LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 21. maí 2021. Mál nr. 141/2020 : Ákæruvaldið ( Guðrún Sveinsdóttir , settur saksóknari ) gegn X ( Einar Gautur Steingrímsson lögmaður , Sara Pálsdóttir lögmaður, 1. prófmál ) ( Inga Lillý Brynjólfsdóttir réttargæslu maður) Lykilorð Kynferðisbrot. Nauðgun. Sönnun. Sýkna. Sératkvæði. Útdráttur X var ákærður fyrir brot gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft samræði við A án hennar samþykkis og notfært sér að þannig var ástatt um hana að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna og svefndrunga. Í dómi Landsréttar kom fram að X og A væru ein til frásagnar um það sem gerðist í umrætt sinn. Þegar horft væri til nánar tilgreindra hnökra og óskýrleika í frásögn A og að tekn u tilliti til þeirra sjónarmiða sem 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar byggðust á væri ekki unnt að leggja frásögn hennar til grundvallar niðurstöðu málsins. Af nánar tilgreindum ástæðum yrði úrlausn málsins ekki byggð einvörðungu á framburði vitna en ekki væri til að dreifa neinum öðrum sýnilegum sönnunargögnum sem styddu framburð A. Talið var að f ramburður X sem neitaði sök hefði í öllum meginatriðum verið stöðugur og að nánar tilgreindir hnökrar á honum væ ru ekki þess eðlis að drægi úr trúverðugleika hans. Samkvæmt matsgerð hefði mælst lítið magn af kannabis í þvagi og blóði A og var ekki talið sannað að þannig hafi verið ástatt um A að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Ek ki var talið að nánar tilgreind SMS - skilaboð sem X sendi A gætu breytt niðurstöðu um sönnun á huglægri afstöðu hans þannig að unnt væri að telja að í þeim hefði falist viðurkenning hans á að hafa brotið gegn A. Var X sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og ein karéttarkröfu A vísað frá dómi. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eiríkur Jónsson og Hervör Þorvaldsdóttir. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 21. febrúar 2020 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 17. febrúar 2020 í málinu nr. S - [...] /2019. 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi. 4 Brotaþoli, A , krefst þess aðallega að henni verði dæmdar miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 22. júlí 2018 til 3. nóvember 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1 . mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hún staðfestingar hins áfrýjaða dóms. 5 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar hljóð - og myndupptökur af framburði ákærða og brotaþola fyrir héraðsdómi í heild auk skýrsl u vitnisins, B . Auk þess gaf vitnið K sálfræðingur skýrslu vegna vottorðs sem lagt var fram í Landsrétti af hálfu ákæruvaldsins í aðdraganda aðalmeðferðar. Málsatvik 6 Í málinu er ákærða gefin að sök nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 22. júlí 2 018 haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis og notfært sér að þannig hafi verið ástatt um hana að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna og svefndrunga. Er þetta talið varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. Í hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru. 7 Ákærða og brotaþola ber saman um að hann hafi komið heim til hennar aðfaranótt sunnudagsins 22. júlí 2018 um eða fljótlega eftir klukkan 03: 4 0 og dvalið þar innan við eina klukkustund eða um það bil til klukkan 04 : 40 um morguninn. Báru þau bæði um að hafa átt í ástarsambandi í nokkra mánuði sem hefði lokið um það bil [...] árum fyrr en þau hefðu eftir það stundað kynlíf í nokkur skipti, ýmist he ima hjá ákærða eða brotaþola. Er ákærði hafi komið til brotaþola umrætt sinn hefðu þau farið beint inn í herbergi hennar. Ákærði hafi þar farið úr öllum fötunum nema nærbuxunum og lagst upp í rúmið hennar en brotaþoli hafi til að byrja með verið í stuttbux um og bol. Þeim ber ekki saman um framhaldið en að sögn ákærða fóru þau eftir nokkurra mínútna spjall að kyssast og þreifa á hvort öðru og hefði hann farið aðeins ofan á hana. Hún hefði tekið stuttbuxurnar aðeins niður og hann minnti að þau hefðu hafið sam farir en þá hefði brotaþoli beðið hann um að hætta sem þau bera bæði um að hann hafi þá þegar gert. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi kvaðst brotaþoli hafa gert ákærða grein fyrir því er hún lagðist upp í rúm með honum að hún vildi ekki stunda neitt kynlíf . H ún hafi farið úr bolnum og ákærði farið að nudda á henni bakið og hafi hún þá sofnað. Hún hefði svo vaknað upp við að ákærði væri að hafa samfarir við hana um leggöng. 3 Hún hafi þá legið á maganum og hann ofan á henni. Hún hafi strax beðið hann um að hætta sem hann hafi gert. Í kjölfarið hafi hún farið beint til systur sinnar sem var heima og beðið hana um að reka ákærða út sem hún gerði. Ákærði kvaðst ekki hafa áttað sig á því af hverju brotaþoli fór út úr herberginu og af hverju hann var rekinn á dyr. Hefð i hann af þeirri ástæðu reynt að hringja til hennar eftir að hann kom út úr íbúðinni til að leita skýringa en brotaþoli hafi þá ekki svarað . 8 Í gögnum málsins liggja fyrir afrit af SMS - skilaboðum milli ákærða og brotaþola í aðdraganda þess að ákærði kom hei m til hennar umrætt sinn. Samskiptin koma úr símum ákærða og brotaþola og kannaðist ákærði við þau við skýrslutöku fyrir héraðsdómi. Af skilaboðunum má ráða að samskiptin hafi byrjað klukkan 02:19 þegar aði brotaþoli neitandi en þá spurði ákærði hvort hann mætti koma til hennar. Er hún spurði hann af hverju svaraði [...] og [...] að keyra neitt og að systir hennar þekkti hann ekki. Þá spurði ákærði hvort hann mætti koma og hitta ni ekki tugli mínútum síðar klukkan 03:28 sendi brotaþoli ákærða skilaboð um að hann þyrf ti að 9 Málsatvik eru að öðru leyti rakin í hinum áfrýjaða dómi að því marki sem ekki verður að þeim vikið í niðurstöðukafla dómsins. Niðurstaða 10 Í 2 . mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar er svo fyrir mælt að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til se kt hans hefur verið sönnuð. Hið sama greinir í 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í samr æmi við það er í 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála kveðið á um að sönnunarbyrði hvíli á ákæruvaldinu um sekt ákæ rða og atvik sem telja má honum í óhag. Við sönnunarmat þarf að gæta þeirrar meginreglu sem kemu r fram í 1. mgr. 109. gr. sömu laga en samkvæmt henni metur dómur hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verður vefengd með skynsamlegum rökum, sé komin fram um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafi, mats - og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn. 4 11 Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um það sem gerðist inni í herberginu í umrætt sinn. Hefur brotaþoli verið staðföst í þeirri frásögn sinni um atvik máls að hún hafi sofnað og vaknað við að ák ærði væri að hafa við hana samf arir . Fær sú frásögn stuðning í framburði vitna sem hittu hana sama dag en vitnin B , D , E og C báru öll um það fyrir héraðsdómi að brotaþoli hefði greint þeim frá þessum atvikum og að hún hefði verið miður sín eftir atvikið. konu hafi verið sett í munn. Í niðurstöðukafla skýrslunna [við] að hann er að hafa mök um leggöng en missist eð hafa rumskað við að hann var D hjúkrunarfræðings fyrir ð óljóst eftir því að og hún hefði, já mundi það, mundi, já semsagt, var ekki alveg v iss um hvort hana við dálk skýrslu E læknis fyrir héraðsdómi kemur fram að brotaþoli hafi greint þeim frá að hún hafði greint þeim frá mökum í leggöng. Kom fram hjá honum að spurningarnar spurð um það hvort hún myndi eftir einhverju öðru sem hefði gerst. Kom fram hjá honum að brotaþol Fyrir héraðsdómi kannaðist brotaþoli hins vegar ekkert við munnmök ákærða og bar ákærði þar á sama veg. Brotaþoli bar ekkert um hugsanleg munnmök í skýrslu sinni hjá lögreglu. 12 Brotaþoli og systir hennar, vitnið B , greindu frá því í skýrslutöku fyrir héraðsdómi að þær hefðu sammælst um það eftir atvikið, áður en móðir þeirra kom heim um morguninn, að greina ranglega frá því að B hafi verið sofandi þegar brotaþoli kom inn til hennar eftir ætlaða nauð gun. Að þeirra sögn var það gert til að leyna móður þeirra því að B hefði verið að nota kannabis en hún hefði fyrir þessa helgi verið búin að vera edrú í þrjá mánuði. Brotaþoli útskýrði þetta nánar þannig fyrir héraðsdómi að B notaði svefnlyf og ef móðir h ennar fengi vitneskju um að hún hefði verið vakandi um nóttina hefði hún áttað sig á neyslu hennar. Þessu til samræmis greindi brotaþoli þannig frá atvikum á neyðarmóttöku Landspítalans að systir hennar, vitnið B , hefði verið sofandi þegar hún kom inn til hennar og hún hefði vakið hana. Er þar haft eftir henni í 5 Í skýrslu brotaþola fyrir héraðsdómi útskýrði hún nánar af hverju hún hefði sagt söguna með þessum hætti á La Síðastnefndur framburður brotaþola samræmist ekki skýrslu vitnisins D fyrir héraðsdómi þar sem hún greindi frá því að brotaþo li hefði verið ein þegar hún greindi hún segir okkur frá, það er alveg mjög strangt á neyðarmóttökunni að foreldrar eða systkini eru ekki með í sögutöku. Þannig að það e ru bara við þá inni á herberginu. En mamma hennar og systir hennar komu með henni og voru með henni í 13 Í skýrslutöku hjá lögreglu greindi brotaþoli jafnframt frá því að systir sín hefði verið sofandi þegar hún k minnar, ég vek hana og þarna semsagt þú veist ég beið inni í herbergi og hún semsagt C frændi sinn hefði sagt s var náttúrulega búin að vekja hana því ég vildi ekki sko mamma og frændi minn halda 14 Við mat á því hvort unnt sé að leggja framburð brotaþo la til grundvallar við úrlausn málsins er óhjákvæmilegt að líta til framangreindra hnökra og óskýrleika í frásögn hennar. Þótt brotaþoli hafi ekki greint frá hugsanlegum munnmökum ákærða við skýrslutöku hjá lögreglu, sem fór fram í beinu framhaldi af lækni sskoðuninni í lok dags 22. júlí 2018, vekur fyrrgreind frásögn hennar um þetta upp efasemdir um áreiðanleika minnis hennar og skynjunar á atvikum, einkum þegar horft er til þess að frásögn hennar um þetta átti sér stað sama dag og meint kynferðisbrot. Þega r horft er til alls framangreinds og að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða sem 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. gr. 70. gr. stjórnarskrárinnar byggja á, þykir því ekki fært að leggja frásögn brotaþola til grundvallar niðurstöðu máls. 15 Við mat á sönnunargild i framburðar þeirra vitna sem gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi er til þess að líta að hann er einvörðungu byggður á endursögn brotaþola af því sem gerst hefði auk þess sem horfa verður til þess að vitnin B og C eru tengd brotaþola fjölskylduböndum. Vottorð K sálfræðings sem gaf skýrslu hér fyrir dómi er jafnframt einvörðungu byggt á endursögn brotaþola. Í niðurstöðu vottorðsins kemur fram að greiningarmat sýni að brotaþoli hafi þjáðst af áfallastreituröskun og miðlungs geðlægð í kjölfar ætlaðs kynferðisbrots. einkennum sem eru þekkt hjá fólki sem hefur upplifað áföll eins og líkamsárás, rðisbrotum. Jafnframt kom fram hjá K kemur 6 Kynferðisbrot af hálfu [...] þegar hún var í [...] og ó tilgreint ofbeldisbrot af hálfu [...] Í framburði K hér fyrir dómi kom fram að brotaþoli hefði sagt við hann að frá kynferðisbrotinu í [...] Spurður hér fyrir dómi um hvort brotaþoli hefði ek ki minnst á önnur áföll en þau tvö sem nefnd væru í vottorðinu svaraði K því játandi en brotaþoli hefði hins vegar ekki gert vitninu grein fyrir því í hverju þau fólust. Einnig kom fram hjá honum að hann ræki ekki minni til þess að brotaþoli hefði greint sér frá neinu áfalli eftir atvikið 22. júlí 2018. Við mat á sönnunargildi vottorðsins er óhjákvæmilegt að horfa til þess að ekkert sjálfstætt mat hefur sjáanlega verið lagt á hugsanleg áhrif annarra áfalla, en þeirra sem minnst er á í vottorðinu, á niðurstöðu greiningarinnar. Auk þess liggur fyrir að brotaþoli greindi vitninu ekki frá því að hafa lent í öðru áfalli eftir meint kynferðisbrot 22. júlí. Loks er til þess að líta að meðferð brotaþ ola hjá vitninu hófst ekki fyrr en í maí 2020 er liðin voru tæplega tvö ár frá meintu kynferðisbroti. 