LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 12. apríl 2019. Mál nr. 806/2018 : Innnes ehf. (Grétar Dór Sigurðsson lögmaður Árni Helgason lögmaður, 1. prófmál ) gegn Landsbankanum hf. (Andri Árnason lögmaður) Lykilorð Fjármálafyrirtæki. Gengistrygging. Lánssamningur . Málflutningsyfirlýsing . Málsástæða . Réttaráhrif dóms . Vextir. Útdráttur I ehf. og L hf. greindi á um uppgjör þriggja lána sem I ehf. tók hjá forvera L hf. Greindi aðila á um hvort tvö þessara lána væru lögmæt erlend lán eða íslensk lán sem bundin hefðu v erið ólögmætri gengistryggingu. Í dómi Landsréttar kom fram að texti lánssamninganna tæki ekki af skarið um hvort þau hefðu verið veitt í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar yrði að líta til þess, við mat á því hvort um ólögmæta gengistryggingu væri að ræða, hvernig skuldbinding aðila samkvæmt lánssamningunum hefði verið efnd og framkvæmd í raun. Rétturinn leit til þess að lánin hefðu verið greidd inn á gjaldeyrisreikninga I ehf. í þeim myntum og hlutföllum er lánssam ningarnir kváðu á um. Þá hefðu efndir aðila á meginskyldum sínum samkvæmt samningunum farið fram í hinum erlendu myntum sem þar voru tilgreindar. Var því niðurstaða Landsréttar sú að um lögmæt lán í erlendum myntum hefði verið að ræða. Auk framangreinds hé lt I ehf. því fram, varðandi þriðja lánið, að hann ætti kröfu á hendur L hf. um endurgreiðslu ofgreidds fjár, því að vextir hefðu verið vanreiknaðir við endurútreikning þess en það hafði verið bundið með ólögmætri gengistryggingu. Í dómi Landsréttar var I ehf. hvorki talinn hafa sýnt fram á að vextir hefðu verið vanreiknaðir samkvæmt lögum eða venju, né að í endurútreikningi L hf. hefði falist loforð um að greiða almenna vexti af inneign áfrýjanda umfram það sem þar hefði verið gert. Rétturinn hafnaði jafnf ramt málsástæðum I ehf. um að síðbúin andmæli og nánar tiltekin málflutningsyfirlýsing L hf. í eldra dómsmáli milli aðilanna væru bindandi um sakarefni þessa máls. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að I ehf. ætti ekki frekari kröfur á hendur L hf. vegna uppgjörs lánsins. 2 Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgv insson, Oddný Mjöll Arnardóttir og Sigurður Tómas Magnússon . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 26. október 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 2018 í málinu nr. E - 3439/2017 . 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og að st efndi verði dæmdur til að greiða honum 154.163.154 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. júlí 2014 til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskos tnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Mál þetta varðar kröfur áfrýjanda vegna uppgjörs þriggja lán a sem hann tók hjá forvera stefnda, Landsbanka Íslands hf., nánar tiltekið lánssamninga nr. 5381 og 5390 frá 19. júlí 2006 og lánssamning nr. 9900 frá 1. nóvemb er 2007. Óumdeilt er að kröfuréttindi samkvæmt framangreindum lánssamningum fluttust síðar til stefnda samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 9. október 2008. 5 Í hinum áfrýjaða dómi er greint frá dómi Hæstaréttar 2. febrúar 2017 í máli nr. 242/2016 þar s em dæmt var um kröfu áfrýjanda vegna fjórða lánssamningsins á milli aðila , nr. 4395 frá 25. janúar 2006. Óumdeilt var að lánið hefði verið í íslenskum krónum en bundið erlendri mynt í andstöðu við þágildandi ákvæði 13. og 14. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 38/2 001. Var lánið því endurreiknað á grundvelli laga nr. 151/2010 um breytingu á lögum nr. 38/2001, sbr. 18. gr. þeirra laga . A ðila greindi á um það hvort áfrýjanda, sem hafði fengið fullnaðarkvittun vegna vaxtagreiðslna áður en endurútreikningur inn fór fram, hefði verið skylt að greiða viðbótarkröfu stefnda vegna mismunar á umsömdum vöxtum og vöxtum samkvæmt 3. gr., sbr. 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001. Var stefndi dæmdur til að endurgreiða áfrýjanda 141.018.476 krónur með nánar tilgreindum vöxtum sem svar aði til viðbótarkröfunnar en í því skyni að meta hvort stefndi ætti tilkall til viðbótarkröfunnar fór fram heildstætt mat á atvikum og lögskiptum aðila. Í því sambandi byggði áfrýjandi á því að hann ætti einnig sambærilegar endurgreiðslukröfur á hendur ste fnda að fjárhæð 315.049.907 krónur vegna þeirra þriggja lánssamninga er mál þetta varðar. Stefndi andmælti því ekki fyrr en við málflutning í Hæstarétti og voru þau andmæli talin of seint fram komin, sbr. 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkam ála. Við heildstætt mat á atvikum og lögskiptum aðila var því byggt á því að áfrýjandi ætti framangreindar endurgreiðslukröfur á hendur stefnda, til viðbótar við þá kröfu sem gerð var í málinu vegna lánssamnings nr. 4395. 3 6 Áfrýjandi byggir á því að með því að stefndi hreyfði ekki andmælum í héraði í framangreindu dómsmáli við útreikningi áfrýjanda á kröfum sínum vegna lánssamninga nr. 5381, 5390 og 9900 hafi hann með vísan til 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 fyrirgert rétti sínum til að gera það í þessu m áli. Þá hafi dómur Hæstaréttar fullt sönnunargildi um málsatvik að þessu leyti, sbr. 4. mgr. 116. gr. laganna. Beri því að fallast á kröfugerð áfrýjanda. Áfrýjandi byggir enn fremur á því að fallist dómurinn ekki á kröfu hans vegna láns nr. 9900 eigi hann allt að einu kröfu að fjárhæð 27.000.000 króna á hendur stefnda vegna málflutningsyfirlýsingar hans í framangreindu dómsmáli þess efnis að hann hafi gert viðbótarkröfu vegna vaxta að þeirri fjárhæð við endurútreikning lánsins . Byggir áfrýjandi á því að með henni hafi stefndi ráðstafað sakarefni þessa máls með bindandi hætti, sbr. 45. gr. laga nr. 91/1991. 7 Samkvæmt 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 er dómur bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila um þær kröfur sem eru dæmdar þar að efni til. Í framangreind um dómi Hæstaréttar 2. febrúar 2017 í máli nr. 242/2016 var ekki dæmt um kröfur áfrýjanda vegna þeirra þriggja lánssamninga er mál þetta varðar. Hefur ráðstöfun stefnda á sakarefni þess máls því ekki bein áhrif í því máli sem hér er til úrlausnar . Þá verðu r stefnda ekki meinað að færa sönnur á þau atvik sem hann byggir á í þessu máli enda kveður 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 á um að dómur hafi fullt sönnunargildi um þau málsatvik er í honum greinir þar til hið gagnstæða er sannað. Verður framangreindum málsástæðum áfrýjanda því hafnað. 8 Áfrýjandi byggir á því að lán nr. 5381 og 5390 hafi verið lán í íslenskum krónum sem bundin hafi verið gengi erlendra gjaldmiðla í andstöðu við þágildandi ákvæði 13. og 14. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 38/2001 . S tefndi mótmæl ir þessu og telur lánin hafa verið lögmæt erlend lán. 9 Lánssamningum nr. 5381 og 5390 er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Samkvæmt viðauka við báða samningana óskaði áfrýjandi eftir því að lánin yrðu greidd inn á reikning í íslenskum krónum. Samkvæmt grein 2.4 í samningi nr. 5390 og framangreindum viðaukum við báða samninga heimilaði áfrýjandi einnig að reikningur í íslenskum krónum yrði skuldfærður fyrir afborgunum og vöxtum af lánunum. Þrátt fyrir þetta verður ekki fallist á það með afrýjanda að texti lánssamni nganna taki af skarið um það hvort lánin hafi verið veitt í íslenskum krónum eða erlendri mynt en í því sambandi krónum auk þe ss sem kveðið var á um að lánin skyldu vera í þremur nánar tilgreindum myntum í ákveðnum hlutföllum. Í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar verður því við mat á þessu atriði að líta til þess hvernig skuldbinding aðila samkvæmt samningunum va r efnd og framkvæmd í raun. 10 Þótt áfrýjandi hefði sem fyrr greinir óskað eftir því að lánin yrðu greidd inn á reikning í íslenskum krónum var það ekki gert, heldur voru lánin greidd inn á 4 gjaldeyrisreikninga áfrýjanda í þeim þremur myntum og í þeim hlutföll um er lánssamningarnir kváðu á um. Hvað varðar tvær myntir af þremur gekk viðkomandi innborgun beint upp í yfirdráttarskuld áfrýjanda á sömu gjaldeyris reikningum. Fé í erlendum gjaldmiðlum skipti því um hendur þegar stefndi efndi aðalskyldu sína samkvæmt s amningunum og er ekkert fram komið um að áfrýjandi hafi gert athugasemdir við þá ráðstöfun er hún fór fram. Af þeim gögnum um greiðslur af lánunum sem lögð hafa verið fram í málinu má jafnframt ráða að andvirði þess sem skuldfært var af reikningi áfrýjanda í íslenskum krónum var ráðstafað til kaupa á hinum umsömdu erlendu myntum og þeim síðan ráðstafað inn á lánin. Jafnframt var sami háttur hafður á þegar áfrýjandi tók á árinu 2011 ný lán í íslenskum krónum til uppgreiðslu lánanna. 11 Samkvæmt framangreindu f óru efndir aðila á meginskyldum sínum samkvæmt lánssamningum nr. 5381 og 5390 fram í hinum erlendu myntum sem þar voru tilgreindar. Verður því staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að um lán í erlendum myntum hafi verið að ræða . H aggar það ekki þeirri niðurstöðu að áfrýjandi hafi vísað á reikning í íslenskum krónum um bæði móttöku lánsfjárins og greiðslur af lánunum, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 12. nóvember 2015 í máli nr. 347/2015, 8. október 2015 í máli nr. 106/2015 og 24. maí 2018 í máli nr. 613/2017. 12 Lánssamningi aðila nr. 9900 er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Lánið var endurfjármagnað í tvígang, fyrst með láni nr. 12010, sem tekið var 9. janúar 2009, en með því var upphaflega lánið greitt upp miðað við uppgjörsdaginn 3. nóvember 2008, og síð an með láni nr. 12306, sem tekið var 4. mars 2011 en miðaðist við uppgjörsdaginn 25. október 2010. 13 Óumdeilt er að upphaflega lánið var í íslenskum krónum en bundið gengi erlendra gjaldmiðla í andstöðu við þágildandi ákvæði 13. og 14. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 38/2001. Af því tilefni endurreiknaði stefndi lánið með vísan til laga nr. 151/2010 um breytingu á lögum nr. 38/2001, sbr. 18. gr. þeirra laga. Samkvæmt þeim útreikningi nam framreiknuð inneign áfrýjanda hjá stefnda 394.401.574 krónum 25. október 2010 en það er sá dagur sem síðari endurfjármögnun lánsins miðaðist við. Sama dag var áfrýjanda veitt 25% höfuðstólslækkun á láninu , að fjárhæð 149.567.322 krónur, og var sú fjárhæð dregin frá inneigni nni . Eftirstöðvar inneignarinnar, 244.834.252 krónur, voru síðan framreiknaðar til 12. desember 2011 en endurútreikningurinn var miðaður við þann dag. Námu þær þá 259.979.584 krónum og kom sú fjárhæð til lækkunar á eftirstöðv um láns nr. 12306. Stefndi byggir á því að hann hafi með þessum endurútreikningi leiðrétt lán nr. 9900 umfram það sem áfrýjandi ætti rétt á samkvæmt þeirri aðferð sem beitt var í dómi Hæstaréttar 2. febrúar 2017 í máli nr. 242/2016 og vísar því til stuðnings til útreikninga í bréfi sínu til áfrýjanda 9. maí 2017. Hafi því í raun engri viðbótark röfu vegna mismunar á umsömdum vöxtum og almennum óverðtryggðum vöxtum samkvæmt 3. gr., sbr. 