LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 27. nóvember 2019. Mál nr. 702/2019 : A (Þorbjörg I . Jónsdóttir lögmaður ) gegn B ( Sigurbjörn Á . Þorbergsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Óvígð sambúð. Fjárslit. Frávísun frá Landsrétti að hluta . Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem leyst var úr ágreiningi milli A og B sem reis við opinber skipti til fjárslita milli þeirra vegna loka óvígðrar sambúðar. A krafðist þess að fasteign sem þau höfðu búið í kæmi óskipt í hlut hennar, en A og B voru þin glýstir eigendur að 50% eignarhluta hvort. A þótti ekki hafa fært fyrir því viðhlítandi rök að efni væri til að víkja frá þinglýstum heimildum um eignarrétt að fasteigninni. Var kröfu A því hafnað og staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um að fasteigni n kæmi til jafnra skipta . Úrskurðu r Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 22. október 2019 , sem barst réttinum 22 . sama mánaðar . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 12. nóvember 2019. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 8. október 2019 í málinu nr. Q - /2018 þar se m leyst var úr nánar tilgreindum ágreiningi aðila við opinber skipti til fjárslita milli þeirra vegna slita á óvígðri sambú ð. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. 2 Sóknaraðili krefst þess a ð hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að fasteignin að í Kópavogi, fastanúmer , komi að óskiptu í hennar hlut við opinber skipti til slita á fjárfélagi milli hennar og varnaraðila. Til vara er þess krafist að framangreind fasteign komi að óskiptu í hlut sóknaraðila við opinber skipti til slita á fjárfélagi aðila, gegn greiðslu sóknaraðila á 3.000.000 króna til varnaraðila. Einnig gerir sóknaraðili kröfu um málskostnað úr hendi varnaraðila vegna meðferðar málsins í héraði og um kærumálskostnað vegna reksturs málsins fyrir Landsrétti. 2 3 Varnaraðili krefs t þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sóknaraðila verði gert að greiða honum kærumálskostnað fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Með hinum kærða úrskurð i var varakröfu sóknaraðila, þess efnis að fasteignin að í Kópavogi , með fastanúmer , komi að óskiptu í hennar hlut gegn greiðslu á 3.000.00 0 króna til varnaraðila, vísað frá dómi. Sóknaraðili krefst þess ekki fyrir Landsrétti að frávísunarákvæði hins kærða úrskurðar verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka kröfuna til efnismeð ferð ar, heldur krefst hún efnisúrlausnar um kröfuna. Með því að heim ild brestur til málskots í því skyni verður þessari kröfu sókn araðila af sjálfsdáðum vísað frá Landsrétti, sbr. til hliðsjónar dóm a Hæstaréttar 7. júní 2006 í máli nr. 273/2006, 29. apríl 2008 í máli nr. 191/2008 og 16. janúar 2018 í máli nr. 791/ 2017. 5 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfest niðurstaða hans um að fasteignin að í Kópavogi, með fastanúmer , skuli koma til jafnra skipta aðila við opinber skipti til slit a á fjárfélagi þeirra. 6 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Vísað er frá Landsrétti kröfu sóknaraðila, A , um að við opinber skipti til fjárslita milli hennar og varnaraðila, B , komi fasteignin í Kópavogi, fastanúmer , að óskiptu í hennar hlut gegn greiðslu á 3.000.000 króna til varnaraðila. Við opinber skipti til fjárslita milli sóknaraðila og varnaraðila skal fasteignin að í Kópavogi, fastanúmer , koma til jafnra skipta þeirra. Sóknaraðili greiði varnaraðila 350.