LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 13. desember 2022. Mál nr. 779/2022 : Ákæruvaldið (Karl Ingi Vilbergsson saksóknari ) gegn X (Sveinn Andri Sveinsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi. Útdráttur Felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli d - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamál a. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardót tir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. desember 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Þá barst réttinum matsgerð dómkvadds manns 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. desember 2022 í málinu nr. R - /2022 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til föstudagsins 6. janúar 2023 klukkan 13. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markað skemmri tími. Niðurstaða 4 Niðurstaða héraðsdóms um að varn araðili skuli sæta gæsluvarðhaldi er reist á d - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt ákvæðinu er meðal annars heimilt að því aðeins beita að nauðsyn krefji. Þá verður af dómaframkvæmd ráðið að eðlilegt sé að skýra ákvæðið svo að ekki sé nægilegt að ár ás sé möguleg heldur verði eitthvað, 2 sem fram er komið í málinu, að benda til þess að hún sé yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. 5 A geðlæknir var dómkvaddur 6. október 2022 til að leggja meðal annars mat á hvort geðrænu heilbrigði varnaraðila sé þannig háttað að hann sé samfélaginu og/eða einstökum mönnum hættulegur. Matsmaður skilaði matsgerð 12. desember 2022. Í henni svarar hann fr samræðum við [varnaraðila] og gögnum, verður ekki séð að geðrænt heilbrigði sé Matsmaðurinn tekur þó fram að læknisfr æðilegt áhættumat á einstaklingum og áhættumat lögreglu séu sitt hvors eðlis og geti eftir atvikum leitt til mismunandi niðurstöðu. 6 Landsréttur hefur í úrskurðum sínum fram til þessa komist að þeirri niðurstöðu á grundvelli fyrirliggjandi gagna að framan greindum skilyrðum fyrir gæsluvarðhaldi varnaraðila sé fullnægt, sbr. úrskurði réttarins 18. október 2022 í máli nr. 628/2022, 15. nóvember 2022 í máli nr. 69 7 /2022 og 28. nóvember 2022 í máli nr. 736/2022. 7 Nú liggur fyrir í málinu ítarleg matsgerð dómkvad ds manns, sem byggð er á viðtölum við varnaraðila og móður hans, læknisfræðilegum gögnum og rannsóknargögnum málsins, þar á meðal skýrslum varnaraðila, meðákærða og vitna hjá lögreglu, gögnum um tæknirannsókn lögreglu og um samskipti varnaraðila og meðákær ða sem leiddu til rannsóknaraðgerða, auk áhættumats lögreglu. Í ljósi þeirrar niðurstöðu matsgerðarinnar, sem að framan greinir, og með hliðsjón af þeim kröfum sem gera verður til að ákvæði d - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 verði beitt, þykir sóknar aðili ekki hafa fært fram fullnægjandi rök fyrir því að nauðsynlegt sé að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi á þeim grunni. Verður hinn kærði úrskurður því felldur út gildi. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. desember 2022 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 9. desember 2022. Sóknaraðili er Héraðssaksóknari. Varnaraðili er X , kt. . Dómkröfur Þess er krafist að X , kt. , sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Rey kjavíkur, til föstudagsins 6. janúar 2023, kl. 13:00. 