LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 11. febrúar 2020 Mál nr . 754/2019 : Jakob Adolf Traustason (sjálfur ) gegn Gísla Guðfinnssyni, Maríu Guðbjörgu Guðfinnsdóttur og dánarbúi Gerðar Bjargar Guðfinnsdóttur ( Valgeir Kristinsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Vanreifun. Kröfugerð. Frávísunarúrskurður staðfestur . Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli JA gegn GG, MG og dánarbúi GB var vísað frá dómi. Í stefnu til héraðsdóms krafðist JA þess aðallega að GG, MG og dánarbú GB yrðu dæmd til refsing ar, til að sæta upptöku tiltekinna verðmæta og til greiðslu nánar tilgreindra bóta. Þá hafði hann uppi vara - og þrautavarakröfur í nokkrum liðum, meðal annars til viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Í úrskurði héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti með vísan til forsendna hans að virtum dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 31/2019 frá 29. janúar 2020, var meðal annars vísað til þess að kröfur JA um refsingu og upptöku verðmæta væru vanreifaðar og refsikrafan án skírskotunar til refsiheimilda. Málatilbúnaður J A, að því er bótaskyldu GG, MG og dánarbú GB varðaði, færi í bága við 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 sökum þess að þegar hefði verið dæmt um sama tjónstilvik og var framsetning dómkrafna JA að öðru leyti talin í andstöðu við meginreglur einkamálaréttarf ars um ákveðna og ljósa kröfugerð og vaxtakröfur vanreifaðar. Var málatilbúnaður JA í heild talinn svo óskýr og ruglingslegur að hann færi í bága við d - og e - liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 . Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson og Björg Thorarensen, settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 11 . nóvember 2019 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 2 . desember 2019 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 28 . október 2019 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 2 Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði í heild sinni felldur úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar en til vara að hluta. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Jafnfra mt liggur fyrir í dómsmálaferlinu milli aðila þessa kærumáls og hófst með birtingu stefnu fyrir varnaraðilum, 9. - 17. desember 2015, í málinu E - 1/2016 fyrir Héraðsdómi Suð urlands og nú er fyrir Hæstarétti sem mál nr. 31/2019, en til vara að málið verði 3 Varnar aðil ar kref jast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar en til vara að kærumálskostnaður verði látinn niðu r falla . Niðurstaða 4 Með dómi 29. janúar 2020 í máli nr. 31/2019 sýknaði Hæstiréttur varnaraðila af kröfu sóknaraðila um greiðslu skaðabóta og sneri með því niðurstöðu Landsréttar 10. maí 2019 í máli nr. 596/2018. Að því gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærð a úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur . Sóknaraðili, Jakob Adolf Traustason, greiði varnaraðilum, Gísla Guðfinns syni, Maríu Guðbjörgu Guðfinnsdóttur og dánarbúi Gerðar Bjargar Guðfinnsdóttur, hverju um sig, 120.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 28. október 2019 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 30. september síðastliðinn, er höfða ð 26. febrúar 2019. Stefnandi er Jakob Adolf Traustason, Barónsstíg 3, Reykjavík. Stefndu eru Gísli Guðfinnsson, Næssgötu 10, 1667 Rolvsöy, Noregi, María Guðbjörg Guðfinnsdóttir, Lóulandi 14, Garði og dánarbú Gerðar Bjargar Guðfinnsdóttur, Colbjörnsensgade 12, Kaupmannahöfn, Danmörku. Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: 1. Refsikröfur: Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmd til refsingar. Aðallega er þess krafist að stefndu verði hvert fyrir sig dæmt til fangelsisrefsingar í einn mánuð. Til vara er þess krafist að stefndu verði hvert fyrir sig dæmt til greiðslu sektar samkvæmt almennum hegningarlögum nr. 19/1940 samhliða dæmdri fangelsisrefsingu, verði hún skilorðsbundin. 2. Krafa um upptöku: Stefnandi gerir, samhliða refsikröfum, kröfu um upptöku peninga, fjármuna og annarra eigna að jafnvirði 85.000.000 króna, sameiginlega, in solidum, úr höndum stefndu, með vísan til 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga, en til vara úr hendi hvers stefndu fyrir sig, 3 en að öðrum kosti, til vara, samkvæmt áætlun, samkvæmt heimild í niðurlagsákvæði 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Þá er þess krafist, með vísan til 69. gr. e. sömu laga, að dómurinn ákveði að nýta skuli andvirði upptækra verðmæta til greiðslu upp í skaðabótakröfu stefnanda. Skaðabótakröfur: 4. Miskabótakrafa: Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmd in solidum til þess að greiða honum bætur samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, aðallega að fjárhæð 10.000.000 króna, en til vara lægri fjárhæð að mati dómsins, í báðum ti lvikum með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi sem er fjórum árum fyrir málshöfðun samkvæmt stefnu málsins og til 17. janúar 2016, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 6. gr. sömu laga, til greiðsludags. 5. Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur um bætur vegna fjártjóns: Að stefndu verði dæmd til að greiða stefnanda in solidum 89.900.000 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 50.000.000 króna frá þeim deg i sem er fjórum árum fyrir málshöfðun samkvæmt stefnu málsins og til 17. janúar 2016 og af 89.900.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags, en til vara sömu fjárhæð, 89.900.000 krónur, in solidum með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og ver ðtryggingu af 50.000.000 króna frá þeim degi sem er fjórum árum fyrir málshöfðun samkvæmt stefnu málsins og til 17. janúar 2016, og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af 89.900.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags kröfunnar. 6. Til vara er þess krafist að viðurkenndur verði réttur stefnanda til skaðabóta in solidum úr hendi stefndu vegna tjóns sem hann getur sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir sökum þess að hann fékk ekki í október 2007, en til vara síðar að mati réttarins, umráð tveggja þr iðju hluta lands sem þá var Hróarsholt 2 spilda, landnúmer 186 - 037, 124,4 hektarar að flatarmáli. Samhliða þessari kröfu er þess krafist að viðurkennt verði að stefnandi eigi rétt til greiðslu vaxta úr hendi stefndu, með sömu formerkjum varðandi vaxtatímab il og lagatilvísun og greinir í aðalkröfu að ofan um fjártjón, kröfulið nr. 5, en til vara á grundvelli annarra lagaákvæða og annarra vaxtatímabila sem við geta átt að mati dómsins, af þeirri fjárhæð sem hann getur krafið stefndu um á grundvelli viðurkenni ngardóms samkvæmt fyrri málslið þessarar dómkröfu. 7. Til þrautavara er þess krafist að stefndu verði in solidum dæmd til að greiða stefnanda fjárhæð að álitum að mati dómsins, auk vaxta með sama fororði, fyrir sömu tímabil og á grundvelli sömu lagaákvæða og fram kemur í aðalkröfu hér að ofan um fjártjón, kröfulið nr. 5. Varakröfur eru til vara með fjórum síðast ofangreindum kröfum. Til vara er þess krafist að stefndu, María og dánarbú Gerðar, verði dæmd in solidum til þess sama og krafist er í kröfum 4 til 7 hér að ofan og með vísan til þar greindra lagaraka varðandi vaxtakröfu. Til vara vara [sic.] er þess krafist að ofangreind stefndu, María og Gísli, verði dæmd in solidum til þess sama og krafist er í kröfum 4 til 7 hér að ofan og með vísan til þar grein dra lagaraka varðandi vaxtakröfu. Til þrautavara er þess krafist að öll stefndu verði hvert fyrir sig dæmt til að þola dóm sem nemur einum þriðja af því sem krafist er í kröfum 4 til 7 hér að ofan og með vísan til þar greindra lagaraka varðandi vaxtakröfu. Til þrauta þrautavara er þess krafist að stefndu, Maríu og Gísla, verði hvort fyrir sig dæmt til að þola dóm sem nemur helmingi af því sem krafist er í kröfum 4 til 7 hér að ofan og með vísan til þar til greindra lagaraka varðandi vaxtakröfu. Til þrauta þrauta þrautavara er þess krafist að stefnda María verði dæmd til þess sama og krafist er í kröfum 4 til 7 hér að ofan og með vísan til þar greindra lagaraka varðandi vaxtakröfu. Í öllum tilvikum er þess krafist að stefndu verði dæmd in solidum, en til vara hvert fyrir sig, til að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins auk virðisaukaskatts á málskostnað. 4 Við þingfestingu málsins 10. apríl 2019 lögðu stefndu fram greinargerð með vísan til 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamál a og kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi. Þá krefjast stefndu málskostnaðar með álagi. Munnlegur málflutningur um kröfur stefndu fór fram 30. september síðastliðinn og var málið tekið til úrskurðar í framhaldi af því. Stefnandi flutti mál sitt sjál fur og krafðist þess að frávísunarkröfu stefndu yrði hafnað og að málið fengi efnislega meðferð. Þá krafðist stefnandi málskostnaðar með álagi. I Málsatvik. Mál þetta er að rekja til deilna stefnanda og hálfsystkina hans sammæðra, þeirra Maríu, Gerðar o g Gísla Guðfinnsbarna um eignarhald á landspildu úr landi Hróarsholts 2 í Flóahreppi, Árnessýslu. Guðfinnur Kr. Gíslason, faðir Maríu, Gerðar og Gísla, lést 11. október 2007, en hann átti jörðina Hróarsholt 2. Við sölu jarðarinnar hélt Guðfinnur eftir land - 037. Um er að ræða ílanga landspildu, 124,4 hektara að flatarmáli, sem liggur frá suðvestri til norðausturs. Liggur Villingaholtsvegur þvert á landið og skiptir því í tvær spildur. Samkvæmt mælingu frá árinu 2008 er spildan norðaustan vegarins 78 hektarar, en spildan suðvestan vegarins 46,4 hektarar. Í stefnu segir að minni spildan suðvestan vegarins hafi verið og sé verðmætari hluti landsins vegna vega sem umliggja hana. Landið sé kjörið byggingarland sem liggi að bæjarþyrpingu þar sem fyrir hendi sé neysluvatnslögn og rafmagn, auk þess sem skilyrði séu fyrir efnistöku og efnissölu. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu veitti þann 30. maí 2008 erfingjum Guðfinns Kr. Gíslasonar leyfi til einkaskipta á dána rbúinu. Þar segir að stefndi Gísli hafi fengið umboð systranna Maríu og Gerðar til að koma fram fyrir þeirra hönd og í nafni dánarbúsins í samskiptum við aðra, þar á meðal við ráðstöfun eigna, viðtöku andvirðis þeirra og opinbera skýrslugerð vegna dánarbús ins. Áður, eða 8. febrúar 2008, ritaði stefnda María G. Guðfinnsdóttir fyrir sína hönd og Gerðar B. Guðfinnsdóttur, systur sinnar samkvæmt umboði, undir yfirlýsingu þar sem kemur fram að þær samþykktu að faðir þeirra hefði gefið stefnanda spilduna að dánar gjöf og væri hann eigandi landsins. Þann 3. maí sama ár ritaði stefnda María fyrir hönd þeirra systra undir aðra yfirlýsingu sama efnis auk þess sem tekið var fram að þær afsöluðu sér eignarrétti að landinu til stefnanda. Við skipti á dánarbúi Guðfinns v ar landspildunni þrátt fyrir framangreint ráðstafað til þriggja barna Guðfinns að jöfnum hlut með skiptayfirlýsingu 29. maí 2008, sem þinglýst var 22. desember sama ár. Var landspildunni síðan skipt upp, annars vegar í 78 hektara spildu og hins vegar í 46, 6 hektara spildu. Systkinin seldu Guðmundi Birni Steinþórssyni minni spilduna með kaupsamningi 18. desember 2008 fyrir 29.232.000 krónur. Afsal fyrir spildunni var gefið út 3. mars 2009. Enn fremur seldu þær María og Gerður Gísla bróður sínum eignarhluta s ína í stærri spildunni með kaupsamningi og afsali 19. desember 2008. Í kaupsamningnum var sérstaklega tekið fram að systurnar teldu sig ekki skuldbundnar af fyrri yfirlýsingum til stefnanda sem þær hefðu undirritað 3. maí 2008 um eignarhald hans á jörðinni . Eftir þetta reis ágreiningur um eignarhald á fyrrnefndum tveimur landspildunum. Höfðaði stefnandi mál 25. júlí 2009 á hendur Gísla til viðurkenningar á eignarrétti að tveimur þriðju hlutum stærri spildunnar. Með dómi Hæstaréttar 3. apríl 2014, í máli n úmer 87/2010, var komist að þeirri niðurstöðu að Gísli hefði verið grandsamur um rétt stefnanda þegar Gerður og María ráðstöfuðu landspildunni í annað sinn með kaupsamningi til hans. Hefði Gísli því ekki getað hrundið óþinglýstum rétti stefnanda með því að þinglýsa afsali frá þeim systrum. Féllst Hæstiréttur því á kröfur stefnanda og viðurkenndi eignarrétt hans að tveimur þriðju hlutum spildunnar. Þann 12. janúar 2010 höfðuðu Gerður og María mál á hendur stefnanda til ógildingar á yfirlýsingum frá 8. febrú ar og 3. maí 2008. Héraðsdómari féllst á kröfur systranna um að skjölin væru óskuldbindandi þar sem þeim hefði samkvæmt ákvæðum laga nr. 20/1991 um skipti dánarbúa o.fl. verið óheimilt að ráðstafa arfi sem þær ættu í vændum. Með dómi Hæstaréttar 26. janúar 2012 í máli nr. 84/2011 var stefnandi sýknaður af kröfum systranna. Byggði niðurstaðan á því að þær hefðu með yfirlýsingum sínum ráðstafað arfi sem þeim hefði tæmst við lát föður síns áður en skjölin hafi verið undirrituð. Þá var 5 ekki talið að skuldbindin gunni sem fólst í yfirlýsingunum yrði vikið til hliðar eftir ógildingarreglum samningaréttar. Með dómi Landsréttar 10. maí 2019 í málinu númer 596/2018 voru Gísli Guðfinnsson, María Guðfinnsdóttir og dánarbú Gerðar Guðfinnsdóttur dæmd til að greiða stefna nda óskipt skaðabætur að fjárhæð 19.488.000 krónur eða sem nam tveimur þriðju hlutum söluandvirðis minni landspildunnar sem þau höfðu selt þriðja aðila þrátt fyrir að vera kunnugt um eignarhluta stefnanda í spildunni. Byggði niðurstaðan á því að með sölunn i hefðu þau valdið stefnanda fjártjóni með saknæmum hætti sem nam söluandvirði eignarhluta hans. II Helstu málsástæður stefnanda. Stefnandi kveður málssókn sína varða bætur vegna sölu stefndu á tveimur þriðju hlutum hans í minni spildunni til þriðja aðila, landnúmer 217 - 808. Vísar stefnandi til þess að yfirlýsingar systranna Maríu og Gerðar, dagsettar 8. febrúar og 3. maí 2008, séu s önnun um eignarrétt stefnanda yfir tveimur þriðju hlutum upprunalandsins, Hróarsholt 2, landnúmer 186 - 037 á þeim tíma þegar stefndu í vanheimild og grandvís um eignarrétt stefnanda, skiptu út úr því landi minni spildunni, landnúmer 217 - 808 og selja til þri ðja aðila. Byggt sé á því að með því hafi stefndu valdið stefnanda refsiverðu og saknæmu tjóni sem nemi tveimur þriðju af verðmæti seldu spildunnar og að fyrir það beri að dæma þau til refsingar eins og krafist sé í stefnu. Samhliða beri svo að dæma stefnd u sameiginlega in solidum, en til vara hvert fyrir sig, til að bæta stefnanda þetta tjón, ef ekki þeim öllum þá til vara