16 Samkvæmt framangreindu verður úrlausn málsins ekki byggð einvörðungu á framburði framangreindra vitna en ekki er til að dreifa neinum öðrum sýnilegum sönn unargögnum sem styðja framburð brotaþola. 17 Þótt framburður ákærða um það hvort samræði átti sér stað hafi ekki verið alveg afdráttarlaus hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi kannaðist hann frá upphafi við að samfarir hefðu átt sér stað. Í skýrslutöku hjá lögre ég úr buxunum eða þú veist já svo minnir mig að v ið stunduðum svo bara kynlíf í smá náttúrulega þú veist og já svo segir hún já bara ókei ég er svo þreytt og freðin og amfarirnar hefðu verið um um þetta fyrir héraðsdómi var á svipaðan veg. Þar kom fram hjá eða þú veist ég myndi ekki alveg segja kynlíf en þú veist já minnir mig að við höfum byrjaðar svaraði hann því játandi. Einnig kom fram hjá honum um þ ekki hundrað prósent á því þú veist að við höfum byrjað einhverjar samfarir já eða þú hann því játandi. 18 Nokkurs misræmis gætir í framburði ákærða hjá lögreglu sé horft til fyrrgreindra SMS - skilaboða um aðdraganda þess að hann fór til brotaþola. Þannig kannaðist hann ekki við það í skýrslutöku þar að hann hefði greint brot aþola frá því áður en hann kom að hann væri læstur úti auk þess sem hann kvaðst þar hafa talið brotaþola vera eina heima. Samræmist þessi framburður ákærða ekki SMS - skilaboðunum sem fyrr er 7 vikið að og óumdeilt er að hann sendi brotaþola. Er hann var spurð ur um þetta misræmi fyrir héraðsdómi sagðist hann ekki hafa verið með lykla á sér þegar hann sendi skilaboðin en hann hafi ekki viljað vekja móður sína. Sagði hann brotaþola hafa verið búna að segja áður frá því að hún yrði ein heima þetta kvöld þótt annað hafi svo hjá lögreglu og ekki getað hugsað alveg skýrt. 19 Að öðru leyti en að framan greinir hefur framburður ákærða í öllum meginatriðum verið stöðugur. Hefur hann staðfa stlega neitað því að hafa haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis og hefur framburður hans um það verið stöðugur frá upphafi. Sama gildir um þann framburð hans að hann hafi ekki talið brotaþola vera í þannig ástandi að hún hafi ekki getað spornað vi ð samförunum vegna áhrifa kannabis eða vegna svefndrunga. Er framburður hans um þessi atriði metinn trúverðugur. Ekki verður talið að fyrrgreindir hnökrar á framburði hans séu þess eðlis að þeir dragi úr trúverðugleika framburðar hans um þessi atriði. Ekki er fallist á það mat héraðsdóms að framburður ákærða um ástand brotaþola í aðdraganda samfaranna hafi verið á reiki eða óskýr á þann hátt að það geti dregið úr trúverðugleika fyrrgreinds framburðar r eitthvað í hérna, var eitthvað í hennar fari og háttum, tali og annað sem gaf til kynna að hún vildi þetta var smá fullur og hún framburð ákærða verður að skoða í því ljósi að hann hafði skömmu áður í skýrslutökunni greint frá því að það hafi verið brotaþoli sem hefði sagt við s ig þegar þetta atriði við skýrslutöku fyrir héraðsdómi tengdi hann spurninguna við þann sagði m á það þú veist að hún hafi látið mig vita að hún hafi verið að reykja og verið freðin þá var hjá he og þú veist gera neitt öðruvísi. Það var bara við að spjalla, kyssast og svo kemur þetta héraðsdóms að hægt sé að leggja til grundvallar að með framangreindum framburði hafi ákærði verið að lýsa sinni eigin upplifun á ástandi brotaþola í aðdraganda samfaranna og hann hafi þar með átt að gera sér grein fyrir því að brotaþoli hafi verið í þannig ástandi að hún hafi ekki getað spornað við verknaðnum eða skilið þýðingu hans. 20 Af 18. gr. almennra hegningarlaga leiðir að ákærði verður ekki sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nema fyrir liggi sönnun um ásetning hans til allra efnisþ átta brotsins. Af þessu leiðir að ákæruvaldið þarf meðal annars að sanna, svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að þannig hafi verið ástatt um brotaþola 8 að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Auk þess þarf að sanna að ákæ rða hafi verið ljóst eða eftir atvikum hafi látið sér í léttu rúmi liggja, að samþykki brotaþola til kynferðismaka var ekki fyrir að fara umrætt sinn og að verknaður hans færi þar af leiðandi gegn vilja hennar og kynfrelsi, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 8 8/2008. Nægir gáleysi ákærða um þetta atriði ekki til sakfellingar. 21 Þótt kannabis hafi mælst í blóði og þvagi brotaþola samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð var um lítið magn að ræða samkvæmt vitnisburði I , [...] á Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi greindi brotaþoli frá því að hún hefði leggja til grundvallar að magn kannabis í brotaþola hafi verið enn minna er umrætt atvik átti sér st að. Með hliðsjón af því og að teknu tilliti til þess sem fyrr segir um framburð ákærða um ástand brotaþola verður ekki talið að ákæruvaldinu hafi gegn eindreginni neitun hans tekist að færa sönnur á að þannig hafi verið ástatt um brotaþola að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans, sbr. áskilnað 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. 22 Við mat á huglægri afstöðu ákærða er óhjákvæmilegt að horfa til þess að hann og brotaþoli höfðu verið í ástarsambandi um það bil [...] árum áður og hist í nokkur skipti eftir það og stundað kynlíf. Af framburði beggja fyrir héraðsdómi má ráða að það hafi verið við svipaðar kringumstæður en að sögn brotaþola hittust þau meðal annars til að var bara svona þegar að, - samskiptum þeirra að ákærði hafi haft þetta í huga þegar hann kom til brotaþola og kannaðist hún við það við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi að það hefði hvarflað að sér. Ber ákærða og brotaþola jafnframt saman um að þau lágu fáklædd uppi í rúmi en að sögn brotaþola var hún eingöngu í stuttbuxum eftir að hafa farið úr bolnum svo að ákærði gæti nuddað á henni bakið en ákærði var eingöngu í nærbuxunum. Að sög n brotaþola gat hún þess fyrst eftir að þau komu upp í rúm að hún hefði ekki viljað stunda kynlíf en ákærði kannast ekki við að hafa fengið þau skilaboð. Ákærða og brotaþola ber loks saman um að ákærði hafi hætt strax að hafa samfarir við brotaþola þegar h ún bað hann um það. 23 Þegar horft er til framangreinds og þess sem fyrr greinir um að ósannað sé að brotaþoli hafi í umrætt sinn verið í þannig ástandi að hún hafi ekki getað spornað við samförunum vegna áhrifa kannabisefna og svefndrunga verður ekki talið a ð hafið sé yfir skynsamlegan vafa að huglægum skilyrðum 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga sé fullnægt, sbr. 18. gr. sömu laga. 24 Ekki verður fallist á að SMS - skilaboð sem ákærði sendi brotaþola um kvöldið sama dag breyti framangreindri niðurstöðu um s önnun á huglægri afstöðu hans. Skilaboðin A plís hringdu fyrirgefðu ef ég gerði eh og líka með skilaboðin þú átt ekki skilið að ég er leiðinlegur skýrslutöku hjá lögreglu síðar sama 9 kvöld var hann spurður út í fyrri framburð brotaþola hjá lögreglu um að hann hefði stöðugt verið að reyna ná í hana. Gaf hann þar þá skýringu að hann hefði fyrr um af þeirri ástæðu í kjölfarið ítrekað reynt að ná til hennar til að fá skýringar á skilaboðunum. Í gögnum málsins liggja þessu til samræmis fyrir afri t af fjölda SMS - skilaboða ákærða frá klukkan 18:18 til 21:08 er fyrrgreind SMS - skilaboð voru send. Þar má meðal annars finna SMS - skilaboð sem voru send klukkan 18:18 þar sem segir: fá allt á - skilaboð sem send voru klukkan 19:08 þar sem A Fyrir héraðsdómi bar ákærði á sömu lund um að hann hefði sent fyrrgreind skilaboð sem brotaþoli hafi sést sitja í bifreið og sakað hann um nauðgun. Einnig kvaðst ákærði hafa verið að biðjast afsökunar á SMS - skilaboðum sem hann hafði sent brotaþola eftir að hann fór frá henni, nánar tiltekið klukkan 05:40 þar sem hann sagðist aldrei ætla að tala við hana aftur og að hann langaði ekkert með hana eða hennar fjölskyldu að hafa. Framburður ákærða um framangreint hefur frá upphafi verið stöðugur og verður hann ekki metinn ótrúverðugur þótt afrit af skilaboðunum frá brotaþola liggi ekki fyrir í gögnum málsins. Eru því engar forsendur til að leggja til grundvallar að í þessum SMS - skilaboðum felist viðurkenning ákærða á því að hann hafi brotið gegn brotaþola. Þvert á móti gefa skilaboðin sem send voru klukkan 18:18 og 19:08 allt eins til kynna að ákærði hafi verið undrandi á viðbrögðum brotaþola sem hann sagði hafa birst í 25 A ð öllu framangreindu virtu verður ekki talið að ákæruvaldinu hafi gegn eindreginni neitun ákærða tekist, svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að færa sönnur á að hann hafi gerst sekur um nauðgun með því að hafa haft samræ ði við brotaþola án hennar samþykkis og notfært sér að þannig var ástatt um hana að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna og svefndrunga . Verður ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins . 26 Samkvæmt 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verður einkaréttarkröfu brotaþola vísað frá héraðsdómi. 27 Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraðsdómi verður felldur á ríkissjóð. 28 Áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda og þóknun ski paðs réttargæslumanns sem eru ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. 10 Einkaréttarkröfu A er vísað frá héraðsdómi. Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraði greiðist úr r íkissjóði. Áfrýjunarkostnaður málsins 2.095.000 krónur greiðist ú r ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Einars Gauts Steingrímssonar lögmanns, 1.488.000 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttu r lögmanns, 545.600 krónu r. Sératkvæði Eiríks Jónssonar 1 Ég er ósammála niðurstöðu meirihluta dómenda um sýknu ákærða af sakargiftum og tel að staðfesta beri hinn áfrýjaða dóm. 2 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir á ákæruvaldinu að færa sönnur á sekt ákærða. Dómari metur hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé komin fram um hvert það atriði er varðar sekt og ákvörðun viðurl aga við broti, sbr. 109. gr. sömu laga. Í máli þessu nýtur ekki við sýnilegra sönnunargagna sem varpað geta ljósi á þau atvik sem ákæran lýtur að. Ráðast lyktir málsins þannig af mati á sönnunargildi og trúverðugleika framburðar brotaþola annars vegar og á kærða hins vegar fyrir héraðsdómi en einnig hjá lögreglu. Við þetta mat geta skýrslur vitna, sem ekki hafa skynjað atvik af eigin raun, einnig haft þýðingu að því marki sem unnt er að draga ályktanir um sakarefnið af framburði þeirra. Samkvæmt 115. gr. lag a nr. 88/2008 skal dómari, við mat á sönnunargildi og trúverðugleika framburðar ákærða, meðal annars huga að ástandi og hegðun hans og stöðugleika í frásögn, og við mat á sönnunargildi vitnisburðar skal dómari meðal annars huga að ástandi og hegðun vitnis við skýrslugjöf, öryggi þess og skýrleika í svörum og samræmi í frásögn, sbr. 126. gr. sömu laga. 3 Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um þau atvik sem urðu milli þeirra í herbergi brotaþola aðfaranótt 22. júlí 2018. Líkt og nánar er rakið í hinum áfr ýjaða dómi ber brotaþoli að hún hafi sofnað og vaknað við það að ákærði væri að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi þá farið beint til systur sinnar sem var í öðru herbergi í íbúðinni og beðið hana um að reka ákærða út. Ákærði neitar sök, kveður þa u hafa Hann minni að þau hafi haft samfarir en þá hafi brotaþoli beðið hann um að hætta sem hann hafi gert. 4 Framburður brotaþola, um að hún hafi sofnað og síðan vaknað við það að ákærði væri að hafa samfarir við hana um leggöng, hefur verið stöðugur og trúverðugur og við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi fór ekki á milli mála að það tók á hana að lýsa þessum atvikum. Framburður hennar fær stoð í ýmsum óbeinum sönnunargögnum, sem bera 11 jafnframt skýrlega með sér að brotaþoli hafi orðið fyrir verulegu áfalli umrætt sinn. Þannig ber systir brotaþola að brotaþoli hafi komið inn til hennar grátandi og skjálfandi, sagt að ákærði hefði nauðgað sér og hún vildi að hann færi. Eru ákærði og brotaþoli sammála um að í kjölfar þess að brotaþoli fór inn í herbergi systur hennar hafi systirin rekið ákærða út úr íbúðinni. Þá liggur fyrir samkvæmt símagögnum og framburði frænda brotaþola að brotaþoli leitaði til hans strax um nóttina og óskaði a ðstoðar við að komast á spítala þar sem henni hefði verið nauðgað. Brotaþoli leitaði síðan sama dag á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota. Samkvæmt skýrslu um skoðunina sem þar fór fram bar brotaþoli um það sem að framan greinir og þar segir í sama ntekt um ástand sjúklings að brotaþoli sé döpur, leið, gráti og gangi um gólf með mikinn kvíða. Brotaþoli bar síðan með sama hætti um framangreint í skýrslutöku hjá lögreglu sama kvöld. Í málinu liggur fyrir vottorð sálfræðings, sem gaf skýrslu fyrir Lands rétti, þar sem meðal annars kemur fram að rúmum tveimur árum eftir ætlað kynferðisbrot hafi áfallastreitueinkenni brotaþola út frá meintu broti verið alvarleg og hún uppfyllt greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun. Móðir brotaþola bar einnig fyrir h éraðsdómi að brotaþoli hefði alveg misst tök á lífi sínu í kjölfar þessa atviks og farið mjög langt í neyslu. Þá styðja rafræn samskipti sem fyrir liggja óbeint við framburð brotaþola, sbr. skilaboð sem hún sendi ákærða klukkan 03:28:53 um að hún væri að s ofna og skilaboð sem ákærði sendi brotaþola daginn eftir Síðastgreindum skilaboðum lýsti ákærði meðal annars svo hjá lögreglu að hann hefði ákærði og brotaþoli sammála um að brotaþoli hafi verið búin að tilkynna honum um að hún hefði verið að reykja kannabis í aðdraganda fundar þeirra. 5 Fyrir liggur að brotaþoli og systir hennar sögðu í upphafi ósatt u m að systirin hefði verið sofandi en ekki vakandi þegar brotaþoli kom inn í herbergi hennar. Var það að sögn gert til þess að leyna móður þeirra því að systir brotaþola, sem hafi verið búin að vera allsgáð í þrjá mánuði, hefði hafið neyslu kannabis að nýju . Hér er um algjört aukaatriði að ræða með tilliti til sakarefnis málsins. Snertir þetta atriði fyrst og fremst stöðu systur brotaþola á heimilinu, sem systurnar óttuðust að yrði hent út ef upp kæmist um neysluna, og ekkert bendir til þess að þær hafi samm ælst um að bera rangt um önnur atriði. Bera umræddar aðstæður raunar skýrlega með sér að kæra fyrir kynferðisbrot gat komið systrunum illa á heimilinu, að minnsta kosti systur brotaþola, enda til þess fallin að draga athygli að neyslu þeirra umrætt sinn. B rotaþoli valdi engu að síður þá leið að leita til neyðarmóttöku og lögreglu en leitaðist í byrjun við að hlífa systur sinni. Meta verður skýringar brotaþola að þessu leyti trúverðugar og ekki verður talið breyta þeirri niðurstöðu þótt hjúkrunarfræðingur ha fi borið um að brotaþoli hafi verið ein er hún lýsti sögu sinni. Er enda ljóst að móðir og systir brotaþola fóru með henni á neyðarmóttökuna, ræddu hvað gerst hefði sín á milli og gátu ekki vitað hvernig viðtalið færi nákvæmlega fram, auk þess sem hjúkruna rfræðingurinn bar einnig fyrir 12 aðstandendaherbergi þú veist og það er allt í lagi ef að þau vilja segja manni aðeins öku og í framburði læknisins þar að brotaþoli hafi verið kvíðin yfir því að móðir þeirra kæmist að því að þær systur hefðu verið að neyta kannabis og í skýrslu brotaþola hjá lögreglu sama kvöld kom meðal annars fram að mamma hennar og frændi héldu að systi r hennar hefði ekki verið vakandi og þær vildu ekki að fólk vissi af því að þær hefðu verið að reykja kannabis. Samkvæmt þessu og með vísan til þess sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi er fallist á að framangreint rýri ekki trúverðugleika frásagnar brotaþol a um þau atvik sem áttu sér stað milli hennar og ákærða. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður ekki heldur talið draga úr trúverðugleika brotaþola þótt fram komi í gögnum neyðarmóttöku að hana hafi rámað í munnmök, en af framburði læknisins þar fyrir dómi verður skýrlega ráðið að þetta hafi ekki komið fram nema sem óljós minning í tengslum við útfyllingu á krossum, eftir að brotaþoli hafði sagt sögu sína, og hjúkrunarfræðingurinn tók fram að brotaþoli hefði ekki verið viss um hvort hana hefði ve rið að dreyma þetta. Brotaþoli hefur enda aldrei borið um munnmök hvorki hjá lögreglu né fyrir dómi og fyrir héraðsdómi kom spurning um munnmök henni bersýnilega mjög á óvart. 6 Framburður ákærða hefur verið stöðugur um að hann hafi ekki haft samræði við bro taþola án hennar samþykkis. Í framburði hans um atvik málsins er annars nokkurt misræmi auk þess sem sumt í honum er ekki í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Þannig bar ákærði með mismunandi hætti fyrir lögreglu og dómi um ástæðu þess að hann fór ekki heim til sín heldur leitaði gistingar hjá brotaþola. Fyrir lögreglu bar hann að hann er í samræmi við fyrirliggjandi skilaboð ákærða til brotaþola, þar sem hann leitaði var að henda brotaþola vera eina he ima en samkvæmt fyrirliggjandi símagögnum hafði brotaþoli tilkynnt honum að hann gæti ekki komið þar sem systir hennar vildi ekki fá neinn á heimilið. Nokkurt misræmi var enn fremur í lýsingum ákærða á ástandi brotaþola hjá lögreglu annars vegar og fyrir d ómi hins vegar. Hjá lögreglu lýsti hann því meðal dró ákærði úr þessum lýsingum og gerði minna úr slæmu ástandi brotaþola. Sagði gu sína hjá lögreglu hafa vísað til tímabilsins þegar brotaþoli hafi sagt honum að hætta og spurður um hvað sú lýsing hans, að 13 sagði mér að hætta eitthvað þannig þá hugsa ði ég bara þú veist hún er kannski að fara ótrúverðugan og raunar er ekki með neinum skynsamlegum hætti hægt að leggja til tekið eftir því þegar brotaþoli fór út úr herberginu afar ótrúverðugar í ljósi þess aðdraganda sem bæði ákærði og brotaþoli lýsa og fyrirliggjan di ljósmynda af herberginu. Framangreind atriði, sem ekki verða talin til aukaatriða heldur lúta með beinum hætti að atvikum í herbergi brotaþola, aðdraganda þess að ákærði og brotaþoli fóru þangað og að ástandi brotaþola umrætt sinn, eru til þess fallin a ð draga úr trúverðugleika framburðar ákærða um það sem átti sér stað milli hans og brotaþola umrætt sinn. Þá eru þær skýringar sem hann hefur gefið á skilaboðunum til brotaþola klukkan 21:08:45, þess efnis að þau hafi einkum verið vegna skilaboða sem hann hafði sent klukkan 05:40:22, ótrúverðugar enda bera fyrrnefndu skilaboðin skýrlega með sér beiðni um fyrirgefningu vegna skilaboðanna, sem og einhvers annars, sbr. 7 Samkvæmt framangreindu og mati dómara sa mkvæmt 115. og 126. gr. laga nr. 88/2008 á framburðum ákærða annars vegar og brotaþola hins vegar tel ég framburð brotaþola mun trúverðugri en framburð ákærða, að hann sé stöðugur um þau atriði sem máli skipta og fái nægilegan stuðning í öðrum gögnum til a ð hann verði lagður til grundvallar sakfellingu. Því tel ég að leggja beri hann til grundvallar og að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, gegn neitun ákærða, að hann hafi haft samræði við brotaþola, án hennar samþykkis, eftir að hún var sofnuð. Sofandi gat br otaþoli eðli málsins samkvæmt ekki spornað við verknaðinum, líkt og ákærða hlaut að vera ljóst, auk þess sem fyrir liggur samkvæmt framansögðu að honum hlaut að vera ljóst að brotaþoli væri líkleg til að sofna. Kom hann enda til hennar að ganga fjögur um n ótt og fyrir lá að hún hafði verið að neyta kannabis og tilkynnt honum stuttu áður að hún væri að sofna. Í ljósi þess sem samkvæmt framansögðu telst sannað breytir engu þótt sýni sem tekin voru rúmum hálfum sólarhring eftir að atvik urðu geti ekki sýnt fra m á magn kannabis í blóði og þvagi brotaþola er atvik gerðust. Þá geta fyrri samskipti ákærða og brotaþola ekki leitt til sýknu enda gat ákærði á engan hátt litið á þau sem samþykki við fyrrnefndu samræði, sem átti sér sem fyrr greinir stað er brotaþoli va r sofnuð, í kjölfar þess að ákærði hafði fengið hana til að hýsa sig með fullyrðingum um að móðir hans hefði hent honum út, grandsamur um að hún hefði verið að neyta kannabis og væri alveg að sofna. Þá er ekkert í fyrirliggjandi samskiptum þeirra umrædda n ótt sem ber með sér að brotaþoli hafi viljað kynlíf með ákærða heldur bera þau þvert á móti með sér að brotaþoli hafi, eftir þrábeiðnir frá ákærða, ákveðið að veita honum húsaskjól þar sem hann kæmist ekki annað. Hún tók á engan hátt undir skilaboð ákærða hvað hann væri að fara og bað hann um að útskýra, sem hann gerði ekki. Engu breytir 14 í þessu sambandi þótt brotaþoli hafi fyrir dómi játað að það hafi hvarflað að henni að ákærði h efði hugsanlega verið að meina kynlíf og hafi leyft honum að liggja fáklæddum uppi í rúmi sínu og nudda á sér bakið enda fól það eða aðrar athafnir brotaþola samkvæmt framansögðu á engan hátt í sér samþykki við kynmökum, þaðan af síður eftir að brotaþoli v ar sofnuð, líkt og ákærða hlaut að vera ljóst. 