LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 26. mars 2021. Mál nr. 148/2020 : A ( Sævar Þór Jónsson lögmaður ) gegn Sunnu Valgerðardóttur aðallega, Magnúsi Geir Þórðarsyni til vara og Ríkisútvarpinu ohf. til réttargæslu ( Stefán A . Svensson lögmaður) Lykilorð Ærumeiðingar. Tjáningarfrelsi. Friðhelgi einkalífs. Stjórnarskrá. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Útdráttur A höfðaði mál gegn S, fréttamanni á R, og til vara M, útvarpsstjóra R, og krafðist ómerkingar á nánar tilteknum ummælum í fjórum liðum sem birt voru á vefmiðli R og á einum tilgreindum ummælum sem S lét falla í beinni útsendingu í kvöldfréttum R. Lutu ummæ lin að ætluðu vinnumansali á veitingastað sem rekinn var af B ehf., sem var í eigu A. Grunur um umrætt brot, svo og nánari atvik eins og þeim var lýst í fréttaflutningi S, reyndist haldlaus. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki færi milli mála að ummælin he fðu falið í sér aðdróttanir um alvarleg brot og siðferðilega ámælisverða háttsemi sem féllu ótvírætt undir verknaðarlýsingu 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hins vegar taldi Landsréttur að ekki yrði hjá því litið að fyrir lá grunur, byggður á á bendingu, sem meðal annars stéttarfélagið D hugðist kanna nánar svo sem raunin varð. Fyrir þessu meginefni fréttarinnar hefði S haft heimildir sem hún mátti telja traustar. Taldi rétturinn að hvorki yrði gerð sú krafa til S að hún kannaði sérstaklega hvort umrædd ábending væri rétt eða röng né að S hefði verið skylt að gefa A kost á því að tjá sig um efni fréttanna áður en þær voru fluttar. Þá yrði að líta til þess að í krafti hins rúma tjáningarfrelsis sem fjölmiðlar njóta hafi S haft svigrúm til að ákveða nánari framsetningu fréttanna svo framarlega sem ekki væri farið með rangt mál. Var því ekki talið að S hefði með áðurgreindum ummælum farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns samkvæmt 73. gr. stjórnarskrár og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Voru S og M sýknuð af kröfum A. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson og Hervör Þorvaldsdóttir og Skúli Magnússon, settur landsréttardómari. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 12. m ars 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 17. febrúar 2020 í málinu nr. E - /2019 . 2 Áfrýjandi krefst ómerkingar á fimm nánar tilgreindum ummælum sem rakin eru í hinum áfrýjaða dómi. Þá krefst áfrýjandi þess aðallega að aðalstefnda, Sunna Valgerðardóttir, en til vara varastefndi, Magnús Geir Þórðarson, verði dæmd til að greiða henni miskab ætur að fjárhæð 3.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. ágúst 2017 til 12. janúar 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjandi krefst þess einnig að aðalstefnda en ella varastefndi verði dæmd til að greiða 605.740 krónur til að kosta birtingu forsendna og dómsorðs dóms í málinu í tveimur dagblöðum eða aðra fjárhæð að mati dómsins. Einnig krefst áfrýjandi þess að forsendur og dómsorð í má linu verði birt á vefmiðlinum ruv.is og í dagskrá Ríkisútvarpsins sem haldið er úti af réttargæslustefnda, Ríkisútvarpinu ohf., eigi síðar en sjö dögum frá uppkvaðningu dóms að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 100.000 krónur á dag. Loks krefst áfrýjandi máls kostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti, aðallega úr hendi aðalstefndu en til vara úr hendi varastefnda. 3 Aðalstefnda og varastefndi krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar. Af hálfu réttargæslustefnda er einnig gerð krafa um málskostnað. 4 Málinu var upphaflega einnig skotið til Landsréttar af hálfu B ehf. Bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms 12. nóvember 2020 og tilkynnti skiptastjóri Landsrétti 2. mars 2021 að samkomulag hefði náðst við stefndu o g réttargæslustefnda um að málið félli niður án kostnaðar. Var málið fellt niður að þessu leyti með bókun í þingbók 12. mars 2021 og heiti málsins breytt til samræmis við það. Niðurstaða 5 Svo sem nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi er í máli þessu deilt um ummæli sem birtust í frétt 30. ágúst 2017 á vefmiðlinum ruv.is klukkan 19.00, undir nafni aðalstefndu Sunnu, og ummæli sem hún lét falla í beinni útsendingu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sama kvöld. Í meginatriðum laut fréttaflutningurinn að því að eigand i tiltekins veitingastaðar nafngre indur og tekið fram að hann væri við . Í kvöldfréttum sjónvarpsins mátti glöggt greina um hvaða stað var að ræða. Í fréttinni á ruv.is kom fram að fulltrúar fyndi fólkið í og kæmi því til landsins. Þá sagði að fulltrúar D hefðu farið á veitingastaðinn klukkan sex um daginn og lögreglan á Norðurlandi eystra hefði verið látin vita af málinu ásamt mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 3 6 Þótt áfrýjandi hafi ekki v erið nafngreind í fréttaflutningi aðalstefndu liggur fyrir að hún rak téðan veitingastað og mun vera af uppruna. Var því vandalaust fyrir hvern sem vildi að komast að því til hvaða einstaklings fréttaflutningur aðalstefndu vísaði. Fór þannig ekki á mil li mála að fréttaflutningurinn snerist um að áfrýjandi væri grunuð um alvarleg hegningarlagabrot sem og stórlega siðferðislega ámælisverða háttsemi. Fram er komið að fréttaflutningi aðalstefndu var fylgt eftir af öðrum fjölmiðlum og lagðist téður veitingar ekstur áfrýjanda í reynd niður frá og með þessu tímamarki auk þess sem orðspor hennar sem veitingamanns var skaðað. Ekki er um það deilt að grunurinn um umrætt brot, svo og nánari atvik eins og þeim var lýst í fréttaflutningi aðalstefndu, reyndist haldlaus eftir nánari eftirgrennslan. Eins liggur fyrir að málið var aldrei tekið til rannsóknar á vegum lögreglu hvað sem leið tilkynningum til hennar. 7 Í hinum áfrýjaða dómi er rakið viðtal 24. ágúst 2017 í síðdegisútvarpi Rásar 2 við C , þáverandi Alþýðusamban ds Íslands, þar sem fjallað var um ráðningar útlendinga hér á landi á launum langt undir lágmarkslaunum samkvæmt gildandi kjarasamningum. Í viðtalinu sagði C upphringingu um starfsmenn sem eru að vinna hér á veitin gahúsi þar sem er fullyrt að þeir hafi borgað sko hundruð þúsundir króna úti í til þess að fá að koma hingað til þess að vinna. Séu hér á, eins og ég segi, kjörum sem að teljast í tugum þúsunda á mánuði með vinnutíma sem er ómældur o.s.frv. [...] En þa ð er náttúrulega eðli brotastarfsemi og svona neðanjarðarstarfsemi, þess vegna sko bara, ja, við skulum bara segja skipulagðrar glæpastarfsemi að það er oft erfitt að halda hérna einhverjar ding um þetta hefði kona hún tók tal við þessa einstaklinga sem þar störfuðu, sem að skilja ekkert nema . [...] Og þannig kom þetta upp og síðan einfaldlega var hringt í okkur og 8 Í málinu liggur fyrir yfirlýsing fyrrnefnds C , sem hann staðfesti í skýrslu fyrir héraðsdómi, þess efnis að aðalstefnda hefði haft samband við hann í framhaldi af v iðtalinu á Rás 2. Hefði hann greint aðalstefndu frá þeim upplýsingum sem hann hefði haft undir höndum og fram koma í greinargerð sem liggur fyrir í málinu. Af yfirlýsingu C og framburði hans fyrir dómi verður ráðið að aðalstefnda hafi sjálf talið víst að h ann hefði í viðtalinu verið að vísa til veitingastaðarins á þótt C hefði ekki nefnt þann stað beinlínis á nafn. Í áðurnefndri greinargerð C kemur fram lýsing mjög áþekk þeirri sem síðar kom fram í fréttaflutningi aðalstefndu, meðal annars að 9 Fyrir liggur a ð mál veitingarstaðarins var á þessum tíma einnig til skoðunar hjá stéttarfélaginu D á . Í skýrslu fyrir héraðsdómi staðfesti starfsmaður stéttarfélagsins að hann hefði verið í samskiptum við aðalstefndu og þau rætt um 4 aðalstefnda hafði orðið þess áskynja að f ulltrúar stéttarfélagsins höfðu í hyggju að mæta í óboðað eftirlit á umræddum veitingastað 30. ágúst 2017 klukkan 18 þar sem hún var síðan sjálf mætt. 10 Ekki fer á milli mála að þau ummæli sem tilgreind eru í kröfugerð áfrýjanda og höfð eru eftir aðalstefndu fólu í sér aðdróttanir um alvarleg afbrot og siðferðilega ámælisverða háttsemi sem falla ótvírætt undir verknaðarlýsingu 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á ákvæði 234. gr. laganna um móðganir þar af leiðandi ekki við. Hins vegar er ekkert komi ð fram um að aðalstefnda hafi ákveðið að birta áðurgreindar fréttir gegn betri vitund eða án sennilegrar ástæðu til að halda þær réttar þannig að háttsemi aðalstefndu geti fallið undir 236. gr. laganna. Samkvæmt þessu getur einungis komið til skoðunar hvor t umrædd ummæli hafi falið í sér brot gegn 235. gr. almennra hegningarlaga, eins og það ákvæði verður skýrt réttri lögskýringu. 11 Við nánari skýringu 235. gr. almennra hegningarlaga verður að líta til þess að tjáningarfrelsi aðalstefndu er verndað samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. samnefnd lög nr. 62/1994. Samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar geta takmarkanir á tjáningarfrelsinu meðal annars helgast af nauðsyn þess að vernda mannorð annarra, sbr. einnig 2 . mgr. 10. gr. mannréttindasáttmálans, en ljóst er að fyrrgreint ákvæði hegningarlaga hefur slíka vernd mannorðs að markmiði. Er sömuleiðis ljóst að æruvernd og friðhelgi einkalífs nýtur verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmálans, sbr. einkum 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. sáttmálans. 12 Samkvæmt umræddum ákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála verður einnig, við mat á því hvort takmörkun tjáningarfrelsis á grundvelli umrædds ákvæðis hegningarlaga teljist heimil, að horfa til þess hvort takmö rkun sé nauðsynleg og samrýmist lýðræðishefðum, þar á meðal sú takmörkun tjáningarfrelsis sem felst í eftirfarandi dómi um ómerkingu ummæla, greiðslu miskabóta og birtingu dóms. Í því sambandi ber sérstaklega að horfa til þess sérstaka og mikilvæga hlutver ks sem fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi við að taka á móti og miðla upplýsingum til almennings, svo og vera vettvangur umræðu um mikilvæg þjóðfélagsleg málefni. 