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 8. október 2019 Mál þetta barst dóminum 27. september 2018 með bréfi skiptastjóra, Láru V. Júlíusdóttur, lögmanns, dagsettu 26. sama mánaðar, með vísan til 122. gr., sbr. 112. gr., laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., vegna ágreinings um fjárslit sambúðarfólks. Málið var þingfest 17. október 2018 og tekið til úrskurðar 11. september 2019. t áhvílandi veðskuldum, komi óskipt í hennar hlut. Til vara gerir sóknaraðili sömu kröfu og í aðalkröfu gegn greiðslu til varnaraðila að hámarki 3.000.000 króna. Sóknaraðili gerir jafnframt þá kröfu að í báðum tilvikum skuli allar aðrar skuldir aðila vera á ábyrgð þess sem skráður sé fyrir þeim, og að kostnaður af skiptameðferðinni verði greiddur af varnaraðila að fullu. Þá er gerð krafa um málskostnað úr hendi varnaraðila að skaðlausu að mati dómsins samkvæmt framlögðu málskostnaðaryfirliti. 3 Dómkröfur var varakröfu og öðrum kröfum sóknaraðila um annað en eignarhald á fasteigni nni verði vísað frá dómi eða hafnað. Þá er þess krafist að sóknaraðila verði gert að greiða varnaraðila málskostnað að mati dómsins í samræmi við framlagðan málskostnaðarreikning. Málavextir og sönnunarfærsla: Aðilar málsins hófu sambúð sína á árinu 2009 og skráðu sig formlega í sambúð 19. október 2010. Fyrir átti sóknaraðili tvö börn en á sambúðartímanum eignuðust málsaðilar saman tvö börn, árið 2010 og 2014. Sambúð aðila stóð til 20. október 2017 þegar varnaraðili flutti út. Í fyrstu bjuggu aðilar saman Reykjavík, sem var að 41% í eigu sóknaraðila en 59% í eigu C ehf., en það félag var í eigu föður sóknaraðila. Sóknaraðili seldi nefndan 41% eignarhluta sinn skv. kaupsamningi, dags. 21. desember 2012, til C ehf. Kaupverðið var 11.092.852 krónur, sem g reiddar voru með yfirtöku C ehf. á 9.571.546 króna veðskuld við Arion banka hf., og með því að sóknaraðili fékk greiddar út 1.521.306 krónur. og var sóknarað ili skráður eigandi að 50% eignarhluta og varnaraðili að 50% eignarhluta. Kaupverðið var 31.500.000 krónur, og bar að greiða með peningum 17.500.000 krónur en 14.000.000 króna með veðsetningu eignarinnar fyrir láni frá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Lífeyri ssjóðslánið var gefið út með tveimur veðskuldabréfum, hvort að fjárhæð 7.000.000 króna, dags. 17. desember 2012. Útgefandi bréfanna var sóknaraðili og var veðsetning heimiluð af varnaraðila. Í veðskuldabréfunum kom jafnframt fram veðsetningarheimild um lán á 1. veðrétti frá C ehf., að fjárhæð 7.000.000 króna. Með veðskuldabréfi, dags. 19. desember 2012, útgefnu til C ehf., að fjárhæð 7.000.000 króna, var veðskuldabré fi, dags. 24. mars 2013, útgefnu til C ehf., að fjárhæð 13.000.000 króna, var fasteignin veðsett af varnaraðila með samþykki sóknaraðila á 4. veðrétt. Fyrir liggur í gögnum málsins að framangreindar veðsetningar voru allar gerðar í tengslum við kaup aðila 34.000.000 króna. til Arion banka hf., fyrir höfuðstól að fjárhæð 3 2.000.000 króna. Báðir málsaðilar eru útgefendur þeirra veðskuldabréfa, en samkvæmt veðleyfum frá Lífeyrissjóði verslunarmanna og C ehf. var gerð sú krafa að lán þeirra yrðu greidd upp með lánveitingu Arion banka hf. Liggur ekki annað fyrir en að svo hafi verið gert. Þann 22. ágúst 2018 var kveðinn upp úrskurður í Héraðsdómi Reykjaness um opinber fjárslit milli aðila þessa máls, og sama dag var Lára V. Júlíusdóttir lögmaður skipuð sem skiptastjóri. Í kröfu skiptastjóra til dómsins kemur fram að ósættanlegur ágreiningur hafi komið upp vegna eignarhalds á fasteigninni. Ekki hafi tekist sættir og niðurstaðan því orðið sú að vísa ágreiningi aðila um eignarhald til héraðsdóms. Sóknaraðili setti fram fullnaðarkröfur sínar í greinargerð sem lögð var fram þann 7. nóvember 2018 . sóknaraðila, auk greinargerðar til skiptastjóra, dags. 20. september 2018. Varnaraðili setti fram fullnaðarkröfur sínar í greinargerð sem lögð var fram þann 12. desember veðbandayfirlit, myndir af framkvæmdum sem varnaraðila fyrir árin 2009 - 2018 og greinargerð varnaraðila til skiptastjóra, dags. 4. september 2018. Undir rekstri málsins lagði sóknaraðili fram drög að óundirrituðum samningi milli C ehf. og aði la málsins, yfirlit yfir fjárframlög, skattframtöl sín fyrir árin 2010 - 2018 ásamt yfirliti yfir kreditkortafærslur, færslur í byggingavöruverslun, yfirlit yfir greiðslur inn á reikning C ehf. og uppgjör á láni C ehf. sem ogi, yfirlit greiðslna á kreditkortum og greiðsluþjónustu. 