LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 11. febrúar 2020. Mál nr. 76/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en gæsluvarðhaldinu markaður skem mri tími. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen , Oddný Mjöll Arnardóttir og Sigurður Tómas Magnússon kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 6. febrúar 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. febrúar 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 3. mars 2020 klukkan 16. Kæruheim ild er í l - lið 1. mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Staðfest er niðurstaða hins kærða úrskurðar um að skilyrði séu til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi, sem verður markaður sá tími sem í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Varnaraðili, X , sæti gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 20. febrúar 2020 klukkan 16. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. febrúar 2020 lengur en til þriðjudagsins 3. mars 2020, kl . 16:00. I Í greinargerð með kröfu lögreglustjóra kemur fram að 4. febrúar 2020 hafi lögreglu borist tilkynning bílaleigunnar og hafi hann greint sv Tilkynnandi hafi lýst grunsemdum sínum um að kærði væri sá aðili sem tekið hefði bifreiðina ófrjálsri hendi en hann hefði áður tekið bifreið í eigu bílaleigunnar í heimildarleysi. Í framh aldinu hafi lögreglumenn farið glugga á skúr við húsið og rétt þeim kveikjuláslykla bifreiðarinnar. Kærði hafi í kjölfarið verið handtekinn vegna gru ns um að hann hefði stolið bifreiðinni. Við skýrslutöku hjá lögreglu hafi kærði viðurkennt brotið og einnig vörslur á fíkniefnum. Lögreglustjóri segir kærða eiga brotaferil að baki en hann hafi gengist undir þrjár sektargerðir lögreglustjóra hjá lögreglust jóranum á . Þá hafi hann hlotið tvo refsidóma fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Í öðru tilvikinu, mál nr. S - /2014, hafi hann verið dæmdur í fangelsi í einn mánuð fyrir fíkniefnaakstur og akstur sviptur ökuréttindum. Í hinu tilvikinu, mál nr. S - 2019, ha fi hann verið dæmdur til 30 daga skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir þjófnað. Af hálfu lögreglustjóra er einnig til þess vísað að kærði eigi fjölda ólokinna mála í refsivörslukerfinu. Bæði sé um að ræða brot sem hann sé grunaður um að hafa framið fy rir uppkvaðningu dóms í fyrrgreindu máli nr. S - /2019, hinn 7. maí 2019, og brot sem hann sé grunaður um að hafa framið eftir uppkvaðningu dómsins. Með þeim brotum hafi kærði rofið skilorð dómsins. Þá liggi fyrir að kærði sé sviptur ökuréttindum ævilangt frá 10. júní 2014. Önnur ólokin mál kærða í refsivörslukerfinu en þegar hafi verið vikið að séu eftirtalin: I. (Mál nr. 007 - 2018 - Misnotkun skjala, þjófnaður, nytjastuldur og akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptur ökuréttindum hinn 8. febrúar 2018. II. (Mál nr. 007 - 2018 - Líkamsmeiðingar af gáleysi, nytjastuldur, akstur sviptur ökuréttindum og akstur undir áhrifum áfengis og áhrifum ávana - og fíkniefnum og fleiri umferðarlagabrot hinn 20. mars 2018. Kærði hafi viðurkennt brot sín vi ð skýrslutöku hjá lögreglu. III. (Mál nr. 007 - 2018 - Akstur sviptur ökuréttindum, undir áhrifum ávana - og fíkniefna, of hraður akstur, vörslur ávana - og fíkniefna og fleiri umferðarlagabrot 24. mars 2018. Kærði hafi viðurkennt brot sín í skýrslutöku hjá lögreglu. IV. (Mál nr. 007 - 2019 - Nytjastuldur, aks tur sviptur ökuréttindum og fíkniefnalagabrot 2. febrúar 2019. Kærði hafi viðurkennt brot sín í skýrslutöku hjá lögreglu. V. (Mál nr. 008 - 2019 - Umferðarlagabrot, akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptur ökuréttindum hinn 12. október 2019. V I. (Mál nr. 008 - 2020 - Nytjastuldur á bifreið 24. desember 2019, þjófnaður á eldsneyti 7. janúar 2020 og akstur sviptur ökuréttindum 2. og 7. janúar 2020. Kærði hafi viðurkennt brot sín í skýrslutöku hjá lögreglu 4. febrúar 2020. VII. (Mál nr. 008 - 2020 - Akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptur ökuréttindum 10. janúar 2020. 