13 Samkvæmt framangreindu verður að játa fjölmiðlum svigrúmi til að gera grein fyrir málum se m erindi eiga við almenning, þar á meðal sakamálum á frumstigi, svo sem hér um ræddi. Engu að síður ber fjölmiðlum við umfjöllun um alvarlegar ásakanir gegn einstaklingum um refsiverða háttsemi að gæta að friðhelgi þeirra sem í hlut eiga og einnig að uppfy lla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttaflutningi sínum, svo og að gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, sbr. til hliðsjónar 26. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla. Eiga þessar kröfur um vandvirkni og meðalhóf, sem leiðir af áðurlýstri vernd æru manna og einkalífs, sérstaklega við þegar fjölmiðlar fjalla um 5 ásakanir gegn mönnum sem ekki teljast opinberar persónur, eins og telja verður að eigi við í máli þessu. 14 Málefni það sem áðurgreindur fréttaflutningur aðalstefndu laut að var þáttur í opinberri umræðu um starfskjör erlendra starfsmanna hér á landi og ætlaðri brotastarfsemi í því sambandi. Var því um að ræða efni sem átti erindi í almenna þjóðfélagsumræðu. Áður er fram komið að aðalstefnda hafði að minnsta kosti rætt við tvo fulltrúa launþegasamt aka áður en hún flutti fréttir sínar en fyrir liggur að þessum félögum hafði borist ábending um óforsvaranleg kjör erlendra starfsmanna á fyrrgreindum veitingastað. Var ljóst af þessum samtölum að sú ábending var tekin nægilega alvarlega til að fyrirhugað væri að fylgja henni eftir með óboðaðri heimsókn á staðinn sem síðan varð raunin. 15 Hvorki í fyrrgreindu viðtali við C er ljóst að þær aðstæður starfsfólks og atvik við komu þeirra til landsins sem þar var lýst gat fallið undir það hugtak eins og það er notað í mæltu máli. Þótt hugtakið mansal sé lagalegt verður einnig að hafa í huga að tilvísun til þess getur jafnframt lýst ákveðnu mati á alvarleika háttsemi og þannig falið í sér gildisdóm viðkomandi um bágar aðstæður starfsmanns. Verður því ekki á það fallist að aðalstefndu hafi verið óheimilt að nota umrætt hugtak í ljósi atvika málsins eins og þeim var nánar lýst í fréttaflutningn um. 16 Á það verður fallist með áfrýjanda að í fréttaflutningi aðalstefndu hafi gætt til skoðunar. Í fréttaflutningnum var því þó einnig haldið til haga að engin formleg l ögreglurannsókn væri hafin þótt lögregla hefði verið látin vita af málinu. Ekki verður gerð sú krafa til aðalstefndu að hún hafi á valdi sínu nánari blæbrigði þess hvaða aðilar ki þess eðlis að unnt sé að taka kröfur áfrýjanda til greina að þessu leyti. 17 Þótt framsetning aðalstefndu í fréttaflutningnum væri vissulega í æsifréttastíl og ekki kæmi skýrt fram að í reynd var aðeins um að ræða eina ábendingu sem borist hafði fyrrgreind um launþegasamtökum, var meginefni fréttaflutnings hennar engu að síður það að fyrir lægi grunur, byggður á ábendingu, sem stéttarfélagið D hygðist kanna nánar svo sem raunin varð. Fyrir þessu meginefni fréttarinnar hafði aðalstefnda heimildir sem hún mátt i telja traustar. Við þær aðstæður sem uppi voru var ekki gerð sú krafa til aðalstefndu að hún kannaði sérstaklega hvort umrædd ábending væri rétt eða röng enda var í fréttunum ekki tekin afstaða til þess hvort svo væri. Eins og atvikum var háttað verður h eldur ekki talið að aðalstefndu hafi verið skylt að gefa áfrýjanda kost á því að tjá sig um efni fréttanna áður en þær voru fluttar. 18 Á það verður fallist að fréttaflutningur aðalstefndu í heild gekk nokkuð langt í því að skapa þau hug h rif að málið væri lit ið sérlega alvarlegum augum hjá umræddum 6 launþegasamtökum og um leið að pottur hlyti að vera alvarlega brotinn í starfsmannamálum á umræddum veitingastað hvað sem liði óvissu um nánari atvik málsins. Er og komið fram að umfjöllun aðalstefndu og annarra fjö lmiðla í framhaldinu urðu til þess að rekstur umrædds veitingastaðar lagðist umsvifalaust niður. Hér verður þó að líta til þess að í krafti hins rúma tjáningarfrelsis sem fjölmiðlar njóta samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu hafði aðalstefnda svigrúm til að ákveða nánari framsetningu fréttanna svo framarlega sem ekki væri farið með rangt mál. Verður og ekki fram hjá því litið að þær heimildir sem hún studdist við, ekki síst áðurgreint viðtal við C á Rás 2, gengu einnig nokkuð í sömu átt, það er að málið væri litið alvarlegum augum hjá verkalýðshreyfingunni. 19 Samkvæmt öllu framangreindu verður ekki talið að aðalstefnda hafi með áðurgreindum ummælum farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns eins og það er verndað samkvæmt 7 3. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 20 Í ljósi vafaatriða málsins verður málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti látinn fall a niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17. febrúar 2020 Mál þetta, sem dómtekið var 20. janúar 2020, var höfðað 2. maí 2019 af hálfu A , , og félaginu B ehf., , aðallega á hendur Sunnu Valgerðardóttur, , Reykjavík, en til vara á hendur Magnúsi Geir Þórðarsyni, , Reykjavík, vegna ærumeiðandi umfjöllunar. Til réttargæslu er stefnt Ríkisútvarpinu ohf., Efstaleiti 1, Reykjavík. Fyrirsvarsmaður stefnanda B ehf. er stefnandi A . Fyrirsvarsmaður réttargæslustefnda Ríkisútvarpsins ohf. er stjórnarformaður félagsins, Kári Jónasson, , Reykjavík. Stefnendur krefjast þess, hvor um sig, að eftirfarandi ummæli í stafliðum A D, sem birtust á vefmiðlinum ruv.is hinn 30. ágúst 2017 kl. 19:00, verði dæmd dauð og ómerk: A. Grunur um mansal á . B. Eigandi veitingastaðar á er grunaður um vinnumansal. Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum . C. Samkvæmt heimildum fréttastofu er eigandi staðarins, sem er kona, grunuð um vinnumansal . D. Sta rfsmennirnir, fimm , hafi fengið loforð um góða atvinnu og framtíðarbúsetu hér á landi, gegn því að greiða háa fjárhæð fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á að fólkið fái greiddar 30.000 krónur á mánuði í laun, borði matarafganga af v eitingastaðnum og fái þak yfir höfuðið . Fulltrúar stéttarfélagsins eru nú að skoða, ásamt fleiri opinberum aðilum, hver það sé sem finni fólkið í og komi því hingað til lands. 7 Þá krefjast stefnendur þess, hvor um sig, að eftirfarandi ummæli í staflið E, sem aðalstefnda, Sunna Valgerðardóttir fréttamaður, lét falla í beinni útsendingu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins hinn 30. ágúst 2017, verði dæmd dauð og ómerk: E. Samkvæmt heimildum fréttastofu er eigandi staðarins, sem er kona, grunuð um vinnumans al. Starfsmennirnir, fimm , hafi fengið loforð um góða atvinnu og framtíðarbúsetu hér á landi gegn því að greiða háa fjárhæð fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á að fólkið fái greiddar 30.000 krónur á mánuði í laun, borði matarafganga af veitingastaðnum og fái þak yfir höfuðið. Fulltrúar stéttarfélagsins eru nú að skoða, ásamt fleiri opinberum aðilum hver það sé sem finni fólkið í og komi því hingað til lands . Stefnendur krefjast þess aðallega að aðalstefnda, Sunna Valgerðardóttir, en til vara varastefndi, Magnús Geir Þórðarson, verði dæmd til að greiða stefnendum, hvorum um sig, miskabætur að fjárhæð 3.000.000 króna, með vöxtum samkvæmt 1. málsl. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. ágúst 2017 til 12. janúar 20 19, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá gera stefnendur aðallega þá kröfu að aðalstefnda, Sunna Valgerðardóttir, en til vara varastefndi, Magnús Geir Þórðarson, verði dæmd til að greiða stefnendum, hvo ru um sig, 605.740 krónur, til að kosta birtingu forsendna og dómsorðs dóms í málinu í tveimur dagblöðum, eða að mati dómsins. Stefnendur gera, hvor um sig, þá kröfu að forsendur og dómsorð í málinu verði birt á vefmiðlinum ruv.is og í dagskrá Ríkisútvarp sins, eigi síðar en sjö dögum frá uppkvaðningu dóms, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 100.000 krónur á dag þar til skyldunni er fullnægt. Loks krefjast stefnendur þess, hvor um sig, að stefndu verði hvert fyrir sig dæmd til greiðslu málskostnaðar samkvæm t mati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti í tilviki stefnanda A . Aðal - og varastefndu, Sunna Valgerðardóttir og Magnús Geir Þórðarson, krefjast, hvort um sig, sýknu af öllum kröfum stefnenda. Þá krefjast aðal - og varastefndu, hvort um sig, málskostnað ar úr hendi stefnenda óskipt, að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Af hálfu réttargæslustefnda, Ríkisútvarpsins ohf., er krafist málskostnaðar úr hendi stefnenda óskipt, að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Stefnendur kveða mál þetta eiga rætur að rekja til þess að 30. ágúst 2017, kl. 19:00, hafi birst frétt undir fyrirsögninni: Grunur um mansal á á vefmiðlinum ruv.is, sem sé á vegum réttargæslustefnda Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV). Umfjöllunarefnið hafi ver ið meint mansalsmál á veitingastaðnum á , sem rekinn sé af stefnanda B ehf. Veitingastaðurinn hafi sérstaklega verið nafngreindur í fréttinni og hafi eigandi hans, kona, sem sé stefnandi A , verið sögð grunuð um vinnumansal samkvæmt heimildum fré ttastofu. Sama dag hafi verið greint frá því í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV að grunur léki á því að eigandi staðarins stundaði mansal samkvæmt heimildum frá starfsmönnum stéttarfélagsins D á . Greint hafi verið frá því bæði í kvöldfréttum RÚV og á vefnum að starfsmenn staðarins, sem fengið hefðu loforð um góða atvinnu og framtíðarbúsetu hér á landi gegn því að greiða háa fjárhæð, fengju aðeins greiddar 30.000 krónur í mánaðarlaun og fengju matarafganga að borða. Fulltrúar stéttarfélagsins vær u nú að skoða, ásamt fleiri opinberum aðilum, hver finni fólkið í og komi því hingað til lands. Aðalstefnda, varastefndi og réttargæslustefndi héldu sameiginlega uppi vörnum í málinu og verður hér eftir vísað til þeirra sem stefndu, nema annað sé tekið fram. Af þeirra hálfu er atvikum svo lýst að Alþýðusambands Íslands hafi, í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 fimmtudaginn 24. ágúst 2017, sagt frá því að hann hefði fengið ábendingu um að starfsmenn veitingastaðar á , þaðan sem þátturinn hafi verið sendur út, hefðu þurft að reiða fram hundruð þúsunda króna til að koma hingað til lands að vinna og fe ngju borguð