LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 20. mars 2020. Mál nr. 835/2018 : Ákæruvaldið (Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari ) gegn Gunnlaug i Arnar i Sigurðss yni (Eiríkur Gunnsteinsson lögmaður , Ragnar Björgvinsson lögmaður, 3. prófmál ) Lykilorð Brot gegn valdstjórninni. Lögreglumaður. Skilorð. Útdráttur G var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, sbr. 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa hrækt í tvígang á lögreglumann við skyldustörf. Héraðsdómur féllst ekki á að háttsemi G yrði heimfærð undir 106. gr. almennra hegningarlaga heldur ætti hún undir 234. gr., sbr. b - lið 242. gr. sömu laga. Þar sem ekki hefði verið ákært fyrir þá háttsemi var G sýknaður í héraði. Í dómi Landsréttar var skírskotað til þess að sannað væri að G he fði haft ásetning til að hrækja á lögreglumanninn. Honum hefði verið ljóst að lögregla hefði komið á vettvang í umrætt skipti vegna hávaðaútkalls. Vísaði rétturinn til þess að í dómaframkvæmd hefði verið litið svo á að sú háttsemi að hrækja á opinberan sta rfsmann þegar hann væri að gegna skyldustarfi sínu, varðaði við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga. Ekkert væri fram komið sem leiða ætti til annarrar niðurstöðu í málinu. Var G því sakfelldur fyrir framangreinda háttsemi og refsing hans ákveðin fange lsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómar inn Kristbjörg Stephensen og Ása Ólafsdóttir og Hjörtur O. Aðalsteinsson , settir landsréttardómarar. Málsmeðferð og dómkröfur að ila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 12. október . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. september 2018 í málinu nr. S - 279/2018 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og dæmdur til refsingar. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða allan sakarkostnað í héraði og fyrir Landsrétti. 2 3 Ákærði krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms, til vara, verði hann sakfelldur, að honum verði ekki gerð refsing en að því frágengnu að honum verði gerð vægasta refsing sem l ög leyfa. Niðurstaða 4 Í málinu er ákærða gefið að sök brot gegn valdstjórninni með því að hafa hrækt í tvígang á lögreglumann af annarri hæð húss. Héraðsdómur féllst ekki á að háttsemi ákærða yrði heimfærð undir 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 heldur ætti hún undir 234. gr., sbr. b - lið 242. gr. sömu laga . Þar sem ekki var ákært fyrir þá háttsemi var ákærði sýknaður. 5 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um að ákærði hafi haft ásetning til að hrækja á lögreglu manninn A . 6 Ákærða var ljóst að lögregla hafði komið á vettvang í umrætt skipti vegna hávaðaútkalls. Í dómaframkvæmd hefur verið litið svo á að sú háttsemi að hrækja á opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, varði við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga. Ekkert er fram komið sem leiða ætti til annarrar niðurstöðu í máli þessu. Verður ákærði því sakfelldur fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru og er réttilega heimfærð undir 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga. 7 Ákæ rði hefur ekki áður sætt refsingu. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi, sem bundin verður skilorði eins og í dómsorði greinir. 