LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 24. júní 2020. Mál nr. 371/2020 : Ákæruvaldið (Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Leifur Runólfsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Skýrslugjöf. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem tekin var til greina krafa Á um að fjögur nafngreind vitni gæfu skýrslu fyrir dómi. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 15. júní 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. júní 2020 í málinu nr. S - /2019 þar sem tekin var til greina k rafa sóknaraðila um að vitnin B , C , D og E gefi skýrslu fyrir dómi. Kæruheimild er í c - lið 2. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. júní 2020 Mál þetta, sem höfðað var með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dagsettri 24. september 2019, á hendur X , var tekið til úrskurðar 10. júní sl. um kröfu ákæruvaldsins um að fá að leiða til 2 skýrslugjafar sem vitni við aðalmeðferð málsins B , C, D og E. Af hálfu ákærða er kröfu ákæruvaldsins mótmælt og þess krafist að henni verði hafnað. Í II. kafla framangreindrar ákæru, er ákærði m.a. ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa: 1. Aðfaranótt föstudagsins 20. janúar 2017 veist með ofbeldi að eiginkonu sinni A, kt. [...] á heimili þeirra að [ ...], slegið hana í andlit og handlegg hennar og sparkað í hana með þeim afleiðingum að A hlaut mar og bólgu á vinstra gagnauga og mar á handlegg. Dætur A, F, kt. [...], G, kt. [...] og H, kt. [...] voru viðstaddar þegar brotið átti sér stað og með því bei tti ákærði þeim ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi. 2. Sunnudaginn 30. september 2018 veist með ofbeldi að eiginkonu sinni A, kt. [...], á heimili þeirra að [...], hrint henni, tekið hana hálstaki og sparkað í hana með þeim afleiðingum að A hlaut yfirborðsáverka á hálsi, yfirborðsáverka á höfði og mar á kálfa. 3. Föstudaginn 1. mars 2019 veist með ofbeldi að eiginkonu sinni A, kt. [...], á heimili þeirra að [...], hrint henni, tekið hana hálstaki og kýlt hana í andlitið, kvið og bak með þeim af leiðingum að A hlaut mar á hálsi, mar á síðu og mar á kviðvegg. Dætur A, F, kt. [...], G, kt. [...] og H, kt. [...] voru viðstaddar þegar brotið átti sér stað og með því beitti ákærði þeim ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi. Er háttsemi ák ærða í ákæru talin varða við 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlögum nr. 19/1940, auk þess sem brot í 1. tl. og 3. tl. teljast varða við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Ákærði hefur neitað sök hvað framangreinda háttsemi varðar. I Af hálfu ákæruvaldsins er byggt á því að framangreindir einstaklingar geti borið um málsatvik sem þýðingu geti haft við úrlausn málsins, m.a. E hvað varðar atvik er áttu sér stað þegar hún var í símasamskiptum við brotaþola. Þá er vísað til þess að þeir g eti einnig borið um þá áverka sem brotaþoli reyndist vera með í kjölfar atvika og líðan hennar og barna brotaþola. Séu því lagaskilyrði til að láta umbeðnar skýrslutökur fara fram. Ákærði byggir á því að skilyrði 1. mgr. 116. gr. laga nr. 88/2008 um að vit ni beri um málsatvik sé ekki fullnægt hvað þessa einstaklinga varðar. Þeir hafi ekki verið vitni að atvikum og geti því ekkert borið um málsatvik sem þeir hafi skynjað af eigin raun. Séu skýrslurnar því tilgangslausar. II Samkvæmt 111. gr. laga nr. 88/200 8 skal dómur reistur á þeim sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls. Aðalmeðferð málsins hófst 10. júní sl. en málið var tekið til úrskurðar sama dag áður en aðalmeðferð málsins hófst hvað varðar framangreinda kröfu ákæruvaldsins. Í fyrri málsli ð 1. mgr. 116. gr. laga nr. 88/2008 kemur fram að hverjum manni er skylt að koma fyrir dóm og svara spurningum sem beint er til hans um málsatvik. Ákvæðið hefur í dómaframkvæmd, með vísan til orða greinargerðar sem fylgdi frumvarpi því sem varð að lögum 88 /2008, verið túlkað svo að vitnaskyldan sé því bundin að maður geti borið um málsatvik sem hann hefur skynjað af eigin raun. Frá þessari meginreglu er gerð undantekning í síðari málslið 1. mgr. 116. gr. þegar um er að ræða þann sem veitt hefur ákæruvaldi e ða lögreglu sérfræðilega aðstoð eða ráðgjöf annaðhvort við rannsókn máls eða ákvörðun um málsókn áður en mál er höfðað. Samkvæmt 3. mgr. 110. gr. laganna getur dómari meinað aðila um sönnunarfærslu telji hann bersýnilegt að atriði, sem aðili vill sanna, sk ipti ekki máli eða að gagn sé tilgangslaust til sönnunar. Af málsgögnum má ráða að vitnið B, starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur, kom að málinu eftir ætlaða líkamsárás samkvæmt 1. tölulið II. kafla ákæru. Hún hafi þá hlúð að börnum brotaþola og börnin 3 að einhverju leyti minnst á upplifun sína af atvikum við hana. Í þessum ákærulið er ákærði einnig ákærður fyrir brot gegn barnaverndarlögum og á því byggt að börnin hafi verið viðstödd ætlaða líkamsárás. Vitnið C, starfsmaður félagsþjónustu Reykjavíkurborgar , bar um það í skýrslu sinni hjá lögreglu að hafa komið á vettvang eftir að ákærði hafði verið fjarlægður af heimilinu, í kjölfar þeirra atvika er skýrslugjöf brotaþola og bar einnig um áverka sem brotaþoli var þá með. hafa hitt brotaþola eftir 1. október 2018 og brotaþoli þá sagt henni frá ætluðum brotum ákærða daginn áður , sbr. 2. tölulið II. kafla ákæru, og hafi E, systir brotaþola, þá einnig verið viðstödd. D sagði brotaþola þá einnig hafa sýnt henni og rætt við hana um áverka sem hún var með og í kjölfarið hefði D ekið brotaþola á slysadeild. E, systir brotaþola, bar um það hjá lögreglu að hafa um það leyti sem þau atvik áttu sér stað sem greinir í 2. tölulið II. kafla ákæru rætt við brotaþola í síma og þá talið sig heyra að ákærði væri að beita brotaþola ofbeldi. Þá má ráða af framburði D að E hafi einnig verið viðstödd frásögn brotaþola af atvikum sem greinir frá í 2. tölulið II. kafla ákæru og heyrt lýsingu hennar á áverkum í kjölfar þeirra. Samkvæmt því sem fram er komið er það ætlun ákæruvaldsins með skýrslum af framangreindum einstaklingum að fá fram upplýsingar, um ákæruefnið og um atvik er áttu sér stað í kjölfar ætlaðra líkamsárása og þá til sönnunar um áverka brotaþola og líðan hennar og barna hennar. Þessi einstaklingar gáfu allir skýrslur við rannsókn lögreglu. Er það mat dómsins að af þeim megi ráða að þeir ge ti borið um atvik sem þýðingu geta haft við úrlausn málsins. Verður ekki á það fallist að bersýnilegt sé að þau atriði sem ákæruvaldið vill sanna með skýrslunum skipti ekki máli eða séu tilgangslaus til sönnunar í máli þessu, sbr. 3. mgr. 110. gr. laga nr. 88/2008. Verður því fallist á kröfu ákæruvaldsins um að leiða nefnd vitni fyrir dóminn til skýrslugjafar. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Ákæruvaldinu er heimilt að leiða fyrir dóminn til skýrslugjafar sem vitni við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi B C, D og E.