mánaðarlaun sem hlypu á tugum þúsunda ásamt því að lögboðinn vinnutími væri ekki virtur. Athugun fréttastofu, þ.e. fréttamannsins aðalstefndu Sunnu Valgerðardóttur, hafi leitt í ljós að það væri veitingastaðurinn á sem vísað væri ti l. Sunna hafi grennslast frekar fyrir um málið og meðal annars fengið þær upplýsingar frá stéttarfélaginu D á mánudaginn 28. ágúst 2017 að verið væri að skoða málið og leita að túlki til þess að ræða við starfsmenn. Næstu daga hafi Sunna fengið fre kari 8 upplýsingar um þær grunsemdir sem um ræddi, þ.m.t. um meint kjör og aðstæður þeirra starfsmanna sem í hlut áttu. Hún hafi talið sig jafnframt hafa heimildir fyrir því að fulltrúar D ætluðu í formlega heimsókn til á veitingastaðinn. Þær heimildir hafi verið traustar og hafi reynst réttar. Þá hafði, samkvæmt hennar heimildum, verið haft samband við Rauða krossinn til að óska eftir aðstoð við að útvega starfsmönnunum húsnæði, þar sem óttast væri að þeir myndu missa vinnu og húsnæði. Sömuleiðis hafi hú n haft heimildir fyrir því að búið væri að gera lögreglu viðvart og að málið hefði þannig ratað inn á hennar borð. Klukkan 18:00 miðvikudaginn 30. ágúst 2017 fóru tveir fulltrúar stéttarfélagsins D á veitingastaðinn, ásamt túlki, til þess að ræða við starfsfólkið. Haft var eftir E , formanni stéttarfélagsins, á mbl.is þá um kvöldið að nógu margar ábendingar hefðu borist vegna staðarins til þess að ákveðið hefði verið að fara í eftirlit. Sambærilegar yfirlýsingar birtust í öðr um fjölmiðlum. Stefndu kveða aðalfréttatíma RÚV þannig upp byggðan að á hverju kvöldi sé að jafnaði að minnsta kosti ein bein útsending frá vettvangi auk viðtals í beinni útsendingu í myndveri. Þetta kvöld hafi verið ákveðið að umrædd frétt yrði send út af vettvangi, meðal annars vegna þess að aðgerðin í húsnæði hafi verið í gangi á útsendingartíma frétta. Leitað hafi verið viðbragða stefnenda þegar næsta dag, ítrekað. Þau hafi hins vegar ekki viljað veita viðtal. Ekkert færi hafi gefist á viðtali við s tefnanda A , eiganda veitingastaðarins, í hinni beinu útsendingu, enda hafi aðgerðir þá staðið yfir. Stefnendur kveða það rangt að heimildir fréttamanns RÚV á hafi verið frá starfsmönnum D komnar og vísa til yfirlýsingar stéttarfélagsins frá 15. septemb er 2017. Þar komi fram að ekkert athugavert hafi fundist við könnun þess á rekstri félagsins og að upplýsingar sem fram kæmu í þeim gögnum sem kallað hefði verið eftir stæðust almenna kjarasamninga og launataxta sem giltu á veitingahúsum. Starfsmenn D hafi aðeins staðfest að ábending hefði komið fram og að grunur léki á því að eitthvert misferli væri í gangi, en aldrei hafi verið fullyrt af hálfu starfsmanna stéttarfélagsins að grunur væri um mansal, þ.e. refsiverða háttsemi. Ekki hafi þótt tilefni til að a ðhafast frekar í málinu. Stefnendur telja að umfjöllunin, sem sett sé fram sem staðreyndir, byggist öll á þeirri röngu ályktun að stefnandi sé grunuð um refsiverða háttsemi án þess að fyrir því liggi nokkur rök eða sönnunargögn. Í kjölfar umfjöllunar RÚV u m málefni veitingastaðarins hafi fréttin verið tekin upp af öðrum fjölmiðlum og fengið mikla útbreiðslu og hafi fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar bæði fyrir rekstur staðarins og fyrir andlega líðan stefnanda A og fjölskyldu hennar. Með bréfi lögmanns stefnenda til fréttastofu RÚV, dags. 12. desember 2018, kröfðust þau miskabóta og formlegrar afsökunarbeiðni vegna fréttaflutningsins. Með bréfi skrifstofustjóra RÚV 21. desember s.á. var erindinu hafnað og vísað til þess að umfjöllunin hefði átt erindi við almenning, væri innan þeirra marka sem stjórnarskráin setji fjölmiðlum og til þess að fréttin hefði byggst á traustum og áreiðanlegum heimildum. Stefnendur munu hafa höfðað mál í mars 2019 vegna umræddra atvika og þá stefnt RÚV og varastefnda M agnúsi Geir Þórðarsyni, en ekki fréttamanninum, aðalstefndu í þessu máli. Málið var fellt niður að fram kominni greinargerð stefndu og þetta mál höfðað í kjölfarið. Við aðalmeðferð málsins kom stefnandi A fyrir dóm og gaf skýrslu með aðstoð túlks og það g erði einnig vitnið F , fyrrum starfsmaður stefnenda. Aðalstefnda Sunna Valgerðardóttir gaf aðilaskýrslu fyrir dómi og vitni bar þar C , Alþýðusambands Íslands. Þá báru vitni um síma þeir E , formaður stéttarfélagsins D , og G , starfsmaður sama stéttarfélag s. Verður vísað til þess sem fram kom í skýrslum fyrir dómi í niðurstöðukafla dómsins eftir því sem þurfa þykir. Málsástæður og lagarök stefnenda Um lög og starfsreglur RÚV og aðild stefndu Réttargæslustefndi RÚV sé sjálfstætt opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, stofnað samkvæmt heimild í lögum nr. 6/2007, sbr. nú sérlög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013. Um starfsemina gildi einnig lög nr. 38/2011 um fjölmiðla. Í 3. gr. laga nr. 23/2013, hliðstæð ákvæði 1. mgr. 24. gr. laga nr. 38/2011, sé lýst á ítarlegan hátt hlutverki og skyldum réttargæslustefnda RÚV auk helstu markmiða með rekstri fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ákvæði 4. mgr. myndi almennan ramma utan um s tarfshætti RÚV, þar sem fjallað sé nánar um hlutverk og skyldur RÚV í sjö liðum. Fram komi í 2. 4. 9 tölul. að RÚV skuli í starfsháttum ábyrgjast að sanngirni og hlutlægni sé gætt í frásögn og dagskrárgerð, leitað sé upplýsinga frá báðum eða öllum aðilum og sjónarmið þeirra kynnt sem jafnast. Að auki beri starfsmönnum RÚV að sannreyna að heimildir séu réttar og sanngirni sé gætt í framsetningu og efnistökum og virða friðhelgi einkalífsins í fréttum og dagskrárefni. Með heimild í 1. mgr. 12. gr. laga nr. 23/20 13 hafi varastefndi Magnús sett starfsmönnum RÚV, sem vinni að fréttaskrifum, fréttaflutningi og tengdu dagskrárefni, tilteknar reglur um fréttir og dagskrárefni, dags. 1. júní 2016, sem eigi að endurspegla þau vönduðu vinnubrögð sem starfsmönnum RÚV sé ge rt að viðhafa. Fréttastjóri hafi jafnframt sett sérstakar starfsreglur um úrvinnslu frétta, en reglur þessar hafi verið þverbrotnar. Máli þessu sé beint að stefndu með vísan til 50. og 51. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla þar sem fjallað sé um refsi - og fébótaábyrgð á hljóð - og myndefni, svo og ritefni. Aðalstefnda Sunna beri aðallega ábyrgð á hinum umstefndu ummælum í stafliðum A D, á grundvelli a - liðar 1. mgr. 51. gr. laga nr. 38/2011, um ábyrgð á ritefni, þ.m.t. fébótaábyrgð. Þar segi að einstaklingur beri ábyrgð á því efni sem hann riti í eigin nafni eða merki sér með augljósum hætti sé hann heimilisfastur hér á landi eða lúti íslenskri lögsögu á öðrum grundvelli. Fréttin sem birst hafi á ruv.is, og stafliðir A D í dómkröfum taki til, hafi verið rituð í nafni aðalstefndu Sunnu, merkt og auðkennd henni, bæði með mynd og nafni. Fréttin hafi verið samin af henni og beri hún því ábyrgð á efni hennar og framsetningu. Hún beri einnig aðallega ábyrgð á hinum umstefndu ummælum í staflið E, á grundvelli a - liðar 1. mgr. 50. gr. laga nr. 38/2011, um ábyrgð á hljóð - og myndefni, þ.m.t. fébótaábyrgð. Þar segi að einstaklingur sem tjái sig í eigin nafni, flytji eða miðli efni sem hann hafi sjálfur samið eða flytji efni samið af öðrum samkvæmt eigin ákvörðun beri á því ábyrgð sé hann heimilisfastur hér á landi eða lúti íslenskri lögsögu á öðrum grundvelli. Aðalstefnda Sunna hafi samið og flutt fréttina, sem hafi að geyma hin umstefndu ummæli, í beinni útsendingu og beri hún því ábyrgð á efni hennar og framsetningu. Með tilliti til þessa og uppbyggingar umræddra ábyrgðarreglna 50. og 51. gr. laga nr. 38/2011 sé máli þessu réttilega beint aðallega að aðalstefndu Sunnu. Til vara sé á því byggt að varastefndi Magnús beri fébótaábyrgð á hinum umstefndu ummælum, í stafliðum A E, á grundvelli c - liðar 1. mgr. 50. gr. og c - liðar 1. mgr. 51. gr. laga nr. 38/2011, sbr. lög nr. 54/2013. Undir c - lið greinanna segi að í öðrum tilvikum beri ábyrgðarmaður fjölmiðils ábyrgð á því efni sem miðlað sé. Samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 38/2011, sbr. lög nr. 54/2013, sé ábyrgðarmaður skilgreindur sem starfsmaður fjölmiðils sem beri ritstjórnarlega ábyrgð á efni og efnisvali og ákvarði hvernig það sé skipulagt, t.d. ritstjóri, dagskrárstjóri eða útvarpsstjóri. Í greinargerð með frumva rpi til breytingalaganna séu tekin af öll tvímæli um að aðeins einn aðili verði gerður ábyrgur fyrir því efni sem miðlað sé, þ.e. ef ábyrgðarreglur a - og b - liðar 1. mgr. 50. gr. og a - og b - liðar 1. mgr. 51. gr. laganna eiga ekki við. Ekki sé lengur gert rá ð fyrir því að efnisstjóri og ábyrgðarmaður geti verið samábyrgir að þessu leyti og verði því einungis einn aðili gerður ábyrgur hverju sinni þó svo að sameiginleg ábyrgð geti komið til í ákveðnum tilvikum. Rökin fyrir þessu séu þau að hlutverk ábyrgðarman ns skuli fellt á þann einstakling í starfsliði fjölmiðils sem fari með ritstjórnarlegt vald á því dagskráefni sem miðlað sé, þ.e. ef aðrar ábyrgðarreglur eiga ekki við. Sú skilgreining sé í samræmi við tilskipun 2010/13/ESB, þar sem hugtakið ritstjórnarleg ábyrgð sé skilgreint sem framfylgni á virkri stjórnun bæði á vali dagskrárliða og skipulagi þeirra . Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 23/2013 fari útvarpsstjóri með daglegan rekstur RÚV og sé æðsti yfirmaður allrar dagskrárgerðar . Útvarpsstjóri skuli við daglegan rekstur RÚV hafa að leiðarljósi hlutverk og skyldur þess eins og kveðið sé á um í lögunum. Varastefndi Magnús sé útvarpsstjóri RÚV og sé því æðsti yfirmaður allrar dagskrárgerðar, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 23/2013. Stöðu sinnar vegna teljist h ann sjálfkrafa vera ábyrgðarmaður allrar dagskrárgerðar í skilningi 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 38/2011. Með hliðsjón af þessu, og þeim breytingum sem gerðar hafi verið með lögum nr. 54/2013, sé máli þessu réttilega til vara beint að varastefnda Magn úsi. Stefnendur beri fyrir sig öll sömu sjónarmið og málsástæður og eigi við um aðalstefndu Sunnu, gagnvart honum, eftir því sem við eigi. Umrædd frétt hafi birst á vefmiðlinum ruv.is, sem haldið sé úti af réttargæslustefnda RÚV, og í beinni útsendingu í k völdfréttum RÚV. Réttargæslustefndi sé vinnuveitandi stefndu og beri ábyrgð á greiðslu miskabóta sem aðalstefndu eða varastefnda kunni að vera gert að greiða stefnendum, sbr. 2. mgr. 50. gr. og 2. mgr. 51. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla. Í báðum tilviku m beri fjölmiðlaveita ábyrgð á greiðslu fésekta og skaðabóta sem starfsmanni hennar kunni að vera gert að greiða. Með sama hætti sé 10 kveðið á um skyldu fjölmiðlaveitu, þ.e. réttargæslustefnda RÚV, til að birta dóm að viðlögðum dagsektum í 59. gr. laga nr. 3 8/2011. Framangreindar skyldur hvíli á réttargæslustefnda RÚV samkvæmt skýrum og ótvíræðum lagareglum og sé því ekki nauðsynlegt að stefna honum til þess að þola dóm í málinu. Engu að síður sé rétt að gefa honum kost á því að gæta hagsmuna sinna í málinu o g því sé honum stefnt til réttargæslu. Kröfur um að tilgreind ummæli verði dæmd dauð og ómerk Þau ummæli sem krafist sé ómerkingar á feli í sér ærumeiðandi móðgun og aðdróttun í garð stefnenda og þar með brot á 234., 235. og 236. gr. almennra hegningarlag a nr. 19/1940. Tilgreind ummæli séu röng og afar meiðandi fyrir stefnendur, auk þess sem þau séu sýnilega til þess fallin að skaða orðspor þeirra. Samkvæmt framangreindum ákvæðum almennra hegningarlaga njóti stefnendur æruverndar fyrir meiðandi ummælum ein s og þeim sem birst hafi í umræddum fréttaflutningi. Stefnandi A byggi ennfremur á því að með umfjöllun sinni hafi aðalstefnda Sunna brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar, sem njóti verndar 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sem og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Hugtakið einkalíf í skilningi framangreindra ákvæða sé víðtækt og feli m.a. í sér vernd fyrir árásum á æru og mannorð. Veitingastaðurinn , rekinn af stefnanda B ehf., njóti einnig æruverndar á grun dvelli 1. gr. laga nr. 71/1928 um vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum, sem og refsiverndar samkvæmt 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga. Æruvernd lögaðila á grundvelli hegningarlaga og laga nr. 71/1928 hafi berum orðum verið staðf est í dómi Hæstaréttar frá 10. apríl 2003 í málinu nr. 426/2002. Í ummælunum sem fram komi í stafliðum A, B, C og D eins og þau hafi verið birt á vefmiðlinum ruv.is, og sem greinir í staflið E sem féllu í kvöldfréttum sama dag, felist ólögleg meingerð gegn stefnendum, sem fari langt út fyrir mörk leyfilegs tjáningarfrelsis. Tjáningarfrelsi fjölmiðla, sem byggist á 73. gr. stjórnarskrárinnar, takmarkist af réttindum og mannorði annarra samkvæmt 3. mgr. sömu greinar og séu fyrrgreind ákvæði 234., 235. og 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 lögbundnar takmarkanir á tjáningarfrelsinu í samræmi við þessa heimild. Að sama skapi sé ljóst að 71. gr. stjórnarskrárinnar setji tjáningarfrelsi samkvæmt 73. gr. ákveðnar skorður og stjórnarskrárvarið tjáningarfrel si geti því ekki verið skálkaskjól til að hafa uppi ósönn og villandi ummæli sem vega að æru og mannorði samborgaranna. Við mat á því hvort tjáning sé leyfileg sé, eins og því hafi verið lýst af Hæstarétti, metið hvort efni hafi getað talist þáttur í þjóðf élagsumræðu og eigi erindi til almennings. Ummælin sem krafist sé ómerkingar á séu ekki gildisdómar sem njóti almennt ríkari verndar tjáningarfrelsis stjórnarskrárinnar, eins þeir hafi verið skilgreindir í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Hér sé ekki um að ræða skoðun eða svokallað gildismat stefndu heldur beinar fullyrðingar og alvarlegar ávirðingar sem verið hafi rangar. Ekki verði annað séð af framsetningu ummælanna en að þau feli í sér ærumeiðandi aðdróttun og móðganir, sem varði við 234., 235 . og 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þau beri að ómerkja með vísan til 1. mgr. 241. gr. sömu laga. Ummælin séu sett fram sem staðhæfingar um staðreyndir án þess að færðar séu sönnur fyrir þeim, en sönnunarbyrðin hvíli á stefndu. Virða verði um mælin í samhengi við önnur ummæli í fréttinni og efni hennar í heild. Jafnvel þó að nafn stefnanda A komi ekki fram í samhengi við hin umstefndu ummæli, þá hafi sérstaklega verið greint frá því að eigandi staðarins, sem er kona væri grunuð um vinnumans al. Ummælin hafi því ekki beinst að ótilteknum fjölda aðila heldur tilteknum einstaklingi. Veitingastaðurinn, sem sé á , hafi einnig sérstaklega verið sýndur og nafngreindur á vefnum og í aðalfréttatíma RÚV. Umræddar upplýsingar séu því persónugreindar eða persónugreinanlegar. Taka verði tillit til þess, með hliðsjón af útbreiðslu fréttanna, að það hafi verið á vitorði allra hver ætti í hlut, enda auðvelt að átta sig á því um hvaða veitingastað og einstakling væri að ræða í svo fámennu og opnu samfélagi, þar sem miklar upplýsingar um fólk séu öllum tiltækar. Hér sé vísað til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 6. apríl 2010 í málinu nr. 45130/06, Ruokanen o.fl. gegn Finnlandi. Engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem hafi verið refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað samkvæmt 69. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Í 70. gr. sé ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir dómi og um að hver sá 11 sem borinn sé sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hafi verið sönnuð, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Þetta séu sjálfsögð grundvallarmannréttindi í flestum réttarríkjum. Samkvæmt 227. gr. a. í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 sé mansal refsivert, m.a. með því að misnota mann til nauðungarv innu í því skyni að hagnast fjárhagslega eða efnislega með öðrum hætti. Mansal sé ein grófasta birtingamynd mannréttindabrota og sé svívirðilegt brot í augum almennings. Mansal sé fræðilegt hugtak og jafnan notað um skipulagða glæpastarfsemi sem felist í v erslun með menn í hagnaðarskyni. Í mansali felist m.a. flutningur, vistun eða móttaka einstaklinga sem með ógnun, valdbeitingu eða öðrum kúgunaraðferðum, svikum og blekkingum, eru hagnýttir í þágu hins brotlega. Hagnýting felist oft í þvingaðri nauðungarvi nnu eða þrældómi. Þannig sé mansal náskylt þrælahaldi, að minnsta kosti í augum almennings. Hugtakanotkunin í efni fréttarinnar, þ.e. þær grunsemdir sem um ræddi, sem reynst hafi rangar, falli með engum hætti að viðurkenndri fræðilegri skilgreiningu. Því h afi verið slegið föstu að grunur væri um mansal án þess að sá grunur samrýmdist því hugtaki. Rannsókn sakamála sé í höndum lögreglu samkvæmt 1. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Telji lögregla að rökstuddur grunur hafi vaknað um að maður sé þolandi mansals höfði ákærandi sakamál gegn hinum brotlega með útgáfu ákæru, sbr. 152. gr. laganna. Það sé hlutverk dómenda að skera úr um sekt eða sakleysi manna sem ákærðir hafa verið fyrir mansal og aðra refsiverða háttsemi, sbr. 2. gr. stjórnarskrár innar. Hin umþrættu ummæli hafi verið samin og flutt af aðalstefndu Sunnu, fréttamanni. Einhverra hluta vegna hafi hún kosið að svipta stefnanda A framangreindum grundvallarréttindum og úthrópa hana sem þrælahaldara án þess að formleg lögreglurannsókn væri í gangi. Óumdeilt sé að stefnandi A hafði ekki verið kærð fyrir mansal, hvað þá að ákæra hefði verið gefin út og dómur fallið. Engin gögn eða upplýsingar í málinu styðji fullyrðinguna um að hún hafi með nokkrum hætti verið viðriðin mansal. Jafnvel þó að g runsemdir væru um misferli þá hafi það hvorki verið á valdsviði heimildarmanns né aðalstefndu Sunnu að slá því föstu að stefnandi A væri grunuð um mansal. Einungis handhafar opinbers valds séu til þess bærir og liggi þá öll atriði fyrir sem horfi bæði til sýknu og sektar. Aðalstefnda Sunna beri alla ábyrgð á framsetningu fréttanna og hvernig og með hvaða hugtakanotkun hún hafi fjallað um málið. Þrátt fyrir að stefnandi hafi verið sögð grunuð um mansal sé það engu að síður alvarleg ásökun sem hafi verið ósönn og með öllu tilhæfulaus. Löng hefð sé fyrir því að nota orðið grunaður bæði í fræðilegri og almennri umfjöllun hér á landi. Þekkt asta notkunin á hugtakinu sé sjálfsagt í tengslum við rannsóknir lögreglu og ákæruvalds í sakamálum, en hugtakið sé einnig í mjög almennri notkun. Í fréttum séu orðin grunaður maður jafnan notuð í tengslum við sakamálarannsóknir þar sem maður sé borinn sök um um refsiverða háttsemi. Fjölmiðillinn Kjarninn hafi notað hugtakið grunaður til að lýsa því að maður frá Srí Lanka væri grunaður um mansal en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, ólíkt þessu máli. Annar fjölmiðill hafi notað orðið grunaður um ú rskurð Landsréttar, mál nr. 29/2019, þar sem karlmanni hafi verið gert að sæta farbanni vegna gruns um mansal og smygl á fólki. Báðar fréttir hafi að jafnaði átt erindi til almennings enda hafi legið fyrir rökstuddur grunur um mansal. Sá grunur hafi ekki v erið fyrir hendi í þessu máli. Hugtakið grunaður hafi saknæma merkingu í hugum fólks og tengist refsiverðri háttsemi. Í fréttinni í þessu máli sé ekki einungis staðhæft að eigandi staðarins sé grunaður um vinnumansal heldur sé ítarlega fjallað um það með h vaða hætti stefnandi eigi að hafa brotið þannig af sér. Nefndar séu tilteknar fjárhæðir, dylgjað um slæman aðbúnað og gefið til kynna að lögreglurannsókn sé í aðsigi eða í gangi, sem hafi verið rangt. Þar sem ætluð brot höfðu ekki verið kærð til lögreglu o g engin lögreglurannsókn hafi verið í gangi hafi umfjöllun stefndu eins hún hafi verið birt alls ekki verið tímabær og ekkert erindi átt til almennings. Umfjöllunin hafi ekki aðeins virt að vettugi rétt stefnanda til að teljast saklaus uns sekt er sönnuð h eldur hafi hún jafnframt grafið verulega undan orðspori hennar. Þegar litið sé til samhengis umfjöllunarinnar og efnis hennar í heild sé ljóst að stefnanda A sé borin á brýn háttsemi sem er refsiverð samkvæmt almennum hegningarlögum nr. 19/1940, sbr. 227. gr. a í lögunum. Rík skylda hvíli á fjölmiðlum og fréttamönnum til að fylgja skráðum hátternisreglum, siðareglum og starfsreglum með hliðsjón af friðhelgi einkalífs, einkum þegar komi að umfjöllun um meinta refsiverða háttsemi, en