4 Undir rekstri málsins lagði varnaraðili fram frekari ljósmyndir, yfirlit yfir innborganir hans inn á reikning sóknaraðila og afrit reikninga frá byggingavöruverslun. Í þinghaldi málsins þann 9. janúar 2019, og þann 22. febrúar 2019, óskaði varnaraðili þess að skipaður yrði matsmaður til þess að meta til peningavirðis verkframkvæmdir og efniskaup sem hann og hætti að metnar viðbótarmat var fenginn D byggingartæknifræðingur. Í matsgerð hans, dags. 1. mars 2019, nam heildarverðmæti framangreindra matsþátta samtals 4.338.000 krónum. Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilar málsins aðilaskýrslur, vitnaskýrslur gáfu D, matsmaður, E, dóttir sóknaraðila, og F, faðir varnaraðila. Málsástæður og lagarök sóknaraðila: avogi hafi eingöngu verið fjármögnuð af henni og með því hafi hún ein eignast eignarrétt að eigninni, skv. meginreglum eignarréttar, enda geti varnaraðili ekki byggt eignarrétt sinn á neinum viðurkenndum stofnháttum hins hefðbundna eignarréttar. Framlag va rnaraðila við kaupin hafi ekkert verið, hvorki í formi peninga, lána eða annars sambærilegs, og þegar af þeirri ástæðu eigi hann ekkert í eigninni. Byggt sé á því að varnaraðili geti ekki öðlast eignarrétt að fasteigninni aðeins með því að hafa búið með só knaraðila á tilgreindum tíma, ef ekkert framlag liggi fyrir af hans hálfu. Sóknaraðili mótmælir því að meint vinnuframlag varnaraðila geti stofnað einhvern eignarrétt honum til handa, enda hafi það verið óverulegt og ekki annað og meira en framlag sóknara ðila á sama tíma. Þá skipti máli í því sambandi að varnaraðili hafi búið í eigninni til lengri tíma, fyrst í fasteign hafi aðeins verið nægjanlegt til a ð réttlæta afnot hans af fasteignum sóknaraðila. Sóknaraðili bendir á að af dómaframkvæmd megi ráða að strangar kröfur séu gerðar um bein framlög svo að viðurkennd verði hlutdeild í eignamyndun, sbr. m.a. dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 211/2001 og 7 91/2017. Í báðum dómum hafi eingöngu verið litið til þess frá hvorum aðila þeir fjármunir stöfuðu sem mynduðu eignarrétt af viðkomandi eignum, og því verið hafnað með öllu að viðurkenna eignarrétt eingöngu með vísan til skráningar á eignarheimildum. Með ví san til fjármögnunar og afborgana lána beri að líta fram hjá þinglýstum eignarheimildum við ákvörðun eignarhlutfalla með vísan til skýrra Kópavogi. Sók naraðili byggir á því að hún hafi ein fjármagnað kaup fasteignarinnar, og með aðstoð tengdra aðila greitt alla útborgun við kaup á fasteigninni, en varnaraðili ekki. Framlög sóknaraðila hafi með þessum hætti numið 100% af heildarvirði fasteignarinnar við k aupin, m.a. með lántöku. Fjármál aðila eftir kaupin hafi verið með þeim hætti að báðir aðilar lögðu inn á sameiginlegan framfærslureikning vegna fjölskyldunnar og af yfirlitum þess reiknings megi sjá að kostnaður aðila hafi aðeins verið greiddur af varnara ðila í hlutfallinu 23% á móti 77% af sóknaraðila. Framlög varnaraðila til húsnæðiskostnaðar eftir hans hálfu. Engar forsendur séu þannig til að ætla varna raðila eignarhlutdeild í fasteigninni fyrir svo takmarkaða hlutdeild í sameiginlegum kostnaði, enda beri að hafa í huga að varnaraðili hafi á