3 Málsatvik Hinn 13. september 2022 framkvæmdi lögreglan húsleit á heimili kærða X og lagði þar hald á meðal annars þrjá þrívíddarprentara og fjórar byssur, ásamt talsverðum fjölda þrívíddarprentaðra búta sem hægt er að smíða byssur úr. Rannsókn þess máls hefur leitt í ljós að kærði X hefur verið að framleiða þrívíddarprentuð skotvopn og íhluti í slík vopn, ásamt meðkærða Y . Í umræddri húsleit lagði lögregla hald á árásarriffla, bæði Ak - 47 og AR - 15. X hefu r nú hjá lögreglu viðurkennt að hafa breytt sjálfur AR - 15 rifflinum í hálfsjálfvirkan riffil. Þá fannst í húsleitinni hálfsjálfvirka riffil, þannig að ha nn verði sjálfvirkur, þ.e. hríðskotariffill. Sömuleiðis fannst gríðarlegt magn skotfæra í umrædd vopn, þ.á m. hlaðin magasín. Fram hefur komið í málinu að X hafi verið með á heimili sínu 100 skota tromlu - magasín. Í kjölfarið var X úrskurðaður í gæsluvarðha ld í viku. Þegar hann losnaði úr gæsluvarðhaldi þann 20. september sl. hafði lögreglu ekki enn tekist að komast inn í farsíma X en tókst það stuttu síðar. Við skoðun á farsímanum fundust meðal annars samskipti á milli hans og meðkærða Y . Samskiptin ná aftu r til maí 2022 og eru þeir augljóslega samverkamenn í að framleiða þrívíddarprentuð skotvopn. Þegar líður á samtalið fara þeir að ræða nasisma, fjöldamorð og vopnakaup og - sölur. Þá ræða þeir tiltekna fjöldamorðingja og hylla þá. Í samskiptum þeirra, sem spanna yfir nokkurra mánuða skeið, er að finna yfirlýsingar um að fremja voðaverk, m.a. með skotvopnum og með því að keyra trukk í gegnum hóp fólks, þá hafa þeir lýst yfir áformum sínum um að skaða eða veikja mikilvægar undirstöðustofnanir ríkisins, s.s. A lþingi, dómsmálaráðuneytið og lögreglu, og nefnt í því sambandi drónaárasir, þeir hafa viðað að sér efni um gerð sprengja og dróna, kannað tímasetningu árshátíðar lögreglu o.fl. Sömuleiðis hafa þeir í sínum samskiptum lýst yfir löngun og vilja til að skaða og drepa nafngreinda einstaklinga, s.s. ráðherra, þingmenn, formann stjórnmálaflokks og verkalýðsforingja. Í fórum þeirra var að finna mikið efni um þekkta hryðjuverkamenn, voðaverk þeirra, stefnur og yfirlýsingar. Af gögnum málsins má sjá að kærði X og m eðkærði Y hafa tileinkað sér og viðað að sér mörgu af því sem finna má í og B . Í skýrslutökum hjá lögreglu hefur kærði X neitað allri aðild að undirbúningi hryðjuverka og telur ummæli sín um voðaverk marklaus og sett fr am í gríni. Hið sama eigi einnig við um öflun sína á upplýsingum og nálgunar efnis á netinu um fjöldadráp, sprengjugerð og vopnaframleiðslu. Á hinn bóginn hefur kærði játað vopnalagabrot, bæði að hafa framleitt skotvopn og breytt vopnum í hálfsjálfvirk sko tvopn. Sömuleiðis kannast hann við að hafa afhent og selt skotvopn og orðið sér út um öflug skotvopn, s.s. Ak - 47 og AR - 15 riffla, og annan búnað tengdum skotvopnum, svo og skotheld vesti. Í málinu liggur fyrir framburður meðkærða Y um mikinn áhuga X á drónaárásum og blöskraði honum hvað X væri kominn langt í þeim pælingum. Hann kvað X vera að skoða hvernig ætti að smíða dróna og sprengjur, hann hafi verið kominn með gps - staðsetningar og ætlað sér að smíða dróna. Hann kvaðst trúa því að X kynni að framkvæma þessar hugmyndir sínar, þetta hafi ekki verið grín heldur stigi ofar að sögn Y . Hann sagði að þessar hugmyndir X hafi ágerst mjög síðustu vikurnar. Hann kvað kærða X hafa rætt um að fara í vettvangsskoðun fyrir Gay Pride gönguna m.a. ti l að mæla bil á milli lokana m.t.t. þess hvort unnt væri að keyra vörubíl þar í gegn. Aðspurður kvaðst Y ekki vita hvort X hafi farið í vettvangsskoðun og mælt lokanirnar. Y kannaðist við að þeir hafi verið að ræða teflonhúðaðar byssukúlur en það hafi fyrs t og fremst verið kærði X sem ræddi það. Y sagði að í ummælum X Y kannaðist við að hafa sagt kærða X að vera ekki hann niður og bent honum á að bæði B og C hafi verið í nokkur ár að skipuleggja sín hryðjuverk. Kærði X svaraði því