mansal varði allt að 12 á ra fangelsi. Sú skylda sé lögð á fjölmiðlaveitu í 26. gr. laga nr. 38/2011, um fjölmiðla, að gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttaflutningi sínum 12 og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, sbr. einnig 4. mgr. 3. gr. laga nr. 2 3/2013. Því hafi hins vegar farið fjarri við umræddan fréttaflutning hinn 30. ágúst 2017. Réttur stefnanda A til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri hafi verið virtur að vettugi, sbr. 2. gr. reglna um fréttir og dagskrárefni, hliðstæða reglu 3. mgr. 4. g r. vinnureglna RÚV. Henni hafi aldrei verið gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum áður en fréttin birtist. Staðhæft hafi verið að stefnandi væri grunuð um refsiverða háttsemi án þess að það byggði á traustum og áreiðanlegum heimildum, í bága við 7. gr. reglna um fréttir og dagskrárefni, sbr. 1. og 2. mgr. 2. gr. vinnureglna RÚV. Fréttin hafi eingöngu byggst á frásögn eins manns af atvikum, sem óskað hafi nafnleyndar, og hafi sú frásögn síðar verið hrakin í einu og öllu. Ekkert athugavert hafi fundist við könnun stéttarfélagsins á rekstri félagsins. Öll gögn hafi staðist almenna kjarasamninga og launataxta sem gildi á veitingahúsum. Fréttin hafi ekki byggst á áreiðanlegum heimildum, sem sé mergurinn málsins. Þótt einhverjar óútskýrðar grunsemdi r hafi verið fyrir hendi, sem engin fótur hafi verið fyrir, hafi því aldrei verið haldið fram af hálfu starfsmanna stéttarfélagsins að grunur væri um mansal. Aðalstefnda Sunna hafi ekki sannreynt sannleiksgildi hinna umstefndu ummæla áður en fréttin var b irt í samræmi við 4. mgr. 3. gr. laga nr. 23/2013, 3. gr. reglna um fréttir og dagskráefni og 2. mgr. 6. gr. vinnureglna RÚV. Þar segi orðrétt: Fréttamönnum ber ætíð að fullvissa sig um að upplýsingar þeirra séu réttar og eiga afdráttarlaust að fylgja þeir ri reglu að leita til fleiri en eins aðila til að sannreyna þær upplýsingar sem þeir hafa undir höndum . Aðalstefnda Sunna hafi haft samband við C í framhaldi af viðtali sem hann hafi átt við Síðdegisútvarpið 24. ágúst 2017. Fréttin hafi verið birt aðeins n okkrum dögum síðar. Umrædd frétt hefði aldrei verið birt eins og gert hafi verið ef aðalstefnda Sunna hefði grennslast frekar fyrir um málið og fengið frekari upplýsingar. Formaður stéttarfélagsins hafi fullyrt að rangt væri að heimildir þessar væru frá þv í komnar. Aðalstefnda Sunna hafi því ekki getað verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra ummæla sem í fréttinni hafi falist. Hún beri alla ábyrgð á því að hafa ekki sannreynt sannleikgildi þeirra áður en fréttin var birt, sbr. dóm Hæstaréttar frá 15. nóv ember 2012 í málinu nr. 69/2012 og dóm Hæstaréttar frá 24. nóvember 2011 í málinu nr. 179/2011. Stefnendur hafi sýnt fram á að ummælin séu röng og feli í sér ærumeiðandi móðgun og aðdróttun sem sé virðingu og orðspori þeirra til hnekkis, sbr. 234., 235. o g 236. gr. almennra hegningarlaga. Því beri að verða við kröfu þeirra um að ummælin verði dæmd dauð og ómerk, enda hafi í íslenskri dómaframkvæmd verið talið að sá sem viðhafi ósönn og illa ígrunduð ummæli sem séu meiðandi fyrir aðra verði að sæta ábyrgð á slíku. Kröfur um greiðslu miskabóta Kröfur um miskabætur úr hendi stefndu séu reistar á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, um að heimilt sé að gera þeim sem ábyrgð beri á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns að greiða þeim sem misgert var við misk abætur. Af orðalaginu annars manns virðist í fljótu bragði nærtækt að ætla að lögpersónur geti ekki fallið undir ákvæðið. Það hafi þó verið viðurkennt af Hæstarétti Íslands að hlutlæg æra lögpersóna njóti æruverndar samkvæmt ákvæði 26. gr. skaðabótalaga. A f lögskýringargögnum með lögum nr. 50/1993 verði ekki ráðið að ætlunin hafi verið að breyta hinum eldri viðhorfum um að lögaðilar geti átt rétt til miskabóta vegna árása á hlutlæga æru sína og af dómaframkvæmd Hæstaréttar eftir gildistöku laganna megi skýr lega ráða að lögpersónur geti átt rétt á bótum samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 1. febrúar 1996 í málinu nr. 383/1994. Umstefnd ummæli, sem séu óumdeilanlega röng, feli í sér ólögmæta meingerð í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sem aðalstefnda Sunna beri fébótaábyrgð á samkvæmt ákvæði 50. gr. og 51. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla. Stefnandi A telji orðspor sitt og virðingu hafa beðið verulegan hnekki vegna birtingar umræddra frétta. Lát ið sé að því liggja að hún hafi verið borin sökum um refsiverða háttsemi og mjög alvarlegt brot. Með slíkum aðdróttunum sé grafið undan orðspori stefnanda og starfsheiðri og hún gerð tortryggileg í augum almennings. Við mat á ákvörðun bótafjárhæðar verði m.a. að skoða ummælin og áhrif þeirra og þýðingu fyrir stefnanda A með hliðsjón af starfi hennar. Í framlögðu bréfi lýsi hún í eigin orðum m.a. upphafi búsetu sinnar á Íslandi, stolti sínu af því að geta kallað sig Íslending, og fjölmörgum verkefnum sem hú n hafi stýrt 13 og komið að á einn eða annan hátt. Þau verkefni hafi mörg hver varðað samskipti íslenska ríkisins og . Hafi hún margsinnis staðið við hlið fulltrúa ríkisins, einkum forseta Íslands, m.a. í heimsóknum hans og samskiptum við stjórnvöld. H ún greini frá því að árið hafi hún haldið blaðamannafund á fimm stjörnu hóteli í - borg, þar sem forseti Íslands, 600 söluaðilar og fulltrúar 20 fjölmiðla hafi verið viðstaddir. Þessi fundur hafi orðið til þess að auka mjög sölu á íslenskum vörum í . Þá sé hún frumkvöðull í ferðaþjónustu hvað varði ferðir til Íslands. Til að bregðast við auknum fjölda ferðamanna til landsins hafi hún ákveðið árið 2016 að flytja búferlum til og stofna þar veitingastaðinn . Þá lýsi stefnandi í eigi n orðum afleiðingum fréttaumfjöllunarinnar, þar sem hún segi að 30. ágúst 2017 hafi verið myrkur dagur í lífi hennar og fjölskyldunnar. Hún hafi verið að koma af skólasetningu Tónlistarskólans á með ára dóttur sinni og ætlunin hafi verið að snæða kvöldverð á veitingastaðnum þegar þeim hafi mætt lið fréttamanna með myndavélar og tækjabúnað, sem reynst hafi dóttur hennar afar erfitt. Hafi dóttir hennar í kjölfarið falið sig hágrátandi inni á veitingasta ðnum og haft miklar áhyggjur af því hvort móðir hennar væri að fara í fangelsi. Umfjöllunin hafi því valdið stefnanda og fjölskyldu verulegu hugarangri, kvíða og miska. Þá verði jafnframt að gefa því gaum að aðrir fjölmiðlar hafi tekið þær rangfærslur sem birst hafi í fréttinni upp eftir RÚV og hafi útbreiðslan því orðið meiri, auk þess sem ósannindin lifi enn á netinu. Áburður af þessu tagi geti riðið hvaða fyrirtæki sem er að fullu, ekki síst þegar ríkisfjölmiðillinn sjálfur fari fram með fréttina af öll u afli eins og gert hafi verið. Í kjölfar umfjöllunarinnar hafi birgjar fjarlægt vörukæla af staðnum, viðskipti hafi dregist saman og stefnandi þurft að loka staðnum tímabundið. Líta beri til þess og þeirra áhrifa sem réttargæslustefndi RÚV hafi í ljósi st öðu sinnar sem ríkisfjölmiðils. Bent sé á að 95% þjóðarinnar nýti sér þjónustu RÚV í hverri viku og yfir 76% nýti sér þjónustuna daglega, en það sé með því mesta sem þekkist meðal ríkisfjölmiðla í Evrópu. Fréttin hafi verið sýnd í beinni útsendingu og í ól æstri dagskrá í aðalfréttatíma RÚV og sé enn aðgengileg á vefnum bæði í hljóð - og ritmynd. Ummælin hafi því haft mjög skaðleg áhrif á orðspor félagsins og séu til þess fallin að skaða viðskiptavild og raska stöðu fyrirtækisins. Fjárhæð miskabótakröfu stefn enda hvors um sig, 3.000.000 króna, geti ekki talist annað en hófleg í þessu tilliti og fái stuðning í 1. gr. laga nr. 71/1928 og 26. gr. skaðabótalaga. Kröfur um greiðslu kostnaðar vegna birtingar dóms Kröfur stefnenda um að aðalstefndu Sunnu, en til var a varastefnda Magnúsi, verði gert að greiða stefnendum, hvorum um sig, 605.740 krónur eða samtals 1.211.480 krónur, til að kosta birtingu dóms í málinu, þ.e. forsendna og dómsorðs, í tveimur dagblöðum byggist á 2. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga. Samk væmt ákvæðinu má dæma þann sem sekur reynist um ærumeiðandi aðdróttun til þess að greiða þeim sem misgert var við hæfilega fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms og forsendna hans. Þessari kröfu sé því að réttu lagi beint að stefndu. Um fjár hæð sé vísað til framlagðra gagna um auglýsingakostnað hjá tveimur dagblöðum. Birta þurfi forsendur og dómsorð á heilsíðum á bls. 3 í tveimur dagblöðum. Ummælin í stafliðum A, B, C, D og E séu þess eðlis að þau breiðist hratt út og veki mikla eftirtekt. Fj árhæðin miðist við birtingu í DV og Fréttablaðinu og nemi samtals 1.211.480 krónum. Nánar sé um að ræða 165.000 krónur, auk vsk. 39.600 krónur, eða samtals 204.600 krónur, vegna heilsíðuauglýsingar á bls. 3 samkvæmt verðskrá DV og 812.000 krónur, auk vsk. 194.880 krónur, eða samtals 1.006.880 krónur, vegna birtingar heilsíðuauglýsingar á bls. 3 samkvæmt verðskrá Fréttablaðsins, alls 1.211.480 krónur. Kröfur um birtingu forsendna og dómsorðs að viðlögðum dagsektum Kröfur um að forsendur og dómsorð í málinu v erði birt á vefsvæðinu ruv.is. og í dagskrá RÚV, að viðlögðum dagsektum eftir að dómur gengur, byggist á 59. gr. laga nr. 38/2011, um fjölmiðla. Teljist ruv.is, sem haldið sé úti af réttargæslustefnda RÚV, til ritmiðils í skilningi ákvæðisins, sbr. 34. töl ul. 1. mgr. 2. gr. laganna, og sjónvarpsútsending til myndefnis, sbr. 37. tölul. 1. mgr. 2. gr. sömu laga. Ummælin í stafliðum A - E séu þess eðlis að dæma beri þau dauð og ómerk og sé skilyrðum 59. gr. laganna því fullnægt. Um lagarök sé vísað til 2. mgr. 70. gr. og 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 2. mgr. 6. gr. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Einnig er vísað til 234. gr., 235. gr., 236. gr. og 1. og 2. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/194 0. Um fébótaábyrgð stefndu 14 sé vísað til 2. gr., 50. gr., 51. gr. og 59. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla, sem og b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Um sóknaraðild stefnenda vísist til 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, enda eigi kröfur þeirra rætur sínar að rekja til sömu atvika, og með sömu rökum séu skilyrði fyrir varaaðild samkvæmt 2. mgr. 19. gr. sömu laga, þ.e. varðandi aðalstefndu Sunnu og varastefnda Magnús, og um heimild til réttargæslustefnu sé vísað til 21. gr. sömu laga. Kröfu um vexti og dráttarvexti styðji stefnendur við lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Krafa um vexti byggist á 1. málsl. 4. gr. laganna, sbr. 8. gr. sömu laga, um að skaðabótakröfur beri vexti frá þeim degi sem hið bótaskylda atvik á tti sér stað. Krafa um dráttarvexti styðjist við 1. mgr. 6. gr. sömu laga, sbr. 9. gr. þeirra. Krafist sé dráttarvaxta frá 12. janúar 2019, að liðnum mánuði frá kröfubréfi stefnenda, dags. 12. desember 2018. Krafa um dagsektir byggist á 59. gr. laga nr. 38 /2011, um fjölmiðla, sbr. 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Krafa um málskostnað byggist á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, einkum 1. mgr. 130. gr., og um varnarþing sé vísað til 32. gr. og 33. gr. sömu laga. Krafa um að virðisaukaskattur leggist ofan á málskostnað byggist á 2. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Málsástæður og lagarök aðalstefndu, varastefnda og réttargæslustefnda Stefndu mótmæla málatilbúnaði stefnenda, þ.m.t. lýsingu málavaxta, öll um kröfum sem séu án lagastoðar stefnanda, A . Þar sem stefnendur hafi, með tilliti til eðlis og uppbyggingar ábyrgðarreglna laga nr. 38/2011, ákveðið a ð fella fyrra mál niður og höfða nýtt mál, aðallega á hendur Sunnu, en til vara á hendur Magnúsi Geir, og að stefna RÚV til réttargæslu vegna þeirrar greiðsluábyrgðar sem kunni að leiða af 2. mgr. 50. gr. og 2. mgr. 51. gr. laga nr. 38/2011 krefjist stefnd u ekki frávísunar málsins. Þess sé þó að gæta, að efni og efnisvali og ákvarðar hvernig það er skipulagt, t.d. ritstjóri, dagskrárstjóri eða útvarpsstjó lýsing taki trauðla til varastefnda Magnúsar Geirs í þessu samhengi. Hann hafi enga aðkomu haft, hvorki beint né óbeint, að þeim fréttaflutningi sem sé rót krafna stefnenda. Hjá réttargæslustefnda RÚV sé meðal annars starfandi fréttastjóri, auk dag skrárstjóra fyrir hljóð - og myndmiðla. Ummælin sem leitað sé ómerkingar á, og aðrar kröfur stefnenda tengjast, hafi verið birt sumarið 2017. Stefnendum hafi verið eða mátt vera fyrir löngu kunn afstaða stefndu til málatilbúnaðar þeirra, en hafi engar skýr ingar gefið á því hvað réttlæti langan drátt frá því að ummælin birtust þar til mál var höfðað. Stefnendur hafi sýnt af sér slíkt tómlæti að þegar af þeim ástæðum verði að sýkna stefndu af kröfum þeirra. Þess sé jafnframt að gæta að samkvæmt 29. gr. laga nr. 19/1940 falli heimild til þess að höfða einkamál til refsingar niður sé mál ekki höfðað áður en sex mánuðir eru liðnir frá því að sá sem heimildina hefur fékk vitneskju um hinn seka. Þótt ekki sé höfð uppi refsikrafa á hendur stefndu verði að líta til umrædds ákvæðis við mat á tómlætisáhrifum og hljóti það í öllu falli a.m.k. að standa í vegi fyrir kröfum reistum á 2. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1940. Krafa um ómerkingu ummæla Kröfur stefnenda um að nánar tilgreind ummæli verði dæmd dauð og ómerk byggi þe ir á því að í 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, án þess að refsikrafa sé gerð. Samkvæmt málatilbúnaði ste fnenda sé ekki um gildisdóma að ræða, heldur felast að þau telji að með umþrættum ummælum sé verið að brigsla stefnendum um refsiverða háttsemi, þ.e. stefnandi, eða stefnendur, eigi að hafa brotið af sér. Þá sé fundið að því að aðalstefnda Sunna hafi ekki A , til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri verið virtur að vettugi. Þessar málsástæður, og aðrar af áþekkum toga, virðist liggja til grundvallar öllum þeim ummælum sem krafist sé ómerkingar á. Þe tta standist ekki nánari skoðun. 15 Stefnendur krefjist, hvor fyrir sig, ómerkingar á hinum umstefndu ummælum. Þótt stefnandi, B ehf., sé rekstraraðili umrædds veitingastaðar beri ummælin þess merki, þ.á m. virt í samhengi, að þau beinist öðru fremur að stefn anda A , eiganda B ehf. Verði því ekki séð að lög standi til þess að stefnandi, B ehf., geti krafist ómerkingar umræddra ummæla og skorti í öllu falli á, að hann hafi gert næga grein fyrir lögvörðum hagsmunum sínum hér að lútandi, sem leiði raunar til frávísunar án kröfu að þessu leyti. Þessi sjónarmið eigi við um allar dómkröfur stefn andans B ehf. í málinu, að breyttu breytanda. Ummælin hafi verið samin og flutt af aðalstefndu, Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni. Í fréttinni sem birst hafi á ruv.is þann 30. ágúst 2017, og stafliðir A - D í dómkröfum taki til, hafi sagt: Eigandi veitingast aðar á er grunaður um vinnumansal. Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. Stéttarfélag fór á staðinn undir kvöld til að ræða við fólkið. Ábending áður en staðurinn opnaði Veitingastaðurinn var opnaður við á í september. Áður en staðurinn var opnaður formlega var fyrsta ábendingin - um að ekki væri allt með felldu - komin inn á borð stéttarfélagsins D . Samkvæmt heimildum fréttastofu er eigandi staðarins, sem er kona, grunuð um vinnumansal. 30.000 krónur á mánuði og borða afganga Starfsmennirnir, fimm , hafi fengið loforð um góða atvinnu og framtíðarbúsetu hér á landi, gegn því að greiða háa fjárhæð fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunu r á að fólkið fái greiddar 30.000 krónur á mánuði í laun, borði matarafganga af veitingastaðnum og fái þak yfir höfuðið. Fulltrúar stéttarfélagsins eru nú að skoða, ásamt fleiri opinberum aðilum, hver það sé sem finni fólkið í og komi því hingað til la nds. Fóru á staðinn með túlk Eftirlitsmenn frá D fóru á veitingastaðinn klukkan sex í dag með túlk til þess að ræða við starfsfólkið. Í byrjun vikunnar hafði málið ekki komið inn á borð lögreglunnar á Norðurlandi eystra, en hún hefur nú verið látin vi ta af málinu, ásamt mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Athugun fréttamannsins hafi leitt í ljós að það væri veitingastaðurinn á sem Alþýðusambands Íslands hefði verið að vísa til í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 fimmtudaginn 24. ágúst 2017. Hún hafi grennslast frekar fyrir um málið og hafi meðal annars fengið upplýsingar frá stéttarfélaginu D á og haft traustar heimildir fyri r því að fulltrúar stéttarfélagsins ætluðu í formlega heimsókn á veitingastaðinn. Hún hafi fengið frekari upplýsingar um þær grunsemdir sem um ræddi, þ.m.t. um meint kjör og aðstæður þeirra starfsmanna sem í hlut áttu og um að samband hefði verið haft við Rauða krossinn. Sömuleiðis hafi hún haft heimildir fyrir því að búið væri að gera lögreglu viðvart og málið hefði þannig ratað inn á borð hennar, sem sé algengt verklag í málum af þessum toga. Stefnendur virðist ekki bera brigður á það. Tilvísun stefndu Su stéttarfélaga, nánar tiltekið Alþýðusambands Íslands. Þótt Alþýðusamband Íslands, og D , séu strangt til tekið ekki opinberir aðilar, í lagalegu tilliti, þá gegni þau ákveðnu samfélagslegu hlutverki og skyl dum, D ] eru nú að skoða, ásamt fleiri opinbera aðila. Því sé hvorki haldið fram í hin um umstefndu ummælum að málið sæti formlegri lögreglurannsókn né að formlegri kæru hafi verið beint þangað, eins og helst sé að skilja af stefnu. Síðar ekki krafist ómerkingar þeirra um mæla. Fréttastofan, þ.m.t. Sunna, hafi talið að umfjöllunarefnið, sem hafi í hnotskurn tekið til þess að grunur væri um mansal, ætti ótvírætt erindi til almennings. Þau hafi líka talið sig hafa traustar og áreiðanlegar heimildir, þ.m.t. með hliðsjón af því sem Alþýðusambands Íslands hafi sagt í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 og nánari eftirgrennslan, þ.m.t. samskipti við D , hafi leitt í ljós. Stéttarfélagið D hafi ekki neitað því að hafa staðfest við fréttastofu, þ.e. Sunnu, að grunur væri fyrir hendi. Því h afi aldrei verið slegið föstu að stefnendur hefðu gerst sekir um refsiverða háttsemi, eins og helst sé að skilja af stefnu málsins. Á hinn bóginn segi að grunur sé um vinnumansal, og hvers efnis 16 grunurinn sé meðal annars. Sá grunur hafi verið fyrir hendi, sem sé mergurinn málsins. Mansal á vinnumarkaði hafi verið skilgreint þannig að einstaklingur eða hópur einstaklinga nýti sér bága stöðu annarrar manneskju með eigin gróða að leiðarljósi. Miðað við efni fréttarinnar, þ.e. umræddar grunsemdir, falli hugtaka notkunin þannig að viðurkenndri fræðilegri skilgreiningu. Sömuleiðis hafi það verið talið hlutverk stéttarfélaga, a.m.k. hafi þau sjálf talið það, að grípa til viðeigandi aðgerða þegar upp komi mál þar sem grunur sé um mansal. Fréttin sé fyrst og fremst se tt fram í samhengi við aðkomu verkalýðsfélagsins, sem hafi viðurkennt þessa aðkomu. Fréttaöflunin hafi farið fram í góðri trú og verið, ekki síst á tímamarki birtingar, reist á traustum staðreyndalegum grunni og heimildum og grunur hafi verið fyrir hendi. Leitað hafi verið viðbragða stefnenda þegar næsta dag, ítrekað, en þau hafi ekki viljað veita viðtal. Ekkert færi hafi gefist á viðtali við stefnanda A í hinni beinu útsendingu, enda hafi aðgerðir þá staðið yfir. Aðalstefnda Sunna hafi heldur ekki talið ré tt að leita viðbragða þeirra sem í hlut áttu áður en kæmi til mögulegra aðgerða, enda sé slíkt til þess fallið að geta spillt þeim, og um leið hagsmunum meintra þolenda. Það sé viðtekin venja í störfum fréttastofu að séu heimildir fyrir yfirvofandi rannsók naraðgerðum, eða því um líku, þá sé ekki leitað viðbragða hjá þeim sem þær beinast að fyrir fram, heldur þvert á móti eftir á. Slíkt standi hins vegar ekki í vegi fyrir fréttaflutningi af rannsóknaraðgerðum eða viðlíkum aðgerðum á vettvangi, sé umfjöllunar efnið af þeim toga að það eigi erindi til almennings á annað borð, eins og hér hafi staðið á. Skýra verði þau lög og reglur sem stefnendur vísi til meðal annars í þessu ljósi. Hér sem endranær verði jafnframt að gæta þeirrar verndar sem fjölmiðlar og frétt amenn njóti samkvæmt 73. gr. stjórnarskrár. Að öllu þessu virtu, þ.m.t. með hliðsjón af dómaframkvæmd mannréttindadómstóls Evrópu, verði