stefndu Maríu og dánarbúi Gerðar. Þá sé Gísla stefnt vegna meðsakar hans í ljósi aðkomu hans að þessum gerningum en með því hafi hann gerst meðsekur um að brjóta á refsiverðan og saknæman hátt á rétti stefnanda og hafi verið þátttakandi í því að valda því refsiverða tjóni sem sala spildunnar til þriðja manns hafi leitt af sér fyrir stefnanda. Stefndi Gísli hafi vitað um eignarrétt stefna nda á hluta landsins þegar hann hafi annast hina refsiverðu sölu. Kveður stefnandi afleitt tjón sitt felast í því að stefnandi hafi til margra ára ekki getað nýtt sér landið til arðs, né heldur verðmæti þess til fjármagnstekna eða farið í þær framkvæmdir sem hann hafi fyrirhugað, auk þess sem það felist í miska. Hvað afleidda tjónið varði þá sé Gísla jafnframt stefnt vegna meðsakar í ljósi aðkomu hans að sölu á minni spildunni til þriðja aðila og eins vegna aðkomu hans að yfirfærslunni yfir á sitt nafn í þinglýsingarbók á eignarhlut stefnanda í stærri spildunni. Byggt sé á því að aðkoma Gísla að báðum þessum eignayfirfærslum valdi því að hann sé samsekur með þeim Maríu og Gerði um að brjóta á saknæman og refsiverðan hátt á rétti stefnanda og því sé hann me ðábyrgur í að valda stefnanda því afleidda tjóni sem þessar eignayfirfærslur hafi leitt af sér fyrir stefnanda. Þá byggi stefnandi á því að stefndi Gísli hafi árum saman, á saknæman og refsiverðan hátt, haldið frá stefnanda tveimur þriðju hlutum stærra lan dsins, þrátt fyrir að vera grandsamur um betri rétt stefnanda til þess hluta landsins. Einnig byggi stefnandi á því að dánarbúi Guðfinns hafi borið að skila tveimur þriðju hlutum upprunalandsins til stefnanda og þá falli 46,4 hektara úrskipta spildan núme r 217 - 808 jafnframt þar undir. Með því að dánarbúið hafi á hinn bóginn ráðstafað landinu hafi það brotið á refsiverðan og saknæman hátt á stefnanda hvað varði tvo þriðju hluta upprunalandsins. Þá sé jafnframt byggt á því, þó að skiptum sé lokið, að öll ste fndu, það er erfingjar, beri bótaábyrgð á því tjóni sem þau og dánarbúið séu sek um að hafa valdið stefnanda með rangri og óheimilli refsiverðri háttsemi við ráðstöfun landsins. Byggi stefnandi á því að samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 28. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., taki erfingjar, hér stefndu Gísli, María og db. Gerðar, samhliða einkaskiptum, in solidum, einn fyrir alla og allir fyrir einn, ábyrgð á öllum athöfnum, skuldbindingum og sök dánarbúsins. Til frekari rökstuðnings sé jafnframt v ísað til 97. gr. sömu laga. Þá vísi stefnandi til 3. mgr. 95. gr., sbr. og niðurlag 2. mgr. 84. gr. sömu laga með eða án lögjöfnunar til viðbótar öðrum lagaákvæðum sem styðji tilvísun stefnanda. Þá hafi stefndu, María og Gerður, lýst yfir og samþykk, áður en skipti á dánarbúi Guðfinns heitins hafi hafist, að stefnandi væri gjafþegi að heildarlandinu frá Guðfinni, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 84/2011 þar sem stefnandi hafi verið sýknaður af kröfu Maríu og Gerðar um ógildingu skjala. Í ljósi 6 þess krefjist stefnandi þess, þar sem gengið hafi verið fram hjá honum við skiptin, að hann fái hlut sinn réttan úr hendi allra stefndu á grundvelli 97. gr. laga nr. 20/1991. Flokka beri athafnir og athafnaleysi stefndu sem ásetningsbrot af þeirra hálfu gagnva rt stefnanda, en ef ekki þá sem stórkostlegt meðvitað gáleysi, en ef ekki það þá sem gáleysi og mistök og að auki sem ólögmætar og refsiverðar athafnir og athafnaleysi. Nægi eitt þessara huglægu atriða, eða þau fleiri saman, til að stefndu teljist bótaskyl d gagnvart stefnanda. Sé þá átt við allt í senn við skiptingu landsins í tvær spildur, úthlutun þess úr dánarbúinu, tilfærslu tveggja þriðju hluta stærri spildunnar til Gísla með kaupmála á milli hans og Maríu og Gerðar og sölu allra stefndu á minni spild unni til þriðja aðila. Þá sé jafnframt á því byggt að Gísli hafi að auki unnið sér til refsingar og bótaskyldu gagnvart stefnanda með því að hann hafi ætlað að auðgast á saknæman og ólögmætan hátt við það að ná til sín eignarhluta stefnanda í 78 hektara la ndinu sem eftir stóð eftir fyrrgreinda skiptingu þess og að systurnar eigi þar samsök með Gísla. Skýringar varðandi dómkröfu og varakröfu er byggi á fjártjóni: Stefnandi kveður þessar dómkröfur samanstanda af verðmæti tveggja þriðju hluta 46,4 hektara la ndspildu með landnúmer 217 - 808 og afleiddu tjóni sem stefnanda hafi verið valdið með því að hann hafi ekki fengið í október 2007, en til vara síðar að mati réttarins, umráð tveggja þriðju hluta 124,4 hektara landsins, Hróarsholt 2 spilda, landnúmer 186 - 037 . Hvað varði verðmæti landsins númer 217 - 808 sé meðal annars vísað til kaupsamnings 18. desember 2008, og þar til tveggja þriðju hluta söluverðsins, eða 19.488.000 króna, og til matsgerðar sem stefndu hafi látið vinna 29. ágúst 2010, þar