sambúðartímabilinu haft full afnot af fasteigninni og því eðlilegt að hann greiði hluta af kostnaði. Sóknaraðili b rá félagi tengdu sóknaraðila. Eigendaskráning sé engan veginn í samræmi við raunverulegan eignarrétt og hafi aðeins verið gerð með þessum hætti þar sem til stóð á þeim tíma að aðilar gengju í hjónaband, og þá hafi verið stefnt að því að gera kaupmála. Sókn araðili hafnar því alfarið að endurbætur á fasteignunum hafi verið svo verulegar sem varnaraðili byggi á, eða að þær endurbætur hafi leitt til verðmætisaukningar. Endurbætur hafi í raun aðeins verið viðgerð á ónothæfu eldhúsi, sem enga verðmætaaukningu haf i haft í för með sér, heldur hafi miðað 5 að því að halda íbúðinni í nothæfu ástandi. Þá hafi sóknaraðili, faðir hennar og fleiri úr fjölskyldu hennar komið að verkinu auk varnaraðila og föður hans. Ekki síst hafi iðnaðarmenn unnið hluta verksins en faðir só knaraðila og sóknaraðili greitt allan þann kostnað. Sé framlag sóknaraðila og aðstandenda hennar til þess í Reykjavík hafi enn fremur verið smávægilegar og engin eiginleg áhrif haft á verðmæti fasteignarinnar auk þess sem varnaraðili hafi búið þar á sama tíma. Því sé mótmælt að framlögð matsgerð sanni eignarrétt varnaraðila, enda hafi sá efniskostnaður verið greiddur af sóknaraðila en ekki varnaraðila. Só vegar með greiðslu útborgunar, 3.048.474 króna, og allra annarra hluta kaupverðsins með lántökum, og með því að faðir hennar hafi fjármagnað kaupin að hluta, og hins vegar með því að sóknaraðili hafi að verulegu leyti, eða nærfellt 80%, greitt kostnað heimilisins á þeim tíma sem aðilar bjuggu saman. Greiðslur varnaraðila hafi, t.a.m. á tímabilinu mars 2013 til október 2017, aðeins numið 23% af heildarkostnaði hei milisins. Jafnframt bendir sóknaraðili á að vegna þróunar fasteignaverðs á tímabilinu hafi verðmætaaukningin verið mest fyrst eftir kaupin, þegar framlög varnaraðila til kaupanna hafi verið sama og engin. Því sé óeðlilegt að varnaraðili fái að njóta verðmæ taaukningar sem fyrst og fremst hafi orðið á eigninni vegna þróunar á fasteignamarkaði á þeim tíma þegar sóknaraðili hafi ein lagt til það sem þurfti og varnaraðili nær engin framlög innt af hendi. Eðlilegt væri að miða við að eignarhlutfall varnaraðila væ ri minna en sem nemi framlagi hans á tímabilinu í heild, ef ekki verði fallist á aðalkröfu sóknaraðila. Af þessum sökum sé varakrafa sóknaraðila sett fram umfram skyldu, og algjör hámarksgreiðsla til handa varnaraðila og eingöngu gerð í sáttaskyni. Sóknar aðili kveðst hafna því að verðmæti fasteignarinnar í dag sé 56.000.000 króna. Byggir sóknaraðili á því að verðmæti eignarinnar sé að hámarki 52.000.000 króna. Eigið fé í eigninni að frádregnum skuldum sé því að hámarki 20.000.000 króna. Eignarhlutur varnar aðila í eigninni geti að hámarki verið í samræmi við bein framlög hans til verðmætaaukningar á eigninni. Byggir sóknaraðili á því að þannig geti eignarhlutur varnaraðila að hámarki numið 23% af verðmætaaukningu fasteignarinnar, að frádregnu eiginframlagi s óknaraðila við kaupin, 6.888.417 krónum, og nemi því um 3.000.000 króna að hámarki. Þá sé því alfarið hafnað að varnaraðili eigi rétt á hlut í leigutekjum, nema að hámarki í samræmi við áðurgreindan hámarkseignarhlut hans í eigninni, auk þess sem þá verði að taka með í útreikninginn að sóknaraðili hafi ein annast allar greiðslur af eigninni frá samvistarslitum svo og umsjón eignarinnar. Um lagarök vísar sóknaraðili til almennra reglna eignarréttarins, einkum um stofnhætti eignarréttar, sem m.a. megi sjá lag astoð fyrir í ákvæðum laga nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, svo og almennum reglum fjármuna - og kröfuréttar. Þá sé vísað til dómafordæma og óskráðra