að hann þyrfti einungis þrjá mánuði. Y kvað áhuga þeirra um að komast yfir lögreglufatnað tengjast voðaverki í huga X . Framburður kærða hefu r ekki verið stöðugur heldur tekur breytingum eftir því sem rannsókn málsins vindur fram og ný gögn koma fram. Fyrir liggur gríðarlegt magn stafrænna gagna sem sýna samskipti Y og kærða X þar sem þeir ræða sín á milli um nokkra mánaða skeið hryðjuverk, en samskiptin öll fóru fram á samskiptamiðlinum Signal. Umrædd samskipti fylgja kröfu þessari. Það vekur athygli að öll samskipti 4 þeirra um hryðjuverk og hryðjuverkaárásir fara fram á Signal. Önnur hversdagsleg og eðlileg samskipti þeirra virðast fara fram á öðrum samskiptamiðlum s.s. Facebook. Þann 6. október sl. var kærða með úrskurði gert að sæta geðrannsókn í þágu rannsóknar málsins og hefur geðlæknir skilað bráðabirgðaniðurstöðu, dags. 7. nóvember sl.. Í henni kemur fram að kærði X sé sakhæfur. Framleiðs - og dómgreindarleysis, sem mögulega sé litað af hvatvísi og biturleika vegna fyrri reynslu. Er það álit læknisins að geðrænt heilbrigði hans sé þannig að ekki stafi hætta af fyrir hann sjálfan eða aðra einstaklinga eða hópa. Fram kemur í álitinu að rétt sé að undirstrika að læknisfræðilegt áhættumat á einstaklingum og áhættumat lögreglu eru sitt hvors eðlis og geta eftir atvikum leitt til mismunandi niðurstöðu. Kærði X hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 22. september sl., nú síðast með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur nr. R - /2022 á grundvelli d. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar nr. 73 6/ 2022. Í dag, 9. janúar, höfðaði héraðssak sóknari sakamál á hendur kærða með útgáfu ákæru þar sem honum er gefið að sök tilraun til hryðjuverka og stórfelld vopnalagabrot. Lagarök Í máli þessu liggur ljóst fyrir að kærði X og meðkærði Y eru nú undir rökstuddum grun um að hafa framið afbrot sem fan gelsisrefsing er lögð við og eru brot þeirra talin varða við 100. gr. a., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 5. gr., 1. mgr. 7. gr., 1. mgr. 12. gr., 1. mgr. 20. gr., sbr. 2. ml. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/199 8. Brot gegn 100. gr. a. almennra hegningarlaga getur varðað allt að ævilöngu fangelsi og brot gegn vopnalöggjöfinni sex ára fangelsi. Er því almennt skilyrði 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála um rökstuddan grun um afbrot sem fangelsisrefsing er lög ð við fullnægt. Það er mat héraðssaksóknara að lagaskilyrði d. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála séu einnig uppfyllt, þ.e. að nauðsynlegt sé að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til að forða öðrum frá árásum af hans hálfu. Kærði er nú u ndir rökstuddum grun um að hafa lagt á ráðin og skipulagt eitt af alvarlegri brotum almennra hegningarlaga. Rannsókn málsins er lokið, fyrir liggur ákvörðun héraðssaksóknara um saksókn og er það niðurstaða héraðssaksóknara að kærði og meðkærði Y hafi sýnt ásetning sinn um að fremja voðaverk ótvírætt í verki. Fyrir liggja rafræn samskipti milli kærða og Y um að fremja fjöldadráp, m.a. með skotárásum og með því að keyra trukk í gegnum Gay Pride skrúðgönguna, þá hafa þeir sett fram og lýst yfir áformum sínum um að skaða eða veikja mikilvægar undirstöðustofnanir ríkisins og nefnt í því sambandi drónaárasir, þeir hafa viðað að sér efni um gerð sprengja og dróna, kannað tímasetningu árshátíðar lögreglu og hnitsett lögreglustöðina í Reykjavík. Sömuleiðis hafa þeir í sínum samskiptum lýst yfir löngun og vilja til að skaða og drepa nafngreinda einstaklinga, s.s. ráðherra, þingmenn, formann