sem hver hektari í heildarlandinu sé verðmetinn á 600.000 krónur. Stefnandi áskilji sér þó rétt til að sýna fram á að verðmæti minni spildunnar sé meira. Samkvæmt tilvitnaðri matsgerð hafi jafnaðarverð á hvern hektara landsins verið metið til verðs miðað við fyrrnefnda fjá rhæð. Matsgerðin taki á hinn bóginn til heildarlandsins eins og það hafi verið áður en því hafi verið skipt, eða til 124,4 hektara og sé jafnaðarverð án tillits til mismunandi gæða landsins. Minni spildan sé andlag að fyrst greinda hluta fjárkröfunnar og b jóði upp á afgerandi kosti umfram stærri spilduna og með réttu sé hver hektari því mun verðmeiri en matið gefi til kynna. Hvað varði óbeina tjónið sé aftur á móti vísað til bréfs stefnanda til stefndu 10. janúar 2017. Í bréfinu séu afleidda tjóninu gerð s kil og það fært til fjárhæða sem ekki hafi verið mótmælt af stefndu. Því beri að leggja það til grundvallar við úrlausn um þann þátt málsins. Skýringar á því í hverju afleitt tjón og miski fellst: 1. Tjón vegna þess að stefndu hafi með ólögmætum, refsiverðum og saknæmum hætti komið í veg fyrir að stefnandi gæti notið, byggt og nýtt sér landið, en til vara andvirði þess, og eigi þetta við um báðar spildurnar. Hvað stærri spilduna varði, landnúmer 186 - 03 7, þá hafi því máli lokið með dómi Hæstaréttar í máli nr. 87/2010 þann 3. apríl 2014. Eftir þann tíma hafi þó stöðugt verið að bætast við tjónið eðli málsins samkvæmt. Til að mynda tapaðar fjármagnstekjur eftir þennan tíma af áður ógreiddu og óbættu tjóni. Hvað varði minni spilduna, landnúmer 217 - 808, þá ljúki þessu ekki fyrr en stefnandi fái fullar bætur fyrir sinn hluta í þeirri spildu. 2. Tjón stefnanda sem nemi hækkun á kostnaði frá verðlagi áranna 2008 og 2009, en til vara síðar, vegna bygginga - , ræktuna r - , girðinga - , vega - og veituframkvæmda sem stefnandi hafi fyrirhugað að gera á landinu, en ekki var þá, en til vara síðar, hægt að gera vegna refsiverðrar og saknæmrar háttsemi stefndu og hafi valdið því að stefnandi hafi ekki fengið réttmæt umráð landsin s, ásamt vegna annars tjóns stefnanda af þeim sökum. Um sé að ræða verðhækkanir frá hér greindu tímamarki og til sama tíma og greini í 1. tölulið. Jafnframt felist tjónið í töpuðum arði af þessum framkvæmdum frá byrjun árs 2010, en til vara síðar og til þe ss dags að stefnandi fái landið sem um ræði og afleitt tjón að fullu bætt. 3. Tjón vegna tapaðra girðinga, ræktunar og vegagerðar sem Kristján heitinn Einarsson í Vatnsholti hafi ætlað að framkvæma á sinn kostnað á stærra landinu, en ekki hafi verið 7 mögulegt sökum þess að Gísli hafi ólöglega tekið til sín yfirráð yfir öllu því landi með móttöku og þinglýsingu á heimildarlausu afsali Maríu og Gerðar til hans á eignarhluta stefnanda í því landi. Þar sem öll stefndu hafi verið grandsöm um eignarrétt stefnanda yf ir landinu sé þessi eignartilfærsla þeirra einnig bæði saknæm og refsiverð. 4. Töpuðum arði/fjármagnstekjum af fjárhæð sem sé jöfn og markaðsverð tveggja þriðju hluta heildarspildunnar í maí 2008. Hvað varði stærri spilduna fyrir tímabilið frá 15. nóvember 2 007 til 3. apríl 2014 auk tapaðs arðs/fjármagnstekna eftir þennan tíma af þá óbættu fjármagnstekjutapi fyrir 3. apríl 2014 og til þess dags að reikna megi samkvæmt dómi dráttarvexti á kröfuna. Hvað minni spilduna varði frá sama tíma, 15. nóvember 2007, til þess dags að stefnandi fái andvirði tveggja þriðju hluta hennar greitt frá stefndu. 5. Vegna kostnaðar og vinnutaps við málarekstur gegn stefndu um eignarheimild yfir landinu ásamt við að ná vörslum tveggja þriðju hluta landsins númer 186 - 037 frá stefnda Gí sla og vegna lögreglukæru og kærumála fyrir Hæstarétti því tengdu. Jafnframt vegna kostnaðar sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna málshöfðunar gegn Ingunni Gyðu Wernersdóttur um eignarrétt yfir landinu. 6. Fyrir ærumeiðingar stefndu í garð stefnanda og fyrir að rægja mannorð hans að ófyrirsynju og án tilefnis, bæði fyrir dómstólum, lögreglu og þeim sem hafi og komi til með að lesa viðkomandi dóma og málsgögn. 7. Miska, þjáningu, vinnu og kostnað vegna kæru aðila til lögreglu og stefndu eigi sök á. 8. Fyrir að vald a stefnanda því álagi, miska og þjáningu sem því hafi fylgt að þurfa að standa í málferlum á móti systkinum sínum í 10 ár vegna rofs og eyðileggingu fjölskyldutengsla. 9. Fyrir að valda stefnanda mikilli vanlíðan í mörg ár, auk þess að valda honum óvissu um fjárhags - og félagslega stöðu sína og fyrir að hafa reynt að grafa undan félagslegri stöðu stefnanda og sverta og skaða mannorð hans, m.a. einnig við börn stefnanda. 10. Vegna skatta og annarra opinberra gjalda, vaxta og álags sem stefnandi hafi þurft að gre iða umfram það sem hefði þurft miðað við að hann hefði fengið tvo þriðju heildarlandsins þinglýst á sitt nafn frá dánarbúi Guðfinns, en til vara frá Maríu og Gerði á þeim tíma sem ljúka hafi mátt skiptum á dánarbúinu á árinu 2007. 