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 verið 5 beint að áfrýjanda vegna láns nr. 9900, ólíkt því sem átti við í dómi Hæstaréttar 2. febrúar 2017 í máli nr. 242/2016 vegn a láns nr. 4395. 14 Fjárkrafa áfrýjanda vegna láns nr. 9900, eins og hann setur hana fram í máli þessu, byggi st hvorki á því að uppgjörsreglum laga nr. 151/2010 hafi verið ranglega beitt við framangreindan endurútreikning stefnda né á því að hann eigi endurg reiðslukröfu vegna þess að stefndi hafi við endurútreikninginn gert óréttmæta viðbótarkröfu vegna mismunar á umsömdum vöxtum og almennum óverðtryggðum vöxtum samkvæmt 3. gr., sbr. 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001. Þess í stað byggir áfrýjandi kröfu sína á því að stefnda beri að standa honum skil á almennum óverðtryggðum vöxtum af þeirri inneign sem myndaðist við endurútreikninginn í desember 2011, allt frá 9. janúar 2009. Hann telur inneign sína hafa numið 389.071.545 krónum á þeim degi, en frá henni drag ist innborganir upp á samtals 409.546.906 krónur, sem sundurliðist í 149.567.322 krónur 25. október 2010 og 259.979.584 krónur 6. desember 2011. Stefnukrafa áfrýjanda samanstendur því einungis af ógreiddum almennum vöxtum af inneigninni að frádregnum frama ngreindum innborgunum. Gerir áfrýjandi aðallega kröfu um greiðslu 77.351.119 króna vegna vaxta frá 9. janúar 2009 til 5. júlí 2014 en til vara um greiðslu 66.790.201 krónu vegna vaxta frá sama degi til 6. desember 2011. 15 Samkvæmt 3. gr. laga nr. 38/2001 ska l aðeins greiða almenna vexti af peningakröfu að það leiði af samningi, venju eða lög um . Vísar áfrýjandi í þessu sambandi til þess að af tilkynningu stefnda 6. desember 2011 um endurútreikning lánsins megi ráða að hann hafi framreiknað inneign áfrýjanda me ð almennum óverðtryggðum vöxtum. Í þessu felist að stefndi viðurkenni að áfrýjandi eigi rétt á almennum óverðtryggðum vöxtum af inneign sinni hverju sinni og hafi því komist á samningur á milli aðila þess efnis. 16 Samkvæmt framansögðu byggir áfrýjandi kröfu sína vegna láns nr. 9900 á því að hann eigi endurgreiðslukröfu vegna ofgreidds fjár , að hún hafi upp að vissu marki verið látin bera almenna óverðtryggða vexti við endurútreikning lánsins, en að hún skul i bera slíka vexti umfram það sem þar hafi verið lag t til grundvallar. Áfrýjandi hefur þó ekki fært að því nein rök að sl íkir vextir hafi verið vanreiknaðir af hálfu stefnda við endurútreikning lánsins samkvæmt lögum eða venju. Þá verður ekki fallist á það með áfrýjanda að í endurútreikningi stefnda á láni nr. 9900 hafi falist loforð um að greiða almenna vexti af inneign áfrýjanda umfram það sem þar var gert. Verður því staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að áfrýjandi eigi ekki frekari kröfur á hendur stefnda vegna uppgjörs láns nr. 9900. 17 Samkvæmt öllu framang reindu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur. 18 Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. 6 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Innnes ehf., greiði stefnda, Landsbankanum hf., 1.000.000 króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. október 2018 Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð 4. september sl., er höfðað af Innnesi ehf., Fossaleyni 21, Reykjavík, með stefnu birtri 26. október 2017 á hendur Landsbankanum hf., Austurstræti 11, Reykjavík. Stefnandi gerir þær dómkröfur að stefndi greiði sér 154.163.154 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 5. júlí 2014 til greiðsludags. Þá krefst stefna ndi að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnda er krafist sýknu af dómkröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda að teknu tilliti til virðisaukaska tts. Ágreiningsefni og málsatvik. Málshöfðun þessi kemur til vegna þess að stefnandi, sem er fyrirtæki er starfrækir heildsölu með ýmsar matvörur, telur sig eiga inni fjármuni hjá stefnda vegna uppgjörs á lánssamningum tengdum erlendri mynt sem stefnandi tók á sínum tíma hjá forvera stefnd a, Landsbanka Íslands hf., en var óumdeilt ráðstafað til stefnda 9. október 2008. Ágreiningur málsaðila um slík lán á sér raunar nokkra forsögu, en í máli þessu snýr kröfugerð stefnanda að alls þremur lánum sem þó má skipta hér upp í tvo hluta: Í fyrsta l agi er um að ræða lán nr. 5381 og nr. 5390. Stefnandi tók lán nr. 5390 hjá Landsbanka Íslands hf., forvera stefnda, 19. júlí 2006, í erlendri mynt, en að jafnvirði 100.000.000 króna. Selecta fyrirtækjaþjónusta ehf. tók síðan einnig, 19. júlí 2006, lán nr. 5381, er var í erlendri mynt, en að jafnvirði 50.000.000 króna. Það félag rann inn í stefnanda þannig að stefnandi varð þá aðalskuldari að því láni einnig. Lánssamningar beggja lánanna liggja fyrir og orðalag og uppbygging þeirra er sambærilegt. Er þar um að ræða jafnvirðislán í þar tilgreindum erlendum myntum sem jafngilda fyrrgreindri krónutölu hvors um sig. Andvirði beggja lánanna var fyrst greitt inn á gjaldeyrisreikninga stefnanda hjá forvera stefnda, sem stefnandi telur hafa verið í trássi við samkom ulag aðila um greiðslur í lánssamningunum og í viðaukum við þá. Í janúar 2011 voru bæði lánin síðan greidd upp með nýjum lánum, láni nr. 14811 sem var notað til að greiða upp lán nr. 5381, og láni nr. 14812 sem var notað til að greiða upp lán nr. 5390. Þau lán voru tekin í tengslum við 25% leiðréttingu á gengistryggðum lánum sem stefndi bauð lögaðilum á þeim tíma. Af hálfu stefnda er því haldið fram í málinu að bæði framangreind upphafleg lán hafi verið lögmæt lán í erlendri mynt en stefnandi telur lán þess i hafa verið íslensk lán með ólögmætri gengistengingu. Í öðru lagi er svo lán nr. 9900, en stefnandi og stefndi gerðu samning 1. nóvember 2007 um þá lánalínu í erlendum gjaldmiðlum. Samkvæmt honum þá mátti stefnandi draga á lánalínuna allt að jafnvirði 35 0.000.000 króna og var sú heimild hans síðar hækkuð upp í 400.000.000 króna. Stefnandi dró á lánalínuna 200.000.000 króna 2. nóvember 2007 og aftur 150.000.000 króna 15. janúar 2008. Lánalína nr. 9900 var síðan gerð upp með nýju láni nr. 12010 sem stefnand i tók hjá stefnda 9. janúar 2009, og var miðað við gengisskráningu fyrir þann dag upp á jafnvirði 739.071.545 króna, en samkvæmt lánssamningi var það lán veitt í evrum (EUR), svissneskum frönkum (CHF) og japönskum jenum (JPY). Árið 2010 bauð stefndi upp á 25% leiðréttingu á lánum sem höfðu verið með erlendri 7 gengistengingu. Var lán nr. 12010 þá lækkað um 149.567.322 krónur miðað við 25. október 2010. Lán nr. 12010 var svo síðar gert upp með enn nýju láni nr. 12306 sem stefnandi tók hjá stefnda 4. mars 2011. Með bréfi stefnda, 6. desember 2011, var síðan viðurkennt að upphaflegt lán nr. 9900 hefði verið lán með ólögmætri gengistryggingu og skyldi leiðrétt. Næmi leiðréttingin 244.834.252 krónum, en framreiknuð með óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans taldist leið rétt inneign stefnanda vera 259.979.584 krónur og var lán nr. 12306 leiðrétt sem því nam. Af hálfu stefnanda hefur í máli þessu verið vísað til dóms Hæstaréttar Íslands frá 2. febrúar 2017 í máli nr. 242/2016, þar sem fjallað var um ágreining sömu aðila um enn annað viðlíka lán í erlendri mynt sem stefnandi telur hafa þýðingu í þessu máli einnig, en stefndi túlkar á annan veg. Í því máli krafðist stefnandi endurgreiðslu, eins og hér, vegna láns nr. 4395 hjá stefnda, sem félagið tók upphaflega árið 2006, og var óumdeilt lán með ólögmætri gengistryggingu. Ágreiningur í málinu sneri einkum að útreikningsaðferð stefnda við uppgjör í tengslum við leiðréttingu á umræddu láni. Varð niðurstaða dómsins sú að stefnanda bæri að fá endurgreidda fjárhæð sem svaraði til v iðbótarkröfu stefnda vegna vaxta fyrir liðna tíð, sem stefnandi hafði staðið stefnda skil á við uppgjör lánsins, og var því fallist á endurgreiðslukröfu stefnanda á hendur stefnda að fjárhæð 141.018.476 krónur auk dráttarvaxta. Var á því byggt að stefnda b æri sjálfum að bera vaxtamun sem verið hefði á samningsvöxtum lánsins og á vöxtum, sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001, með tilliti til þess að áhrif viðbótarkröfunnar vegna þeirra teldust ella veruleg fyrir stefnanda. Hins vegar var þar ekki fallist á kröfu stef nanda um vexti á þá endurkröfu, sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001, þar sem hún ætti sér ekki stoð í 3. gr. laganna. Liggur enn fremur fyrir að í því máli var vikið að þeim lánum sem um ræðir í þessu máli og útreikningum stefnanda á áætluðum viðbótarkröfum stefn da vegna allra lánanna fjögurra, án athugasemda stefnda, þar til komið hafi að flutningi málsins í Hæstarétti, en þá hafi mótbárur stefnda um þau efni talist of seint fram komnar. Vísar stefndi nú til þess að forsendur sem þetta mat á áhrifum viðbótarkrafn a hafi byggt á í dóminum í hinu fyrra máli helgist af því að andmæli stefnda vegna mats stefnanda á heildarfjárhæð viðbótarkröfu vegna allra lánanna hafi ekki komist að í framangreindu máli, sbr. 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991, en stefnandi vísar til þe ss að við þetta mat verði nú enn að miða í lögskiptum um öll lánin, sbr. 116. gr. sömu laga. Stefnandi vísar hér einnig til þess að í aðdraganda þessa fyrra dómsmáls þá hafi málsaðilar sammælst um það í tölvuskeytum í júní 2014 að niðurstaðan í því yrði lö gð til grundvallar hvað varðaði önnur lán er stefnandi var með hjá stefnda, það er þau lán er hér um ræðir. Þá vísar stefnandi til þess að í kjölfar dómsins árið 2017 hafi aðilar átt í bréfasamskiptum vegna þeirra krafna sem þetta mál snýr að. Hafi stefnan di sent erindi til stefnda 16. febrúar og 13. júlí 2017 og krafið um inneign vegna lána nr. 5381, 5390 og 9900, auk vaxta. Stefndi hafi svarað þeim erindum 9. maí og 29. ágúst 2017 og tjáð stefnanda að stefndi teldi enga frekari inneign stefnanda fyrir hen di vegna umræddra lána. Hafi það einnig átt við um lán nr. 9900, þótt stefnandi telji að stefndi hafi frá 2017 látið þá afstöðu í ljós að viðbótarkrafa vegna þess láns væri 27.000.000 króna en að stefnandi ætti þó ekki frekari inneign vegna þess en því næm i. Liggur ágreiningur málsaðila þannig fyrir varðandi þau þrjú framangreindu lán sem stefnandi krefst nú endurgreiðslu á að hluta í ljósi kröfu hans um leiðrétt uppgjör, sbr. eftirfarandi málsástæður hans varðandi annars vegar rétt uppgjör á lánum nr. 538 1 og 5390, og hins vegar á láni nr. 9900. En af hálfu stefnda er kröfum stefnanda og málsástæðum öllum andmælt, sbr. eftirfarandi málsástæður stefnda. Málsástæður og lagarök af hálfu stefnanda Stefnandi telji sig eiga inneign hjá stefnda vegna lána nr. 5381, nr. 5390 og nr. 9900. Stefndi hafi fyrirgert rétti til að koma nú að málsástæðum vegna þessara krafna með því að stefndi hafi ekki tekið til varna og ekki hreyft andmælum við forsendum og útreikningi á kröfum stefnanda vegna lána nr. 9900, nr. 5381 og nr. 5390 í stefnu í máli nr. 2154/2014 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sbr. Hæstaréttarmál nr. 242/2016. 