LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 25. janúar 2021. Mál nr. 719/2020 : Skattrannsóknarstjóri ríkisins ( Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknarstjóri ) gegn X Ltd. (Bogi Nilsson lögmaður ) Lykilorð Kærumál. Gögn. Skattrannsókn. Haldlagning. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfum X Ltd. um að úrskurðað yrði að beiðni S um afhendingu gagna, sem vörðuðu X Ltd., væri ólögmæt og að X Ltd. eða Y ehf., sem beiðnin beindist að, væri ekki skylt að afhenda S gögnin. Í úrskurði héraðsdóms var einnig hafnað kröfu X Ltd. um að S yrði gert að skila gögnum sem vörðuðu X Ltd. og S hefði fengið afhent á grundvelli beiðninnar. Í úrskurði Landsréttar var vísað til þess að umrædd gögn tengdust rannsókn á ætluðum brotum Z hf. og v ar fallist á að þau kynnu að geyma upplýsingar sem hefðu sönnunargildi þar að lútandi. Hefði Y ehf. því verið skylt að verða við framangreindri beiðni S. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Davíð Þór Björgvinsson og Ragnhei ður Bragadóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 15. desember 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. desember 2020 í málinu nr. R - [...] /2020 þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að úrskurðað yrði að beiðni sóknaraðila 19. maí 2020 um afhendingu gagna sem varða varnaraðila væri ólögmæt og að varnaraðila eða Y ehf. væri ekki skylt að afhenda sóknaraðila gögnin . Með úrskurðinum var enn fremur hafnað kröfu varnaraðila um að sóknaraðila yrði gert að skila gögnum er varða varnaraðila sem hann hefði fengið afhent á grundvelli beiðninnar 19. maí 2020 . Í greinargerð varnaraðila er ekki vísað til kæruheimildar e n ætla verður að kæran sé reist á g - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 2 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að fallist verði á kröfu hans um að úrskurðað verði að beiðni sóknaraðila 19. maí 2020 um afhendingu gagna er varða varnaraðila sé ólögmæt og honum og Y ehf. sé ekki skylt að afhenda sóknaraðila bókhaldsgögn varnaraðila. Þá er þess krafist að sóknaraðila verði gert að skila þeim gögnum sem hann hefur fengið afhent á grundvelli beiðninnar 19. maí 2020. Varnaraðili krefst jafnframt málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Málsatvik 4 Með bréfi sóknaraðila 19. maí 2020 var þess óskað að Y ehf. afhenti sóknaraðila bókhald varnaraðila, sem þá bar heitið [...] Ltd., og fylgiskjöl bókhaldsins auk annarra gagna er vörðuðu rekstur varnaraðila rekstrarárin 2013 til og með 2016. Enn fremur var óskað eftir afritum af öllum samningum og öðrum gögnum sem Y ehf. hefði undir höndum varðandi varnaraðil a. Til stuðnings beiðninni var vísað til 94. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, 38. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, 25. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda og 15. gr. laga nr. 94/1996 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Ek ki var í bréfinu vikið að tilefni beiðninnar. Í kjölfarið afhenti starfsmaður Y ehf. [...] sendi öll bókhaldsgögn varnaraðila fyrir rekstrarárin 2013 til 2016 á tölvutæku formi. 5 Með tölvuskeyti sóknaraðila til lögmanns varnaraðila 28. maí 2020 var með vísan til 94. gr. laga nr. 90/2003 farið fram á að bæði varnaraðili og Y ehf. afhentu frekari gögn er lúta að rekstri varnaraðila. Enn fremur var þess óskað að skjólstæðingur lögmann sins kæmi til skýrslugjafar 11. júní 2020. 