LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 15. nóvember 2022. Mál nr. 696/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Bjarni Hauksson lögmaður) Lykilorð Kærumál . Gæsluvarðhald . 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi . Útdráttur Felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu L um að X yrði látinn sæta gæsluvarðhaldi og fallist á kröfu L um gæsluvarðhald X á grundvelli 2 . mgr. 95. gr. laga nr. 8 8/2008 um meðferð sakamála . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Hervör Þorvaldsdóttir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 11. nóvember 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. nóvember 2022 í málinu nr. R - /2022 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi . Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 8. desember 2022 klukkan 16. 3 Varnaraðili krefst aðallega staðfestingar hins kærða úrskurðar en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Kröfu sína um gæsluvarðhald byggir sóknaraðili á 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. 5 Líkt og rakið er í hinum kærða úrskurði var brotaþola sparkað niður tröppur við inngang að í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 29. október síðastliðinn. Um er að ræða 23 þrepa steintröppur. Brotaþoli var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús þar sem í ljós kom blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot, líkt og nánar er lýst í fyrirliggjandi læknisvottorðum. Í læknisvottorði 14. nóvember 2 2022 kemur fram að brotaþoli sé kominn úr öndunarvél en til þess hafi hann þurft að fá tengingu í önduna rveg á hálsinum. Hann þurfi fulla umönnun, geti ekki borðað eða kyngt og sé með næringarslöngu niður í maga. Hann sé með lömunareinkenni hægra megin en hreyfi útlimina. Hann virðist ekki geta talað eins og er eða tjáð sig, þrátt fyrir að mikið hafi verið r eynt af vinum og vandamönnum. Í niðurlagi vottorðsins segir að brotaþoli virðist hafa hlotið alvarlegan skaða af því höfuðhöggi sem hann hlaut og óvíst sé um batahorfur. 6 Fyrir liggur myndskeið úr öryggismyndavél sem sýnir þegar sparkað er í brotaþola með þeim afleiðingum að hann fellur niður fyrrnefndar steintröppur. Með vísan til þess sem rakið er í hinum kærða úrskurði verður fallist á að sterkur grunur leiki á að það sé varnaraðili sem sjáist sparka í brotaþola á myndskeiðinu, auk þess sem afbrotið sem grunurinn lýtur að getur varðað 10 ára fangelsi. 7 Myndskeiðið sýnir geranda taka tilhlaup og sparka af miklu afli í bak brotaþola, sem var á leið út af staðnum, sneri baki í þann sem sparkaði og var í engri aðstöðu til að verja sig. Af myndskeiðinu ve rður ekki annað ráðið en að skýr ásetningur standi til verksins. Í ljósi aðstæðna var verknaðurinn stórhættulegur og læknisfræðileg gögn benda samkvæmt framansögðu til alvarlegs líkamstjóns brotaþola. 8 Í dómaframkvæmd hefur verið lagt til grundvallar að rí kir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega eru grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir, sbr. meðal annars til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 12. desember 2017 í máli nr. 774/2017 og úrskurði Landsréttar 30. október 2019 í máli nr. 7 16/2019 og 29. apríl 2022 í máli nr. 261/2022. Að því virtu og með vísan til alvarleika þess brots sem sterkur grunur er um að varnaraðili hafi framið er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. 9 Samkvæmt framangreindu ver ður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi eins og krafist er og nánar greinir í úrskurðarorði, en engin efni eru til að marka því skemmri tíma. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Varnaraðili, X , skal sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 8. desember 2022 klukkan 16. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. nóvember 2022 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 11. nóvember 2022. Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. 3 Varnaraðili er X , kt. . Dómkröfur Þess er krafist að X , kt. , sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, til fimmtudagsins 8. desember 2022, kl. 16:00. Málsatvik Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú t ilraun til manndráps eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás af hálfu X gegn A utandyra við að í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 29. október sl. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði dottið niður stiga að og fór lögregla á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum. er á annari hæð hússins og liggur stigi upp að staðnum á hægri hlið hússins þegar horft er framan á það. Kalt var í veðri og fín íshula á götu og tröppum. Þegar lögregla kom á staðinn lá hinn slas aði, A , meðvitundarlaus fyrir neðan stigann. Hann var með áberandi skurð á höfði sem blæddi úr. Hann var með sterkan púls en andaði óreglulega. Sjúkraflutningamenn fluttu hann á slysadeild til aðhlynningar. Þeir aðilar sem voru á vettvangi voru mikið ölvað ir. Litlar upplýsingar var að fá annað en að A hefði sennilega dottið niður tröppurnar. Eitt vitni á vettvangi skýrði frá því að hún hefði heyrt hróp og þegar henni var litið niður tröppurnar sá hún A renna niður tröppurnar og sá þegar hann lenti með höfuð ið á undan á malbikinu fyrir neðan. Lögregla hafði samband við slysadeild og fékk þær upplýsingar að A hefði farið í sneiðmyndatöku og í kjölfarið hafi hann verið fluttur á gjörgæslu og að áverkar hans væru alvarlegir. Fyrir liggur bráðabirgðalæknisvottor ð þar sem fram kemur að brotaþoli sé með blæðingu utan á heila vinstra megin og bólgu í heila sem og augljósan áverka á höfði og höfuðkúpubrot. Brotaþoli liggur á gjörgæslu og óvíst er um batahorfur. Við skoðun á öryggismyndavélum við kom í ljós að br otaþola hafði verið sparkað niður tröppurnar. Eftir að hafa rætt við rekstraraðila staðarins og skoðað upptökur frá kvöldinu var talið líklegt að gerandi væri X en rekstaraðili staðarins kannast við X af upptökunum. Var X handtekinn á heimili sínu seinnipa rt 29. október 2022 og tekin skýrsla af honum þann sama dag. X sagðist ekki hafa neinar minningar um umrætt kvöld eða í raun dagana þar á undan ef út í það væri farið. Hann væri og þessar fréttir og sú staða sem hann væri í hefðu áhrif á minni hans. X v ar sýnd upptaka frá öryggismyndavélum , þar sem sést hvar brotaþola er sparkað niður tröppurnar frá anddyri staðarins. Á myndskeiðinu eru auk brotaþola þrjár konur og karlmaður sem talið er að sé X . X kannaðist við sjálfan sig á upptökunni í upphafi en sagðist síðan ekki þekkja sjálfan sig þegar á leið. Önnur skýrsla var tekin af kærða þann 3. nóvember sl. en fram kom að hann vildi ekki bæta neinu við fyrri framburð en hann hafi engar minningar frá þessu kvöldi. Þá heimilaði hann lögreglu hvorki að skoða símann sinn né að heimila afléttingu bankaleyndar á bankareikningi. Föstudaginn 4. nóvember heimilaði héraðsdómur Reykjavíkur lögreglu að fá aðgang að bankagögnum kærða og fjarskiptagögnum með úrskurðum í málum R - /2022 og R - - 2022. Mánudaginn 8. nóve mber sl. úrskurðaði héraðsdómur Reykjavíkur í máli R - /2022 að lögreglu væri heimilt að skoða farsíma kærða. Teknar hafa verið skýrslur af vitnunum B , C , D , E og F . Vitnið D kvaðst ekki hafa séð þegar brotaþoli datt tröppurnar. Skýrsla var tekin af vitninu B sem var stödd uppi á stigapallinum þegar umrætt atvik átti sér stað. Kvaðst hún ekki hafa séð þegar brotaþola var sparkað niður tröppurnar en hún sá hann veltast um tröppurnar. Kvaðst hún hafa heyrt vitnið C verið slys. Myndband af árásinni var borið undir han a og kvaðst hún þekkja sjálfa sig og kærða á myndbandinu. Kvað B að kærði væri sá sem sparkar brotaþola. Rætt var við vitnið C sem var einnig stödd á stigapallinum. Greindi hún frá því að hún hafi ekki séð þegar brotaþola var sparkað niður tröppurnar. 4 Hún kvaðst þekkja X og kvað það vera hann á myndbandinu sem sparkar. Tekin var skýrsla af E , starfsmanni . Kvaðst hann hafa verið að vinna umrætt kvöld og taldi að um slys væri að ræða. Daginn eftir hafi hann farið að skoða upptökur úr öryggismyndavélum og séð hvar manninum var sparkað niður tröppurnar. Kvaðst hann kannast við gerandann en vissi ekki hvað hann hét í fyrstu. Eftir að hafa sýnt vinnufélaga sínum, F , upptökuna þá voru þeir báðir sammála um að gerandinn væri X . Kvað hann X koma nokkuð reglulega á . Tekin var skýrsla af vitninu F sem er starfsmaður á . Greindi F frá því að hann hafi ekki verið við vinnu að kvöldi 29. október sl. Hann hafi mætt til vinnu daginn eftir og þá hafi E sýnt sér myndskeiðið þar sem brotaþola er sparkað niður tröppur nar. Kvaðst F þekkja geranda sem X en hann komi frekar oft á og því þekki F hann. Lögregla hefur aflað og farið í gegnum upptökur úr öryggismyndavélum frá umræddu kvöldi. Ljóst er af þeim að kærði var staddur á þetta kvöld. Þegar myndbönd af kærða inni á staðnum og myndbandið af stigapallinum eru borin saman telur lögregla hafið yfir vafa að um sama aðila er að ræða. Þá hefur lögregla tekið samanburðarmyndir af höfði kærða og borið saman við upptökuna af aðilanum sem sparkar brotaþola niður tröppur nar. Að mati lögreglu er um sama aðila að ræða en sjá má sömu klippingu, hárlit og hárlínu með áberandi háum kollvikum. Með vísan til þessa, framburða vitna sem þekkja til kærða og þekkja hann á upptökunni, þá telur lögregla ljóst að kærði er undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás með því að hafa sparkað brotaþola niður 23 steyptar tröppur. Kærði hefur setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 frá því sunnud aginn 30. október sl. Fyrst