8 Af hálfu stefnanda sé vísað til dóms Hæstaréttar Íslands frá 2. febrúar 2017 í máli nr. 242/2016 á milli sömu aðila, sem stefnandi telji að hafi hér þ ýðingu. Ágreiningur aðila í því máli hafi einkum snúið að því hvort lán nr. 4395, sem óumdeilt hafi falið í sér ólögmæta gengistengingu, skyldi bera vexti samkvæmt lánssamningi eða hvort stefnda hefði verið heimilt að leggja við lánið óverðtryggða vexti Se ðlabanka Íslands. Niðurstaðan í því máli hafi verið sú að stefnda hefði verið óheimilt að leggja vexti Seðlabankans við lánið, enda ætti stefnandi almennt rétt á að lán félagsins yrðu endurreiknuð á þann hátt að samningsbundnir vextir skyldu lagðir til gru ndvallar. Hafi krafa stefnanda vegna þessa verið greidd. Stefna í áðurnefndu máli hafi verið þingfest 5. júní 2014, en í aðdraganda þess hafi málsaðilar sammælst í tölvuskeyti um það að niðurstaða í því máli yrði lögð til grundvallar hvað varðaði önnur lán sem stefnandi hafi verið með hjá stefnda. Nú, þegar niðurstaðan í málinu frá 2017 liggi fyrir, standi þó eftir að stefnandi hafi tekið þrjú önnur lán hjá stefnda sem ekki hafi verið gerð upp. Í stefnu í áðurnefndu dómsmáli frá 2017 hafi af hálfu stefnan da verið fjallað um önnur lán er stefnandi hafi þá átt óuppgerð við stefnda og hvaða fjárhæðir væri þar um að ræða. Vísi stefnandi til þess að ekki hafi þá af hálfu stefnda, í greinargerðum hans í héraði eða fyrir Hæstarétti, verið gerðar athugasemdir við þá umfjöllun stefnanda um þessi lán eða þær upphæðir sem þar hafi komið fram. Við málflutning fyrir Hæstarétti hafi hins vegar af hálfu stefnda loks verið teflt fram slíkum athugasemdum og þar meðal annars komið fram að viðbótarkrafa vegna láns nr. 9900 væ ri 27.000.000 króna, en stefnandi ætti þó ekki frekari inneign vegna lána sinna en sem því næmi. Í 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 segi að málsástæður og mótmæli aðila skuli koma fram jafnskjótt og tilefni gefist til. Ljóst sé að stefndi hafi ekki andmæ lt forsendum og lýsingum stefnanda í máli nr. 242/2016 er varði lán nr. 5381, nr. 5390 og nr. 9900, fyrr en við munnlegan málflutning í Hæstarétti og hafi þær málsástæður þá verið taldar of seint fram komnar, enda í engu um þær getið í greinargerð stefnda í héraði í því máli eða í greinargerð til Hæstaréttar, líkt og rakið sé í niðurstöðu málatilbúnaði áfrýjanda. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétt i var því hins vegar mótmælt að litið yrði til umræddra þriggja lána við úrlausn málsins. Var það reist á því að tvö af þessum lánum hefðu verið lögmæt erlend lán og því hefði engri viðbótarkröfu vegna þeirra verið beint að áfrýjanda. Þriðja lánið hefði ve rið gert upp með erlendu láni liðlega ári eftir lántöku 2. nóvember 2008 en viðbótarkrafa vegna þess næmi um 27.000.000 krónum. Þessi andmæli fela í sér nýja málsástæðu, sem reist er á þessum atvikum, en lagaskilyrði standa ekki til þess að hún komist að í málinu, sbr. 2. mgr. fallast á kröfugerð stefnanda í þessu máli. Verði ekki fallist á framangreint þá byggi stefnandi á því að hann eigi inni kröfu hjá s tefnda vegna hvers láns fyrir sig er nemi alls þeirri fjárhæð sem tilgreind sé í kröfugerð. Hafi aðilar gert samkomulag í aðdraganda þess að stefnandi þingfesti stefnu í júní 2014 um að niðurstaða í því máli yrði lögð til grundvallar hvað varðaði önnur lán sem stefnandi hafi verið með hjá stefnda. Þar sem niðurstaða dóms Hæstaréttar Íslands í þessu máli nr. 242/2016 hafi orðið sú að stefnandi ætti rétt á því að samningsvextir yrðu lagðir til grundvallar þá beri út frá samkomulagi aðila, sbr. fyrirliggjandi tölvuskeyti á milli lögmanns stefnanda og starfsmanna stefnda, dags. 2. júní 2014, að reikna önnur lán út með sama hætti. Sú sama niðurstaða fáist með því að byggja á fordæmisgildi dómsins. Almennt gildi um þessi þrjú lán að ákvæðum laga nr. 151/2010 um b reytingu á lögum nr. 38/2001 um að leggja skuli almenna óverðtryggða vexti Seðlabanka við þau lán sem hafi verið með ólögmætri gengistengingu verði ekki beitt við vaxtaútreikning lánanna. Í því fælist afturvirk skerðing á eignarrétti stefnanda sem færi geg n ákvæðum 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár. Um þetta vísist til fordæma í dómum Hæstaréttar Íslands, t.d. í málum nr. 600/2011 frá 15. febrúar 2012 og nr. 464/2012 frá 18. október 2012. Lánsfjárhæð lána nr. 5381 og nr. 5390 sé tilgreind á forsíðu í íslenskum krónum, en í inngangi sé tekið fram að um jafnvirðislán sé að ræða og að lánin endurspegli erlendar myntir í tilteknum hlutföllum. Í viðaukum við lánssamningana sé svo tekið fram að leggja eigi andvirði lánsins inn á reikning nr. 0111 - 26 - 71, er hafi verið í eigu stefnanda. Andvirðið hafi þó verið lagt inn á 9 gjaldeyrisreikninga nr. 0140 - 38 - 101515 (dollarar), 0111 - 38 - 670053 (jen) og 0222 - 38 - 600056 (svissneskir frankar) er stefnandi staðhæfi að hafi verið þvert gegn vilja hans og samkomulagi við forvera stefn da. Stefnandi eigi inneign hjá stefnda vegna lána nr. 5381 og 5390. Stefndi telji aftur á móti að um sé að ræða lögmæt erlend lán og því komi ekki til leiðréttingar. Bæði lánin hafi þó verið í íslenskum krónum og með ólögmætri tengingu við gengi erlendra m ynta. Í 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 sé lagt bann við því að tengja höfuðstól lána í íslenskum krónum við annað en vísitölu neysluverðs. Þannig sé óheimilt að tengja höfuðstól við t.d. gengi erlendra mynta. Um þetta megi vísa til fjölda fordæma Hæstarét tar, t.d. í máli nr. 155/2011 frá 9. júní 2011. Í þeim hafi ítrekað verið fjallað um hvaða lánssamningar teljist vera í íslenskum krónum og því bundnir gengi erlendra mynta með ólögmætum hætti og hvaða lán teljist vera í erlendri mynt. Hæstiréttur hafi byg gt á því að horfa skuli til orðalags lánssamnings, þannig að ef tekið er fram berum orðum að lánið sé veitt í íslenskum krónum þá teljist það vera íslenskt lán. Í lánssamningum nr. 5381 og 5390 sé tekið fram í upphafi samninganna að veitt sé viss fjárhæð að láni sem sé jafnvirði tiltekinna mynta. Myntirnar séu svo tilgreindar í tilteknum hlutföllum. Í fordæmum Hæstaréttar um slíka lánssamninga hafi komið fram að slíkt orðalag eitt og sér sé ekki fullnægjandi til að skera úr um hvort lán sé í krónum eða erl endum myntum. Því þurfi að horfa til þess hvernig staðið hafi verið að framkvæmd lánsins að öðru leyti og sé þá einkum horft til þess hvernig aðilar hafi samið um útgreiðslu láns, endurgreiðslu láns og til orðalags samnings að öðru leyti. Framangreind atriði bendi eindregið til þess að bæði lán nr. 5381 og nr. 5390 hafi verið í íslenskum krónum. Í 1. grein samninganna sé kveðið á um að lántaki lofi að taka að láni og bankinn að íslenskum krónum. Í 4. gr. sé kveðið á um að myntbreytingarheimild sé fyrir hendi, þannig að lántaki geti óskað eftir því að hluta við aðrar erlendar mynt myntir sé aðeins til útreiknings, en ekki að fjárhæðin sjálf sé veitt í myntum. Í viðauka við báða lánssamninga komi fram að stefnandi óski eftir að umrædd lán verði greidd inn á reikn ing nr. 0111 - 26 - 71. Um sé að ræða reikning í íslenskum krónum en ekki gjaldeyrisreikning. Í viðaukunum séu ekki gerðar athugasemdir við þessa ósk stefnanda. Viðaukar séu hluti samninganna og tekið skýrt fram í grein 1.2 og 3. tl. gr. 7.1 í samningunum að s kilyrði fyrir útborgun sé að lántaki hafi afhent bankanum skriflega beiðni um útborgun, sbr. viðauka 1. Forveri stefnda hafi alfarið séð um skjalagerð í tengslum við gerð lánssamninganna og verði stefndi því að bera ábyrgð á orðalagi þeirra. Lánsfjárhæðir hafi hins vegar verið greiddar inn á tiltekna gjaldeyrisreikninga stefnanda. Það hafi þó verið gert í trássi við fyrirmæli stefnanda og sé um einhliða ráðstöfun af hálfu stefnda að ræða er geti ekki skuldbundið stefnanda sem hafi óskað eftir því að útgreið sla lánsins yrði með öðrum hætti. Stefndi hafi brotið ákvæði samningsins með útgreiðslunni og hún geti því ekki talist hafa réttaráhrif við mat. Ella hefði stefndi í hendi sér hvernig útgreiðslu lána væri háttað og gæti skuldbundið aðila einhliða, þvert ge gn ákvæðum samnings, en slíkt væri ótækt. Endurgreiðsla beggja lána hafi farið fram í íslenskum krónum og afborganir verið greiddar í íslenskum krónum, sbr. ákvæði 2.3 í samningunum, þar sem kveðið hafi verið á um að íslenskur bankareikningur skuldara skyl di skuldfærður. Þegar lánin hafi verið gerð upp með lánum nr. 14811 og 14812 hafi sú uppgreiðsla verið í íslenskum krónum. Í viðauka við lánssamningana komi fram að útborgunarfjárhæð skuli greidd inn á lán nr. 5381 og nr. 5390. Þar sem tilgreining á þessum fjárhæðum sé í íslenskum krónum sýni það að þau lán sem greiða hafi átt upp hafi verið í íslenskum krónum. Í janúar 2011 hafi verið í gildi fjármagnshöft í landinu, sbr. lög nr. 87/1992. Sé því vandséð hvernig stefnandi hafi getað notað íslenskar krónur t il að greiða upp erlent lán á þeim tíma án þess að undanþága frá lögum nr. 87/1992 yrði fengin. Um það megi vísa til 13. gr. j í lögum nr. 87/1992 en þar komi fram að fjármagnshreyfing sé einungis heimil ef verið er að greiða samningsbundnar afborganir af lánum. Slíkar hreyfingar hafi ekki verið heimilar þegar um uppgreiðslu láns hafi verið að ræða, sbr. lán nr. 5381 og nr. 5390, nema að fenginni undanþágu. Slík undanþága hafi þó ekki verið fengin, enda 10 lánið í íslenskum krónum. Lánin hafi ekki verið komin á gjalddaga í janúar 2011, það hafi ekki gerst, sbr. grein 2.1 í lánssamningi, fyrr en í nóvember 2011. Að því virtu telji stefnandi ljóst að bæði lánin hafi verið í íslenskum krónum. Ef fallist verður á það að lán nr. 5381 og nr. 5390 hafi haft að geyma ólögmæta gengistengingu, sé ljóst að stefnandi eigi inneign vegna þeirra lána, sbr. eftirfarandi. Lán nr. 5381 hafi verið að fjárhæð 50.000.000 króna þegar það hafi verið tekið í júlí 2006. Rétt aðferð við að endurreikna lánið hefði verið sú að það væri íslenskt lán sem tæki vexti í samræmi við ákvæði lánssamningsins. Í því felist að greiddir vextir frá því að lánið hafi verið tekið og þar til það hafi verið gert upp teljist uppgerðir og að þeim verði ekki breytt með afturvirkum hætti. Þegar lánið hafi ve rið greitt upp af hálfu stefnanda með nýju láni 20. janúar 2011 hafi stefnandi þannig ofgreitt stefnda, en lán nr. 14811 hafi numið 54.589.077 krónum. Endurútreikningur lánsins út frá þessum