6 Með bréfi lögmanns varnaraðila til sóknaraðila 5. júní 2020 var því hafnað að umbeðin gögn yrðu afhent sóknaraðila. Því til stuðnings var vísað til þess að varnaraðili væri erlent félag í eigu aðila sem ekki hefði skattalega heimilisfesti á Íslandi. Þá segir í bréfinu að af hálfu Y ehf. sé mælst til þess að sóknaraðili afturkalli beiðni sína en beri hana ella undir héraðsdóm á grundvelli 6. mgr. 94. gr. laga nr. 90/2003. Þá var þess krafist að sóknaraðili skilaði þ eim gögnum sem hefðu verið afhent 19. maí 2020. Bréfinu var svarað með tölvuskeyti sóknaraðila 12. júní 2020. Þar kemur fram sú afstaða sóknaraðila að embættinu sé heimilt að afla umræddra gagna og að rétt hafi verið staðið að öflun þeirra. Eðlilegra væri að Y ehf. færi með kröfu sína fyrir dóm á grundvelli 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008. Jafnframt var því lýst yfir að sóknaraðili myndi ekki skoða umrædd gögn meðan leyst væri úr ágreiningi aðila fyrir dómstólum. Með tölvuskeyti 17. júní 2020 áréttaði lög maður varnaraðila að hann teldi rétt að sóknaraðili legði ágreining aðila fyrir dóm með vísan til 6. mgr. 94. gr. laga nr. 90/2003. Ekki liggur fyrir að þessu tölvuskeyti hafi verið svarað. 7 Með bréfi varnaraðila til Héraðsdóms Reykjavíkur 19. október 2020 fór hann fram á úrlausn héraðsdóms um lögmæti rannsóknarathafna sóknaraðila á grundvelli 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008. Þar gerði hann sömu kröfur og að framan greinir en krafðist þess enn fremur að beiðni sóknaraðila 28. maí 2020 yrði úrskurðuð ólögm æt. Voru kröfurnar á því reistar að 94. gr. laga nr. 90/2003 tæki ekki til varnaraðila eða gagna 3 sem það varði enda lyti félagið að öllu leyti erlendri lögsögu. Félagið væri skráð í Belize og í eigu kýpverska félagsins Þ Ltd. en það félag væri í eigu A . A væri með skattalega heimilisfesti á Spáni og hefði ekki átt skattalega heimilisfesti á Íslandi í um 16 ár. Með erindinu 19. október 2020 fylgdu ýmis gögn þessu til staðfestingar. 8 Málið var þingfest 8. desember 2020 og tekið til úrskurðar að loknum munnleg um málflutningi. Í þinghaldinu afturkallaði sóknaraðili beiðni sína 28. maí 2020 um afhendingu frekari gagna er varða varnaraðila. Af því tilefni breytti varnaraðili kröfu sinni á þann veg að hún laut aðeins að gagnaöflun sem fram fór 19. maí 2020 og skilu m á þeim gögnum sem þá var aflað. Niðurstaða 9 Mál þetta er rekið af hálfu varnaraðila á grundvelli 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að leggja fyrir héraðsdóm ágreining um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu eða ákæranda sem o g ágreining um réttindi sakbornings, verjanda hans eða lögmanns, þar á meðal kröfu þeirra um tilteknar rannsóknaraðgerðir, ellegar réttindi brotaþola, réttargæslumanns hans eða lögmanns. 10 Eins og mælt er fyrir um í 103. gr. laga nr. 90/2003 hefur sóknaraðil i með höndum rannsókn mála samkvæmt lögunum og lögum um aðra skatta og gjöld sem ríkisskattstjóri leggur á eða er falin framkvæmd á. Getur sóknaraðili að eigin frumkvæði eða eftir kæru hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar slíka skatta og gjöld. Ran nsókn sóknaraðila getur lokið með því að sá sem brotið hefur gegn skattalögum sæti refsingu samkvæmt 109. gr. laga nr. 90/2003 eða öðrum refsiákvæðum en um málsmeðferð er fjallað í 110. gr. laganna. Fari mál til refsimeðferðar hjá yfirskattanefnd kemur sók naraðili fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni, sbr. 1. mgr. 110. gr. laganna. Sóknaraðili getur jafnframt gefið aðila færi á að ljúka refsimeðferð máls með því að greiða sekt, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Þá getur sóknaraðili einnig vísað máli til ran nsóknar lögreglu samkvæmt 3. mgr. sömu greinar til að mynda þegar sökunautur vill eigi hlíta því að mál verði afgreitt af yfirskattanefnd. Í 7. mgr. 103. gr. laganna segir að við rannsóknaraðgerðir sóknaraðila skuli gæta ákvæða laga um meðferð sakamála eft ir því sem við getur átt, einkum varðandi réttarstöðu grunaðra manna á rannsóknarstigi. 11 Í 3. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003 kemur fram að sóknaraðili geti krafist allra upplýsinga og gagna sem hann telur þörf á frá ríkisskattstjóra og aðilum sem um ræðir í 94. gr. laganna. Beiðni sóknaraðila til Y ehf. 19. maí 2020 studdist meðal annars við 94. gr. fyrrgreindra laga. Í 1. mgr. þeirrar lagagreinar segir að öllum aðilum, bæði framtalsskyldum og öðrum, sé skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því for mi sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skipti máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varði þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða skattlagningu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni. Með 4. gr. laga nr. 46/2009 var nýjum málslið bætt við málsgreinina. Þar segir 4 að hafi aðili beint eða óbeint minnst helming eignarhalds eða sé með stjórnunarleg yfir ráð í dótturfélagi eða útibúi í öðrum ríkjum sé honum jafnframt skylt að veita upplýsingar um viðskipti dótturfélags eða útibús við aðila skattskylda samkvæmt I. kafla og félög, sjóði og stofnanir í lágskattaríkjum sem 1. mgr. 57. gr. a laganna tekur til. 12 Í ljósi þess sem að framan er rakið um lagagrundvöll eftirlitshlutverks sóknaraðila getur sá sem telur að vegið sé að lögvörðum hagsmunum sínum með rannsóknaraðgerðum sóknaraðila á grundvelli 1. mgr. 94. gr. laga nr. 90/2003 leitað úrlausnar dómstóla um l ögmæti þeirra á grundvelli 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 7. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003. Getur það meðal annars átt við um þann sem umbeðnar upplýsingar og gögn lúta að þótt beiðni um afhendingu þeirra hafi verið beint að þriðja aðila. 13 Framan greint ákvæði 1. mgr. 94. gr. laga nr. 90/2003 veitir sóknaraðila víðtæka heimild til að afla gagna og upplýsinga í þágu rannsóknar á tilteknu máli á starfssviði embættisins meðal annars hjá öðrum en þeim sem er grunaður um að hafa brotið gegn skattalögum. Á sóknaraðili rúmt mat um það hvenær slíkra upplýsinga er þörf en ber við matið að gæta þeirra almennu reglna stjórnsýsluréttar sem við eiga, sbr. einkum dóma Hæstaréttar Íslands 21. október 1999 í máli nr. 156/1999 og 29. maí 2012 í máli nr. 347/2012. 14 F yrir liggur að Y ehf. hefur þegar afhent sóknaraðila umbeðin gögn um rekstur varnaraðila í samræmi við beiðni embættisins 19. maí 2020. Sóknaraðili hefur aftur á móti lýst því yfir að hann taki þau ekki til athugunar fyrr en leyst hefur verið úr ágreiningi um lögmæti beiðninnar. 15 Við meðferð málsins í héraði var upplýst að rannsókn sóknaraðila beindist að bókhaldi og skattskilum íslenska félagsins Z hf. Fyrir liggur að því félagi var 19. maí 2020 tilkynnt bréflega að hafin væri rannsókn á skattskilum þess. Þ ar hafi meðal annars komið fram að rannsóknin beindist að ætlaðri skattskyldu Z hf. vegna hagnaðar varnaraðila rekstrarárin 2013 til og með 2017. Í greinargerð sóknaraðila til Landsréttar kemur fram að grunur leiki á því að Z hf. hafi leynt raunverulegu ei gnarhaldi eða stjórnunarlegum yfirráðum sínum á varnaraðila, sem væri skráð í lágskattaríki. Með því hefði Z hf. komið félaginu undan skattskyldu hér á landi vegna tekna varnaraðila rekstrarárin 2013 til og með 2016. Í þessu efni vísar sóknaraðili til 57. gr. a í lögum nr. 90/2003 sem leggur skattskyldu á skattaðila vegna hagnaðar lögaðila, sem telst heimilisfastur í lágskattaríki, ef skattaðilinn á beint eða óbeint hlut í viðkomandi lögaðila eða telst stjórna honum og skattaðilinn hefur beinan eða óbeinan ávinning af. Kveður sóknaraðili að við þessa rannsókn sé mikilvægt að afla þeirra gagna hjá Y ehf. sem hafi komið fram í beiðni sóknaraðila 19. maí 2020 enda kunni þau að hafa verulega þýðingu við rannsókn málsins. 5 16 Samkvæmt því sem að framan er rakið tengi st beiðni sóknaraðila um gögn er varða rekstur varnaraðila alfarið rannsókn á ætluðum brotum Z hf. sem hefur heimilisfesti hér á landi samkvæmt 1. gr. laga nr. 90/2003. Eins og rannsóknin er afmörkuð skiptir ekki máli við úrlausn á því hvort 1. mgr. 94. gr . laga nr. 90/2003 eigi við um þau gögn sem voru í vörslu Y ehf. þótt varnaraðili sé skráð félag í Belize og í eigu aðila sem ekki á heimilisfesti hér á landi. Á það er fallist að umrædd gögn kunni að geyma upplýsingar sem hafi sönnunargildi um ætluð brot Z hf. og að rannsóknarhagsmunir hafi krafist þess að þau yrðu látin sóknaraðila í té á grundvelli 1. mgr. 94. gr. laga nr. 90/2003 eins og gert var. Ekki er á það fallist að beiðni sóknaraðila 19. maí 2020 hafi verið of víðtæk þannig að stangast hafi á við reglu um meðalhóf en ganga verður út frá því að gögnum verði skilað þegar sóknaraðili þarf ekki lengur á þeim að halda í þágu rannsóknar málsins og mögulegrar refsimeðferðar. 