LANDSRÉTTUR Úrskurður föstu daginn 12 . apríl 2019. Mál nr. 252/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. Útlendingur. Frávísun frá Landsrétti. Útdráttur X kærði úrskurð héraðsdóms um að hún skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 4. mgr. 105. gr., sbr. g - lið 1. mgr. 115. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Þar sem X hafði verið flutt úr landi taldi Landsréttur han a ekki lengur hafa lögvarða hags muni af því að leyst yrði úr kæru h ennar . Var málinu því vísað frá Landsrétti. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Kristbjörg Steph ensen, Sigurður Tómas Magnússon og Vilhjálmur H . Vilhjálmsson kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröf ur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. apríl 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. apríl 2019 í málinu nr. R - /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 12. apríl 2019 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en ti l vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Að því frágengnu krefst hún þess að beitt verði vægari úrræðum. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Fyrir liggur að varnaraðili, sem er ríkisborgari, var flutt úr lan di 9. apríl 2019 . Samkvæmt því hefur varnaraðili ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að leyst verði úr kæru hennar . Verður málinu því vísað frá Landsrétti. 5 Samkvæmt 1. mgr. 38. gr., sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008, greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda varnaraðila í héraði og fyrir Landsrétti, sem ákveðin verður að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. 2 Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Þóknun verjanda varnaraðila, Evu Dóru Kolbrúnardóttur lögmanns, vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Landsrétti, 124. 000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness, laugardaginn 6. apríl 2019 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum kref st þess að varnaraðila, X , fd. , ríkisborgari , verði gert að sæta gæzluvarðhaldi allt til föstudagsins 12. apríl 2019, kl. 16:00. Varnaraðili krefst þess að kröfunni verði hafnað, til vara verði henni markaður skemmri tími en til þrautavara verði s ér gert að sæta tilkynningaskyldu. Í greinargerð með kröfunni segir að þann 2. apríl sl. kl. 11:20 hafi Tollgæslan í Flugstöð Leifs Eiríkssonar óskað eftir aðstoð lögreglu vegna tveggja aðila, hjóna, á vegabréfum, sem hafi verið tekin til skoðunar á grænu tollhliði. Hafi varnaraðili og eiginmaður hennar framvísað skilríkjum á nöfnunum og . Hafi þau komið til landsins með flugi frá Búdapest, upprunalega frá . Við skoðun í kerfum lögreglu hafi komið í ljós að varnaraðili og eiginmaður hen nar, ásamt tveimur börnum þeirra, hafi áður sótt um hæli hér á landi þann 17. júní 2017, sbr. lögreglumál nr. , en þá hafi þau framvísað öðrum skilríkjum, á nöfnunum og X . Jafnframt hafi komið í ljós að þau væru í endurkomubanni á Schengensvæðinu fr á og með 05.03.2019 til 04.03.2021. Eins og að framan greinir hafi varnaraðili og eiginmaður hennar fyrst sótt um hæli hér á landi árið 2017, sbr. lögreglumál nr. , en þeim var synjað. Þau hafi kært þá synjun til kærunefndar útlendingamála sem hafi fel lt lokaúrskurð í málinu þann 05.04.2018. Í kjölfarið létu þau hjón sig hverfa ásamt tveimur börnum sínum og komið þannig í veg fyrir að ákvörðun Útlendingastofnunar yrði framfylgt. Fjölskyldan hafi síðan komið í leitirnar hér á landi í febrúar 2019 og hafi eiginmaður varnaraðila verið handtekinn þann 23.02.2019 vegna eftirlýsingar (lögreglumál nr. ). Eiginmaður varnaraðila hafi verið settur í tilkynningarskyldu til og með 25.03.2019, en sinnt henni ekki. Varnaraðili, eiginmaður hennar og tvö börn hafi sí ðan yfirgefið landið þann 04.03.2019 með flugi til í Póllandi. Í kjölfarið voru þau skráð í SIS kerfið með endurkomubann inn á Schengensvæðið til tveggja ára, sbr. úrskurð Útlendingastofnunar. Varnaraðilar hafa því verið með endurkomubann til Íslands f rá því að