forsendum liggi fyrir og hafi ofgreiðsla numið 25.591.727 krónum. Í samræmi við það byggi stefnandi á því að hann eigi kröfu á hendur stefnda sem nemi þeirri fjárhæð. Krafa stefnanda um vexti vegna inneignar af láni nr. 5381 byggi á því að krafan taki dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga frá og með 5. júlí 20 14, en þá hafi verið mánuður liðinn frá því að stefnandi hafi skýrlega tilgreint í stefnu sinni, vegna láns nr. 4395, er þingfest hafi verið 5. júní 2014, að hann ætti inneign vegna lánsins. Fyrir liggi að aðilar hafi auk þess gert samkomulag í aðdraganda þess að málið hafi verið þingfest, þess efnis að niðurstaða í því máli hefði áhrif á önnur lán stefnanda, þannig að stefnda hafi verið ljóst að stefnandi teldi sig eiga inni kröfu vegna annarra lána. Afrit af stefnu í því máli liggi fyrir en einnig sé lagð ur fram endurútreikningur vegna láns 5381 er lagður hafi verið fram í sama máli. Um þetta vísist til 3. mgr. 5. gr. vaxtalaga, en þar segi að sé ekki samið um gjalddaga kröfu sé heimilt að reikna dráttarvexti frá og með þeim degi þegar liðinn sé mánuður fr á því að kröfuhafi sannanlega krafði skuldara með réttu um greiðslu. Stefnandi hafi svo ítrekað kröfur sínar með bréfi til stefnda, dags. 16. febrúar 2017. Verði ekki fallist á framangreint tímamark við upphafspunkt dráttarvaxta þá sé krafist dráttarvaxta frá og með 31. október 2017, þegar mál þetta hafi verið þingfest, sbr. ákvæði 4. mgr. 5. gr. vaxtalaga. Umrætt lán nr. 5390 hafi verið að fjárhæð 100.000.000 króna þegar það hafi verið tekið í júlí 2006. Rétt aðferð við að reikna lánið hefði verið sú að þ að væri íslenskt lán sem tæki vexti í samræmi við ákvæði lánssamningsins. Í því felist að greiddir vextir frá því að lánið hafi verið tekið og þar til að það hafi verið gert upp teljist uppgerðir og að þeim verði ekki breytt með afturvirkum hætti. Þegar lá nið hafi verið greitt upp af hálfu stefnanda með nýju láni 20. janúar 2011 hafi stefnandi ofgreitt stefnda, en lán nr. 14812 hafi numið 109.181.434 krónum. Endurútreikningur lánsins út frá þessum forsendum liggi fyrir í málinu og eins og þar komi fram hafi sú ofgreiðsla numið 51.220.308 krónum. Í samræmi við þann útreikning byggi stefnandi á því að hann eigi nú kröfu á hendur stefnda sem nemi þeirri fjárhæð. Krafa stefnanda um vexti vegna inneignar af láni nr. 5390 byggi á því að krafan taki dráttarvexti, s br. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga, frá og með 5. júlí 2014, sbr. hér framangreint varðandi lán 5381. Óumdeilt sé síðan að lán nr. 9900 hafi verið veitt í íslenskum krónum og tengt við gengi erlendra gjaldmiðla með ólögmætum hætti. Um það megi vísa til fyrirli ggjandi erindis stefnda, dags. 6. desember 2011, og frekari samskipta og yfirlýsinga í málinu. Samningur aðila um lánalínu hafi verið undirritaður 1. nóvember 2007. Ádráttur hafi síðan verið í tvennu lagi, en fyrst hafi verið dregnar á lánið 200 milljónir í nóvember 2007 og síðan 150 milljónir í janúar 2008. Lánið hafi svo verið gert upp með því að stefnandi hafi tekið nýtt lán nr. 12010 hjá stefnda 9. janúar 2009. Fjárhæð þess láns hafi numið 739.071.545 krónum, sbr. fyrirliggjandi útreikninga af hálfu ste fnanda. Í því hafi falist að stefnandi hafi ofgreitt stefnda með umræddu láni. Þar sem stefnandi hafði að fullu gert upp vexti af láni nr. 9900 hafi rétt staða þess verið 350.000.000 króna. Árið 2010 hafi stefndi boðið þeim lögaðilum sem hafi verið með gen gistryggð lán 25% leiðréttingu á stöðu lánanna. Leiðrétting skyldi miðuð við 1. apríl 2010. Stefnandi hafi fengið slíka leiðréttingu á lán nr. 12010 og hún numið 149.567.322 krónum miðað við 25. október 2010. Að mati stefnanda sé eðlilegt að horfa á þessa leiðréttingu sem greiðslu inn á þá kröfu sem stefnandi hafi átt á hendur stefnda. 11 Þann 6. desember 2011 hafi stefndi síðan sent stefnanda erindi þar sem fram hafi komið að stefnandi ætti inni leiðréttingu hjá stefnda vegna láns nr. 9900. Þar segi að lán n r. 9900 hafi verið metið ólögmætt og leiðrétting af þeim sökum hafi verið metin 244.834.252 krónur en stefndi hafi uppreiknað þá leiðréttingu í 259.979.584 krónur þar sem inneignin hafi tekið almenna óverðtryggða vexti Seðlabankans. Með sama hætti telji st efnandi rétt að líta á þessa greiðslu sem greiðslu inn á þá kröfu sem stefnandi hafi átt á hendur stefnda. Í erindinu sé lán og inneign stefnanda endurreiknað út frá því að lánið taki almenna óverðtryggða vexti Seðlabankans. Fyrir liggi að sú aðferð hafi e kki verið rétt, heldur eigi stefnandi rétt á að samningsvextir verði lagðir til grundvallar. Því þurfi að endurskoða leiðréttinguna að þessu leyti. Í sama erindi stefnda komi fram að stefndi viðurkenni að leggja skuli almenna óverðtryggða vexti ofan á inne ign stefnanda hverju sinni. Í þessu hafi falist einhliða og fyrirvaralaus viðurkenning stefnda er komist hafi til vitundar stefnanda um að inneign stefnanda skuli bera slíka vexti frá því að hún hafi komið til og beri að leggja það til grundvallar. Skilyrð i 3. gr. vaxtalaga um að vexti skuli aðeins greiða ef leiðir af samningi, venju eða lögum, sé uppfyllt með loforði stefnda, sem stefnandi hafi fallist á og þannig komist á samningur sem stefndi hafi unnið eftir. Inneign stefnanda skuli því bera almenna óve rðtryggða vexti Seðlabankans, sbr. 4. gr. vaxtalaga, frá 9. janúar 2009 til 5. júlí 2014, en verði ekki fallist á það skuli inneign taka vexti til 6. desember 2011. Fyrir liggi endurútreikningur láns nr. 9900 en eins og þar komi fram nemi inneign stefnanda 77.351.119 krónum sé inneign reiknuð með vöxtum Seðlabankans frá 9. janúar 2009 til 5. júlí 2014. Geri stefnandi kröfu um að stefndi greiði sér þá fjárhæð, en 66.790.201 krónu sé miðað við að inneignin taki vexti til 6. desember 2011. Stefnandi byggir á þ ví, ef ekki verður fallist á framangreint, að hann eigi þá engu að síður kröfu á hendur stefnda upp á 27.000.000 króna vegna láns nr. 9900. Stefndi hafi viðurkennt með bindandi hætti að stefnandi ætti slíka kröfu vegna láns nr. 9900 við málflutning í máli nr. 242/2016 fyrir Hæstarétti Íslands, þar sem tilgreint hafi verið að viðbótarkrafa stefnda vegna láns nr. 9900 væri 27.000.000 króna. Megi um það vísa til framlagðs málflutningsyfirlits lögmanns stefnda við flutning málsins í Hæstarétti 24. janúar 2017. Með áðurnefndri yfirlýsingu fyrir dómi hafi stefndi ráðstafað sakarefninu að þessu leyti, en hann hafi haft forræði á sakarefninu, sbr. 45. gr. laga nr. 91/1991. Sú málsástæða sem stefndi hafi þar sett fram varðandi lán nr. 9900 og inneign stefnanda vegna þess láns sé bindandi fyrir hann. Krafa stefnanda um vexti vegna inneignar af láni nr. 9900 byggi á því að krafan taki dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga frá og með 5. júlí 2014, en þá hafi mánuður verið liðinn frá því að stefnandi hafi tilgre int skýrlega í stefnu sinni, vegna láns nr. 4395, sem þingfest hafi verið 5. júní 2014, að hann ætti inneign vegna þess láns. Stefna í því máli liggi hér fyrir, en einnig sé lagður fram endurútreikningur vegna láns 9900 úr því máli. Um þetta vísist til 3. mgr. 5. gr. vaxtalaga, en þar segi að sé ekki samið um gjalddaga kröfu þá sé heimilt að reikna dráttarvexti frá og með þeim degi þegar liðinn sé mánuður frá því að kröfuhafi sannanlega hafi krafið skuldara með réttu um greiðslu. Stefnandi hafi ítrekaði krö fur sínar með bréfi til stefnda 16. febrúar 2017. Verði ekki fallist á fyrrgreint tímamark sem upphafspunkt dráttarvaxta sé þeirra krafist frá og með 31. október 2017 þá málið var þingfest, sbr. 4. mgr. 5. gr. vaxtalaga. Samandregið byggi stefnandi á því a ð hann eigi inneign vegna þriggja lána, það er lána nr. 5381, nr. 5390 og nr. 9900 og sé samtala inneignar stefnanda úr þessum lánum dómkrafa stefnanda í málinu, sbr. eftirfarandi nánari sundurliðun: Inneign vegna láns nr. 5381: 25.591.727 krónur Inneign vegna láns nr. 5390: 51.220.308 krónur Inneign vegna láns nr. 9900: 77.351.119 krónur Samtals: 154.163.154 krónur Stefnandi vísi til meginreglna samninga - og kröfuréttar og byggi á meginreglum kröfuréttar um endurheimt ofgreidds fjár. Byggt sé á ákvæðum laga nr. 38/2001, einkum 3. 6. gr. og 13. og 14. gr. Vísað sé til 72. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944 og byggt á því a ð það ákvæði valdi því að ákvæði laga nr. 12 151/2010 eigi ekki við. Byggt sé á 45. gr. laga nr. 91/1991, 5. mgr. 101. gr. sömu laga og 129. gr. og 130. gr. laganna um málskostnað. Þá sé vísað til laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, einkum 13. gr. j. Málsástæ ður og lagarök af hálfu stefnda Stefndi hafni kröfum stefnanda og mótmæli öllum málsástæðum hans, þar með talið endurheimtukröfum. Meint krafa stefnanda sé sprottin af þremur lánssamningum: Í fyrsta lagi sé um að ræða tvo lánssamninga, nr. 5381 og 5390, d ags. 19. júlí 2006. Báðir fjalli tilgreindar hafi verið JPY 20%, USD 15% og CHF 65% í báðum samningum. Í báðum samningum hafi is greiðslur í íslenskum krónum skal hann greiða samkvæmt og ráða megi af 3. gr. beggja samninga hafi vextir verið tilgreindir sem LIBOR - vextir til samræmis því að um skuldbindingar í erlendum gjaldmiðlum væri að ræða. Sama verði ráðið af myntbreytingarheimild í 4. gr. þei skyldu lánin koma til útborgunar, að undangenginni útborgunarbeiðni í samræmi við viðauka 1. Samkvæmt grein 2.4 í samningi nr. 5390 hafi stefnandi óskað eftir að reikningur hans nr. 0111 - 26 - 71 í íslenskum krónum yrði skuldfærður fyrir afborgunum og/eða vöxtum, en enginn slíkur reikningur hafi verið tilgreindur í grein 2.4 í samningi nr. 5381, e n þar þó verið heimild til slíks í viðauka. Stefnandi og Selecta hafi síðan fyllt út útborgunarbeiðnir samdægurs, 19. júlí 2006, og þær báðar tiltekið fyrrgreindan reikning stefnanda í íslenskum krónum. En þar sem lánin hafi verið í erlendum myntum, eins og samningarnir beri með sér, þá hafi fjárhæðirnar verið greiddar inn á gjaldeyrisreikninga stefnanda í umsömdum myntum. Hvorki stefnandi né Selecta hafi hreyft nokkrum andmælum við þeirri tilhögun, enda verið um að ræða lán að jafnvirði tilgreindra krónuf járhæða í kaupnótur framangreindu til staðfestingar, sem liggi fyrir í málinu. Skuldbinding Selecta samkvæmt samningi nr. 5381 hafi verið gerð upp með nýjum samningi, nr. 14811 frá 20. janúar 2011, sem sé óumdeilt í íslenskum krónum. Stefnandi hafi verið lántaki samkvæmt þeim samningi þar sem Selecta hafði þá sameinast stefnanda og stefndi verið lánveitandi, sbr. útborgunarbeiðni þar sem einnig hafi komið fra m að andvirði lánsfjár skyldi ráðstafað inn á fyrrnefnt lán nr. 5381. Samhliða hafi átt sér stað afskriftir á láni nr. 5381, í formi 25% höfuðstólslækkunar, þar sem uppgjör afskrifta hafi verið miðað við 22. nóvember 2010. Hafi niðurfærslur