17 Samkvæmt framansögðu var beiðni sóknaraðila 19. maí 2020 lögmæt og Y ehf. skylt að verða við henni. Því ber að staðfesta hinn kærða úrskurð. Ekki er grundvöllur til að úrskurða varnaraðila málskostnað. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. desember 2020 I Málið barst dóminum 20. október síðastliðinn. Það var þingfest og tekið til úrskurðar að loknum flutningi 8. desember síðastliðinn. Sóknaraðili er X Ltd. (áður [...] Ltd.). Varnaraðili er skattrannsóknarstjóri. Sóknaraðili krefst þess að beiðni varnaraðila frá 19. maí síðastli varða sóknaraðila, sé ólögmæt og að sóknaraðila eða [ Y ] ehf. sé ekki skylt að afhenda varnaraðila gögn er Skattrannsóknarstjóri ríkisins hefur fengið afhent á grundvelli beiðni dags. 19. maí 2020 sem stíluð var á [Y] Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað. II Sóknaraðili kveðst vera erlent félag sem skráð sé í Belize. Það sé í fullu í eigu kýpversks félags sem aftur sé í fullri eigu íslensks manns sem búsettur sé erlendis og hafi ekki haft skattalega heimilisfesti á Íslandi í um 16 ár. Sóknaraðili lúti því alfarið erlendri lögsögu og hafi íslensk skattayfirvöld ekki lögsögu yfir honum. Af þessu leiði að 94. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt eigi ekki við um félagið. Þrátt fyrir þe tta hafi starfsmenn varnaraðili komið í starfsstöð bókhalds - og þjónustufyrirtækisins Y ehf. 19. maí síðastliðinn með beiðni um afhendingu allra gagn er vörðuðu sóknaraðila. Á grundvelli beiðninnar hefði varnaraðili tekið gagnamöppu og einnig fengið send g ögn rafrænt. Beiðnin hefði verið reist á 94. gr. laga um tekjuskatt. Varnaraðili hafi ýmist hafnað eða ekki svarað beiðnum um að skila gögnunum. 6 Sóknaraðili byggir kröfuna á heimild í 2. mgr. 102. gr. um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þá vísar hann til 2. gr. tekjuskattslaga varðandi skattskyldu lögaðila hér á landi og 3. gr. sömu laga um takamarkaða skattskyldu. Enn fremur til 94. gr. laganna, einkum 1. og 6. mgr. Varnaraðili byggir á því að hann sé að rannsaka skattskil íslensks félags sem skattskylt sé hér á landi. Rannsóknin beinist meðal annars að því að rannsaka hvort þetta íslenska félag sé skattskylt hér á landi vegna hagnaðar sóknaraðila en varnaraðili heldur því fram að íslenska félagið eigi sóknaraðila. Þá er bent á að Y ehf. sé íslenskt félag o g gögnin varði íslenskt félag sem sé eigandi sóknaraðila. Vísar varnaraðili til heimilda sinna í lögum um tekjuskatt, einkum 94. gr. III Samkvæmt 1. mgr. 94. gr. laga um tekjuskatt er öllum aðilum, bæði framtalsskyldum og öðrum, skylt að láta skattyfirv öldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Skiptir ekki máli, segir enn fremur í greininni, hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau s kipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða skattlagningu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni. Samkvæmt þessu hefur varnaraðili ríkar heimildir til að krefjast gagna vegna rannsóknar skattamála og verður ekki séð að hún takmarkist af öðrum greinum laganna á þann hátt er sóknaraðili byggir á. Þá er og til þess að líta að þótt sóknaraðili sé til heimilis í öðru ríki þá virðist svo sem bókhald hans hafi, að minnsta kosti að einhverju leyti, verið fært hér á landi. Lo ks ætlar varnaraðili að sóknaraðili sé í raun í eigu íslensks félags og mun rannsókn hans væntanlega leiða í ljós hvort svo sé eða ekki. Samkvæmt öllu framanrituðu er ekki fallist á með sóknaraðila að rannsókn varnaraðila sé ólögmæt og er kröfum sóknaraði la því hafnað. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð Kröfum sóknaraðila er hafnað.