reglna um skiptingu á eignum sambúðarfólks og reglunnar um gagnkvæma hlutdeild í eignamyn dun á sambúðartíma. Jafnframt sé vísað til ákvæða þinglýsingalaga nr. 39/1978, einkum 33. gr. Um málskostnað er vísað til 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök varnaraðila: Varðandi frávísunarkröfur sínar bendir va rnaraðili á að á skiptafundi þann 24. september 2018 hafi orðið samkomulag um að ekki yrði öðrum ágreiningi vísað til héraðsdóms en ágreiningi um eignarhald á ág reiningsefni áréttuð og með vísun í samkomulag á skiptafundi að einungis ágreiningi um eignarhald yrði vísað til héraðsdóms. Krafa varnaraðila um frávísun varakröfu sóknaraðila og kröfum um annað en eignarhald á fasteigninni byggist á því að ekki verði ley st úr ágreiningsefni sem skiptastjóri hafi ekki vísað til úrlausnar héraðsdóms. Að auki byggist krafan um frávísun á því að krafan sé mjög vanreifuð, enda byggist hún ekki á mati óháðs aðila heldur vilja sóknaraðila. Varnaraðili byggir á því að þótt aðilar hafi skráð sig í sambúð á árinu 2010 hafi sambúð þeirra hafist hafi sóknaraðili átt í hlutfallinu 41% á móti 59% eignarhluta C ehf., en ekki með þei m hætti sem byggt sé á af hennar hálfu í stefnu. Snemma á samvistartímanum hafi orðið fjárhagsleg samstaða með aðilum og í kjölfar bankahrunsins hafi varnaraðili leyst út séreignarsparnað sinn að fjárhæð 1.000.000 króna sem hafi 6 runnið til sameiginlegs hei milishalds þeirra og barna sóknaraðila. Frá upphafi sambúðar árið 2008 hafi varnaraðili lagt mestallar tekjur sínar inn á reikning á nafni sóknaraðila og af þeim reikningi hafi sameiginleg útgjöld verið greidd. Varnaraðili hafi stundað aukavinnu tengda sér menntun sinni og afhent sóknaraðila afrakstur þeirrar vinnu til greiðslu á sameiginlegum útgjöldum. Árið 2014 hafi varnaraðili innleyst séreignarsparnað sinn að fjárhæð 1.000.000 króna sem hafi runnið til sameiginlegs heimilishalds aðila. Varnaraðili bend ir á að hann hafi tekið þátt í heimilisstörfum að jöfnu við sóknaraðila og sé staðhæfingum um annað mótmælt. Varnaraðili hafi gengið tveimur börnum sóknaraðila í föðurstað og tekið fullan þátt í greiðslu kostnaðar sem hafi fallið til vegna þeirra, þótt han n væri ekki framfærsluskyldur gagnvart þeim að lögum. Varnaraðili hafi lagt til peninga vegna bifreiðakaupa og annast viðhald, viðgerðir og varahlutakaup. Varnaraðili byggir á því að hann hafi lagt til veruleg verðmæti til eignamyndunar með eigin vinnufra framlögðum myndum megi sjá umfang þeirrar vinnu að nokkru en ekki sé þar allt tæmandi talið. Eldri flísar hafi verið teknar burt af veggjum og gólfum, nýjar flís ar verið lagðar á gólf og nýtt upphengt salerni verið sett upp. Eldhúsgólf hafi verið slípað og breytingar gerðar á baðherbergishurð. Öllu viðameiri vinna matsman ns um nefndar framkvæmdir og virði þeirra. kaupin hafi verið fjármögnuð með lánum, samtals að fjárhæð 34.000.000 króna, sem hafi verið 2,5 milljónum hærri fjárhæð en kaupverð eignarinnar. Varnaraðili hafi t ekið lán upphaflega að fjárhæð 20.000.000 króna og sóknaraðili tekið lán upphaflega að fjárhæð 14.000.000 króna. Ósannað sé að sóknaraðili hafi lagt fram eigið fé til kaupanna en skuldbinding varnaraðila skv. nefndum tveimur veðskuldabréfum sé raunveruleg. Ekki séu það góð lánskjör að fjárhæð skuldabréfa sóknaraðila skyldi vera talsvert hærri en lánsþörfin hafi verið vegna kaupanna. Til marks um ætlan aðila um að íbúðin skyldi vera í óskiptri sameign að jöfnu, sé að þegar íbúðarlánin hafi verið endurnýjuð á rið 2016, með nýjum lánum frá Arion banka hf., hafi báðir málsaðilar verið skuldarar að óskiptu og til helminga á þeim nýju lánum. Á því er byggt af hálfu varnaraðila að með aðilum hafi á sambúðartímanum