með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur í máli R - /2022 til föstudagsins 4. nóvember sl. og svo áfram með úrskurði sama dómstóls í máli nr. R - /2022 til föstudagsins 11. nóvember 2022. Lagarök Kærði er undir sterkum grun um tilr aun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. Verknaðurinn kann að varða við 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brot gegn ákvæðinu varðar allt að ævilöngu fangelsi. Þá kann verknaðurinn að varða við 2. mgr. 218. gr. sömu laga, sem varðar fangelsi allt að 16 árum. Á því er byggt að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, með vísan til alvarleika brotsins. Óforsvaranlegt þykir að kærði gangi laus eins og sakir standa. Í dómaframkvæmd hefur verið lagt til grundv allar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega eru grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Vísast í því sambandi meðal annars til dóms Hæstaréttar í máli nr. 774/2017 og úrskurða Landsréttar í málum nr. 716/2019 og 261/2 022. Þykir brot kærða vera þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings og sé til þess fallið að valda hneykslun að maður sem sterklega er grunaður um svo alvarleg brot gangi laus áður en málinu er lokið með dómi. Með vísan til framangreinds, fram lagðra gagna og 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er þess krafist að krafan nái fram að ganga. Niðurstaða Svo sem að framan er rakið rannsakar sóknaraðili nú atvik þar sem maður slasaðist alvarlega á höfði þegar hann féll niður tröppur u tan við veitingahús aðfaranótt 29. október sl. Maðurinn liggur enn þungt haldinn á spítala og samkvæmt bráðabirgðalæknisvottorði, dagsettu 8. nóvember sl., er óvíst um batahorfur. Á myndbandsupptökum úr öryggismyndavél á vettvangi sést hvar sparkað er í ma nn í anddyri veitingahússins. Leikur grunur á að varnaraðili hafi verið þar að verki og hann hafi sparkað hinum slasaða niður tröppurnar. Hefur hann setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála frá því 30 . október sl. Krefst sóknaraðili þess nú að gæsluvarðhaldið verði framlengt á grundvelli 2. mgr. sömu greinar. 5 Samkvæmt 2. mgr. 95 gr. laga nr. 88/2008 má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a - d liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Háttsemi varnaraðila er rannsökuð sem tilraun til manndráps skv. 211. sbr. 20 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða eftir atvikum sem stórfelld líkamsárás skv. 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Refsing samkvæmt nefndum ákvæðum getur varðað meira en 10 ára fangelsi. Varnaraðili hefur ekkert tjáð sig um málsatvik og ber við fullkomnu minnisleysi sem hann segir tengjast því að hann er . Grunsemdir á hendur vararaðila byggja á áðurnefndri myndbandsupptöku þar sem sést hvar maður sparkar kröftuglega í annan mann í anddyri veitingastaðarins. Á myndskeiðinu sést aftan á þann sem sparkar . Varnaraðili kannaðist í fyrstu við að þetta væri hann sjálfur en dregur síðan í land með það. Að minnsta kosti tvö vitni þekkja varnaraðila á myndskeiðinu, einn gestur sem var á staðnum auk starfsmanns veitingahússins. Þá benda rannsóknir sóknaraðila á s amanburði myndskeiðsins við ljósmyndir af höfði varnaraðila að um sama aðila sé að ræða. Fallast má á það með sóknaraðila að sterkur grunur leiki á að varnaraðili sé sá sem sést sparka í annan mann á myndskeiðinu. Þetta stutta myndskeið er eina áþreifanle ga sönnunargagnið sem lagt hefur verið fram í málinu. Hvorki vitnisburður vitna né önnur gögn varpa frekara ljósi á aðdraganda eða eftirmála atviksins eða skýra með nánari hætti aðstæður umrædda nótt, að öðru leyti en því að starfsmaður veitingahússins ber að hann hafi verið að vísa hinum slasaða út af veitingahúsinu. Af fyrirliggjandi gögnum er ekki unnt að leggja neitt mat á það hvað manninum sem sparkar gekk til eða hve nærtækar þær afleiðingar sem hlutust af sparkinu voru. Með vísan til framangreinds e r það niðurstaða dómsins að sóknaraðili hafi ekki sýnt fram á að skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 séu fyrir hendi. Skortir hér á að upplýst hafi verið um atvik með fullnægjandi hætti til að að unnt sé að slá því föstu að sterkur grunur leiki á að varnaraðili hafi haft ásetning til þeirrar háttsemi sem lýst er í þeim hegningarlagaákvæðum sem liggja til grundvallar rannsókn málsins. Verður því ekki fallist á, eins og atvikum máls er hér háttað, að uppfyllt sé skilyrði sömu málsgreinar um að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna eða að það stríði gegn réttarvitund almennings að varnaraðili gangi laus. Með framangreindum rökstuðningi er kröfu sóknaraðila hafnað. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð. Úrsk urðarorð Kröfu um að varnaraðili, X , kt. , sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi er hafnað.