8 Samkvæmt öllu framangreindu tel ég að sakfella beri ákærða fyrir brot gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, staðfesta hinn áfrýjaða dóm um refsingu hans og einkaréttarkröfu brotaþola og gera ákærða að greiða allan sakarkostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17. febrúar 2020 Mál þetta, sem dómtekið var 21. janúar sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 6. september 2019 á X , kt. [...] , [...] , fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 22. júlí 2018 að [...] , haft samræði við A , kennitala [...] , án hennar samþykkis, en ákærði klæddi brotaþola úr stuttbuxum sem hún klæddist og hafði við hana samræði í rúmi í svefnherbergi og notfærð i sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna og svefndrunga. Telst þetta varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einka réttarkrafa : Af hálfu A , kt. [...] , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 5.000.000, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 22. júlí 2018 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bó takröfunnar, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbæ ttum virðisaukaskatti Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Þá krefst hann þess að bótakröfu verði vísað frá dómi en til vara að hann verði sýknaður af bótakröfu. Þá gerir verjandi ákærða kröfu um hæfileg málsvarnarlaun, að mati dómsins og með hliðsjón af tímaskýrslu verjanda, sem greiðist úr ríkissjóði. I Málsatvik Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning um ætlað kynferðisbrot ákærða sunnudaginn 22. júlí 2018 um kl. 18:30 og var brotaþoli, A , þá komin á neyðarmóttöku Landspítalans. Þar var tekin skýrsla af brotaþola. Í kjölfar þess var ætlaður brotavettvangur rannsakaður og ákærði handtekinn og skýrsla tekin af honum með réttarstöðu sakbornings. Þar kom fram að hann hefði haft samband við brotaþola um nóttina og viljað hitta hana og hún boðið honum heim. Þau hafi farið saman inn í herbergi til hennar og upp í rúm og byrjað að kyssast og kela. Hún hefði síðan lagst á bakið og hann ofan á hana og þau haft samfarir um leggöng. Fljótlega eftir að samfarirnar hófust hafi brotaþoli skyndilega viljað hætta, beðið ákærða að hætta og fara ofan af sér og hann strax orðið við því. Brotaþoli hefði svo farið fram til systur sinnar, B , og beðið hana að vísa ákærða út af heimilinu og hefði hann þá farið. Langt var hald á síma ákærða og brotaþola vegna málsins þar sem fyrir lá að þau hefðu átt símasamskipti fyrir atvikið. Brotaþoli lýsir atvikum í skýrslu sem hún gaf lö greglu á neyðarmóttöku. Hún sagði atvik hafa gerst á heimili hennar að [...] . Sagði hún ákærða, sem er fyrrverandi kærasti hennar, hafa haft samband við 15 hana aðfaranótt sunnudagsins og beðið um gistingu hjá henni þar sem hann væri læstur úti. Hún og systir hennar, vitnið B , hefðu verið einar heima og hefðu þær báðar verið að reykja kannabis þetta kvöld og einnig um daginn. Taldi hún að hún þær hefðu reykt þrjár jónur alls. Upphaflega hafi hún neitað honum um gistingu en síðan séð aumur á honum og samþykkt þ að. Hann hafi komið heim til hennar um klukkan fjögur um nóttina og þau strax farið saman inn í herbergi hennar og upp í rúm. Þar hafi ákærði verið ágengur við hana og hafi hún þá gert honum grein fyrir því að hún vildi ekki hafa mök við hann. Hún hefði le yft honum að nudda á sér bakið þar sem hún lá á maganum og sofnað við það en hún hefði fundið fyrir mikilli þreytu eftir að hún lagðist upp í rúm. Síðan hefði hún vaknað við að ákærði var að hafa samfarir við hana um leggöng og þá legið eins en með fætur í sundur og hann ofan á henni og hefði hann þá verið nakinn. Hún hafi spurt hann hvað hann væri að gera og hafi hann sagt að hann væri ekki að gera neitt og sett yfir sig sængina. Brotaþoli kvaðst ekki vita hvað hún hefði verið búin að sofa lengi áður en hú n vaknaði hefði verið að nudda á henni bakið, en verið með stuttbuxurnar á hælunum þegar hún vaknaði. Hún hefði klætt sig í þær og hlaupið inn í herbergi systur sinnar og vakið hana og beðið hana að reka ákærða út og hann þá farið. Hann hefði síðan komið til baka til að sækja gleraugu en brotaþoli verið í herbergi systur sinnar á meðan með lokað að sér. Ákærði hefði síðan farið að senda henni skilaboð og hr C móðurbróður sinn til að biðja hann að fara með sig á neyðarmóttöku en hann hefði ekki verið í bænum. C hafi síðan haft samband við foreldr a hennar. Systir hennar hafi reynt að róa hana niður og hafi hún að endingu sofnað en þá fengið martraðir og systir hennar áfram reynt að róa hana. Brotaþoli sagði að þau ákærði hefðu hist nokkrum sinnum eftir að þau hættu saman og þá haft kynmök. Kvaðst h ún í þetta sinn hafa sagt ákærða að hún hefði ekki áhuga á kynlífi með honum. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 22. júlí 2018, innan við sólarhring eftir ætlað brot. Þar kom fram að hann og brotaþoli hefðu áður verið í sambandi en hist af og til eftir að því lauk og þá haft kynmök. Hann hefði hringt í hana um nóttina og spurt hvort hann mætti koma og hún h efði samþykkt það. Hann hefði hringt aftur í hana þegar hann var fyrir utan hjá henni og hún hleypt honum inn. Hefði þá verið greinilegt að hún var búin að reykja gras, hún hefði verið freðin, en einnig hefði hún sagt honum frá því. Þau hefðu síðan byrjað að kyssast og snerta hvort annað og þá legið hlið við hlið. Kvaðst hann minna að þau hefðu síðan haft mök og þá hefði hann legið ofan á henni og hún á bakinu. Sagði ákærði að mökin hefðu einungis staðið í nokkrar sekúndur þar sem hún hefði sagt að hún vild i þetta ekki, vildi hætta, hún væri svo þreytt og freðin. Hann hefði þá farið að sofa en þegar hann rankaði við sér hefði hún verið farin. Hann hefði þá byrjað að klæða sig en systir brotaþola þá komið inn og sagt honum að fara út og hann hefði gert það. K vaðst hann hafa haldið að brotaþoli hefði verið eitthvað pirruð út í hann og því beðið systur sína að segja honum að fara. Ákærði kvaðst ekki hafa verið læstur úti þessa nótt og hafa getað hringt í móður sína ef svo hefði verið. Kvaðst hann sig minna að br otaþoli hefði aldrei sagt honum að kynlíf væri ekki í boði, einungis sagt sér að hætta eftir að hann var byrjaður. Þá myndi hann heldur ekki eftir að hafa nuddað á henni bakið. Ákærði kvaðst hafa sent brotaþola skilaboð af því að hún hefði sent honum skila boð og sagt að hann væri í vondum málum, hann hefði nauðgað henni. Hafi honum brugðið við þetta og viljað fá skýringar. Vegna þessa hafi hann ítrekað hringt í hana og sent henni skilaboð. Hann hafi viljað að hún hringdi í hann og vildi biðjast fyrirgefning ar ef hann hefði gert eitthvað sem hann ætlaði ekki að gera. Þetta hafi hann verið að senda með SMS - skilaboðum, skilaboðum á Facebook og í gegnum Snapchat. Samkvæmt gögnum frá neyðarmóttöku Landspítalans kom brotaþoli þangað kl. 17:45 sunnudaginn 22. júlí 2018 og var þar skoðuð af vitnunum D hjúkrunarfræðingi og E lækni. Er þar rakin frásögn brotaþola sem, hvað ákæruefnið varðar, er í samræmi við það sem brotaþoli lýsti hjá lögreglu. Þá liggja fyrir gögn tæknideildar vegna skoðunar á vettvangi og skýrsla um réttarlæknisfræðilega skoðun á ákærða. Þá liggur fyrir matsgerð rannsóknarstofu HÍ í lyfja - og eiturefnafræði, dagsett 24. september 2018. Þar kemur fram að þvagsýni frá brotaþola reyndist inni halda tetrahýdrókannabínólsýru og sertralín. Blóðsýni reyndis t innihalda 35 mg/ml af sertralíni og 1,0 ng/ml af tetrahýdrókannabínóli. 16 Einnig liggja fyrir gögn úr síma ákærða þar sem fram koma samskipti brotaþola og ákærða. Þar kemur fram að ákærði hringdi þrisvar í brotaþola áður en hann kom til hennar og brotaþoli svaraði símtölunum, síðast kl. 03:47:25, og að skömmu áður sendi ákærði brotaþola nokkur skilaboð sem öll rði í brotaþola kl. 04:46:28 þessa nótt og aftur kl. 04:56:16 en í hvorugu tilviki virðist brotaþoli svara. Þá hringdi ákærði næst í brotaþola kl. 17:19:25 sama dag og síðan 25 sinnum til viðbótar fram til kl. 21:24:40 sama kvöld. Þá voru þau einnig í sams kiptum á Messenger sem byrjuðu með því að ákærði sendi brotaþola skilaboð kl. 02:19:12 aðfaranótt 22. júlí sem brotaþoli svaraði og fóru m.a. eftirfarandi skilaboð á milli þeirra: Ákærði, kl. 02:38:15: Ma eg koma til þin ?? Brotaþoli, kl. 02:39:23: Afh Brotaþoli, kl. 02:39:43: ? Ákærði, kl. 02:53:11: Þvi eg kemst ekker annað yes or no er með [...] og [...] pliss?? Brotaþoli, kl. 02:53:49: Kemstu ekki heim til þín Brotaþoli, kl. 02:54:13: En þið eruð ekki allir að koma hingað Ákærði, kl. 02:55:42: Nei wtf ma eg koma til þin bby?? Brotaþoli, kl. 02:56:15: Ef þú kemst ekki heim til þín þá máttu koma Ákærði, kl. 02:58:11: Mammma var að henda mer ut ma eg koma til þin ??? Ákærði, kl. 02:58:51: Þvi vinnuru minn skuldar mer 3 g af hreinuu cocko Brotaþoli, kl. 02 :59:28: Systir min vill ekki fá nein þannig ekki hægt. Ákærði, kl. 03:00:13: Brotaþoli, kl. 03:00:59: Ég er ekki að fara að keyra neitt Brotaþoli, kl. 03:01:24: Og nei hún þekkir þig ekki Ákærði, kl. 03:01: 59: En ma eg koma til þin hitti þig þa fyrir utan??? Brotaþoli, kl. 03:02:23: Afh viltu það Ákærði, kl. 03:03:14: Langar i þig thats it Brotaþoli, kl. 03:03:41: Hvað meinaru með langar í þig Ákærði, kl. 03:04:33: Brotaþo li, kl. 03:05:06: Skil þig ekki útskírðu Ákærði, kl. 03:07:39: Ma eg koma til þin er i taxa Brotaþoli, kl. 03:07:54: Nei Ákærði, kl. 03:09:09: Okey fer heim Ákærði, kl. 03:13:10: Ma eg ekki koma til þin ?? Ákærði, kl. 03:15:48: ?? Brotaþoli, kl. 03:16:15: Nei Ákærði, kl. 03:17:17: Okey ekki til þin np Brotaþoli, kl. 03:18:25: Eða ókei kondu Ákærði, kl. 05:40:22: Heyrðu plis aldrei tala við mig aftur eða ekki neitt langar ekkert að hafa með þig og fjoölskylduna þina að gera þannig plis sleftu mer okey bara e kkert samband þá er eg glaður plissss Ákærði, kl. 18:18:00: Sæl neniru plíss að hringja i mig skill þig ekki allveg en langar bara að fá allt á hreint hringdu í mig þegar þú getur betra að tala heldur en að skrifa :/ Ákærði sendir síðan átta skilaboð til b rotaþola þar til kl. 20:20 um kvöldið og er aðallega að biðja hana að svara sér eða hringja. Þá liggur fyrir útprentun á texta SMS - skilaboða frá ákærða til brotaþola að kvöldi 22. júlí 2018 sem send voru kl. 21:08:45 og skjámynd úr síma ákærða af skilaboðu num sem eru svohljóðandi: A plís hringdu fyrirgefðu ef eg gerði eh og líka með skilaboðin þú átt ekki skilið að eg er leiðinlegur við þig þu ert alltaf góð við mig og aðra. Mér finnst leiðinlegt að það er fólk sem er leiðinlegt við þig þótt þu gerir ekkert af þér þu ert mjög chilluð og skemmtileg manneskja. Plísss getur svarað mér því þótt eg sýni það ekki oft þykkir mer vænt um þig þu vast fyrsta stelpa sem eg var með i sambandi. Plisss call me 17 Vitnið B , systir brotaþola, gaf skýrslu vegna málsins 10. sept ember 2018. Í framburði hennar kom m.a. fram að hún hefði verið heima þegar ákærði kom til brotaþola en fyrst séð hann frammi þar sem hann hefði verið eitthvað að fíflast í brotaþola. Hann hafi tekið hana úr buxunum og hafi sjálfur verið með buxurnar á hæl unum og verið að reyna að örva hana kynferðislega en brotaþoli hafi sagt honum að hætta. Það næsta sem hún viti sé að brotaþoli kom inn í herbergi til hennar hágrátandi og í miklu sjokki og sagði ákærða hafa nauðgað sér og bað hana að vísa honum út. Þá hef ði brotaþoli verið klædd sömu fötum og áður, nærbuxum og bol. Ákærði hafi farið en komið til baka nokkrum mínútum seinna til að sækja gleraugu sín og hafi hún þá hleypt honum inn. Hún hafði reynt að róa brotaþola og hafi brotaþoli þá m.a. fengið sér jónu til að reyna að draga úr áfallinu. Brotaþoli hafi loks sofnað en ítrekað vaknað við martraðir og sagt í báðar að reykja kannabis og sagði hún brotaþola hafa átt poka af grasi sem þær hefðu reykt þetta kvöld. Við rannsókn málsins var einnig tekin skýrsla af C , móðurbróður brotaþola, en ekki er ástæða til að rekja efni hennar. II Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Verður