myndast fjárhagsleg samstaða sem lýsi sér m.a. í þv í að varnaraðili hafi lagt laun sín inn á reikning á nafni sóknaraðila og af þeim reikningi hafi verið greitt af fasteignalánum og rekstarkostnaði heimilisins. Á því sé byggt að varnaraðili hafi greitt af þeim lánum sem hann tók vegna kaupanna og að launum hans hafi fyrst verið ráðstafað til greiðslu afborgana af þeim lánum. Hafi hann hvað lánagreiðslur varði ekki lagt minna af mörkum en sóknaraðili á sambúðartímanum. Sé framlögðu skjali þar sem fram komi einhliða útreikningur sóknaraðila á útgjöldum mótmæl t. Þá sé á því byggt að leigutekjur af íbúðinni hafi greitt niður skuldir beggja í samræmi við eignarhlutföll og það undirstriki að varnaraðili hafi greitt að lágmarki mánaðarlegar afborganir lána að hálfu á móti sóknaraðila. Jafnframt er á því byggt að va rnaraðili hafi lagt til verðmæta vinnu, eigin vinnu og vinnu föður síns sem hafi verið unnin í þágu varnaraðila, aðkeypta verktakavinnu sem faðir hans hafi greitt fyrir og efniskaup sem faðir hans hafi lagt út og veiti varnaraðila hlutdeild í eignamyndun á sambúðartímanum. Í sóknaraðila. Engin rök standi til annars en að íbúðin komi til skipta að jöfnu við fjárslit aðila, enda hafi framlag varnaraðila til eigna myndunar verið að minnsta kosti jafn mikið og sóknaraðila. og að eiga hana til helminga hvort á móti öðru. Sóknaraðili geti ekki fyrir tómlætis sakir nú haldi ð öðru fram þegar aðstæður hafi breyst. Vinnuframlag varnaraðila og föður hans auk alls útlagðs kostnaðar hafi verið unnið á þeirri augljósu forsendu að unnið væri að endurbótum á eign í eigu varnaraðila. Það vinnuframlag og greiðsla útlagðs kostnaðar sé í gildi peningaframlags.Varnaraðili mótmælir staðhæfingum og málsástæðum sóknaraðila þess efnis að ættmenni hennar hafi komið að þeirri vinnu sem varnaraðili telji sér til tekna. Þá sé krafa sóknaraðila órökstudd, vanreifuð og langt frá því að endurspegla he lmings 7 Um lagarök vísar varnaraðili til meginreglna eignarréttar um myndun sameignar og til reglna einkamálaréttarfars um sönnun og sönnunarbyrði, til meginreglna íslensks réttar um tómlætisáhrif og regln a samningaréttar um skuldbindingargildi loforða. Krafan um málskostnað byggist á 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála í héraði. Niðurstaða: Varnaraðili krefst frávísunar varakröfu sóknaraðila, og að kröfu sóknaraðila um að allar aðrar skuldir að ila skuli vera á ábyrgð þess sem skráður er fyrir þeim, verði sjálfkrafa vísað frá dómi, sem og kröfunni um að kostnaður við skiptameðferðina skuli greiddur af varnaraðila að fullu. Í 1. mgr. 122. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. segir að í kröfu skiptastjóra til dómsins skuli koma fram um hvað ágreiningur standi og hverjar kröfur hafi komið fram í því sambandi. Í 112. gr. laga nr. 20/1991 kemur fram að rísi ágreiningur milli aðila skuli skiptastjóri leitast við að jafna hann, takist það ek ki beinir skiptastjóri málefninu til héraðsdóms eftir ákvæðum 122. gr., en slíkur ágreiningur verði ekki lagður fyrir dómstóla á annan hátt. Í málinu liggur fyrir greinargerð sóknaraðila til skiptastjóra, dags. 20. september 2018, þar sem hann setti fram sömu kröfur og fyrir dómi nú. Varnaraðili gerði þá kröfu í tölvupósti til skiptastjóra, dags. 3. september 2018, að hann sem helmingseigandi að fasteigninni fengi sinn eignarhluta greiddan sér út. Á skiptafundi þann 24. september 2018 voru framangreind gög n lögð fram. Fram kemur að ekki hafi tekist að jafna ágreining aðila og var niðurstaða skiptafundar sú að skiptastjóri myndi vísa ágreiningi um eignarhald til héraðsdóms. Þótt kröfur sóknaraðila hafi með þessum hætti komið fram hjá skiptastjóra þykir ljóst af ákvörðun