stjórnmálaflokks og verkalýðsforingja. Þeir hafa í sameiningu framleitt sjálfvirk skotvopn, breytt einskota riffli í sjálfvirkan. Þeir hafa aðgang að stórtækum skotvopnum, þ. á m. árásarrifflum, þeir hafa rætt um að verða sér út um bifreið sem líkist bifreiðum sérsveitar til að nota í tengslum við manndráp, þeir hafa kannað og reynt að finna fatnað sem líkist lögreglufatnaði og muni sem tengjast búningi lögreglu í því skyni að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás gagnvart almenningi. Þann 22. júní sl. sendi kærði Y skilaboð á meðkærða X yrir liggur að hetjur þeirra og fyrirmyndir eru þekktir einstaklingar og hópar sem framið hafa fjöldadráp og hryðjuverk. Þá liggur og fyrir að kærði aðhyllist ýmsar öfgakenndar skoðanir. Í þágu rannsóknar málsins aflaði lögregla álits sérfræðinga Europols í málefnum hryðjuverka og hryðjuverkasamtaka. Sú vinna fór fram hér á landi 10. til 13. október sl. og fólst í því að sérfræðingar Europol fóru yfir gögn málsins með íslenskum lögreglumönnum. Í niðurstöðukafla greinargerðar starfshópsins, sem er dags. 26. október sl., kemur m.a. fram að á grundvelli rannsóknargagna málsins sé það mat hópsins að kærði X og meðkærði Y hafi verið við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Eru báðir sakborningarnir sagðir vera raunverulegir gerendur (actor s in real life) en ekki lyklaborðs stríðsmenn (keyboard - warriors). Þá segir að teknu tilliti til öfgahugmyndafræðinnar, aðdáunar og tileinkunar á þekktum hryðjuverkamönnum, undirbúnings, einangrunar, þjálfunar, þekkingar 5 á vopnum og sprengiefnum, 3D prente fnis og vopna, áróðursefni sem deilt hefur verið í dulkóðuðum skilaboðum, njósna, dropbox skráa, klúbbhúsa með aðgengi að hlöðnum vopnum og niðurstöður húsleitanna, sameinar sakborningana sem hóp. Þeir séu hópur sem er reiðubúinn að fremja hryðjuverk. Í m álinu liggur fyrir áhættumat greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, dags. 5. október sl. um að kærði og meðkærði Y séu metnir hættulegir gagnvart almenningi. Niðurstaða matsins er að miklar líkur séu á að kærði X fremji voðaverk verði ekkert gert til þess að koma í veg fyrir það og er talið mikilvægt að gripið sé inn í með almannaöryggi í huga. Þá kemur fram í matinu að undirbúningur fyrir árás sé kærða X ofarlega í huga og hafi stigmagnast mánuðinn áður en hann var handtekinn. Hann hafi haft aðgengi að þei m tækjum og tólum sem þurfi til að framkvæma árás og viti hvar og hvernig hann geti aflað þeirra. Hann hafi átt skotvopn sem hafi verið haldlögð og hafi getu til að búa til fleiri skotvopn. Þá hafi hann þekkingu á sprengjum, drónum og fleiru sem hann hafi talað um að nota. Þá hafi hann meirapróf og reynslu af því að aka stórum vinnuvélum sem hann hafi talað um að aka inn í hóp fólks. Kærði hafi ekki verið í góðu jafnvægi andlega áður en hann var handtekinn og er ekki talið líklegt að að það hafi batnað síðu stu vikurnar. Er niðurstaða matsins sú að miklar líkur séu á því að kærði fremji voðaverk verði ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Þann 4. nóvember var mat greiningardeildar uppfært m.t.t. þess sem fram hefur komið við rannsókn málsins og hefur mat g reiningardeildar styrkst um að kærði sé hættulegur samfélagi sínu og að miklar líkur séu á að hann fremji voðaverk. Í greinargerð greiningardeildar, dags. 8. nóvember, kemur fram að ofangreind áhættumöt hafi verið skoðuð m.t.t. bráðabirgðaniðurstöðu geðlæk nis og ekki hafi verið tilefni til að breyta mötunum, enda áhættumat læknis og lögreglu sitt hvors eðlis og geta leitt til mismunandi niðurstöðu. Kærði hefur í framburði sínum hjá