Aðalsteinn E. Jónasson
Fæddur 1966, skipaður landsréttardómari frá 1. janúar 2018.
Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1986.
Frönskunám við Háskólann í Toulouse í Frakklandi 1986–1987.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1992.
Meistarapróf (LL.M.) frá lagadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum 2000.
Lögmaður á LEX lögmannsstofu með hléum 1992–2017.
Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sem síðar varð Íslandsbanki-FBA hf. 2000–2002.
Lektor og síðar dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2002–2010.
Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka hf. 2004–2006.
Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Gnúps fjárfestingafélags 2006–2007.
Helstu aukastörf:
Skipaður varadómari við Endurupptökudóm 1. febrúar 2021 til 31. janúar 2024.
Varaformaður stjórnar Persónuverndar frá 2007–2020.
Formaður úrskurðarnefndar verðbréfamiðstöðva 2009–2013.
Forstöðumaður Fjármálaréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík 2007–2010.
Kennsluþróunarráð Háskólans í Reykjavík 2008–2010.
Formaður stjórnar Fjármálaréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík 2003–2007.
Meðstjórnandi í stjórn Lögmannafélags Íslands 2001–2003.
Formaður stjórnar gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands 2003–2004.
Í laganefnd Lögmannafélags Íslands 1996–1999.
Meðstjórnandi í stjórn Hins íslenska sjóréttarfélags 1994–2003.
Námsþróunarráð Háskólans í Reykjavík 2002–2004.
Rannsóknarráð Háskólans í Reykjavík 2002–2004.
Laganefnd European Banking Federation 2000–2002.
Arnfríður Einarsdóttir
Fædd 1960, skipuð landsréttardómari frá 1. janúar 2018.
Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1980.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1986.
Diplómagráða í opinberri stjórnsýslu og stjórnun við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 2001.
Lögfræðingur hjá Borgarfógetaembættinu í Reykjavík 1986.
Dómarafulltrúi við embætti yfirborgardómarans í Reykjavík 1986–1992.
Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur 1993–1998.
Aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur 1998–1999.
Skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykjavíkur 1999–2006.
Sett héraðsdómari á árunum 1992–2006.
Skipuð héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness 2006–2010.
Skipuð héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 2010–2017.
Helstu aukastörf:
Í stjórn Hins íslenska biblíufélags 1993–2018.
Formaður málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1997–2010.
Í úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar 1998–2010.
Fulltrúi Íslands í starfi nefndar á vegum Evrópuráðsins sem ber heitið The European Commission for the Efficiency of Justice (CEPEJ) 2002–2018.
Í dómstólaráði 2006–2010.
Forseti Félagsdóms frá 2010.
Formaður nefndar um hæfni umsækjenda um embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara 2015.
Ásgerður Ragnarsdóttir
Fædd 1979, skipuð landsréttardómari frá 21. ágúst 2023.
Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1999.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 2004.
Meistarapróf (LL.M.) frá lagadeild Cambridge-háskóla í Bretlandi 2008.
Leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 2005.
Leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands 2016.
Lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneyti 2004-2005.
Aðstoðarmaður Hæstaréttardómara 2005-2008.
Lögmaður á LEX lögmannsstofu 2008-2018.
Héraðsdómari frá janúar 2018 til maí 2023.
Settur landsréttardómari frá 8. maí til 21. ágúst 2023.
Helstu aukastörf;
Forseti Félagsdóms frá 1. september 2021.
Aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands frá febrúar 2017.
Óbyggðanefnd (varamaður) frá 2021-2023.
Kærunefnd útboðsmála 2013-2021, þar af formaður frá 2019.
Siðareglunefnd Lögmannafélags Íslands 2016-2018.
Endurupptökunefnd 2016-2017.
Stjórn Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands 2009-2017.
Ásmundur Helgason
Fæddur 1969, skipaður landsréttardómari frá 1. janúar 2018.
Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1989.
Nám í ítölsku haustið 1989.
BA í sagnfræði og heimspeki við Háskóla Íslands 1994.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1999.
Lögfræðingur á skrifstofu umboðsmanns Alþingis 1999–2005.
Aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands 2005–2008.
Lögfræðingur á skrifstofu forseta Alþingis 2008.
Aðallögfræðingur Alþingis 2008–2010.
Skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 2010–2017.
Helstu aukastörf:
Stundakennari við Háskóla Íslands 2002–2010.
Formaður fornleifanefndar 2010–2012.
Varaformaður kærunefndar barnaverndarmála 2013–2015.
Dómari við Félagsdóm frá nóvember 2013.
