímuefnapróf i vímuefnapróf og samþykkti stefndi, faðir, það og mældist hreinn á öllum kvörðum í bæði skiptin. Þá samþykkti stefnda, móðir, einu sinni að taka vímuefnapróf og mældist þá jákvæð fyrir amfetamíni, sem hún neitaði að hafa notað . Í framlagðri bókun af fundi starfsmanna stefnanda 14. júní 2018 kemur meðal annars fram að tilkynning hafi borist, lyfjanotkun stefndu A á meðgöngu. Einnig er í bókun þessari greint frá því að A hafi ekki verið til fullrar samvinnu um að skila þvagprufu og að hún hafi mælst jákvæð fyrir amfetamíni 14. júní 2018. Telpan mun hafa verið í viðtölum hjá sálfræðingi Barnaverndar Reykjavíkur og hefur hún greint frá því að henni líði vel hjá foreldra sína. Þetta kemur einnig fram í talsmannsskýrslu 20. september 2017. Við aðalmeðferð málsins uk þess sem hún greindi frá því að hún teldi að barnið væri í góðu jafnvægi í dag. 7 III. Stefnandi byggir kröfu sína um forsjársviptingu á því að ákvæði a - og d - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 séu uppfyllt í máli þessu. Það er mat stefnanda, með hliðsjón af gögnum málsins og forsögu, að fullvíst sé að líkamlegri og andlegri heilsu telpunnar sé hætta búin fari stefndu með forsjá hennar. Stefnandi telur að stuðningsaðgerðir á grundvelli laganna dugi ekki til að tryggja öryggi telpunna r og fullnægjandi uppeldisskilyrði til frambúðar á heimili stefndu. Þá telur stefnandi að gögn málsins sýni, svo ekki verði um villst, að daglegri umönnun telpunnar verði stefnt í verulega hættu, fari stefndu með forsjá hennar. Heilsu og þroska telpunnar s é sömuleiðis hætta búin fari stefndu með forsjána eins og málum er háttað. Með hagsmuni telpunnar að leiðarljósi telur stefnandi að mikilvægt sé að finna henni framtíðarheimili og umönnunaraðila þar sem öryggi hennar og þroskavænlegar uppeldisaðstæður séu tryggðar. Telpan dvelji nú á heimili fósturforeldra þar sem vel sé hlúð að henni og réttur hennar til viðunandi uppeldis og umönnunar sé tryggður, auk þess sem öryggi hennar verði tryggt. Með vísan til alls þessa er það mat stefnanda að það þjóni hagsmunum telpunnar best að þeim stöðugleika sem kominn er á verði ekki raskað, enda sé það í fullu samræmi við meginreglu barnaverndarlaga, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna, um að barnaverndarstarf skuli stuðla að því að stöðugleiki ríki í uppvexti barna. Krafa stefnan da byggir á því að of mikil og óforsvaranleg áhætta felist í því að láta stefndu fara með forsjá dóttur sinnar. Að mati stefnanda hefur verið leitast við að eiga eins góða samvinnu við stefndu um málið og aðstæður hafa leyft. Þá hefur verið leitast við að beita eins vægum úrræðum gagnvart stefndu og unnt hefur verið hverju sinni. Stefnandi telur stuðningsaðgerðir fullreyndar í því skyni að bæta forsjárhæfni stefndu. Önnur barnaverndarúrræði en forsjársvipting séu því ekki tæk nú, en brýna nauðsyn beri til a ð skapa telpunni til frambúðar það öryggi og umönnun sem hún eigi rétt á að búa við lögum samkvæmt. Geti þau stuðningsúrræði sem stefnandi hafi yfir að ráða ekki megnað að skapa telpunni þau uppeldisskilyrði sem hún eigi skýlausan rétt til hjá stefndu. Að mati stefnanda hafi vægustu ráðstöfunum ávallt verið beitt til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt og sé krafa stefnanda sett fram samkvæmt fortakslausu ákvæði 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Meðalhófsreglunnar hafi verið gætt í hvívetna vi ð meðferð málsins og ekki gripið til viðurhlutameiri úrræða en nauðsynlegt hafi verið. Stefnandi vísar til þess að það séu frumréttindi barna að búa við stöðugleika í uppvexti og þroskavænleg skilyrði. Það sé almenn skylda foreldra, sem lögfest sé í 2. mgr . 1. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, að sýna börnum virðingu og umhyggju, auk þess sem óheimilt sé með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Forsjárréttur foreldra takmarkist af þeim mannréttindum barna að njóta forsvaranlegra uppe ldisskilyrða. Þegar hagsmunir foreldris og barns vegast á, séu hagsmunir barnsins, hvað því er fyrir bestu, þyngri á vogarskálunum. Þessi regla sé grundvallarregla í íslenskum barnarétti og komi einnig fram í þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland er aðili a ð. Hinu opinbera sé og skylt að veita börnum vernd, svo sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, barnaverndarlögum nr. 80/2002 og ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Þá eigi reglan sér einnig stoð í 2. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og í Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sbr. lög nr. 10/1979. Með skírskotun til alls framanritaðs, meginreglna í barnaverndarrétti, sbr. 4. gr. barnavern darlaga, og gagna málsins, gerir stefnandi þá kröfu að A og B verði svipt forræði dóttur sinnar, C, sbr. a - og d - lið 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, enda muni önnur og vægari úrræði ekki skila tilætluðum árangri. IV. Varnir sínar byggja stef ndu á því að skilyrði 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 séu ekki uppfyllt í máli þessu. Umönnun, uppeldi og samskiptum stefndu við dóttur sína sé ekki alvarlega ábótavant, sbr. a - lið 29. gr. laganna. Barnið hafi verið í fóstri nú í nokkurn tíma og stefn du hafi því ekki séð um daglega umönnun hennar á meðan. Stefndu telji í fyrsta lagi að þótt hugsanlega hafi verið einhverjir vankantar á forsjárhæfni þeirra og uppeldisskilyrðum stúlkunnar áður en hún var vistuð utan heimilis, þá hafi þeir 8 vankantar aldrei verið nægilega miklir til þess að réttlæta að að svipta þau forsjá barnsins. Í öðru lagi telja stefndu að þau hafi nú þegar bætt forsjárhæfni sína og uppeldisskilyrði telpunnar umtalsvert. Vísa þau í því sambandi til matsgerðar D sálfræðings frá 31. mars 2016 en lýsa sig þó ósammála mati D að því er varðar þá þætti sem þar er talið að betur mættu fara í uppeldi stefndu. Stefndu telja að við mat á því hvort umönnun, uppeldi og samskiptum þeirra við dóttur sína sé ábótavant verði að líta til breyttra aðstæðn a hjá þeim nú. Í því skyni beri að líta til þess að aðstæður stefndu hafi batnað verulega og þau hafa bæði sinnt sálfræðimeðferð til þess að takast á við þau persónulegu vandamál sem þau, hvort fyrir sig, hafi glímt við undanfarin ár. Þá hafi stefnda A ein nig mætt í viðtal hjá og hvatningu. St efndu telji sig hafa styrkt forsjárhæfni sína umtalsvert frá því að forsjárhæfnismatið var unnið. Stefndu séu öll af vilja gerð til þess að bæta forsjárhæfni sína enn frekar og telja sig hafa sýnt þann vilja í verki. Í greinargerð félagsráðgjafa vegna fjöl skyldumeðferðar 8. júní 2017, sem unnin var eftir að umrætt forsjárhæfnismat var gert, komi fram að stefndu hafi bætt ráð sitt að nokkru leyti, en þar segir að: Þau hafi bætt samskipti sín á milli þegar C er í heimsókn og orðin meðvitaðri um mikilvægi og tilgang þess að setja mörk og reglufesti í lífi fjölskyldunnar Telja stefndu framangreint vera til marks um vilja sinn og