nú gerð grein fyrir framburði ák ærða og vitna fyrir dómi að því marki sem nauðsynlegt er til úrlausnar málsins. Ákærði kvaðst hafa verið í sambandi við brotaþola í sex til sjö mánuði á árunum [...] . Eftir að þau hættu saman hefðu þau oft hist, horft á kvikmyndir saman og stundað kynlíf. Þetta kvöld hefði hann verið búinn að drekka eitthvað og verið að koma úr afmæli. Þau hefðu verið að spjalla á Snapchat og hann spurt brotaþola hvort hann mætti koma. Hann hefði síðan farið til brotaþola og hefði allt verið eins og venjulega. Þá hafi hann annað. Aðdragandinn að því að þau hittust hefði verið eins og venjulega. Þau sendu hvort öðru skilaboð. Svo hafi þau hist og horft á kvikmynd og haft kynmök. Þau ha fi oftast hist hjá henni en stundum hjá honum. Hún hefði sagt honum að hún væri búin að reykja gras með systur sinni en honum hefði ekki fundist neitt vera að. Þau hefðu farið beint inn til hennar og talað kannski eitthvað saman á leiðinni. Þau hefðu horft á mynd og hefði hann klætt sig úr buxum og skyrtu. Þau hefðu spjallað en síðan farið að kyssast, og þá bæði legið á hlið andspænis hvort öðru, og þreifað hvort á öðru. Síðan hefði hún lagst á bakið og hann farið ofan á hana. Minnti hann að þau hefðu haft samfarir en hann væri ekki viss um að þær hefðu verið byrjaðar þegar hún sagði honum að hætta. Kvaðst hann ekki vera viss um að hann hefði stungið lim sínum inn. Hann sagði brotaþola hafa verið í stuttbuxum og bol og hefði hún tekið buxurnar aðeins niður e n hún hefði verið í bolnum allan tímann, líka þegar hann var að strjúka á henni bakið en þá hefðu þau legið gegnt hvort öðru. Hann hafi hætt þegar hún bað hann að hætta og lagst í rúmið og farið í símann að skoða eitthvað. Nokkrum mínútum seinna, þegar han n rankaði við sér, hefði hún verið farin. Hann hafi haldið að hún hefði farið á salernið og beðið í nokkrar mínútur en síðan ætlað að fara að athuga með hana. Hann hefði verið byrjaður að klæða sig í buxurnar þegar systir brotaþola kom inn til hans og bað hann að fara, sem hann hefði gert. Hann hafi síðan farið til baka og bankað hjá brotaþola til að ná í gleraugu . Systir brotaþola hafi opnað og leyft honum að fara inn og sækja þau en sagt honum að drífa sig. Ákærði sagði brotaþola ekki hafa reykt kannabis eftir að hann kom til hennar. Hún hafi ekki litið út fyrir að vera að detta út eða missa meðvitund þegar þau voru tvö saman inni í herberginu. Brotaþoli hafi sagt honum áður en hann kom að hún hefði verið að reykja með systur sinni en hann vissi ekki hve mikið. Þegar hann kom hefði ástandið á henni verið eins og vanalega. Hún hafi verið hress. Þau hafi spjallað saman og hún hafi ekki talað sérstaklega um það hvernig henni liði. Þá kvaðst hann ekki vita til þess að hún hefði sofnað á meðan hann var hjá henn i. Ákærði kvaðst hafa vitað að brotaþoli væri ein heima þetta ekki komið af því að systir hennar væri heima. Ákærði sagði ekkert hafa gerst á milli þeirra fyrir utan herbergið annað en að þau hefðu spjallað. Þau hefðu ekki rætt sérstaklega saman um það hvað þau ætluðu að fara að gera og ekki hafi komið fram hjá brotaþola að hún vildi ekki kynlíf fyrr en þegar hún sagði honum að hætta. Ákærði giskaði á að hann 18 hefði verið hjá brotaþola í um klukkustund. Þegar hann fór hefði hann verið mjög pirraður og ekki skilið hvað var að gerast og farið gangandi af stað heim til sín og hringt á leiðinni í nokkra vini sína til að kanna hvort þeir gætu sótt hann en á endanum náð í leigubifreið. Það eina sem honum datt í hug hefði verið að foreldrar brotaþola væru að koma og að hún mætti ekki vera með strák hjá sér. Hann hefði ekki verið í samskiptum við brotaþola eftir þetta utan þess að hann hefði reynt að hringja í h ana og sent henni nokkrum brotaþola. Þar hefði verið mynd af henni í bifreið og hún sagt eitthvað á þessa leið: O jbarasta, nú ert þú í vondum málum, þú n auðgaðir mér . Ákærði kvaðst hafa panikkað þegar hann sá þetta og ekki skilið hvað hún var að tala um. Hann hafi reynt að ná sambandi við hana með því að hringja og senda henni skilaboð til að fá að vita hvað hún ætti við. Þá sagði hann brotaþola áður hafa búið til sögur og tók sem dæmi að eftir að hann og brotaþoli hættu saman hafi vinkona hennar sagt honum að hann hefði nauðgað henni þrisvar á einu kvöldi. Þegar hann hefði borið þetta undir brotaþola hefði hún sagt að vinkonur hennar væru að búa til lygasö gur um Ákærði kvaðst hafa séð brotaþola tvis var eftir að þetta gerðist, í annað skiptið á skemmtistaðnum [...] en í hitt skiptið hefði það verið í stigaganginum heima hjá honum. Ákærða voru kynnt framlögð gögn um símanotkun og kvaðst hann kannast við að brotaþoli hefði nokkrum sinnum neitað honum um að koma áður en hún loks samþykkti það. Þá sagði ákærði að það hefði ekki verið þannig að hann hefði ekki getað farið heim heldur hefði hann verið læstur úti og ekki með lykil. Ákærða var kynntur framburður sinn í skýrslu hjá lögreglu þar sem hann sagði að hann hefði að minnsta kosti ekki verið læstur úti, hann hefði bara getað hringt í móður sína en hefði ekki viljað vekja hana. Spurður út í þetta misræmi sagði ákærði að líklega hefði hann verið í sjokki eftir að lögregla handtók hann. Þá voru borin undir ákærða skilaboð sem hann samkvæmt símagögnum sendi brotaþola kl. 21:08:45 kvöldið eftir atvikið. Kvaðst ákærði kannast við þessi samskipti og hafa átt við það að ef hann hefði sagt eitthva ð við hana og ef hún væri pirruð út í hann þá vildi hann biðjast afsökunar á því og líka vegna borin undir ákærða skilaboð sem hann samkvæmt símagögnum se ndi brotaþola kl. 05:40:22 aðfaranótt sunnudagsins. Ákærði sagði að þetta væru skilaboðin sem hann hefði seinna beðist afsökunar á. Þá var ákærða kynnt að samkvæmt gögnum um símanotkun hans hefði hann hringt þrisvar í brotaþola áður en hann kom til hennar , síðast kl. 03:47:25. Ákærði kvaðst þá hafa verið fyrir utan heima hjá henni á leið til hennar en ekki hafa hringt í hana á meðan hann var inni í íbúðinni. Ákærða var kynnt að næst hefði verið hringt úr símanum kl. 04:41:36 og sagði hann að þá hefði hann verið að hringja í F og hefði hann þá verið gangandi á leið frá heimili brotaþola. Símtal sem hann hringdi í brotaþola kl. 04:46:28 hefði verið til að athuga hvað væri að. Borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu þegar hann var spurður hvort br otaþoli hefði einhvern tímann gefið til kynna að hún vildi ekki kynlíf. Hann hafi þá svarað: Nei ekki í byrjun alla freðin eða þú Ákærði sagði að þetta hefði verið á tímabilinu þegar hún sagði honum að hætta. Hann hefði haldið að hún vildi kannski fá sér að reykja eða eitthvað væri að. Það hefði verið það eina sem var öðruvísi, hún hefði aldrei áður sagt honum að hætta. Hún hefði líka sagt honum að hún væri búin að reykja. Honum hafi ekki fundist hún vera freðin en hann hafi séð hana freðna og haldi að hún sé þá slök og róleg. Kvaðst hann ekki geta útskýrt af hverju hann notaði þetta orð en héldi að hann h efði bara verið í sjokki. Það hafi verið ágiskun hans að hún væri freðin af því að hún hefði beðið hann að hætta. Ákærði kvaðst ekki hafa nuddað bak brotaþola eins og hún lýsti en strokið á henni bakið þegar þau lágu andspænis hvort öðru. Vitnið A , brotaþ oli, sagði að hún og ákærði hefðu verið kærustupar þegar hún var í [...] og hefði samband þeirra staðið í tvo til þrjá mánuði. Þau hafi ekki skilið á góðum forsendum og hafi hún þá verið sár og pirruð út í ákærða og þau ekki talað saman í langan tíma á eft ir. Þegar hún byrjaði í menntaskóla hefði ákærði verið í [...] og hefðu þau þá byrjað að hafa samskipti aftur. Ákærði hefði byrjað að hringja í 19 hana þegar hann var fullur á djamminu og komið þá stundum til hennar og hefðu þau þá hist til að hafa kynmök. Þe ssa nótt hafi ákærði verið hjá vini sínum og verið annaðhvort læstur úti eða ekki mátt fara heim til sín og hafi þess vegna komið til hennar og hafi hún leyft honum að koma. Hún hafi verið búin að segja honum að hún og systir hennar væru einar heima. Brota þoli kvaðst hafa verið búin að reykja kannabis, þrjár jónur fyrr um daginn, með systur sinni. Hún verði mjög þreytt þegar hún noti kannabis en hún noti tegund af því sem sé mjög róandi. Þegar ákærði kom hafi hún verið orðin mjög þreytt og hafi sofnað, koks að. Kvað hún sig minna að ákærði hefði verið búinn að drekka áfengi þegar hann kom til hennar og hefði hún sagt honum að hún hefði verið að reykja og að hún væri undir áhrifum og hann hefði alveg áttað sig á því. Einnig hafi hún sagt að hún væri ógeðslega þreytt og væri að fara að sofa. Ef hún mundi reyna hefði vitað að hún var undir áhrifum kannabis. Þegar ákærði kom hafi þau farið beint inn í herbergi he nnar og hafi hún viljað fara að sofa. Brotaþoli sagði ákærða hafa klætt sig úr og lagst á nærbuxunum upp í rúm. en hún sofnaði hefði ákærði nuddað á henni bakið á meðan hún lá á maganum með hendurnar niður með síðunum og hefði hún sofnað við það. Hún hafi verið klædd í stuttbuxur þegar hún sofnaði en ekki verið í neinu að ofan þegar hann nuddaði á henni bakið. Þegar hún vaknaði hafi hún enn legið á mag anum og hafi stuttbuxurnar verið niðri á hælum hennar og ákærði ofan á henni og inni í henni. Fætur hennar hefðu verið aðeins í sundur. Þegar hún vaknaði hafi ákærði farið ofan af henni og sett sæng yfir sig og hún hafi þá spurt ákærða hvað hann væri að ge ra og hafi hann sagt: Ekki neitt . Hún hafi áttað sig á því hvað hefði gerst og hlaupið inn til systur sinnar sem hefði verið vakandi og sagt henni frá því og beðið hana að koma ákærða út. Hún hefði verið í miklu sjokki. Aðspurð kvaðst hún ekki muna hvað kl ukkan var þegar hún vaknaði. Ákærði hefði svo bankað upp á af því að hann hefði gleymt gleraugunum sínum og farið aftur inn í íbúðina að sækja þau en hún hefði þá verið í herbergi systur sinnar og ekki séð ákærða. Brotaþoli sagði að ekkert hefði komið fram hjá ákærða sem hún hefði talið benda til þess að hann hefði einhverjar væntingar um kynlíf. Þegar borin voru undir brotaþola skilaboð frá ákærða þar sem hann sagði að hann langaði í hana kvaðst hún örugglega ekki hafa meðtekið þau og ekki muna eftir þeim. Hún hefði einungis verið að leyfa honum að gista. Brotaþoli kvaðst hafa legið í rúmi systur sinnar eftir að ákærði fór og þegar hann var að reyna að hringja í hana og senda henni skilaboð sem hún hefði ekki svarað. Systir hennar hafi reynt að róa hana ni ður. Síðan hefði hún reykt jónu til að deyfa sig niður og eftir það hringt í C frænda sinn til að fá hann til að skutla sér á neyðarmóttöku. Hún hefði ekki náð í hann strax því hann hefði ekki verið í bænum og foreldrar hennar hefðu einnig verið í burtu. H ún hefði sagt C frá því sem gerðist og hann síðan talað við foreldra hennar. Hún og systir hennar hefðu svo ákveðið að fara á spítalann daginn eftir. Brotaþoli kvaðst hafa náð að sofna og þegar hún vaknaði hafi foreldrar hennar verið komnir heim. Hún hafi átt erfitt með að segja þeim frá því sem gerðist en þau hefðu síðan farið með hana á spítalann. Brotaþoli sagði að það hefði verið of mikið fyrir hana að lenda í öðru áfalli, en hún hefði áður orðið fyrir kynferðisbroti. Eftir þetta hafi fíkniefnaneysla he nnar aukist og sé hún búin að vera í