ekki séð að lagaskilyrði standi til að ómerkja hin umstefndu ummæli. Aðalstefnda Sunna og um leið fréttastofa réttargæs lustefnda RÚV hafi meðal annars, og a.m.k. í öllum meginatriðum og með hliðsjón af atvikum og aðstæðum málsins, gætt þeirra krafna sem geri megi til fjölmiðlamanna, þ.m.t. í skilningi laga og reglna og dómaframkvæmdar. Krafa um miskabætur Krafa stefnenda um greiðslu miskabóta sé sögð reist á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnendur byggi á því að ummælin séu óumdeilanlega röng og feli í sér ólögmæta meingerð í skilningi tilvísaðs lagaákvæðis. Meðal annars sé á því byggt að umfjöllunin ha fi valdið stefnanda A og fjölskyldu hennar hugarangri, kvíða og miska. Þá virðist sem stefnandi, B ehf., styðji kröfu sína einkum við það að raska st atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum. Stefndu mótmæli kröfum beggja stefnenda um miskabætur, og því að skilyrðum miskabótaábyrgðar, meðal an nars um vítavert gáleysi, sé fullnægt. Fjárhæð miskabótakröfu sé sérstaklega mótmælt sem allt of hárri. Virðist hún fjarri því að vera í samræmi við dómaframkvæmd, að virtu sakarefni málsins. Fari svo ólíklega að fallist verði á kröfur stefnenda,sýnist rét t að upphafstími dráttarvaxta, sem og skaðabótavaxta, miðist við dómsuppsögu, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001. Því sé jafnframt sérstaklega mótmælt að skilyrði standi til þess að dæma lögpersónunni B ehf. miskabætur. Þótt æruvernd lögaðila sé ekki útilokuð að lögum fari því fjarri að hún verði lögð að jöfnu við æruvernd einstaklinga. Að öllu virtu, þ.m.t. þeirri staðreynd að hvorki stefnandi B ehf. né veitingastaðurinn hafi verið nafngreind, séu ekki skilyrði til greiðslu miskabóta. Rökstuðningur stefnanda B e hf. til stuðnings þessari kröfu virðist í grunninn hverfast um meint fjárhagslegt tjón, þ.m.t. í formi meintrar skertrar viðskiptavildar og röskunar á samkeppnisstöðu. Samkvæmt þessu sé krafan í eðli sínu krafa um bætur fyrir fjártjón, en ekki miska, án þe ss að málatilbúnaður stefnanda B ehf. taki af því mið. Krafa um greiðslu kostnaðar vegna birtingar dóms Kröfur um greiðslu kostnaðar vegna birtingar dóms í öðrum fjölmiðlum en hjá réttargæslustefnda RÚV séu sagðar byggðar á 2. mgr. 241. gr. laga nr. 19/194 kröfu um greiðslu kostnaðar vegna birtingar dóms verði við komið í málinu. Krafan sé einnig óþörf o g gangi a.m.k. allt of langt, þ.m.t. að virtu því að jafnframt sé þess krafist að stefndi Ríkisútvarpið ohf. geri 17 grein fyrir dómsorði og forsendum þess á vefsíðu sinni og í dagskrá. Engin nauðsyn standi til þess að kaupa heilsíðuauglýsingu, og á bls. 3, h vað þá í tveimur fjölmiðlum. Krafa um að gerð sé grein fyrir forsendum og dómsorði, að viðlögðum dagsektum Krafa um birtingu að viðlögðum dagsektum hjá miðlum réttargæslustefnda sé sögð reist á 59. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla. Með öllum sömu rökum dómi, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 100.000 kr., - dóms og dómsorði í miðlum réttargæslustefnda Ríkisútvarpsins ohf. Því sé mótmælt að skilyrði s tandi til þess að skyldan sé að viðlögðum dagsektum. Þá sé fjárhæð og upphafstíma dagsekta sérstaklega andmælt. Um lagarök sé vísað til stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. einkum tjáningarfrelsisákvæði 73. gr. hennar, sbr. og 10. gr. mannr éttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá vísast til meginreglna fjölmiðlaréttar, almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, auk laga nr. 38/2011 um fjölmiðla, þ.m.t. ábyrgðarreglna þeirra laga. Eins vísast til skaðabótalaga nr. 50/1993 og meginreglna skaðabótaréttar. Kröfu sína um málskostnað styðji aðalstefnda varastefndi og réttargæslustefndi við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða Í máli þessu eru til úrlausnar kröfur stefnenda um ómerkingu ummæla, um miskabætur, um greiðslu fyrir birtingu dóms í tilteknum fjölmiðlum og um birtingu dóms í fjölmiðlum réttargæslustefnda, vegna nánar tiltekinna ummæla og fréttaflutnings sem gerð er grein fyrir í köflum um dómkröfur og um málsatvik hér að framan, auk krafna um málskostnað. Verður fyrst vikið að aðild og áhrif tómlætis. Stefndu telja að lög standi ekki til þess að stefnandi B ehf. geti krafist ómerkingar umræddra ummæla. Ekki sé nægilega gerð grein fyrir lögvörðum hags munum hans af úrlausn dómkrafna hvað hann varði, og það leiði til frávísunar þeirra án kröfu. Í stefnu er því haldið fram að veitingastaðurinn, sem rekinn er af þessum stefnanda, njóti æruverndar á grundvelli almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, og laga nr . 71/1928, um vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum. Um þetta er vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 426/2002. Telja verður að fréttaflutningurinn beinist að B ehf. með þeim hætti að játa verði honum aðild að meiðyrðamáli vegna þeirra , sbr. til hliðsjónar fyrrnefndan dóm Hæstaréttar, en óumdeilt er að þessi stefnandi rekur veitingastaðinn sem fjallað var um. Því verður ekki fallist á að vísa beri kröfum þessa stefnanda frá dómi án kröfu. Að því er varðar aðild til varnar gera stefndu e kki athugasemdir við þann lagagrundvöll sem stefnendur byggja málsókn sína á, með tilliti til eðlis og uppbyggingar ábyrgðarreglna laga nr. 38/2011, um fjölmiðla, þó að lýst sé efasemdum um ábyrgð varastefnda vegna stöðu hans hjá réttargæslustefnda RÚV. Á hinn bóginn ber ekkert hinna stefndu brigður á það að aðalstefnda beri ábyrgð á efninu, sem hafi verið samið og flutt af henni, og telst það óumdeilt. Í gr réttargæslustefnda. Að varastefnda verður kröfum aðeins beint til vara, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 og reynir því ekki á málskostnaðarkröfu á hendur honum f remur en aðrar kröfur nema aðalstefnda verði sýknuð af þeim. Engar kröfur verða gerðar á hendur réttargæslustefnda, sbr. 2. mgr. 21. gr. sömu laga, og ber þegar af þeirri ástæðu að vísa málskostnaðarkröfu á hendur honum frá dómi án kröfu. Stefndu telja lan gan drátt frá því að ummælin birtust og þar til málið var höfðað eiga að leiða til sýknu vegna tómlætis og að sá dráttur standi að minnsta kosti í vegi fyrir kröfum reistum á 2. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga. Þó að liðið hafi á annað ár frá því að u mstefnd ummæli birtust og voru flutt þar til stefnendur gerðu reka að því að krefja stefndu um afsökunarbeiðni og miskabætur verður ekki fallist á það með stefndu að með því hafi þeir sýnt af sér slíkt tómlæti að leiða eigi til sýknu þegar af þeim ástæðum. Þegar mál þetta var höfðað var liðinn frestur til að höfða einkamál til refsingar samkvæmt 29. gr. almennra hegningarlaga. Þegar svo stendur á verður refsikrafa ekki höfð uppi í meiðyrðamáli. Með hliðsjón af 6. mgr. 82. gr. laganna, um áhrif fyrningar sak ar, og m.a. dómi Hæstaréttar frá 6. maí 1993 í máli nr. 187/1991, verður að líta svo á að ekki verði heldur hafðar uppi kröfur um viðurlög á grundvelli 2. mgr. 241. gr. laganna í slíku máli. 18 Víkur þá að atvikum málsins og öðrum málsástæðum fyrir kröfum a ðila. Stefnendur byggja kröfur sínar á því að þau ummæli sem krafist er ómerkingar á og bóta fyrir feli í sér ærumeiðandi móðgun og aðdróttun í garð þeirra og brjóti þar með gegn 234. gr., 235. gr. og 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ummælin fe li í sér afar meiðandi staðhæfingar og alvarlegar ávirðingar, m.a. um refsiverða háttsemi, sem séu rangar og ósannaðar, en sönnunarbyrðin hvíli á stefndu. Fréttin hafi ekki byggst á áreiðanlegum heimildum, sannleiksgildi ummæla hafi ekki verið sannreynt og því hafi fréttamaðurinn ekki getað verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra. Reglur um fagleg vinnubrögð hafi verið þverbrotnar og réttur stefnenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri verið virtur að vettugi. Stefndu reisa sýknukröfur einkum á því að heimilda hafi verið aflað, fréttin hafi verið sett fram í góðri trú og engu hafi verið slegið föstu um sekt stefnenda. Fréttin hafi verið reist á traustum staðreyndalegum grunni við birtingu og leitað hafi verið viðbragða stefnenda þegar í kjölfarið. Um fjöllunarefnið hafi átt erindi við almenning og fréttamaður á fjölmiðli njóti ríks tjáningarfrelsis þegar fjallað sé um mikilvæg þjóðfélagsmál. Í sérstökum kafla hér að framan er greint frá málsatvikum eins og þeim er lýst annars vegar í stefnu og hins veg ar í greinargerð. Í aðilaskýrslu fréttamannsins við aðalmeðferð málsins kom fram að hún hefði við vinnslu fréttarinnar bæði verið í sambandi við stéttarfélagið D á og við C , ASÍ, í framhaldi af útvarpsviðtali við hann 24. ágúst 2017. Meðal gagna má lsins er uppritun á útvarpsviðtalinu þar sem C greindi frá ábendingu sem hann hafði fengið sama dag um veitingastað. Þetta kom fram í tengslum við umfjöllun um viðleitni verkalýðshreyfingarinnar til að upplýsa um það sem C kallaði skipulagða glæpastarf semi, og mansal í verstu dæmunum, og þörf á samvinnu við vinnuveitendur, opinberar stofnanir og lögreglu í því sambandi. Fram kom að mál vegna ábendingarinnar væri einfaldlega komið í ferli. Í vitnisburði C fyrir dóminum staðfesti hann efni skriflegrar yfi rlýsingar sinnar, dags. 26. mars 2019, sem er meðal málsskjala, þar sem hann greinir frá samskiptum sínum við fréttamanninn í tilefni orða hans í útvarpsviðtalinu. Hann hafi ekki greint frá nafni staðarins en fréttamaðurinn hafi talið víst að vísað væri ti l á . Þá hafi hann greint henni frá upplýsingum sem hann hafði ritað samdægurs í greinargerð um málið. Er hún meðal málsskjala og þar er greint frá efni ábendingarinnar, m.a. því að haft var eftir starfsmönnum á þessum veitingastað að þeir hefðu gre itt háa fjárhæð til miðlara í og verið lofað góðri atvinnu og framtíðarbúsetu á Íslandi ef þeim sýndist svo. Einnig hefðu þeir sagt að þeir hefðu 30.000 krónur á mánuði, frítt húsnæði og mættu hirða kartöflur og kjúklingaafganga sér að kostnaðarlausu o g að vinnutímamál virtust vera í ólestri. Í yfirlýsingu C kemur fram að hann hafi jafnframt greint fréttamanninum frá því að upplýsingar hefðu borist frá öðrum