8 Eftir þessum úrslitum verður ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins í héraði, eins og hann va r ákveðinn í hinum áfrýjaða dómi, svo og áfrýjunarkostnað þess, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Gunnlaugur Arnar Sigurðs son, sæti fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins í hérað i, 611.320 krónur, svo og áfrýjunarkostnað þess, 444.683 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, Eiríks Gunnsteinssonar lögmanns, 421.600 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 21. september 2018 Mál þetta, sem dómteki ð var 7. september sl., var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dags. 11. maí 2018, á hendur: , 3 , Reykjavík, fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar 2017, að í Reykjavík, hrækt í tvígang á lögreglumanninn A út um glugga á annarri hæð hússins og lentu báðir hrákarnir á lögreglumanninum sem var þar utandyra við skyldustörf. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er Verjandi ákærða gerir þær kröfur að ákærði verði sýknaður en til vara að honum verði ekki gerð refsing en til þrautarvara að honum verði dæmd vægasta refsing er lög leyfa o g að hún verði skilorðsbundin. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. I. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar 2017 hafi lögreglan í tvígang verið kvödd að vegna tilkynningar um hávaða úr íbúð á efri hæð hússins sem hefði staðið í langan tíma. Í fyrra skiptið barst tilkynning kl. 3:05 og fóru tveir lögreglumenn á vettvang. Segir í skýrslunni að tveir karlmenn sem í íbúðinni voru hafi lofað að lækka tónlist sem þei r voru að spila. Urðu þeir hins vegar aðeins við því í skamma stund og var lögreglan því kvödd á vettvang á ný ekki löngu síðar. Komu þá sex lögreglumenn á vettvang kl. 5:09. Segir í skýrslu lögreglu að mennirnir hafi rætt við lögreglu út um glugga á íbúði nni en þeir hafi ekki viljað opna útidyrnar. Báðir neituðu þeir að gefa persónuupplýsingar en annar þeirra, sem síðar kom í ljós að var B , hafi þó lofað að lækka tónlistina. Hafi þeir verið mjög ókurteisir við lögreglu. Er lögreglan var á förum hafi ákærði hrækt út um gluggann og yfir lögreglumanninn A , sem hafi spurt hvort ákærði væri að hrækja á hann viljandi. Hafi ákærði þá hrækt strax aftur. Tekið er fram að báðir hrákarnir hafi lent á lögreglumanninum, sem krafðist þess að þeir opnuðu fyrir lögreglu. H afi B þá opnað útidyrnar en ákærði hafi reynt að hindra lögreglu í að komast inn í íbúðina sjálfa. Ákærði var handtekinn í íbúðinni og fundust skilríki á honum og á B . Kom í ljós að ákærði bjó í íbúðinni en B var þar gestkomandi. Var ákærði í kjölfarið flu ttur á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu. Í handtökuskýrslu, svo og í vistunarskýrslu fangageymslu, kemur fram að sjáöldur ákærða hafi verið útvíkkuð, jafnvægi hans óstöðugt og framburður ruglingslegur. Nánar er ástandi hans lýst sem annarlegu og að sjáanleg ölvun hans hafi verið mikil. Í skýrslutöku af ákærða síðar þennan dag kannaðist hann við að bera ábyrgð á hávaða úr íbúðinni. Kvaðst hann ekki muna eftir fyrri heimsókn lögreglu en í seinna skiptið hefði allt gerst mjög hratt. Taldi hann brot ge gn valdstjórninni byggja á veikum grunni. Önnur skýrsla var tekin af ákærða 9. ágúst 2017 og neitaði ákærði þá sök. Kannaðist hann við að hafa hrækt tvisvar sinnum út um glugga en ekki á lögreglumanninn heldur beint niður. Í upplýsingaskýrslu frá 15. janú ar 2018 er haft eftir A að hann hefði farið inn í garð vinstra megin við húsið. Minnti hann að sá aðili sem hrækti hefði hrækt út um efsta gluggann lengst til vinstri. Tveir aðilar hafi komið út hvor í sinn gluggann en opnanleg fög hafi verið bæði hægr a og vinstra megin. II. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna við aðalmeðferð málsins, að því marki sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar þess. Ákærði kvaðst hafa komið heim til sín um kl. 01:00 ásamt félaga sínum B eftir að hafa verið að skemmta sér. Þeir hafi farið að hlusta á tónlist í tölvu ákærða í eldhúskrók. Lögreglan hefði haft afskipti af því eftir tilkynningu nágranna um kl. 03:00. Hefði ákærði lítið viljað hafa samskipti við lögreglu og nágrannann. Hafi B séð um það að mestu. Lögreglan hafi komið aftur ekki löngu síðar. Hafi hann séð blikkandi ljós í götunni og hafi verið reynt að ná sambandi við þá með vasaljósi úr garðinum eins og gert var við fyrri heimsóknina. Hafi þeir dregið niður í tónlistinni og hey rt bankað verulega fast á hurðina niðri 4 en dyrabjallan hafi ekki verið í sambandi. Ákærði lýsti ástandi sínu umrætt sinn svo að hann hefði ekki verið dauðadrukkinn en ekki bláedrú heldur. B hafi farið út í gluggann en síðan niður til að tala við lögreglu. Ákærði kvaðst hafa farið út í gluggann í opnanlega fagið vinstra megin innan frá séð og hrækt í hafi verið ósáttur við aðfarir lögreglu. Áréttaði hann það sem fram kom í lögregluskýrslu um að hann hefði opnað gluggann út til vinstri. Hafi hann hrækt beint niður með húsinu en ekki í áttina að lögreglumanninum. Kvaðst hann hafa séð lögreglumanninn koma í átt að glugganum en hann hafi verið með vasaljós. Hins v egar hafi verið kolniðamyrkur. Þá hafi verið tré fyrir framan gluggann. Ákærði glugganum. A lögreglumaður lýsti atvikum umrætt sinn en hann kvaðst haf a komið ásamt félögum sínum í seinna hávaðaútkallið. Félagi ákærða hafi komið út í glugga hægra megin utan frá séð og hafi hann átt einhver orðaskipti við hann. Ákærði hafi síðan komið út í hinn gluggann og hafi vitnið þá beint athygli sinni að honum. Hafi vitnið verið í garðinum og staðið undir glugganum. Félagar hans hafi ekki verið langt undan í garðinum. Vitnið hafi verið að gera sig líklegan til að fara þar sem dregið hafði verið niður í tónlistinni þegar hann hafi séð ákærða hrækja. Þá hafi hann séð þ egar hann hrækti svo til strax aftur. Kvaðst vitnið ekki muna til þess að hafa átt í neinum orðaskiptum við ákærða áður en þetta gerðist. Hafi báðir hrákarnir lent á honum og farið á andlit hans í fyrra skiptið en í hár hið seinna en þá hafi hann náð að lí ta niður. Eftir fyrri hrákann hafi hann spurt hvort ákærði væri að hrækja á sig. Þessa nótt hafi verið vafa um að ákærði hefði miðað á hann. C lögregluma ður kvaðst hafa komið ásamt tveimur félögum sínum í hávaðaútkall. Mikill hávaði hefði heyrst úr íbúð ákærða þegar á vettvang var komið. Brugðið hafi verið á það ráð að lýsa í glugga í garði til að ná athygli þeirra sem í íbúðinni voru. Hafi maður sem þar v ar spjallað við þá. A hefði átt í einhverjum samskipti við hinn náungann. Sá hefði hrækt út um gluggann. Hafi A A og þann seinni mjög skýrt en þá hefði athygli hans verið óskipt. Hefði hann farið á A sem hafi staðið undir glugganum en vitnið um 3 4 metrum aftar. Vitnið kvaðst ekki muna sérstaklega eftir rigningu umrætt sinn en kvaðst gera skýran greinamun á hráka og regndropa. Hrákarnir hefðu farið á A o g nefndi vitnið andlit, höfuð og vesti. D lögreglumaður kvaðst hafa farið inn í garð umrætt