farið fram í hi num erlendu myntum lánsskuldbindingarinnar. Þá hafi skuldbindingar stefnanda samkvæmt samningi nr. 5381 talist uppgerðar með hinu nýja láni nr. 14811. Skuldbinding stefnanda samkvæmt samningi nr. 5390 hafi verið gerð upp með nýjum samningi, nr. 14812 frá 2 0. janúar 2011, sem sé óumdeilt í íslenskum krónum. Stefnandi hafi verið lántaki og stefndi lánveitandi. Í útborgunarbeiðni vegna þessa samnings komi fram að andvirði lánsfjár skyldi ráðstafað inn á fyrrnefnt lán nr. 5390. Samhliða hafi átt sér stað afskri ftir á láni nr. 5390 í formi 25% höfuðstólslækkunar þar sem uppgjör afskrifta hafi verið miðað við 22. nóvember 2010. Hafi niðurfærslurnar farið fram í hinum erlendu myntum lánsskuldbindingarinnar. Þá hafi skuldbindingar stefnanda samkvæmt samningi nr. 539 0 talist uppgerðar með hinu nýja láni nr. 14812. lántaki o g Landsbanki Íslands hf. lánveitandi. Hafi skuldbindingar stefnanda samkvæmt honum verið gerðar upp með nýjum samningi nr. 12010 frá 9. janúar 2009, en miðað hafi verið við annan uppgjörsdag, eða 3. nóvember 2008, í nánar tilgreindum fjárhæðum í erlendum g jaldmiðlum. Uppgjör þessarar skuldbindingar hafi því miðast við 3. nóvember 2008, en kröfugerð og málatilbúnaður 13 stefnanda taki ekki mið af því. Þessi skuldbinding hafi síðan verið gerð upp með öðrum samningi nr. 12306 milli sömu aðila, 4. mars 2011, sem h afi verið í íslenskum krónum, en þar miðað við uppgjörsdag 25. október 2010. Samhliða hafi stefndi svo samþykkt 25% höfuðstólslækkun á láni nr. 12010, er hafi þar með talist vera uppgreitt. Svo sem ráða megi af bréfi stefnda til stefnanda frá 6. desember 2011, sbr. og bréfum 9. maí 2017 og 29. ágúst 2017, þá hafi stefndi talið lánalínu nr. 9900 hafa falið í sér gengistryggðar skuldbindingar í andstöðu við fyrirmæli laga nr. 38/2001 og því gert endurútreikning til samræmis við það, sem leitt hafi til inneig nar tilgreindrar fjárhæðar miðað við 12. desember 2011. En áður en að því hafi komið hafi stefnandi þó fengið 25% lækkun höfuðstóls á láni nr. 12010, sem nýtt hafi verið til uppgreiðslu á lánalínu nr. 9900. Hafi stefndi talið eðlilegt að frá inneign er myn dast hefði við endurútreikning láns nr. 9900 yrði dregin afskrift vegna 25% leiðar á láni nr. 12010, en eftir þessa skuldajöfnun næmi framreiknuð inneign 259.716.028 krónum miðað við 12. desember 2011. Þá yrði þeirri inneign skuldajafnað við eftirstöðvar a f láni nr. 12306, sem hafi komið til uppgreiðslu á láni nr. 12010. Hafi staða láns nr. 12306 eftir það talist vera 268.622.409 krónur, miðað við 12. desember 2011, en litið hafi verið á lán nr. 12306 og 12010 sem eitt lán í því tilliti og því ekki verið an dmælt af stefnanda. Með stefnu, þingfestri 5. júní 2014, hafi stefnandi höfðað mál á hendur stefnda og krafist þess að stefnda yrði gert að greiða sér 178.428.296 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 4. júní 2014 til gre iðsludags. Hafi mál þetta verið til lykta leitt í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 242/2016. Hafi það mál tekið til lánssamnings, dags. 25. janúar 2006, er stefnandi hafi gert við Landsbanka Íslands hf. Í október 2010 hafi stefnandi svo gengið að tilboð i stefnda um að greiða upp lánið miðað við stöðu þess 1. apríl 2010 gegn 25% niðurfærslu höfuðstóls. Það uppgjör hafi stefnandi fjármagnað með nýju láni frá stefnda 10. desember 2010, en með því hafi stefnda verið greiddar 329.560.778 krónur. Í kjölfar upp gjörsins hafi stefnandi lýst því yfir gagnvart stefnda, 14. janúar 2011, að hann áskildi sér rétt til frekari niðurfærslu ef hann ætti betri rétt miðað við dóma um sambærilega samninga. Með kvittun stefnda, 24. sama mánaðar, hafi stefnanda verið sendur útr eikningur á fjárhæð lánsins að teknu tilliti til niðurfærslu. Stefndi hafi talið að lánssamningurinn 25. janúar 2006 hefði haft að geyma ólögmæta bindingu við gengi erlends gjaldmiðils. Því hafi hann endurreiknað lánið til samræmis við lög nr. 151/2010 um breytingu á lögum nr. 38/2001, sbr. 18. gr. þeirra, og tilkynnt stefnanda í bréfi 15. desember 2011. Niðurstaðan hafi verið sú að stefnandi ætti inneign hjá stefnda að fjárhæð 82.011.177 krónur og því verið ráðstafað inn á fyrrgreint lán sem tekið hafi ver ið til að gera upp lánssamninginn. Við þann endurútreikning hafi verið tekið tillit til viðbótarkröfu stefnda vegna vaxta fyrir liðna tíð, vegna mismunar á umsömdum vöxtum og vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001, og hafi hún numið 141.018.476 krónum. Að alkrafa stefnanda í málinu svaraði til þeirrar fjárhæðar að viðbættum vöxtum frá uppgjörsdegi 10. desember 2010 og til 4. júní 2014, þegar málið hafi verið fyrst höfðað í héraði. Af hálfu stefnanda sé því nú haldið fram að sammæli hafi verið á milli aðila um að reka fyrra dómsmálið sérstaklega um þessa viðbótarkröfu. Að fengnum dómi yrðu síðan önnur lán stefnanda hjá stefnda gerð upp í samræmi við þá niðurstöðu. Um sé að ræða þrjú lán, en viðbótarkröfur vegna vaxta af þeim hafi að mati stefnanda samtals num ið 315.049.907 krónum. Heildarkrafa stefnanda að teknu tilliti til fjárkröfunnar í fyrra málinu næmi því 456.068.383 krónum. Hafi stefnandi vísað til tölvubréfa - samskipta aðila frá 2. júní 2014. Í hinu fyrra dómsmáli þá hafi stefndi ekki talist hafa andmæ lt þessum málatilbúnaði stefnanda tímanlega. Í aðdraganda málflutnings fyrir Hæstarétti hafi því hins vegar verið mótmælt af hálfu stefnda að litið yrði til umræddra þriggja lána við mat á viðbótarkröfu í málinu. Tvö af þessum lánum hefðu verið lögmæt erle nd lán og því hefði engri viðbótarkröfu vegna þeirra verið beint að stefnanda, gagnstætt því sem stefnandi hefði haldið fram. Þriðja lánið hefði verið gert upp með erlendu láni liðlega ári eftir lántöku, 2. nóvember 2008, en viðbótarkrafa vegna þess næmi u m 27.000.000 króna. Þessi andmæli stefnda hafi verið talin fela í sér nýja málsástæðu sem kæmist ekki að í því máli, sbr. 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991. Ekki komi hins vegar fram að stefnandi hafi þá mótmælt þessu að öðru leyti sem röngu. Samkvæmt þess úrlausn málsins að meta áhrif viðbótarkröfunnar gagnvart [stefnanda] að því gættu að mismunur á 14 umsömdum vöxtum og vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 vegna lánanna allra nemi samtals verður sjálfur að bera þann vaxtamun sem krafa [stefnanda] tekur til og leiðir af því að lán voru bundin .476 krónur, er svari til viðbótarkröfu vegna vaxta fyrir liðna tíð er hann hafi staðið stefnda skil á vegna lánssamnings 38/2001 hafi ekki verið talin eiga s ér stoð í samningi, lögum eða venju, sbr. 3. gr. þeirra laga. Aftur á móti hafi verið fallist á kröfu stefnanda um dráttarvexti frá því að málið hafi verið höfðað 4. júní 2014, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Í síðari samskiptum, sbr. bréfaskipti frá febrúar til ágúst 2017, telji stefnandi sig í kjölfar dómsins nú eiga inni frekari fjárkröfur á stefnda, en því hafi stefndi mótmælt. Málatilbúnaður stefnanda gangi annars út á að fyrstu tveir samningarnir, nr. 5381 og 5390, séu með ólögmætri gengisbindingu, og þa ð þó að efndir aðalskyldu lánveitanda hafi farið fram með greiðslu inn á gjaldeyrisreikninga í hinum umsömdu erlendu myntum. Fjölmörg dómafordæmi séu til marks um að skuldbindingar teljist vera í erlendum gjaldmiðlum við slíkar aðstæður. Telji stefnandi að endurreikna beri þessar skuldbindingar miðað við fullnaðarkvittanaaðferð. Slíkt skapi honum inneign, að fjárhæð 25.591.727 krónur vegna láns nr. 5381 og að fjárhæð 51.220.308 krónur vegna láns nr. 5390. Nánar tiltekið þá telji stefnandi að lánin hafi veri ð ofgreidd sem þessum fjárhæðum nemi við uppgreiðslu þeirra í janúar 2011, en því hafni stefndi. Þá byggi stefnandi á því að hann eigi einnig inneign vegna láns nr. 9900, sem stefndi hafi lýst yfir að feli í sér gengistryggða skuldbindingu í bréfi frá 6. d esember 2011, og þegar hafi verið leiðrétt til samræmis við það. Samkvæmt því sem ráða megi af endurútreikningi, þá hafi umrætt lán verið gert upp með nýju láni nr. 12010, 9. janúar 2009, en miðað við uppgjörsdag, 3. nóvember 2008, í nánar tilgreindum fjár hæðum í erlendum gjaldmiðlum, sem samkvæmt stefnanda hafi samsvarað 739.071.545 krónum á innborgunardegi. Ætluð ofgreiðsla, samkvæmt stefnanda, svari þannig til 389.071.545 króna. Stefnandi krefjist þess að sú fjárhæð beri vexti samkvæmt 4., sbr. 3. gr., l aga nr. 38/2001, eða sem nemi 67.757.414 krónum frá 9. janúar 2009 til 25. október 2010, án þess þó að séð verði að slíkir vextir séu lagðir til grundvallar útreikningum hans og sé málatilbúnaður hans að því leyti vanreifaður. Áðurgreind 25% höfuðstólslækk un, sem hafi verið að fjárhæð 149.567.322 krónur, komi til innborgunar miðað við 25. október 2010 og staða endurkröfunnar að teknu tilliti til þessa hafi verið 307.261.637 krónur á þeim degi. Sú fjárhæð beri síðan vexti til 6. desember 2011, eða sem nemi 1 9.508.148 krónum. Frá þeirri fjárhæð, 326.769.785 krónum, dragist svo áðurgreind leiðrétting vegna gengistryggingar, eða 259.979.584 krónur, og myndi nýja inneign að fjárhæð 66.790.201 króna, sem beri síðan vexti til 5. júlí 2014, og standi þá í 77.351.119 krónum. Stefndi hafni öllum kröfum og málsástæðum stefnanda hér að lútandi. Þess utan sé þess að gæta að stefnandi taki ekki mið af því að uppgreiðsla láns nr. 9900 hafi miðast við 3. nóvember 2008, sbr. viðauka I við lánssamninginn og kaupnótu. Einnig sé til þess að líta að lán nr. 12010 hafi verið að fjárhæð EUR 1.566.930,04, CHF 2.246.932,44 og JPY 160.009.454. Þessum fjárhæðum hafi hins vegar ekki öllum verið varið til uppgreiðslu láns nr. 9900, svo sem stefnandi miði við, þar sem greiða hafi þurft lán tökukostnað, 0,25% vegna hverrar myntar, sbr. grein 6.1 í samningi nr. 12010, eða EUR 3.917, CHF 5.617 og JPY 400.024. Að frádregnum lántökukostnaði hafi lánsfjárhæðir samnings nr. 12010 því verið EUR 1.563.012,71, CHF 2.241.315,11 og JPY 159.609.430, en a f lánshluta í JPY hafi síðan verið dregið skjalagerðargjald að fjárhæð JPY 7.906, eða 10.000 krónur, sbr. kaupnótu, og sá lánshluti því í raun verið JPY 159.601.524. Þessum fjárhæðum hafi fyrst verið varið til uppgreiðslu ógreiddra vaxta af láni nr. 9900, eða nánar tiltekið EUR 11.105,94, CHF 10.434,52 og JPY 427.509. Það sem eftir hafi staðið, EUR 1.551.906,77 (1.563.012,71 11.105,94), CHF 2.230.880,59 (2.241.315,11 10.434,52) og JPY 159.174.015(159.601.524 427.509), hafi síðan farið í að greiða niður hö fuðstól láns nr. 9900. Þegar búið hafi verið að ráðstafa þessum fjárhæðum inn á höfuðstól láns nr. 9900 hafi hins vegar vantað upp á jafnvirði 5.206.039 króna til að lánið teldist vera uppgreitt. Þær eftirstöðvar hafi svo verið gerðar upp með greiðslu frá stefnanda að sömu fjárhæð. Framangreindar fjárhæðir, sem komið hafi til uppgreiðslu láns nr. 9900, umreiknaðar í íslenskar krónur miðað við 3. nóvember 2008 séu því: EUR 1.551.906,77 15 x 159,35 = 247.296.344 krónur; CHF 2.230.880,59 x 107,46 = 239.730.428 kr ónur; JPY 159.174.015 x 1,2649 = 201.339.212 krónur; ásamt 5.206.039 krónum, eða samtals 693.572.023 krónur. Að þessu gættu, sé á annað borð fallist á að stefnandi eigi að réttu lagi endurgreiðslukröfu, sem stefndi hafni, ætti inneign að vera 43.093.331 kr óna, en ekki 77.351.119 krónur, sbr. útreikninga stefnda á viðbótarkröfu miðað við uppgjörsdag 22. nóvember 2010. Fjárkrafa stefnanda, samkvæmt málatilbúnaði hans, samanstandi því af þremur ofangreindum fjárhæðum, það er 25.591.727 krónum vegna láns nr. 53 81, 51.220.308 krónum vegna láns nr. 5390 og 77.351.119 krónum vegna láns nr. 9900, eða samtals 154.163.154 krónum. Sé jafnframt krafist dráttarvaxta af þessari fjárhæð frá 5. júlí 2014 til greiðsludags, og í því sambandi vísað til stefnu í eldra máli aðil a, ásamt því að vísa til ætlaðs samkomulags sem stefnandi telji mega leiða af tölvupóstsamskiptum. Stefndi telji málatilbúnað stefnanda ekki standast. Samningar nr. 5381 og nr. 5390 feli í sér lögmætar skuldbindingar í erlendum gjaldmiðlum er standi í vegi frekari kröfum vegna þeirra. Ef svo vildi til að skuldbindingarnar yrðu taldar bundnar ólögmætu gengisviðmiði eigi stefndi viðbótarkröfu vegna vangreiddra vaxta er koma eigi til skuldajöfnunar. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 242/2016 leiði hvorki til gagnst æðrar niðurstöðu í tengslum við framangreint, né samskipti aðila í tölvupósti. Samningur nr. 9900 sé þegar leiðréttur og ekki komi til frekari leiðréttinga hans. Sé einnig til þess að líta, svo sem stefnandi marki málatilbúnaði sínum farveg, að fjárkrafa stefnanda vegna hans byggi á þeirri forsendu að endurgreiðslukrafa stefnanda beri vexti samkvæmt 4. gr., sbr. 3. gr., laga nr. 38/2001, sem eigi sér enga lagastoð, svo sem ítrekað hafi verið staðfest í réttarframkvæmd, sbr. t.d. tilvísaðan dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 242/2016, ásamt því að útreikningsforsendur stefnanda standist ekki. Kröfum stefnanda um dráttarvexti sé jafnframt sérstaklega mótmælt. Þá hafi stefnandi fyrirgert öllum kröfum, í heild eða a.m.k. að hluta, með tómlæti sínu. Hvað varði ætluð bindandi réttaráhrif dóms í fyrra máli, þá sé á stefnanda helst að skilja að hann líti svo á að af dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 242/2016, sbr. og stefnu í því máli, leiði að stefndi hafi fyrirgert rétti sínum til að koma að efnislegum andmælu m við kröfum stefnanda í þessu máli. Ekki sé fallist á það. Í þeim dómi hafi verið deilt um hvort stefndi ætti viðbótarkröfu vegna mismunar á umsömdum vöxtum og vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 sem næmi 141.018.476 krónum vegna uppgjörs á lánssamnin gi, dags. 25. janúar 2006. Við mat á því hvort skilyrði stæðu til þess að vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 vegna lánanna allra nemi samtals 456.068.383 sem málsástæður stefnda um annað hafi ekki komist að. Hvorki hafi hins vegar verið til úrlausnar né lagður efnisdómur á lögmæti annarra skuldbindinga og umfang viðbótarkrafna vegna þeirra, hvorki samkvæmt kröfugerð stefnanda, dómsorði né forse ndum þess, sbr. meginreglur einkamálaréttarfars og 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um það að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnis á milli aðila og ráð ið að mótbárum stefnda hafi þar verið hafnað á þeim forsendum að um nýjar málsástæður hafi verið að ræða, sem ekki hafi komist að í málinu, en ekki á þeim grunni að þær hafi ekki verið réttmætar. Með sömu rökum sé haldlaus sú málsástæða stefnanda að þar se m niðurstaða dómsins hafi verið sú að hann ætti rétt á að samningsvextir yrðu lagðir til grundvallar þá beri út frá samkomulagi aðila, sbr. tölvuskeyti 2. júní 2014, að reikna önnur lán út með sama hætti, en í þeim samskiptum felist engin afstaða til annar enda sé hægt að svara þeirri spurningu, það er einkum hvort stefnandi teldi st stórt félag á íslenskan mælikvarða, í einu máli. Það að fordæmið um stærð stefnanda gildi við útreikning á öllum lánum félaganna sé síðan háð þeirri grundvallarforsendu að um sé að ræða lán sem teljist ólögmæt gengistryggð lán, að einhverri viðbótarkröf u hafi verið beint að stefnanda, sem ekki hafi verið, og að önnur skilyrði sem standi í vegi viðbótarkröfu séu jafnframt uppfyllt. Sé á því byggt, sbr. bréf stefnda til stefnanda, 26. júlí 2012 og 3. september 2012, að stefnanda hafi verið vel kunnugt um a ð nefnd lán, 16 nr. 5390 og 5381, hafi verið talin lögmæt erlend lán en stefnandi hafi haldið gagnstæðu fram í atvikalýsingu í fyrra héraðsdómsmálinu er höfðað hafi verið. Stefndi telji hafið yfir vafa að lán nr. 5381 og nr. 5390 teljist gild lán í erlendum g jaldmiðlum. Þar sem lánin hafi verið í erlendum myntum eins og samningarnir beri með sér hafi fjárhæðir verið greiddar inn á gjaldeyrisreikninga stefnanda í umsömdum myntum, sbr. kaupnótur 20. júlí 2006 og yfirlit gjaldeyrisreikninga stefnanda. Efndir aðal skyldu lánveitanda hafi því farið fram í umsömdum erlendum samningsmyntum. Að það hafi verið í andstöðu við fyrirmæli stefnanda og gegn ákvæðum samninganna breyti því engu í þessu tilliti og þess utan ekki að sjá að þetta fari gegn samningunum. Vísist hér um meðal annars til dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 3/2012, nr. 332/2012, nr. 409/2014, nr. 558/2014, nr. 106/2015, nr. 292/2015 og nr. 677/2015. Stefnandi hafi ekki haft sjálfdæmi um það hvort efndir aðalskyldu lánveitanda færu fram í íslenskum krónu m. Hann hafi vissulega óskað eftir því að andvirðið yrði lagt inn á reikning hans í íslenskum krónum samkvæmt útborgunarbeiðnum. En þar sem lánin hafi verið að jafnvirði fjárhæða í íslenskum krónum í þar tilgreindum erlendum gjaldmiðlum þá hafi samningsefn dir lánveitanda réttilega tekið mið af því og um leið verið í samræmi við efni og eðli samninga aðila. Stefnandi hafi móttekið fjármunina án athugasemda og engan fyrirvara gert um framkvæmdina. Stoði ekki að halda því fram löngu síðar að þetta hafi átt að vera með öðrum hætti, sbr. tómlætissjónarmið. Efndir aðalskyldu lántaka samkvæmt báðum samningum hafi farið fram með þeim hætti að tékkareikningur stefnanda í íslenskum krónum hafi verið skuldfærður í samræmi við óskir hans. Í réttarframkvæmd hafi slíkt ek ki verið talið til marks um að skuldbinding teljist vera í íslenskum krónum, það er þegar efndir aðalskyldu lánveitanda hafi farið fram með útborgun í erlendum gjaldmiðlum, eins og hér hátti til. Þótt reikningur hafi verið skuldfærður í íslenskum krónum þá hafi andvirðinu verið ráðstafað til kaupa á hinum umsömdu erlendu samningsmyntum og þaðan inn á lánin, sbr. kvittanir frá 20. nóvember 2006, sem séu dæmi um staðlaða greiðslukvittun vegna skuldbindinganna. Stefndi mótmæli því að af viðaukum við lánssamnin gana, sem varið hafi verið til uppgreiðslu umþrættra samninga nr. 5381 og nr. 5390, verði sú ályktun dregin að eldri skuldbindingar hafi verið í íslenskum krónum. Sé og ekkert því til fyrirstöðu að lán í erlendum gjaldmiðlum séu gerð upp með nýjum skuldbin dingum í íslenskum krónum. Hér skipti og sérstöku máli að við niðurfærslu lánanna hafi erlendum fjárhæðum verið ráðstafað inn á lánin, en íslenskra króna í engu getið, en kvittanir þar að lútandi leggi stefnandi sjálfur fram í málinu án athugasemda. Þær rá ðstafanir teljist jafngilda samningsviðauka, eins og hér hátti til, en dómaframkvæmd hafi verið sú að tilgreining erlendra fjárhæða við slíkar aðstæður staðfesti ótvírætt að um lán í erlendum myntum hafi verið að ræða, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 137 og 138/2016. Málatilbúnaði stefnanda um lög nr. 87/1992 um gjaldeyrismál sé mótmælt, þar með talið að það sé vandséð hvernig stefnandi hafi getað notað íslenskar krónur til að greiða upp erlent lán á árinu 2011, þegar þær skuldbindingar haf i verið gerðar upp. Lög nr. 87/1992 geti ekki breytt inntaki skuldbindinga í öndverðu. Þá kalli uppgreiðsla á erlendu láni, með íslenskum krónum, svo að þeim sé ráðstafað til kaupa á erlendum myntum og þar með til uppgreiðslu eldri skuldbindinga í erlendum gjaldmiðlum, ekki á fjármagnshreyfingar á milli landa, svo sem stefnandi virðist á hinn bóginn ætla. Öllum fjárkröfum stefnanda, þar með talið útreikningum hans, sé mótmælt, að því marki sem annað sé ekki tiltekið. Þá séu allar kröfur stefnanda í málinu, þar með taldar vaxtakröfur, eldri en fjögurra ára frá málshöfðun, fyrndar, sbr. lög nr. 150/2007, sbr. og lög nr. 14/1905, enda séu þær að stofni til endurgreiðslukröfur byggðar á almennum reglum kröfuréttar, en taki ekki mið af aðferðafræði laga nr. 151/2 010, sbr. lög nr. 38/2001, sem telja verði skilyrði þess að hin sérstaka fyrningarregla þeirra laga eigi við. Þá hafi stefnandi í öllu falli fyrirgert öllum rétti sínum sakir tómlætis. Vegna láns nr. 9900 telji stefnandi sig eiga inneign að fjárhæð 77.351. 119 krónur. Enginn ágreiningur sé um að þetta lán hafi verið gengistryggt með óheimilum hætti og þegar sætt leiðréttingu. Stefnandi telji sig þó eiga frekari kröfur á stefnda vegna þessa. Í endurútreikningi stefnanda á láninu gefi að líta útreikningsforsen dur hans. Eins og þar komi fram hafi höfuðstólsfjárhæð verið 350.000.000 17 króna og hún verið gerð upp með nýju láni að jafnvirði 739.071.545 króna. Mismunur svari þannig til 389.071.545 króna að mati stefnanda. Stefnandi hafi þegar fengið tvær leiðréttingar vegna lánsins, 259.979.584 krónur og 149.567.322 krónur, eða hærri fjárhæð en ofgreiðslunni nemi, og séu allar kröfur því upp gerðar, sbr. og bréf stefnda, dags. 6. desember 2011, og 9. maí og 29. ágúst 2017. Sé til þess vísað, sbr. bréf frá 9. maí 2017, að við endurútreikning stefnda á lánunum, þ.e. nr. 9900 og nr. 12010, þá hafi inneign stefnanda, einnig að teknu tilliti til fullnaðarkvittanaaðferðar, í lok viðmiðunartímabils numið 234.966.147 krónum, sem sé lægri fjárhæð en nemi leiðréttingu þeirri sem stefnandi hafi fengið, að fjárhæð 259.979.584 krónur. Hvernig sem á málið sé litið sé ljóst að stefnandi eigi ekki rétt á frekari leiðréttingu. Sé því heldur ekki um að ræða að beint hafi verið að stefnanda sérstakri viðbótarkröfu er komið hafi til skuldaj öfnunar endurgreiðslukröfu með þeim hætti sem reynt hafi á í dómaframkvæmd . Útreikningsforsendur stefnanda séu þær að endurgreiðslukrafa vegna meintrar ofgreiðslu skuldbindingarinnar á sínum tíma beri vexti, væntanlega samkvæmt 4. gr., sbr. 3. gr., laga nr . 