skiptafundar, og bréfi skiptastjóra til dómsins, að ekki hafi þótt ástæða til að bera annan Í máli sóknaraðila kom fram að varakrafa málsins hafi í raun verið sett fram í sáttaskyni. Þá v irðist varakrafan byggjast á mati sóknaraðila sjálfs á verðmæti fasteignarinnar og útreikningum hennar sjálfrar á eigin fé varnaraðila í eigninni, að frádregnum ótilgreindum skuldum. Með sama hætti liggur ekkert fyrir ist úrskurðar um. Þá hefur með engum hætti verið gerð grein fyrir hver kostnaður skiptameðferðar er eða verður, eða á hvaða forsendum beri að dæma varnaraðila til þess að greiða hann að fullu. Með vísan til ofangreinds verður varakröfu sóknaraðila og kröf um sóknaraðila um að allar aðrar skuldir skuli vera á ábyrgð þess sem skráður sé fyrir þeim, og að kostnaður af skiptameðferðinni verði greiddur af varnaraðila að fullu, vísað frá dómi. - og varnaraðili eru þinglýstir eigendur að 50% eignarhluta hvort. Sóknaraðili gerir þá kröfu að eignin komi að óskiptu í hennar hlut, og ber hún sönnunarbyrðina fyrir því að eignarhluti hennar sé annar og meiri en þinglýstar heimildir kveða á um. Sóknaraðili byggir í því sam af henni og með aðstoð aðila sem tengjast henni, og að varnaraðili hafi ekkert lagt til, hvorki í formi fjár, lána eða annars. Eins og getur um í málsatvikalýsingu keyptu aðilar mál sins saman umrædda fasteign þann 19. desember 2012. Kaupverðið var 31.500.000 krónur og skyldi greitt með láni sem kaupendur tækju hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna að fjárhæð 14.000.000 króna og þremur peningagreiðslum samtals að fjárhæð 17.500.000 krónur. Varnaraðili bar fyrir dómi að hann hefði ekkert greitt af eigin fé þegar kaupin fóru fram. Fyrir liggur hins vegar að varnaraðili tók tvö lán samtals að fjárhæð 20.000.000 króna, hjá C ehf., félagi í eigu föður sóknaraðila, og var þeim þinglýst á fasteign ina, ásamt lánum Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem sóknaraðili var útgefandi að. Óumdeilt er að öll lánin voru tekin í tengslum við kaupin á fasteigninni, og nam höfuðstóll lánanna 34.000.000 króna eða nokkru hærri upphæð en kaupverð eignarinnar. Mun það me ðal annars skýrast af því að 13.000.000 króna lán, sem varnaraðili tók skv. framangreindu, bar 0% vexti og með afföllum hafi höfuðstóll þess í raun verið nokkru lægri. Í skjali, sem sóknaraðili lagði fram, kemur fram að kaupverð eignarinnar ásamt kostnaði hafi numið 31.957.425 krónum, og að C ehf. hafi af því greitt 18.084.917 krónur. Ósannað er annað en að sú greiðsla 8 hafi verið útborgun á þeirri lánveitingu sem varnaraðili tók hjá C ehf. að fjárhæð 20.000.000 króna samkvæmt framangreindu. Sóknaraðili hef af eigin fé sínu við kaupin. Ekki er óvarlegt að ætla að mismunur nefnd s kaupverðs og kostnaðar, 31.957.425 krónur, og framangreindri 18.084.917 króna greiðslu frá C ehf., sem nemur 13.872.508 krónum, hafi greiðst til seljanda fasteignarinnar með þeirri 14.000.000 króna lánveitingu sem sóknaraðili tók hjá Lífeyrissjóði verslu narmanna og þinglýst var á fasteignina. varnaraðili var lántakandi að mun hærri fjárhæð en sóknaraðili. Sú staðreynd að félag í eigu föður sóknaraðila hafi verið lán veitandi að lánum til varnaraðila verður með engum hætti metið sem fjárframlag sóknaraðila við kaupin eða eftirgjöf til hennar, enda námu veðlánin hærri fjárhæð en kaupverð fasteignarinnar. Þá er fram komið að öll framangreind veðlán, þar á meðal lán C ehf ., voru að fullu greidd upp með nýrri veðsetningu frá Arion banka hf. á árinu 2016, og báðir málsaðilar voru lántakendur þeirra lána. Með vísan til þessa verður að hafna þeirri málsástæðu sóknaraðila að hún hafi ein fjármagnað kaup í Kópavogi. Sóknaraðili byggir á því að frá mars 2013 og til