sinn. Þeir hafi haft samskipti við aðila í gegnum glugga á stofu og beðið um að tónlist yrði lækkuð. Annar aðilinn hafi hrækt út um gluggann lengst til vinstri og hafi A skáhallt um tveimur skrefum fyrir aftan A . Hafi hann því séð þegar ákærði hrækti og hafi hrákarnir lent á andliti A . E lögreglumaður kvaðst hafa farið ásamt félögum s ínum í garð hússins og beðið aðila um að lækka tónlist sem þeir hafi spilað mjög hátt. Ákærði hefði hrækt út um gluggann sem hann var í en vitnið kvaðst muna eftir glugganum lengst til vinstri séð utan frá. A þá hafi hann hrækt aftur. Kvaðst vitnið hafa veitt viðbrögðum A eftirtekt en hann hefði gripið um andlit sér og látið framangreind ummæli falla. Vitnið kvaðst hafa staðið skáhallt fyrir aftan A . Vitnið kvað ákærða hafa verið mjög drukkinn. F lögreglumaður kv aðst hafa verið kölluð að vegna hávaða í tvígang. Í seinna skiptið hafi aðrir lögreglumenn verið komnir á vettvang. Hún hafi ekki séð hvað gerðist en heyrt af því að ákærði hefði hrækt á A en hún myndi ekki í dag hvað hún heyrði um það. Hún kvaðst ekki muna í hvorum glugganum ákærði hefði verið staðsettur. Spurð út í ummæli sín í skýrslu lögreglu um að hráki hefði alls ekki lent í andliti lögreglumannsins áréttaði hún að hún hefði ekki verið vitni að atvikum og gaf skýringu á því sem eftir henni var haf t. G lögreglumaður kvaðst hafa komið á vettvang ásamt F en þau hefðu sinnt fyrra hávaðaútkallinu saman. Hann hafi ekki verið vitni að því sem gerðist en hann hafi heyrt einhvern kalla úr garðinum að það hefði verið hrækt á sig. Kvaðst hann muna vel að A b löskraði mjög og hefði ekki farið milli mála að honum misbauð framkoma ákærða. 5 H , kannaðist við að lögregla hefði komið í tvígang að vegna hávaða úr íbúð ákærða þar sem vitnið var gestkomandi. Hafi þeir félagar verið að spila tónlist og drekka bjór og hefðu viljað vera í friði. Hafi vitnið verið með einhver leiðindi við lögreglu og m.a. neitað að lækka tónlistina. Lögreglan hafi komið aftur og þeir félagar orðið varir við blikkandi ljós. Vitnið hefði farið út í glugga í stofu að kíkja. Hafi hann kíkt út um glugga þeim megin sem græjurnar voru. Hann hefði svo dregið niður í tónlistinni og farið niður en ákærði verið eftir. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða hrækja út um gluggann. III. Niðurstaða Ákærða er gefið að sök að hafa hrækt í tvígang á lögreglumanninn A út um glugga á annarri hæð hússins og að hrákarnir hafi báðir lent á lögreglumanninum eins og nánar greinir í ákæru. Ber ákærða og brotaþola saman um að hrákarnir hafi komið hvor á eftir öðrum, þ.e. sá seinni svo til strax á eftir þeim fyrri. Óumdeilt er að lögreglumaðurinn var að sinna skyldustörfum umrætt sinn og var hann þá staddur í bakgarði hússins neðan við gluggann. Ákærði kannast við að hafa hrækt tvisvar sinnum út um glugga íbúðar efri hæðar . Hann neitar því hins vegar að hafa ætlað að hrækja á lögreglumann sem stóð fyrir utan húsið og telur útilokað að hrákarnir hafi getað lent á honum. Stafi það af því að ómö gulegt sé að hrækja nema beint niður en lögreglumaðurinn hafi ekki verið þannig staðsettur. Þá sé tré fyrir utan gluggann auk þess sem úti hafi verið dimmt og rigning. Einnig hamli aðgengi við gluggann innan frá nokkuð. Vettvangsskoðun leiddi það í ljós að hæglega er hægt að hrækja út um glugga íbúðarinnar, eins og hann er úr garði gerður, þ.e. út um bæði opnanlegu fögin, og stóð ómöguleiki ekki í vegi fyrir því að