getu til þess að styrkja sig í uppeldishlutverki sínu. Einnig telja þau að nauðsynlegt sé að taka tillit til vilja þeirra til þess a ð bæta ráð sitt, sem þau hafi meðal annars sýnt með því að mæta í viðtöl í fjölskyldumeðferð, en í umræddri greinargerð komi fram að þau hafi bæði mætt vel í öll viðtöl, að þau óski eftir áframhaldandi viðtölum og að viðtölin hafi nýst þeim vel og skilað á rangri. Jafnframt komi fram að stefndu séu tilbúin til þess að ræða málefni er varða aðdraganda vistunar stúlkunnar utan heimilis og að þau vilji styrkja sambandið við fósturforeldra hennar. Auk þess að hafa lagt á sig mikla vinnu til þess að bæta forsjárh æfni sína, þá hafi stefndu reynt að sinna umgengni við barnið eins vel og mögulegt sé. Hafi þeim í flestum tilvikum verið treyst til þess að vera með dóttur sína yfir nótt á heimili sínu, án eftirlits, en þau telji það vera til marks um að umönnun þeirra, uppeldi og samskipti við dóttur sína séu, eins og mál standa í dag, góð, og muni verða enn betri þegar á líður þar sem þau séu bæði í virkri vinnu til þess að bæta færni sína að þessu leyti. Stefndu telja að ef grunur væri um að uppeldisskilyrði á heimili þeirra og forsjárhæfni þeirra væri svo verulega skert sem stefnandi haldi fram væri óskiljanlegt að heimil væri eftirlitslaus umgengni við barnið yfir nótt. Stefndu telja að skilyrði d - liðar 1. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002 séu ekki uppfyllt í máli þessu. Stefndu hafna því að vera hrjáð af [...] og einnig hafna stefndu því að eiga við vímuefnavanda að stríða . Líkt og komi fram í forsjárhæfnismati 31. mars 2016 hafi stefndu bæði gengist við því að hafa átt við vímuefnavanda að etja á yngri árum en þau séu bæð i hætt allri neyslu . A hafi farið í meðferð árið B hætt neyslu árið áður að jafnvel þótt niðurstaða prófsins sé rétt eigi það eitt ekki að leiða til þess að hún verði svipt forsjá verði að líta til þess að stefndi B s umrætt ákvæði standi ekki til þess að svipta eigi þau forsjá yfir dóttur sinni. Stefndu gera athugasemdir við meðferð málsins hjá Barnavernd Reykjavíkur. Það sé grundvallarregla í barna rétti að hafa beri hag barns í fyrirrúmi við úrlausn hvers máls. Til þess að hægt sé að komast að því hvað sé best hverju sinni sé mikilvægt að barnaverndaryfirvöld sinni rannsóknarskyldu sinni. Á Barnavernd Reykjavíkur og þar með stefnanda hvíli skylda sa mkvæmt 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 56. gr. laga nr. 80/2002 og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 til að sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en tekin er ákvörðun í því. Stefndu telja að stjórnvaldið hafi ekki sinnt þessari skyldu sinni áður en s tarfsmenn barnaverndar ákváðu að leggja til forsjársviptingu skv. 29. gr. laga nr. 80/2002. Stefndu telja fjölmörg atriði ekki hafa verið könnuð til hlítar. Í fyrsta lagi hefði átt að kanna forsjárhæfni stefndu og 9 heimilisaðstæður á ný áður en lagt yrði ti l að svipta stefndu forsjá, enda sé eldra forsjárhæfnismat orðið svo gamalt að ekki sé unnt að leggja það til grundvallar í máli þessu. Þá telja stefndu einnig að kanna hefði telja að stefnanda hafi borið skylda til að vinna nýtt forsjárhæfnismat og vísa þeim staðhæfingum stefnanda á bug að ekki hafi verið hægt að ná í þau til þess að gera nýtt mat. Telja stefndu að stefnendur hafi ekki lagt fram nein gögn til sönnunar þeirri staðhæfingu. Þá telja stefndu að stefnandi hafi ekki rannsakað nægilega hvort vægari úrræði