LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 30. júlí 2020. Mál nr. 440/2020 : A ( Helga Baldvins Bjargardóttir lögmaður ) gegn B ( Árni Ármann Árnason lögmaður) Lykilorð Kærumál. Lögræði. Sjálfræðissvipting. Málskostnaður. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem A var svipt sjálfræði í tvö ár. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Hervör Þorvaldsdóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 16. júlí 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 28. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júlí 2020 í málinu nr. L - /2020 þar sem sóknaraðili var svipt sjálfræði í tvö ár. K æruheimild er í 1 . mgr. 16 . gr. lögræðis laga nr. 71/1997 . 2 Sóknaraðili krefst þess að allega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að sjálfræðissviptingu verði markaður lágmarkstími. Þá krefst hún þóknunar til handa skipuðum verjanda sí num fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er á það fallist að vegna andlegs vanþroska og annars konar alvarlegs heilsubrests s óknaraðila standi brýn þörf til þess að svipta hana sjálfræði í þann tíma sem krafist er. Því verður hinn kærði úrskurður staðfestur. 5 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda sem ákveðin er að meðtöldum virðisauk askatti eins og í úrskurðarorði greinir. 6 Varnaraðili byggir kröfu sína um málskostnað vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti einnig á 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga. Varnaraðili þessa máls er sveitarfélag 2 og byggist aðild þess á d - lið 2. mgr. 7. gr. lögræðislaga. Af gögnum málsins má ráða að Árni Þórólfur Árnason lögmaður hafi verið skipaður talsmaður varnaraðila í héraði og var krafa um lögræðissviptingu sóknaraðila sett fram af lögmanninum fyrir hönd sveitarfélagsins. Með hliðsjón af tilgangi heimil dar 3. mgr. 10. gr. lögræðislaga til að skipa sóknaraðila talsmann við meðferð máls í héraði , eins og honum er lýst í lögskýringargögnum með því ákvæði, voru ekki efni til þess að skipa varnaraðila talsmann í máli þessu . Þar sem það var engu að síður gert var rétt að ákveða talsmanninum þóknun úr ríkissjóði vegna meðferðar málsins fyrir héraðsdómi . 7 Á hinn bóginn liggur fyrir að annar lögmaður en sá, sem skipaður var talsmaður varnaraðila þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi, kemur fram fyrir hönd var naraðila fyrir Landsrétti en hann hefur ekki verið skipaður talsmaður varnaraðila . Varnaraðili getur því ekki reis t kröfu sína um málskostnað á framangreindu ákvæði lögræðislaga og eru því ekki efni til að úrskurða lögmanni hans þóknun úr ríkissjóði. Úrsk urðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Landsrétti, Helgu Baldvins Bjargardóttur lögmanns, 160.580 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júlí 2020 Með beiðni, móttekinni í Hé raðsdómi Reykjavikur 10. júní 2020, hefur sóknaraðili, B, krafist þess - liðar 4. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Þá er krafist þóknunar úr ríkissjó ði vegna starfa talsmanns sóknaraðila, sbr. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997. Um aðild er vísað til d - liðar 2. mgr. 7. gr. laga nr. 71/1997. Í þinghaldi 15. júní sl. breytti sóknaraðili kröfugerð sinni á þann veg að hann krefst nú að varnaraðili verði svip t sjálfræði tímabundið í tvö ár. Varnaraðili krefst þess aðallega að kröfu sóknaraðila verði hafnað en til vara að sviptingu verði markaður skemmri tími og að hún muni ekki vara lengur en í sex mánuði. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar úr ríkissjóði vegna starfa skipaðs verjanda varnaraðila, sbr. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997. Málið var þingfest 15. júní sl. og tekið til úrskurðar 13. júlí sl. Undir rekstri málsins aflaði dómari mats geðlæknisins C á grundvelli 2. mgr. 11. gr. laga nr. 71/1997. Í beiðn dómsins í máli nr. L - rið ófær um að sjá alfarið för með sér heilsufarslegar afleiðingar fyrir hana. Varnaraðili hafi breyst mikið undanfarið og félagsskapurinn sem hún sé í sé ekki góður. Hafi hún undanfarnar vikur eða mánuði sótt í umgengni við fólk sem grunur leiki á að hafi gefið henni eiturlyf. Í greinargerð fjölskyldusviðs sóknaraðila frá 9. júní 2020 kemur m.a. fram að varnaraðili sé með væga þroskahömlun. Samkvæm t geðlækni á bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans falli hún undir 3 á árinu 2007 hafi leitt í ljós að hún eigi í alvarlegum erfiðleikum