október 2017 hafi varnaraðili aðeins greitt 23% af sameiginlegri framfærslu, og því hafi framlag hans til húsnæðiskostnaðar á sama tíma ekkert verið eða óverulegt. Ekki er ágreiningur um það að varnaraðili flutti inn til sóknaraðila á árinu 2009, formleg sambúð þeirra hófst haustið 2010, og samvistarslit urðu haustið 2017. Óumdeilt er að aðilar eignuðust saman tvö börn á sambúðartímanum og keyptu saman framangreinda fasteign á árinu 2012, og þá stóð til að þau myndu gifta sig. Ekki var skilað sameiginlegu skattframtali á sambúðartímanum en með samantekt á tekjum hvors aðila á sama tíma kemur fram að tekjur þeirra voru svipaðar, en tekjur varnaraðila þó ívið hærri. Fram kom í málinu að aðilar hef ðu verið með sameiginlegt greiðslukort, og hafi kostnaður þess verið tekinn út af reikningi í eigu sóknaraðila, en varnaraðili hefði greitt mánaðarlega inn á þann reikning. Þá kom fram að sóknaraðili hefði séð um fjármál heimilisins og bar hún að hafa reik nað mánaðarlega út hver rekstrarkostnaður heimilisins væri og hver væri persónulegur kostnaður aðila. Í samræmi við það hafi hún látið varnaraðila í té mánaðarlegt yfirlit og sundurliðanir um þau útgjöld og hvað varnaraðili ætti að greiða inn á reikning he nnar á hverjum mánuði. Af framangreindu verður ráðið að fjárhagsleg samstaða hafi verið með aðilum. Þau mánaðarlegu yfirlit sem sóknaraðili gat um liggja ekki fyrir í málinu en sóknaraðili lagði fram skjal sem ber yfirskriftina varnaraðila fyrir dómi. Varnaraðili bar hins vegar fyrir dómi að hann hefði greitt mánaðarlega helming af sameiginlegum kostnaði aðila, þar á meðal afborganir fasteignaveðlána. Lagð i varnaraðili fram yfirlit frá banka um þær mánaðarlegu innborganir, allt frá maí 2009. Ekkert í gögnum málsins gefur til kynna að sóknaraðili hafi á einhverjum þeim tíma gert athugasemdir við þær greiðslur. Telst því að mati dómsins ósannað af hálfu sókna raðila að varnaraðili hafi ekki greitt helming af sameiginlegum útgjöldum aðila, að teknu tilliti til leigutekna, þar á meðal afborganir veðlána. Sóknaraðili mótmælir því að meint vinnuframlag varnaraðila hafi stofnað einhvern eignarrétt honum til handa, e nda óverulegt og ekki leitt til verðmætisaukningar. kemur fram a ð heildarkostnaður þessara verkþátta hafi numið 4.338.000 krónum. Ágreiningur er með aðilum um hvort þeirra hafi greitt efniskostnað, 1.244.000 krónur, en sannað þykir að vinnan hafi verið unnin af varnaraðila og föður hans, sem metin er á 3.094.000 krónur í matsgerð, og hafi leitt til verðmætisaukningar. Gegn neitun varnaraðila telst ósannað í málinu að sóknaraðili hafi lagt meira af mörkum við heimilisstörf meðan á samvistum aðila stóð, og með vísan til framangreinds, og gagna málsins að öðru 9 leyti, verð ur að hafna þeirri mótbáru sóknaraðila að þær greiðslur sem varnaraðili hafi innt af hendi hafi verið leiga varnaraðila fyrir afnot af fasteignum sóknaraðila. Kópa vogi, fastanr. , komi að óskiptu í hennar hlut, en fallist er á kröfu varnaraðila þess efnis að viðurkennt sé að fasteignin komi til jafnra skipta. Með vísan til framangreinds, 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/19 91 um skipti dánarbúa o.fl., verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðila málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðinn kveður upp Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari. Úrskurðarorð. og varnaraðila, B, koma til jafnra skipta. gegn greiðslu á 3.000.000 króna til varnaraðila, að allar aðrar skuldir aðila skuli vera á ábyrgð þess sem sé skráður fyrir þeim, og að kostnaður af skiptameðferðinni verði greiddur af varnaraðila að fullu, er vísað frá dómi. Sóknaraðili greiði varnaraðila 1.984.000 krónur í málskostnað.