neyslu síðan, en hún hafi verið edrú frá 9. janúar sl. Hún hafi einnig leitað sér aðstoðar og sé nýkomin af geðdeild eftir að hafa gefist upp á öllu. Kvaðst hún tengja vanlíðan sína við þessi brot. Hún hafi eitthvað ver ið byrjuð að reykja kannabis þegar þetta gerðist en hætt og byrjað aftur þetta kvöld. Brotaþoli kvaðst hafa sagt á neyðarmóttöku að systir hennar hefði verið sofandi þegar hún kom inn til hennar. Það hafi ekki verið rétt heldur hafi hún verið vakandi. Ástæ ða þess að hún bar rangt um þetta væri sú að móðir þeirra hefði ekki mátt vita af því að systir hennar væri dottin í það, en hún hefði óttast að þá yrði henni hent út af heimilinu. Þær séu hins vegar búnar að segja móður þeirra frá þessu nú. Ef systir henn ar hefði ekki verið að reykja hefði hún verið búin að taka svefnlyf og því verið sofnuð, en hún hefði ekki tekið lyfið þetta kvöld. að hann hefði nauðgað henni og ekki hafa haft neitt samband við hann eftir þetta. Hún kvaðst á þessum tíma hafa tekið að staðaldri lyfið Sertal vegna [...] sem hún hefði verið að kljást við frá því [...] . Þá sagði brotaþoli að þegar þau voru lögst upp í rúm hefði hún sagt ákærða að hún vildi ekki kynlíf þegar hann var 20 að reyna. Þá sagði hún rangt hjá ákærða að hún hefði ekki sofnað á meðan hann var hjá henni. Hún hafi legið sofandi á maganum og vaknað við að hann var að hamast á henni en viti ekki hve lengi hún svaf. Þá muni hún ekki eftir að ákærði hafi haft munnmök við hana eins og hún sagði á neyðarmóttöku að sig rámaði í. Brotaþola var kynntur sá framburður sem kom fram hjá systur hennar í skýrslutöku hjá lögreglu að hún og ákærði hefðu verið fyrir framan baðherbergið og hún beðið hann að hætta. Kvaðst hún ekki muna eftir þessu. Sagði brotaþoli baðherbergið vera beint á móti sínu herbergi og herbergi systur hennar við hliðina á því herbergi og hugsanlega hefði hún verið frammi að gefa ákærða vatn en hún myndi ekki eftir þessu. Syst ir hennar myndi þetta væntanlega betur því þó hún hefði einnig verið að reykja kannabis hefði hún verið í neyslu lengur og höndlaði því efnið betur. Brotaþoli staðfesti að hafa átt þau símasamskipti við ákærða sem koma fram í málsgögnum og að hafa sent þau skilaboð sem þar greinir. Kvaðst hún minnast þess að hafa fyrst sagt nei við ákærða þegar hann vildi koma. Hún hefði svo breytt afstöðu sinni eftir að hafa hugsað um hvernig það væri að vera í hans sporum, að vera læst úti. Þá sagði brotaþoli að þegar ákæ rði sendi henni skilaboð kl. 21:08:45 hefði hún ekki verið búin að senda honum nein skilaboð. Hann hefði verið búinn að reyna að ná í hana en hún ekki svarað. Brotaþola voru kynnt sérstaklega þau skilaboð sem samkvæmt gögnum bárust frá ákærða kl. 03:03:14 þar sem hann segir: Langar i þig thats it , og svar hennar kl. 03:03:41: Hvað meinaru með langar í þig. Brotaþoli sagði að hún hefði ekki skilið hann. Hún hafi verið undir áhrifum en auk þess skilji hún ekki orð vel þar sem hún sé lesblind . Hún hafi viljað fá að vita hvað hann meinti. Það hafi hvarflað að henni að hann væri að meina kynlíf en hún hefði sagt að hún vildi það ekki þegar hann var kominn til hennar. Hún hafi ekki áttað sig á því eða hugsað það þannig að hún þyrfti að senda honum skilaboð og segj a honum að kynlíf væri ekki í boði. Loks voru borin undir brotaþola skilaboð frá ákærða kl. 03:17:17: Okey ekki til þin np og frá brotaþola til ákærða kl. 03:18:25: Eða ókei kondu. Sagðist brotaþoli giska á að þau hefðu verið að senda þetta á svipuðum tíma . Brotaþoli kvaðst hafa séð ákærða tvisvar eftir þetta. Einu sinni á skemmtistaðnum [...] og einu sinni í fjölbýlishúsinu þar sem ákærði býr en þar hafi hún verið með [...] sem búi þar einnig. Vitnið D , hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttöku, kvaðst hafa tekið á móti brotaþola. Hún hefði verið mjög kvíðin en róast þegar á leið. Brotaþoli hefði sagt að hún væri með undirliggjandi kvíða en einnig hefði hún verið með vöðvaspennuskjálfta, með hroll og grátið. Þá hefði brotaþoli verið hrædd við ákærða sem hefði enda laust sent henni skilaboð og hefði henni fundist það óþægilegt. Brotaþoli hefði gefið skýra frásögn og kvaðst vitnið ekki hafa talið að hún væri undir áhrifum vímuefna. Brotaþoli lýsti atvikum svo fyrir vitninu að hún hefði verið ein heima með systur sinni en móðir hennar hefði verið í [...] . Hún hefði reykt kannabis þetta kvöld og verið með sektarkennd gagnvart móður sinni yfir því að hafa fallið. Fyrrverandi kærasti hennar hefði hringt og sagt að hann væri læstur úti og spurt hvort hann mætti gista. Þegar ákærði kom hefði hún verið þreytt og lagst upp í rúm og myndi eftir því að hann hefði verið að nudda á henni bakið og síðan vaknað við það að hann var að hafa við hana kynmök. Þá minnti hana óljóst að hann hefði einnig haft við hana munnmök. Því hafi vitn ið krossað við það á eyðublaði en það sem þar komi fram kunni að skipta máli vegna sýnatöku. Hún hefði þá spurt hann hvað hann væri að gera og hefði hann orðið flóttalegur og farið undir sæng. Nærbuxur hennar hefðu verið niðri þegar hún vaknaði. Brotaþoli hefði vaknað kl. 04:57 eftir atvikið og gefið þá tímasetningu upp hjá vitninu. Þá hafi verið tekið blóð - og þvagsýni frá brotaþola þegar hún kom á neyðarmóttöku. Vitnið E læknir sagði brotaþola hafa verið dapra, leiða og grátandi þegar hann hitti hana á n eyðarmóttöku. Hún hefði verið óróleg og gengið um gólf og lýst miklum kvíða en hluti af því hefði verið áhyggjur af því að móðir hennar kæmist að því að hún hefði verið að reykja kannabis. Þeim hefði tekist að róa hana niður og ná nokkuð góðu sambandi við hana og skrá niður frásögn hennar sem komi fram í skýrslu neyðarmóttöku. Þegar brotaþoli var spurð hvort hún myndi eftir einhverju öðru þegar hún var búin að segja söguna hefði hún sagt að sig rámaði í að ákærði hefði haft við hana munnmök og hefði því ver ið merkt við það í skýrslu þeirra. Þá staðfesti vitnið að tímasetningin kl. 04:57 hefði komið frá brotaþola sem hefði áætlað að atvik hefði gerst þá. Þá staðfesti vitnið skýrslu sína um skoðun en sagði það rangt sem kæmi þar fram að læknisskoðun hefði loki ð kl. 18. Skoðun hefði hafist 15 mínútum fyrr og stæðist því ekki að henni 21 hefði lokið á svo skömmum tíma. Loks sagði vitnið að engir áverkar hefðu fundist við skoðun brotaþola en þeir þyrftu ekki að finnast þegar brotaþoli væri meðvitundarlaus þegar atvik gerðust og ofbeldi væri ekki beitt. Vitnið B kvaðst hafa verið heima þessa nótt ásamt brotaþola, sem er systir hennar. Brotaþoli hafi verið undir áhrifum kannabisefna og henni ekki liðið vel. Vitnið kvaðst heldur ekki hafa verið edrú en hún hefði einnig v erið að neyta kannabisefna og hefði byrjað að reykja strax þegar hún vaknaði um morguninn. Þær hefðu verið að hanga saman fyrr um kvöldið og horft á mynd saman en voru farnar í herbergi sín þegar ákærði kom. Viti hún ekki hve mikið brotaþoli var búin að re ykja þá en hún hafi verið undir frekar miklum áhrifum. Hún hafi heyrt þegar ákærði kom en hafi fyrst, einhverju síðar, séð hann á ganginum við baðherbergið þar sem hann var á nærbuxunum. Hafi hann verið eitthvað að fíflast í brotaþola sem sagði: Kvaðst vitnið hafa talið að þetta væri eitthvað kynferðislegt. Hún hafi ekki orðið vör við frekari samskipti milli ákærða og brotaþola, sem hafi verið í herbergi brotaþola. Vitnið kvaðst hafa verið vakandi í sínu herbergi að h orfa á sjónvarpið nokkru síðar þegar brotaþoli kom grátandi og skjálfandi inn til hennar og sagði að ákærði hefði nauðgað sér og vildi að hann færi út. Hefði hún þá verið klædd í bol og boxer - buxur. Hafi þá verið liðið innan við klukkustund frá því að ákær ði kom. Hún hafi reynt að róa hana niður í nokkrar mínútur og síðan bankað hjá ákærða og opnað dyrnar. Fannst henni eins og hann hefði ekki búist við að þetta væri hún og hefði hann verið að standa upp úr rúminu. Hafi hún heyrt að hann var í símanum að tal a við félaga sinn og að hann sagði að hann væri hjá heimsku stelpunni. Hún hafi sagt honum að koma sér út og hann jánkað því og hún þá sagt að hann hefði tíu mínútur. Skömmu síðar hafi hún farið aftur í herbergið til hans og sagt honum að fara og hafi hann þá verið með einhvern skæting en tekið dótið sitt og farið. Ákærði hefði svo bankað aftur hjá þeim og beðið um að fá að sækja gleraugu og einnig þá verið dónalegur en hún hafi hleypt honum inn að sækja þau. Vitnið sagði að brotaþoli hefði ekki lýst því se m gerðist en augljóslega verið í áfalli. Hún hefði verið í góðu standi fyrr um kvöldið og ekkert að angra hana. Taldi vitnið augljóst vegna breytingar á líðan hennar að eitthvað hefði gerst þarna inni. Brotaþola hefði liðið mjög illa um nóttina og hefði fe ngið sér jónu til að róa sig niður en það hefði gert illt verra. Brotaþoli hefði svo haft samband við C frænda þeirra þar sem vitnið hefði ekki verið í ástandi til að fara með hana á neyðarmóttöku en hann hefði ekki verið heima. Hefðu þær þá ákveðið að fara daginn eftir. Vitnið hafi legið hjá brotaþola sem hefði sofnað en vaknað nokkrum sinnum um nóttina í kvíðakasti, öskrandi og gargandi og sagt: Vitnið hafi þurft að hrista hana a.m.k . tvisvar sinnum til að hún áttaði sig á því að þetta væri ekki að gerast. Foreldrar þeirra hafi vakið þær daginn eftir, að því er hana minni um þrjú - eða fjögurleytið. C hafi þá verið búinn að tala við þau og hafi þau farið með brotaþola á neyðarmóttöku o g hafi vitnið farið með þeim. Vitnið kvaðst hafa verið búin að vera edrú í þrjá mánuði en hafa fallið föstudagskvöldið áður en ákveðið að segja á neyða rmóttöku að vitnið hefði verið sofandi þegar brotaþoli kom til hennar. Kvaðst hún hafa talið að ef foreldrar hennar vissu að hún væri fallin hefðu þau hent henni út og því hefðu þær ætlað að reyna að leyna því að hún hefði verið í neyslu. Þetta sé það eina sem þær hafi sammælst um að segja og það eina sem ekki sé rétt. Eftir að ákærði fór hafi þær rætt það hvort hún vildi fara á neyðarmóttöku og eitthvað ólö glegt. Eftir að hafa verið kynnt að hafa í skýrslu hjá lögreglu sagt að brotaþoli hefði, þegar hún kom inn til hennar, sagt að hún hefði vaknað við að ákærði var inn í henni kvaðst hún nú geta staðfest að brotaþoli hefði sagt þetta. Vitnið sagði brotaþola ekki hafa liðið vel eftir þetta og hafi atvikið verið mikið áfall fyrir hana. Þá sagði vitnið það rétt sem kom fram í skýrslu hennar hjá lögreglu að þær hefðu verið með m.a. poka af grasi sem þær hefðu reykt saman. Hún hefði fengið eitthvað hjá brotaþola e n einnig átt efni sjálf. Þá var vitninu kynnt að í skýrslu sinni hjá lögreglu hefði hún borið um að hafa séð ákærða klæða brotaþola úr buxunum frammi og kvaðst hún telja að hún hefði munað atvik betur þá. Vitnið G , móðir brotaþola, kvaðst hafa farið út úr bænum þessa helgi og hafi dætur hennar, brotaþoli og vitnið B , verið einar heima. Brotaþoli hefði verið í góðu standi þegar hún fór og hefðu þær 22 systurnar ætlað að hafa kósíkvöld. Um áttaleytið um morguninn hafi hún séð að bróðir hennar , vitnið C , hafði ve rið að hringja í hann, fyrst um klukkan sex um morguninn. Hann hefði sagt henni að brotaþoli hefði hringt um nóttina til að biðja hann um aðstoð og sagt að henni hefði verið nauðgað. Hún hefði þá drifið sig í bæinn og hitt systurnar. Brotaþoli