með mannleg sams kipti. Hún virðist oft áminningar. Hún eigi að taka ákveðin geðlyf en hún reyni að komast undan því á hverju kvöldi. Þá geti hún ekki varið sig fyrir hvers konar misnotkun, kynferðislegri, fjárhagslegri eða öðru óæskilegu áreiti. verið að gefa henni hjá henni um það að hún sé ekki fötluð og að hún þurfi ekki að taka neinar töflur. Þetta athæfi hans hafi lunnar á höfuborgarsvæðinu sem nú hafi málið til rannsóknar. Þá hafi hún talað ki grein fyrir þeirri hættu sem hún er í. Til að [varnaraðili] geti sem best þegið þá þjónustu sem er í boði fyrir hana, náð tökum á lífi sínu og fengið vernd fyrir hverskyns misbeitingu er það mat Fjölskyldusviðs B að sjálfræðissvipting sé S mun hafa verið heimilislæknir varnaraðila sl. tvö ár. Þar kemur fram að varnaraðili sé m.a. greind með umtalsverða skerðingu. Hún eigi sér erfiða að leyfa fólki að fara yfir sín persónulegu mörk og nýta sér aðstöðumun gagnvart henni. Fram kemur í sjúk kemur fram í vottorðinu að þegar læknirinn hafi hitt hana undanfarið hafi hún lýst versnandi andlegri líðan og þá hafi hún borið áverka. Hún hafi sögu um að ræða í öllum tilfellum. Ómögulegt hafi verið að fá hana til nokkurrar samvinnu um að breyta lyfjum eða taka á vandanum á uppbyggilegan hátt. Hennar ósk hafi verið að hætta allri lyfjatöku og að hætt verði gagna í sjúkraskrá, er ljóst að viðkomandi þarf mikinn stuðning með sitt daglega líf og ég tel mikilvægt að hún sé vernduð gegn frekari misnotkun og að tryggt sé að hún fái þá aðstoð og þjónustu sem hún þarfnast. Með heimild í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 71/1997 aflaði dómari vottorðs C, sérfræðings í geð - og emb ættislækningum. Í ítarlegu vottorði hans, sem dagsett er 6. júlí sl., kemur fram að hann hafi hitt varnaraðila tvisvar á stofu sinni og þá hafi hann kynnt sér efni sjúkraskrár varnaraðila með hennar samþykki. Er sjúkrasaga varnaraðila ítarlega rakin og ger ð grein fyrir högum hennar. Í vottorðinu kemur m.a. fram að varnaraðili hafi notið meðferðar á göngudeild geðdeildar á árinu 2011 og þá hafi hún komið í nokkur skipti á geðdeild árin 2013 og 2014. Þá hafi hún verið skoðuð af geðlækni sem greindi hana með v sem krefjist athygli og meðferðar. Þá sé lýst komum varnaraðila á sjúkrahús í maí og júní 2020. Þá komi ábótavant og lýst innsæisleysi hennar í aðstæður sínar. Í vottorðinu er einnig lýst viðtölum læknis ins á stofu hans þar sem fram kemur að innsæi varnaraðila í eigin vanda sé lítið og geta hennar til að gefa orðskilningur hennar takmarkaður. Í niðurlagi vott orðs læknisins kemur fram að varnaraðili sé með væga þroskaskerðingu með og sennilega áfallastreituröskun miðað við sögu hennar. Hún hafi ítrekað lent í slæ mum samskiptum, verið 4 leiðitöm, orðið fyrir ofbeldi en innsæi og geta til að grípa til varna hafi verið áfátt. Lýst sé endurtekinni Ljóst sé að og skoðun. Þá þurfi hún stuðning, eftirlit og aðhald til þess að tryggt sé að hún verði ekki fyrir misnotkun ar af hennar þroskaskerðingu með atferlistruflunum og innisæisleysi þá verður að ætla að hún sé ófær um að ráða sínum persónulegu högum. Ljóst er að [varnaraðili] er í þörf fyrir sérhæfða meðferð til að bæta líðan síðan. Hvort sú meðferð geri hana hæfari í að ráða sínum persónulegu högum er óvíst en mögulegt. Mælt er með að sjálfræðissvipting Við meðferð málsins gaf C geðlæknir skýrslu. Staðfesti hann vottorð sitt og svaraði spurningum um efni þess og hagi varnaraðila. Aðspurður kvað hann innsæisleysi vera einkennandi fyrir varnaraðila. Þetta leiði til þess að hún sé útsett fyrir misnotkun af ýmsu tagi. Aðspurður kvaðst hann telja nauðsynlegt að varnaraðili fengi sérhæfða og samfellda meðferð. Eins og aðstæður varnaraðila séu í dag sé sjálfræðissvipting til tveggja ára nauðsynleg. Án sviptingar sé hætta á að meðferð hennar verði þurfi að koma að málum varnaraðila. Þá komi vægari úrræði ekki að gagni eins og ástand varnaraðila sé í dag. E, deildarstjóri stuðnings - og stoðþjónustu sóknaraðila, kom einnig fyrir dóminn. Fram kom í máli hennar að erfitt hefði reynst að veita varnaraðila viðeigandi þjónustu m.a. sökum þess að hún afþakki stun dum þá þjónustu sem er í boði eða hætti í miðjum klíðum. Því sé erfitt að fylgja eftir málum hennar. Hún taki þó lyf einu sinni á dag. Ljóst sé að taka þurfi heildstætt á málum hennar, bæði andlega og líkamlega, kenna henni atferlismótun og gera hana betur í stakk búna til að hugsa um sig sjálfa. Þetta væri