LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 28. júlí 2020. Mál nr. 480/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Sigurður Ólafsson aðstoðar saksóknari ) gegn X ( Ágúst Ólafsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. D - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - og d liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um me ðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Kristbjörg Stephensen kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 24. júlí 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. júlí 2020 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. júlí 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 18. ágúst 2020 klukkan 16. Kæruh eimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaðu r skemmri tími. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur þriðjudaginn 21. júlí 2020 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 18. ágúst nk. til kl. 16:00. Í greinargerð aðstoðarsaksóknara kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi nú til rannsóknar hótanir kærða gegn tveimur lögmönnum sem hafa starfað fyrir hann. Málavextir séu þeir að lögreglu hafi borist tilkynning í gær, 20. júlí, um að A lögmaður hafði hringt inn á neyðarlínu og óskað eftir aðstoð lögreglu vegna hótana frá skjólst æðingi sínum, kærða. Þegar lögregla hafi verið Stuttu síðar hafi kærði verið handtekinn. Kærði hafi verið fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar se m hann hafi verið vistaður í klefa. Á leiðinni á Hverfisgötu hafi kærði sagt við lögreglumenn að þessir menn væru réttdræpir, hann kvæðist ætla að finna þá og drepa þá. Aðstoðarsaksóknari greinir frá því að rætt hafi verið við A sem hafi sagst hafa verið í bænum liggji fyrir í málinu. Einnig hafi verið haft samband við B sem hafi sagt að hann hafði einnig fengið líflátshótarnir frá X. Kærði hafi verið yfirheyrður vegna málsins í dag og játað að hafa sent umrædd skilaboð og að hafa hótað lögmönnunum. Fram kemur a ð auk þessa máls sé kærði grunaður um eftirfarandi brot framin á undanförnum vikum og mánuðum svo sem orðrétt er rakið í greinargerð sækjanda: - 2020 - Í málinu er kærði grunaður um alvarlegar hótanir og líkamsárás þann 9. júní sl. með því að hafa ruð st atvikinu. Hótanir kærða beindust gegn lögmanninum og starfi hans í og er málið því rannsakað sem brot gegn 106. gr. hegningarlaga. Ekki hefur verið tekin skýrsla af kærða vegna málsins. Málið er í rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara. 318 - 2020 - brotaþola með hátalara í andlitið með þeim afleiðingu m að hún hlaut áverka á vinstra augnloki, sár á efri vör, stórt sár á innra byrði efri varar, eymsli í tönnum og tognun í hálsi og herðum. Er háttsemin talin varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Málið er í rannsókn. Kærði játar sök. 318 - 201 9 - Í málinu er kærði grunaður um alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður sinni í nóvember og desember 2019. Í málinu liggja fyrir upptökur af grófum hótunum. Upphaflega var málið rannsakað sem brot gegn 233. gr. hgl. en við yfirferð málsins kom í ljós að í þremur ummælum felist kynferðisleg tilvísun þannig að háttsemin kunni að verða heimfærð til 199. gr. almennra hegningarlaga. Í ljósi tengsla brotaþola og kærða varða hótanirnar einnig við 218. gr. b. hgl. Rannsókn málsins er lokið og hefur málið verið s ent embætti héraðssaksóknara. Kærði neitaði að tjá sig um málið í skýrslutöku hjá 3 Í greinargerð kemur fram að með vísan til brotaferils kærða á undanförnum vikum og mánuðum sé það mat lögreglu stjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna og það sé brýnt fyrir lögreglu að kærði sæti gæsluvarðhaldi uns málum hans sé lokið hjá lögreglu og eftir atvikum fyrir héraðsdómi. Það sé mat lögr eglu að sakborningur muni ekki fá skilorðsbundinn dóm, vegna alvarleika brotanna og sakaferils kærða. Kærði hafi áður hlotið dóma fyrir brot gegn valdstjórninni og ofbeldisbrot. Þá telji lögregla gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja aðra fyrir árásu m kærða, en að mati lögreglu hafi hann sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun þar sem hann ráðist m.a. á sér ótengda aðila að því er virðist að tilefnislausu. Þá verði einnig að líta til grófleika þeirra hótana sem hann hafi uppi. Af þessum sökum telji lögreglus tjóri miklar líkur á því að kærði muni aftur ráðast á samborgara sína, og sé af þeim sökum brýnt að verja aðra gegn árásum kærða og því nauðsynlegt að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan málið sé til meðferðar hjá lögreglu. Með vísan til þessa telji lögregla jafnframt að skilyrðum c. og d. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála fyrir því að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi fullnægt í því máli sem hér sé til meðferðar. Niðurstaða: Fallist er á með lögreglustjóra að fram sé kominn rökstuddur grunur um að kærði hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Auk þess þarf að vera uppfyllt eitthvert þeirra skilyrða sem getið er um í a - d lið ákvæðisi ns. Af hálfu lögreglustjóra er á því byggt að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með vísan til c og d - liðar ákvæðisins, þ.e. að ætla megi að kærði muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið og að telja megi gæsluvarðhald nauðsynleg t til að verja aðra fyrir árásum ákærða. Samkvæmt fyrirliggjandi rannsóknargögnum hafði lögregla afskipti af varnaraðila í fjögur skipti á tímabilinu nóvember 2019 til 20. júlí 2020, en þrjú af þessum brotum eru frá 11 maí sl. til 20. júlí. Umrædd meint brot kærða sem lögregla hefur til rannsóknar eru m.a. tvær líkamsárásir þar af önnur sem varðar við 2. mgr. 218. gr., hótanir og valdstjórnarbrot. Kærði hlaut 10 mánaða fangelsisdóm þann 24. september 2015 fyrir m.a. hótanir og brot gegn valdstjórninni. M eð vísan til grófleika hótana og tíðni þeirra brota sem kærða er gefið að sök, má ætla að hann muni halda áfram brotum. Skilyrði c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir gæsluvarðhaldi eru því uppfyllt. Með vísan til þeirra endurteknu ofbeldis - , hótunar - og valdstjórnarbrota kærða, sem eru til rannsóknar, eru skilyrði d - liðar 1. mgr. sömu greinar fyrir gæsluvarðhaldi jafnframt uppfyllt. Verði kærði sakfelldur fyrir þau brot, sem hann er sakaður um og með hliðsjón af sakarferli hans, þykir ekki sý nt að hann verði eingöngu dæmdur til sektargreiðslu eða skilorðsbundinnar refsingar. Af þeim sökum stendur 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 því ekki í vegi að fallist verði á kröfuna. Með vísan til þessa verður fallist á kröfu Lögreglustjórans á höfuðborga rsvæðinu um að kærða verði gert að sæta gæsluvarðahaldi til þriðjudagsins 18. ágúst n.k. en ekki eru efni til að marka kröfunni skemmri tíma. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð sæta gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til þriðjudagsins 18. ágúst nk. til kl. 16:00.