11. Öðrum kostnaði, tjóni o g miska sem stefnandi hafi orðið fyrir af völdum stefndu og ekki sé talið upp að framan, en áskilinn sé réttur til að gera grein fyrir síðar, meðal annars þeim miska að stefnandi hafi ekki getað byggt og ræktað landið og dvalið þar við leik og störf. II I Málsástæður og lagarök stefndu um frávísunarkröfu. Krafa stefndu um frávísun er byggð á því að kröfur stefnanda séu vanreifaðar og uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sé kröfugerð stefnanda í andstöðu við meginre glu einkamálaréttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað. Í stefndu skorti verulega á skýrleika og samhengi á milli kröfugerðar og málsástæðna í skilningi d. - g. liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Enn fremur sé að finna langa og sundurleita umfjöllun í stefnu um málavexti þar sem málsástæðum sé í sífellu flækt saman við umfjöllun um málavexti. Ómögulegt sé fyrir stefndu að gera sér grein fyrir málatilbúnaði stefnanda á grundvelli framlagðra gagna í málinu. Ekki komi fram í stefnu fullnægjandi upplýsin gar um grundvöll kröfu stefnanda til að stefndu geti tekið til varna með eðlilegum hætti. Stefnandi hafi því ekki gert viðhlítandi grein fyrir stefnukröfu sinni til að stefndu geti komið að efnisvörnum. Því beri að vísa málinu frá dómi. Þá kveðast stefndu mótmæla kröfu stefnanda um refsingu og upptöku eigna þar sem rök skorti um lagaákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Geti stefndu ekki haldið uppi vörnum hvað varði þessar kröfur. Þá geti stefnandi ekki gert kröfu um fangelsisrefsingu eða kröfu um upp töku eigna þar sem frestur til slíkrar málshöfðunar einkarefsikröfu sé liðinn í skilningi IV. kafla almennra hegningarlaga. Því beri að taka til greina frávísunarkröfu stefndu. 8 Þá segja stefndu að þegar hafi verið dæmt um skaðabótakröfu stefnanda með dómi Landsréttar frá 10. maí 2019 í málinu nr. 596/2018 en þar hafi verið til endurskoðunar dómur Héraðsdóms Suðurlands frá 16. júlí 2018 í málinu nr. E - 1/2016. Í málinu hafi stefnan di gert skaðabótakröfu vegna sölu á landinu Hróarsholt 2, landnúmer 217 - 808. Hafi stefndu verið sýknuð í héraði af kröfu stefnanda á þeim forsendum að skaðabótakrafan væri fyrnd, en hluta af kröfum stefnanda hafi verið vísað frá dómi. Með fyrrnefndum dómi Landsréttar hafi stefndu verið gert að greiða stefnanda 19.488.000 krónur í skaðabætur. Byggi stefnandi nú á sömu atvikum og málsástæðum, það er að stefndu beri skaðabótaábyrgð vegna sölu á Hróarsholti 2. Komi þetta skýrlega fram í stefndu málsins og skýri ngum á aðalkröfu og varakröfu. Samkvæmt 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sé dómur bindandi um úrslit sakarefnis á milli aðila og krafa sem dæmd hafi verið að efni til verði ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól. Nýju máli um slík a kröfu skuli vísa frá dómi. Telji stefndu að það hafi ekki áhrif þótt kröfugerð sé ekki sú sama í málunum, það er krafa um greiðslu mismunandi fégreiðslu og viðurkenningu á bótaskyldu, enda sé ljóst að atvik og málsástæður séu þær sömu. Þessu til stuðning s vísi stefndu til dóms Hæstaréttar Íslands frá 10. desember 2007 í málinu nr. 632/2007 sem sé bindandi úrslit um sakarefni milli aðila og beri að vísa málinu frá dómi, sbr. 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Að auki hafi annað mál verið höfðað fyrir Héra ðsdómi Reykjaness milli sömu aðila þann 6. mars 2019, þar sem stefnandi hafi krafist skaðabóta vegna sömu atvika. Stefndu krefjist þess, með vísan til 4. mgr. 94. gr. laga nr. 91/1991, að máli þessu verði vísað frá dómi, þar sem stefnandi geti ekki haft þæ r kröfur, sem til úrslausnar séu í þessu máli, uppi í öðrum dómsmálum. Þá sé kröfugerð stefnanda og málsástæður hvað varði skaðabótakröfur bæði óljós og órökstudd í skilningi e. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Krafan um bætur fyrir miska og fjártj ón séu settar fram einhliða af stefnanda með óskiljanlegri flokkun og sundurgreiningu. Sé slíkri framsetningu mótmælt sem ósannaðri og órökstuddri. Skorti grundvallargögn um sönnun á meintu tjóni stefnanda. Erfitt sé að staðreyna hvort staðhæfingar stefnan da um meint tjón eigi við rök að styðjast þar sem gögn þar um hafi ekki verið lögð fram í málinu. Ekki séu efni til að gera annars vegar kröfu um skyldu til greiðslu skaðabótafjárhæðar og hins vegar viðurkenningarkröfu um skaðabætur þar sem úrlausn um bóta skyldu felist í niðurstöðu um greiðslu peningafjárhæðar. Að þessu virtu beri að vísa málinu frá dómi. Stefndu vísi til þess að kröfugerð stefnanda um vexti og dráttarvexti uppfylli ekki skilyrði d. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Séu kröfurnar, e ins og þær séu uppbyggðar, ódómtækar og beri að vísa þeim í heild frá dómi. Þá skorti vaxta - og dráttarvaxtakröfu stefnanda lagaheimild. Með hliðsjón af öllu framangreindu uppfylli málatilbúnaður stefnanda ekki formskilyrði laga nr. 91/1991 um meðferð ein kamála. Stefndu krefjist þess að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til þess að stefnandi hafi rekið fjöldann allan af dómsmálum gegn stefndu, fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Hafi stefnandi farið offari í málaferlum gegn stefndu og valdið þeim kostnaði. Sé mál þetta fjórða málið sem stefnandi höfði á hendur stefndu til heimtu bóta vegna sölu á Hróarsholti 2. Krefjist stefndu þess að fá málskostnað greiddan úr hendi stefnanda að viðbættu álagi með vísan til 131. gr. laga n r. 91/1991. Um heimild stefndu til að leggja fram frávísunarkröfu sé vísað til 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá sé jafnframt vísað til 1. mgr. 80. gr., 4. mgr. 94. gr., 4. mgr. 114. gr. og 116. gr. sömu laga. Um málskostnað er vís að til 130. og 131. gr. laganna og um virðisaukaskatt á málskostnað til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. IV Andmæli stefnanda við kröfu stefndu um frávísun málsins. Stefnandi mótmælir frávísunarkröfu stefndu og fullyrði að ekki sé nokkur óskýrleiki í stefnu málsins. Þá vísi stefnandi til þess að gagnaöflun hafi ekki verið lýst lokið og kveðist stefnandi eiga þann kost að bregðast við vörnum stefndu í greinargerð. Við gerð stefnu sé ekki komið í ljós á hverju stefndu byggi í málinu. Ekki sé loku fyrir það skotið að stefnandi geti bætt úr málatilbúnaði sínum undir rekstri málsins. Fram komi í 1. mgr. 47. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að sönnunarfærsla eigi að fara fram fyrir þeim dómara sem fari með mál og eigi stefnandi samkvæmt því rétt á a ð fá á síðari stigum að leiða vitni fyrir dóm og fá dómkvadda matsmenn til að færa sönnur á sakir og tjón. 9 Stefnandi mótmæli því að ekki verði dæmt aftur um sömu kröfu og vísi því til stuðnings til 4. mgr. 94. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um litis pendens áhrif. Þá fullyrði stefnandi að tilvísun til 2. mgr. 116. gr. laganna eigi ekki við í máli þ essu. Heimilt sé að hafa uppi aðrar og mismunandi kröfur í dómsmáli ef þær byggi á sama grundvelli. Kveðist stefnandi mótmæla því að stefnan uppfylli ekki skilyrði 80. gr. laga nr. 91/1991. Loks mótmæli stefnandi kröfu stefndu um málskostnað í þessum þætti málsins og fullyrði að málið sé ekki vanreifað og því að stefndu geti ekki tekið til varna. Séu allar slíkar staðhæfingar tilhæfulausar og sé málið tækt til efnismeðferðar. V Niðurstaða. Í máli þessu krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmd til refsi ngar og að þeim verði gert að Einnig krefst stefnandi miskabóta að fjárhæð 10.000.000 króna og skaðabóta að fjárhæð 89.900.000 króna. Þá gerir stefnandi ein s og að framan greinir fjölmargar vara - og þrautavarakröfur. Í stefnu segir að málsókn stefnanda hvað varði bætur vegna sölu stefndu á tveimur þriðju hlutum stefnanda í 46,4 hektara landspildu með landnúmer 217 - 808, það er minni spildunni, til þriðja aðil a sé á því reist að yfirlýsingar þeirra Maríu og Gerðar, dagsettar 8. febrúar og 3. maí 2008, séu sönnun um eignarrétt yfir tveimur þriðju hlutun upprunalandsins, Hróarsholt 2, spilda, landnúmer 186 - 037 á þeim tíma þegar stefndu skiptu út úr því landi minn i spildunni og seldu til þriðja aðila án vitundar eða samþykkis stefnanda. Segir stefnandi að dómkröfur hans séu sprottnar af verðmæti tveggja þriðju hluta landspildunnar og afleiddu tjóni sem systkinin María, Gerður og Gísli hafi valdið honum með því að h ann hafi ekki í október 2007, eða síðar að mati dómsins, fengið umráð tveggja þriðju hluta 124,4 hektara landsins Hróarsholt 2 spilda, landnúmer 186 - 037. Kveðst stefnandi byggja á því með því hafi systkinin valdið honum refsiverðu saknæmu tjóni sem nemi tv eimur þriðju af verðmæti seldu spildunnar og fyrir það beri að dæma stefndu til refsingar eins og krafist er. Jafnframt gerir stefnandi kröfu um að refsiverðri og ólögmætri auðgun stefndu á kostnað stefnanda verði skilað og honum greiddar bætur, miskabætur og bætur fyrir afleitt fjártjón. Krafa stefndu um frávísun er byggð á því að kröfur stefnanda séu vanreifaðar og uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sé kröfugerðin í andstöðu við meginreglu einkamálaréttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað. Vísa stefndu í þessu sambandi til d. g. liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Mál stefnanda á hendur stefndu er öðrum þræði einkarefsimál þar sem gerð er krafa um refsingu nra hegningarlaga nr. 19/1940 segir að beri ekki að höfða mál af hálfu ákæruvaldsins geti sá einn höfðað mál sem misgert var við. Fellur heimild til höfðunar einkamáls til refsingar niður sé mál ekki höfðað innan