Í prófnefnd samkvæmt 7. gr. laga nr. 77/1998, um lögmenn, frá 2014.
Varamaður í úrskurðarnefnd velferðarmála 2016-2020.
Eiríkur Jónsson, varaforseti Landsréttar
Fæddur 1977, skipaður landsréttardómari frá 1. september 2019.
Stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands 1997.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 2002.
Meistarapróf (LL.M) frá lagadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum 2006.
Doktorspróf (Ph.D) frá lagadeild Háskóla Íslands 2011.
Lögfræðingur/lögmaður hjá Landslögum – lögfræðistofu 2002–2007.
Lektor við lagadeild Háskóla Íslands 2007–2009.
Dósent við lagadeild Háskóla Íslands 2009–2014.
Settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 2013.
Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá 2014, þar af varadeildarforseti 2016–2018 og deildarforseti 2018–2019.
Helstu aukastörf:
Formaður áfrýjunarnefndar neytendamála 2009–2013.
Formaður úrskurðarnefndar um Viðlagatryggingu Íslands 2010–2018.
Formaður fjölmiðlanefndar 2011–2013.
Formaður rannsóknanámsnefndar lagadeildar Háskóla Íslands 2012–2016.
Stjórnarformaður Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands 2018–2019.
Formaður nefndar forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis 2018–2019.
Formaður úrskurðarnefndar náttúruhamfaratryggingar frá 2018.
Í kærunefnd útboðsmála frá 2019, varamaður 2013–2019.
Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar
Fædd 1957, skipuð landsréttardómari 1. júlí 2017. Forseti Landsréttar frá þeim tíma.
Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1985.
Leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1988.
Framhaldsnám í réttarfari og réttarfélagsfræði við lagadeild Háskólans í Osló 1988–1990.
Fulltrúi á lögfræðiskrifstofu Þorvalds Lúðvíkssonar hrl. 1985.Fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík 1985–1992.
Sett borgardómari í Reykjavík 1992.
Skipuð sérstakur dómari til að fara með og dæma aukadómþingsmál Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 1992.
Skipuð héraðsdómari og dómstjóri við Héraðsdóm Vesturlands 1992–1998.
Sett í embætti sýslumannsins á Patreksfirði 1998.
Skipuð héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 1998-2017, þar af varadómstjóri 2012–2016, starfandi dómstjóri 2016–2017.
Helstu aukastörf:
Í stjórn Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu 1987–1988.
Í stjórn Dómarafélags Íslands 1997–2005.
Varamaður í dómstólaráði 1998 og 2006.
Formaður prófnefndar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 77/1998, um lögmenn, 1998–2005.
Í landskjörstjórn 2003–2011, þar af formaður 2004–2007.
Prófdómari á námskeiði fyrir þá sem vilja öðlast héraðsdómslögmannsréttindi frá 2007.
Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 2011–2014, þar af varaformaður 2014.
Í gjafsóknarnefnd frá 2012.
Í nefnd sem ætlað var að semja reglur um skipan og starfsemi dómstóla með tilliti til upptöku millidómstigs og taka til skoðunar stjórnsýslu dómstólanna og fyrirkomulag við skipan dómara 2013–2015.
Varaformaður dómstólaráðs 2016–2017.
Í stjórn dómstólasýslunnar frá 2017.
Prófdómari við lagadeild Háskóla Íslands frá janúar 2022.
Jóhannes Sigurðsson
Fæddur 1960, skipaður landsréttardómari frá 1. janúar 2018.
Stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1980.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1986.
Meistarapróf (LL.M) frá lagadeild Virginíuháskóla í Bandaríkjunum 1987.
Leyfi til málflutnings fyrir héraði 1988.
Leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands 1993.
Fulltrúi á lögmannsstofu Þórðar S. Gunnarssonar hrl. og Othars Arnar Petersen hrl. 1987–1989.
Lögmaður í samstarfi við Ásgeir Björnsson hrl. 1989–1991.
Lögmaður og eigandi hjá Logos lögmannsstofu 1991–2001.
Sérfræðingur á sviði fjármálaréttar hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel 2001–2003.
Yfirlögfræðingur Actavis Group hf. 2004–2005.
Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2004–2006.
Aðstoðarforstjóri Milestone ehf. 2006–2009.
Lögmaður og eigandi Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu 2009–2017.
Helstu aukastörf:
Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 1987–2001.
Í laganefnd Lögmannafélags Íslands 1993-1995.
Í úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands 1999-2001.
Fyrirsvarsmaður Fjármálaréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík 2004–2006.
Stjórnarmaður í fjölmörgum íslenskum og erlendum atvinnufyrirtækjum 2004–2017.