lögreglu neitað að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk eða skaða einstaka ei nstaklinga. Hefur hann gefið þær skýringar á orðræðu sinni að um meiningarlaust hjal sé að ræða sem sett hafi verið fram í gríni milli hans og meðkærða Y . Umrædd gífuryrði kærða um að koma nafngreindu fólki og tilteknum hópum fólks fyrir kattarnef verður a ð meta og skoða í samhengi við þau gögn sem liggja fyrir í málinu, s.s. gerð kærða og Y á sjálfvirkum skotvopnum og útvegun þeirra á skotvopnum, áætlana um sprengjugerð og útvegun ýmissa muna og hluta sem nota má við hryðjuverk. Lögregla hefur nú rætt við þá aðila sem kærði og meðkærði nefndu sem skotmörk og var því fólki ekki hlátur í huga heldur greip um sig ótti og vanlíðan hjá þeim, sem tók fyrirætlunum sakborninganna mjög alvarlega og nærri sér. Samkvæmt ákæruskjali héraðssaksóknara er sakarefni málsi ns tilraun til hryðjuverka, sem telja má eitt alvarlegasta brot sem hægt er að gerast sekur um, auk alvarlegra brota á vopnalöggjöfinni. Kærði og samverkamaður hans, Y , hafa eins og áður segir framleitt og komist yfir skotvopn, skotfæri og önnur vopn sem u nnt er að nota til að fremja fjöldadráp. T.a.m. er hinn sjálfvirki árásarriffill sem fannst á heimili kærða X sambærilegur þeim sem notaður var við fjöldadrápin í Útey í Noregi 22. júlí 2011. Þeir hafa undir höndum skotheld vesti og hafa rætt sín á milli á rásir á ákveðna hópa samfélagsins, stofnanir, einstaklinga og fleira. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið má fullyrða að almenningi stafi hætta af kærða gangi hann frjáls ferða sinna. Við túlkun og beitingu d. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/200 8 í máli þessu er hér sérstaklega vísað til dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 366/2011 og 228/2012, svo og úrskurðar Landsréttar nr. 693/2019. Af nýlegum úrskurðum Landsréttar má sjá að áhættumat lögreglu hefur mikið vægi við mat á því hvort skilyrði d. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála sé fullnægt, má hér vísa til mála nr. 416/2022 og 125/2021. Að mati héraðssaksóknara verður öryggi almennings ekki tryggt með vægari hætti en að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn lögreg lu á máli hans fer fram og ákvörðun um saksókn verður tekin. Eins og áður hefur komið fram og gögn málsins bera með sér er rannsókn málsins gríðarlega umfangsmikil, en hún er nú á lokametrunum og má búast við að ákvörðun um saksókn verði tekin innan þess t íma sem hér er krafist. Í málinu liggur fyrir mat Landsréttar, sbr. úrskurði réttarins nr. 628/2022 og nú síðast nr. 697/2022, um að lagaskilyrði d. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála séu uppfyllt. 6 Með vísan til alls framangreinds og fyrirligg jandi gagna telur héraðssaksóknari að vegna mikilvægi þess að verja aðra fyrir árásum kærða sé nauðsynlegt að honum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 6. janúar nk. kl. 13:00. Niðurstaða Sóknaraðili hefur til meðferðar mál þar sem varn araðili er, ásamt öðrum manni, talinn vera undir rökstuddum grun um að hafa framið afbrot sem fangelsisrefsing er lögð við og eru meint brot þeirra talin vera tilraun til hryðjuverka og vopnalagabrot og varða við 100. gr. a., sbr. 20. gr., almennra hegning arlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 5. gr., 1. mgr. 7. gr., 1. mgr. 12. gr., 1. mgr. 20. gr., sbr. 2. ml. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Brot gegn 100. gr. a. almennra hegningarlaga getur varðað allt að ævilöngu fangelsi og brot gegn vo pnalöggjöfinni sex ára fangelsi. Meðal gagna málsins er ákæra útgefin í dag af sóknaraðila á hendur varnaraðila og meðákærða vegna framangreindra meintra brota. Fram kom við meðferð málsins fyrir dóminum að ákæran væri kynnt varnaraðila í dag. Samkvæmt 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður sakborningur því aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Auk þess verða að vera fyrir hendi e itthvert þeirra skilyrða sem talin eru upp í stafliðum ákvæðisins, a til d. Krafa sóknaraðila um áframhaldandi gæsluvarðhald varnaraðila er byggð á d - lið 1. mgr. 95. gr. laganna með því að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja aðra fyrir á rásum sakbornings. Þann 6. október sl. var varnaraðila með úrskurði gert að sæta geðrannsókn í þágu rannsóknar málsins og skilaði geðlæknir bráðabirgðaniðurstöðu 7. nóvember sl. Niðurstaðan er rakin í greinargerð sóknaraðila en þar kemur meðal annars fram að varnaraðili sé talinn sakhæfur. Í niðurstöðu geðlæknisins kemur - og dómgreindarleysis, sem mögulega sé litað af hvatvísi og biturleika vegna fyrri reynslu . Er það álit læknisins að geðrænt heilbrigði hans sé þannig að ekki stafi hætta af fyrir hann sjálfan eða aðra einstaklinga eða hópa. Jafnframt kemur fram í niðurstöðum læknisins að rétt sé að undirstrika að læknisfræðilegt áhættumat á einstaklingum og áh ættumat lögreglu séu sitt hvors eðlis og geti eftir atvikum leitt til mismunandi niðurstöðu. Í greinargerð sóknaraðila er einnig rakið að lögregla hafi aflað álits sérfræðinga Europols í málefnum hryðjuverka og hryðjuverkasamtaka í þágu rannsóknar málsins. Sú vinna hafi farið fram hér á landi 10. til 13. október sl. og falist í því að sérfræðingar Europol fóru yfir gögn málsins með íslenskum lögreglumönnum. Í niðurstöðukafla greinargerðar starfshópsins, dags. 26. október sl., komi meðal annars fram að á grundvelli rannsóknargagna málsins sé það mat hópsins að varnaraðili og meðákærði hafi verið við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Eru báðir sakborningarnir sagðir vera raunverulegir gerendur (actors in real life) en ekki lyklaborðs stríðsmenn (keyboardwarriors). Þá er enn fremur í greinargerð sóknaraðila vísað til áhættum ats greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, dags. 5. október sl. Samkvæmt því séu varnaraðili og meðákærði metnir hættulegir gagnvart almenningi. Niðurstaða matsins sé að miklar líkur séu á að varnaraðili fremji voðaverk verði ekkert gert til þess að koma í veg fyrir það og sé talið mikilvægt að gripið sé inn í með almannaöryggi í huga. Þá komi fram í matinu að undirbúningur fyrir árás hafi verið varnaraðila ofarlega í huga og hafi stigmagnast mánuðinn áður en hann var handtekinn. Hann hafi haft aðgengi að þ eim tækjum og tólum sem þurfi til að framkvæma árás og viti hvar og hvernig hann geti aflað þeirra. Hann hafi átt skotvopn sem hafi verið haldlögð og haft getu til að búa til fleiri skotvopn. Þá hafi hann þekkingu á sprengjum, drónum og fleiru sem hann haf i talað um að nota. Þá hafi hann meirapróf og reynslu af því að aka stórum vinnuvélum sem hann hafi talað um 7 að aka inn í hóp fólks. Varnaraðili hafi ekki verið í góðu jafnvægi andlega áður en hann var handtekinn og sé ekki talið líklegt að það hafi batnað síðustu vikurnar. Er niðurstaða matsins sú að miklar líkur séu á því að varnaraðili fremji voðaverk verði ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Þá er jafnframt rakið í greinargerð sóknaraðila að þann 4. nóvember hafi mat greiningardeildar verið uppfæ rt með tilliti til þess sem fram hafi komið við rannsókn málsins og hafi mat greiningardeildarinnar styrkst um að varnaraðili sé