langtímaverkefni. Varnaraðili talaði máli sínu fyrir dóminum. Að hennar mati á krafan ekki rétt á sér. Henni líði vel Þá taki hún þau lyf sem hún þurfi að taka. Ekkert sé því til fyrirstöðu að hún geti hugsað um sig sjálf. Sóknaraðili telur ljóst, með vísan til framangreindra vottorða, greinargerða og skýrslna þeirra sem komu fyrir dóminn, að varnaraðili sé ekki fær um a ð ráða persónulegum högum sínum. Brýna nauðsyn beri til að svipta hana tímabundið sjálfræði svo hún fái samfellda meðferð og tryggja öryggi hennar. Krafa um sviptingu sé sett fram með hagsmuni varnaraðila sjálfrar að leiðarljósi. Þá sé ljóst að önnur og væ gari úrræði í formi aðstoðar hafi verið fullreynd. Af hálfu varnaraðila er þess krafist að kröfu sóknaraðila verði hafnað eða að sviptingu verði markaður sex mánaða tími enda um grundvallarréttindi að ræða sem ekki megi ganga of langt í að skerða, sbr. ákv æði stjórnarskrárinnar, mannréttindasáttamála Evrópu og Samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ekki beri brýna nauðsyn til svipta hana sjálfræði samkvæmt ákvæðum lögræðislaga og ekki ljóst að vægari úrræði hafi verið reynd. Varnaraðili væri til samvinnu um lyfjatöku og væri fær um ráða högum sínum sjálf. Niðurstaða Eins og að framan er rakið liggur fyrir í gögnum málsins, og hefur verið staðfest fyrir dóminum með vottorði og vætti C sérfræðings í geðlækningum og embættislækningum, að varna raðili glímir við fjölþættan vanda sem lýsir sér bæði í ýmsum geðrænum einkennum, hegðunar og atferlistruflunum, þroskaskerðingu og miklu innsæisleysi í aðstæður sínar. Vangeta varnaraðila til að setja mörk í samskiptum leiðir til þess að hún er varnarlaus og virðist raunveruleg hætta á að hún verði leiksoppur annarra í ýmsu tilliti. Virðist brýnt að varnaraðili fái meðferð við hæfi sem m.a. styrki hana hvað framangreint varðar og geri henni kleift að takast á við þau áföll sem hún hefur orðið fyrir. Að sam a skapi virðist brýnt að vernda hana fyrir aðstæðum sem hún virðist ekki bera skynbragð á að séu henni ekki hollar og geti beinlínis verið henni hættulegar. Í samræmi við allt framangreint er það því mat dómsins að varnaraðili geti ekki vegna veikinda, in nsæisleysis og andlegs atgervis ráðið persónulegum högum sínum og að brýna nauðsyn beri til 5 sjálfræðissviptingar, sbr. a - lið 1. mgr. 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 svo veita megi henni viðeigandi meðferð. Getur framburður varnaraðila, góður vilji og sú ei ndregna afstaða hennar að hún eigi ekki við vanda að stríða og sé fær um að sjá um sig sjálf, ekki dregið úr vægi fyrirliggjandi vottorða og skýrslna fagfólks fyrir dóminum. Verður því samkvæmt öllu ofansögðu fallist á kröfu sóknaraðila um sjálfræðissvipti ngu varnaraðila með hagmuni hennar sjálfrar í huga og henni til verndar. Þá verður einnig að telja nægilega fram komið að önnur og vægari úrræði komi ekki að haldi en ljóst er að vandi varnaraðila er margþættur og hún þarf samfellda og sérhæfða meðferð til að læra að fóta sig í daglegu lífi. Sóknaraðili hefur farið fram á tímabundna sjálfræðissviptingu varnaraðila í tvö ár, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 71/1997, og styður læknir sá er dómari óskaði eftir að legði mat á ástand varnaraðila þá tímalengd svipti ngar. Þegar horft er til þess að framundan er langtímameðferð varnaraðila, sem mikilvægt er að ekki verði rofin, verður að telja þá tímalengd sviptingar hæfilega í ljósi meðalhófsreglu laga nr. 71/1997. Þá verður einnig að telja þann tíma nauðsynlegan í lj ósi heilsufarssögu varnaraðila og þess sem fyrir liggur í málinu en ljóst er að auk meðferðar þarf varnaraðili stuðning og eftirfylgni. Er því ekki unnt að fallast á kröfu varnaraðila um að sviptingunni verði markaður skemmri tími. Dómurinn vekur þó athygl i á því að varnaraðili á þess kost, samkvæmt 15. gr. áðurnefndra laga, að krefjast niðurfellingar lögræðissviptingar að liðnum sex mánuðum frá uppkvaðningu úrskurðar þessa telji hún að ástæður sviptingar séu ekki lengur fyrir hendi. Allur málskostnaður gr eiðist úr ríkissjóði, samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila og þóknun skipaðs verjanda varnaraðila eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: ár. Allur málskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Árna Þórólfs Árnasonar lögmanns 350.000 krónur, og þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Helgu Bjargar Baldvinsdóttur lögmanns, 350.000 krónur.