hefði reynt að segja henni frá því sem gerðist en verið svo brotin að það hefði lítið verið hægt að fá út úr henni. Hún hefði svo farið með þær á neyðarmóttöku en myndi ekki hvenær það var eða nákvæmlega hvað fór á milli hennar og brotaþola áður. Brotaþola hefði liðið illa eftir þetta atvik. Hún hafi ekki sofið eða borðað og verið hrædd í um þrjár vikur eftir þetta. Hún hefði misst alveg tök á lífi sínu og hvorki verið í skóla né vinnu en hefði verið í vinnu þegar atvik gerðust. Kvaðst vitnið tengja þessa líðan brotaþo la við þetta atvik. Hún hafi brotnað algjörlega og farið mjög langt niður og neysla hennar aukist. Þá hafi hún nýlega verið á geðdeild vegna sjálfskaða og henni líði enn mjög illa. Þá sagði vitnið að sjálfskaðandi hegðun brotaþola hefði fyrst byrjað eftir þetta. Brotaþoli hefði fengið lyf við [...] þegar hún var í [...] , eftir að hafa orðið fyrir [...] . Hún hafi byrjað í neyslu [...] ára, sem hafi verið lítil til að byrja með. Kvaðst vitnið telja að önnur kynferðisbrot sem brotaþoli hefði orðið fyrir gætu a ð einhverju leyti skýrt líðan hennar en afleiðingar þeirra hefðu ekki verið eins afgerandi og eftir þetta atvik. Vitnið C , móðurbróðir brotaþola, kvaðst hafa verið á [...] þegar atvik gerðust og séð þegar hann vaknaði að hann hefði fengið skilaboð frá brot aþola þar sem hún sagðist þurfa hjálp. Skilaboðin hafi verið send honum kl. 05:15 en hann hefði séð þau seinna. Hann hefði spurt hana hvar hún væri og hafi hún svarað að hún væri heima og þyrfti að komast á spítala af því að henni hefði verið nauðgað. Efti r að hann fékk þau skilaboð hefði hann hringt í brotaþola og hún sagt honum grátandi frá því sem hafði gerst og að foreldrar hennar væru [...] en systir hennar væri heima. Hann hefði þá ítrekað reynt að hringja í foreldra hennar en ekki náð í þau fyrr en s íðar um morguninn og sagt þeim þá frá símtalinu. Vitnið kvaðst halda að líðan brotaþola hefði verið upp og ofan eftir þetta atvik. Vitnið lögreglumaður nr. H kvaðst hafa verið á bakvakt hjá miðlægri rannsóknardeild og verið kallaður út vegna málsins. Hann hefði hitt brotaþola á neyðarmóttöku og tekið skýrslu af henni þar. Hún hafi gefið skýran og greinargóðan framburð og hefði hann ekki getað greint að hún væri undir áhrifum vímuefna. Í kjölfar þess hafi hann, ásamt tæknideild, rannsakað vettvang. Að því lo knu hefði hann ásamt fleirum farið á heimili sakbornings þar sem hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem læknisskoðun fór fram og síðan var tekin formleg skýrsla af honum. Vitnið I , [...] á rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði HÍ, staðf esti matsgerð sína frá 24. september 2018 sem hún vann vegna málsins. Vitnið sagði að lág tala af tetrahýdrókannabínóli, 1,0 ng/ml, hefði mælst í blóði brotaþola, en mælingarmörk rannsóknarstofunnar séu 0,5 ng/ml. Áhrif vegna efnisins við mælingu hefðu átt að vera lítil miðað við þetta magn. Vitnið sagði að það kæmi fljótt fram í blóði þegar kannabis væri reykt og næði magnið hámarki á tíu til fimmtán mínútum. Það fari þó eftir magni en hámark sé almennt innan klukkustundar og fari svo að falla tiltölulega hratt en síðar hægar. Hægt sé að greina efnið í blóði í allt að tólf klukkustundir. Þegar um sé að ræða mikla neyslu, efnið er sterkt eða neysla er samfelld í langan tíma þá mælist efnið venjulega lengur í blóði. Almennt mælist það þó einungis í innan við sólarhring. Þá sé ekki hægt að reikna út hversu mikil neysla var aftur í tímann út frá þeirri tölu sem mælist í blóðsýni. Vitnið sagði að efnið hefði slævandi áhrif. Þá sé sertralín, sem einnig mældist í bæði blóði og þvagi, geðdeyfðarlyf og ef eitthvað er þá hafi það slævandi áhrif. Kvaðst vitnið ekki þekkja til þess að samverkun þess og kannabis hefði verið rannsökuð. Þá sagði vitnið að hefði sá sem mældist með þetta í blóði reykt t.d. átta til tíu klukkustundum áður, þá væri hægt að gera ráð fyrir að við komandi hefði verið með mun hærra magn þá en ekki væri hægt að segja til um hve hátt. Þá sagði vitnið að einnig hefðu umbrotsefni kannabis fundist í þvagsýni. Það sé óvirkt og geti mælst mun lengur, allt upp í nokkrar vikur. Efnið berist í þvag fljótlega e ftir neyslu og segi greining þess í þvagi ekkert um það hversu langt sé liðið frá neyslu. Vitnið J , bróðir ákærða, kvaðst hafa séð brotaþola ásamt [...] í stigagangi hússins þar sem hann og ákærði bjuggu [...] . Þetta hafi verið skömmu eftir að atvik gerðust. Brotaþoli hafi spurt hann hvort ákærði væri heima. 23 III Niðurstaða Ákærði er ákærður fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 22. júlí 2018, að [...] , haft samræði við A , án hennar samþykkis, en ákærði klæddi brotaþola úr stuttbuxum sem hún klæddist og hafði við hana samræði í rúmi í svefnherbergi og notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna og svefndrunga. Er brotið í ákæru talið varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 /1940. Um atvik liggur aðallega fyrir framburður ákærða og brotaþola en systir brotaþola, vitnið B , var einnig á heimili hennar og brotaþola þegar atvik gerðust. Verður við mat á framburði B höfð í huga þau nánu tengsl sem virðast vera á milli hennar og br otaþola, sbr. 126. gr. laga nr. 88/2002 um meðferð sakamála. Ákærði neitar sök. Frásagnir brotaþola og ákærða um atvik þegar þau voru tvö komin saman inn í herbergi brotaþola eru hvor á sinn veginn. Ekkert er fram komið hjá þeim sem staðfestir þann frambu rð B hjá lögreglu að ákærði hafi verið með kynferðislega tilburði við brotaþola frammi við baðherbergi íbúðarinnar eftir að þau höfðu verið í herbergi brotaþola og ákærði hafði afklæðst. Þá er framburður ákærða og brotaþola samhljóða um að ákærði hafi veri ð með kynferðislega tilburði við brotaþola skömmu eftir að þau voru komin inn í herbergið og að brotaþoli hafi þá sagt ákærða að hætta. Að öðru leyti ber mikið á milli í frásögnum þeirra. Ákærði bar um það í upphafi skýrslu sinnar hjá lögreglu að þau hefði haft samfarir en dró síðar úr því með því að segja þær hefðu einungis staðið í nokkrar sekúndur þar sem brotaþoli vildi þá hætta að hann taldi vegna þess að hún hefði verið þreytt og freðin. Fyrir dómi dró ákærði enn úr og kvaðst hafa lagst ofan á brotaþo la og sett, eða gert sig líklegan til að setja lim sinn í inn í leggöng hennar. Brotaþoli hafi þá sagt ákærða að hætta og það hafi hann hafi gert. Brotaþoli sagði ákærða hafa nuddað á henni bakið þar sem hún lá á maganum, ber að ofan, með hendur með síðum. Hún hafi sofnað við nudd ákærða en vaknað við það að hann lá ofan á henni að hafa samfarir við hana um leggöng og lá hún þá enn á maganum. Ákærði hafi þá farið af henni og sett sæng yfir sig. Kvaðst brotaþoli hafa spurt ákærða kvað hann væri að gera og ha nn þá svarað að hann væri ekki að gera neitt. Brotaþoli kvaðst síðan hafa rokið út úr herberginu. Ákærði lýsti því hins vegar að brotaþoli hefði farið út eftir að hún bað ákærða að hætta og í kjölfar þess hefði B vísað honum út. Óumdeilt er, í ljósi framb urðar ákærða og brotaþola, að brotaþoli gaf ákærða til kynna eftir að hann kom að hún hafði ekki áhuga á að hafa við hann kynmök. Þá liggja fyrir skilaboð frá ákærða þar sem hann sagði sig langa í brotaþola. Brotaþoli óskaði eftir skýringum á þessum ummælu m en ákærði veitti þær ekki. Er þannig ekkert fram komið sem bendir til þess að brotaþoli hafi á nokkurn hátt gefið ákærða í skyn að hún vildi hafa kynmök við hann. Þá má af þeim skilaboðum sem gengu á milli ákærða og brotaþola sjá að ákærði þrýsti stíft á brotaþola að leyfa sér að koma til hennar. Um tímamörk atviks geta ákærði og vitni lítið borið en þó töldu ákærði og B að hann hefði verið á heimili brotaþola í um klukkustund. Hvað þetta varðar er að öðru leyti helst við að styðjast gögn úr síma ákærða u m símanotkun hans. Af þeim má sjá að ákærði hringdi síðast í brotaþola kl. 03:47. Hann svaraði ekki næstu þremur símtölum sem honum bárust en hringdi svo sjálfur í F kl. 04:41. Ákærði staðfesti þetta í framburði sínum og bar um að hann hefði þá verið á lei ð frá heimili brotaþola. Af þessu má ráða að öll samskipti þeirra hafi farið fram innan þessara 54 mínútna sem þarna liðu á milli. Þau báru bæði um að hafa strax farið inn í herbergi brotaþola og að þau atvik sem þau lýstu hefðu þá byrjað. Þá má ætla að br otaþoli hafi verið í nokkrar mínútur í herbergi B og að ákærði hafi verið nokkrar mínútur að koma sér inn í íbúðina og út og til baka að sækja gleraugun . Verður að telja að tímamörkin séu ekki svo þröng að neitt bendi til þess að atvik hafi ekki getað gers t með þeim hætti sem brotaþoli lýsir. Brotaþoli og B lýstu því báðar að brotaþoli hefði verið orðin mjög þreytt þegar ákærði kom eftir að hafa um kvöldið verið að neyta kannabisefna. Þótt ekki liggi nákvæmlega fyrir hversu mikil neysla brotaþola var eru lý singar þeirra á ástandi hennar afgerandi. Ákærði bar einnig um þetta í skýrslu sinni hjá lögreglu og sagði að brotaþoli hafi verið freðin en dró úr þessari lýsingu í framburði sínum fyrir dómi og gerði minna úr slæmu ástandi brotaþola. Í blóðsýni sem tekið var úr brotaþola um 11 klukkustundum síðar mældist enn efni en óumdeilt er að brotaþoli reykti meira kannabis eftir að ákærði var farinn. Í ljósi þess og þess langa tíma sem leið þangað til sýnið var tekið verður ekki talið að niðurstaða þess skýri frekar 24 ástand brotaþola þegar atvik gerðust en það styðji framburð brotaþola um að hún hafi neytt kannabis umrætt sinn. Framburður ákærða hjá lögreglu um ástand brotaþola var í samræmi við lýsingar brotaþola og B . Má þannig af þeim framburði ákærða ráða að honum mátti vera ljóst ástand brotaþola. Ekki er fram komin nein trúverðug skýring á breyttum framburði ákærða um ástand hennar og er það mat dómsins að sá framburður hans sé ótrúverðugur og í andstöðu við framangreint og verður því ekki á honum byggt við úrlau sn málsins. Með framangreindu telur dómurinn að nægilega hafi verið sýnt fram á að ástand brotaþola hafi verið þannig að hún hafi átt erfitt með að halda sér vakandi eftir að ákærði kom til hennar og hafi sofnað eins og hún lýsti í framburði sínum og að ák ærða hafi mátt vera þetta ástand hennar ljóst. Fyrir liggja, eins og áður hefur verið rakið, skilaboð sem fóru á milli brotaþola og ákærða áður en ákærði kom á heimili brotaþola auk skilaboða ákærða til brotaþola sem hann sendi skömmu eftir að atvikið átti sér stað og kvöldið eftir. Þar kemur m.a. fram að ákærði sagði brotaþola að móðir sín hefði hent sér út og því kæmist hann ekki heim til sín. Hún neitaði honum ítrekað um að fá að koma til hennar en samþykkti það að lokum og sagði í framburði sínum fyrir dómi það hafa verið vegna þess að hann hefði ekki komist heim og hefði hún sett sig í hans spor. Í skýrslu sinni hjá lögreglu sagði ákærði að hann hefði að minnsta kosti ekki verið læstur úti því þá hefði hann bara hringt í móður sína. Fyrir dómi sagði ákæ rði þetta ekki hafa verið þannig að hann hefði ekki getað farið heim heldur hafi hann verið læstur úti og ekki með lykil. Skýrði hann þetta misræmi svo að þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu hefði hann líklega verið í sjokki eftir að hafa verið handtekinn. Hvorugur þessi framburður ákærða samrýmist þeim skilaboðum sem