þeim var gert að yfirgefa landið 04.03.2019. Laugardaginn þann 23.03.2019 hafi varnaraðili og eig i nmaður hennar átt bókað far með flugi hingað til lands en þeim hafi verið neitað að stíga um borð í flugvélina á grundvelli endurkomubannsins. Skv. upplýsingum Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi varnaraðili og eiginmaður hennar þá snúið strax til baka til heimalands síns . Þar hafi þau skipt um nöfn og fengið sér ný vegabréf á nýju nöfnum, útgefin 27.03.2019 í . Þetta staðfesti tengiliður yfirvalda í Svíþjóð. Varnaraðili og eiginmaður hennar hafi síðan komið hingað til lands þann 02.04.2019 án barna sinna tveggja. Þegar þau hafi verið stöðvuð í FLE hafi þau reynt að komast inn í landið á nýju nöfnum sínum, en hafi verið stöðvuð og þeim kynn t að þau fengju ekki að fara inn í landið sökum endurkomubanns. Hafi þau þá strax óskað eftir hæli. Í kjölfarið hafi hið hefðbundna verklag farið í gang hjá lögreglumönnum í FLE. Varnaraðili og eiginmaður hennar hafi verið send með leigubifreið, skv. verkl agi, í Bæjarhraun 18, Hafnarfirði, í móttökumiðstöð fyrir hælisumsækjendur. Þegar þau hafi stigið út úr leigubifreiðinni í Bæjarhrauninu hafi þau stungið af og látið sig hverfa án þess að stíga fæti inn í móttökustöðina. Umsókn þeirra um hæli hafi því ekki verið lokið. Í kjölfarið hafi varnaraðili og eiginmaður hennar verið eftirlýst af lögreglu og þess óskað að þau yrðu handtekin þar sem þau væru í raun ekki hælisleitendur, heldur hefði verið brottvísað og sættu endurkomubanni. Ástæða handtöku hafi verið v egna vísunar úr landi. Þá liggi fyrir ákvörðun um frávísun frá Útlendingastofnun, dags. 05.04.2019 og hún birt fyrir varnaraðila og eiginmanni hennar í gær. Eiginmaður varnaraðila hafi neitað að skrifar undir en varnaraðili skrifað undir. Eiginmaður varna raðila hafi verið mjög æstur og hafi þau bæði verið handtekin þann sama 3 dag kl. 12.57 og flutt til vistunar á Hverfisgötu, Reykjavík, þar sem stoðdeild Ríkislögreglustjóra hyggst flytja þau úr landi. Fram komi í ákvörðun Útlendingastofnunar að það sé mat stofnunarinnar að útlendingnum skuli ekki veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar, sbr. b - liður 2. mgr. 104. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Í því sambandi liggi fyrir að flytja eigi útlendinginn ásamt eiginmanni hennar úr landi á fimmtudaginn 11 . apríl nk. Sé það mat lögreglu með vísan til alls framangreinds að miklar líkur séu á að útlendingurinn láti sig hverfa á ný áður en flutningur aðilans úr landi verður framkvæmdur. Sé það mat lögreglu að ekki sé unnt að beita vægari úrræðum sbr. 114. gr . laga um útlendinga nr. 80/2016, gegn útlendingnum frekar en reynt hefur verið. Vísast nánar til meðfylgjandi gagna málsins. Með vísan til alls framangreinds er það mat lögreglu að skilyrði 4. mgr. 105. gr., sbr. g. lið 1. mgr. 115. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 séu uppfyllt og því sé nauðsynlegt að útlendingum nafn verði með úrskurði dómsins gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 12. apríl 2019, kl. 16:00. Varnaraðili krefst þess að kröfunni verði hafnað, til vara verði henni mar kaður skemmri tími og til þrautavara að sér verði gert að sæta tilkynningaskyldu. Lögreglu beri að gæta meðalhófs og það hafi ekki verið gert. Gögn málsins veita kröfu lögreglustjóra stoð. Með vísan til þess sem fram er komið í málinu verður að fallast á með lögreglustjóra að gæzluvarðhald sé nauðsynlegt til að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að útlendingur skuli yfirgefa landið. Eru upp fyllt sk ilyrði 4. mgr. 105. gr., sbr. g. lið 1. mgr. 115. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 fyrir því að krafa lögreglustjóra verði tekin til greina og verður það gert eins og í úrskurðarorði greinir. Lína Ágústsdóttir gerði kröfuna af hálfu lögreglustjóra. Eva D óra Kolbrúnardóttir er verjandi varnaraðila. Þorsteinn Davíðsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Varnaraðili, X , sæti gæzluvarðhaldi allt til föstudagsins 12. apríl 2019, kl. 16:00. Þorsteinn Davíðsson