sex mánaða frá því að sá sem heimildina hef ur fékk vitneskju um hinn seka, sbr. 1. mgr. 29. gr. sömu laga. Krafa stefnanda um að stefndu verði látin sæta refsingu er að mati dómsins vanreifuð og án skírskotunar til refsiheimilda. Þá er upptökukrafa stefnanda vanreifuð og ódómtæk. Samkvæmt d. lið 1 . mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 skal kröfugerð í stefnu koma fram með tilteknum hætti, svo sem fjárhæð kröfu í krónum, bætur fyrir skaðaverk án fjárhæðar ef enn er óvíst um hana, vexti ef því er að skipta, viðurkenning á tilteknum réttindum o. fl. Þá ber s amkvæmt e. lið 1. mgr. 80. gr. sömu laga að greina svo glöggt sem verða má málsástæður sem stefnandi byggir málssókn sína á, svo og önnur atvik sem þarf að greina til að samhengi málsástæðna verði ljóst, en slík lýsing skal vera gagnorð og skýr þannig að e kki fari á milli mála hvert sakarefni málsins er. Þá ber einnig, sbr. f. lið 1. mgr. greinarinnar, að geta helstu lagaákvæða og réttarreglna sem málatilbúnaður stefnanda byggist á og helstu gögn sem stefnandi hefur til sönnunar eða þarf að afla, sbr. ákvæð i g. liðar 1. mgr. 80. gr. laganna. Í stefnu málsins er sérstakur kafli um lagatilvísanir sem málatilbúnaður stefnanda byggir á. Þá er í stefnunni gerð grein fyrir sönnunargögnum sem byggt er á með sérstakri upptalningu og lögð fram skjalaskrá. Jafnframt er gerður áskilnaður um að fá matsmenn dómkvadda í því skyni að sanna tjón og miska. Enn fremur er gerður sérstakur áskilnaður um að leiða vitni fyrir dóminn til skýrslugjafar og auka 10 við gögn málsins undir rekstri þess. Uppfyllir stefnan að þessu leyti s kilyrði f. og g. liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Með dómi Landsréttar 10. maí 2019 í málinu númer 596/2018 voru stefndu dæmd til að greiða stefnanda óskipt 19.488.000 krónur sem nam tveimur þriðju hlutum söluandvirðis landspildu sem stefndu seldu þ riðja aðila þrátt fyrir að vera kunnugt um eignahluta stefnanda í landspildunni. Byggir niðurstaðan á því að stefndu hafi valdið stefnanda með saknæmum hætti fjártjóni sem nam söluandvirði eignarhluta hans. Var stefndu því gert að greiða stefnanda skaðabæt ur. Í 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála segir að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirra, sem koma að lögum í þeirra stað, um þær kröfur sem séu dæmdar þar að efni til. Þá segir í 2. mgr. sömu greinar að krafa sem hafi verið dæmd að efni til verði ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en segir í lögum þessum. Nýju máli um slíka kröfu skuli vísa frá dómi. Meðal skilyrða til að höfða viðurkenningarmál samkvæmt heimild 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1 991 um meðferð einkamála er að sóknaraðili hafi lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda. Með vísan til þess að þegar hefur verið dæmt um skaðabótaskyldu stefndu í málinu út af sama tjónstilviki og um ræðir í þessu máli skortir stefnanda lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr viðurkenningarkröfum sínum fyrir dómi á grundvelli ákvæðisins. Dómkröfur stefnanda í málinu að meðtöldum kröfum um miskabætur og bætur fyrir afleitt tjón segir hann sprottnar af sölu stefndu á minni landsp ildunni til þriðja aðila. Hefur dómur Landsréttar í málinu númer 596/2018 fullt sönnunargildi um þau atvik sem þar er fjallað um og fer málatilbúnaður stefnanda í bága við 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Að öðru leyti eru dómkröfur stefnanda, aðalkröfu r, varakröfur og þrautavarakröfur, óskýrar og framsetning þeirra ómarkviss og í sumum tilvikum háðar fyrirvörum sem dómara er ætlað að leysa úr. Er slík framsetning á dómkröfum í andstöðu við meginreglur einkamálaréttarfars um ákveðna og ljósa kröfugerð. Þ á er krafa stefnanda um vexti og dráttarvexti vanreifuð. Á það skortir að upphafstími vaxta og vaxtatímabil séu skýrð út með viðhlítandi hætti. Er það niðurstaða dómsins að málatilbúnaður stefnanda sé í heild sinni óskýr og ruglingslegur og fari í bága við d. og e. liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Verður ekki hjá því komist að fallast á kröfu stefndu um frávísun málsins í heild. Eftir þessum úrslitum málsins og með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber að gera stefnand a að greiða stefndu málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 200.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti til hvers þeirra. Ekki þykja vera næg efni til að taka til greina kröfu stefndu um álag á málskostnað þeirra. Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú r s k u r ð a r o r ð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Jakob Adolf Traustason, greiði stefndu, Gísla Guðfinnssyni, Maríu Guðbjörgu Guðfinnsdóttur og db. Gerðar Bjargar Guðfinnsdóttur, hve rju fyrir sig, 200.000 krónur í málskostnað.