hann sendi brotaþola og verður því að telja að framburður ákærða sé á reiki um þetta og í andstöðu við þau skilaboð sem hann sendi umrætt sinn og verði því að meta hann ótrúverðugan. Þá liggur fyrir að ákærði reyndi ítrekað að hringja í brotaþola og senda henni skilaboð eftir að honum hafði verið vísað út af heimili hennar. Sjálfur hefur ákærði sagt að ástæða þessa hafi verið sú að hann vildi skýringar á því hvers vegna honum var vísað út. Verð ur framburður hans helst skilinn svo að hann hafi talið hugsanlegt að hann hefði gert eitthvað á hlut brotaþola sem hann áttaði sig ekki á. Ákærði sendi brotaþola á ný skilaboð um kl. 21:08 um kvöldið þar sem hann baðst afsökunar. Sagðist hann í skýrslu si nni fyrir dómi hafa gert það í kjölfar þess að hafa um kl. 17:00 fengið skilaboð frá brotaþola á Snapchat þar sem hún var í bifreið og sagði hann vera í vondum málum þar sem hann hefði nauðgað henni. Þessi skilaboð liggja ekki fyrir. Í skýrslu sinni hjá lö greglu sagði ákærði að brotaþoli hefði sent honum skilaboðin um morguninn, en sú skýrsla var tekin um kl. 23:00 að kvöldi 22. júlí. Brotaþoli hefur alfarið neitað því að hafa sent þau. Er þannig ekkert fram komið sem styður framburð ákærða um að brotaþoli hafi sent slík skilaboð. Þá er til þess að líta að ákærði bar um að hafa fengið skilaboðin um kl. 17:00, eftir að hann vaknaði. Af málsgögnum má ætla að brotaþoli hafi um það leyti verið á leið á neyðarmóttöku en ákærði sendi skilaboðin um fjórum klukkustu ndum seinna. Gögn úr síma ákærða benda til þess að hann hafi ítrekað reynt að hringja í brotaþola frá kl. 17:19 til 21:24 en hún ekki svarað. Þær tímasetningar eru í ákveðnu samræmi við þann framburð ákærða að hann hafi um fimmleytið fengið skilaboð sem ol lu honum uppnámi. Þær eru hins vegar einnig í samræmi við það að ákærði kvaðst á þessum tíma hafa verið að vakna og að tilraunir hans til að ná til brotaþola hefðu verið í beinu framhaldi af tilraunum hans til að ná sambandi við brotaþola um morguninn. Þá er til þess að líta að þau skilaboð sem ákærði sendi þennan dag bera það ekki með sér að hann hafi verið að óska eftir skýringu á því af hverju brotaþoli hefði sagt að hann hefði nauðgað henni, heldur biður hann brotaþola að fyrirgefa sér og segir að hann vilji ræða við hana. Verður ekki talið að það að brotaþoli lét vísa ákærða út hafi getað gefið honum tilefni til að leita svona stíft eftir því að brotaþoli ræddi við hann eða að biðjast fyrirgefningar án þess að hafa nokkra hugmynd um á hverju. Þá eru þau skilaboð sem ákærði sendi brotaþola kl. 05:40:22 illskiljanleg á grundvelli þeirra skýringa sem ákærði hefur gefið. Er þannig bæði ósamræmi í framburði ákærða hvað þetta varðar auk þess sem hann samræmist ekki öðru sem fram er komið í málinu. Verður því a ð telja, í ljósi alls framangreinds, að framburður ákærða sé ótrúverðugur hvað þetta varðar. Framburður brotaþola hefur verið stöðugur og trúverðugur um þau atriði sem máli skipta. Þó liggur fyrir að brotaþoli og vitnið B sammæltust um að bera rangt um það að B hefði verið sofandi þegar brotaþoli kom til hennar, í því skyni að leyna neyslu B fyrir móður þeirra. Ekkert er fram komið sem bendir til þess að vitnin hafi sammælst um að bera rangt um önnur atriði. Þá lýstu þær þv í að erfið staða B væri 25 ástæða þess að þær gerðu þetta og hefðu þær skýrt móður sinni fljótlega frá neyslu þeirra. Vitnin D hjúkrunarfræðingur og E læknir báru bæði um það í framburði sínum fyrir dómi að brotaþoli hefði, þegar hún kom á neyðarmóttöku, veri ð með samviskubit gagnvart móður sinn vegna neyslunnar. Þá lýstu bæði brotaþoli og B því hreinskilnislega fyrir dómi hvernig þær sammæltust um framangreindan framburð, hvers vegna og að þær hefðu leiðrétt hann. Þetta staðfesti móðir þeirra í sínum framburð i. Þá má af framburði brotaþola og vitnanna B og C ráða að þrátt fyrir framangreint hafi brotaþoli strax eftir að atvik gerðust viljað leita sér aðstoðar á neyðarmóttöku. Í ljósi alls framangreinds verður framgreindur framburður brotaþola og B ekki talin r ýra trúverðugleika þeirra. Við mat á trúverðugleika brotaþola þarf einnig að líta til þess að í frásögn hennar á neyðarmóttöku kom fram að hana rámaði í að ákærði hefði haft munnmök við hana. Í framburði D og E kom það skýrt fram að þetta hefði verið óljós minning hjá henni þegar hún var á neyðarmóttöku. Þessu lýsti brotaþoli hvorki í skýrslutökum hjá lögreglu né fyrir dómi. Í ljósi þessa verður heldur ekki litið svo á að það sé misræmi í framburði hennar sem hafi áhrif við mat á trúverðugleika framburðar h ennar. Framburður brotaþola, B , G og C er samhljóða um það að líðan brotaþola hafi versnað mjög eftir að atvikið átti sér stað. Neysla hennar hafi aukist mikið og hún leitað sér aðstoðar á geðdeild, m.a. vegna sjálfskaða , engin vottorð hafa þó verið lögð fram þessu til staðfestingar. Brotaþoli rekur þessa versnandi líðan aðallega til þessa atviks. Bar hún engu að síður um að hún hefði einnig orðið fyrir öðrum kynferðisbrotum sem ekki hefðu verið kærð til lögreglu og að hafa allt frá því í [...] átt við [...] að stríða, m.a. vegna [...] . Verður framburður G og B talinn styðja það að líðan brotaþola hafi versnað verulega eftir atvikið. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, hvílir það á ákæruvaldinu að færa sönnur á sekt ákærða. Það er dómara að meta hvort nægileg sönnun sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Tekur þet ta m.a. til þess hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða og vitna hafi. Í þessu sambandi geta skýrslur vitna sem ekki hafa skynjað af eigin raun haft þýðingu, enda sé unnt að draga ályktanir um sakarefnið af slíkum framburði. Þá skal dómur, samkvæmt 1. mgr. 11 1. gr. sömu laga, reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi og verður þannig ekki byggt á framburði vitna og ákærða sem ekki staðfestir fyrir dómi. Dómurinn metur framburð brotaþola trúverðugan um þau atriði sem máli skipta og varða sakarefnið en til þess er einnig að líta að frásögn hennar af atvikum hefur frá upphafi verið stöðug. Samkvæmt því sem að framan hefur verið rakið er það mat dómsins að framburður ákærða sé ótrúverðugur og verður niðurstaða málsins því ekki á honum b yggð. Auk þess að vera í andstöðu við trúverðugan framburð brotaþola þá hafa skýringar ákærða á misræmi verið með öllu ótrúverðugar og er sérstaklega litið til þess að hann leitaðist við að draga úr lýsingum sínum á því hversu langt kynmök við brotaþola ge ngu og á slæmri líðan brotaþola vegna neyslu kannabis. Þá hafa ekki komið fram trúverðugar skýringar á þeim skilaboðum sem hann sendi brotaþola um kl. 21:08 að kvöldi sunnudagsins enda ekkert fram komið sem staðfestir að brotaþoli hafi áður sent honum skil aboð auk þess sem ákærði vísað ekki í efni þeirra. Í ljósi alls framangreinds verður niðurstaða dómsins byggð á trúverðugum og stöðugum framburði brotaþola sem fær stuðning í framburði vitna. Má þar nefna stöðugan og trúverðugan framburð B um góða líðan br otaþola áður en ákærði kom og líðan hennar þegar hún kom út úr herberginu frá ákærða, en hún lýsti því að brotaþoli hefði verið í miklu áfalli og fengið martraðir þegar hún loks sofnaði. Þá fær framburður brotaþola einnig stuðning í framburði C um símtal b rotaþola skömmu eftir að atvik gerðist þar sem fram kom að hún upplifði atvik strax þannig að á henni hefði verið brotið. Loks styðja framlögð gögn um símasamskipti ákærða og brotaþola og samskipti þeirra á Messenger framburð brotaþola um aðdraganda atvika . Mikið misræmi er hins vegar milli þessara gagna og framburðar ákærða, eins og rakið hefur verið, auk þess sem dómurinn hefur metið skýringar hans að ýmsu leyti ótrúverðugar. Þá eru lýsingar brotaþola og B á ástandi brotaþola þegar ákærði kom í samræmi vi ð lýsingar ákærða þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu, en þar lýsti hann slæmu ástandi hennar m.a. með því að lýsa henni svo að hún hafi verið freðin auk þess sem hann bar um að hún hefði sjálf sagt honum frá því að hún hefði verið að reykja. Loks liggur f yrir að áður en ákærði kom fékk hann skilaboð frá brotaþola um að hún væri að sofna. Samkvæmt þessu mátti ákærði gera 26 sér grein fyrir því hvernig ástand brotaþola var og hafði hann enga ástæðu til að ætla að hún væri samþykk því að hann hefði við hana samr æði. Með vísan til framangreinds telur dómurinn að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft samræði við brotaþola, eins og greinir í ákæru, án hennar samþykkis, og notfært sér að ástand hennar var þannig að hún gat ekki spornað við verknaðnum sö kum áhrifa kannabis og svefndrunga. Þykir því sannað að ákærði hafi framið það brot sem í ákæru greinir og er brot hans þar rétt heimfært til refsiákvæða. IV Ákærði er fæddur árið [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða, dagsettu 6. september 2019, hefur hann ekki verið dæmdur til refsingar. Við ákvörðun refsingar ákærða er litið til þess að brot hans er alvarlegt og það beindist gegn heilsu og velferð ungrar stúlku og hafði afleiðingar fyrir líðan hennar og velferð, sbr. 1. og 2. töluliður 1. mgr. 7 0. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá misnotaði ákærði sér gróflega það traust sem brotaþoli bar til hans. Til refsimildunar er litið til ungs aldurs ákærða en hann var á [...] ári þegar brotið átti sér stað. Í ljósi alls framangreinds og dómafordæma þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár en ekki eru efni til að skilorðsbinda refsingu ákærða. Í málinu gerir brotaþoli kröfu um miskabætur. Brot eins og það sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir er til þess fallið að hafa í för með sér miska fyrir þann sem fyrir því verður. Þá má af málsgögnum ráða að brotið hefur haft áhrif á líðan brotaþola en sérfræðivottorð hafa ekki verið lögð fram þessu til frekari staðfestingar. Í ljósi framangreinds þykir brotaþoli eiga rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykir fjárhæð miskabóta hæfilega ákve ðin, með hliðsjón af atvikum og dómafordæmum, 1.500.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta eins og nánar greinir í dómsorði og telur dómurinn rétt að miða upphafstíma dráttarvaxta við þann tíma er mánuður var liðinn frá þingfestingu málsins. Eftir úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærði dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Söru Pálsdóttur lögmanns, er telst alls hæfilega ákveðinn 1.200.000 krónur og þóknun skipaðs réttargæslumanns brot aþola, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttir lögmanns, 550.000 krónur. Við ákvörðun málsvarnarlauna lögmanna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ákærði greiði einnig 318.224 krónur í annan sakarkostnað samkvæmt framlögðu yfirliti ákæruvaldsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í tvö ár. Ákærði greiði A , kennitala [...] , 1.500.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 22. júlí 2018 til 3. nóvember 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði al lan sakarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Söru Pálsdóttur lögmanns, 1.200.000 krónur, þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 550.000 krónur, og 318.224 krónur í annan sakarkost nað.