38/2001, án þess þó að útreikningar stefnanda virðist endurspegla það, en þeim sé öllum mótmælt. Stefndi hafni því að lagaskilyrði standi til þess, hvort sem sé samkvæmt samningi, venju eða lögum, sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001, enda ítrekað staðfest í fra mkvæmd Hæstaréttar, t.d. í dómi í máli nr. 242/2016, að endurgreiðslukröfur sem þessar beri ekki vexti. Þá sé því mótmælt að stefndi hafi tekist slíka skuldbindingu á herðar, umfram skyldu, með bréfi dags. 6. desember 2011 til stefnanda, eða með öðrum hætt i. Fái sá skilningur stefnanda ekki stoð í efni bréfsins. Þá gangi það bréf út á að skuldbindingin sé endurreiknuð eftir aðferð laga nr. 38/2001, er stefnandi vilji víkja frá. Stefnandi miði sjálfur endurgreiðslukröfu sína við uppgjörsdag láns nr. 9900, se m stefnandi telji hafa verið 9. janúar 2009, en hafi í reynd verið 3. nóvember 2008. Frá þeim degi, samkvæmt stefnanda, skuli inneign hans bera almenna óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands, sbr. 4. gr. vaxtalaga, frá 9. janúar 2009 til 5. júlí 2014, en ve rði ekki fallist á það, að inneignin taki vexti til 6. desember 2011. Slíkum vaxtakröfum hafi ítrekað verið hafnað í dómaframkvæmd. Framsetning stefnda í bréfinu frá 6. desember 2011 hafi miðast við útreikning er tekið hafi mið af lögum nr. 151/2010, sbr. tilvísun þess bréfs til laga nr. 38/2001. Fari því fjarri að í því bréfi hafi falist viðurkenning á rétti stefnanda til vaxta á endurgreiðslu - kröfu er miðist við forsendur í þessu máli og hvernig hann marki kröfugerð sinni farveg, sbr. útreikninga hans. H afi stefnandi sjálfur talið, í bréfi til stefnda, 16. febrúar 2017, að útreiknuð krafa vegna lána nr. 9900/12010, miðað við 4. júní 2014, næmi 238.278.800 krónum, sem sé mun lægri fjárhæð en stefnandi miði nú við í útreikningi. Stefnandi taki í útreikning um sínum ekki mið af því að uppgreiðsla láns nr. 9900 hafi miðast við 3. nóvember 2008 og taki ekki tillit til lántökukostnaðar og þess að hluta lánsfjárins samkvæmt láni nr. 12010 hafi verið varið til greiðslu ógreiddra vaxta samkvæmt láni nr. 9900, sbr. kaupnótu 13. janúar 2009. Samkvæmt þessu ætti meint inneign þá í hæsta lagi að vera 43.093.331 króna, en ekki 77.351.119 krónur. Ekki verði fallist á að yfirlýsing stefnda í Hæstaréttarmáli nr. 242/2016, um að viðbótarkrafa stefnda á hendur stefnanda vegna láns nr. 9900 hafi numið 27.000.000 króna, skapi stefnanda þar með endurgreiðslukröfu á stefnda sömu fjárhæðar, en því til stuðnings haldi stefnandi því fram að stefndi hafi viðurkennt með bindandi hætti að stefnandi ætti slíka kröfu vegna láns nr. 9900, og vísi í því sambandi meðal annars til framlagðs málflutningsyfirlits í því máli. Hvorki það skjal né önnur gögn málsins beri með sér að stefndi hafi viðurkennt með bindandi hætti slíka kröfu, heldur hafi verið vísað þar til útreiknings sem ekki hafi hér þýðingu þar sem skuldbindingin hafi þegar verið leiðrétt umfram skyldu. Hér virðist stefnandi freista þess að hagræða fyrri samskiptum aðila í því augnamiði að tryggja framgang kröfum sem ekki eigi rétt á sér. Hvað varði síðan lán nr. 5381 og nr. 5390, þá byggi endurútreikningur stefnanda á fullnaðarkvittanaaðferð er hann telji skapa sér inneign að fjárhæð 25.591.727 krónur vegna fyrra lánsins og 51.220.308 krónur vegna þess síðara. Ekki sé gerður sérstakur ágreiningur um þessa útreikninga sem slíka, sbr. útreikninga stefnda frá 22. nóvember 2010, þar sem muni 40.924 krónum á útreikningum aðila, það er verði fallist á að skuldbindingarnar séu gengistryggðar með óheimilum hætti, þvert á málatilbúnað stefnda, og að stefndi verði þá ekki talinn geta komið að v iðbótarkröfum 18 sem svari til mismunar á umsömdum vöxtum og vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001. Stefndi telji hins vegar að hann geti þá í þeirri stöðu komið að viðbótarkröfum vegna beggja lánanna, sem séu þá 24.355.687 krónur vegna láns nr. 5390 og 48. 749.692 krónur vegna láns nr. 5381, eða alls 73.105.379 krónur. Þar sem krafan sé af sömu rót runnin og inneign stefnanda vegna beggja samninganna þá komi hún til skuldajöfnunar á uppgjörsdegi þeirra þann 22. nóvember 2010 og til lækkunar kröfum stefnanda. Við mat á því hvaða áhrif viðbótarkrafan hafi á efnahag stefnanda og óhagræði hans af því að þurfa að standa skil á henni, sem sérstaka þýðingu hafi samkvæmt réttarframkvæmd, þá sé til þess að líta að samkvæmt síðasta ársreikningi stefnanda vegna ársins 2 016, er stefndi telji eðlilegt að horfa til, hafi tekjur numið 10.137.283.744 krónum, en rekstrargjöld einungis verið 9.194.830.029 krónur, og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 942.543.715 krónur. Að teknu tilliti til afskrifta að fjárhæð 347.651. 758 krónur þá hafi rekstrarhagnaður ársins verið 594.801.957 krónur. Þegar tillit hafi verið tekið til fjármagnsliða og skatta hafi hagnaður ársins numið 464.651.390 krónum. Þá hafi eigið fé í árslok 2016 numið hvorki meira né minna en 1.675.777.665 krónum . Sé litið til ársreiknings stefnanda vegna ársins 2010, það er þess tímamarks er krafa stefnda á hendur stefnanda komi til skuldajöfnunar meintum inneignarkröfum hans vegna lána nr. 5381 og 5390, þá hafi tekjur hans numið 3.932.474.870 krónum, en rekstrar gjöld samtals verið 3.710.809.647 krónur. Að teknu tilliti til afskrifta að fjárhæð 99.130.355 krónum þá hafi rekstrarhagnaður ársins verið 122.534.868 krónur. Þegar tillit hafi verið tekið til fjármagnsliða og skatta þá hafi hagnaður ársins numið 255.074. 564 krónum, og þá hafi eigið fé í árslok verið 466.716.033 krónur. Að því er varði mat á getu stefnanda til að mæta viðbótarkröfum í máli þessu, þá hafi stefnandi ranglega haldið því fram í málavaxtalýsingu héraðsdómsmáls þess er höfðað hafi verið með stef nu 4. júní 2014 að viðbótarkrafa vegna láns nr. 9900/12010 næmi 295.041.406 krónum. Beri að hafa þetta í huga varðandi fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í máli nr. 242/2016, þar sem þessar röngu forsendur hafi verið lagðar til grundvallar. Þá sé líka rétt að líta til fyrri leiðréttinga, að því marki sem þeim verði ekki fundinn staður í nefndum ársreikningum. Samkvæmt framangreindu telji stefndi þegar allt þetta sé virt, þar með talið stærð og umsvif stefnanda, að áhrif viðbótarkröfu geti ekki talist af þeim to ga að stefndi sjálfur verði að bera þennan vaxtamun. Sé þá jafnframt að því að gæta að stefnandi hafi ekki teflt fram neinum málsástæðum því til stuðnings að viðbótarkröfu verði ekki við komið í samræmi við meginreglur fjármuna - réttar, heldur byggi hann hér eingöngu á því að skilyrði standi ekki til þess þar sem stefndi hafi fyrirgert sér slíkum rétti í títtnefndu hæstaréttarmáli nr. 242/2016 og samskiptum aðila því tengdum, en á það verði hins vegar ekki fallist af hálfu stefnda. Þá krefjist stefnandi þe ss að krafa sín beri dráttarvexti, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 5. júlí 2014 til greiðsludags. Stefndi mótmæli upphafstíma dráttarvaxta og telji rétt að miða þar við dómsuppsögu verði fallist á kröfur stefnanda, en ella við þingfestingardag, s br. 9. gr. og 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Sé því mótmælt að fyrri stefna stefnanda, fyrri samskipti aðila, sbr. tölvuskeyti 2. júní 2014, eða önnur atriði geti réttlætt að miða upphafstímann við fyrra tímamark, eins og stefnandi byggi hér á. Um lagarö k vísi stefndi til laga nr. 38/2001 með síðari breytingum, þar með talið til laga nr. 151/2010. Þá vísast til almennra reglna fjármunaréttar, þar með talið um rétt til viðbótargreiðslna fyrir liðna tíð. Þá vísist til meginreglna einkamálaréttarfars um bind andi áhrif dóma í einkamálum og laga nr. 91/1991, sbr. meðal annars 116. gr. laganna, en um málskostnað vísist til XXI. kafla þeirra sömu laga. Niðurstaða. Málavextir liggja í megindráttum óumdeildir fyrir en kröfum og málsástæðum málsaðila er ítarlega lý st að framansögðu. Dómkrafa stefnanda er sú að stefndi greiði honum 154.163.154 krónur, auk dráttarvaxta svo sem að framan greinir, vegna þriggja lánssamninga, það eru nr. 5381, nr. 5390 og nr. 9900, þar sem stefnandi telst í öllum tilvikum hafa stöðu lánt aka, en stefndi lánveitandi og hafa öll 19 þrjú lánin þegar verið gerð upp sem slík við töku síðari lána á milli sömu aðila, eins og lýst er hér að framan. Dómkrafa stefnanda er hér sett fram sem krafa um endurgreiðslu stefnda vegna ofgreiðslu stefnanda vegn a þriggja framangreindra lána, þar sem um hafi verið að ræða að hans mati í öllum þremur tilvikum lán í íslenskum krónum með ólögmætri gengistengingu við erlenda gjaldmiðla samkvæmt 13. gr. og 14. gr., sbr. 2. gr., laga nr. 38/2001, sbr. einkum dóm Hæstaré ttar Íslands í máli nr. 155/2011 frá 9. júní 2011. Sundurliðuð er krafa stefnanda hér sú að honum beri að fá endurgreiddar 25.591.727 krónur vegna láns nr. 5381, 51.220.308 krónur vegna láns nr. 5390 og 77.351.119 krónur vegna láns nr. 9900. Grundvöllur kr öfu sem og ágreinings í málinu er þó með ólíkum hætti um annars vegar lán nr. 5381 og nr. 5390, en hins vegar lán nr. 9900. Hvað varðar fyrst lán nr. 5381 og 5390, sem eru í megindráttum sams konar lán, sbr. frekari lýsingu á skilmálum þeirra og framkvæmd hér að framangreindu, þá er deilt um þá grundvallarforsendu hvort þar sé um að ræða lögmæt lán í erlendri mynt, eins og stef ndi heldur hér fram, eða þá lán í íslenskum krónum með ólögmætri gengistengingu við erlenda gjaldmiðla, sem kröfugerð stefnanda byggir á hvað þau lán varðar. Hvað síðan varðar lán nr. 9900, sbr. frekari lýsingu á skilmálum þess og framkvæmd hér að framangr eindu, þá liggur hins vegar hér óumdeilt fyrir að þar hafi verið um að ræða lán með ólögmætri gengistengingu. Stefnandi byggir kröfu sína varðandi lán nr. 9900 á því að stefndi hafi þó ekki leiðrétt það með réttum hætti við uppgjör þess, sem miðaði við 12. desember 2011, sbr. hér fyrirliggjandi bréf stefnanda til stefnda, dags. 6. desember 2011. En einnig liggja fyrir önnur bréf af hálfu málsaðila í málinu sem varða þennan ágreining aðila um útreikning þess, sbr. bréf stefnanda til stefnda, dags. 16. febrúa r 2017 og 13. júlí 2017 og svör stefnda, dags. 9. maí 2017 og 29. ágúst 2017, auk fyrirliggjandi útreikninga af hálfu beggja málsaðila varðandi þetta. Hvað varðar í fyrsta lagi mat á því hvort lán nr. 5381 og 5390, sem ítarlega er lýst hér að framan, tel jist hafa verið lögmæt lán í erlendri mynt, eða þá lán í íslenskum krónum með ólögmætri gengistengingu við erlenda gjaldmiðla, sbr. 