heimildum, sem hann hafi ekki gefið upp, um þennan veitingastað, sem styddu við það sem fram hefði komið og að ástæða væri til að ætla að um alvarlega brotastarfsemi gæti verið að ræða. Hann teldi upplýsingarnar trúverðugar og að tilefni væri til að fylgja þeim frekar eftir. Í framburði vitnisins E , sem er formaður stéttarfélagsins D , var staðfest að ábending, sem hefði borist varðandi veitingastaðinn, hefði verið talin alvarleg og að lögregla hefði verið látin vita. Ábendingin hefði gengið í þá áttina að um mansal gæti verið að ræða. Lögregla hafi verið viðbúin ef þurft hefði að kalla hana til þeg ar farið var í formlega heimsókn, eða grunnathugun, á veitingastaðinn 30. ágúst 2017. Við rannsókn málsins hafi ekki komið í ljós að ábendingin ætti við rök að styðjast og hefði rannsókn verið lokið í byrjun september 2017 eftir öflun gagna og athugun þeir ra. Vitnið G , starfsmaður sama stéttarfélags, staðfesti samskipti sín við aðalstefndu í aðdraganda fréttaflutningsins í framburði sínum við aðalmeðferð málsins. Einnig staðfesti hann það að lögregla væri látin vita í slíkum tilvikum og að stundum kæmi til þess að kalla þyrfti lögreglu til aðstoðar við slíkt eftirlit. Í málinu telst upplýst að lögregla hafi verið látin vita af málinu, svo sem greint er frá í fréttinni og vitni staðfesta, en ummæli um það eru ekki meðal þeirra sem krafist er ómerkingar á. Um það að gengið hefði verið lengra en heimilt sé í fréttaflutningnum byggja stefnendur einkum á því, og telja það alvarlegast, að þar hafi komið fram ásökun um refsivert og svívirðilegt brot með því að með notkun orðsins grunur sé gefið til kynna að málið s æti sakamálarannsókn, sem enginn fótur sé fyrir. Við málflutning var af hálfu stefnenda m.a. vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 525/2012, þar sem ummæli voru ómerkt og litið til þess að viðkomandi hefði hvorki verið fundinn sekur um þá háttsemi sem hann var í umfjöllun sakaður um, né hefði hann sætt formlegri rannsókn lögreglu. Þá vísa stefnendur til dóms Mannréttindadómstóls 19 Evrópu frá 6. apríl 2010 í máli Ruokanen o.fl. gegn Finnlandi, nr. 45130/06, en þar höfðu ummæli, sem fólu í sér staðhæfingar um á sökun um refsiverðan verknað og voru birt áður en lögreglurannsókn hófst, verið talin óheimil. Af hálfu stefndu var við málflutning í þessu máli meðal annars vísað til dóms Mannréttindadómstólsins í máli Reynis Traustasonar gegn Íslandi frá 4. maí 2017 í m áli nr. 44081/13, en í málsvörn íslenska ríkisins fyrir dómstólnum í því máli hafði reyndar meðal annars verið vísað til fyrrnefnds dóms í máli Ruokanen o.fl. gegn Finnlandi. Í máli Reynis Traustasonar hafði Hæstiréttur í dómi sínum í máli nr. 314/2012 frá 6. desember 2012 staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að ómerkja bæri ummæli þar sem staðhæft hafði verið að maður sætti lögreglurannsókn. Upplýst var að hjá efnahagsbrotadeild væri tilkynning skiptastjóra til skoðunar, en formleg ákvörðun um lögreglurannsók n hafði ekki verið tekin eða sakarefni afmarkað og ekkert lá fyrir um að slík rannsókn hefði hafist síðar. Í dómi Mannréttindadómstólsins kemur fram að efni umræddrar greinar hafi takmarkast við að greina frá því að lögreglan hefði verið upplýst af skiptas tjóra um rökstuddan grun um refsivert athæfi. Mikilvægt sé að í greininni var ekki staðhæft að viðkomandi hefði verið kærður, sætti ákæru, hefði verið dreginn fyrir dóm, væri sekur eða hefði verið sakfelldur fyrir afbrot. Efni greinarinnar, tekið í heild s inni og í samhengi, hafi því ekki gengið lengra en að lýsa eðli og umfangi þeirra efnislegu upplýsinga sem fréttaflutningurinn byggðist á. Atvikum málsins svipar að þessu leyti til atvika þessa máls, en hér er þó ekkert staðhæft um lögreglurannsókn, heldur er rætt um grun í hinum umstefndu ummælum, en í sömu frétt kom fram að lögregla hefði verið látin vita af málinu. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Reynis Traustasonar var sú að íslensku dómstólarnir hefðu ekki gætt eðlilegs jafnvægis í meðalhófi milli þeirra aðgerða sem gripið var til, þ.e. að skerða tjáningarfrelsi fréttamannsins, og þess lögmæta markmiðs sem stefnt var að, og hefði íslenska ríkið því brotið gegn 10. gr. mannréttindasáttmálans. Við mat á því hvar draga skuli mörkin milli tjáning arfrelsis, sem nýtur verndar samkvæmt 73. gr. stjórnarskrár, og friðhelgi einkalífs, sem varin er af 71. gr. hennar, skiptir miklu hvort það efni sem birt er geti talist þáttur í þjóðfélagslegri umræðu og eigi þannig erindi til almennings. Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna við miðlun upplýsinga og skoðana um þjóðfélagsleg málefni. Almenningur á rétt á að fá upplýsingar sem slík málefni varða og þurfa sérstaklega ríkar ástæður að vera fyrir því að skerðing á frelsi fjölmiðla geti talist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Slíkar skerðingar geta eftir atvikum átt við séu ósönn ummæli birt eða borin út opinberlega gegn betri vitund. Við umfjöllun um málefni eins og hér um ræðir verður að játa fjölmiðlum ríkan rétt og svigrúm til að gera grein fyrir slík um málum, en við þá umfjöllun verður að gæta, eftir því sem kostur er, að friðhelgi einkalífs stefnenda. Að virtu því sem upplýst þykir um atvik þessa máls, m.a. í ljósi trúverðugs framburðar fyrrgreindra vitna, verður ekki fallist á að fréttamaðurinn haf i verið í vondri trú um sannleiksgildi fréttarinnar eða að hún hafi ekki byggst á áreiðanlegum heimildum. Slá má því föstu að umræddar ábendingar vöktu grunsemdir um vinnumansal, sem telja verður til málefnis sem skiptir almenning miklu, og telst fréttaflu tningur af slíku vera þáttur í þjóðfélagslegri umræðu. Að því virtu og með hliðsjón af framangreindri dómaframkvæmd verður að telja að umfjöllun aðalstefndu um fyrirliggjandi upplýsingar um grun um vinnumansal, sem verkalýðshreyfingin taldi ástæðu til að t aka til rannsóknar og lögreglu hafði verið gert aðvart um, hafi ekki gengið lengra en að lýsa eðli og umfangi þeirra upplýsinga sem grunurinn byggðist á og að umfjöllunin hafi ekki falið í sér ásakanir um refsiverða háttsemi stefnenda umfram það sem upplýs ingarnar gáfu tilefni til. Verður því ekki fallist á að um óheimilan sakaráburð hafi verið að ræða sem leiða skuli til þess að ummælin verði ómerkt. Stefnendur halda því fram að reglur um fagleg vinnubrögð fréttamanna hafi verið þverbrotnar og að réttur stefnenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri hafi verið virtur að vettugi. Með því hafi aðalstefnda brotið gegn skyldum sínum samkvæmt lögum nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu og gegn 26. gr. laga nr. 38/2011, um fjölmiðla. Fyrir liggur að aðalstefnda leitaði ekki sjónarmiða stefnanda A um fyrirliggjandi grun og fyrirhugaðar aðgerðir stéttarfélagsins áður en til þeirra kom og áður en frétt birtist á vef réttargæslustefnda og frétt var flutt í beinni útsendingu frá aðgerðum stéttarf élagsins á veitingastaðnum. Jafnframt er upplýst í gögnum málsins, þ.e. í samskiptum aðalstefndu við þáverandi lögmann stefnanda A , að fréttamaðurinn leitaði eftir viðtali við hana þegar daginn eftir fréttaflutninginn og aðgerðirnar, en þeirri umleitan var hafnað bæði þá og síðar. Fallist er á það með 20 stefnendum að s ú skylda sem lögð er á fjölmiðlaveitu í 26. gr. fjölmiðlalaga til að gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttaflutningi sínum og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram feli í sér að almennt beri að gefa hlutaðeigandi kost á að lýsa afstöðu sinni til málefnis sem til stendur að flytja fréttir af áður en það er gert. Á hinn bóginn verður einnig að ætlast til þess að fjölmiðlar spilli ekki vísvitandi rannsóknum opinberra að ila með miðlun upplýsinga sem þeir hafa fengið um fyrirhugaðar rannsóknaraðgerðir. Í framburði starfsmanns stéttarfélagsins fyrir dómi, vitnisins G , kom fram að vegna eðlis málsins og tilefnis heimsóknar stéttarfélagsins á veitingastaðinn hefði verið verra ef stefnandi A hefði verið upplýst um heimsóknina fyrir fram. Þá verður ekki fram hjá því litið að gildi frétta er eðli málsins samkvæmt órjúfanlega tengt því hvenær þær eru fluttar. Í ljósi umfjöllunar í síðdegisútvarpi nokkrum dögum fyrir umræddan frétt aflutning aðalstefndu og ummæla ASÍ þar í viðtali, þá verður að telja það fréttnæmt og hafa átt erindi við almenning á þeim tíma að sá grunur um mansal sem þar var kynntur til sögunnar væri tekinn alvarlega og að málinu væri fylgt eftir með aðgerðum st éttarfélagsins á staðnum. Breytir sú niðurstaða stéttarfélagsins að lokinni athugun að ekki væri tilefni til frekari aðgerða engu um það. Að virtu öllu framangreindu verður kröfum stefnenda um ómerkingu þeirra ummæla sem rakin eru í dómkröfum hafnað. Með sömu röksemdum verður ekki á það fallist að í umræddum ummælum eða aðferðum fréttamannsins felist ólögmæt meingerð í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 gegn frelsi, friði, æru eða persónu stefnenda sem aðalstefnda, eða varastefndi til vara, beri bótaábyrgð á og leitt geti til greiðsluskyldu réttargæslustefnda. Er kröfum stefnenda um miskabætur því einnig hafnað. Þá verður einnig eftir þeim úrslitum hafnað kröfum um birtingu þessa dóms, að viðlögðum dagsektum, í miðlum réttargæsluste fnda. Viðurlög sem felast í greiðslu kostnaðar af birtingu dómsins í öðrum fjölmiðlum verða ekki dæmd svo sem áður greinir. Eftir úrslitum málsins og með hliðsjón af 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 verður stefnendum sameiginlega ger t að greiða aðalstefndu, varastefnda og réttargæslustefnda málskostnað, sbr. 132. gr. sömu laga, sem hæfilegur er ákveðinn 500.000 krónur til hvers þeirra um sig. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kv eður upp dóm þennan. Dómsorð: Aðalstefnda Sunna Valgerðardóttir og varastefndi Magnús Geir Þórðarson eru sýkn af öllum kröfum stefnenda, A og B ehf. Kröfu stefnenda um málskostnað úr hendi réttargæslustefnda, Ríkisútvarpsins ohf., er vísað frá dómi. Stefnendur greiði sameiginlega aðals tefndu, varastefnda og réttargæslustefnda, hverju um sig, 500.000 krónur í málskostnað.