Jón Höskuldsson
Fæddur 1956, skipaður landsréttardómari frá 25. september 2020.
Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1978.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1984.
Leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1987.
Leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands 2007.
Fulltrúi í landbúnaðarráðuneytinu 1984-1985.
Deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu 1985-1991.
Skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu 1991-1998.
Lögmaður 1998-2010.
Héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness 2010-2020, þar af dómstjóri 2019-2020.
Helstu aukastörf:
Formaður markanefndar 1986-1998.
Formaður nefndar sem skipuð var til að semja frumvarp um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim 1992.
Varamaður í áfrýjunarnefnd ágreiningsmála á kirkjulegum vettvangi samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands frá 2011.
Varamaður í yfirmatsnefnd samkvæmt ábúðarlögum samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands 2013-2017. Formaður sömu nefndar frá 2018.
Aðalmaður í dómstólaráði 2015-2016.
Formaður dómstólaráðs 2016-2018.
Kjartan Bjarni Björgvinsson
Kristbjörg Stephensen
Fædd 1966, skipuð landsréttardómari frá 1. janúar 2018.
Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1986.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1991.
Meistarapróf í lögfræði frá Gautaborgarháskóla 1993.
Leyfi til málflutnings fyrir héraði 1998.
Leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands 2011.
Lögfræðingur hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga 1993–1995.
Skrifstofustjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 1995–1998.
Löglærður fulltrúi á skrifstofu borgarstjórnar 1999–2001.
Skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara 2001–2005.
Skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu á stjórnsýslu- og starfsmannasviði Reykjavíkurborgar 2005–2007.
Borgarlögmaður 2007–2017.
Helstu aukastörf:
Fulltrúi í hollustuháttaráði 1999–2002.
Fulltrúi í samninganefnd Reykjavíkurborgar 2000–2005.
Stjórnarmaður í stjórn Neyðarlínunnar ohf. 2002–2018.
Varamaður í stjórn Austurhafnar-TR ehf. 2003–2009.
Stjórnarmaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, nú Brúar lífeyrissjóðs 2006–2018, þar af formaður stjórnar 2014–2016.
Stjórnarmaður í stjórn Minjaverndar hf. 2006–2018.
Stjórnarmaður í stjórn SPRON – sjóðsins ses. 2007–2012.
Stjórnarmaður í Jörundi ehf. 2007–2017, þar af formaður stjórnar 2012–2017.
Stjórnarmaður í stjórn Austurhafnar-TR ehf. 2009–2012.
Stjórnarmaður í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða 2013–2018.
Varamaður í endurupptökunefnd 2013–-2017.
Kristinn Halldórsson
Fæddur 1972, skipaður landsréttardómari frá 22. september 2022.
Stúdent frá Framhaldsskólanum á Húsavík 1991.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1997.
Fulltrúi sýslumannsins á Blönduósi 1997-1999.
Aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra 1999-2003.
Settur héraðsdómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra september til nóvember 2003.
Aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Vesturlands 2004-2007.
Settur héraðsdómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra október 2004 til febrúar 2005 og september 2005 til febrúar 2006.
Settur héraðsdómari og dómstjóri við Héraðsdóm Vesturlands maí til júlí 2005 og mars til júní 2006 og við Héraðsdóm Vestfjarða nóvember 2006 til mars 2007.
Skipaður héraðsdómari og dómstjóri við Héraðsdóm Vestfjarða 2007–2013.
Héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness 2013-2022, þar af dómstjóri 2020-2022.
Helstu aukastörf:
Í prófnefnd samkvæmt 7. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn, frá apríl 2023.
Oddný Mjöll Arnardóttir, í leyfi
Fædd 1970, skipuð landsréttardómari frá 1. janúar 2018.
Stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1989.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1994.
Leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1995.
Doktorspróf frá Edinborgarháskóla 2002.
Fulltrúi á Málflutningsskrifstofu Borgartúni 24 1993–1996.
Framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar 2001.
Sjálfstætt starfandi lögmaður 2002–2006.
Prófessor við Háskólann í Reykjavík 2006–2012.
Prófessor við Háskóla Íslands 2012–2018.
Helstu aukastörf:
Kennari á námskeiði til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda 2000–2017.
Í vísindasiðanefnd 2003–2006.
Í fagráði hug- og félagsvísinda hjá Rannsóknamiðstöð Íslands 2007–2009.
Í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2013.
Formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands 2010–2012, varaformaður og stjórnarmaður 2007–2010.
Formaður stjórnar Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands 2013–2017.
Varadómari við Mannréttindadómstól Evrópu frá 2014.