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, þá liggur þegar fyrir umtalsverð dómaframkvæmd í íslenskum rétti um þau efni. Hefur í þeim málum almennt einkum verið litið heildstætt til forms og meginefnis lánssamnings og þá einkum þess hvernig sjálf skuldbindingin sé tilgreind í honum, en taki slík textaskýring ekki af skarið hefur verið litið til atriða sem lúta að því hvernig slíkur lánss amningur hefur þá verið efndur og framkvæmdur að öðru leyti. Eins og rakið er hér að framansögðu í málsástæðum aðila þá tekur texti umræddra lánssamninga ekki alls kostar af skarið í þessu tilliti. Enda þótt viðmiðunarfjárhæðir lánanna hafi hér verið tilgr eindar í íslenskum krónum og afborganir og endurgreiðsla þeirra farið fram í íslenskum krónum af hálfu stefnanda, þá liggur hins vegar hér fyrir að umrædd tvö fjölmyntalán, nr. 5381 og nr. 5390, voru í framkvæmd ekki greidd út í íslenskum krónum, heldur vo ru þau óumdeilt greidd út í umsömdum gjaldeyri samkvæmt umræddum lánssamningum beint inn á gjaldeyrisreikninga stefnanda hjá stefnda. Þá liggja einnig fyrir í málinu kaupnótur er gefa ótvírætt til kynna að andvirði endurgreiðslna af lánunum hafi verið ráðs tafað til kaupa á gjaldeyri sem síðan var notaður til þess að greiða af lánunum. Þá liggur einnig fyrir að í lánssamningi nr. 5390 er ákvæði þar sem stefnandi óskaði eftir því að viss reikningur hans hjá stefnda í íslenskum krónum yrði skuldfærður fyrir af borgunum og vöxtum af láninu. Þá eru einnig í viðaukum við báða lánssamninganna beiðnir stefnanda um það að útborganir samkvæmt viðkomandi lánssamningi renni inn á þennan sama íslenska reikning stefnanda og um framangreinda skuldfærslu af honum til þess að greiða af lánunum. Við heildstætt mat á umræddum lánssamningum, nr. 5381 og nr. 5390, sem lýst er ítarlega í málsástæðum aðila og liggja fyrir í málinu, þá er það mat dómsins að mestu varði þar sú staðreynd að þrátt fyrir krónuviðmiðanir þá var hér um að ræða í báðum tilvikum lán í erlendum myntum sem voru í framkvæmd athugasemdalaust greidd út í þeim myntum beint inn á gjaldeyrisreikninga stefnanda hjá stefnda. Sé tekið mið af dómaframkvæmd þá verður að telja að þess háttar lánssamningur og slík framkvæmd hans séu til merkis um gildan lánssamning í þar tilgreindum erlendum myntum, sbr. dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 3/2012 frá 15. júní 2012, nr. 409/2014 frá 15. janúar 2015, nr. 558/2014 frá 19. mars 2015, nr. 292/2015 frá 17. desember 2015, nr. 677/ 2015 frá 14. apríl 2016 og nr. 613/2017 20 frá 24. maí 2018. Mestu varðar hér, eins og stefndi byggir á, að í umræddum tilvikum fóru efndir aðalskyldu lánveitanda fram með greiðslu inn á gjaldeyrisreikninga í hinum umsömdu erlendu myntum. Er það mat dómsins a ð tilvísun í viðaukum við báða lánssamningana um óskir stefnanda um að andvirðið yrði lagt inn á vissan reikning hans fyrir íslenskar krónur, dags 19. júlí 2006, geti ekki hnekkt þeirri niðurstöðu þar sem að útborgun andvirðis lánanna í umsömdum erlendum m yntum gat aðeins runnið inn á gjaldeyrisreikninga stefnanda. Hefur stefndi upplýst að starfsmenn bankans hafi tekið mið af þeirri staðreynd við framkvæmd útgreiðslna og var í samræmi meginefni þeirra samningsskuldbindinga er um ræðir, en stefnandi hafi ekk i sannanlega gert neina athugasemd við þá tilhögun. Verður því með hliðsjón af framangreindu að leggja hér til grundvallar að ekki hafi verið sýnt fram á það að lánssamningar nr. 5381 og nr. 5390 geti talist vera lán í íslenskum krónum með ólögmætri gengis tengingu við erlenda gjaldmiðla, sbr. 13. gr. og 14. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 38/2001, sbr. og fyrrgreindan dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 155/2011. Af því leiðir að þegar er þá brostinn allur grundvöllur fyrir því að fallast megi á þá kröfuliði í dóm kröfu stefnanda sem þau lán varðar í máli þessu og ber því þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af þeim hluta í kröfugerð stefnanda. Hvað varðar þá í öðru lagi ágreining málsaðila um lán nr. 9900, þá snýr hann að því að stefnandi telur að stefndi hafi e kki framkvæmt rétt uppgjör á því láni, sem óumdeilt var íslenskt lán með ólögmætri gengistengingu, sbr. fyrrgreint bréf stefnda til stefnanda, dags 6. desember 2011. Var um að ræða lánalínu forvera stefnda til handa stefnanda sem dregnar voru á 200 milljón ir króna 2. nóvember 2007 og síðan 150 milljónir króna 15. janúar 2008. Lán þetta nr. 9900 var síðan gert upp með nýju láni hjá stefnda nr. 12010 í þar tilgreindum erlendum myntum, dags. 9. janúar 2009, en stefndi hefur þó vísað til þess að tilgreindur upp gjörsdagur þeirra viðskipta hafi verið 3. nóvember 2008, sbr. viðauka I við samning nr. 12010. Það lán var svo gert upp með láni nr. 12306, dags. 4. mars 2011, en sem miðaðist við uppgjörsdag 25. október 2010. Hefur stefnandi uppreiknað þá fjárhæð sem nam láni nr. 12010 sem samsvarandi 739.071.545 krónum, miðað við 9. janúar 2009, sbr. fyrirliggjandi útreikninga af hans hálfu í málinu er framkvæmdir voru af prófessor í stærðfræði fyrir stefnanda. Leggur stefnandi áherslu á það að þar sem hann hafi að fullu gert upp samningsvexti af láni nr. 9900 þá hafi rétt staða höfuðstóls skuldar hans verið 350 milljónir króna og ætluð ofgreiðsla hans eða inneign þá verið sem svaraði til 389.071.545 króna. Er gert ráð fyrir vöxtum á inneign fyrir tímabilið 9. janúar 2009 25. október 2010, 67.757.414 krónum. Stefnandi hafi síðan fengið 25% leiðréttingu miðaða við 25. október 2010 greidda inn á lán nr. 12010, sem numið hafi 149.567.322 krónum, er teljist innborgun, og staða ætlaðrar ofgreiðslu eða inneignar hans hafi þá num ið 307.261.637 krónum. Bætist þá við vextir fyrir inneign fyrir tímabilið 26. október 2010 6. desember 2011, 19.508.148 krónur. Frá dragist síðan sem innborgun leiðrétting stefnda vegna ólögmætrar gengistryggingar lánsins, eða 259.979.584 krónur, og myndi nýja inneign að fjárhæð 66.790.201 króna, sem beri síðan vexti frá 6. desember 2011 til 5. júlí 2014, 10.560.918 krónur, og standi rétt inneign stefnanda þá í alls 77.351.119 krónum, samkvæmt framangreindum útreikningum lögðum fram í málinu af hálfu stefna nda. Af hálfu stefnda þá hefur framangreindum forsendum stefnanda fyrir útreikningi verið mótmælt. Hefur stefndi þá í fyrsta lagi bent á að útreikningar stefnanda séu ekki réttir, jafnvel að gefnum þeim forsendum er hann leggi sjálfur til grundvallar í m álinu, þar sem að útreikningar hans taki mið af röngum uppgjörsdegi og taki heldur ekki tillit til vissra frádráttarliða. Ætti rétt útreiknuð krafa stefnanda vegna láns nr. 9900 að vera 43.093.331 króna miðað við útreikningsforsendur sem hann leggi til gru ndvallar. Hins vegar hefur stefndi þó einkum vísað til þess að hann geti yfirhöfuð ekki fallist á að framangreind nálgun stefnanda við útreikning á mögulegri endurkröfu vegna láns nr. 9900 fái staðist og telur stefndi sig ekki standa í skuld við stefnanda vegna frekari leiðréttingar á láni nr. 9900 þar sem hann hafi nú þegar leiðrétt lánið umfram skyldu. Eins og greina má af útreikningsforsendum stefnanda í málinu þá byggir stefnandi þar meðal annars á því að hann eigi rétt á þar tilgreindum vöxtum af leiðr éttri inneign sinni, sbr. 4. gr., sbr. 3. gr., laga nr. 38/2001. Byggir stefnandi hér á því að stefndi hafi í bréfinu frá 6. desember 2011 sjálfur 21 viðurkennt að leggja bæri almenna óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands á inneign stefnanda hverju sinni, sbr . 4. gr. laga nr. 38/2001 og fælist í því viðurkenning stefnda á því, sbr. 3. gr. sömu laga, en stefnandi virðist þar miða við vexti á inneign hans tímabilið frá 9. janúar 2009 til 25. október 2010. Að mati dómsins verður hér hins vegar ekki fallist á það með stefnanda að þessi nálgun stefnda í umræddu bréfi hafi ein og sér falið í sér að stefndi hafi með því skilyrðislaust lofað stefnanda slíkum vöxtum á inneign hans eins og stefnandi virðist byggja hér á í málinu. Er þá til þess að líta að í umræddu bréfi þá virðist stefndi miða við framreikning á heildarstöðu lána nr. 9900 og nr. 12010 samkvæmt 5. mgr. 18. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, en stefnandi byggir ekki á þeirri aðferðarfræði við útreikning. Að öðrum kosti á síðan þess háttar vaxtakrafa á slíka endu rkröfu sér heldur enga stoð í ákvæði 3. gr. sömu laga, sem fjallað var um í dómi Hæstaréttar í máli sömu aðila nr. 242/2016. Er í því ljósi ekki unnt að fallast á að sú krafa stefnanda er grundvallast á útreikningum hans fái staðist hvað varðar vexti er my nda umtalsverðan stofn hennar. Eins og stefndi hefur bent á þá gefur í endurútreikningi stefnanda á láninu að líta útreikningsforsendur hans. Stefnandi hafi nú þegar fengið tvær leiðréttingar vegna lánsins, 259.979.584 krónur og 149.567.322 krónur, eða hær ri fjárhæð en sem nemi ofgreiðslu að jafnvirði 389.071.545 krónum. Er til þess vísað, sbr. bréf frá 9. maí 2017, að við endurútreikning stefnda á lánunum, það er nr. 9900 og nr. 12010, þá hafi inneign stefnanda að teknu tilliti til fullnaðarkvittanaaðferða r í lok viðmiðunartímabils numið 234.966.147 krónum, sem sé raunar lægri fjárhæð en er nemi leiðréttingu þeirri sem stefnandi hafi þegar fengið, að fjárhæð 259.979.584 krónur. Hvernig sem á málið sé litið sé ljóst að stefnandi eigi ekki rétt á frekari leið réttingu vegna lánanna. Verður hér að fallast á ofangreinda lýsingu stefnda á stöðu uppgjörs lána nr. 9900 og 12010. Þá verður jafnframt að geta þess að staðhæfingar stefnanda um að stefndi hafi þó í öllu falli skuldbundið sig undir rekstri Hæstaréttarmáls nr. 242/2016 til þess að greiða stefnanda 27.000.000 króna vegna vaxtamunar geta að mati dómsins heldur ekki orðið grundvöllur fyrir því að endurgreiðslukrafa stefnanda gagnvart stefnda um þá fjárhæð fáist hér viðurkennd enda er þá einnig óljóst um þýðing u þessa í heildaruppgjöri aðila. Að teknu tilliti til alls framangreinds verður því að leggja það hér til grundvallar að stefnandi hafi hér ekki getað sýnt fram á það að hann eigi með réttu kröfu á stefnda vegna frekari leiðréttingar á uppgjöri láns nr. 9 900, þar sem það teljist þegar vera uppgert með fullnægjandi hætti af hálfu stefnda. Ber því einnig að sýkna stefnda af þeim kröfum er stefnandi hefur uppi í málinu gagnvart stefnda um uppgjör þess láns. Að öllu framangreindu virtu þá verður ekki séð að að rar þær málsástæður sem málsaðilar hafa haft uppi í málinu geti hér haft þýðingu eða þarfnist frekari úrlausnar. Verður því niðurstaðan hér sú að sýkna beri stefnda af dómkröfu stefnanda í málinu. Með hliðsjón af eðli málsins og stöðu málsaðila í umræddu m viðskiptum þeirra þykir þó vera rétt að málskostnaður á milli aðila verði við svo búið látinn niður falla. Málið fluttu Árni Helgason lögmaður fyrir hönd stefnanda, en Andri Árnason lögmaður fyrir hönd stefnda. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kvað u pp dóm þennan. Dómarinn tók við málinu 10. janúar 2018, en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. D ó m s o r ð: Stefndi, Landsbankinn hf., skal vera sýknaður af dómkröfu stefnanda, Innnes ehf., í máli þessu. Málskostnaður fellur niður.