Hinn 1. janúar 2018 tóku gildi ný lög um dómstóla. Með þeim var gerð sú breyting að dómstigin, sem áður voru tvö, urðu þrjú með tilkomu sérstaks millidómstigs. Nýr dómstóll, Landsréttur, var þá settur á fót sem millidómstig og tók dómstóllinn til starfa 1. janúar 2018.

Til Landsréttar er unnt að skjóta úrlausnum héraðsdómstólanna átta og verða úrlausnir hans endanlegar í flestum málum. Í sérstökum tilvikum og að fengnu leyfi Hæstaréttar Íslands má skjóta niðurstöðum Landsréttar til Hæstaréttar. 

Landsréttur er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, að Vesturvör 2, 200 Kópavogi, en tekur til landsins alls. 

Fimmtán dómarar eiga sæti við Landsrétt og taka þrír dómarar þátt í meðferð máls fyrir dómi að jafnaði, með þeim undantekningum sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála. 

Forseti Landsréttar er Hervör Þorvaldsdóttir.

 

Skrifstofa Landsréttar er opin virka daga kl. 8:30 - 12:00 og 13:00 - 16:00.

Kt. 470717-1060
Reikn. nr. 0515-26-470717