gætu dugað til þess að ná markmiði þeirra og einnig hafi hann látið hjá líða að kanna hvaða áhrif forsjársvipting kunni að hafa á líf stúlkunnar. Í máli þessu verði einnig að líta til meðalhófsreglu, en stefnandi sé bundinn af meðalhófsreglu 7. mgr. 4. gr. laga nr. 80/2002 og 12. gr. laga nr. 37/1993, sbr. 38. gr. laga nr. 80/2002. Í því felist að barnaverndaryfirvöld skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmæ tu markmiði, sem að er stefnt, verði ekki náð með öðru og vægara móti. Ekki skuli heldur beita íþyngjandi úrræðum lengur en nauðsynlegt sé. Stefndu telja að forsjársvipting geti ekki með nokkru móti samræmst meðalhófsreglunni, þar sem ekki sé nauðsynlegt a ð beita svo íþyngjandi úrræði. Þá telja stefndu að krafa stefnanda um forsjársviptingu gangi gegn markmiði barnaverndarlaga í 2. gr. þeirra laga, en þar komi fram að markmið þeirra sé m.a. að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og verði með engu m óti fallist á að forsjársvipting stuðli að því markmiði. Stefndu telja að meðalhófsreglan leggi þær skyldur á barnaverndaryfirvöld að reyna að finna aðrar leiðir til þess að tryggja uppeldisaðstæður dóttur þeirra. Þau telja rétta málsmeðferð í þessu máli v era þá að veita þeim aðstoð við að bæta tengsl þeirra og barnsins og hjálp til þess að geta verið meira með barnið á heimilinu. Stefndu telja að það hefði samræmst mun betur meðalhófsreglunni ef leitast hefði verið við að styðja þau betur í uppeldishlutver kinu í stað þess að svipta þau forsjá yfir dóttur sinni. Stefndu vekja í því skyni sérstaka athygli á því að þau vilji eftir fremsta megni vinna með barnaverndaryfirvöldum og þiggja frá þeim stuðningsúrræði til að bæta stöðu sína. Telja stefndu það því sam ræmast mun betur hag fjölskyldunnar ef dóttir þeirra yrði vistuð utan heimilis á meðan barnavernd styddi þau í þeirri endurhæfingu sem þau hafi nú þegar hafið með sálfræðiviðtölum og, þegar endurhæfing þeirra yrði lengra komin, að barnaverndaryfirvöld veit tu fjölskyldunni í heild stuðning til þess að auka umgengni og koma fjölskyldulífinu í fastar skorður. Stefndu telja það samræmast mun betur meðalhófssjónarmiðum að kanna hvort það fyrirkomulag sem þau leggja til komi sér betur fyrir stúlkuna. Það sé barna verndaryfirvöldum í lófa lagið að aðstoða þau við að koma fjölskyldulífinu í rétt horf áður en svo íþyngjandi ákvörðun verði tekin, enda hafi barnaverndarnefnd alla möguleika á að fylgjast náið með framvindu mála og, ef þörf er á, að krefjast forsjársvipti ngar síðar. Að öðru leyti byggja stefndu á því að hér sem endranær beri að hafa að leiðarljósi það sem sé stúlkunni fyrir bestu, en samkvæmt 1. mgr. 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013, skuli það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir og dómstólar gera ráðstafanir sem varða börn. Einnig skuli hagsmunir barna ávallt hafðir í fyrirrúmi skv. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 80/2002. Við blasi að um mjög íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sé að ræða f yrir stefndu og dóttur þeirra. Umrædd ákvörðun feli í sér verulegt inngrip í réttindi þeirra, auk þess sem hún hafi mjög afgerandi áhrif á líf stúlkunnar. Stefndu telja að krafa stefnanda gangi gegn hagsmunum dóttur þeirra og að það sé henni fyrir bestu að stefndu hafi áfram forsjá, ásamt því að hún hafi reglulega umgengni við móður sína og föður, án eftirlits barnaverndaryfirvalda. Stefndu skírskota til þess að það sé grundvallaratriði