3 Lögreglustjóri segir að samkvæmt framansögðu virðist sem brotaferill kærða hafi verið nær samfelldur frá því í október 2019. Brot kærða varði við 157. gr., 219. gr., 24 4. gr., 257. gr. og 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, auk ákvæða umferðarlaga og laga um ávana - og fíkniefni. Þá vísar lögreglustjóri enn fremur til þess að í skýrslutökum hjá lögreglu hafi kærði viðurkennt að vera í harðri neyslu fíkniefna. Han n sé undir rökstuddum grun um að hafa ítrekað gerst sekur um afbrot. Ætla megi að kærði muni halda áfram brotum meðan málum hans sé ekki lokið. Jafnframt leiki rökstuddur grunur á að kærði hafi í verulegum atriðum rofið skilyrði sem honum hafi verið sett í dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S - /2019. Samkvæmt því og öðru framangreindu séu skilyrði c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála uppfyllt í málinu. Af hálfu lögreglustjóra er einnig sérstaklega á því byggt að kærði láti sér e kki segjast og hafi ítrekað ekið undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptur ökuréttindum. Með því framferði sínu skapi hann mikla hættu fyrir almenning. Gæsluvarðhald sé því nauðsynlegt til að verja aðra fyrir þeim hættum sem af kærða starfi í umferðinni og því séu skilyrði d - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 einnig uppfyllt í málinu. Í ljósi framangreinds og sakaferils kærða segir lögreglustjóri sýnt að honum verði gert að sæta óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu vegna framangreindra mála. II Samkvæ mt öllu framangreindu og að virtum gögnum málsins er fallist á það með lögreglustjóra að kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem fangelsisrefsing liggur við. Þau brot sem kærði er grunaður um að hafa framið á tímabilinu frá 8. febrúar 201 8 til 2. febrúar 2019 geta ekki með réttu leitt til þeirrar niðurstöðu að honum verði nú gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Til þess er hins vegar að líta að kærði er undir rökstuddum grun um að hafa í fimm skipti frá 24. desember 2019 gerst sekur um refsiverð brot sem varðað geta fangelsisrefsingu að lögum. Að því og öðru framangreindu gættu þykir dómnum mega ætla að kærði muni halda áfram brotum á meðan málum hans er ekki lokið. Samkvæmt framansögðu leikur jafnframt rökstuddur grunur á að kærði hafi í verulegum atriðum rofið skilorð dóms þess sem hann hlaut 7. maí 2019 samkvæmt áðursögðu, en með dómnum var kærða gert að sæta fangelsi í 30 daga fyrir þjófnað en fullnustu refsingarinnar fres tað í tvö ár héldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt öllu þessu telur dómurinn skilyrði c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála vera uppfyllt í málinu. Kærði er auk annars undir rökstuddum grun um að hafa ekið bifreið undir áhrifum ávana - og fíkniefna 12. október 2019 og 10. janúar 2020. Ef sök sannast hefur dómur sem kærði hlaut hér fyrir dómi 28. maí 2014 í máli nr. S - /2014, meðal annars fyrir að hafa ítrekað öðru sinni brot gegn 45. gr. a. umferðarlaga nr. 50/1987, ítrekunaráhrif þar sem kærði lauk ekki afplánun þess dóms fyrr en 10. ágúst 2019 samkvæmt framlögðu sakavottorði. Þegar af þeirri ástæðu stendur ákvæði 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 því ekki í vegi að kærða verði nú gert að sæ ta gæsluvarðhaldi. Samkvæmt því og öðru framangreindu verður krafa lögreglustjóra tekin til greina með þeim hætti sem í úrskurðarorði greinir. Úrskurð þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Úrskurðarorð: Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 3. mars 2020, kl. 16:00.