Varaformaður kærunefndar útlendingamála 2015–2016.
Formaður álitsnefndar vegna skráningar trúfélaga og lífsskoðunarfélaga 2015–2017.
Ragnheiður Bragadóttir
Fædd 1963, skipuð landsréttardómari frá 1. janúar 2018.
Stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1983.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1989.
Framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla 1995.
Leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1996.
Fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík 1989–1992.
Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur 1992–1997.
Aðstoðarmaður hæstaréttardómara 1997–1999.
Sett héraðsdómari án fastrar starfsstöðvar 1999–2001.
Sjálfstætt starfandi lögmaður 2002–2005
Skipuð héraðsdómari og dómstjóri við Héraðsdóm Austurlands 2005–2008.
Skipuð héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness 2008–2017.
Helstu aukastörf:
Stundakennari við Háskóla Íslands 1997–1998.
Varamaður í óbyggðanefnd 1998–2005.
Varaformaður úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki 2000–2005.
Aðalmaður í samkeppnisráði 2002–2005.
Í stjórn Lögmannafélags Íslands 2003–2005, þar af varaformaður frá 2004.
Í stjórn Dómarafélags Íslands 2009–2013.
Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 2017–2019.
Ragnheiður Harðardóttir
Fædd 1963, skipuð landsréttardómari frá 1. janúar 2018.
Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1983.
Frönskunám við Université d'Aix-Marseille í Provence 1983–1984.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1989.
Framhaldsnám í afbrotafræði við San José State University í Kaliforníu 1989–1990.
Meistarapróf í lögum (LL.M) frá London School of Economics and Political Science 1994.
Fulltrúi ríkissaksóknara 1990–1996.
Deildarstjóri við lagaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 1996–1997.
Saksóknari við embætti ríkissaksóknara 1997–2005.
Vararíkissaksóknari 2005–2008.
Héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 2008–2017.
Helstu aukastörf:
Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands í refsirétti 1990–2001 og í réttarfari 2002–2005.
Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 2006–2011.
Í stjórn Ákærendafélags Íslands 2007–2008.
Í réttarfarsnefnd 2012–2022.
Varamaður í Félagsdómi frá 2013.
Í nefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um dómaraembætti 2016–2022, áður varamaður frá 2011.
Prófdómari í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands frá 2017.
Símon Sigvaldason
Fæddur 1962, skipaður Landsréttardómari frá 1. mars 2021
Stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1982.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1989.
Framhaldsnám frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla 1990.
Leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1996.
Fulltrúi yfirsakadómara í Reykjavík 1990-1992.
Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Vesturlands 1992-1993.
Aðstoðarmaður Hæstaréttardómara 1993-1995.
Deildarsérfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneyti 1995-1996.
Rannsóknarlögfræðingur við EFTA-dómstólinn 1997.
Settur skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti 1996-1997.
Saksóknari við embætti ríkissaksóknara 1998.
Skrifstofustjóri Hæstaréttar Íslands 1998-2004.
Héraðsdómari 2004-2021.
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur 2017-2021.
Helstu aukastörf;
Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 1995-2011.
Stundakennari við Lögregluskóla ríkisins 1993-2000.
Refsiréttarnefnd frá 2007.
Formaður dómstólaráðs 2006-2017.
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (varamaður) frá 2005.
Þorgeir Ingi Njálsson
Fæddur 1960, skipaður landsréttardómari frá 1. janúar 2018.
Stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1980.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1985.
Fulltrúi sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu og bæjarfógetans á Sauðárkróki 1985–1987.
Fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu og bæjarfógetans á Selfossi 1987–1989 og frá 1. október til 1. desember 1990.
Settur héraðsdómari við embætti sýslumannsins í Árnessýslu og bæjarfógetans á Selfossi 1989–1992.
Settur sýslumaður Strandasýslu í júlí 1988 og júlí 1989.
Skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands 1992–1998.
Skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness 1998–2017, þar af dómstjóri 2008–2017.
Skrifstofustjóri umboðsmanns Alþingis 2000–2001.
Settur umboðsmaður Alþingis frá 15. febrúar til 1. júlí 2014 og frá 1. september til 31. desember 2017.
Settur hæstaréttardómari frá 1. mars til 15. apríl 2017.
Helstu aukastörf:
Í bótanefnd samkvæmt lögum nr. 69/1995 um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota 1996–2004.
Stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2006–2013.
Varamaður í gjafsóknarnefnd 2012–2015.
Tilnefndur af Hæstarétti til að taka sæti í áfrýjunarnefnd samkeppnismála í fjórum málum 2012–2016.