í barnaverndarmálum að taka beri tillit til vilja barns, eftir því sem unnt er, sbr. 2. mgr. 4. gr., 2. mgr. 46. gr. og 2. mgr. 64. gr. a í lögum nr. 80/2002 og 12. gr. laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barsins nr. 19/2013. Einnig hafi tengsl barns við foreldra almennt umtalsvert vægi við úrlausn barnaverndarmála . Í máli þessu hafi barnaverndaryfirvöld uppfyllt þá skyldu sína að kanna vilja barnsins. Hins vegar telja stefndu að barnaverndaryfirvöld hafi vanrækt að taka réttmætt tillit til skoðana stúlkunnar, þó að hún sé nú á [...] ári. Það sé skýr og eindreginn v ilji barnsins er um ræðir að búa hjá stefndu, foreldrum sínum. Í talsmannsskýrslu C 14. mars 2017 komi vilji stúlkunnar skýrt fram. Talsmaður hafi metið það 10 stúlkunnar til þess að vera hjá foreldrum sínum hafi eingöngu styrkst frá því að hann var kannaður þann 8. október 2016, þrátt fyrir vistun utan heimilis. Stefndu telja að tengsl þeirra við dóttur sína séu sterk og að það beri að hafa að leiðarljósi við ú rlausn málsins. Vísa þau í því samhengi bæði til matsgerðar D og til greinargerðar félagsráðgjafa vegna fjölskyldumeðferðar frá 8. júní 2017. Ljóst sé að dóttir stefndu sé verulega tengd foreldrum sínum og svipting forsjár muni slíta í sundur böndin milli þeirra. Stefndu telja að slík tengslarof kunni að verða stúlkunni skaðleg til lengri tíma. Telja stefndu að nú þegar megi greina merki um vanlíðan hjá dóttur þeirra vegna núverandi ástands. Í dagáli 16. mars 2017 komi fram að telpan sýni vanlíðan og einnig telja stefndu sína. V. Af gögnum málsins má ráða að málefni barnsins sem hér um ræðir hafa nær stöðugt verið til meðferðar hjá stefnanda frá árin u 2012 . Fjölmargar tilkynningar sem borist hafa barnaverndaryfirvöldum á þessu tímabili bera vott um það að aðstæður barnsins í umsjá stefndu hafi verið áhyggjuefni bæði skyldum og óskyldum aðilum. Efni tilkynninga þessara spannar vítt svið, allt frá vímuefnaneyslu foreldra til ofbeldis þeirra á milli, en hinn gegnumgangandi þráður hefur þó verið grunur um vanrækslu barnsins. Stefndu hafa samtals samþykkt átta meðferðaráætlanir en skjöl málsins bera með sér að þeim hafi reynst örðugt að standa við sinn hluta þessara áætlana. Við aðalmeðferð málsins gaf skýrslu E, fyrrverandi félagsráðgjafi, sem mun hafa haft aðkomu að málefnum stefndu um þriggja ára skeið, frá októbermánuði 2014 til október 2017. Staðfesti hún að stefndu hefðu notið margháttaðs stuðning s og að reynt hefði verið að liðsinna þeim á margan hátt og þeim veitt fjölmörg tækifæri til að bæta ráð sitt, en vímuefnaneysla stefndu og innsæisvandi hefðu hamlað árangri. Í álitsgerð D 31. mars 2016 kemur fram í niðurstöðukafla að forsjárhæfni móður sé þessu tagi sögð rýra foreldrahæfni og tengslagetu, auk þess sem líklegt sé að skapgerðarþættir hafi áhrif á meðferðarheldni. Í niðurlagi álitsgerðarinnar kemur fram að bæði stefndu glími við veikleika í skapgerð og persónuleika sem rýri innsæi þeirra í eigin vanda og ábyrgð. Eiginleikar af þessu tagi séu líklegir til að torvelda alla meðferðarvinnu, enda hafi sýnt sig að meðferðarheldni sé slök. Innsæi stefndu og geta ti l að taka á vanda sínum virðist takmörkuð og ólíklegt að þau muni nýta sér frekari stuðningsúrræði í ljósi sögunnar, nema þau sæki meðferð. Í niðurstöðum greindrar álitsgerðar er lagt til að barnið verði vistað utan heimilis til lengri tíma, eða þar til fo reldrar geti sýnt fram á stöðugleika og bættar aðstæður. D kom fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins og staðfesti álitsgerð sína og niðurstöður hennar, þar á meðal um skerta forsjárhæfni stefndu og nauðsyn þess að þau leituðu meðferðar við fíknivanda sínum . Í samantekt álitsgerðar D kemur fram það mat hans að velferð og þroska telpunnar sé best borgið með vistun utan heimilis enda hafa margendurtekin barnaverndarinngrip og úrræði ekki verið til þess fallin að bæta stöðu barnsins í þeirra umsjá. Við skýrslut ökuna staðfesti D að hann hefði síðar verið beðinn um að gera endurmat, en illa hafi gengið að fá móður til samvinnu um það. Varnir stefndu hafa að miklu leyti byggst á því að líta verði til breyttra aðstæðna hjá þeim nú við mat á því hvort umönnun, uppel di og samskiptum þeirra við dóttur sína sé ábótavant. Í því sambandi hefur því verið haldið fram af hálfu stefndu að aðstæður þeirra hafi batnað verulega og þau hafi bæði sinnt sálfræðimeðferð til þess að takast á við þau persónulegu vandamál sem þau, hvor t fyrir sig, hafi glímt við undanfarin ár. barn. Við aðalmeðferð málsins gaf skýrslu G, félagsráðgjafi hjá stefnanda, en meðal gagna málsins eru dagálar, undirrit aðir af henni, þar sem lýst er samskiptum við stefndu og tilraunum til samskipta, en dagálar þessir ná fram í aprílmánuð 2018. Þar kemur meðal annars fram að stefndu hafi ýmist afboðað sig í viðtöl hjá G eða ekki mætt, ekki svarað símtölum og ekki mætt til að hitta dóttur sína C, eins og telpunni hefði þó verið lofað. G staðfesti að F, sonur stefndu, væri nú kominn í varanlegt fóstur [...] , eftir að stefndu höfðu bæði hafið aftur neyslu á síðasta ári. 11 Við aðalmeðferð gaf einnig skýrslu H sálfræðingur sem a ð beiðni stefnanda skilaði sinni staðfesti H matsgerð sína og helstu niðurstöður hennar, sem hún sagði vera þær að stefndu glímdu við mjög alvarlegan fíkni vanda , auk þess sem þau skorti innsæi í þann vanda og þrættu fyrir neyslu sín a. Kvaðst hún telja þau ófær um að fara með forsjá hvaða barns sem er eins og sakir standa. Matsgerð hennar ber annars með sér þá eindregnu niðurstöðu að umfram annað séu það pers ónulegir þættir og fíkniefnamisnotkun stefndu sem hamli þeim í foreldrahlutverki sínu. Með hliðsjón af framangreindum vitnaskýrslum og framlögðum gögnum þykir sýnt að stefndu hafi ekki nýtt sér þann stuðning sem þeim hefur staðið til boða, ekki sýnt viðle itni til samvinnu við barnaverndaryfirvöld og ekki sinnt samskiptum við starfsmenn stefnanda, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir starfsmanna. Af framburðum vitna o g fyrirliggjandi gögnum má ráða að telpunni líði vel hjá fósturforeldrum og betur ef hún nýtur umgengni við foreldra sína. Vísbendingar eru þó um að barnið upplifi hollustuklemmu gagnvart foreldrum sínum og líti jafnvel svo á að hún beri ábyrgð á þeim. Fr á því að meðferðaráætlun var gerð í októbermánuði 2016 hafa stefndu bæði ítrekað mælst jákvæð fyri r amfetamíni. Í skýrslum sínum fyrir dómi við aðalmeðferð málsins 2. apríl sl. greindu stefndu bæði frá því að hafa undirgengist vímuefnameðferð síðastliðið h aust, en jafnframt viðurkenndu þau bæði að hafa neytt vímuefna eftir að meðferð þeirra lauk. Aðspurður kvaðst B ekki hafa sótt neina eftirmeðferð og sömuleiðis staðfesti A að hafa ekki sótt nein meðferðarúrræði eftir að hún neytti síðast vímuefna í janúar 2019 . Við upphaf aðalmeðferðar 2. apríl sl. voru lögð fram skjöl sem bera vott um að blóðsýni sem tekið var úr stefndu A 16. febrúar sl. hafi sýnt jákvæða svörun gagnvart amfetamíni. Þá kemur fram í bréfi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til stefnanda ítrekað verið stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og amfetamín hafi mælst í þvagi hans og blóði. 