hættulegur samfélagi sínu og að miklar líkur séu á að hann fremji voðaverk. Í greinargerð greiningardeildarinnar, dags. 8. nóve mber, komi sömuleiðis fram að ofangreind áhættumöt hafi verið skoðuð með tilliti til bráðabirgðaniðurstöðu geðlæknis og ekki hafi verið tilefni til að breyta mötunum, enda áhættumat læknis og lögreglu sitt hvors eðlis og geti leitt til mismunandi niðurstöð u. Varnaraðili hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 22. september sl., framan af á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sbr. a - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, en síðar á grundvelli d - liðar sömu greinar. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíku r 14. október sl. í máli nr. R - /2022, sem staðfestur var með vísan til forsendna í Landsrétti 18. s.m. í máli nr. 62 8/ 2022, var varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli d - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Var á þeim tíma beðið eftir ni ðurstöðu geðrannsóknar, sem lá sem fyrr segir fyrir 7. nóvember sl. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 10. nóvember sl. í máli nr. R - /2022, sem staðfestur var með vísan til forsendna með úrskurði Landsréttar 15. s.m. í máli nr. 697/2022, var varn araðila gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 24. nóvember sl. á grundvelli sama lagaákvæðis. Var þar meðal annars tekin afstaða til bráðabirgðaniðurstöðu geðrannsóknarinnar, sem ekki þótti breyta fyrra mati dómstóla varðandi það hvort skilyrðum d - liðar 1. mgr. 95. gr. laga 88/2008 væri fullnægt eða ekki. Loks var varnaraðila á sama grundvelli gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 24. nóvember sl. í máli nr. R - /2022 til dagsins í dag og var sá úrskurður sta ðfestur með úrskurði Landsréttar 28. nóvember sl. í máli nr. 73 6/ 2022. Með vísan til þess sem að framan er rakið verður að fallast á það með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að varnaraðili hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð vi ð, enda hefur það ítrekað verið staðfest í fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðum, þ.m.t. framangreindum úrskurðum Landsréttar. Verður því talið að almenn skilyrði 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt eins og hér stendur á. Þá verður einnig að telja, með vísan til þeirra úrskurða sem nefndir eru hér að framan, að uppfyllt sé skilyrði d - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til þess að varnaraðili sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli þess lagaákvæðis, enda verður ekki séð að forsendur hafi breys t hvað það varðar frá því að úrskurður Landsréttar frá 28. nóvember sl. gekk, þrátt fyrir fullyrðingu verjanda hans hér fyrir dóminum um að hafi varnaraðili verið hættulegur þá sé hann það ekki lengur. Þar skipti mestu hin langa gæsluvarðhaldsvist sem hann hefur þegar sætt. Byggir niðurstaða dómsins nú sem fyrr á heildarmati á þeim gögnum og atvikalýsingum sem lögð hafa verið fyrir dóminn. Með vísan til framangreinds er það mat dómsins að skilyrði d - liðar 1. mgr. 95. gr. sé uppfyllt auk almennra skilyrða s em rakin eru í 1. mgr. sömu greinar. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. Ákvæði 4. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 stendur því ekki í vegi að fallist verði á kröfuna, en sakamál hefur nú verið höfðað á hendur varnara ðila með útgáfu ákæru í dag. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. 8 Úrskurðarorð Varnaraðili, X , kt. , skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til föstudagsins 6. janúar 2023, kl. 13:00.