hrákarnir gætu lent á A . Ræðst útkoman eðli máls samkvæm t m.a. af því hvernig sá sem hrækir beitir sér og hve mikinn kraft hann leggur í hrákann. Þá skal þess getið að þegar atvik áttu sér stað var tré við gluggann í vetrarbúningi, þ.e. ólaufgað, og snjóað hafði, eins og sjá má af ljósmyndum í málinu. Lýtur sö nnun því fyrst og fremst að því hvort hrákarnir hafi hafnað á A umrætt sinn. Bar hann ákveðið hér fyrir dómi að hrákarnir hefðu lent á honum í bæði skiptin. Hann hafi séð ákærða hrækja og greinilega hafi verið um að ræða hráka en ekki regndropa eins og ýj að hafi verið að. Hafi hann kallað upp lögreglumannanna C og D og að hluta E og G , sem báru um viðbrögð hans í kjölfarið. Vitnin báru jafnframt um að A hefði verið þannig staðsettur að ákærði hefði getað hrækt á hann út um gluggann. Ekkert haldbært er komið fram í málinu sem rýrir sönnunargildi framburðar vitnanna. Dómurinn telur í ljósi framangreinds sannað að hrákar ákærða hafi lent á A . Það að ákærði hafi hrækt í tvígang þykir að mati dómsins benda til þess að hann hafi haft ásetning til að hæfa A . Mátti honum vera ljóst að líklegt væri að hrákarnir myndu hæfa hann enda stóð hann fyrir neðan gluggann og ákærði var í góðri aðstöðu til athæfi sins. Telur dómurinn framburð ákærða um hið gagnstæða ótrúverðugan. Samkvæmt 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal hver sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, sæta refsingu eins og nánar greinir í ákvæðinu. Ákærði hefur borið því við að hann hafi ekki haft ásetning til annars en að sýna lítilsvirðingu sína og vanþóknun á aðgerðum lögreglunnar umrætt sinn. Þá hafi hann ekki verið allsgáður. Ákærða var ljóst að lögreglan var komin á vettvang vegna hávaðaútkalls sem hann og B félagi hans höfðu hunsað þrátt fyrir fyrri afskipti lögreglu. Ósannað er að ákærði hafi átt einhver orðaskipti við ákærða í seinna útkallinu. Þó að hegðun ákærða hafi verið ámæli sverð og beri vott um algjöra óvirðingu og skeytingarleysi gagnvart annars vegar nágrönnum og hins vegar lögreglu telur dómurinn að háttsemi ákærða verði ekki heimfærð undir 106. gr. almennra hegningarlaga. Sú háttsemi að hrækja á lögreglumann hefur í dóma framkvæmd verið talin ofbeldi í skilningi fyrrgreinds ákvæðis. Háttsemina verður hins vegar að skoða í ljósi allra aðstæðna. Eins og atvikum var hér háttað telur dómurinn að um líkamlega ærumeiðingu hafi verið að ræða gagnvart lögreglumanninum en ekki ofbe ldi, en slík háttsemi hefur verið 6 heimfærð undir 234. gr., sbr. b - lið 242. gr. almennra hegningarlaga. Þar sem ekki var ákært fyrir slíka háttsemi til vara verður ekki hjá því komist að sýkna ákærða. Með hliðsjón af málsúrslitum og með vísan til 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að greiða allan sakarkostnað úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Helga Péturs Magnússonar lögmanns, sem þykja með tilliti til umfangs málsins hæfileg 611.320 krónur. Við ákvörðun málsvarnarlauna er hö fð hliðsjón af framlagðri tímaskýrslu lögmannsins og reglum Dómstólasýslunnar nr. 11/2018. Þá er tekið tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun málsvarnarlauna. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, Gunnlaugur Arnar Sigurðsson, er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður málsins, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Helga Péturs Magnússonar lögmanns, 611.320 krónur, greiðist úr ríkissjóði.