2017 að telpunni hafi farið mikið fram eftir að vistun hófst og 2017 er umhirða barnsins góð og aðbúnaður góður. Við upphaf aðalmeðferðar voru af hálfu stefnanda lögð fram ýmis ný gögn sem varpa nánara ljósi á hagi telpunnar og stöðu stefndu nú. Gögn þessi bera ekki vott um að stefndu hafi náð tökum á vímuefnavanda sínum né komið á varanlegum stöðugleika í lífi sínu þannig að unnt sé að tala um merkjanlegar framfarir. Gögn málsins bera vott um að þrátt fyrir umfangsmikinn stuðning við stefndu ha fi ekki tekist að koma á stöðugleika í lífi telpunnar í umsjá stefndu, enda hefur lítils stöðugleika gætt í lífi stefndu. Jafnframt bera gögnin vott um að mjög hafi skort á samvinnu stefndu við barnaverndaryfirvöld. Samkvæmt vætti talsmanns barnsins hér fy rir dómi við aðalmeðferð málsins er barnið nú í góðu jafnvægi. Ekki hefur annað Undir rekstri málsins hefur samkvæmt framanskráðu ekkert komið fram sem bendir til þess að stefndu hafi ráðið bót á þeim margháttuðu vandamálum sem kölluðu á afskipti barnaverndaryfirvalda árið 2012 . Með hliðsjón af þessari löngu forsögu, og að teknu tilliti til þess viðamikla stuðnings sem stefndu hafa notið, verður ekki á það fallist með stefndu að meðalhó fs hafi ekki verið gætt né að skort hafi á rannsókn málsins af hálfu stefnanda. Þvert á móti verður talið að eins og högum stefndu er háttað, þ.m.t. fíkniefnaneysla þeirra og innsæisleysi í eigin vanda, sé beiting vægari úrræða telpunni ekki fyrir bestu eins og sakir standa. Ný gögn og skýrslur sálfræðinga og félagsráðgjafa hér fyrir dómi eru til marks um að samskipti við stefndu séu höktandi af ástæðum sem varða hana. Þega r horft er heildstætt á þá samskiptasögu telur dómurinn óhjákvæmilegt að líta svo á að hún beri vott um skort á samstarfsvilja stefndu. Þá hefur heldur ekkert komið fram sem haggar niðurstöðum matsgerðar D frá 2016 um forsjárhæfnismat stefndu. Verður þá ja fnframt að líta til þess að niðurstöður forsjárhæfnismats H frá 16. september 2018 bera að sama brunni og, eins og fram kom í skýrslu hennar fyrir dómi, að forsjárhæfni stefndu sé áfátt hvort sem um ungbarn eða eldra barn er að ræða. 12 Með því að ekkert be ndir til þess að varanlegar breytingar hafi orðið til batnaðar hjá stefndu telur dómurinn sýnt að uppfyllt séu skilyrði forsjársviptingar samkvæmt ákvæðum a - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Með því að sömuleiðis þykir sýnt, sbr. 2. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002, að öðrum og vægari úrræðum verði ekki beitt til að bæta stöðu barnsins samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 80/2002, verða kröfur stefnanda teknar til greina. Stefndu hafa lagt fram gjafsóknarleyfi vegna reksturs þessa máls fyrir héraðsdómi, sbr. 1. mgr. 60. gr. laga nr. 80/2002. Af hálfu stefnanda var ekki gerð krafa um málskostnað og er því rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefndu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns þeirra , sem telst, miðað við atvik málsins, umfang þess og rekstur hæfilega ákveðin 900.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Kjartani Bjarna Björgvinssyni héraðsdómara og Guðfinnu Eyda l sálfræðingi. DÓMSORÐ: Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns þeirra, 900.000 krónur.