• Ingveldur Einarsdóttir

  Fædd 1959, skipuð landsréttardómari frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2019.

  Skipuð hæstaréttardómari frá 1. janúar 2020.

   

  Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978.

  Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1985.

  Próf í umhverfisrétti frá lagadeild Háskólans í Uppsölum 1997.

  Nám við lagadeild Háskólans í Osló í mannréttindum 2011.

  Nám við lagadeild Háskóla Íslands í Evrópurétti, EES-rétti og starfsmannarétti 2012.

   

  Sett borgarfógeti 1991.

  Dómarafulltrúi við embætti yfirborgarfógetans í Reykjavík 1985–1992.

  Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur 19921997.

  Sett héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 1995.

  Kennslustjóri við lagadeild Háskóla Íslands 1998.

  Lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis 19981999.

  Skipuð héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands 1999. Sett dómstjóri við sama dómstól 2001–2002 og skipuð dómstjóri 2003–2004.

  Skipuð héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 2004–2012.

  Sett hæstaréttardómari 2013–2017.

   

  Helstu aukastörf:

  Stundakennari við Háskóla Íslands í gerð raunhæfra verkefna 1994–1995 og í erfðarétti 1999–2000.

  Formaður Barnaverndarráðs Íslands 1997–2002.

  Í Dómstólaráði 2000–2006, þar af varaformaður 2003–2005 og formaður 2005–2006.

  Í nefnd sem annast prófraun fyrir umsækjendur um réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður 2000–2009.

  Formaður kærunefndar barnaverndarmála 2004–2013.

  Í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema frá 2006.

  Formaður Dómarafélags Íslands 2009–2011.

 • Jón Finnbjörnsson

  Fæddur 1957, skipaður landsréttardómari frá 1. janúar 2018 til 21. september 2022.

   

  Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1977

  Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1983.

  Framhaldsnám og rannsóknir við Nordisk Institutt for Sjørett 1983–1984, í júlí 1996 og með hléum 2013.

  Nám og rannsóknir við lagadeild Ludwig Maximilans Universität í München 1988–1989.

  Rannsóknir við Max Planck Institut für ausländisches und internationales Rechtsgeschichte í Frankfurt am Main janúar–mars 2013.

   

  Fulltrúi við borgarfógetaembættið í Reykjavík 1983, 1984–1987 og 1989–1990.

  Aðstoðarmaður hæstaréttardómara 1987–1988 og 1992–1993.

  Settur héraðsdómari við embætti lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli 1990–1992 og við embætti bæjarfógetans í Kópavogi 1990–1991.

  Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur 1993–1997, þar af settur skrifstofustjóri janúarapríl 1996.

  Settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 1993–1994.

  Settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness 1997–1998.

  Skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands 1998–2001.

  Skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 2001–2017.

   

  Helstu aukastörf:

  Stundakennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1985–1990 og 1992–1998.

  Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1985–1988.

  Formaður Hins íslenska sjóréttarfélags 1989–2012.

  Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 1990–1993 og 2004.

 • Sigurður Tómas Magnússon

  Fæddur 1960, skipaður landsréttardómari frá 1. janúar 2018 til 17. maí 2020.

  Skipaður hæstaréttardómari frá 18. maí 2020.

   

  Stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1980.

  Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1985.

   

  Fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík 1985–1986 og september–desember 1991.

  Fulltrúi á lögmannsstofu Sigurmars K. Albertssonar hrl. 1986–1998.

  Aðstoðarmaður hæstaréttardómara 1988–1990.

  Settur borgardómari 1990–1991.

  Aðstoðarmaður hæstaréttardómara janúar–maí 1992.

  Skrifstofustjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur 1992–1993.

  Settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 1994.

  Skrifstofustjóri á dómsmála- og löggæsluskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 1995–1996.

  Skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 1996–2005.

  Settur ríkissaksóknari í málinu nr. S-1016/2005; Ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl. (Hæstaréttarmál nr. 181/2006) og málinu nr. S-514/2006; Ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl. (Hæstaréttarmál nr. 385/2007).

  Sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2004–2010.

  Atvinnulífsprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2010–2017.

   

  Helstu aukastörf:

  Í kærunefnd jafnréttismála 1991̶2000, þar af formaður 1997–2000.

  Stundakennari í einkamálaréttarfari við lagadeild HÍ 1993–1996

  Formaður Dómstólaráðs 1998–2005.

  Kennsla í einkamálaréttarfari á námskeiðum til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda 2005–2019.

  Verkefnastjóri við undirbúning stofnunar embættis héraðssaksóknara, í umboði dómsmálaráðuneytisins, frá 6. ágúst 2008.

  Lögfræðilegur ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins 2009–2015.

  Formaður vinnuhóps innanríkisráðherra um millidómstig 2010.

  Formaður nefndar um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum 2012.

  Varamaður í endurupptökunefnd 2013–2017.

  Formaður stýrihóps um mótun réttaröryggisáætlunar innanríkisráðuneytisins frá 2013.

  Í nefnd um meðferð kærumála og kvartana á hendur lögreglu frá 2015.

  Formaður réttarfarsnefndar frá 2017.

 • Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

  Fæddur 1950, skipaður landsréttardómari frá 1. janúar 2018 til 31. ágúst 2019.

   

  Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970.

  Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1976.

  Framhaldsnám í sjórétti, vátryggingarétti og skaðabótarétti við Nordisk Institutt för Sjörett í Osló 1977–1978 og aftur 1997.

  Leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1979.

  Leyfi til málflutnings fyrir hæstarétti 1987.

   

  Sjálfstætt starfandi lögmaður 1976–2017.

  Borgarlögmaður 2003–2004.

  Skipaður dómari við Félagsdóm 1995–2003.

  Skipaður dómari í Landsdómi frá 1999.

   

  Helstu aukastörf

  Í stjórn Lögmannafélags Íslands 1985–1987.

  Í yfirkjörstjórn Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurkjördæmis, síðar Reykjavíkurkjördæmis norður 1987–2005.

  Stundakennari við Háskóla Íslands 1990–1996.

  Varamaður í úrskurðarnefnd í vátryggingamálum 1987–2007.

  Í stjórn Félags um vátryggingarétt frá 2001.

  Í útvarpsréttarnefnd 2008–2011.

  Í stjórn Íslandsbanka hf. 2008–2010, þar af stjórnarformaður 2009–2010.

  Stjórnarformaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf., Kadeco 2010–2013.

  Í kjararáði 2010–2018.

  Í fjölmiðlanefnd 2011–2017.